Stóra rafrettusvindliđ

rr chesterfields
  Framleiđsla og sala á sígarettum hefur lengst af veriđ góđur bissness.  Sígarettuframleiđendur eru öflugur ţrýstihópur í Bandaríkjum Norđur-Ameríku og víđar.  Hann hefur fariđ sínu fram međ ţví ađ "kaupa" rétta fólkiđ inn í stjórnsýslunni.
 
  Hćgt og bítandi hefur samt ţrengt ađ sígarettuframleiđendum.  Og um leiđ ađ reykingafólki.  Forrćđishyggjufólk hefur komist upp međ ađ banna reykingar hér og ţar.  Ţađ má ekki reykja í flugvélum.  Ekki inni á veitingastöđum.  Ekki hér og ekki ţar.  Samt hefur ekki tekist ađ sýna fram á ađ reykingar séu verulega skađlegar.  Ađ minnsta kosti ekki nógu skađlegar til ađ banna ţćr alfariđ.  Ţćr eru meira eins og óhollusta sykurs,  hvíts hveitis og McDonalds.  Meira óhollar en hollar.
 
  Sem dćmi um hvađ sígarettuframleiđendur eru sterkur ţrýstihópur í Bandaríkjum Norđur-Ameríku má nefna ađ eftir árásirnar á tvíburaturnana í New York voru settar strangar reglur um hvađ má og hvađ má ekki hafa međ sér í flugvél.  Til ađ mynda má ekki hafa međ sér drykki,  sjampó eđa handsprengjur.  Fyrst mátti ekki hafa međ sér kveikjara.  Ţví banni var fljótlega aflétt.  Ţökk sé sígarettuframleiđendum.
 
  Á síđustu árum hefur veriđ illa ţrengt ađ sígarettuframleiđendum á auglýsingamarkađi.  Hérlendis má ekki auglýsa sígarettur.  Í Bandaríkjum Norđur-Ameríku má ekki auglýsa sígarettur hvar sem er.  Til ađ mynda ekki í ljósvakamiđlum.
 
  Ţá dúkkuđu skyndilega upp svokallađar rafrettur.  Ţćr líta út eins og venjulegar sígarettur.  Ţćr má reykja hvar sem er.  Ţćr má auglýsa hvar sem er.  Ţćr eru markađssettar sem tćki til ađ reykja án ţess ađ reykja alvöru sígarettur.  Ţćr má auglýsta hvar sem er.   Fallegt fólk er sýnt í auglýsingum reykja rafrettur.  Ţađ er töff ađ reykja rafrettur.   Ţví er slegiđ upp sem "frelsi" ađ reykja hvar sem er (rafrettur).     
 
  Í fljótu bragđi virđist sem áróđur fyrir rafrettum sé átak gegn ţví ađ reykja venjulegar sígarettur.  Ţegar betur er ađ gáđ ţá eru ţađ sígarettuframleiđendur sem standa á bak viđ rafretturnar.  Ţetta er klók markađsađferđ sígarettuframleiđenda til ađ viđhalda ímynd um ađ ţađ sé töff ađ reykja.  Til lengri tíma hćttir enginn ađ reykja ţó ađ hann skipti tímabundiđ yfir í rafrettur.  Ţetta er plat.  Vel heppnađ markađstrix sígarettuframleiđenda.      
   
rafrettur freedom
 Nú eru auglýsingatímar sjónvarpsstöđva uppfullir af myndarlegu fólki međ sígarettu í munnviki.  Ţađ eru engin aldursmörk á kaupum á rafrettum.  10 - 12 ára krakkar kaupa sér rafrettur.  Og ţykir töff ađ totta ţćr.  Ţađ er aftur komiđ í tísku ađ reykja sígarettur.
 
  
 
   

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband