Sea Shepherd aðhlátursefni

  Aulagangurinn á Sea Shepherd,  ranghugmyndir þeirra og framganga hefur skemmt Færeyingum rækilega og lengi.  Það er langt síðan Færeyingar hafa hlegið jafn mikið og jafn lengi í einu,  eða í næstum tvo mánuði samfleytt.  Enn bætti í þegar bíl Sea Shepherd var keyrt út af og ofan í skurð.  Við það komst styggð að bílstjóranum.  Hann fældist og hljóp gólandi út í móa.  Þar baðaði hann út höndum og fótum í geðshræringu og ráðaleysi.

  Færeyingar fylgdust með og tóku bakföll í hláturskasti.  Við það bráði af SS-manninum.  Hann færði sig varfærnislega aftur að bílnum og bað um aðstoð við að ná bílnum upp úr skurðinum.  Spurði hvort hægt væri að fá kranabíl í verkið.  Jafnframt afsakaði hann viðbrögð sín.  Sagðist hafa fengið ofsafengið hræðslukast við að bíllinn myndi velta ofan í skurðinn og hann sjálfur stórslasast og örkumlast í kjölfarið.   

  Af viðbrögðunum ætla menn að þarna hafi kauði þreytt frumraun sína í akstri utan malbikaðra breiðstræta New York borgar. 

  Honum var bent á að setja bílinn í bakkgír og bakka upp á veg.  Skurðurinn er grunnur,  grasi gróinn og hættulaus með öllu.  Bakkgírinn virkaði á bílnum.  Þetta var ekkert mál og gaurinn ók niðurlútur á brott undir hlátursköllum Færeyinga.  Reyndar hefði alveg eins mátt aka kraftmikla jeppanum áfram og upp á veg.  Eins og sést á myndunum voru aðstæður ekki jafn skelfilegar og vesalingurinn upplifði.  Áður en hann staulaðist taugaveiklaður upp í bílinn leitaði hann af sér allan grun með því að skríða undir bílinn og velta sér þar eins og afvelta rolla.  

  Grunur leikur á að bílstjórinn hafi verið að skima eftir marsvíni þegar honum fipaðist aksturinn.  Þrátt fyrir að hvergi hafi sést til sjós frá þessum sveitatroðningi.  

sea shepherdbíll úti í skurði

sea shepherd bíll úti í skurði


mbl.is Pamela bjargar færeyskum hvölum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.8.2014 kl. 19:36

2 Smámynd: Ármann Birgisson

Ármann Birgisson, 4.8.2014 kl. 01:05

3 identicon

mikið er það gott að þessi lýður geri gagn ,skemmta heimamönnum

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 4.8.2014 kl. 11:19

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Spes. Af hverju kemur þetta ekki í "Whale wars" þáttunum?

Ásgrímur Hartmannsson, 4.8.2014 kl. 17:09

5 Smámynd: Jens Guð

Ásthildur Cesil, takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 4.8.2014 kl. 21:10

6 Smámynd: Jens Guð

Ármann, takk fyrir innlitið.

Jens Guð, 4.8.2014 kl. 21:11

7 Smámynd: Jens Guð

Helgi, fátt er svo með öllu illt að ei boði gott.

Jens Guð, 4.8.2014 kl. 21:14

8 Smámynd: Jens Guð

Ásgrímur, kannski á þetta eftir að birtast þar.

Jens Guð, 4.8.2014 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband