Klámfengin brjóst

  Bćjarráđ Venice strandar í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjum Norđur Ameríku fer full bratt í ađ breyta reglum um sólbađ í ríkinu.  Í gćr samţykkti bćjarráđiđ ađ leyfa konum ađ njóta sólar berbrjósta.  Fyrirmyndin er teprulaus - frjálslynd - ríki í Evrópu.  Samkvćmt bestu heimildum hefur ekkert verulegt tjón skapast af berbrjósta konum í sólbađi í Evrópu.   

  Í sunnanverđum Bandaríkjum Norđur-Ameríku hefur bert kvenmannsbrjóst veriđ skilgreint sem gróft klám.  Sjónvarpsstöđin CBS var sektuđ um mörg hundruđ milljónir króna eftir ađ í beinni útsendingu sást í brjóst á Janet Jackson (ţegar Justin Timberlake svipti af brjóstinu taupjötlu).  Sektinni var hnekkt eftir margra ára rándýr réttarhöld.  CBS til bjargar varđ ađ geirvarta sást ekki.  Stjarna var límd yfir hana.  Án stjörnunnar hefđi CBS átt á hćttu ađ missa starfsleyfi.

  Samţykkt bćjarráđs Venice strandar í Kaliforníu hefur ţegar vakiđ upp harđa umrćđu.  Svo mjög klámfengin sem hún ţykir vera.  Klókara - til ađ ná sátt - hefđi veriđ ađ taka skrefiđ til hálfs í fyrstu atrennu:  Ađ leyfa ađeins annađ brjóstiđ bert í sólbađi nćstu 5 ár. Ađ ţeim tíma liđnum mćtti meta árangurinn og hugsanlega taka ákvörđun um ađ leyfa hinu brjóstinu ađ njóta sólar.

   


mbl.is Vilja leyfa berbrjósta sólböđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband