Upphaf bresku pönkbyltingarinnar V

  Framan af ferli Sex Pistols var hljómsveitin leitandi og breska pönkið var ekki orðið til.  Sex Pistols krákaði (coveraði) lög frá The Who,  Small Faces,  Chuck Berry og fleirum.  Iðulega hitaði Sex Pistols upp fyrir pöbbaband söngvarans og gítarleikarans Joes Strummers,  101´Ers.  Um miðjan maí 1976 var Sex Pistols hinsvegar búin að finna sinn tón og kom þannig fram á hljómleikum með tveimur öðrum - í dag - gleymdum hljómsveitum.

  Á þessum hljómleikum varð Joe Strummer fyrir vitrun.  Þarna var kominn sá tónn sem hann vildi fylgja.  Hann "slúttaði"  101´Ers og stofnaði The Clash.  Þessar tvær pönkhljómsveitir,  Sex Pistols og The Clash,  fylgdust að um tíma.  Fastir fylgihnettir voru The Damned og The Buzzcocks ásamt fleiri hljómsveitum sem slæddust með.

  Á auglýsingaveggspjöldum voru nöfn Sex Pistols og The Clash skrifuð jafn stórum stöfum.  Nöfn hinna hljómsveitanna voru skrifuð minni stöfum.  Er leið á árið 1977 varð The Clash stærra nafn.  Það var allt í vandæðagangi hjá Sex Pistols.  Illindi við plötufyrirtæki og annað í þeim dúr.

  Seinni part mars mánaðar sendi The Clash frá sér fyrstu smáskífuna,  White Riot.  17 dögum síðar kom út fyrsta stóra plata The Clash,  samnefnd hljómsveitinni.   White Riot  náði 38.  sæti breska vinsældalistans.  Sama sæti og smáskífa Sex Pistols,  Anarchy in UK,  áður. 

  Stóra platan með The Clash var ekki aðeins fyrsta breska pönkplatan til að ná inn á Topp 30 breska vinsældalistann heldur fór hún alla leið inn á Topp 15 og hafnaði þar í 12.  sæti.  Þar með var bresk pönkhljómsveit komin í hóp vinsælustu hljómsveita í Bretlandi.  Pönkið var ekki lengur neðanjarðarhreyfing og jaðarmúsík.  Pönkið var orðið það stórt dæmi að bresku plötubúðirnar kepptust við að stilla plötunni vinsælu með The Clash út í glugga,  útvarpsstöðvar komust ekki hjá því að spila lög af plötunni,  almenn poppblöð og slúðurblöð fjölluðu um The Clash,  rétt eins og rokkblöðin. 

  Ennþá merkilegra var að platan seldist í 100.000 eintökum í póstsendingum til Bandaríkjanna.  Hún er enn í dag sú plata sem selst hefur í hæstu upplagi á þann hátt. 

  The Clash tók mið af pönkstíl Sex Pistols en var þó með sterkan eigin stíl.  Takturinn í White Riot var hraðari en í pönki annarra hljómsveita þess tíma.  Til viðbótar kynnti The Clash til sögunnar nýjan músíkstíl:  Pönkað reggí. Eftir það varð reggí hluti af pönkinu.  Utangarðsmenn og Fræbbblarnir komu því bærilega til skila hérlendis.

   White Riot varð einskonar þjóðsöngur pönksveita.  Það lag var krákað (coverað) af Sham 69,  Angelic Upstarts og ótal öðrum pönksveitum.  The Clash flytja það í myndbandinu að ofan.  Í myndbandinu að neðan er sýnishorn af því hvernig hljómsveitin kynnti reggí-pönkið til sögunnar.

  Fyrri færslur um upphaf breska pönksins: 

IV:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/747161

III:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/746033/

II:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/744949

Fyrsta breska pönklagið:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/743999/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Hversu viðeigandi er þetta á síðustu og verstu tímum?:

The black man has a lot of problems
but he's not afriaid to throw a brick
while white people go to school

where they teach you how to be thick...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 21.12.2008 kl. 02:08

2 identicon

Varstu ekki búinn að skrifa um þetta áður?Það er ég alveg nokkurn veginn viss um.Manstu eftir laginu með Bjartmari sem heitir,ég endurtek,ég endurtek,ég endurtek,tek,tek,tek.      ?

Númi (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 10:44

3 identicon

Þú verður að laga seinustu setninguna gamli ;)

Ari (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 14:56

4 Smámynd: Jens Guð

  Einar,  hehehe!  Ég hef aldrei heyrt texta lagsins almennilega.  En pönkið á alltaf við allsstaðar.

  Númi,  neðst í færslunni er vísað í fyrri færslur um sama efni.  Það er að segja upphaf breska pönksins.  Ég stikla á því helsta í réttri tímaröð.  Engu að síður er ekki hjá því komist að endurtaka nöfn hljómsveita og platna frá einni færslu til annarrar.

  Ari,  takk fyrir ábendinguna.

Jens Guð, 21.12.2008 kl. 15:23

5 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

skemmtileg samantekt. þótt ég kalli mig stundum tónlistarlegan homma, þar sem ég er helst fyrir techno, trance og euro, verð ég að viðurkenna að ég hef alltaf haft gaman að pönki. kannski er ég ekki tónlistarlegur hommi, heldur tónlistarlegur skiddsó

Brjánn Guðjónsson, 25.12.2008 kl. 13:30

6 Smámynd: Jens Guð

  Brjánn,  svo virðist vera sem allar manneskjur sæki í að minnsta kosti tvo - en oftast mun fleiri - ólíka músíkstíla.  Ég hef aldrei flett í gegnum plötusafn á heimili án þess að finna þar plötur sem að óreyndu mætti ætla að stangaðist á við músíksmekk viðkomandi. 

Jens Guð, 25.12.2008 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband