Fćrsluflokkur: Vísindi og frćđi

Uppfinningar sem breyta lífi ţínu

  Japanir eru allra manna iđnastir viđ ađ finna upp gagnlega hluti.  Ţađ er eins og ţeir geri ekkert annađ allan daginn.  Hugmyndaflugiđ er ótakmarkađ.  Hér eru nokkur snjöll sýnishorn af vörum sem hafa ekki borist til Evrópu.  Bara tímaspursmál um daga fremur en ár. 

sólarorkukveikjari

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Sólarorkukveikjarinn sparar bensín og fé.  Margnota líftíđareign.  Fer vel í stóra vasa.

augndropatrekt

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Augndropar eru til stöđugra vandrćđa.  Ţeir hitta ekki á augađ.  Lenda upp á enni eđa niđur á kinn.  Ţar fer dýr dropi til spillist.  Augndropatrektin leysir máliđ.  Snilldin felst í ţví ađ trektinni er haldiđ stöđugri međ ţví ađ vera föst viđ gleraugu.  Gleraugun tryggja ađ dropinn lendi á mitt augađ. 

bananabox

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Banani er hollastur ţegar hann er vel ţroskađur;  orđinn mjúkur og alsettur svörtum deplum.  Í ţví ástandi fer hann illa í vasa.  Klessist og atar vasann.  Bananaboxiđ er lausnin.  Ţađ er úr ţunnu og léttu plasti og varđveitir lögun ávaxtarins.  Algengt er ađ fólki međ mikiđ dót í öllum vösum rugli öllu saman;  man ekki stundinni lengur hvađ er hvađ.  Bananaboxiđ lítur út eins og banani.  Enginn ruglast á ţví.  

melónur sem staflast vel

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Vatnsmelónur eru plássfrekar í verslunum og í flutningum.  Ţćr staflast illa;  kringlóttar og af öllum stćrđum.  Japanir hafa komist upp á lag međ ađ rćkta ţćr ferkantađar.  Ţćr eru rćktađar í kassa.  Ţannig eru ţćr jafnframt allar jafn stórar.  

vatnsmelóna 


Hvađ segir músíksmekkurinn um ţig?

  Margt mótar tónlistarsmekk.  Ţar á međal menningarheimurinn sem manneskjan elst upp í,   kunningjahópurinn og aldur.  Líkamsstarfsemin spilar stórt hlutverk.  Einkum hormón á borđ viđ testósteron og estrógen.  Ţetta hefur veriđ rannsakađ í bak og fyrir.  Niđurstađan er ekki algild fyrir alla.  Margir lađast ađ mörgum ólíkum músíkstílum.  Grófa samspiliđ er ţannig:

  - Ef ţú lađast ađ meginstraums vinsćldalistapoppi (Rihanna, Justin Bieber...) er líklegt ađ ţú sért félagslynd manneskja, einlćg og ósköp venjuleg í flesta stađi.  Dugleg til vinnu og međ ágćtt sjálfsálit.  En dálítiđ eirđarlaus og lítiđ fyrir skapandi greinar. 

  - Rappheimurinn hefur ímynd ofbeldis og árásarhneigđar.  Engu ađ síđur leiđa rannsóknir í ljós ađ rappunnendur eru ekki ofbeldisfyllri eđa ruddalegri en annađ fólk.  Hinsvegar hafa ţeir mikiđ sjálfsálit og eru opinskáir. 

  - Kántrýboltar eru dugnađarforkar,  íhaldssamir,  félagslyndir og í góđu tilfinningalegu jafnvćgi. 

  - Ţungarokksunnendur eru blíđir,  friđsamir,  skapandi,  lokađir og međ frekar lítiđ sjálfsálit. 

  - Ţeir sem sćkja í nýskapandi og framsćkna tónlist (alternative, indie...) eru ađ sjálfsögđu leitandi og opnir fyrir nýsköpun,  klárir,  dálítiđ latir,  kuldalegir og međ lítiđ sjálfsálit.   

  -  Unnendur harđrar dansmúsíkur eru félagslyndir og áreiđanlegir.

  -  Unnendum klassískrar tónlistar líđur vel í eigin skinni og eru sáttir viđ heiminn,  íhaldssamir,  skapandi og međ gott sjálfsálit. 

  -  Djassgeggjarar,  blúsarar og sálarunnendur (soul) eiga ţađ sameiginlegt ađ vera íhaldssamir,  klárir,  mjög skapandi međ mikiđ sjálfstraust og sáttir viđ guđi og menn.

 

 


Fékk sér sushi og missti hönd

  Suđur-kóreskur gutti slapp í sushi á dögunum.  Skipti engum togum ađ í kjölfariđ mynduđust stórar blöđrur á annarri hendi hans.  Ţćr voru fylltar blóđi.  Lćknar stungu á blöđrurnar og hleyptu blóđinu úr ţeim.  Ţá bćttust viđ stór opin sár.  Ţeim fjölgađi jafnt og ţétt upp höndina án ţess ađ hćgt vćri ađ stöđva sýkinguna.  Neyđarráđstöfun var ađ fjarlćgja höndina af til ađ bjarga öđrum hluta líkamans.

  Hrár fiskur er varasamur.  Hrái fiskurinn í sushi inniheldur iđulega bakteríur og orma.  Ţađ gerir heilsuhraustum ekki mein ađ ráđi.  Í mesta lagi smávćgileg magaóţćgindi í einn eđa tvo daga.  Verra er ţegar um heilsulitla er ađ rćđa.  Eins og í ţessu tilfelli.  Mađurinn er međ léleg nýru og sykursýki 2.  Ţar ađ auki er hann á áttrćđisaldri og hlustar á Bee Gees.   

bakteríusýking


Nýtt og öđruvísi súkkulađi

  Fátt er hollara og bragđbetra en súkkulađi.  Einkum svokallađ suđusúkkulađi.  Fyrirferđarlítill orkubiti í fjallgöngur.  Jafnvel líka í eftirleit.  Verra er ađ á allra síđustu árum hafa veriđ blikur á lofti.  Kínverjar eru hćgt og bítandi ađ uppgötva súkkulađi.  Ţeir eru fimmti hluti jarđarbúa.  Ţegar ţeir uppgötva klósettpappír og eldhúsrúllur getum viđ kvatt regnskógana.

  Óttinn viđ ađ Kínverjar klári súkkulađibirgđir heimsins byggist á smá misskilningi.  Ég rćddi ţetta í gćr viđ helsta súkkulađifrćđing Íslands.  Heimsendaspáin gengur út á óbreytta rćktun kakóbaunarinnar.  Hiđ rétta er ađ frambođ á nýjum rćktarlöndum heldur í viđ vaxandi eftirspurn.  

  Ennţá skemmtilegra:  Tekist hefur ađ hanna frá grunni og rćkta splunkunýja kakóbaun.  Súkkulađi unniđ úr henni hefur ekkert međ uppskrift á öđru súkkulađi ađ gera.  Ţetta er alveg nýtt og sjálfstćtt súkkulađi,  kallađ Rúbin.  Bragđiđ er súkkulađibragđ en samt mjög "spes".  Til ađ skynja muninn er ráđ ađ halda fyrir nefiđ á međan súkkulađinu er stungiđ upp í munn.  Síđan er beđiđ eftir ţví ađ súkkulađiđ bráđni á tungunni.  Upplagt ađ ráđa krossgátu eđa Soduku á međan.  Ađ ţví loknu er andađ međ nefinu á ný.  Heillandi og nýstárlegt bragđ nýja súkkulađisins kemur skemmtilega á óvart. 

  Tekiđ skal fram ađ ég sé ekki um auglýsingar fyrir Nóa, Síríus, Freyju,  Góu né neina ađra sćlgćtisframleiđslu.  Engin leynd er yfir ţví ađ ég vann í Freyju sumariđ 1977.  1980-og-eitthvađ hannađi ég einhverjar sćlgćtisumbúđir fyrir Freyju.  Kannski eru  umbúđirnar um rauđar lakkrísmöndlur enn í umferđ?  Síđan hef ég ekki átt nein samskipti viđ Freyju.  Ţar fyrir utan er ekkert sćlgćti framleitt í Fćreyjum.  Á dögunum hófst ţar í fyrsta skipti í sögunni framleiđsla á ís.

chocolate

 

    


Fólk kann ekki handaţvott

  Bandaríska landbúnađarráđuneytiđ stóđ á dögunum fyrir vandađri rannsókn á handaţvotti.  Fylgst var leynilega međ 393 manns matreiđa kalkúnaborgara og salat.  97% kokkanna fengu falleinkunn. Af helstu klúđrum var ađ ţvo ađeins fremsta hluta fingra en ekki á milli ţeirra.  Annađ algengt klúđur var ađ ţvo ekki hendur eftir ađ hafa fiktađ í nefi eđa öđrum andlitshlutum né eftir ađ hafa hóstađ eđa hnerrađ í lófa.  Ţriđja algenga klúđriđ var ađ skola puttana ađeins lauslega í alltof stutta stund.  Fjórđa klúđriđ er ađ sniđganga ţumalinn.  Vegna sóđaskapar starfsmanna á veitingastöđum fá margir illt í magann eftir heimsókn ţangađ.

  Svona á ađ ţvo hendur:

  - Fyrst skal bleyta hendurnar rćkilega í vatni og nugga ţćr fram og til baka.  Klúđur er ađ byrja á ţví ađ sápa ţćr.  Sápan dreifist aldrei nógu vel ţannig.

  - Nugga sápu og vatni vel yfir báđar hendur.  Gćta sérlega vel ađ ţví ađ ţvo á milli fingra.   

  -  Stóra máliđ er ađ gleyma ekki ađ sápa og ţvo ţumalinn. 

ţvottur

 

 


Brjóstagjöf gegn matvendni

  Ţví lengur sem börn eru á brjósti ţeim mun síđur verđa ţau matvönd.  Ţeim mun lystugri verđa ţau í grćnmeti.  Ástćđan er sú ađ bragđiđ á brjóstamjólk sveiflast til eftir matarćđi móđurinnar.  Brjóstmylkingurinn venst ţví ađ matur sé fjölbreyttur.  Ţegar matarćđi sex ára barna er skođađ kemur í ljós ađ börn alin á brjóstamjólk sćkja í tvöfalt fjölbreyttara fćđi en börn alin á vatnsblandađri ţurrmjólk.  Jafnframt eru brjóstmylkingarnir viljugri til ađ prófa framandi grćnmeti.  

matur


Klćddu frambjóđendur sig rétt?

  Litir hafa sterk áhrif á fólk.  Til ađ mynda framkallar rauđur litur hungurtilfinningu.  Á síđustu öld bannađi matvćlaeftirlit í Danmörku litarefni í cola-drykkjum.  Ţeir urđu ţá gráir.  Líktust steypu.  Salan hrundi.  Banniđ var snarlega afturkallađ.

  Ţegar frambjóđendur stjórnmálaflokka koma fram í sjónvarpi skiptir klćđnađur miklu máli.  Ímynd vegur ţyngra en málefni.  Ţetta hefur veriđ rannsakađ til áratuga í útlöndum međ einróma niđurstöđu.  Árangurríkasti klćđnađur karlkyns frambjóđanda í sjónvarpi er jakkaföt og hálsbindi.  Köflótt bómullarskyrta og prjónavesti eru vonlaust dćmi.  Heppilegasti litur á jakka er dökkblár/svartblár.  Sá litur kallar fram tilfinningu fyrir trúverđugleika,  ábyrgđ og góđri dómgreind.  Nánast allir karlkyns frambjóđendur í kosningasjónvarpi sjónvarpsstöđva í ár fóru eftir ţessu.

  Heppilegasti litur á skyrtu er hvítur ljósblár;  nánast hvítur međ bláum blć. Eđa alveg hvítur.  Flestir kunnu ţađ.  Fćrri kunnu ađ velja sér bindi.  Dagur B.  var ekki međ bindi.  Ekki heldur Ţorvaldur í Alţýđufylkingunni.  Bindisleysi Ţorvaldar og Dags virkar vel á kjósendur Alţýđufylkingarinnar.  En skilar engu umfram ţađ.  Í tilfelli Dags kostar ţađ Samfylkinguna 8. borgarfulltrúann.  Pottţétt.

  Flestir ađrir frambjóđendur klikkuđu á hálsbindinu.  Heppilegasti litur á hálsbindi er rauđur.  Rautt hálsbindi kallar fram tilfinningu fyrir ástríđu og árćđi.  Frambjóđandi Framsóknarflokksins var međ grćnt bindi.  Ţađ var ekki alrangt.  Litur Framsóknarflokksins er grćnn.  En svona "lókal" skilar ekki sćti í borgarstjórn.

  Í útlandinu kunna menn ţetta.            

matttrump 


Bullađ um rykmaura

  Ný rannsókn leiđir í ljós ađ svefnbćli simpansa eru snyrtilegri en rúm mannfólks.  Munar miklu ţar um.  Ţetta hefur vakiđ undrun og umtal.  Viđ hverju bjóst fólk?  Ađ simpansar vćru sóđar?  Ţađ eru fordómar.  Simpansar eru snyrtipinnar.  Ţess vegna međal annars skipta ţeir ört um svefnbćli.

  Í umrćđunni hérlendis hefur mörgum orđiđ tíđrćtt um ađ rúm fólks séu löđrandi í rykmaurum og rykmauraskít.  Ţetta er bull hvađ varđar íslensk rúm.  Einhverra hluta vegna er bulliđ lífseigara og útbreiddara en niđurstöđur rannsókna sem sýna annađ.  Ţćr sýna ađ rykmaurar ţrífast ekki á Íslandi.  Hita- og rakastig kemur í veg fyrir ţađ.

  Jú,  ţađ hafa fundist rykmaurar á Íslandi.  Örfáir.  Allir rígfullorđnir.  Engin ungviđi.  Ţađ undirstrikar ađ einu rykmaurarnir á Íslandi séu nýinnfluttir frá útlöndum.  Flćkingar sem slćđast međ ferđalöngum.  Verđa ekki langlífir og ná ekki ađ fjölga sér.

  Hitt er annađ mál ađ ástćđulaust er ađ amast viđ rykmaurum.  Ţetta eru tvćr vinalegar og ástríkar tegundir.  Önnur er undirlögđ kynlífsfíkn á háu stigi.  Báđar tegundir éta dauđar húđfrumur.  Gott ađ einhver geri ţađ.  

rykmaur    

 


Ekki skipta um röđ!

  Hver kannast ekki viđ ađ vera dálítiđ á hrađferđ,  skreppa í stórmarkađ,  kaupa eitthvađ smotterí og koma ađ langri biđröđ viđ alla afgreiđslukassa?  Ţá ţarf í skyndingu ađ vega og meta stöđuna.  Innkaupakerrur sumra í röđ eru sneisafullar af óţörfu drasli.  Í annarri en lengri röđ eru hinsvegar flestir međ fátt annađ en brýnustu nauđsynjar;  mjólk, brauđ og smávegir af nammi frá Nóa Síríus.  

  Ţarna ţarf ađ velja á milli.  Ţetta hefur veriđ rannsakađ á vísindalegan hátt af viđskiptafrćđideild Harvard háskóla.  Í rannsókninni voru einnig skođađar biđrađir á flugstöđvum og í pósthúsum.

   Niđurstađan er sú ađ fólk velur rétta biđröđ í fyrstu atrennu.  Sá sem fćr bakţanka og fćrir sig yfir í ađra röđ endar á ţví ađ vera afgreiddir seinna en sá sem er nćstur á eftir honum í röđinni sem hann yfirgefur.

-----------------------------

  Fróđleiksmoli:  Hvert sem bresku Bítlarnir fóru - eftir ađ ţeir slógu í gegn - mynduđust langar biđrađir eftir ađ sjá ţá og kaupa miđa.  Eftirspurn var miklu meiri en frambođ.  Fjöldi manns slasađist í biđröđunum vegna trođnings og ćsings í Bandaríkjunum.  Hámarkiđ var hljómleikaferđ til Ástralíu.  Biđrađir töldu kvartmilljón manns (250.000) og ţćr teygđu sig yfir 15 kílómetra. 


Bestu og verstu bílstjórarnir

  Breskt tryggingafélag,  1st Central,  hefur tekiđ saman lista yfir bestu og verstu bílstjórana,  reiknađ út eftir starfi ţeirra.  Niđurstađan kemur á óvart,  svo ekki sé meira sagt.  Og ţó.  Sem menntađur grafískur hönnuđur og skrautskriftarkennari hefđi ég ađ óreyndu getađ giskađ á ađ myndlistamenn og hverskonar skreytingafólk vćru öruggustu bílstjórarnir.  Sömuleiđis mátti gefa sér ađ kóksniffandi verđbréfaguttar vćru stórhćttulegir í umferđinni,  rétt eins og í vinnunni.   

Bestu bílstjórarnir

1.  Myndlistamenn/skreytingafólk

2.  Landbúnađarfólk

3.  Fólk í byggingariđnađi

4.  Vélvirkjar

5.  Vörubílstjórar

Verstu bílstjórarnir

1.  Verđbréfasalar/fjármálaráđgjafar

2.  Lćknar

3.  Lyfsalar

4.  Tannlćknar

5.  Lögfrćđingar 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband