Fćrsluflokkur: Tónlist
4.12.2017 | 06:59
Söngvari Sex Pistols í Júrovisjón 2018
Enski söngvarinn Johnny Rotten er Íslendingum ađ góđu kunnur. Ekki ađeins sem söngvari Sex Pistols og ađ hafa túrađ um Bandaríkin međ Sykurmolunum - ţá í hljómsveitinni PIL (Public Image Limited). Líka fyrir ađ opna Pönksafniđ í Lćkjargötu. Hann skemmti sér vel hérna. Heimferđ dróst.
Nú upplýsir írska dagblađiđ Irish Sun ađ hinn írskćttađi Johnny muni keppa fyrir hönd Íra í Júrovisjón í vor. Laginu sem hann syngur er lýst sem cow-pönki. Ekki ósvipuđu og "Rise" međ PIL. Höfundurinn er Niall Mooney. Sá er kunnugt nafn í söngvakeppninni. Átti lagiđ "Et Cetera" í Júrovisjón 2009 og "It´s for you" 2010.
Einhver smávćgileg andstađa er gegn Johnny Rotten innan írsku Júrovisjón-nefndarinnar. Nefndarmenn eru mismiklir ađdáendur hans. Uppátćkiđ er vissulega bratt og óvćnt. ţegar (eđa ef) hún gefur grćnt ljós mun hann syngja lagiđ viđ undirleik PIL.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
24.11.2017 | 07:06
Bestu, undarlegustu og klikkuđustu jólalögin
Hver eru bestu jólalögin? En furđulegustu? Tískublađiđ Elle hefur svör viđ ţessum spurningum. Lögunum er ekki rađađ upp í númerađri röđ. Hinsvegar má ráđa af upptalningunni ađ um nokkurskonar sćtaröđun sé ađ rćđa; ţeim er ekki stillt upp eftir stafrófi né aldri eđa öđru. Fyrstu 5 lögin sem tslin eru upp eru fastagestir í efstu sćtum í kosningum/skođanakönnunum um bestu jólalögin. Nema "At the Christmas Ball". Ég hef ekki áđur séđ ţađ svona framarlega. Samt inn á Topp 10.
"Have Yourself a Merry Little Christmas" međ Judy Garland (einnig ţekkt međ Frank Sinatra, Sam Smith og Christina Aguilera)
"At the Christmas Ball" međ Bessie Smith
"Happy Xmas (War is Over)" međ John Lennon, Yoko Ono og the Plastic Ono Band
"Fairytale of New York" međ Kirsty Mcoll og the Pouges. Á síđustu árum hefur ţetta lag oftast veriđ í 1. sćti í kosningum um besta jólalagiđ.
"White Christmas" međ Bing Crosby (einnig ţekkt í flutningi Frank Sinatra, Kelly Clarkson, Jim Carrey og Michael Bublé)
"Christmas in Hollis" međ Run MDC
"Last Christmas" međ Wham! Í rökstuđningi segir ađ ţrátt fyrir ađ "Do They Know It´s Christmas" sé söluhćrra lag ţá hafi ţađ ekki rođ í ţetta hjá ástarsyrgjendum.
"Christmas Card from a Hooker in Minneapolis" međ Tom Waits
"Jesus Christ" međ Big Star
"Little Drummer Boy (Peace on Earth)" međ David Bowie og Bing Crosby.
Af einkennilegum jólalögum er fyrst upp taliđ "Christmas Unicorn". Ţar syngur Sufjan Stevens í hálfa ţrettándu mínútu um skeggjađan jólaeinhyrning međ ásatrúartré.
Klikkađasta jólalagiđ er "Christmas with Satan" međ James White.
Skiljanlega veit tískublađiđ Elle ekkert um íslensk jólalög. Ţó er full ástćđa til ađ hafa međ í samantektinni eitt besta íslenska jólalag ţessarar aldar, "Biđin eftir ađfangadegi" međ Foringjunum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
18.11.2017 | 04:23
Ármúli ţagnar
Framan af ţessari öld voru Ármúli 5, 7 og 9 heitasta svćđi landsins. Ţar var fjöriđ. Í Ármúla 5 (sama húsi og Múlakaffi) var Classic Rock Sportbar. Einn stćrsti og skemmtilegasti skemmtistađur landsins. Hundruđ manna góndu á boltaleiki á stórum tjöldum. Tugir pílukastara kepptu í leik. Danshljómsveitir spiluđu um helgar. Ţess á milli voru hljómleikar međ allt frá hörđustu metal-böndum til settlegri dćma. Málverkasýningar og fleira áhugavert slćddist međ. Inn á milli voru róleg kvöld. Ţá spjallađi fólk saman viđ undirleik ljúfra blústóna. Ţađ var alltaf notalegt ađ kíkja í Classic Rock Sportbar.
Í nćsta húsi, á annarri hćđ í Ármúla 7 var rekinn hverfisbar sem gekk undir ýmsum nöfnum: Jensen, Wall Street, Pentagon (Pentó, Rússneska kafbátaskýliđ), Elvis (Costello), Bar 108, Chrystal... Hverfispöbb međ karókí og allskonar. Mikiđ fjör. Mikiđ gaman.
Á neđri hćđinni var Vitabarinn međ sveittan Gleym-mér-ei hamborgara og bjór. Síđan breyttist stađurinn í Joe´s Diner og loks í ljómandi góđan filippseyskan stađ, Filipino.
Í sama húsi en húsnúmeri 9 var Broadway (Breiđvangur). Stćrsti skemmtistađur Evrópu. Ţar var allt ađ gerast: Stórsýningar í nafni Queen, Abba og allskonar. Hljómleikar međ Yardbirds, the Byrds, Slade, Marianne Faithful og dansleikir međ Geirmundi.
Ţó ađ enn sé sama öld ţá er hún önnur. Classic Rock Sportbar hefur breyst í asískan veislusal. Ég kíkti ţangađ inn. Salurinn stóri hefur veriđ stúkađur niđur í margar minni einingar. Enginn viđskiptavinur sjáanlegur. Ađeins ungur ţjónn í móttöku. Hann kunni ekki ensku né íslensku. Viđ rćddum saman í góđa stund án ţess ađ skilja hvorn annan. Hann sýndi mér bjórdćlu. Ţađ gerđi lítiđ fyrir mig. Ég hef oft áđur séđ bjórdćlu. Ég svarađi honum međ hendingum úr "Fjallgöngu" Tómasar Guđmundssonar (Urđ og grjót upp í mót) og "Ţorraţrćl" Kristjáns Fjallaskálds (Nú er frost á fróni).
Ég rölti yfir í nćsta hús. Allt lokađ. Filipino horfinn. Gott ef löggan lokađi ekki Chrystal fyrir meintan nektardans eđa vćndi eđa hvorutveggja. Broadway hefur breyst í sjúkrahús, Klínik. Allt hljótt. Ármúli hefur ţagnađ; ţessi hluti hans.
Tónlist | Breytt 19.11.2017 kl. 09:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
9.11.2017 | 06:21
Íslendingur vínylvćđir Dani
Á seinni hluta níunda áratugarins blasti viđ ađ vinylplatan vćri ađ hverfa af markađnum. Ţetta gerđist hratt. Geisladiskurinn tók yfir. Ţremur áratugum síđar snéri vínyllinn aftur tvíefldur. Nú hefur hann rutt geisladisknum af stalli.
Ástćđan er margţćtt. Mestu munar um hljómgćđin. Hljómur vinylsins er hlýrri, dýpri, ţéttari, blćbrigđaríkari og notalegri. Ađ auki er uppröđun laga betri og markvissari á vinylnum ađ öllu jöfnu. Báđar plötuhliđar ţurfa ađ hefjast á öflugum grípandi lögum. Báđar ţurfa ađ enda á sterkum og eftirminnilegum lögum.
Spilunarlengd hvorrar hliđar er rösklega 20 mín. Hún heldur athyglinni á tónlistinni vakandi. Ţar međ tengist hlustandinn henni betur. Hann međtekur hana í hćfilegum skömmtum.
Geisladiskurinn - međ sinn harđa, kantađa og grunna hljóm - var farinn ađ innihalda of mikla langloku. Allt upp í 80 mín eđa meir. Athygli er ekki vakandi í svo langan tíma. Hugurinn fer ađ reika eftir um ţađ bil 40 mín ađ međaltali. Hugsun beinist í ađra átt og músíkin verđur bakgrunnshljóđ. Auk ţessa vilja flćđa međ of mörg óspennandi uppfyllingarlög ţegar meira en nćgilegt pláss er á disknum.
Stćrđ vinylsins og umbúđir eru notendavćnni. Letur og myndefni fjórfalt stćrra. Ólíkt glćsilegri pakki. Fyrstu kynni af plötu er jafnan viđ ađ handleika og horfa á umslagiđ. Sú skynjun hefur áhrif á vćntingar til innihaldsins og hvernig ţađ er međtekiđ. Setur hlustandann í stellingr. Ţetta spilar saman.
Í bandaríska netmiđlinum Discogs.com er stórt og áhugavert viđtal viđ vinylkóng Danmerkur, Guđmund Örn Ísfeld. Eins og nafniđ gefur til kynna er hann Íslendingur í húđ og hár. Fćddur og uppalinn á Íslandi af skagfirskum foreldrum. Sprenglćrđur kvikmyndagerđarmađur og grafískur hönnuđur. Hefur framleitt fjölda músíkmyndbanda og hannađ plötuumslög.
Međ puttann á púlsinum varđ hann var viđ bratt vaxandi ţörf á vinylpressu. Hann keypti í snatri eina slíka. Stofnađi - ásamt 2 vinum - fyrirtćkiđ Vinyltryk. Eftirspurn varđ slík ađ afgreiđsla tók allt upp í 6 mánuđi. Ţađ er ekki ásćttanlegt í hröđum tónlistarheimi.
Nú hefur alvara hlaupiđ í dćmiđ. 1000 fm húsnćđi veriđ tekiđ í gagniđ og innréttađ fyrir fyrstu alvöru risastóru vinylpressu í Danmörku í 60 ár. Nafni fyrirtćkisins er jafnframt breytt í hiđ alţjóđlega RPM Records.
Nýja pressan er alsjálfvirk, afkastamikil en orkunett. Hún spýtir út úr sér plötum 24 tíma á sólarhring í hćstu gćđum. Afreiđslutíminn er kominn niđur í 10 daga.
Netsíđan er ennţá www.vinyltryk.dk (en mun vćntanlega breytast til samrćmis viđ nafnabreytinguna, ćtla ég). Verđ eru góđ. Ekki síst fyrir Íslendinga - á međan gengi íslensku krónunnar er svona sterkt.
Tónlist | Breytt 11.11.2017 kl. 10:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
22.9.2017 | 07:16
Yoko Ono bannar svaladrykk
John Lennon var myrtur á götu úti í New York 1980. Síđan hefur ekkja hans, Yoko Ono, unniđ ötult starf viđ ađ vernda minningu hans. Reyndar gott betur. Hún hefur náđ ađ fegra ímynd hans svo mjög ađ líkist heilagri helgimynd. Gott og blessađ.
Nú hefur henni tekist ađ stöđva sölu á pólskum svaladrykk. Sá heitir John Lemon. Fyrstu viđbrögđ framleiđanda drykkjarins voru ađ ţrćta fyrir ađ gert vćri út á nafn Johns Lennons. Lemon sé annađ nafn en Lennon.
Yoko blés á ţađ. Vísađi til ţess ađ í auglýsingum um drykkinn sé gert út á fleira en nafn Johns. Til ađ mynda séu ţćr skreyttar međ ömmugleraugum samskonar ţeim sem eru stór hluti af ímynd hans. Ţar hjá stendur setningin "let it be". Sem kunnugt er heitir síđasta plata Bítlanna "Let it Be".
Til viđbótar notađi írska útibúiđ, John Lemon Ireland, mynd af John Lennon í pósti á Fésbók.
Lögmannastofa Yokoar stillti framleiđandanum upp viđ vegg: Hótađi 5000 evra (655.000 ísl kr.) dagsektum og krafđist 500 evra fyrir hverja selda flösku. Fyrirtćkiđ hefur lúffađ. Nafninu verđur breytt í On Lemon. Breski dreifingarađilinn segir ađ lítiđ fyrirtćki sem sé ennţá ađ fóta sig á markađnum hafi ekki bolmagn til ađ takast á viđ milljarđamćring.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
12.8.2017 | 16:08
Poppmúsík ţessarar aldar verri en áđur
Allt var betra í gamla daga. Eđa ţannig. Ađ minnsta kosti er poppmúsík ţessarar aldar ekki svipur hjá sjón (ef svo má segja um músík) í samanburđi viđ eldri poppmúsík. Einhver gćti sagt ađ fullyrđinguna megi rekja til fortíđarţráar og fordóma í bland. Ţađ má vera. Ég hef reyndar alltaf haft bullandi fordóma gagnvart poppmúsík. Ţađ er ađ segja eftir ađ ćskuárum sleppti. Er ţó á síđustu árum orđinn víđsýnni og umburđarlyndari.
Hitt er annađ mál ađ kalt mat, beinn samanburđur á vinsćlustu dćgurlögum sjöunda áratugarins annarsvegar og hinsvegar vinsćlustu lögum ţessarar aldar leiđir í ljós mikinn mun. Nýju popplögin eru snöggtum einsleitari og flatari. Munur á hćstu og lćgstu hljóđum er lítill. Hljóđfćraleikur er fábrotinn tölvuhljómborđsheimur og trommuheili. Autotune geldir sönginn. Laglínur einhćfar. Orđaforđi í textum er naumur; bćđi í hverju lagi út af fyrir sig sem og í öllum lögunum til samans. Rámir söngvarar á borđ viđ Janis Joplin og Joe Cocker eiga ekki séns. Ţví síđur nett falskir söngvarar á borđ viđ Ian Dury eđa Vilhjálm Vilhjálmsson. Hvađ ţá sérstćđir söngvarar eins og Bob Dylan og Megas. Nýju söngvararnir á vinsćldalistunum hljóma allir eins.
Ein skýringin er sú ađ ţađ eru sömu mennirnir sem semja og framleiđa lungann af vinsćlustu dćgurlögunum í dag. Sá stórtćkasti er sćnskur. Hann heitir Max Martin. Á ţriđja tug laga hans hafa veriđ ţaulsetin í 1. sćti bandaríska vinsćldalistans (og vinsćldalista um allan heim). Einungis Paul McCartney og John Lennon eiga fleiri 1. sćtis lög. Alls hafa um 200 lög eftir Max veriđ á vinsćldalistunum. Hann á um 1000 lög á plötum stórstjarna. Flytjendur eru allt frá Britney Spears og Justin Bieber til Adelu og Pink ásamt tugum annarra.
Hlýđum á lag af vinsćlustu plötu heims fyrir sléttri hálfri öld. Ţetta er gjörólíkt verksmiđjupoppi ţessarar aldar. Ţarna er fjölbreytni í texta, lagi, söng, hljóđfćraleik og líflegri útsetningu. Blástur og strengjastrok spilađ af alvöru fólki en ekki plasthljómborđi. Lennon hefur ekki einu sinni fyrir ţví ađ rćskja sig áđur en söngurinn er hljóđritađur.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (32)
2.8.2017 | 05:48
Ný og spennandi plata frá Mosa frćnda
Á fögrum vordögum 2009 ýtti ég úr vör merkilegri skođanakönnun - á ţessum vettvangi - um bestu íslensku smáskífuna. Vel, gegnsćtt og lýđrćđislega var ađ verki stađiđ. Minn smekkur réđi engu. Lesendur fengu - undir nafni - alfariđ ađ nefna til sögunnar sínar uppáhalds smáskífur. Síđan var kosiđ á milli ţeirra sem flestar tilnefningar fengu.
Strax í forkönnuninni blasti viđ ađ "Katla kalda" međ Mosa frćnda var sigurstrangleg. Svo fór ađ af nálćgt 700 atkvćđum fékk hún tćpan ţriđjung og sigrađi međ yfirburđum.
Fátt er betra á ferilsskrá hljómsveitar en eiga bestu íslensku smáskífuna. Sú kom út á níunda áratugnum. Seldist vel og fékk grimma spilun í útvarpi og á diskótekum. Klassík alla tíđ síđan.
Hljómsveitin Mosi frćndi hefur aldrei (alveg) hćtt fremur en Sham 69 og the Stranglers. Ekki nóg međ ţađ: Vćntanleg er á markađ ný plata. Ţar kemur ŢÚ til sögunnar. Útgáfan er fjármögnuđ í gegnum Karolina Fund. Ţađ má auđveldlega sannreyna međ ţví ađ smella HÉR.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
30.7.2017 | 18:45
Splunkunýr hressandi rokkslagari
Rokktríóiđ Nýríki Nonni er mćtt til leiks međ ţrumuskćđan slagara, "Svíkja undan skatti". Ţađ hefur veriđ starfandi frá 2016 og vakiđ athygli fyrir sterk frumsamin lög, beitta texta og ţéttan kröftugan flutning. Svo skemmtilega vill til ađ enginn Nonni er í tríóinu. Ţví síđur Nýríkur Nonni. Ţess í stađ eru liđsmenn: Guđlaugur Hjaltason (söngur, gítar), Logi Már Einarsson (bassagítar) og Óskar Torfi Ţorvaldsson (trommur).
12. ágúst á ţessu ári heldur Nýríki Nonni útgáfuhljómleika á Íslenska barnum í Hafnarfirđi. Ókeypis.
Tónlist | Breytt 31.7.2017 kl. 18:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
27.7.2017 | 10:54
Versta tónlistarfólkiđ
Á netsíđunni Ranker er ađ finna lista yfir eitt og annađ. Lesendur kjósa og rađa ţannig listunum upp. Einn listinn heitir "Worst Band Ever". Útkoman kemur ekki á óvart út af fyrir sig. Hinsvegar er alltaf gaman af svona samkvćmisleik. Ţessir ţykja verstir:
1 Justin Bieber (píkupopp)
2 Insane Clown Posse (rapp)
3 Jonas Brothers (kúlutyggjópopp)
4 Nickelback (létt ţungarokk)
5 Nicki Minaj (hipp-hopp)
6 Paris Hilton (popp)
7 Soulja Boy (rapp)
8 Lil Wayne (hipp-hopp)
9 Kevin Federline (hipp-hopp)
10 LMFAO (hipp-hopp)
11 One Direction (píkupopp)
12 Limp Bizkit (nu-metal)
13 BrokeNCYDE (grunk-core)
14 Chris Brown (hipp-hopp)
15 Kesha (hipp-hopp)
16 Miley Cyrus (kúlutyggjópopp)
17 Blood on the Dancefloor (tölvupopp)
18 Creed (gruggađ ţungarokk)
19 Hannah Montana (léttpopp)
20 Kanye West (hipp-hopp)
21 Minni Vanilli (hipp-hopp R&B)
22 Pitbull (latin hipp-hopp)
23 Brooke Hogan (hipp-hopp)
24 Billy Ray Cyrus (kántrý)
25 Pauly D (dans-popp)
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
12.7.2017 | 04:11
Svölustu hljómsveitamyndirnar?
Tískan er harđur húsbóndi. Ţađ sem á einum tímapunkti ţykir töff og svalast getur síđar ţótt hallćrislegast af öllu og sprenghlćgilegt. Hljómsveitir eru sérlega viđkvćmar fyrir tískusveiflum. Ţćr vilja ađ tónlist sín falli í kramiđ og sé í takt viđ tíđarandann. Ţeim hćttir til ađ undirstrika ţađ međ ţví ađ ganga langt í nýjustu tísku hvađ varđar hárgreiđslu og klćđaburđ.
Skođum nokkur dćmi:
Á efstu myndinni eru unglingsrokkarar undir sterkum áhrifum frá ABBA. Eflaust voru ţessar ađskornu glansbuxur flottar á sviđi á sínum tíma.
Á nćstu mynd eru sćnsku stuđboltarnir í Nils-Eriks. Snyrtimennskan í fyrirrúmi en samt "wild".
Ţriđja myndin sýnir gott dćmi af glysrokkurum (glam) fyrri hluta áttunda áratugarins. Máluđ andlit, skćrlitađ hár, ćpandi kćđnađur. David Bowie fór nokkuđ vel međ sína útfćrslu á dćminu. T. Rex og Sweet kannski ekki eins vel. Hugsanlega slapp Slade fyrir horn. En alls ekki barnaníđingurinn Gary Glitter. Né heldur glysrokkararnir hér fyrir neđan.
Á níunda áratugarins geisađi tískufyrirbćriđ "hair metal". Blásiđ hár var máliđ. Ýmist litađ ljóst eđa međ strípum. Ég ćtla ađ guttarnir á nćst neđstu myndinni séu ekki stoltir af ţessu í dag. Ég er sannfćrđur um ađ ţeir séu búnir ađ skipta um hárgreiđslu.
Neđsta myndin er af Jesú-lofandi kventríói í Norđur-Karólínu í Bandaríkjunum. Á fyrri hluta sjöunda áratugarins voru svona heysátur í tísku. Hár kvenna túberađ í hćstu hćđir. Mér skilst ađ ţetta sé ennţá máliđ í kirkjum í Norđur-Karólínu.
Tónlist | Breytt 15.7.2017 kl. 01:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)