Fćrsluflokkur: Tónlist
24.7.2009 | 22:50
Plötuumsögn
- Titill: Köld
- Flytjandi: Sólstafir
- Útgefandi: Spikefarm Records, Finnlandi
- Einkunn: **** (af 5)
Hljómsveitin Sólstafir hefur veriđ ađ síđan 1995. Köld er ţriđja "alvöru" plata hljómsveitarinnar. Hún hefur einnig sent frá sér nokkrar smáskífur og kynningarplötur (promo).
Framan af voru Sólstafir í fararbroddi íslenskra svartmálmshljómsveita (black metal), sem reyndar hafa aldrei veriđ margar. Síđan hefur svartmálmurinn vikiđ fyrir fjölbreyttari og sjálfstćđari músíkstílum. Ţađ er ekki auđvelt ađ finna músík Sólstafa í dag afmarkađan bás. Ţetta er ekki beinlínis ţungarokk, nema stakir kaflar. Ţegar rennt er yfir plötuna hvarflar hugur til kanadísku hljómsveitarinnar Godspeed You Black Empiror og dúndur góđrar plötu ensku hljómsveitarinnar Killing Joke frá 2003.
Opnunarlag plötunnar, 78 Days in the Desert, er án söngs og spannar hálfa níundu mínútu. Ţađ hefst á teygđu gítarvćli. Viđ tekur ţćgilegur gítarhljómagangur og léttur trommutaktur. Hćgt og bítandi myndast spenna, flutningurinn verđur ágengari og örlítiđ hávađasamari. Fátt ber til tíđinda. Ţetta er hljómfagurt og virđist vera inngangur ađ ćsilegur rokki. Kannski voru ţađ ţó bara mín fyrstu viđbrögđ viđ plötu hljómsveitar sem hefur fortíđ í svartmálmi.
Og vissulega byrjar nćsta lag, titillagiđ, kröftuglega en breytist í drynjandi og magnađ rólegt lag međ ţróttmiklum öskursöng og fallegri laglínu. Rokkhamagangur fćr ađ njóta sín inn á milli í ţessu 9 mínútna langa lagi. Ţađ er gaman ađ titillagiđ sé sungiđ á íslensku á plötu sem gefin er út í Finnlandi fyrir alţjóđamarkađ. Skyndilega tekur viđ ljúfur kirkjulegur orgelleikur sem brýtur lagiđ skemmtilega upp áđur en allt fer á fullt "blast" á ný. Besta lag plötunnar. Frábćrt lag.
Ţriđja lagiđ, Pale Rider, byrjar međ rólegu gítarpikki en ćsist fljótlega. Hljómagangur ţess og laglína eru eins og í beinu framhaldi af titillaginu. Ţađ er hvergi gefiđ eftir í öskursöngnum og orkan í hljóđfćraleiknum er óbeisluđ. Ţetta lag er 8 mínútna langt.
Viđ tekur lagiđ She Destroys Again. Söngurinn er á mjúkum nótum viđ gítarundirleik áđur en allt er sett á fullt í öskursöng og látum. Hér kemur breska hljómsveitin Mötorhead upp í hugann. Allt á útopnu. Rokk og ról.
Fimmta lagiđ er Necrologue. Ţađ byrjar á rólegheitum. Er ballađa ţó bćti í rokkiđ er á líđur. Ţađ er hálf níunda mínúta ađ lengd.
World Void of Souls hefst sem "goth" legt. Texti er lesinn ofan á "draugalegan" hljóđfćraleik. Ţetta lag er nćstum 12 mínútur ađ lengd. Ţađ er eitthvađ fallega Sigur Rósar-legt viđ lagiđ. Á níundu mínútu eđa svo detta rokklćtin inn og setja glćsilegan punkt í lok flotts lags.
Nćst síđasta lagiđ, Love is the Devil (and I´m in Love), keyrir strax á rokki. Hressilegt og aftur kemur Mötorhead upp í hugann. Ţetta lag er innan viđ 5 mínútna langt.
Lokalagiđ er Goddess of Ages. Ţađ duga ekki minna en nćstum 13 mínútur til ađ afgreiđa ţetta afbragđsfína rokklag. Ţađ er hvergi dauđan punkt ađ finna á plötunni. Hún nýtur sín best ţegar hlustađ er á hana í heild. Lögin kallast á hvert viđ annađ og renna notalega saman í sterka heild. Ţessi plata hlýtur ađ blanda sér á lista yfir bestu plötur ársins 2009.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
22.7.2009 | 22:38
Tvífari Ozzy Osbourne
Ađ öllu jöfnu ţykir mér svokallađar eftirhermur vera ömurlegt fyrirbćri. Kannski af ţví ađ mađur hefur séđ of marga tugi af gjörsamlega hćfileikalausum Presley eftirhermum. Leiđinlegum laglausum aulum sem halda ađ nóg sé ađ klćđa sig í hvítan samfesting međ útvíđum skálmum, líma á sig risa barta og setja upp stór sólgleraugu.
Ţađ er skemmtileg tilbreyting frá kjánalegu Presley eftirhermunum ađ rekast á tvífara Ozzy Osbourne, Randy Hanson. Ađ vísu vantar töluvert upp á ađ hann sé frambćrilegur söngvari. En annađ í fari hans er virkilega Ozzy-legt og fyndiđ sem slíkt.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
20.7.2009 | 11:37
Aulaklúbburinn
Ég er ekki höfundur ţessa nafns. Ég er ekki heldur ađ skrifa um alţingismenn heldur ţann hóp poppstjarna sem hefur falliđ frá 27 ára. Hér er listi yfir tvo tugi slíkra. Flestar eiga sameiginlegt ađ hafa neytt vímuefna og áfengis í óhófi um langa tíđ. Athygli var beint rćkilega ađ 27 ára aldursári fráfallandi poppstjarna ţegar nokkrar af skćrustu poppstjörnum heims gáfu upp öndina á tímabilinu 3. júlí 1969 til 3. júlí 1971. Allar voru ţćr 27 ára. Einkum ţótti ţetta hrópandi ţegar Jimi Hendrix og Janis Joplin létust međ 16 daga millibili og Jim Morrison 9 mánuđum síđar. Eftir ţađ var fariđ ađ tala um ađ poppstjörnur vćru komnar yfir dauđaţröskuldinn ţegar ţćr náđu 28. aldursári.
Í kjölfar fráfalls Jims Morrisons fóru í gang miklar vangaveltur um ađ Robert Johnson, Brian Jones, Jimi Hendrix, Janis Joplin og Jim báru öll upphafsstafinn J í nafni sínu. Alan Wilson var ekki talinn međ af ţví ađ ţau hin voru miklu frćgari súperstjörnur. Allkskonar talnarugludallar, stjörnuglópar og álíka kjaftćđispakk velti sér upp úr ţessu međ sameiginlega upphafsstafinn. En svo hélt ţeim áfram ađ fjölga poppstjörnunum sem dóu 27 ára en ekkert bólađi á fleiri nöfnum međ upphafsstafnum J. Síđan hefur dregiđ úr kenningum er leggja út af honum.
Til ađ öllu sé til haga haldiđ skal ţess getiđ ađ sumir á listanum hér fyrir neđan voru búnir ađ drekka eđa dópa sig út úr hljómsveitinunum er ţeir létust..
Erlend rokkblöđ hafa međvitađ unniđ gegn ţví ađ upphefja ţennan hóp poppstjarna, sem slíkan, og kallađ hann aulaklúbbinn (the stupid club). Bubbi og Rúnar sungu um aulaklúbbinn í samnefndu lagi á plötu međ GCD. En listinn er merkilegur:
- Robert Johnson, einn áhrifamesti gítarleikari blússögunnar, dó 16. ágúst 1938. Ţessi bandaríski meistari hafđi áđur selt djöflinum sálu sína. En ţađ var unnusta hans sem byrlađi honum eitur. Ţađ var ólund í henni vegna framhjáhald hans.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
11.7.2009 | 16:03
Skúbb! Fćreysk stórhátíđ á Stokkseyri
Dagana 31. júlí, 1. ágúst og 2. ágúst nćstkomandi verđur haldin fćreysk stórhátíđ í Draugasetrinu á Stokkseyri. Ţar verđur bođiđ upp á feitan pakka af fjölbreyttri fćreyskri tónlist og fćreyskum dönsum. Fjöriđ hefst međ dansleik klukkan 22.00 föstudaginn 31. júlí. Jens Marni og félagar leika fyrir dansi. Dansleikurinn verđur brotinn upp međ fćreyskum dansi, harmónikuspili og innslagi frá Simme og hljómsveit.
Ţetta er í annađ sinn á hálfri öld sem Simme skemmtir á Íslandi. Í fyrra skiptiđ kom hann hingađ 1959. Ţá naut hann gífurlegra vinsćlda hérlendis međ lögum sem margir muna vel eftir, svo sem Kenna tit Rasmus og Sunnukvöld í plantasjuni.
Laugardaginn 1. ágúst hefst dagskrá međ fótboltakeppni Fćreyjar-Ísland klukkan 15.00. Klukkan 19.00 flytja fiđlusnillingurinn gullfallega Agelika Nielsen, píanóleikarinn Kristian Blak og hljómsveit dagskrána Heygar og dreygar. Klukkan 20.00 tekur Simme viđ. 21.00 flytja Hilmar Joesen, Angelika og Kristian Blak dagskrána Álvastakkur. Hálftíma síđar hefst fćreyskur dans ţar sem kyrjađur verđur söngurinn um Ólaf Riddararós. Klukkan 23.00 blása Eyđun & Terji til dansleiks. Ég sá ţá spila í Fćreyjum fyrir nokkrum vikum. Ţá spilađi James Olsen međ ţeim á trommur og söng. Međal laga á dagskrá ţeirra var Talađ viđ gluggann eftir Bubba Morthens.
Dansleikur Eyđuns & Terjis verđur brotinn upp međ innslagi frá Simme, harmónikuspili og fćreyskum dönsum.
Dagskrá sunnudagsins 2. ágúst hefst međ helgistund í umsjón Matine klukkan 11.30. Um tónlist sjá Angelika & Kristian Blak ásamt hljómsveit. Klukkan 15.00 er söngdagskrá í höndum - eđa raddböndum öllu heldur - Jens Marni, Kims Hansen, Terjis & Eyđuns og Simme. Klukkan 16.00 er ţađ fćreyski dansinn Dvörgamöy. Viđ tekur klukkan 22.00 dansleikur međ Kim Hansen og hljómsveit. Eins og fyrri kvöld verđur hann brotinn upp međ innslögum frá Simme, harmónikuspili og fćreyskum dansi.
Ţetta er spennandi og vönduđ dagskrá. Ég hvet alla sem geta valdiđ vettlingi ađ láta ţessa glćsilegu stórhátíđ ekki framhjá sér fara.
Ljósmyndin efst til vinstri er af Kristian Blak (www.kristianblak.com). Honum til hćgri handar er fiđlusnillingurinn Angelika Nielsen (http://www.facebook.com/people/Angelika-Nielsen/590996554). Ţriđja myndin er af Jens Marni (http://www.myspace.com/jensmarni).
Kíkiđ líka á: http://www.simme-musikkhus.fo/main.html
Mynd númer 4 er af Eyđunni & Terji. Mynd númer 6 er af plötuumslagi hljómsveitar Angeliku, Kvönn. Mynd númer 7 er af plötuumslagi Kristian Blak og Eivarar, Yggdrasil.
Tónlist | Breytt 12.7.2009 kl. 21:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
22.6.2009 | 00:15
Sjálfsfróun og Sjálfstćđisflokkurinn
Á dögunum var sýnd í sjónvarpinu (RÚV) stuttmynd ţar sem minn góđi vinur, Bjarni heitinn Móhíkani (Bjarni Ţórir Ţórisson), las á áhrifamikinn hátt kvćđi eftir Halldór Laxness og fór međ ađalhlutverk. Bjarna kynntist ég ţegar hann var 14 - 15 ára og áriđ 2000 fór hann međ mér í eftirminnalega hljómleikaferđ til Grćnlands í kjölfar ţess ađ lag mitt Ţorraţrćllinn fór í 6. sćti grćnlenska vinsćldalistans. Lagiđ er í tónspilarunum hér til vinstri.
Bjarni sló í gegn í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík sem söngvari og bassaleikari pönksveitarinnar Sjálfsfróun. Međ okkur Bjarna til Grćnlands fór dauđapönksveitin Gyllinćđ (einnig í tónspilaranum) og ţar var enginn bassaleikari.
Í kjölfar ţess ađ horfa á stuttmyndina međ Bjarna í sjónvarpinu fór ég inn á youtube til ađ vita hvort ţar vćri eitthvađ međ Bjarna. Ţegar ég sló inn nafni frćgustu hljómsveitar hans, Sjálfsfróunar, birtist mér listi yfir 40 myndbönd. Ţar af 38 um Sjálfstćđisflokkinn.
Tónlist | Breytt 23.6.2009 kl. 12:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (44)
20.6.2009 | 23:03
Mikilvćgt ađ leiđrétta
Í helgarblađi Fréttablađsins er sagt frá nýafstađinni leit ađ bestu íslensku plötunum. Ţar segir:
"Dr. Gunni birtir á vinsćlli síđu sinni á Netinu athyglisverđan samanburđ: Nýjan lista yfir bestu plötur Íslandssögunnar sem kjörnar voru á Tónlist.is og svo sambćrilegan lista sinn yfir bestu plötur aldarinnar eins og hann var í bók Dr. Gunna "Eru ekki allir í stuđi?" áriđ 2001. Ţetta eru merkilega líkir listar nema ađ mestallt pönkiđ sem hinn afkastamikli tónlistargagnrýnandi úr Kópavoginum og einn áhrifamesti umfjallandi um íslenska rokktónlist hefur haldiđ svo mjög á lofti í gegnum tíđina; Frćbbblar, Ham, Rokk í Reykjavík og Geislavirkir Utangarđsmenn eru nú horfnir af lista. Hvađ sem ţađ svo segir manni nema ţá kannski ađ sögufrćg pönkgigg í Kópavogsbíó í denn eru á leiđ inn í gleymskunnar dá?"
Ţarna er vísađ til hinnar skemmtilegu bloggsíđu www.this.is/drgunni. Verra er ađ ţarna gćtir ónákvćmni. Frćbbblar, Ham, Rokk í Reykjavík og Geislavirkir Utangarđsmanna eru fráleitt horfnir af lista. Ađ vísu eru ţessar hljómsveitir og platan Rokk í Reykjavík ekki í neinu af 20 efstu sćtum. Ţannig ađ texti Jakobs Bjarnar Grétarssonar er ekki beinlínis rangur - ef miđađ er viđ 20 efstu sćtin. Hinsvegar er platan Geislavirkir međ Utangarđsmönnum í 21. sćti, Rokk í Reykjavík í 32. sćti og Lengi lifi međ Ham í 39. sćti. Sjá: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/898725/.
Til ađ gera sér grein fyrir stöđunni ţarf ađ hafa í huga ađ frá ţví rokkbók Dr. Gunna kom út hafa rutt sér leiđ í efri sćti nýrri plötur međ Sigur Rós, Emilíönu Torríni og Mugison. Ţađ er ţess vegna rökrétt - en kannski ekki sanngjarnt - ađ pönkiđ sígi örlítiđ á listanum.
Á myndbandinu hér fyrir ofan flytja Frćbbblarnir frábćru eitt af lögum sínum í Rokki í Reykjavík. Athugiđ ađ ţađ er heppilegra ađ smella bara einu sinni á myndbandiđ. Ef tvísmellt er á ţađ kemur upp "error". Svo er bara ađ stilla hátalara á hćsta styrk. Hér er annađ myndband međ Frćbbblunum úr Rokki í Reykjavík:
Og hér eru Frćbbblarnir 27 árum síđar ađ kráka lag frá bandarísku pönksveitinni The Ramones, KKK took my Baby Away:
Tónlist | Breytt 21.6.2009 kl. 01:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)
20.6.2009 | 01:21
Saga bresku pönkbyltingarinnar XI
Síđsumars 1977 var sala á pönkplötum orđin ţađ mikil ađ í umferđ voru settar ólöglegar (bútlegg) plötur međ Sex Pistols og The Clash í breskum plötubúđum. Ţćr mokseldust ţrátt fyrir ađ löglegir plötuútgefendur ţessara hljómsveita reyndu allt sem í valdi ţeirra stóđ til ađ stöđva eđa hindra ólöglegu plöturnar. Ţađ var ekki viđ neitt ráđiđ. Spurn eftir pönkplötum var slík. Jafnframt streymdu inn á markađ plötur frá nýjum pönksveitum.
Fyrsta breska pönklagiđ: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/743999
Nćst - II: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/744949
III: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/746033/
IV: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/747161
V: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/750862/
VI: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/753972/
VII: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/791397
VIII: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/820922
Tónlist | Breytt s.d. kl. 02:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
Ég er drjúgur yfir ađ hafa í síđustu fćrslu spáđ rétt til um 3 efstu sćtin á listanum yfir bestu íslensku plöturnar sem var opinberađur á rás 2 í dag. Jafnframt var ég sjóđheitur í spánni um plötuna í 4. sćti. Hún lenti í 6. sćti. Ţađ er innan skekkjumarka.
2001 stóđ Dr. Gunni fyrir samskonar leit ađ bestu íslensku plötunum. Ţann lista birti hann í bókinni Eru ekki allir í stuđi?. Ég lék sama leik 1983 og birti í Poppbókinni. Ţađ er gaman ađ bera ţessa misgömlu lista saman. Sumar plötur halda svipađri stöđu. Ađrar verđa heitari međ hverju ári á međan stađa nokkurra fer kólnandi.
Stađa platnanna í bók Dr. Gunna er í fremri sviganum og stađan í Poppbókinni er í seinni sviganum. Í Poppbókinni náđi listinn ađeins yfir 25 bestu plöturnar. Ţađ skýrir ađ nokkru hvers vegna sumar plötur neđar á listanum komust ekki á blađ ţar. Margar ađrar plötur á listanum í dag voru ekki komnar út fyrir 26 árum.
Til frekari glöggvunar eru ţćr plötur auđkenndar međ rauđum lit sem halda sinni stöđu eđa hćkka á listanum. Plötur sem falla um meira en 10 sćti eru auđkenndar međ bláum lit.
Á rás 2 kom fram ađ Morgunblađiđ hafi stađiđ fyrir leit ađ bestu íslensku plötunni fyrir nokkrum árum. Ţví miđur hef ég ţann lista ekki undir höndum.
- (1) (-) Ágćtis byrjun - Sigur Rós 1999
- (5) (4) Lifun Trúbrot 1971
- (3) (1) Á bleikum náttkjólum - Megas & Spilverk ţjóđanna 1977
- (12) (23) Hinn íslenzki Ţursaflokkur Ţursaflokkurinn 1978
- (4) (3) Sumar á Sýrlandi Stuđmenn 1975
- (2) (-) Debut Björk 1993
- (13) (-) Gling-Gló - Björk Guđmundsdóttir & Tríó Guđmundar Ingólfssonar 1990
- (7) (2) Ísbjarnarblús - Bubbi Morthens 1980
- (-) (-) Međ suđ í eyrum viđ spilum endalaust Sigur Rós 2008
- (11) (9) Sturla - Spilverk ţjóđanna 1977
- (-) (-) Me And Armini - Emilíana Torrini 2008
- (16) (-) Hana nú - Vilhjálmur Vilhjálmsson 1977
- (-) (-) Fisherman's Woman - Emilíana Torrini 2004
- (10) (-) Life's Too Good Sykurmolarnir 1988
- (8) (-) Međ allt á hreinu Stuđmenn og Grýlurnar 1982
- (30) (-) Einu sinni var Vísur úr Vísnabókinni - Björgvin Halldórsson og Gunnar Ţórđarson 1976
- (29) (-) Lög unga fólksins Hrekkjusvín 1977
- (9) (-) Kona - Bubbi Morthens 1985
- (-) (-) Mugimama is this monkeymusic Mugison 2004
- (-) (-) Takk - Sigur Rós 2005
- (7) (7) Geislavirkir Utangarđsmenn 1980
- (28) (-) Í gegnum tíđina - Mannakorn 1977
- (39) (-) Jet Black Joe - Jet Black Joe 1992
- (21) (-) Hljómar - Hljómar 1967
- (36) (-) Loftmynd - Megas 1987
- (-) (-) Mugiboogie Mugison 2007
- (-) (-) Bein leiđ - KK Band 2003
- (24) (-) Ţursabit - Ţursaflokkurinn 1979
- (17) (-) Megas - Megas 1972
- (23) (12) Breyttir tímar - Egó 1982
- (22) (-) Tívolí - Stuđmenn 1976
- (18) (13) Rokk í Reykjavík Ýmsir 1982
- (-) (-) Allt fyrir ástina - Páll Óskar 2007
- (25) (10) Mjötviđur mćr Ţeyr 1981
- (27) (-) Kafbátamúsík - Ensími 1998
- (20) (-) Post - Björk 1995
- (52) (-) Mannakorn Mannakorn 1975
- (-) (-) Hljóđlega af stađ Hjálmar 2004
- (14) (-) Lengi lifi - Ham 1996
- (41) (-) Í mynd - Egó 1982
- (-) (-) Hjálmar - Hjálmar 2005
- (-) (-) Spilverk ţjóđanna - Spilverk ţjóđanna 1975
- (-) (-) Systkinin syngja saman - Elly Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson 1969
- (15) (-) Homogenic - Björk 1997
- (38) (-) Millilending - Megas 1975
- (40) (18) Ekki enn - Purrkur Pillnikk 1981
- (-) (-) Halldór Laxness - Mínus 2003
- (66) (-) Trúbrot - Trúbrot 1969
- (34) (-) Todmobile - Todmobile 1990
- (-) (-) Sleepdrunk Seasons - Hjaltalín 2008
Athygli vekur ađ plöturnar í 30 efstu sćtunum á lista Dr. Gunna eru allar á ţessum lista nema tvćr. 11 af 23 efstu plötunum í Poppbókinni eru sömuleiđis á listanum ţrátt fyrir allan ţann fjölda platna sem bćst hafa í hópinn á ţessum rösklega aldarfjórđungi. Af 7 plötum sem falla mest voru ađeins 2 í Poppbókinni.
Elsta platan er frá 1967, Hljómar. Ţćr eru bara 3 plöturnar frá ţeim áratug. Ég einkenni tímabiliđ '67 - '79 međ grćnu ártali (15 útgefnar ´71 - ´79). 1980 urđu afgerandi kaflaskipti og uppstokkun í íslenskri músík. Tímabiliđ ´80 - ´99 er einkennt međ bleikum ártölum (20 plötur). Ţađ eru engar plötur frá árunum 2000 - 2002 á listanum. Yngri plötur eru einkenndar međ blásvörtum ártölum (12 plötur). Ađ óreyndu hefđi mátt ćtla ađ mun fleiri plötur vćru frá síđustu árum. Ţćr eru fólki í ferskara minni, jafnframt ţví sem yngra fólk ţekkir eđlilega síđur til eldri platna.
Ţegar ártöl eru skođuđ betur kemur í ljós ađ gjöfulustu tímabil sem skila plötum á ţennan lista eru annarsvegar ´75 - ´77 (11 plötur) og hinsvegar ´80 - ´82 (8 plötur).
Gaman vćri ađ heyra skođun ykkar á niđurstöđu listans og ţeim plötum sem eru á upp- eđa niđurleiđ. Sjálfur er ég alsáttur viđ plöturnar í efstu sćtum listans og nokkuđ sáttur viđ listann í heild. Ţar undanskil ég ađ mér ţykir leiđinlegt ađ sjá lćkkandi stöđu flestra ţeirra platna sem síga mest.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (21)
17.6.2009 | 00:56
100 bestu íslensku plöturnar
Á morgun (17. júní) verđur afhjúpađur listi yfir 100 bestu íslensku plöturnar, unninn í samvinnu rásar 2, Tónlistar.is og Félags íslenskra hljómplötuútgefenda. Ég varpa hér fram spá yfir efstu sćtin og bíđ síđan spenntur eftir úrslitunum. Spá mín er ţessi:
1. Ágćtis byrjun međ Sigur Rós
2. Lifun međ Trúbroti
3. Á bleikum náttkjólum međ Megasi og Spilverki ţjóđanna.
4. Debut međ Björk.
Gaman vćri ađ hlera spá ykkar um niđurstöđuna.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (30)