Fćrsluflokkur: Pepsi-deildin
9.7.2009 | 00:22
Kvikmyndaumsögn
- Titill: Brüno
- Handrit/leikstjórn/ađalhlutverk: Sacha Baron Cohen
- Einkunn: ***1/2 (af 5)
Enski leikarinn Sacha Baron Cohen varđ fyrst ţekktur í hlutverki rapparans Ali G í samnefndum sjónvarpsţáttum. Bráđfyndnum sjónvarpsţáttum. Í ţeim tróđ Cohen einnig upp sem sjónvarpsstjarna frá Kazakstan, Borat, og samkynhneigđ tískulögga, Brüno, frá Austurríki.
Cohen gerđi kvikmynd um Ali G. Ekki alveg nógu góđa. Hann gerđi ađra kvikmynd um Borat. Sú var og er virkilega fyndin. Og nú er ţađ kvikmynd um Brüno. Hún gefur Borat-myndinni ekkert eftir.
Eins og í fyrri myndum er gert út á svipađa framsetningu og í myndum og sjónvarpsţáttum sem skilgreina má afbrigđi af "Falinni myndavél". Brüno er tilbúinn "karakter". Hann á samskiptum viđ fólk sem veit ekki ađ ţar er grínari á ferđ ađ rugla í ţeim.
Ég hef séđ mörg skemmtileg myndbönd međ Brüno á youtube.com. Ţau eru fćst í kvikmyndinni. Sum eru "out takes", ţađ er ađ segja urđu útundan viđ endanlega vinnslu á myndinni. Sum eru kannski úr Ali G sjónvarpsţáttunum.
Ţađ myndi skemma fyrir ţeim er eiga eftir ađ sjá myndina ađ segja frá fyndnu senunum sem ţar koma fyrir. Brandararnir byggja á ţví ađ koma á óvart. Vegna kynningarmyndbandsins sem fylgir ţessari bloggfćrslu er ţó óhćtt ađ nefna ţegar Brüno kemur fram í bandarískum sjónvarpsţćtti međ áhorfendum af afrískum uppruna. Ţar er komiđ inn á ađ Brüno hefur ćttleitt blökkubarn. Hann virđist leggja sig fram um ađ vera međ "pólitíska rétthugsun" en gengur fram af áhorfendum međ ţví ađ hafa ađra hugmynd um "pólitíska rétthugsun" en ţeir.
Brüno er ekkert heilagt. Hann reynir ađ stilla til friđar í Miđ-Austurlöndum en ţekkir ekki mun á "hummus" (kjúklingabaunamauk) og Hamash-samtökum Palestínumanna. Sjálfur er Cohen gyđingur en hlífir gyđingum ekki í gríninu.
Frćga fólkiđ er dregiđ sundur og saman í háđi. Líka tískubransinn, bandaríski herinn og svo framvegis.
Kvikmyndin Hangover hefur veriđ auglýst sem fyndnasta mynd sumarsins. Ég mćli međ henni sem góđri skemmtun. Kvikmyndin um Brüno er ennţá fyndnari. Kíkiđ á báđar myndirnar.
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
6.7.2009 | 00:39
Sérkennileg ţýđing hjá sjónvarpinu
Um helgina var bandarísk kvikmynd sýnd í sjónvarpinu. Myndin hét Blue Collar Comedy Tour eđa eitthvađ álíka. Í henni sást og heyrđist til hóps grínara, svokallađra uppistandara. Eins og slíkum er gjarnt í Bandaríkjum Norđur-Ameríku voru margir brandarar á kostnađ rauđhálsa (rednecks). Ţađ eru Hafnarfjarđarbrandarar Kanans.
Í íslenska skjátextanum voru rauđhálsarnir aldrei kallađir annađ en ruddar. Ég er hugsi yfir ţeirri ţýđingu. Hún er kannski ekki alveg út í hött ađ öllu leyti. Kannski ţarf mađur bara ađ venjast henni. Ég hef aldrei áđur séđ eđa heyrt orđiđ "redneck" ţýtt á ţennan hátt. Ef viđ ţýđum íslenska orđiđ ruddi yfir á ensku er "redneck" ekki nćrtćkasta orđiđ. Međal annars vegna ţess ađ uppvöđslusamir hópar unglingsdrengja sem sćkja í slagsmál viđ ađra unglingadrengjahópa eru iđulega kallađir "rude boys".
Rauđhálsar eru tiltekinn ţjóđfélagshópur í suđurríkjum Bandaríkjanna. Í stuttu máli vísar nafngiftin til ţess ađ um er ađ rćđa fátćka landbúnađarverkamenn og bćndur. Í smekkbuxum og berir ađ ofan bogra ţeir viđ störf sín. Hatturinn eđa derhúfan á höfđinu skýlir andlitinu en aftanverđur háls og herđar rođna ubdan sólinni.
Dćmigerđur rauđháls, ţađ er ađ segja týpan sem brandararnir fjalla um, er lítt menntađur, jafnvel ólćs og jafnan fáfróđur um ţađ sem gerist utan túnfótsins. Rauđhálsinn er vel sjálfbjarga reddari. Hann grípur til ţeirra verkfćra og ţess hráefnis sem hendi er nćst. Útisundlaug hans er kannski pallur á pallbíl eđa drullupollur; frisbí-diskurinn er hjólkoppur eđa klósettseta; kertastjakinn er bjórdós og svo framvegis.
Rauđhálsinn bruggar sitt viský (moonshine) sjálfur af mikilli list en ađkeyptur bjór er ađal drykkurinn. Tannréttingar eru pjatt sem ná ekki til rauđhálsa og skemmd tönn er bara rifin međ naglbít úr gómnum. Jesú, byssur og bílar á stórum dekkjum eru í hávegum ásamt Suđurríkjafánanum (The South will rise Again) og andúđ á hörundsdökku fólki.
Ég er ekki hrifinn af rasisma rauđhálsanna. En hef lúmskt gaman ađ ţeim ađ öđru leyti. Ţetta eru töffarar á sinn hátt og margir skemmtilegar týpur. Utan Bandaríkja Norđur-Ameríku er rauđhálsum oft ruglađ saman viđ hillbillý-liđiđ. Ţessir tveir ţjóđfélagshópar eiga margt sameiginlegt. En eru ekki alveg sama fyrirbćriđ. Báđir hóparnir eiga ţó uppruna í skoskum og írskum innflytjendum til Bandaríkjanna.
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (31)
3.7.2009 | 21:56
Fróđlegt og hjálplegt húđflúr
1972 ákvađ ég ađ fá mér húđflúr. Ţađ var ekki eftir neinu ađ bíđa. Ég brá viđ skjótt og skellti mér í Tattú & skart í dag og fékk mér húđflúr. Ég hef oft heyrt talađ um ađ ţađ sér rosalega sársaukafullt ţegar húđflúriđ er skrapađ ofan í húđina. Mér er lítiđ um sársauka gefiđ og hugleiddi ađ laumast til ađ bera á mig stađdeyfandi krem áđur en mćtti yrđi á svćđiđ. En gleymdi ţví. Var eitthvađ annars hugar. Sem betur fer. Svanur húđflúrari tjáđi mér ađ stađdeyfiefni eyđileggi ćskilegt viđnám húđarinnar ţegar veriđ er ađ húđflúra. Ţar fyrir utan var ađgerđin alls ekki sársaukafull. Ţvert á móti var hún notaleg. Ţetta var eins og nett og gott krafs eđa klór.
Ég er stađráđinn í ađ fá mér fleiri húđflúr. Ţađ er svo assgoti gott. Ađ ţessu sinni lét ég húđflúra yfir allan hćgri framhandlegginn landakort af Fćreyjum. Ţađ smellpassađi hćđ og lengd og mun auđvelda ferđalög mín um Fćreyjar í framtíđinni. Ţá ţarf ég ekki annađ en bretta upp ermi til ađ sjá hvar ég er staddur og hvert skal nćst halda.
Svo heppilega vildi til ađ Svanur húđflúrari bjó í Fćreyjum á áttunda áratugnum og var ţví á heimaslóđum ţegar hann skellti á mig landakortinu.
Nćsta húđflúr verđur á vinstri handlegg. Ţađ verđur mynd af rennilás. Hjálpiđ mér ađ finna einfalda grafíska mynd af rennilás.
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
3.7.2009 | 13:02
Verđsamanburđur á grillum
Á sólríkum degi sem ţessum er nćstum nauđsynlegt ađ laumast ađeins út fyrir bćinn. Í farteskinu er gaman ađ hafa kassa af ísköldum bjór og einnota grill. Á grilliđ getur veriđ gott ađ setja papriku og banana. Eđa Herragarđs grísalćrissneiđar. Eđa lax. Verđ á einnota grillum er mismunandi á milli verslana og frekar lítiđ um verđsamráđ. Ţetta hef ég veriđ ađ borga fyrir einnota grill síđustu daga:
Bónus 259 kr.
Rúmfatalagerinn 269 kr.
Byko 299 kr.
Hagkaup 329 kr.
Europrice 399 kr.
Krónan 399 kr.
Nóatún 499 kr. (en 599 kr. í Nóatúni viđ Nóatún)
Neinn 875 kr.
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
1.7.2009 | 14:39
Spennandi framhaldssaga
Fátt lesefni er skemmtilegra en smáauglýsingarnar í Fréttablađinu. Ţar er jafnvel hćgt ađ rekast á framhaldssögur sem taka fram skáldsögum Arnaldar Indriđasonar hvađ spennandi framvindu varđar. Ein slík hefur veriđ í gangi undanfarna mánuđi undir liđnum "Húsnćđi í bođi". Sagan hófst á ţví ađ nýuppgerđ stúdíóíbúđ međ ţvottavél, ţurrkara og interneti var auglýst til leigu á 59 ţúsund kall. Síđan hefur verđiđ trappast niđur hćgt og bítandi. Lengi var ţađ 54 ţúsund. Síđustu daga hefur íbúđin veriđ auglýst á 49 ţúsund. Fólk út um allt land og nokkrir Íslendingar búsettir erlendis fylgjast spenntir međ framhaldinu. Ég spái ţví ađ endirinn komi á óvart.
Pepsi-deildin | Breytt 16.9.2009 kl. 12:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2009 | 20:15
Furđulegt sumarfrí
Nú ţegar Íslendingar streyma í sumarfrí og umferđ ýmist ţyngist til eđa frá höfuđborgarsvćđinu rifjast upp bráđfyndin saga sem vinafólk mitt frá Víetnam sagđi mér á dögunum. Atburđurinn átti sér stađ fyrir einhverjum áratugum ţegar sumarfrí var sjaldgćfur lúxus í víetnamska ţorpinu sem kunningjarnir eru frá.
Gamall mađur (á víetnamskan mćlikvarđa. Um sextugt) tók sitt fyrsta alvöru sumarfrí. 2ja vikna frí. Hann undirbjó fríiđ vel og vandlega mánuđum saman. Ţetta var stórmál. Ţví fylgdi gífurlegur ćvintýraljómi. Ţetta var fyrir daga tölvupósts, faxtćkja og almenns símasambands. Samskipti viđ fólk utan ţorpsins fóru fram í gegnum gamaldags hćgfara bréfapósts (snail mail). Eldra fólk var flest háđ yngra fólki međ ađ lesa fyrir sig bréf og skrifa. Kallinn bókađi gistingu á hóteli í fjarlćgju ţorpi og dundađi sér dag eftir dag viđ ađ skipuleggja fríiđ ţar međ ađstođ yngra fólks sem kunni ađ lesa og skrifa. Kallinn hafđi komist yfir bćkling eđa rit um ţorpiđ. Ţađ auđveldađi skipulagiđ. Allir í ţorpinu fylgdust spenntir međ framvindunni viđ skipulag frísins. Síđustu vikur fyrir fríiđ rćddu ţorpsbúar varla um annađ en frí kallsins. Enda bar yfirleitt aldrei neitt til tíđinda í ţorpinu. En ţetta var alvöru ćvintýri.
Ţegar frí kallsins gekk í garđ fylgdu ćttingjar, vinir og vinnufélagar honum á rútustöđina. Ţađ var svo mikill ćvintýraljómi yfir fríinu ađ allir samglöddust kalli og vildu kveđja hann á rútuplaninu. Í Víetnam skiptir aldur miklu máli. Fólk nýtur vaxandi virđingar til samrćmis viđ hćkkandi aldur. Međ ţví ađ fylgja kallinum ađ rútunni vildu ţorpsbúar sýna öldrun mannsins tilhlýđanlega virđingu.
Rútan kom reglulega viđp í ţorpinu tvisvar í mánuđi. Hún var ćtíđ trođin af fólki frá öđrum ţorpum en fátítt var ađ fólk úr ţessu ţorpi tćki sér far međ henni. Fylgdarfólk kallsins fyllti rútuplaniđ. Ungur vinnufélagi kallsins naut ţess heiđurs ađ fá ađ bera ferđatöskur hans. Sá ungi átti í vandrćđum međ ađ trođa ferđatöskunum aftast í rútuna. Ţetta var ekki rúta eins og viđ ţekkjum ţar sem töskurými er undir rútunni heldur höfđu farţegar pinkla sína - og jafnvel húsdýr - međferđis inni í rútunni. Ungi vinnufélaginn tróđst međ töskur kallsins innan um farangur ferđafélaga í stappfullri rútunni. Ţá ók rútan skyndilega af stađ. Međ vinnufélagann innanborđs en kallinn úti á rútuplani umkringdan ćttingjunum og öđrum ţorpsbúum. Hópurinn á rútuplaninu horfđi á eftir rútunni bruna burt.
Vinnufélaginn kom engum skilabođum til bílstjórans. Rútan var svo stöppuđ af fólki og allir kallandi hver ofan í annan til ađ yfirgnćfa hávađann frá rútunni sjálfri. Vinnufélaginn endađi á ţeim stađ sem kallinn hafđi bókađ frí sitt. Vinnufélaginn var međ alla pappíra í lagi, kvittun fyrir gistingu, uppskrift ađ ţví hvernig fríinu yrđi best variđ og ţađ allt. Nćsta rúta til baka fór ekki fyrr en eftir hálfan mánuđ. Vinnufélaginn gat í raun fátt gert í stöđunni annađ en fara í fríiđ sem kallinn hafđi ćtlađ í. Hann var vel settur, međ nóg af hreinum fötum af kallinum, peningana hans og svo framvegis.
Kallinn og ungi vinnufélaginn voru ţeir einu sem kunnu almennilega á rafstöđina er ţeir unnu viđ. Kallinn gat ţví ekki gert annađ en mćta í vinnuna á hverjum degi á međan vinnufélaginn hafđi ţađ gott í fríinu. Eftir ađ ungi vinnufélaginn kom úr fríinu var stirt á milli ţeirra. Kallinn tók algjörlega fyrir ađ heyra ferđasögu ţess unga og tók aldrei annađ frí.
Mikil umferđ til Reykjavíkur | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Pepsi-deildin | Breytt 29.6.2009 kl. 00:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
25.6.2009 | 14:20
Spennandi myndband
Mér var sent ţetta skemmtilega myndband. Međ fylgdu upplýsingar um ađ ţađ sýni kofa í eigu forgöngumanns verđsamráđs olíufélaganna og konu hans, sem ţekktust er fyrir ađ hafa látiđ innrétta einkagullklósett undir sig í húsakynnum dómsmálaráđuneytisins. Nćsti nágranni turtildúfanna er mađur sem gegnir nafninu Tiger Woods og ţykir ekki síđur liđtćkur í golfi en 12 ára strákurinn á Selfossi.
22.6.2009 | 00:15
Sjálfsfróun og Sjálfstćđisflokkurinn
Á dögunum var sýnd í sjónvarpinu (RÚV) stuttmynd ţar sem minn góđi vinur, Bjarni heitinn Móhíkani (Bjarni Ţórir Ţórisson), las á áhrifamikinn hátt kvćđi eftir Halldór Laxness og fór međ ađalhlutverk. Bjarna kynntist ég ţegar hann var 14 - 15 ára og áriđ 2000 fór hann međ mér í eftirminnalega hljómleikaferđ til Grćnlands í kjölfar ţess ađ lag mitt Ţorraţrćllinn fór í 6. sćti grćnlenska vinsćldalistans. Lagiđ er í tónspilarunum hér til vinstri.
Bjarni sló í gegn í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík sem söngvari og bassaleikari pönksveitarinnar Sjálfsfróun. Međ okkur Bjarna til Grćnlands fór dauđapönksveitin Gyllinćđ (einnig í tónspilaranum) og ţar var enginn bassaleikari.
Í kjölfar ţess ađ horfa á stuttmyndina međ Bjarna í sjónvarpinu fór ég inn á youtube til ađ vita hvort ţar vćri eitthvađ međ Bjarna. Ţegar ég sló inn nafni frćgustu hljómsveitar hans, Sjálfsfróunar, birtist mér listi yfir 40 myndbönd. Ţar af 38 um Sjálfstćđisflokkinn.
Pepsi-deildin | Breytt 23.6.2009 kl. 12:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (44)
20.6.2009 | 01:21
Saga bresku pönkbyltingarinnar XI
Síđsumars 1977 var sala á pönkplötum orđin ţađ mikil ađ í umferđ voru settar ólöglegar (bútlegg) plötur međ Sex Pistols og The Clash í breskum plötubúđum. Ţćr mokseldust ţrátt fyrir ađ löglegir plötuútgefendur ţessara hljómsveita reyndu allt sem í valdi ţeirra stóđ til ađ stöđva eđa hindra ólöglegu plöturnar. Ţađ var ekki viđ neitt ráđiđ. Spurn eftir pönkplötum var slík. Jafnframt streymdu inn á markađ plötur frá nýjum pönksveitum.
Fyrsta breska pönklagiđ: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/743999
Nćst - II: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/744949
III: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/746033/
IV: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/747161
V: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/750862/
VI: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/753972/
VII: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/791397
VIII: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/820922
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 02:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
Ég er drjúgur yfir ađ hafa í síđustu fćrslu spáđ rétt til um 3 efstu sćtin á listanum yfir bestu íslensku plöturnar sem var opinberađur á rás 2 í dag. Jafnframt var ég sjóđheitur í spánni um plötuna í 4. sćti. Hún lenti í 6. sćti. Ţađ er innan skekkjumarka.
2001 stóđ Dr. Gunni fyrir samskonar leit ađ bestu íslensku plötunum. Ţann lista birti hann í bókinni Eru ekki allir í stuđi?. Ég lék sama leik 1983 og birti í Poppbókinni. Ţađ er gaman ađ bera ţessa misgömlu lista saman. Sumar plötur halda svipađri stöđu. Ađrar verđa heitari međ hverju ári á međan stađa nokkurra fer kólnandi.
Stađa platnanna í bók Dr. Gunna er í fremri sviganum og stađan í Poppbókinni er í seinni sviganum. Í Poppbókinni náđi listinn ađeins yfir 25 bestu plöturnar. Ţađ skýrir ađ nokkru hvers vegna sumar plötur neđar á listanum komust ekki á blađ ţar. Margar ađrar plötur á listanum í dag voru ekki komnar út fyrir 26 árum.
Til frekari glöggvunar eru ţćr plötur auđkenndar međ rauđum lit sem halda sinni stöđu eđa hćkka á listanum. Plötur sem falla um meira en 10 sćti eru auđkenndar međ bláum lit.
Á rás 2 kom fram ađ Morgunblađiđ hafi stađiđ fyrir leit ađ bestu íslensku plötunni fyrir nokkrum árum. Ţví miđur hef ég ţann lista ekki undir höndum.
- (1) (-) Ágćtis byrjun - Sigur Rós 1999
- (5) (4) Lifun Trúbrot 1971
- (3) (1) Á bleikum náttkjólum - Megas & Spilverk ţjóđanna 1977
- (12) (23) Hinn íslenzki Ţursaflokkur Ţursaflokkurinn 1978
- (4) (3) Sumar á Sýrlandi Stuđmenn 1975
- (2) (-) Debut Björk 1993
- (13) (-) Gling-Gló - Björk Guđmundsdóttir & Tríó Guđmundar Ingólfssonar 1990
- (7) (2) Ísbjarnarblús - Bubbi Morthens 1980
- (-) (-) Međ suđ í eyrum viđ spilum endalaust Sigur Rós 2008
- (11) (9) Sturla - Spilverk ţjóđanna 1977
- (-) (-) Me And Armini - Emilíana Torrini 2008
- (16) (-) Hana nú - Vilhjálmur Vilhjálmsson 1977
- (-) (-) Fisherman's Woman - Emilíana Torrini 2004
- (10) (-) Life's Too Good Sykurmolarnir 1988
- (8) (-) Međ allt á hreinu Stuđmenn og Grýlurnar 1982
- (30) (-) Einu sinni var Vísur úr Vísnabókinni - Björgvin Halldórsson og Gunnar Ţórđarson 1976
- (29) (-) Lög unga fólksins Hrekkjusvín 1977
- (9) (-) Kona - Bubbi Morthens 1985
- (-) (-) Mugimama is this monkeymusic Mugison 2004
- (-) (-) Takk - Sigur Rós 2005
- (7) (7) Geislavirkir Utangarđsmenn 1980
- (28) (-) Í gegnum tíđina - Mannakorn 1977
- (39) (-) Jet Black Joe - Jet Black Joe 1992
- (21) (-) Hljómar - Hljómar 1967
- (36) (-) Loftmynd - Megas 1987
- (-) (-) Mugiboogie Mugison 2007
- (-) (-) Bein leiđ - KK Band 2003
- (24) (-) Ţursabit - Ţursaflokkurinn 1979
- (17) (-) Megas - Megas 1972
- (23) (12) Breyttir tímar - Egó 1982
- (22) (-) Tívolí - Stuđmenn 1976
- (18) (13) Rokk í Reykjavík Ýmsir 1982
- (-) (-) Allt fyrir ástina - Páll Óskar 2007
- (25) (10) Mjötviđur mćr Ţeyr 1981
- (27) (-) Kafbátamúsík - Ensími 1998
- (20) (-) Post - Björk 1995
- (52) (-) Mannakorn Mannakorn 1975
- (-) (-) Hljóđlega af stađ Hjálmar 2004
- (14) (-) Lengi lifi - Ham 1996
- (41) (-) Í mynd - Egó 1982
- (-) (-) Hjálmar - Hjálmar 2005
- (-) (-) Spilverk ţjóđanna - Spilverk ţjóđanna 1975
- (-) (-) Systkinin syngja saman - Elly Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson 1969
- (15) (-) Homogenic - Björk 1997
- (38) (-) Millilending - Megas 1975
- (40) (18) Ekki enn - Purrkur Pillnikk 1981
- (-) (-) Halldór Laxness - Mínus 2003
- (66) (-) Trúbrot - Trúbrot 1969
- (34) (-) Todmobile - Todmobile 1990
- (-) (-) Sleepdrunk Seasons - Hjaltalín 2008
Athygli vekur ađ plöturnar í 30 efstu sćtunum á lista Dr. Gunna eru allar á ţessum lista nema tvćr. 11 af 23 efstu plötunum í Poppbókinni eru sömuleiđis á listanum ţrátt fyrir allan ţann fjölda platna sem bćst hafa í hópinn á ţessum rösklega aldarfjórđungi. Af 7 plötum sem falla mest voru ađeins 2 í Poppbókinni.
Elsta platan er frá 1967, Hljómar. Ţćr eru bara 3 plöturnar frá ţeim áratug. Ég einkenni tímabiliđ '67 - '79 međ grćnu ártali (15 útgefnar ´71 - ´79). 1980 urđu afgerandi kaflaskipti og uppstokkun í íslenskri músík. Tímabiliđ ´80 - ´99 er einkennt međ bleikum ártölum (20 plötur). Ţađ eru engar plötur frá árunum 2000 - 2002 á listanum. Yngri plötur eru einkenndar međ blásvörtum ártölum (12 plötur). Ađ óreyndu hefđi mátt ćtla ađ mun fleiri plötur vćru frá síđustu árum. Ţćr eru fólki í ferskara minni, jafnframt ţví sem yngra fólk ţekkir eđlilega síđur til eldri platna.
Ţegar ártöl eru skođuđ betur kemur í ljós ađ gjöfulustu tímabil sem skila plötum á ţennan lista eru annarsvegar ´75 - ´77 (11 plötur) og hinsvegar ´80 - ´82 (8 plötur).
Gaman vćri ađ heyra skođun ykkar á niđurstöđu listans og ţeim plötum sem eru á upp- eđa niđurleiđ. Sjálfur er ég alsáttur viđ plöturnar í efstu sćtum listans og nokkuđ sáttur viđ listann í heild. Ţar undanskil ég ađ mér ţykir leiđinlegt ađ sjá lćkkandi stöđu flestra ţeirra platna sem síga mest.
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (21)