Fćrsluflokkur: Vísindi og frćđi

Drekkur ţú of mikiđ vatn?

  Vatn er gott og hollt.  Einhver besti drykkur sem til er.  Viđ Íslendingar erum svo lánssamir ađ eiga nóg af góđu drykkjarvatni úr krana.  Fćstir jarđarbúa eru svo heppnir.  Ţeim mun einkennilegra er ađ Íslendingar skuli ţamba daglega litađ sykurleđjuvatn í sama mćli og Bandaríkjamenn.      

  Samkvćmt prófessor í Árhúsum í Danmörku (www.samvirke.dk) er of mikil vatnsdrykkja jafn varasöm og of lítil vatnsdrykkja.  Of mikil vatnsdrykkja getur sett svo mikiđ álag á nýrun ađ hún valdi vatnseitrun.  Ţig svimar, fćrđ krampa, verđur máttlaus og í versta tilfelli deyrđ.  Sjaldgćft en gerist ţó árlega.

  Ţumalputtareglan er sú ađ drekka ekki meira vatn en sem nemur 1/30 af líkamsţyngd.  60 kílóa manneskju hentar ađ drekka 2 lítra af vökva á dag.  90 kg manneskju hentar ađ drekka 3 lítra.  Viđ útreikninginn er brýnt ađ taka međ í reikninginn allan vökva.  Ekki ađeins vatn.  Líka vökvarík fyrirbćri á borđ viđ súpur, te, agúrkur, tómata og jarđarber.

  


Nauđsynlegt ađ vita

  Íslendingar sćkja í vaxandi mćli sólarstrendur út um allan heim.  Ađallega sunnar á hnettinum.  Vandamáliđ er ađ mannćtuhákarlar sćkja líka sumar af ţessum ströndum. Mörg góđ manneskjan hefur tapađ fćti eđa hendi í samskiptum viđ ţá.

  Hlálegt en satt;  ađ hákarlinn er lítiđ sem ekkert fyrir mannakjöt.  Hann sér allt óskýrt.  Ţegar hann kemur sínu sjódapra auga á manneskju ţá heldur hann ađ ţar sé selur.  Hann elskar selspik.  Eins og ég. 

  Hákarl er lélegur í feluleik.  Hann fattar ekki ađ ţegar hann syndir nćrri yfirborđi sjávar ţá stendur uggi upp úr.  Ţetta skiptir ekki máli gagnvart selum sem synda neđansjávar.  Manneskja sem kemur auga á hákarlsugga tekur hinsvegar eftir ógninni.  Verstu viđbrögđ eru ađ taka hrćđslukast og sprikla í átt ađ landi.  Ţađ vekur ađeins athygli hákarlsins og espar hann upp.  Hann heldur ađ ţar sé selur ađ reyna undankomu. Stekkur á bráđina og fćr sér bita.

  Í ţessum kringumstćđum hefur manneskjan tvo betri kosti en flótta.  Önnur er ađ grípa um sporđ ókindarinnar og hlaupa međ hana snaröfuga upp í strönd.  Hún kemur engum vörnum viđ.  Sveigjanleiki skrokksins er svo takmarkađur.

  Hin ađferđin er ađ ríghalda kvikindinu kjurru.  Hákarl drukknar umsvifalaust ef hann er ekki á stöđugri hreyfingu.


Hvenćr er sumarfrí SUMARfrí?

  Á eđa í Smáratorgi eru tveir ljómandi góđir matsölustađir.  Annar er asískur.  Ţar er hćgt ađ blanda saman allt ađ ţremur réttum.  Einhverra hluta vegna er ţađ 100 krónum dýrara en ađ blanda saman tveimur réttum.  Ódýrast er ađ kaupa ađeins einn rétt.  Engu ađ síđur er eins réttar skammturinn alveg jafn stór og ţriggja rétta máltíđin.  Verđiđ ćtti ţess vegna ađ vera hiđ sama.

  Hinn veitingastađurinn heitir Food Station.  Margir rugla honum saman viđ Matstöđina vestast í Kópavogi.  Nöfnin eru vissulega lík.  Annađ ţó ţjóđlegra.  Ţessa dagana er Food Station lokuđ.  Á auglýsingatrönu fyrirtćkisins stendur: "Lokađ vegna sumarleyfa frá 15. mars til 4. apríl". Í mínum huga er ekkert sumarlegt viđ mars.  Sumardagurinn fyrsti er ekki fyrr en 19. apríl.  Hann er meira ađ segja of snemma.  Myndi heita vordagurinn fyrsti ef ekki vćri nokkru áđur frjósemishátíđ vorsins,  kennd viđ frjósemisgyđjuna Easter (páskar).    

food station

   


Hvađa áhrif hefur tónlist?

  Nútímatćkni heilaskanna og allskonar grćja hafa stađfest ađ tónlist hefur gríđarmikil áhrif á okkur.  Ţađ var svo sem vitađ fyrir.  Bara ekki mćlt međ myndum af starfsemi heilans.

  Gamlar rannsóknir leiddu í ljós ađ sérútfćrđ músík spiluđ í stórmörkuđum getur aukiđ sölu um fjórđung.  Ţađ er rosalega mikiđ. 

  Hver og einn einstaklingur ţekkir ađ músík hefur áhrif.  Sum lög koma okkur í gott stuđ.  Önnur framkalla angurvćrđ.  Enn önnur framkalla minningar.  

  Ţegar hlustađ er á músík verđur virkni heilans mikil.  Ţar á međal heilastöđvar sem hafa ađ gera međ athyglisgáfu,  námsgetu,  minni og framtíđaráform.  

  Tónlist kemur umsvifalaust af stađ öflugri framleiđslu á vellíđunarbođefninu dópamín.  Ţađ og fleiri bođefni heilans eru á viđ öflug verkjalyf og kvíđastillandi.  Eru ađ auki örvandi gleđigjafar og efla varnarkerfi líkamans svo um munar.  Til viđbótar bćtist viđ framleiđsla á hormónum sem einnig efla varnarkerfi líkamans.  

  Sjúklingar sem hlusta á sína uppáhaldsmúsík áđur en ţeir gangast undir uppskurđ framleiđa hormóniđ cortisol.  Ţađ eyđir áhyggjum og streitu.  

  Ţegar hlustađ er á uppáhaldstónlist ţá verđa viđhorf gagnvart öđrum jákvćđari.  Fólk verđur félagslyndara.  Finnur jafnvel fyrir sterkri löngun til ađ bjóđa upp í dans.  

  Börn sem lćra á hljóđfćri stćkka ţann hluta heilans sem hefur ađ gera međ sköpunargáfu í víđtćkustu merkingu.  Sú er ástćđan fyrir ţví ađ flestir tónlistarmenn eru jafnframt áhugasamir um ađrar listgreinar.  Bítlarnir eru gott dćmi.  John Lennon var myndlistamađur og rithöfundur.  Paul McCartney var áhugateiknari og sendi frá sér teiknimyndabók.  George Harrison var međ leiklistadellu og gaf út kvikmyndir Monthy Pyton.  Ringo Starr var einnig međ leiklistadellu.  Hann lék í fleiri kvikmyndum en Bítlamyndum.  John Lennon sagđi ađ ef liđsmenn Bítlanna hefđu ekki náđ saman á réttu augnabliki og á réttum forsendum ţá hefđi ađeins Ringo náđ ađ spjara sig.  Hann vćri ţađ hćfileikaríkur leikari.

  Hćgur taktur tónlistar lćkkar blóđţrýsting.  Hún er einnig besta međal gegn mígreni og höfuđverk.  Meira en ţađ:  Hlustun á uppáhaldstónlist dregur mjög svo verulega úr flogaköstum veikra.  Músíkástríđa mín sem barns kvađ niđur flogaveikiköst (ţau voru af gerđ sem kallast drómasýki).  

          

     


Nauđsynlegt ađ vita um hćnur

  -  Ef allar hćnur heims eru taldar saman ţá eru ţćr yfir 25 milljarđar.

  -  Ef öllum hćnum heims er skipt jafnt á međal manna ţá gerir ţađ 3,5 á hvern.

  -  Gainesville í Georgíu í Bandaríkjum Norđur-Ameríku er alifuglahöfuđborg heims.  Ţar er bannađ međ lögum ađ nota hnífapör viđ át á djúpsteiktum kjúklingi.  Hann er og skal vera fingramatur.

  -  Hćna verpir ađ međaltali 255 eggjum á ári.

  -  Rannsókn leiddi í ljós ađ hćna getur léttilega ţekkt yfir 100 andlit.  

  -  Lagiđ "Fugladansinn" - einnig ţekkt sem "Hćnsnadansinn" - var samiđ af Swisslendingnum Weren Thomas um 1960.

  -  1980 náđi "Fugladansinn" vinsćldum í Hollandi.

  -  1981 var lagiđ einkennislag fyrir Októberfest í Oklahoma undir heitinu "Hćnsnadansinn".

 

 

 


Flugbílar ađ detta inn á markađ

  Lengst af hafa bílar ţróast hćgt og breyst lítiđ í áranna rás.  Ţađ er ađ segja grunngerđin er alltaf sú sama.  Ţessa dagana er hinsvegar sitthvađ ađ gerast.  Sjálfvirkni eykst hröđum skrefum.  Í gćr var viđtal í útvarpinu viđ ökumann vörubíls.  Hann varđ fyrir ţví ađ bíll svínađi gróflega á honum á Sćbraut.  Skynjarar vörubílsins tóku samstundis viđ sér: Bíllinn snarhemlađi á punktinum, flautađi og blikkađi ljósum.  Forđuđu ţar međ árekstri.

  Sífellt heyrast fréttir af sjálfkeyrandi bílum.  Ţeir eru ađ hellast yfir markađinn.  Nú hefur leigubílafyrirtćkiđ Uber tilkynnt um komu flugbíla.  Fyrirtćkiđ hefur ţróađ uppskriftina í samvinnu viđ geimferđastofnunina Nasa.  Ţađ setur flugbílana í umferđ 2020.  Pćldu í ţví.  Eftir ađeins 3 ár.  Viđ lifum á spennandi tímum.

   


Fésbókin er ólíkindatól - kemur skemmtilega á óvart

  Herskari hakkara er í fullri vinnu hjá Fésbók.  Hún gengur út á ađ ţróa bókina stöđugt lengra í ţá átt ađ notandinn verđi fíkill.  Verđi háđur henni.  Verđi eins og uppvakningur sem gerir sér ekki grein fyrir ósjálfráđri hegđun sinni.

  Ţetta er gert međ allskonar "fítusum", hljóđum, lit, leikjum og ýmsum fleiri möguleikum,  svo sem "lćk-takka" og tilfinningatáknum.  Međ ţessu er hrćrt í efnabođum heilans.  Ástćđa er til ađ vera á varđbergi.  Vera međvitađur um ţetta og verjast.  Til ađ mynda međ ţví ađ stýra ţví sjálfur hvađ löngum tíma er eytt í bókina á dag eđa á viku.  Láta hana ekki teyma sig á asnaeyrum fram og til baka allan sólarhringinn.  

  Ţess eru mörg dćmi ađ fólk vakni upp á nóttunni til ađ kíkja á Fésbók.  Einnig ađ ţađ fresti ţví ađ fara í háttinn.  Svo og ađ matast sé fyrir framan skjáinn.

  Fésbókin hefur skemmtilegar hliđar.  Margar.  Hún getur til ađ mynda komiđ glettilega á óvart.  Flestir hafa einhver hundruđ Fb-vina og upp í 5000 (hámark).  Notandinn fćr ekki ađ sjá innlegg ţeirra í réttri tímaröđ.  Ţess í stađ eru ţau skömmtuđ eftir kúnstarinnar reglum.  Ţćr ráđast međal annars af ţví hjá hverjum ţú hefur "lćkađ" oftast og skrifađ flestar athugasemdir hjá.  Bókin safnar stöđugt upplýsingum um ţig.  Greinir og kortleggur.  

  Póstarnir sem bókin sýnir manni fyrst falla hlutfallslega betur og betur ađ ţínum smekk.  Áhugamálum, viđhorfum til stjórnmála og allskonar.  Sýnilegasti Fb-vinahópurinn ţróast í fjölmennan já-hóp.

  Vegna ţess ađ manni eru ekki sýnd innlegg í réttri tímaröđ getur útkoman orđiđ skondin og ruglingsleg.  Oftast kíki ég á Fb á morgnana fyrir vinnu og aftur ađ kvöldi eftir vinnu.  Á morgnana blasa iđulega viđ kveđjur međ ósk um góđa nótt og ljúfar drauma.  Á kvöldin blasa viđ kveđjur ţar sem bođiđ er góđan og blessađan dag.  Síđasta mánudag birtist mér innlegg međ textanum:  "Jibbý!  ţađ er kominn föstudagur!"  

  Ég sá ađ ţessari hressilegu upphrópun var póstađ á föstudeginum.  Fb sá hinsvegar ekki ástćđu til ađ skila henni til mín fyrr en eftir helgi.  


mbl.is Fyrrverandi lykilstarfsmađur hjólar í Facebook
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Íslandsvinur í skjölunum

  Nöfn íslenskra auđmanna eru fyrirferđamikil í Paradísarskjölunum;  ţessum sem láku út frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda.  Ef ég ţekki íslenskan metnađ rétt er nćsta víst nöfn Íslendinga séu hlutfallslega flest miđađ viđ höfđatölu.  Sem eru góđar fréttir.  Ţjóđ sem er rík af auđmönnum er vel sett.  Verra samt ađ svo flókiđ sé ađ eiga peninga á Íslandi ađ nauđsyn ţyki ađ fela ţá í skattaskjóli.

  Ekki einungis íslenskir auđmenn nota skattaskjól heldur líka Íslandsvinir.  Ţekktastur er hugsjónamađurinn Bono í hljómsveitinni U2.

 


mbl.is Tugir Íslendinga í skjölunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Óstundvísir eru í góđum málum

  Ţađ er eins og sumt fólk kunni ekki á klukku.  Ţađ mćtir alltaf of seint.  Stundvísum til ama.  Ţeir sem bölva óstundvísi mest og ákafast telja hana vera vondan löst.

  Nú hefur ţetta veriđ rannsakađ.  Niđurstađan er sú ađ óstundvísir séu farsćlli í lífinu og lifi lengur.  Ţeir eru bjartsýnni og afslappađri.  Eiga auđveldara međ ađ hugsa út fyrir boxiđ og sjá hlutina í stćrra samhengi.  Eru ćvintýragjarnari og eiga fleiri áhugamál.  5 mínútur til eđa frá skipta engu máli.  Ţeir ţurfa ekki langtímaplan til ađ bóka flug, hótelgistingu, rútu eđa lest.  Taka bara nćsta flug.  Ef ţađ er uppbókađ ţá hlýtur ađ vera laust sćti í ţarnćsta flugi.  Ekki máliđ.  Engin ástćđa til ađ "gúgla" veitingahús á vćntanlegum áfangastađ.  Ţví síđur ađ bóka borđ.  Eđlilegra er ađ skima ađeins í kringum sig kominn á stađinn.  Láta ókunnugt veitingahús koma sér á óvart.  Skyndibiti í nćstu sölulúgu kemur líka til greina.  Ţannig hlutir skipta litlu máli.  Peningar líka.  

  Önnur rannsókn hefur leitt í ljós ađ sölumenn sem skora hćst í bjartsýnimćlingu selja 88% meira en svartsýnir.  Samanburđur á A fólki (ákaft, óţolinmótt) og B fólki (afslappađ, skapandi hugsun, óstundvísi) sýnir ólíkt tímaskyn.  A fólk upplifir mínútu sem 58 sek.  B fólkiđ upplifir hana sem 77 sek.  A fólk er mun líklegra til ađ fá kransćđa- og hjartasjúkdóma.


Hvernig er hann á litinn?

  Á síđustu dögum fyrir alţingiskosningar er gott og holt ađ hvíla sig einstaka sinnum á ţrefi um frambođslista, frambjóđendur, kosningaloforđ,  reynslu sögunnar og annađ sem máli skiptir. Besta hvíldin fćst međ ţví ađ ţrefa um eitthvađ sem skiptir ekki máli.  Til ađ mynda hvernig skórinn á myndinni er á litinn.

  Í útlöndum er rifist um ţađ.  Sumir segja hann vera ljósbleikan međ hvítri reim.  Heldur fleiri segja hann vera gráan međ blágrćnni (túrkís) reim. 

  Upphaf deilunnar má rekja til breskra mćđgna.  Ţćr voru ósammála um litina.  Leitađ var á náđir Fésbókar.  Sitt sýnist hverjum.

  Ţetta minnir á eldri deilu um lit á kjól.  Sumir sáu hann sem hvítan og gylltan.  Ađrir sem svartan og bláan.  Niđurstađan varđ sú ađ litaskynjunin fór eftir ţví hvort áhorfandinn er A fólk (morgunhanar) eđa B fólk (vakir frameftir).  Aldur spilar einnig inn í.

 

skór á lit


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband