Dani fangelsaður fyrir að berjast gegn ISIS

  Uppgangur glæpagengisins ISIS í M-Austurlöndum hefur margar hliðar.  Sumar snúnar.  Aðrar ennþá snúnari.  Burt séð frá því hvernig þetta allt byrjaði með innrás í Írak,  stuðningi við uppreisnaröfl í Sýrlandi og allskonar.

  47 ára Dana býður nú fangelsun fyrir þátttöku í hernaði í M-Austurlöndum. Hann heitir Alan Grétar.  Hann er af kúr-Dönskum ættum.  Hann er harðlínu lýðræðissinni og gat ekki hugsað sér að sitja aðgerðarlaus hjá í Danmörku og leyfa ISIS að valta yfir það litla lýðræði sem þó hefur örlað á í þessum heimshluta.  Svo ekki sé hlaupið yfir yfirgengilegt ofbeldi og fornaldarsjónarmið ISIS glæpagengisins.  

  Alan Grétar gekk til liðs við kúrdískar hersveitir sem berjast gegn ISIS.  Fyrir bragðið er hann skilgreindur sem viljugur þátttakandi í hernaði í M-Austurlöndum.  Og það þrátt fyrir að berjast við hið danskra hersveita með sama markmið.    

  Góðu fréttirnar eru þær að það er alveg þolanlegt að sitja af sér í dönskum fangelsum.  Alan Grétar mun sannreyna það.  

   


mbl.is BBC nafngreinir böðulinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Smánarblettur á Danmörku um aldur og æfi. Alveg eins og það er smánarblettur að allt þetta fólk fær bara að deyja þarna án þess að við gerum neitt. Vinstrimönnum er nákvæmlega sama afþví Bandaríkin blæða ekki fyrir það, þannig að "óvinur óvinar míns" syndrómið hefur engin áhrif til að skapa gerfikærleika, og svo er ekki í tísku að vera ekki sama um Kúrda, Yazída og hvað þá kristna Araba. Hægrimönnum er líka nákvæmlega sama um það afþví Bandaríkin sögðu þeim ekki sérstaklega að vera það ekki. Niðurstað: Evrópubúar, alla vega Íslendingar og Danir, hegða sér upp til hópa eins og sálarlaust fólk. 

Dani (IP-tala skráð) 27.2.2015 kl. 02:18

2 identicon

Mér finnst raunar alveg borðleggjandi að ISIS-glæpasamtökin eigi sér fylgismenn á Íslandi, svo skelfileg sem sú hugsun annars er.

Stefán (IP-tala skráð) 27.2.2015 kl. 08:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband