30.6.2008 | 11:18
Heildarlistinn yfir greind og trúhneigđ
Ég hef rađađ hér upp ţjóđum heims eftir međalgreind ţeirra. Greindarvísitalan er fyrir aftan nafn landsins. Í sviganum ţar fyrir aftan er hundrađshluti viđkomandi ţjóđar sem ekki trúir á guđ. Ţetta er nokkuđ merkilegur og umhugsunarverđur listi ađ skođa. Ţegar litiđ er yfir listann í fljótu bragđi lćđist ađ mér sá grunur ađ greindarvísitöluprófiđ (Raven) sé ónákvćmt. Skekkjumörk ţess séu í hag menntuđum Asíu- og Evrópu- og N-Ameríkuţjóđum en nái síđur ađ mćla ýmsa hćfileika (greind) 3ja heims ţjóđa.
Trúmál og siđferđi | Breytt s.d. kl. 23:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (44)
30.6.2008 | 00:33
Plötuumsögn
Titill: Cover Up
Flytjandi: Ministry
Einkunn: **** (af 5)
Bandaríska hljómsveitin Ministry hefur í áratugi veriđ í fararbroddi svokallađra "industrial" ţungarokkssveita. Ég veit ekki hvađa íslenskt orđ er best ađ nota yfir "industrial". Ţađ er óheppilegt ađ kalla ţetta iđnađarrokk vegna ţess ađ hérlendis höfum viđ í áratugi notađ orđiđ iđnađarrokk yfir músík hljómsveita á borđ viđ Journey, Styx, REO Speedwagon, Boston, Toto, Foreigner og slíkra. Enskumćlandi kalla músík ţeirra "arena rock", melódískt hard rock eđa "US Faceless rock".
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
28.6.2008 | 23:42
Stórfurđulegar nágrannaerjur
Ţetta gerđist fyrir nokkrum árum á sólríkum sumardegi. Ég var ađ skutla dóti til kunningja míns í smáíbúđarhverfi. Ţar sem viđ stóđum í útidyrunum hjá honum renndi nágranni hans í hlađ. Kunningi minn kastađi glađlega kveđju á hann en var svarađ međ fúkyrđum. Ég varđ eitt spurningarmerki af undrun.
Kunningi minn útskýrđi máliđ. Ţađ er rétt ađ taka fram ađ ţetta er rösklega sextugur mađur en mjög ör. Klárlega ţađ sem kallast ofvirkur. Hann talar og framkvćmir hluti áđur en hann hugsar. Og er alltaf á fullu. Situr aldrei kyrr, hvorki ţegar hann horfir á sjónvarp eđa fer til kirkju. Hann sprettur ítrekađ á fćtur undir öllum kringumstćđum til ađ senda sms eđa sćkja penna út í bíl til ađ punkta eitthvađ hjá sér og svo framvegis.
Hann útskýrđi fyrir mér framkomu nágrannans eitthvađ á ţessa leiđ: "Um síđustu helgi tók ég garđinn minn í gegn. Sló hann, snyrti blómabeđ og bjó til ţetta fallega kúlulaga mynstur međ jöfnu millibili á limgerđiđ. Ţetta var rosalega skemmtilegt enda fátt skemmtilegra en dútla í gróđri og mold. Ég gleymdi mér algjörlega og rankađi allt í einu viđ mér ţegar ég var einnig farinn ađ taka til hendi í ţessum samliggjandi garđi nágrannans.
Nágranninn var á sólarströnd erlendis og ekki vćntanlegur fyrr en síđar í vikunni. Ég sá fram á ađ biđ yrđi á ađ hann gćti sinnt sínum garđi. Ţađ er lítiđ variđ í ađ hafa minn garđ fínan og snyrtilegan en ţurfa ađ horfa upp á óhirtan garđ nágrannans. Ţannig ađ ég bretti betur upp ermar og tók garđinn hans rćkilega í gegn. Ţar var ekki vanţörf á grćnum fingrum. Ég stakk upp blómabeđ og endurrađađi blómunum til ađ ná fram skemmtilegri litasamsetningu. Sérđu ţrepin ţarna? Ţetta var óreglulegur grjótbingur. Sitthvađ fleira lagađi ég og samrćmdi kúlulaga mynstur á limgerđi hans og mínu.
Ţegar nágranninn kom frá útlöndum ţá trylltist hann. Hann ásakađi mig um ósvífni, frekju, yfirgang, afskiptasemi og ég veit ekki hvađ og hvađ. Ég hafđi frekar reiknađ međ fagnađarlátum, miklu ţakklćti og jafnvel McCinTosh dollu. Sennilega var hann ósofinn eftir flugiđ og pirrađur ţannig ađ ég var ekkert ađ rífast viđ hann. Ég ráđlagđi honum bara ađ leggja sig. Hann er búinn ađ vera međ ólund síđan. Ţú heyrđir hvernig hann hreytti í mig ónotum. Ţađ er allt annađ en gaman ađ búa viđ svona skapstirđan nágranna."
Spil og leikir | Breytt 26.7.2009 kl. 22:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)
25.6.2008 | 23:25
Hver er söngkonan dularfulla sem borgarstjórinn bauđ til ţátttöku á Menningarnótt?
Fyrir nokkrum dögum sló fćreyska dagblađiđ Dimmalćtting (= dimmu léttir = árblik) ţví upp ađ borgarstjóri Reykjavíkur, Ólafur F. Magnússon, hafi bođiđ söngkonunni Sölvu Ford ađ skemmta á Menningarnótt í Reykjavík ásamt undirleikara hennar. Í kjölfariđ höfđu íslenskir blađamenn og útvarpsdagskrármenn samband viđ mig. Ţeir spurđu hver fćreyska söngkonan Sölva Ford sé.
Mér vafđist tunga um fót. Ég kannađist ekki viđ ţetta nafni. Samt sem áđur fylgist ég ţokkalega vel međ fćreysku músíksenunni. Ég á allar helstu fćreyskar plötur og hef veriđ duglegur ađ sćkja fćreyskar músíkhátíđir, allt frá Ólavsvöku og G!Festivali til Asfalt.
Ég vatt mér í ţađ ađ rannsaka máliđ. Heimildum mínum ber ekki saman um ţađ hvort stúlkan heitir Sölva (sem ţýđir föl eđa guggin og grá) eđa Sólvá (sem er hliđstćđa viđ íslenska nafniđ Sólveig). Ţegar leitađ er í skriflegum heimildum skilar nafniđ Sólvá Ford fleiri niđurstöđum en Sölva Ford.
Sölva Ford mun hafa fyrst getiđ sér gott orđ er hún sigrađi í keppni sem kallast "Ársins söngrödd 2000". Eins og nafniđ gefur til kynna er ţađ söngvarakeppni og ađ ég held unglingasöngvarakeppni.
Sölva keppti í fćreysku músíktilraununum Prix Föroyar međ hljómsveitinni Tám og einnig í karókíkeppni í Ţórshöfn 2006. Í karókíkeppninni komst hún í endanleg úrslit. Í kjölfariđ var hún fengin til ađ sitja í 21. manna dómnefnd sem valdi besta fćreyska lagiđ í keppni sem AME (Atlantic Music Event) stóđ fyrir. Ţar bar lag eftir Eivöru sigur úr bítum.
Sölva hefur sungiđ međ ýmsum dansiballahljómsveitum. Ein ţeirra er krákubandiđ (= "cover" lög) Ford Siesta.
Sölva er ekki stórt né ţekkt nafn í Fćreyjum, eins og sést á ţví ađ nafn hennar er á reiki. Hinsvegar er hún sögđ vera góđ söngkona međ mikla útgeislun á sviđi.
Borgarstjóri Reykjavíkur, Ólafur F. Magnússon, er mjög áhugasamur um ađ höfuđborgin okkar sé lifandi borg međ iđandi mannlífi. Hann hefur gengiđ framfyrir skjöldu međ ađ bjóđa borgarbúum upp á lifandi músík, samanber hljómleika Mezzoforte í Hljómskálagarđinum á dögunum og "hljómleikum aldarinnar" međ Björk, Sigur Rós, Ghostdigitals og Ólöfu Arnalds í Laugardalnum núna á laugardaginn. Ţađ er fagnađarefni ađ borgarstjórinn sé áhugasamur og vakandi fyrir ţví hvernig megi gćđa Menningarnótt Reykjavíkur sem litríkastri dagskrá. Ţađ er ekkert kappsmál ađ dagskráin samanstandi af frćgum og ţekktum tónlistarmönnum heldur miklu fremur áhugaverđum og áheyrilegum, eins og tekist hefur svo vel til hjá Airwaves. Ég fagna ţví ađ borgarstjórinn skuli hafa uppgötvađ góđa fćreyska söngkonu sem hann telur eiga erindi á Menningarnótt Reykjavíkur í ágúst. Ţađ er aldrei nóg af fćreyskum söngvurum á Íslandi.
Tónlist | Breytt 29.6.2008 kl. 14:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (24)
24.6.2008 | 23:09
Greind og trúhneigđ - merkileg rannsókn
Í Kristilega dagblađinu í Danmörku fer fram áhugaverđ umrćđa um merkilega niđurstöđu samanburđarrannsóknar 3ja virtra háskólaprófessora. Ţeir báru saman hlutfall trúađra í 137 löndum og međalgreind viđkomandi ţjóđa. Beint samhengi er á milli ţess ađ ţeim mun hćrri sem međalgreindin (IQ) er ţeim mun lćgra hlutfall ţjóđarinnar trúir á guđ. Ţetta hefur kallađ á ýmsar vangaveltur í Kristilega dagblađinu.
Ţó ađ í víđu samhengi sé niđurstađan ţessi ţá er stađreynd ađ margt trúrćkiđ fólk er bráđgáfađ og hćfileikaríkt. Vegnar ákaflega vel í lífinu og ţađ allt. Sömuleiđis er ekkert sem bendir til ţess ađ fólk sem tekur trú međ aldrinum verđi grunnhyggnara viđ ţađ. Niđurstađa rannsóknarinnar kveikir ţess vegna fleiri spurningar en hún svarar. Hugsanleg skýring getur legiđ í sögu og menningu ţjóđanna 137.
Ţađ vćri gaman ađ heyra skođun ykkar á ţessu - án upphrópana. Ţađ er skemmtilegra ađ hafa umrćđu um ţetta á kurteislegum og yfirveguđum nótum, eins og hjá Kristilega dagblađinu. Fyrir ţá sem nenna ađ "gúgla" ţessa rannsókn ţá heita prófessorarnir Richard Lynn, Helmuth Nyborg og John Harvey.
Trúmál og siđferđi | Breytt 25.6.2008 kl. 11:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (137)
24.6.2008 | 19:24
Takiđ ţátt í spennandi skođanakönnun
Fyrir nokkrum dögum leitađi ég álits hjá ykkur um ţađ hvađa íslenskar söngkonur séu flottastar. Nú hef ég stillt nöfnum ţeirra helstu upp í formlega könnun hér til hliđar. Ég hvet ykkur til ađ kjósa og gaman vćri ađ fá "komment" frá ykkur um ástćđu ţess hvernig atkvćđinu var variđ.
Ţegar ég tala um flottustu söngkonuna ţá er ekki átt viđ útlit heldur söngstíl og týpuna. Ég er ekki ađ leita eftir bestu karókí söngkonunni eđa ţeirri sem hefur fagurfrćđilega bestu raddbeitingu. Valiđ er bundiđ viđ popp- og rokksöngkonur. Ţess vegna eru flottar vísnasöngkonur eđa óperusöngkonur ekki međ.
Könnunin stendur ţangađ til 500 atkvćđi hafa skilađ sér í hús - nema ef mjög mjótt verđur á efstu sćtum.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
24.6.2008 | 00:07
Rasmus Rasmussen - fćreyskur Hörđur Torfa
Rasmus Rasmussen er ungur fćreyskur rokkari. Hann er einn besti gítarleikari Fćreyja. Hann hefur sjálfstćđan og einstaklega flottan gítarstíl og hefur sem slíkur sett mark sitt á fćreyska rokktónlist. Hann hefur spilađ međ flestum helstu ţungarokkshljómsveitum Fćreyja, svo sem Diatribes, Hatespeech og Makrel.
2002 kom hann međ Makrel til Íslands og tók ţátt í Músíktilraunum. Makrel hreppti bronsverđlaun og Rasmus var óumdeilanlega kosinn besti gítarleikarinn.
Síđan hefur Makrel tvívegis komiđ til Íslands og spilađ á hljómleikum á Nasa og Grand Rock. Lög međ Makrel hafa komist inn á spilunarlista rásar 2 og plöturnar ţrjár međ Makrel hafa selst ágćtlega á Íslandi. Rasmus hefur jafnframt sent frá sér 3 sólóplötur. Tékkiđ á ţeim á www.myspace.com/rasmusrasmussen.
Rasmus er samkynhneigđur. Samkynhneigđir Fćreyingar hafa jafnan flutt frá Fćreyjum og/eđa fariđ hljótt međ sína kynhneigđ. Fordómar gagnvart samkynhneigđum eru miklir í Fćreyjum. Stađa samkynhneigđra ţar eru svipuđ og var á Íslandi fyrir meira en 30 árum. Viđ ţekkjum öll söguna af ţví ţegar Hörđur Torfason varđ ađ flýja land eftir ađ hafa opinberađ í tímaritsviđtali á áttunda áratugnum ađ hann vćri samkynhneigđur.
Rasmus hefur ekki fariđ í felur međ kynhneigđ sína og ţađ hefur aldrei truflađ vinahóp hans. Ţađ leiddi ţó til ţess ađ haustiđ 2006 var hann laminn í klessu á skemmtistađ fyrir ţađ eitt ađ vera samkynhneigđur. Ţegar á reyndi kom í ljós ađ samkvćmt fćreyskum lögum var ekki hćgt ađ vernda hann gegn ofsóknum vegna ţess ađ ţćr voru á grundvelli kynhneigđar.
Rasmus fékk taugaáfall og lenti inn á geđdeild. Eflaust hjálpađi honum ađ hann var ein helsta rokkstjarna Fćreyja. Unga fólki í Fćreyjum og rokksenan stóđ međ honum. Íslenska alţingiskonan Rannveig Guđmundsdóttir tók mál hans upp á vettvangi Norđurlandaráđs. Fleiri íslenskir stjórnmálamenn létu sig mál hans varđa. Međal annars alţingiskonan Guđrún Ögmundsdóttir og Geir Haarde.
Mál Rasmusar hlaut heimsathygli. Dönsk sjónvarpsstöđ gerđi sérstakan ţátt um máliđ sem vakti mikla athygli og umrćđu. Einnig var málinu gerđ skil í ţýsku og bresku sjónvarpi ásamt íslenskum sjónvarpsstöđvum.
Ţrýstingur á fćreysk stjórnvöld var mikill. Á fćreyska lögţinginu var boriđ fram frumvarp um ađ ekki megi ofsćkja samkynhneigđa. Ţađ mćtti gífurlega mikilli andstöđu í Fćreyjum. Einkum frá kristilegum prestum og talsmönnum sem töldu bráđnauđsynlegt ađ lemja homma međ Biblíunni. Vikulegar bćnavökur voru haldnar í fćreyskum kirkjum ţar sem guđ var beđinn um ađ styđja ofsóknir gegn hommum.
Leikar fóru ţannig ađ fćreyska lögţingiđ samţykkti frumvarpiđ um ađ ekki megi ofsćkja homma. Ţann dag flögguđu kirkjur Fćreyja í hálfa stöng og töluđu um svartasta dag í sögu Fćreyja.
Nćsta föstudag er ţrjátíu ára afmćlisfagnađur Samtakanna 78 á Íslandi í Hafnarhúsinu. Ţar heldur Rasmus hljómleika. Sýnum mannréttindabaráttu Fćreyinga samstöđu međ ţví ađ mćta og hlusta á flotta músík Rasmusar ţar. Ásamt ţví ađ samfagna ađ Íslendingar eru í fararbroddi ţjóđa heims ađ láta sig engu varđa kynhneigđ fólks. Fólk ţarf ekki ađ vera svart á hörund til ađ "digga" Bob Marley. Fólk ţarf ekki ađ vera konur til ađ "digga" Patti Smith. Fólk ţarf ekki ađ vera samkynhneigt til ađ "digga" Rasmus Rasmussen.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
23.6.2008 | 23:19
Afmćlishátíđ Samtakanna 78
Á bloggi mínu bulla ég stundum heilu ósköpin. Bćđi um samkynhneigđ, gagnkynhneigđ og hvađ sem er. Ţegar ég bulla um samkynhneigđ eiga sumir til ađ móđgast fyrir hönd samkynhneigđra. Sjaldnast held ég eđa vona ađ samkynhneigđir sjálfir taki ţví illa. Enda aldrei illa meint. Mér ţykir bara allt í lagi ađ skrifa í léttum dúr um flesta hluti. Ég styđ samkynhneigđa í öllum ţeirra baráttumálum.
Í ár fagna Samtökin 78 ţrjátíu ára afmćli. Á föstudaginn bjóđa Samtökin 78 til afmćlisveislu í Hafnarhúsinu. Međal ţeirra sem fram koma eru fćreysku rokkarnir Rasmus Rasmussen - ţekktastur sem gítarleikari ţungarokkssveitarinnar Makrel, og Líggjan Ólsen úr framsćknu hljómsveitinni Deja Vu. Í nćstu fćrslu segi ég sögu Rasmusar.
Ađ öđru leyti hvet ég ykkur til ađ kynna ykkur afmćlishátíđina á www.samtokin78.is.
23.6.2008 | 10:08
Ósvífin heimtufrekja
Stjórnendur Flugfélags Íslands eru heldur betur farnir ađ fćra sig upp á skaftiđ. Heimtufrekjan og tilćtlunarsemin eru ađ sprengja af sér alla ramma. Í gćr auglýstu ţeir í Fréttablađinu eftir bílstjóra í flugfraktina á Reykjavíkurflugvelli. Bílstjórinn er sagđur eiga ađ sjá um akstur međ sendingar til og frá viđskiptavinum, sendiferđir fyrir félagiđ og ţess háttar.
Um hćfniskröfur segir ađ bílpróf sé skilyrđi. Ţetta skilyrđi útilokar fjöldann allan af góđum bílstjórum frá möguleika á umsókn.
Hvađ er í gangi? Er veriđ ađ bćta ímynd félagsins út á viđ? Eđa er veriđ ađ hćkka standarđinn? Hvađ nćst? Verđur fariđ ađ krefjast ţess ađ flugmenn félagsins séu međ flugpróf?
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
22.6.2008 | 23:52
Ekki missa af ţessu
Tölvur og tćkni | Breytt 23.6.2008 kl. 09:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2008 | 23:33
Gullkorn úr minningargreinum
Minningargreinarnar í Morgunblađinu eru merkilegar fyrir margra hluta sakir. Ţćr eru greinilega flestar skrifađar af fólki sem er óvant ađ tjá sig á prenti. Engu síđur reyna sumir ađ setja sig í skáldlegar og háfleygar stellingar án ţess ađ ráđa viđ formiđ. Útkoman vill ţá verđa nokkuđ brosleg. Eftirfarandi tilvitnanir eru allar úr raunverulegum minningargreinum. Allar komnar vel til ára sinna. Ţćr eiga ţví ekki ađ koma neinum illa í dag. Nöfnum er samt breytt:
"Gönguferđin ţeirra varđ styttri en menn vonuđu. Banvćnn sjúkdómur beiđ hennar bak viđ stein og sló hana fljótt til jarđar."
"Hún hafđi ţađ sterka skapgerđ ađ smá rigningarsuddi setti hana ekki úr jafnvćgi."
"Hann var sannur Íslendingur og dó á 17. júní."
"Ţrátt fyrir góđa greind gekk hún aldrei í kvenfélag."
"Ţađ er löngu vitađ mál ađ bestu og skemmtilegustu vinina eignast mađur í lúđrasveitum."
"Hann skrapp úr vinnunni til ađ fara í ţrekpróf hjá Hjartavernd, en kom ţađan liđiđ lík."
"Ég biđ ţann sem lífiđ gaf ađ hugga, styrkja og bćta ađstandendum skađann."
"Tók hann fráfall konu sinnar mjög nćrri sér vegna barnanna."
"ţar voru m.a. Ásta Gunnarsdóttir og Guđríđur Bjarnadóttir frá Folafćti. Enda ţótt Ásta vćri ţá hálfslćm í fćti lék hún viđ hvern sinni fingur."
"Sigríđur lést ţennan dag kl 16. Sigríđur hafđi ćtlađ ađ eyđa deginum í annađ."
"Í dag kveđjum viđ kćran samstarfsmann og félaga. Hann tók sér tveggja daga frí til ađ kveđja ţennan heim."
"Og má segja ađ hún setti ekki svo skál af tvíbökum á borđ ađ ekki stafađi af ţví mýkt og listfengi."
"Orđ ţessi eru skrifuđ til ađ bera hinum látna kveđju og ţakkir frá tengdafólki hans og ekki síđur frá tengdamóđur hans ţótt nú nálgist 20.áriđ frá fráfalli hennar."
"Hún bjó manni sínum gott heimili og ól honum 9 hraust börn, ţar af tvö á sjómannadaginn."
"Ágústa giftist ekki og eignađist ekki börn í venjulegum skilningi ţess orđs."
"Á ţessum fjölbreytta lífstíl sínum kynntist Jóhann mörgum mönnum af ýmsum ţjóđernum, ţ.á.m. Indjánum og Kínverjum. Hann lćrđi tungumál ţeirra ađ minna eđa meira leyti, einkum ensku og norđurlandamálin."
''Persónulega, góđi vinur, ţakka ég og konan mín ţér fyrir innileg samskipti á umliđnum árum. Guđ varđveiti ţig. Vertu sćll, ég kem bráđum.
Bréf barst ađ heiman, ţađ fćrđi mér fréttina: Nonni frćndi er dáinn. Ţađ hlýtur ađ hafa veriđ gott ađ vera kind í fjárhúsunum hans Nonna frćnda.
Drottinn minn gefđu dánum ró og hinum líkin sem lifa.
Nú á morgun, ţegar Jónas tekur tösku sína fulla af góđum fyrirbćnum og ţakklćti og hefur sig til flugs af brautinni, rísum viđ samstarfsmenn úr sćtum og veifum til hans og ţökkum samverustundirnar.
Ţeir sem guđirnir elska deyja ungir. Ţessi orđ koma mér í huga ţegar ég minnist afa. Hann var 93 ára ţegar hann lést."
Svo er hér eitt gullkorn til viđbótar, sem prentvilla ber ábyrgđ á:
"Hann giftist eftirlifandi eiginkonu sinni og átu ţau tvö börn."
Menning og listir | Breytt 22.6.2008 kl. 20:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (38)
21.6.2008 | 22:30
Spaugilegur bakgrunnur á myndum
Allir kannast viđ ţađ ađ ţegar ljósmynd hefur veriđ framkölluđ ţá leynist eitthvađ í bakgrunni sem átti ekki ađ vera ţar. Hér eru nokkur skemmtileg dćmi.
21.6.2008 | 16:47
Bestu lög Davíđs
Enski tónlistarmađurinn Davíđ Bowie hefur veriđ ađ í röska fjóra áratugi. Hann hefur veriđ kallađur kamelljóniđ vegna ţess hve oft hann hefur tekiđ óvćntar stefnur í músíksköpun sinni ásamt útlitsbreytingum. Enska músík og kvikmyndablađiđ Uncut fékk marga af helstu lagahöfundum poppsins til ađ finna út hvađa lög Davíđs eru best. Af mörgu er ađ taka ţví eftir Davíđ liggja um ţrír tugir platna.
Međal ţátttakanda í ţessu vali á bestu lögum Davíđs Bowies eru liđsmenn REM, Rolling Stones, Massive Attack, Foo Fighters, Led Zeppelin, New Order og Depeche Mode ásamt Morrisey, Miami Steve Van Sandt, Rufus Wainwright, Marc Almond, Slash, Robert Wyatt og fleiri.
Niđurstađan er ţessi og gaman vćri ađ heyra skođun ykkar á henni:
1 Heroes (1977)
Sigur ţessa lags kemur ekki á óvart. Í ţví fléttast saman á áhrifaríkan hátt endurkastandi (feedback) gítarleikur Roberts Fripps, syndandi tölvuhljómborđsleikur Brians Enos og krátrokk (Davíđ bjó í Ţýskalandi á ţessum árum). Ţetta magnađa lag er eftir Davíđ Bowie og Brian Eno. Ađstćđur voru Davíđ óhagstćđar 1977. Breska pönkbyltingin sem hófst ´76 hafđi tekiđ yfir. Hún einkenndist m.a. af andúđ á poppstjörnum, hetjum og leiđtogum. Hugmyndafrćđin var Do-It-Yourself. No More Heroes međ The Stranglers kom út á sama tíma (sept. ´77) og Heroes međ Bowie. Ţađ var tímanna tákn ađ pönkslagarinn flaug inn á Topp 10 (8. sćti) en Hetju-slagarinn náđi ekki einu sinni inn á Topp 20 (24. sćti). Heroes hefur samt stađist tímans tönn međ glćsibrag og veriđ krákađur af King Crimson, Nico, Wallflowers og fjölda annarra.
2 Ziggy Stardust (1972)
Af plötunni The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from the Mars. Skrítiđ nafn á plötu og framandi stemmning. Peter Buck í bandarísku rokksveitinni REM minnist ţess hve hann hreifst ađ gítarleik Micks Ronsons í ţessu lagi og öđrum á plötunni. Hann stakk rćkilega í stúf viđ klisjur gítarhetja ţessa tíma.
3 Fame (1975)
Fönkađ lokalag plötunnar Young Americans, samiđ međ hjálp frá John Lennon. Fyrsta lagiđ međ Bowie til ađ komast á topp bandaríska vinsćldalistans.
4 Starman (1972)
Síđasta lagiđ sem Bowie samdi fyrir Siggy Stardust-plötuna. Ţegar á reyndi vantađi smáskífulag til ađ kynna plötuna, Bowie settist ţá niđur og samdi Starman. Lagiđ náđi 10. sćti breska vinsćldalistans.
5 Space Oddity (1969)
Fyrsta lagiđ međ Bowie sem náđi árangri á breska vinsćldalistanum. Náđi 5. sćtinu. Sex árum síđar var ţađ endurútgefiđ og fór ţá á toppinn.
6 Ashes to Ashes (1980)
Annađ lag Davíđs í röđinni sem náđi toppsćti breska vinsćldalistans. Af plötunni Scary Monsters og smellpassađi inn í nýrómantísku tölvupoppbylgjuna.
7 Rebel Rebel (1974)
Af plötunni Diamond Dogs. Fór í 5. sćti breska vinsćldalistans.
8 Changes (1971)
Af plötunni Hunky Dory. Bćđi lagiđ og platan kolféllu í sölu. Keith Richards telur Changes vera besta lag Bowies. Keith tekur ţó fram ađ hann sé enginn Bowie ađdáandi - ţrátt fyrir ađ ţeir hafi gengiđ í sama myndlistaskóla. Keith segir Bowie vera lítiđ annađ en ljósmyndafyrirsćtu.
9 Life on Mars (1971)
Einnig af Hunky Dury og náđi betri árangri en Changes. Fór í 3ja sćti breska vinsćldalistans.
10 Let´s Dance (1983)
Af samnefndri plötu. Fór á toppinn bćđi í Bandaríkjunum og Bretlandi.
11 The Jean Genie (1973)
Af plötunni Aladdin Sane. Náđi 2. sćti breska vinsćldalistans, sem var besti árangur Bowies til ţessa. Johnny Marr, gítarleikari The Smiths, segir lagiđ prýđa alla kosti ţess sem í upphafi fékk hann til ađ heillast af rokki.
12 All the Young Dudes (1974)
Ţetta lag er einungis til í hljómleikaútgáfu međ Bowie, á plötunni David Live. Hljómsveitin Mott the Hoople kom ţví hinsvegar í 3ja sćti breska vinsćldalistans. Robert Wyatt hrífst ađ ţví hvernig Bowie hleđur spennu í viđlagiđ međ ţví ađ láta hina eiginlegu sönglínu ekki fara í gang fyrr en á 3ja hljómi. Robert kallar viđlagiđ jafnframt einn af bestu "fótbolta-fjöldasöngs" slögurum sögunnar.
13 Dimond Dogs (1974)
Af samnefndri plötu.
14 John, I´m only Dancing (1972)
Kom út á smáskífu og vakti upp umrćđu um tvíkynhneigđ Bowies.
15 Sound & Vision (1977)
Af plötunni Low. 2ja mín. spilađur krátrokk-inngangur međ grípandi gítarleik og Mary Hopkin syngur bakrödd.
16 The Man Who Sold The World (1971)
Titillag 3ja plötu Bowies. Nirvana krákuđu lagiđ á plötunni frábćru MTV Unplugged in N.Y. og héldu sig viđ útsetningu Bowies og félaga.
17 Young Americans (1975)
Af samnefndri plötu.
18 Rock ´N´ Roll Suicide (1972)
Af plötunni um Ziggy Stardust.
19 Oh! You Pretty Things (1971)
Af plötunni Hunky Dory.
20 Letter to Hermione (1969)
Kom fyrst út á plötunni Man of Words/Man of Music sem var sérútgefin í Bandaríkjunum. Tilgangurinn var ađ koma Bowie á kort ţar. Ţađ tókst ekki í ţeirri atrennu. Ţremur árum síđar var lagiđ endurútgefiđ á plötunni Space Oddity.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (24)
20.6.2008 | 19:06
Frábćr útvarpsţáttur - ekki missa af honum
Frískasti útvarpsţátturinn um ţessar mundir er Litla hafmeyjan, ţáttur sem fór í loftiđ núna klukkan 19.00 á rás 2. Ţetta er í ţriđja skipti sem ţátturinn er í loftinu. Ţađ var svo gaman ađ fyrri ţáttunum tveimur ađ ég geng út frá ţví sem vísu ađ ţátturinn í kvöld verđi jafn skemmtilegur.
Ţátturinn er í höndum Andra Freys og Dodda litla. Ţeir eru báđir vel ţekktir úr útvarpi. Ađallega rokkstöđvum á borđ viđ X-iđ og Reykjavík FM. Gott ef Doddi var ekki á Effemm957 líka - sem ađ vísu eru ekki međmćli.
Andri Freyr er einnig ţekktur sem fyrrum gítarleikari međ Bisund, Botnleđju og Fidel. Doddi skemmti sömuleiđis undir nafninu Love Gúrú.
Venjulega stendur ţátturinn Litla hafmeyjan til klukkan 22.00. Í kvöld er hinsvegar eitthvađ söluátak fyrir varasalva í gangi á rás 2. Ţađ hefst klukkan 21.00. Ţátturinn verđur ţví styttri sem ţví nemur í kvöld. Ekki missa af honum.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
13.6.2008 | 23:41
Hverju reiddust gođin?
Ég vissi ekkert hver Sindri Sindrason fréttamađur er. Fyrr en í dag. Hvar sem ég kom í dag var spurt: "Sástu ţegar Geir missti sig viđ Sindra Sindrason?" Fyrst vissi ég ekki viđ hvađ var átt. Svo komst ég ađ ţví og fékk útskrift á atburđinum. Ţannig gekk ţetta fyrir sig:
Eins og venja er međ fréttamenn beiđ Sindri Sindrason fyrir utan Stjórnarráđiđ. Geir Hahaharde renndi í hlađ og steig ţungfćttur út. Sindri gekk til móts viđ hann og sagđi glađlega:
- Jćja, komdu sćll Geir. Jćja, hvar eru peningarnir sem ţurfa ađ komast inn í landiđ?
Geir (pirrađur): Á ţetta ađ vera viđtal?
Sindri: Já, ég hefđi viljađ ađeins ađ heyra um ţetta.
Geir (hrokafullur og skipandi): Hafa samband fyrirfram.
Sindri: Geir, ţjóđin náttúrlega bíđur eftir ađgerđum frá ríkisstjórninni. Geturđu ekki gefiđ okkur smá "komment"?
Geir (ađ springa úr pirringi): Ég skal gera ţađ, Sindri, ef ţú hagar ţér ekki svona dónalega. Ţá myndi ég tala viđ ţig.
Sindri: Hvers vegna er dónalegt ađ bíđa eftir forsćtisráđherra?
Geir skellir hurđinni á nefiđ á Sindra sem segir í forundran:
- Ţar hafiđ ţiđ ţađ.
Á einhverju bloggi, sem ég týndi strax í ógáti - sá ég fullyrt ađ Geir hafi ekki kallađ Sindra dóna. Ţađ er kjánaleg hártogun. Ţegar einhver er sakađur um ađ vera dónalegur liggur í hlutarins eđli ađ veriđ er ađ skilgreina viđkomandi dóna.
En látum ţađ vera. Miklu áhugaverđara er ađ komast ađ ţví hvers vegna Geir missti sig. Svona pirringur ku vera ţekktur á vinnustöđum ţar sem karlar dvelja langdvölum kvenmannslausir. Ţetta kallast brundfyllisgremja. Ţegar svona pirringur hendir konur er ţađ afsakađ međ ţví ađ ţćr séu á túr. En ţegar ţetta hendir forsćtisráđherrann, ja, kannski... og ţó...nei...?
10.6.2008 | 11:03
Ný skođanakönnun - takiđ ţátt!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (64)
9.6.2008 | 22:04
Nemendamótiđ á Steinsstöđum
Flest okkar mćttu í Steinsstađi á föstudagskvöldinu. Margir gistu í skólahúsinu og sumir í "gamla fjósinu". Ýmsir tjölduđu eđa gistu í húsbíl. Viđ röltum á milli til ađ kanna hverjir voru hvar. Víđa urđu fagnađarfundir. Svo brast á međ söng inn á milli. Nokkuđ var liđiđ á nótt ţegar kyrra tók og gengiđ var til náđa.
Á laugardeginum hófst dagskrá klukkan 1 eftir hádegi. Veđriđ var dásamlegt alla helgina. Veđurfrćđingar höfđu spáđ rigningu. Ég hef aldrei kynnst jafn ţurri og sólríkri rigningu. Guđni ljósmyndari og öryggisvörđur í Mjódd hélt glćsilega ljósmyndasýningu fyrir utan skólahúsiđ. Síđan var rölt um svćđiđ og alla leiđ til Varmalćkjar ţar sem nývígđ reiđhöll Bjössa var skođuđ hátt og lágt.
Ađal dagskráin hófst međ borđhaldi klukkan 8 í Árgarđi. Hópurinn taldi um 100 manns. Rúnar frá Sölvanesi var veislustjóri. Hann fór á kostum og rúmlega ţađ. Reitti af sér brandara og lék á alls oddi. Einnig las hann sitthvađ upp úr blogginu mínu. Ţađ endađi međ ţví ađ ég var klappađur upp á sviđ. Ţar rifjađi ég upp skrítnar minningar úr skólanum.
Maturinn, framreiddur af listakokkum í Lýtingsstađahreppi, var alvöru veisla. Ađ borđhaldi loknu var slegiđ upp dansleik og dansađ fram á rauđa nótt. Ţó ađ dansleikur tćki enda var haldiđ áfram ađ spjalla og rölt um svćđiđ fram á morgun. Sunnudagurinn var hvíldardagur.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
8.6.2008 | 23:32
Ísbjarnalaus Skagafjörđur
Síđustu daga hef ég dvaliđ í Skagafirđi í ţeim erindagjörđum ađ leita uppi ísbirni og sefa ótta Skagfirđinga og ferđamanna ţarna um slóđir viđ bangsa. Ég skimađi eftir ísbjörnum hátt og lágt. En ţađ var engan ađ sjá. Ég kallađi og skipađi birninum ađ gefa sig fram undanbragđalaust ef hann vćri einhversstađar. Viđbrögđ urđu ţau ein ađ Björn Sveinsson á Varmalćk í Lýtingsstađahreppi gaf sig fram en sagđist vera hćttulaus. Jafnframt hafđi hann gilda ástćđu til ađ vera ţarna vegna ţess ađ hann var ađ vígja nýja og glćsilega reiđhöll.
Svo skemmtilega vildi til ađ um helgina var nemendamót á Steinstöđum. Nemendur í Steinstađaskóla á árunum 1961 til 1971 hittust og rifjuđu upp gömlu góđu dagana. Ég var ţarna í "gaggó" - eins og 9. og 10. bekkur í grunnskóla var kallađur - á ţessum árum. Ţađ var meiriháttar gaman ađ hitta ţennan frábćra hóp. Á morgun skrifa ég fćrslur um nemendamótiđ. Margir gamlir nemendur áttu ekki heimangengt og ég ćtla ađ nudda ţeim upp ţeirri frábćru skemmtun sem ţeir misstu af.
Vegna nemendamótsins á Steinstöđum leitađi ég sérstaklega vel ađ ísbjörnum ţar um slóđir. Ég rölti um gólfvöllinn hans Friđriks Rúnars (Lalla) í Laugahvammi og gćgđist inn í glćsilega sumarbústađi ţarna í grennd. Fékk grillađa pylsu og drykk hjá höfđingjunum Rögnu og Gunnari og rölti veginn framhjá Lambatjörn. Ţađ var ekkert lamb í tjörninni fremur en fyrri daginn er viđ krakkarnir í Steinstađaskóla skautuđum ţar á svelli á sínum tíma. Og enginn var ţar ísbjörninn.
Skammt frá Lambatjörn er kominn góđur fótboltavöllur. Hann er hálfur kílómeter á breidd en 20 metrar á lengd. Ég hef ekki fylgst međ fótbolta undanfarna áratugi. Ţegar ég var í Steinstađaskóla ţótti okkur krökkunum heppilegra ađ hafa fótboltavöllinn ţokkalega langan en héldum breiddinni í lágmarki. Eitthvađ hefur breyst síđan.
Skagfirđingar óttast ísbirni ekki eins mikiđ og ég hélt. Ég róađi ţá sem voru hrćddastir. Ţađ voru ferđamenn og annađ ađkomufólk. Til ađ stríđa ţví fólki samt pínulítiđ var gengiđ í ţađ ţarfa verk ađ merkja leiđina yfir Ţverárfjall međ táknmynd af ísbirni og textanum "Varúđ!".
Eldri árgangar urđu kvöldsvćfir á nemendamótinu.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 23:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
6.6.2008 | 18:53
Farinn
Margur góđur Skagfirđingurinn sefur órótt ţessa dagana. Ástćđan er ótti viđ ađ ísbjörn bíđi í leyni, langsoltinn og grimmur. Ennţá fleiri og ennţá betri Skagfirđingar sofa órótt á nóttunni. Ástćđan er sú sama. Ofan á ţetta bćtist ótti um ađ nýdrepni ísbjörninn muni ganga aftur og ofsćkja alla Skagfirđinga og alla ţeirra ćttingja um ókomna framtíđ. Líka fjarskylda.
Mér rennur blóđiđ til skyldunnar. Sem gamall Skagfirđingur legg ég nú land undir fót og ţeysi norđur í Skagafjörđ. Ţar mun ég leggja mig fram um ađ sefa ótta og hjálpa fólki ađ ná góđum og heilsusamlegum svefni. Til viđbótar ćtla ég ađ leita af mér allan grun um ađ fleiri ísbirnir hafi gengiđ á land fyrir norđan og reyna einhvernvegin ađ hindra frekari landgöngu ţeirra. Ísbjarnalaus Skagafjörđur 2009 er markmiđiđ.
Ég kem aldrei aftur. Eđa ekki fyrr en ţessi mál eru til lykta leidd.
5.6.2008 | 21:18
Hver hefur ávinning af ţví ađ löggan rafbyssuvćđist?
Undanfarna mánuđi hafa íslenskir fjölmiđlar lofsungiđ kosti rafbyssu sem kallast Taser. Gazman, 10-11 lögregluţjónninn og Björn Bjarnason eru mjög áhugasamir um ađ lögreglan fái ađ leika sér viđ ađ gefa unglingum međ "kjaft" og vörubílstjórum gott rafstuđ.
Minna fer fyrir upplýsingum Amnesty International og fleiri um ađ rafbyssur hafi ţegar valdiđ dauđa mörg hundruđ manna.
Hvers vegna eru íslenskir fjölmiđlar duglegir viđ ađ hampa kostum Taser-byssunnar en áhugalausari um ađ vekja athygli á ţví ađ Taser-byssan er pyntingartćki í höndum sadískra lögreglumanna og morđtól?
Ţađ er augljóst ađ einhver hefur hagsmuna ađ gćta. Hver getur ţađ veriđ? Og hvernig getur hann haft ţessi áhrif á hlutdrćga umfjöllun fjölmiđla?
Umbođsmađur Taser á Íslandi heitir Kristófer Helgason. Hann er starfsmađur fjölmiđlarisans sem á Fréttablađiđ, DV, Bylgjuna, Stöđ 2 og fjölda annarra tímarita, útvarpsstöđva, sjónvarpsstöđva og svo framvegis.
Ţađ yrđu heldur betur uppgrip hjá ţessum vinsćla dagskrárgerđarmanni ef Björn Bjarnason stofnar varaliđ (hvítliđasveit), leyniţjónustu, her og rafbyssuvćđir allan pakkann ásamt Gazmanni, 10-11 lögregluţjóninum og lögreglusveitum allt í kringum landiđ. Ekki viljum viđ hafa feit umbođslaun af duglegum dagskrárgerđarmanni. En kíkiđ samt á www.prakkarinn.blog.is. Ţar er vćn úttekt á Taser og fjörleg umrćđa.