8.1.2013 | 01:38
Íslensk músík í sćnskum fjölmiđlum
Í sćnskum dagblöđum er dálćti á íslenskri músík áberandi. Í áramótauppgjöri sćnska dagblađsins Aftonbladet er eftirfarandi texti undir yfirskriftinni "Konsert" (hljómleikar ársins) yfir ţađ merkasta á árinu 2012: "Björks konsert i augusti paa Skeppsholmen i Stockholm. Istappar i vaaldig varm rymd, totalt minnsvard i allt."
Ég er ekki nógu góđur í sćnsku til ađ ţýđa ţetta yfir á íslensku.
Undir yfirskriftinni "Musik" er ţessi texti: "Sigur Rós album Valtari har gudomligt tröghet."
Í dagblađinu Dagens Nyheter var birtur listi yfir ţađ sem hćst mun bera í listum og menningu á árinu 2013. Undir yfirskriftinni "Júlí" er fyrirsögnin: "Sigur Rós á Hróarskeldu".
Danska fríblađiđ Gaffa liggur frammi í sćnskum plötubúđum. Í nýjasta hefti Gaffa er listi yfir 5 hápunkta Iceland Airwaves 2012. Frammistađa ţeirra hljómsveita sem rađast í 5 efstu sćtin er studd rökum og umsögn. Ţćr eru: Retro Stefson, Skúli Sverrisson, HighasaKite, Sólstafir og Sigur Rós. Til gamans má rifja upp ađ plata Sólstafa náđi 12. sćti á finnska vinsćldalistanum fyrir tveimur árum. Ótrúlega hljótt hefur veriđ um ţađ í islenskum fjölmiđlum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
5.1.2013 | 22:27
Íslensk tónlist í Svíţjóđ
Í hvert sinn sem ég fer til útlanda ţá fagna ég ţví ađ vera áhugalaus um búđarráp. Fyrir bragđiđ skipti ég mér ekkert af búđum. Fer ekki í ţćr. Horfi helst framhjá ţeim ef ţćr verđa á vegi mínum. Eina undantekningu geri ég ţó. Hún er sú ađ ég lćt aldrei framhjá mér fara verslanir sem selja hljómplötur. Ég legg ekki á mig langar leiđir til ađ komast í plötubúđ. En á hótelinu spyr ég hvort ađ plötubúđ sé í nágrenninu. Sé svariđ jákvćtt ţá fer ég ţangađ.
Fyrir áratug og meir voru plötubúđir í flestum flugstöđvum. Ţađ er liđin tíđ. Plötubúđirnar eru horfnar úr flugstöđvunum. Og bara mikiđ til horfnar.
Stokkhólmur er gullnáma fyrir plötusafnara. Ţar er ađ finna tugi plötubúđa. Margar ţeirra eru međ óvenju gott úrval af jađarmúsík öfugt viđ ţá ţróun sem hefur orđiđ víđast hvar: Jađarmúsíkin hefur horfiđ ađ mestu úr plötubúđum heimsins og fćrst inn á netsíđur.
Ađ ţessu sinni kíkti ég inn í 4 plötubúđir í Stokkhólmi. Samtals keypti ég ţó innan viđ 20 plötur. Flestar sćnskar. Ţađ er af sem áđur var ţegar utanlandsferđ stćkkađi plötubunkann minn um 50 - 100 stk.
Eitt af ţví sem er gaman viđ ađ fletta í gegnum lager í útlendum plötubúđum er ađ rekast á íslenskar plötur. Fyrir ári síđan komst ég ađ ţví ađ plötur Sólstafa eru í finnskum plötubúđum. Ţađ kom skemmtilega á óvart. Og einnig ađ uppgötva ađ ţćr hefđu náđ inn á finnska vinsćldalista.
Í Stokkhólmi urđu á vegi mínum plötur međ Björk, Jónsa, Sigur Rós og FM Belfast. Ég vissi ekki áđur ađ FM Belfast vćri ţetta stórt nafn í Svíţjóđ. Ţau eru víst ađ gera ţađ gott víđar á meginlandinu.
Plata Of Monsters and Men var ekki til sölu í áđurnefndum fjórum búđum. Hinsvegar hljómađi lag ţeirra Little Talks undir í sćnskum sjónvarpsţćtti, einhverskonar annál, svipmyndum frá síđasta ári. Ţađ sérkennilega var ađ ég horfđi ekkert á sjónvarp í ţessari Stokkhólmsreisu. Ég sá ţennan ţátt bara út undan mér fyrir tilviljun, staddur á veitingastađ. Ég hef frásögn af ţví ađ lög međ Of Monsters and Men hafi notiđ mikilla vinsćlda í sćnsku útvarpi.
Til viđbótar ţessum sjónvarpsţćtti og íslenskum plötum í sćnskum plötubúđum vísa ég á lag međ Írisi Kjćrnested sem er ađ finna í síđustu bloggfćrslu minni: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1275550/
Tónlist | Breytt 8.1.2013 kl. 01:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
5.1.2013 | 00:22
Ég leitađi of langt yfir skammt
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
22.12.2012 | 02:08
Splunkunýtt lag međ yngri systur Eivarar
Elinborg Pálsdóttir er yngri systir Eivarar. Hún hefur veriđ ađ semja músík og spila og syngja međ hljómsveit en einnig sóló. Hér er splunkunýtt lag međ Elinborgu.
Eivör hefur nú selt yfir 120.000 eintök í Noregi af nýjustu plötu hljómsveitar sinnar, Vamp. Ţar syngur hún um systur sínar:
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2012 | 20:37
Plötuumsögn
- Titill: Himinbrim
- Flytjandi: Nóra
- Einkunn: *****
Ţađ var nokkuđ merkilegt hvernig íslenska hljómsveitin Nóra fjármagnađi sína ađra plötu, Himinbrim. Hljómsveitin leitađi til ađdáenda sinna úti í heimi. Og viti menn: Frá gjörvallri heimsbyggđ bárust fjárframlög sem gerđu hljómsveitinni kleift ađ hljóđrita og gefa út plötuna. Ţađ skemmtilega er ađ Nóra semur og syngur sín ljúfu lög á íslensku. Rétt eins og Sigur Rós.
Tónlist | Breytt 19.12.2012 kl. 00:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2012 | 21:58
Hin jólalögin
Sumir hafa horn í síđu jólalaga. Segjast ekki ţola jólalög. Ţetta er hálf kjánaleg afstađa. Jólalög eru ekki afmarkađur músíkstíll. Ţađ má finna jólalög í flestum músíkstílum. (Eitt ţađ) flottasta er í írskum ţjóđlagarokksstíl, Fairytale of New York, međ Kirsty McColl og The Pogues. Ég á fína jólaplötu međ ýmsum bandarískum blúsurum. Önnur jólalög má finna í músíkstílum á borđ viđ reggí, kántrý, ţungarokki, djassi, sálmasöng, pönk og hvađ sem er. Heims um ból fagnar fólk sólrisuhátíđinni jólum međ söng og hljóđfćraleik. Hátíđ ljóss og friđar. Jólin eru góđ skemmtun í skammdeginu. Vottar Jehova, Amish-fólkiđ og fleiri sniđganga ţó jólin fyrir ţađ eitt ađ ţau séu upphaflega heiđin hátíđ. Ţađ er miđur. Jólin eru svo skemmtileg međ jólasveinum, jólaálfum, jólatré, jólagjöfum, veislumat, gott í skóinn og ţađ allt.
Vissulega er til eitthvađ sem fellur undir víđa skilgreiningu á dćmigerđu jólalagi: Létt popplag međ bjöllum, klingjandi gítarspili og einhverju svoleiđis. Ţau eru fyrirferđarmest í útvarpi. Hér eru nokkur sem sjaldnar er spiluđ í útvarpi:
Ţetta eru kátir piltar frá Atlanta í Bandaríkjunum.
Bresku anarkistarnir í Crass eru jólabörn. Á dögunum fékk borgarstjóri Reykjavíkur sér húđflúr međ lógói Crass. Crass héldu hljómleika á Íslandi á níunda áratugnum og gáfu út plötur međ íslensku hljómsveitinni Kukli.
Íslandsvinirnir í bresku hljómsveitinni The Fall gáfu út jólalag til minningar um John Quays sem lést af völdum of stórs skammts af heróíni.
Bandaríski rapparinn Snoop Doggy Dog stendur í ţeirri trú nú ađ hann sé endurborinn Bob Marley. En hann er sama jólabarniđ fyrir ţví.
Smá jólarokk.
Íslenskt jólarokk međ hljómsveitinni F.
Og Frćbbblarnir.
Tónlist | Breytt 18.12.2012 kl. 12:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
14.12.2012 | 20:32
Fróđlegur og fjörlegur útvarpsţáttur
Stjórnmál dagsins og elítan voru rćkilega rćdd og krufin til mergjar á Útvarpi Sögu í dag á milli klukkan 16.00 og 18.00. Ţátturinn verđur endurfluttur í kvöld og um helgina. Ég veit hins vegar ekki klukkan hvađ. Enda skiptir ţađ ekki öllu máli. Ţađ er gaman ađ hafa Útvarp Sögu í gangi, hvort sem er. Ţeir sem eru staddir utan útsendingarsvćđis Útvarps Sögu geta hlustađ á www.utvarpsaga.is . Ţar er líka hćgt ađ finna eldri ţćtti.
Pétur Gunnlaugsson stýrđi síđdegisţćttinum í dag. Gestir voru Andrea Ólafsdóttir og ég. Andrea verđur í frambođi til Alţingis fyrir Dögun nćsta vor. Hún er ţekktust af baráttu fyrir Hagsmunasamtök heimilanna og frambođs til embćttis forseta Íslands. Ţetta er klár kona međ réttlćtiskennd og sterkar skođanir.
Auk ţess sem viđ rćddum um stjórnmál og elítuna hringdu hlustendur inn í ţáttinn og lögđu orđ í belg ásamt ţví ađ varpa fram spurningum. Ţetta var fróđlegur, góđur og skemmtilegur ţáttur.
![]() |
Ađeins tveir ţingmenn mćttu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Útvarp | Breytt s.d. kl. 20:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2012 | 13:12
Forvitnileg og áhugaverđ plata
Fćreyska plötuútgáfan Tutl var ađ senda frá sér áhugaverđa safnplötu, World Music from the Cold Seas. Eins og nafniđ gefur sterklega til kynna ţá inniheldur hún ţjóđlega (etníska) tónlist frá Fćreyjum, Íslandi, Grćnlandi og Samalandi. Međal flytjenda eru Eivör, víkingametalssveitin Týr, Margrét Örnólfsdóttir, Kristian Blak og grćnlenska hljómsveitin Sume.
Af lögum á plötunni má nefna Ólaf Liljurós í flutningi Tryggva Hansen, Ormin langa međ Tý og Fćđing máfsins II međ Klakka. Klakki er hljómsveit Nínu Bjarkar Elíasson. Fćđing máfsins II er eftir hana og Sjón. Fallegt lag međ flottum texta.
Samtals inniheldur platan 16 lög, fjögur frá hverju ţví landi sem áđur er nefnt. Johan Anders Bćr er líklega sá af samísku flytjendunum sem best er ţekktur hérlendis. Hann átti til ađ mynda lag á safnplötunni vinsćlu Rock from the Cold Seas sem kom út fyrir 13 árum. World Music from the Cold Seas er einskonar sjálfstćtt framhald af ţeirri plötu. Lögin eru sungin á móđurmáli flytjenda.
World Music from the Cold Seas fćst í Smekkleysu á Laugarvegi og áreiđanlega í fleiri plötubúđum. Tékkiđ á plötunni.
Hér fyrir neđan er sýnishorn af ţví sem heyra má á World Music from the Cold Seas. Ţađ er međ grćnlensku hljómsveitinni Sume.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
13.12.2012 | 22:23
Stór og spennandi rokkhátíđ í Reykjavík og á Akureyri
Ol'Dirty Kalxa, í samvinnu viđ Restingmind Concerts, Norđurhjararokk og Rás 2, kynnir:
FJANDINN KICE METALFEST
14. des 2012 á Gauki á Stöng í Reykjavík og
15. des 2012 á Grćna Hattinum Akureyri
Í Reykjavík
L'ESPRIT DU CLAN (FR)
HANGMAN'S CHAIR (FR)
MOMENTUM
DIMMA
ANGIST
MOLDUN
OPHIDIAN I
ásamt DJ KIDDA ROKK
Á Akureyri
L'ESPRIT DU CLAN (FR)
HANGMAN'S CHAIR (FR)
MOMENTUM
SKURK
Á hátíđinni koma fram frönsku ţungarokkssveitirnar L'ESPRIT DU CLAN og HANGMAN'S CHAIR. Hátíđin er liđur í farandfestivali sem nefnist fullu nafni: "Fjandinn, Kicé qu'ŕ l'Chat VI : Breizh vs Iceland".
Hátíđin er hugarfóstur Íslandsvinarins Kalchat sem hefur skipulagt ţessa hátíđ síđan 2007. Hann vinnur hjá bókunarskrifstofunni Rage Tour sem er stórveldi í bransanum og sér m.a. um ađ bóka tónleika međ nöfnum eins og: Napalm Death, Crowbar, Agnostic Front, Biohazard, Entombed, Hatebreed, Madball, Sepultura, Sick of It All og Brutal Truth, ýmist í Frakklandi eđa út um alla Evrópu.
Hátíđin ferđast út um allt Frakkland. Nú er komiđ ađ ţví ađ halda hana á Íslandi.
Fjölmenni úr vinahópi Kalchat mćtir hingađ međ honum. Ţetta verđur mikiđ partý. Rokk- og metalhausum landsins er bođiđ til glćsilegrar veislu. Miđaverđi er ótrúlega lágt miđađ viđ umfang:
Miđaverđ: 1.500 í Reykjavík / 2.000 á Akureyri
Aldurstakmark: 18 ára
Húsiđ opnar 20, byrjar 21.
MIĐASALA RVK: http://www.midakaup.is/restingmind/fjandinn-kice-metalfest
Heimasíđa hátíđarinnar: http://www.kice.cc
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
11.12.2012 | 01:40
Neyđarlegur misskilningur
Ţetta ku vera sönn saga. Ljósmyndin styđur ţađ. Ţannig var ađ norska strandgćslan pantađi símleiđis tvćr jólatertur frá tilteknu bakaríi. Fyrirmćlin voru ţau ađ á tertunum ćtti ađ standa "God Jul" á báđum tertunum. Ţegar á reyndi skilađi sér ađeins ein terta međ áletruninni "God Jul pĺ begge kakene".
Ţetta rifjar upp satt atvik (frá fyrstu hendi) frá Akureyri fyrir mörgum árum. Eiginmađur mćtti ađ morgni í bakarí og pantađi rjómatertu. Kona hans átti afmćli. Hann sagđist sćkja tertuna eftir vinnu upp úr klukkan 5. Hann útlistađi fyrir bakaranema hvernig tertan átti ađ vera merkt. Ađ ofan skyldi standa: "Til hamingju međ afmćliđ!". Fyrir neđan vildi hann hafa: "Ţú ert alltaf jafn falleg!"
Fyrirmćlin komust ekki alveg til skila. Ţegar hann sótti tertuna stóđ á henni: "Til hamingju međ afmćliđ ađ ofan! Ţú ert alltaf jafn falleg ađ neđan!"
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
9.12.2012 | 21:07
Rasistar í löggunni
Ég á marga vini. Ţađ er gaman. Einn vina minna flutti til Íslands sem flóttamađur frá Víetnam fyrir mörgum árum. Hann talar ágćta íslensku. Eins og frćgt og nýlegt myndband úr Smáralindinni sýnir ţá mćta Íslendingar af asísku bergi brotnir stundum dónaskap af hálfu Íslendinga međ evrópskan svip. Ţađ eru rasistar á Íslandi.
Vinur minn ţessi sem nefndur er til sögunnar var eitt sinn stoppađur af lögreglunni ţegar hann ók í rólegheitum eftir Dalvegi í Kópavogi. Lögreglumađurinn ávarpađi hann međ spurningunni: "Talar ţú íslensku?"
"Já, dálítiđ," svarađi vinurinn í hógvćrđ.
"Ţú verđur ađ lćra íslensku almennilega ef ţú ćtlar ađ vera á Íslandi, drengur," skipađi lögreglumađurinn. Og ţađ valdsmannlega. Ţví nćst spurđi hann háđskur: "Kanntu ađ lesa?"
Jú, vinurinn kannađist viđ ţađ undanbragđalaust. Ţá spurđi lögreglumađurinn: "Af hverju keyrir ţú ţá á yfir 50 km hrađa ţegar á skiltinu ţarna stendur 50?"
Vinurinn sagđist vita hver vćri hámarkshrađi ţarna og ađ hann hafi taliđ sig vera á löglegum hrađa. Hann hafi ţó ekki fylgst međ hrađamćlinum. Honum hafi ţótt hrađinn vera um eđa undir hámarkshrađa og ekkert veriđ ađ pćla í ţví. Hann fylgdi ađeins hrađa annarra bíla ţarna.
Hann gerđi engan ágreining viđ hrađamćlingu lögreglunnar. Ţađ var skrifuđ skýrsla og allt gekk sinn vanagang. Nema ađ ţegar kom ađ ţví ađ ganga frá sekt ţá kom í ljós ađ í skýrsluna var skráđ ađ hann hafi ekiđ örlítiđ of hratt á Dalbraut í Kópavogi. Ţađ er engin Dalbraut í Kópavogi. Ţađ er til Dalbraut í Reykjavík, á Dalvík, á Akranesi og víđar. Leikar fóru ţannig ađ skýrslan var úrskurđuđ ómarktćk og sektin felld niđur.
Lögreglumađurinn valdmannslegi og háđski hafđi lesiđ vitlaust á götumerkingu á Dalvegi.
Spurning er hvort ađ lögreglumađurinn hefđi ávarpađ mann međ vestrćnt útlit á sama hátt? Skipađ honum ađ lćra almennilega íslensku, spurt hvort ađ hann vćri lćs og kallađ mann á fertugsaldri dreng? Ég held ekki. Ég held ekki heldur ađ íslenskir lögreglumenn séu almennt rasistar Margir lögregluţjónar eru gott fólk.
![]() |
Hćttu ađ vera dónalegur |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Löggćsla | Breytt s.d. kl. 23:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (30)
9.12.2012 | 00:38
Skúbb! Eivör međ fjórfalda platínusölu í Noregi og vinyl!
Í áratug eđa svo hefur fćreyska söngkonan Eivör veriđ ástsćlasti erlendi tónlistarmađur á Íslandi. Einstakar plötur međ henni hafa veriđ ađ seljast í allt ađ 10 ţúsund eintökum. Jafnframt hefur Eivör margoft veriđ tilnefnd ţegar kemur ađ Íslensku tónlistarverđlaununum og íslensku leiklistarverđlaununum Grímunni. Hún hefur landađ ófáum verđlaunum.
Fćrri gera sér grein fyrir ţví hvađ Eivör er stórt nafn á hinum Norđurlöndunum. Einkum í Noregi og Danmörku. Hún hefur margoft hlotiđ tilnefningar og unniđ til verđlauna í Dönsku tónlistarverđlaununum. Lag međ Eivöru og danska rappdúettnum Nik & Jay náđi 1. sćti danska vinsćldalistans. Í Noregi er Eivör ennţá stćrra nafn.
Í gćr fékk Eivör viđurkenningu fyrir metsöluplötu í Noregi. Fjórfalda platínusölu. Samtals hafa selst ţar 120 ţúsund eintök af plötu međ hljómsveit hennar Vamp, Liten Fuggel. Platan hefur setiđ í efsta sćti norska sölulistans vikum saman. Á plötunni syngur Eivör m.a. gullfallegt lag sitt um systur sínar, Elísabeth og Elinborg.
Viđ sama tilefni var nýjasta sólóplata Eivarar, Room, gefin út á vinyl.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
7.12.2012 | 19:54
Grćnmetisrćkt hefst á tunglinu strax á nćsta ári
Ţetta hljómar eins og grín. En ţetta er ekki grín. Á nćsta ári hefja Kínverjar rćktun á fjórum tegundum grćnmetis á tunglinu. Til ađ byrja međ verđur grćnmetiđ rćktađ á 300 fermetrum. Ţađ nćgir til ađ grćnmetiđ framleiđi súrefni sem dugir fjölda manns til ađ dvelja á tunglinu án ţess ađ ţurfa á súrefnisgrímum ađ halda. Grćnmetiđ kemur jafnframt í stađ nestispakka. Fólkiđ ţarf ekki ađ taka nein matvćli međ sér frá jörđinni. Ţess í stađ jórtrar ţađ á ferska grćnmetinu sem vex á tunglinu.
Grćnmetisrćktin er algjörlega sjálfbćr.
Ef allt gengur ađ óskum mun tungliđ leysa offjölgunarvandamál Kínverja og takmarkađ landrými ţessa fjölmennasta ríkis heims. Ţetta gerist ekki 1, 2, 3. Á nćstu árum munu ađeins tugir Kínverja dvelja á tunglinu. Ţví nćst einhver hundruđ. Á seinni hluta ţessarar aldar verđur komin upp myndarlegur kínverskur kaupstađur. Annađ hvort á ţessari öld eđa ţeirri nćstu munu jarđarbúar sjá međ berum augu ađ hluti tunglsins verđur grćnn. Ţá verđur talađ um ađ tungliđ sé úr grćnum osti eđa gráđosti.
Hvar Huang Nupo kemur inn í dćmiđ vita fáir.
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
7.12.2012 | 00:42
Bestu plötur ársins 2012
Spin er nćst söluhćsta bandaríska popptónlistarblađiđ á eftir Rolling Stone. Rolling Stone er söluhćsta músíkblađ heims. Selst í um 2 milljónum eintaka. Ţađ er dálítiđ skrítiđ ađ Rolling Stone er til sölu í öllum helstu blađsöluvögnum í Bandaríkjunum ásamt öllum helstu bresku poppmúsíkblöđum. Spin er ađeins selt í stćrstu bókabúđum í Bandaríkjunum en yfirleitt ekki í blađsöluvögnum. Samt er Spin nokkuđ stórt (útbreitt) músíkblađ í Bandaríkjunum og víđar. Styrkur Spin byggir á áskriftarsölu.
Spin hefur opinberađ lista yfir bestu plötur ársins 2012. Hann er ţannig:
1 Frank Ocean: Channel Orange
2 Kendrick Lamar: Good Kid - Lamar, M.A.A.D. City
3 Japandroids: Celebration Rock
4 DJ Rashad: Teklife Vol 1 - Welcome to the CHI
5 Miguel: Kaleidoscope Dream
6 Bad for Lashes: The Haunted Man
7 Swans: The Seer
8 Killer Mike: R.A.P. Music
9 Ty Segall: Twins
10 Santigold: Master of my Make-Believe
Tónlist | Breytt s.d. kl. 00:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
6.12.2012 | 00:33
Ósvífinn hrekkur
Ţrír bandarískir hermenn horfđu ofan í hyldýpi og rćddu um hversu hćttulegt vćri ađ standa ţarna fremst á klettabrún í Fćreyjum. Sá í miđiđ brá á leik og hrópađi hátt og óvćnt í eyra ţess sem fremstur stóđ: "Böh!" Ţá voru eftir tveir. Húmoristinn í miđiđ skammađist sín dálítiđ eftir á. En ţađ var, jú, seinni heimstyrjöldin í gangi og margt spennandi ađ gerast. Seinni heimsstyrjöldin gekk ekki áfallalaust fyrir sig.
![]() |
Sendiherra framdi sjálfsvíg |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Utanríkismál/alţjóđamál | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
5.12.2012 | 02:03
Skammađur eins og hundur af ţriggja ára krakka
Ég bý í Reykjavík. Systir mín og hennar fjölskylda búa á Norđurlandi. Um helgina hringdi systir mín í mig. Yngstu börn hennar voru heima viđ og ömmustelpan hennar var í heimsókn. Sú er á fjórđa ári. Eftir ađ hafa rćtt viđ systir mína í dágóđan tíma heyri ég ömmustelpuna kalla og spyrja viđ hvern hún sé ađ tala. Amman svarađi: "Jens, bróđir minn."
Stelpan hrópađi ákveđin: "'Eg ţarf ađ tala viđ Jens!". Ég varđ dálítiđ undrandi ađ heyra ţetta ţví ađ hún ţekkir mig ekki. Komin međ síma ömmunnar í hendur sagđi hún ábúđafull og skipandi viđ mig: "Jens, ţú verđur ađ bursta tennurnar! Ekki hlusta á Karíus og Baktus! Hlustađu á mömmu ţína!"
Stelpan sá nýveriđ leikritiđ um Karíus og Baktus. Í hennar huga er greinilega bara einn Jens til.
Spaugilegt | Breytt 9.12.2012 kl. 23:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
4.12.2012 | 00:29
Ţegar bragđiđ af eplum tók kollsteypu. Dularfullt.
Fyrst ţegar epli bárust til Íslands ţá brögđuđust ţau eins og hráar kartöflur. Ţađ ţótti lítiđ variđ í ţau. Engu ađ síđur var ćvintýraljómi yfir ţessum framandi ávexti. Íslendingar létu sig ţví hafa ţađ ađ maula á ţessum eplum upp á sportiđ. Ţađ ţótti nćsti bćr viđ ađ vera kominn til útlanda ađ japla á epli.
Grunur leikur á ađ fyrstu epli sem bárust til Íslands hafi í raun veriđ rauđar kartöflur. Hin meintu epli bárust til Íslands fyrir milligöngu danskra kaupmanna í Fćreyjum. Í Fćreyjum heita kartöflur epli. Í Fćreyjum heita epli súr epli.
Ţađ varđ kúvending á bragđi af eplum ţegar ţau voru seint og síđar meir flutt inn beint frá Hollandi. Ţau epli brögđuđust ekki eins og hráar kartöflur heldur eins og óţroskađar perur. Ţá náđi ćvintýriđ nýjum hćđum. Síđan hafa Íslendingar veriđ sólgnir í epli.
Til gamans má geta ađ orđiđ appelsína ţýđir "epli frá Kína". Á hollensku heita appelsínur "sína appel" (kína epli)
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 19:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
2.12.2012 | 21:02
Langveikt barn skammađ fyrir tölvunotkun
Langveik stúlka flutti ásamt fjölskyldu sinni til Akureyrar fyrir tveimur árum. Hún verđur 12 ára eftir mánuđ. Hún fór í Brekkuskóla. Ţar hefur hún sćtt einelti. Ţađ var mjög erfitt fyrir hana ađ koma úr fámennum sveitaskóla - ţar sem kennarar og nemendur eru eins og ein stór fjölskylda - og fara í fjölmennan skóla, ţekkja enga ţar og mćta verulega neikvćđu viđmóti. Ofan á veikindin.
Ţrátt fyrir veikindin er stúlkan einstaklega jákvćđ, glađlynd og margt til lista lagt. Í síđustu viku var hún enn og aftur veik heima. Gat ekki mćtt í skólann. Skólasystkini hennar var á fésbók, sá ađ stelpan var ţar líka og klagađi í kennarann. Ţegar hún mćtti í skólann skammađi kennarinn hana fyrir ađ hafa veriđ á fésbók. Sagđi ađ veikt barn eigi ađ hafa hljótt um sig og ekki vera á fésbók.
Stelpan var miđur sín yfir ţessu. Og líka fyrir ađ vera skömmuđ fyrir framan óvinveitt skólasystkini sem leita ađ öllum veikum blettum á langveiku barninu. Ţetta hafđi ţegar í stađ neikvćđar félagslegar afleiđingar. Kennarinn var ţannig ţátttakandi í einelti.
Skólastjórinn segist ekki vilja tjá sig um einstök mál. Atvikiđ verđi rannsakađ. Hugsanlega snúist máliđ um aldursmörk notenda fésbókar. Vonir standa til ađ niđurstađa rannsóknarinnar liggi fyrir ekki síđar en í apríl. Ţađ er rosalega flókiđ ađ rannsaka svona mál. Ađallega vegna ţess ađ ţađ ţarf ađ spyrja kennarann um atvikiđ.
Ţetta vekur upp margar spurningar. Veik börn mega tala í síma. Ţau mega fá heimsóknir. Ţau mega teikna. Ţau mega spila á hljóđfćri. En ţau mega ekki vera á fésbók.
Skólasystkiniđ sem klagađi, jafnaldri, mátti vera á fésbók - ađ ţví er virđist átölulaust. Enda ekki langveikt barn.
Er ţađ hlutverk skólasystkina og kennara ađ ráđa ţví hvernig veikt barn styttir sér stundir heima? Ef skólasystkini og kennari finna sig knúin til ađ ráđskast međ ţađ er ţá ekki eđlilegra ađ tala viđ foreldrana fremur en ráđast ađ barni - sem á erfitt uppdráttar í skólanum - međ niđurlćgjandi hćtti?
Meira má lesa hér um máliđ: http://www.akureyrivikublad.is/akvbl/frettir/2012/12/01/skommud-fyrir-tolvunotkun/
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 23:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (45)
30.11.2012 | 01:55
Jón góđi biđur Bubba griđar
Jóni góđa og Bubba greinir á um ţađ hvort kráka (cover song) ţess síđarnefnda af sönglagi Johns Lennons, "Across The Univers", sé martröđ. Einhver meiri núningur hefur veriđ á milli ţeirra vegna ţessa. Gott ef ekki út af klúđri varđandi höfundarrétt. Bubbi hefur ađ eigin sögn aldrei áđur á sínum 33ja ára ferli flutt lag eftir annan en sjálfan sig og kann ţess vegna ekkert á höfundarrétt. Ađrir hafa veriđ duglegir ađ flytja lög eftir Bubba alveg frá ţví snemma á síđustu öld. Ţađ er annađ mál.
Jón góđi gjörţekkir lög Lennons og Bítlanna betur en flestir ađrir íslenskir tónlistarmenn. Hann hefur stýrt ófáum hljómsveitauppsetningum á hljómleikum undir ţeirra nafni. Ég veit samt ekki hvort ađ rétt sé ađ túlkun Bubba á Lennon-laginu sé martröđ. Ég hef ekki heyrt hana og skilst ađ henni hafi veriđ kippt úr spilun á Bylgjunni.
Hitt veit ég ađ Jón góđi og glađlegi er ekki kenndur viđ góđmennsku ađ ástćđulausu. Á fésbókarsíđu sinni hefur hann nú hvatt til ţess ađ Bubba sé ekki strítt á skrifblindu. Orđrétt segir ţar:
Ţađ er ástćđa til ađ láta áskorun Jóns berast víđar. Og bćta viđ ađ ţađ sé kannski sömuleiđis ađ mestu óţarfi ađ gera gys ađ öllu hinu.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 03:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (39)
27.11.2012 | 22:12
Ófyrirgefanlegt klúđur hjá IKEA
Húsgagnaverslunin IKEA í Hafnarfirđi býđur ţessa dagana upp á ţakkargjörđarhátíđarkalkún ásamt međlćti. Hugsanlega er tilefniđ ađ á dögunum héldu Kanadamenn hátíđlegan haustfagnađ Indíána, svokallađa ţakkargjörđarhátíđ. Nokkru síđar héldu Bandaríkjamenn ţennan sama haustfagnađ hátíđlegan og kalla hann sömuleiđis ţakkargjörđarhátíđ.
Á haustfagnađinum er rótgróin hefđ ađ hafa á borđum fylltan kalkún ásamt maís, trönuberjasósu og fleiru. Ţetta er jafn fastur siđur og hangikjötiđ og jafningurinn á Íslandi á jóladag.
Verđiđ á ţakkargjörđarhátíđarkalkúninum hjá IKEA er 995 kr. Húrra fyrir ţví. Verra er ađ máltíđin stendur ekki undir nafni. Jú, skammturinn er alveg ríflegur. En án trönuberjasultu. Ţakkargjörđarhátíđarkalkúnn er ekki ţakkargjörđarhátíđarkalkúnn án trönuberjasulta. Ţetta er hneyksli!
Mér var svo brugđiđ ţegar engin var trönuberjasultan ađ matarlystin hvarf eins og dögg fyrir sólu. Mér fannst kalkúnasneiđarnar ekki nógu ţurrar. Ţađ var eins og ţćr vćru vćttar. Kannski drógu ţćr svona í sig safann úr rauđkálinu. Hann flaut.
Ég hef ekki oft né víđa í Bandaríkjunum (og aldrei í Kanada) snćtt hátíđarkalkún í heimahúsi. En í ţau skipti sem ţađ hefur gerst eru hvorki rauđkál né brúnađar kartöflur međlćti. Brúnuđu kartöflurnar í IKEA passa engu ađ síđur glettilega vel međkalkúni. Rauđkáliđ á sennilega ađ vera stađgengill trönuberjasultu. En ţví er ekki saman ađ jafna. Ţetta er jafn fráleitt og ađ hafa franskar kartöflur međ hangikjöti í stađ sođinna kartafla í uppstúfi.
Fyrir ykkur sem matreiđiđ kalkún um jólin mćli ég eindregiđ međ kryddblöndu sem heitir Best á kalkúninn. Og í allra guđanna bćnum hafiđ trönuberjasultu međ. Ţannig og ađeins ţannig verđur kalkúnaveisla alvöru hátíđarmatur.
Nćst ćtla ég ađ prófa hangikjötsréttinn í IKEA. Ef hann er án jafnings verđ ég fyrir jafn miklum vonbrigđum og međ kalkúninn. Hinsvegar verđur spennandi ađ komast ađ ţví hvort hangikjötsmáltíđin kosti 895 kr. eins og stendur á auglýsingaspjaldi viđ innganginn í matsalinn eđa 995 kr. eins og stendur á verđlista fyrir ofan matborđiđ. Verulega spennandi. Ég hlakka til og lćt ykkur vita.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)