Tíðar árásir á lögregluna

 Sigurður Pétur ÓlafssonGazman

  Í Morgunblaðinu er haft eftir Geir Jóni Þórissyni,  yfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,  að árásir á lögregluna séu alltof tíðar.  Ég hef ekki kynnt mér málið en hallast að því að Geir Jón hafi sitthvað fyrir sér hvað þetta varðar.  Til að vera ekki yfirdrifinn hefði ég þó að óreyndu látið duga að segja að árásir á lögregluna séu of tíðar.  Hinsvegar geri ég mér ekki grein fyrir því hvað árásir á lögregluna þurfa að vera tíðar til að teljist hæfilegt.  Upplýsingar um það vantar svo hægt sé að hafa þær innan skynsamlegra marka. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Ja, þegar stórt er spurt!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.9.2008 kl. 13:14

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Nákvæmlega, hvar á að draga mörkin? Bannað er að ráðast á lögreglumenn oftar en þrisvar í viku. Hver á að fylgjast með talningunni? Maður fékk nú oft að kenna á því hérna í denn, bæði í orðum og verkum. Oft kom maður heim með sprungna vör og í rifnum búningi. Þá var bara ekkert talað um það nema að lögreglan ylli meiðslum eða færi offari. Eins og Þorgeir Þorgeirsson kallaði lögreglumenn á sínum tíma: Einkennisklædd villidýr í frumskógum næturlífs Reykjavíkurborgar.

Helga Magnúsdóttir, 9.9.2008 kl. 13:17

3 identicon

Árás á lögreglu að störfum er aldrei réttlætanleg. Fólk má ekki komast upp með afskipti af störfum lögreglunnar og allra síst að beita ofbeldi.  Við eigum alltaf að fara eftir fyrirmælum lögreglunnar, hvort sem við erum sammála eða ekki. Síðan er hægt að leita réttar síns ef ástæða er til.

Dagný (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 13:36

4 identicon

Það þarf einfaldlega að beita mun harðari refsingum gegn þeim sem eru með ofbeldi við lögreglumenn. Við búum í þjóðfélagi sem verður hættulegra með hverjum degi. Hér vaða uppi skipulögð glæpagengi sem stunda stórfellda eyturlyfjasölu og þjófnaði. Fáliðuð lögreglan er að reyna að vernda okkur almenna borgara og ég vil láta vopna þá almennilega svo þeir geti varið sig og okkur hin betur.  

Stefán (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:26

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég held að það sé ekki mikið ráðist á Geir Jón.

Þorsteinn Briem, 9.9.2008 kl. 15:24

6 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Ein árás er einni of mikið.

Aðalsteinn Baldursson, 9.9.2008 kl. 15:39

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 9.9.2008 kl. 16:05

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

örugglega hárrétt hjá Steina -ekkiíþettasinnlimrusmið- Menn ná bara ekki upp til hans!

Magnús Geir Guðmundsson, 9.9.2008 kl. 16:43

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ef það væri fleiri Geir Jónar í lögguni væri sjálfsagt ekkert um árásir á hana :)

Óskar Þorkelsson, 9.9.2008 kl. 17:12

10 identicon

Ættu að vera 2 flokkar Lögreglumanna,venjulegir og þeir sem sæju um miðbæinn td einhverskonar óeirðarlögregla sem hefði víðara vald  

Res (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband