Lulla frænka komst í hann krappan

  Lulla frænka var stundum á dagdeild stofnunar sem heitir Hvítabandið á Skólavörðustíg.  Öryrkjabíll sótti hana á morgnana og hún föndraði þarna yfir daginn.  Bjó til ávaxtaskálar úr trépinnum samskonar þeim sem eru í íspinnum.  Og eitthvað svoleiðis.  Þessar skálar og fleira dót gaf Lulla í jólapakka.  Um kvöldið var Lullu ekið heim til sín.  Hún talaði um þetta sem vinnuna sína.

  Einn daginn gerði brjálað veður.  Kafaldsbylur og gríðarleg niðurkoma lamaði allt höfuðborgarsvæðið.  Það var ófært.  Fólk komst ekki til vinnu.  Skólastarf og bara allt lagðist niður.  Það sá ekki handaskil utan húss.

  Um kvöldið hringdi Lulla í mig og sagði:  "Ég lenti í þvílíku puði í dagÖryrkjabíllinn sótti mig ekki í vinnunaÉg varð sjálf að keyra í Hvítabandið."

  Ég skil ekki hvernig henni tókst það.  Hún var ekki góður bílstjóri og átti gamlan Skoda.

  Lulla hélt áfram:  "Ég þurfti að gera allt á Hvítabandinu.  Ég þurfti að sjá um símann.  Ég þurfti að hella upp á kaffið og ég þurfti að sjá um allar kaffiveitingar.  Ég þurfti að leggja á borð, setja í uppþvottavélina og ganga frá. Það lenti öll vinna á mér.  Ég þurfti að sjá um alla föndurvinnu.  Ég var alein þarna.  Sem betur fer hringdi síminn aldrei.  Ég kann ekkert á símkerfið.  Ég hefði lent í vandræðum ef einhver hefði hringt."  

hri.jpg

---------------------------------

Fyrri færslur um Lullu frænku:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1326639/ 

   

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Hahahaha, já, og hún var alein þarna greyið :)

Sigfús Sigurþórsson., 16.11.2013 kl. 19:12

2 Smámynd: Jens Guð

  Sigfús,  hún túlkaði hlutina iðulega sérkennilega,  blessunin. 

Jens Guð, 16.11.2013 kl. 23:37

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Einhvernveginn finnst manni að þetta hljóti að hafi verið yndislegt manneskja, einbeytt, öldruð kona, fallega og skemmtilega sagt frá Jens.

Sigfús Sigurþórsson., 17.11.2013 kl. 01:37

4 Smámynd: Jens Guð

  Sigfús,  svo sannarlega var Lulla frænka yndisleg kona.  Hún var afskaplega frændrækin.  Hringdi í mig, bróðurson sinn,  nánast daglega.  Hún var dugleg að heimsækja mig.  Stundum daglega dögum saman.  Systkini hennar og þeirra börn bjuggu úti á landi.  Hún gaf mig upp sem sinn nánasta ættingja þegar hún dvaldi á geðdeild Borgarspítala eða Landspítala eða á Kleppi eða á Hvítabandinu.  Mér þótti vænt um þessa frænku mína.  Ég er ekki að skrá frásagnir af henni til að niðra hana.  Þvert á móti þá er ég að rifja upp broslegar sögur af henni til að halda minningu hennar á lofti.  Sumir ættingjar okkar eins og skömmuðust sín fyrir hana.  Það gerði ég aldrei.  Ég var duglegur að heimsækja hana og kynna hana fyrir vinum mínum.  Ég tel mig ekki vera að lasta hana á neinn hátt þegar ég held minningu hennar á lofti á þessum vettvangi.  Ég ylja mér við minningar af þessari yndislegu frænku.  Hún gerði margar klaufalegar tilraunir til sjálfsvígs áður en það tókst.   

Jens Guð, 17.11.2013 kl. 02:14

5 identicon

Lulla var snillingur, og já hún var serlega dugleg að kikja á ykkur Reykjavikurhópinn, hef bara skemmtilegar minningar um frænku mina sem var allt i einu orðin spænsk i aðra ættina í sinum huga

sæunn g (IP-tala skráð) 20.11.2013 kl. 08:55

6 Smámynd: Jens Guð

  Sæunn,  Lulla var líka dugleg að heimsækja ættingjana fyrir norðan.  Það var fastur liður hjá henni að vera vikum saman fyrir norðan á hverju sumri.  Kannski var farið að draga úr því í þinni tíð. 

Jens Guð, 20.11.2013 kl. 21:32

7 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég Fékk það enganveginn á tilfinnguna að þú værir að niðra þessa konu, miklu frekar fannst mér að það yrðu til hlýjar tilfinningar í garð þessarar konu þótt ekkert þekkti maður hana, heldur bara við lestur innleggsins, ég er þeirrar skoðunar að við gerum alltof lítið af því að miðla sögum um skemmtilega karektera sem horfnir eru, en sem betur fer er til einn og einn góður penni :)

Sigfús Sigurþórsson., 21.11.2013 kl. 00:00

8 Smámynd: Jens Guð

  Sigfús,  þú kemur inn á góðan punkt.  Ég hef verið gagnrýndur af ættingjum fyrir að skrifa blogg um ættingja.  Fyrst bloggaði ég frásagnir af Önnu frænku á Hesteyri.  Ég fékk margar skammir fyrir það.  Sumum þótti ég vera með frásögnum mínum að gera lítið úr Önnu frænku.  Þá var hún á lífi.  Bloggfærslurnar urðu til þess að þær voru teknar saman ásamt ýmsum öðrum fróðleik um Önnu frænku og gefnar út á bók.

  Konan sem skráði bókina sagði mér að Anna hafi haft bestu skemmtun af bloggfærslum mínum.  Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar var konan að skrá niður frásögn af hinu og þessu og Anna bað þá um að mín frásögn væri notuð.  Þegar bókin um Önnu kom út sendi Anna mér áritað eintak með þökkum fyrir frásagnirnar.

Jens Guð, 21.11.2013 kl. 03:12

9 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Þessu get ég vel trúað, held að fólk lesi stundum drásagnir með röngu hugarfari, og þá koma jafnvel rangir og jafnvel vondir dómar, slíkt hefur mergoft hent mig, lesið einhverja frásögn um manneskju, eða eitthvað annað og hef þá sest í eitthvað dómara sæti,,,, en síðar þegar ég hef lesið frásögnina aftur ere allt annað viðhorf hjá mér, held að þetta sé ekki svo óeðlilegt, fer ábyggilega eitthvað eftir því í hvernig ham maður les frásögnina, ekki síst ef frásögnin er um einhvern sem snertir mann sjálfan, en ef maður skoðar betur frásögn eftir lestur er maður kannski í betri/réttari ásigkomulagi til að skilja hana, og tjá sig um hana.

Ég vona að enginn móðgist þótt ég segi að ég hef afar gaman af frásögum um "sérstakt" fólk, og nánast undantekningarlaust les ég svoleiðis skrif sem skemmtun, ekki grín eða brandara, heldur þveröfugt, enda ljóst að sú manneskja skildi eitthvað eftir sig sem vert er að segja frá.

Sigfús Sigurþórsson., 22.11.2013 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.