Fćrsluflokkur: Ljóđ
2.12.2009 | 23:21
Myndir úr sviđaveislu

Á dögunum hélt Rannveig Höskuldsdóttir glćsilega sviđaveislu. 30 - 40 manns gćddu sér á sviđum, sviđasultu, rófum og rófustöppu. Dúett söngvara sem jafnframt spiluđu á gítar og bassa skemmti. Öllum var gert ađ mćta međ frumsamda vísu. Upplestur á ţeim vakti mikla kátínu. Enda flestar gamanvísur. Einnig fór fram ćsispennandi spurningakeppni. Allur áttu ađ mćta međ lítinn pakka. Pökkunum var síđan útdeilt á milli gestanna. Sitthvađ fleira var til gamans gert.
Yngvi Högnason tók međfylgjandi myndir. Nema ţessa af honum og Heiđu B. (skessu). Yngvi lagđi jafnframt til sviđin í veisluna. Honum, Rannveigu og öđrum í veislunni eru hér međ fćrđar bestu ţakkir fyrir frábćrt kvöld.
Hér er Rannveig međ blómvönd sem einhver hugulsamur hefur fćrt henni.
Edda Lára fótasnyrtir og herrann hennar. Rannveig stendur fyrir aftan. Hćgra megin viđ Eddu má ţekkja Guđrúnu Ţóru Hjaltadóttur.
Í pakkanum sem ég fékk var smekkur. Ţađ var virkilega viđ hćfi. Hann smellpassar handa afastelpunni minni, henni Ylfu Mjöll.
Tónlistarmennirnir sem sungu og spiluđu.
Grétar Mar fór á kostum allt kvöldiđ. Reitti af sér brandara, greip í gitarinn og söng međal annars "Sigga litla systir mín". Hann sagđist ţekkja ţessa Siggu. Hún búi í Keflavík.
Ljóđ | Breytt 10.12.2009 kl. 12:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (29)
1.12.2009 | 17:47
Ţórđur Bogason fimmtugur
Rokksöngvarinn Ţórđur Bogason er fimmtugur í dag. Eftir ađ hafa frá unglingsárum veriđ rótari hjá hljómsveitum Pétur Kristjánssonar (Pelican, Paradís, Póker, Start...) stofnađi Ţórđur ţungarokkshljómsveitina Ţrek. Ég man ekki ártaliđ. Sennilega um eđa upp úr 1980. Síđan hefur Ţórđur sungiđ međ fjölda hljómsveita. Ţar á međal Foringjunum, Rickshow, Warning, Hljómsveitinni F, Ţukli, DBD, Skyttunum, Rokkhljómsveit Íslands og Mazza. Eflaust er ég ađ gleyma einhverjum.
Lagiđ "Komdu í partý" međ Foringjunum fór hátt á vinsćldalista á níunda áratugnum. Einnig vakti jólaplatan "Pakkaţukl" athygli. Ţar söng Ţórđur nokkra hressa jólaslagara í ţungarokksstíl. Rokkhljómsveit Íslands átti eitt lag sem fékk ágćta útvarpsspilun. Ég man ekki hvađ ţađ heitir. En ţađ var eftir gítarleikara hljómsveitarinnar, Friđrik Karlsson, sem áđur var í Mezzoforte.
Núna er Ţórđur ađ vinna sólóplötu sem kemur út á nćsta ári. Myndin hér fyrir ofan er frá ţví ađ Ţórđur var ađ skemmta međ hljómsveitinni Kiss. Ţarna er hann á spjalli viđ Paul Stanley.
Ţórđur er vinsćll ökukennari: www.thordurbogason.com Hann rekur jafnframt hundarćktarfyrirtćkiđ Mjölni, www.mjolnir.123.is. Margir kannast viđ Ţórđ frá ţví hann seldi hljóđfćri í verslununum Ţreki og Hljóđfćraverslun Reykjavíkur.
Til hamingju međ afmćliđ, Ţórđur!
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
18.11.2009 | 21:02
Spennandi hljómleikar
Annađ kvöld, nánar tiltekiđ 19. nóvember - sama dag og jólabjórinn kemur á markađ hérlendis, sextán tegundir í ţađ minnsta - , verđur bođiđ upp á heldur betur spennandi hljómleika frá klukkan 23.00 til 02.00 ađ morgni 20. nóvember á rokkbarnum Bar 11. Hann er ađ finna í grennd viđ Laugarveg 13. Sennilega á Laugavegi 11.
Ţađ er hljómsveitin HFF sem heldur uppi fjörinu. Hún er skipuđ einvalaliđi úr hljómsveitum á borđ viđ Q4U, Frćbbblunum, Taugadeildinni, Tappa tíkarrassi og Das Kapital. Pönkađ rokk HFF ber ţess merki.
Allir eru afskaplega velkomnir á hljómleikana.
Ljóđ | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
9.11.2009 | 22:09
Rosalega skemmtileg bók
Ég var ađ lesa bókina Íslenskar gamansögur 3. Hún er nýkomin út. Ég hef ekki lesiđ fyrri tvö heftin. En ţessi #3 er virkilega skemmtileg og um margt fróđleg. Sögurnar eru sannar íslenskar gamansögur, flestar um nafngreinda einstaklinga. Fćstar eru sögurnar brandarar af ţví tagi sem enda međ "pöns-lćn" (endahnykk). Ţetta eru frekar spaugilegar sögur af áhugaverđu fólki.
Margar söguhetjurnar eru kynntar rćkilega í formála ađ sögunum um ţćr. Ţannig nćr lesandinn betur ađ skynja andrúmsloftiđ í atburđarrásinni og hugsunarhátt ţeirra sem fjallađ er um. Sumar sögurnar spanna tvćr heilsíđur og allt upp í 3 síđur. Inn á milli eru stuttir brandarar og gamanvísur. Fjölbreytni er ţess vegna međ ágćtum.
Svo skemmtilega vill til ađ einn kafli bókarinnar heitir Jens Guđ. Hann samanstendur af sögum af blogginu mínu. Mér ţótti gaman ađ lesa ţćr. Var búinn ađ gleyma sumum ţeirra. Einnig kannast ég viđ sögur af blogginu mínu sem "dúkka" upp í öđrum köflum án ţess ađ ţess sé getiđ sérstaklega. Og bara gaman ađ ţví líka.
Bókin Íslenskar gamansögur 3 er vel heppnuđ og kostar ađeins um 2000 kall. Hún á eftir ađ lađa fram bros og hlátur hjá mörgum um jólin. Ţetta verđur vinsćl jólagjöf.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
2.11.2009 | 21:32
Mćjónes-söfnuđurinn
Í DV í dag er stađfest flökkusaga um ađ fjölskyldufyrirtćkiđ Gunnars mayonnaise hafi breyst í einskonar sértrúarsöfnuđ. Ţar á bć hefur veriđ settur forstjóri, Kleopatra Kristbjörg, andlegur leiđtogi fjölskyldunnar. Ađ sögn starfsmanns kemur Kleopatra ekki nálćgt rekstrinum og hefur enda enga ţekkingu á til ţess. Sumir starfsmenn fyrirtćkisins hafa aldrei séđ hana.
Helen Gunnarsdóttir, einn eiganda fyrirtćkisins, fullyrđir ađ Kleopatra sé heiđarlegasta kona sem til er. Engin af rösklega 3,3 milljörđum kvenna heims kemst međ tćr ţar sem Kleopatra hefur hćla. Hún er hlý međ afbrigđum. Góđ umfram allar manneskjur. Gáfuđust allra kvenna á Íslandi. "Ofsalega vel gefin og mćlsk". Jafnframt er hún ţeim einstćđa hćfileika gćdd ađ fá "fólk til ađ sjá ljósiđ". Hallelúja!
Helena segir Kleopötru vera hćfileikaríkan rithöfund. "Bókin hennar, Hermikrákuheimur, er besta bók sem til er," ađ sögn Helenar. Hallelúja! Biblían, Góđi dátinn Sveijk og Sjálfstćtt fólk eru prump til samanburđar viđ Hermikrákuheim.
Helena vill ekki meina ađ klíka sé í kringum Kleopötru heldur styrktarađilar (hver er munurinn?).
Ég veit ekki hver Kleopatra er umfram ţađ ađ í gegnum tíđina hafa birst í dagblöđum heilsíđuauglýsingar ţar sem hún er hlađin lofi. Ţar er fullyrt ađ ALLIR vilji snerta hana og konur jafnt sem karlar bugti sig og beygi fyrir henni. Hún veki ALLSSTAĐAR ađdáun og fólk falli ađ fótum hennar. Jafnframt ađ hún sé mjög andleg og gćdd dulrćnum hćfileikum. "Ađ vera nálćgt henni er engu líkt." Hallelúja!
Í umrćddum auglýsingum eru sýnishorn af ritsnilld hennar og andlegri leiđsögn. Einnig í auglýsingum um bćkur hennar. Ţau sýnishorn styđja ekki fullyrđingar um hćfileika hennar. Ţeir hljóta ađ opinberast á öđrum vettvangi.
Ég fann ekki mynd af andlegum leiđtoga mćjónes-safnađarins. Ég lćt samnefnara hans/hennar duga.
Ljóđ | Breytt 4.11.2009 kl. 21:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (50)
18.10.2009 | 23:06
Hvađ er ţetta međ Skagfirđinga?
Skagfirđingar eru ekki margir. Bara örlítiđ brot af íslensku ţjóđinni. Samt eru fréttir fjölmiđlanna uppfullar af sigrum Skagfirđinga. 3 nýleg dćmi: Eyţór Árnason sendi á dögunum frá sér bókina Hundgá úr annarri sveit. Bókin var umsvifalaust verđlaunuđ međ Bókmenntaverđlaunum Tómasar Guđmundssonar.
Fyrir nokkrum dögum kusu júrivisjón ađdáendur í útlöndum lag eftir Óskar Pál Sveinsson besta júrivisjón-lag aldarinnar. Áđur var ţetta sama lag búiđ ađ sigra önnur lög í undankeppni júrivisjón hérlendis.
Ungir strákar í hljómsveitinni Bróđir Svartúlfs skruppu suđur til Reykjavíkur og tóku ţátt í Músíktilraunum. Ađrar hljómsveitir áttu ekki séns. Bróđir Svartúlfs rúllađi Músíktilraunum upp.
Á dögunum spreytti hópur vönustu sjósundskappa landsins sig í sundkeppni yfir Eyjafjörđ. Sigurjón Ţórđarson skrapp frá Króknum og tók ţátt án ţess ađ hafa áđur synt í sjó. Leikar fóru ţannig ađ Sigurjón var löngu kominn yfir fjörđinn og búinn ađ ţurrka sér og klćđa sig áđur en ţeir nćstu náđu landi.
Ţannig mćtti áfram telja í hiđ óendanlega.
Ljóđ | Breytt 19.10.2009 kl. 11:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (30)
16.10.2009 | 00:22
Hugljúf og notaleg saga fyrir svefninn
Tanaka-san Ono er gullfiskur. Hann fćddist og ólst upp viđ gott atlćti í tjörn í Japan. Vegna eftirnafnsins má leiđa getum ađ ţví ađ hann sé fjarskyldur ćttingi myndlistarkonunnar Yoko Ono. Einn úfinn Izuzu veđurdag kom vondi kallinn og veiddi Tanaka-san í háf og setti í plastpoka. Til allrar lukku var vatn í plastpokanum. Annars hefđi Tanaka-san veriđ í vondum málum.
Ţví nćst var flogiđ međ Tanaka-san til Íslands. Ekki í einkaţotu. Nei, venjulegri farţegaflugvél. Hún var full af japönskum ferđamönnum sem vildu skođa Gullfoss, Geysi, Ţingvelli og Bláa lóniđ. Allir höfđu myndavélar um hálsinn. Nema Tanaka-san.
Kominn til Íslands var Tanaka-san settur í gćludýrabúđ. Ţađan var hann seldur tveimur ungum brćđrum. Ţetta var mansal. Ţađ var verslađ međ Tanaka-san eins og hverja ađra vöru. Sjálfur fékk hann ekki krónu fyrir sinn snúđ.
Brćđurnir settu Tanaka-san í lítiđ fiskabúr ásamt 6 öđrum gullfiskum. Búriđ er ómerkilegt og fyrir neđan virđingu Tanaka-san. Ţađ er allskonar plastdrasl í búrinu: Plasttré og sitthvađ fleira sem erfitt er fyrir ókunnuga ađ átta sig á hvađ er.
Brćđurnir gefa fiskunum einhćft ţurrfóđur. Tanaka-san myndi ţiggja lifandi flugur til ađ jórtra á. Ţó ekki vćri nema einstaka sinnum. En svo góđ er tilveran ekki. Ţess í stađ sitja brćđurnir tímunum saman fyrir framan fiskabúriđ og glápa á fiskana. Ţađ ţykir Tanaka-san argasti dónaskapur. Hann lćtur ţó á engu bera. Reynir bara ađ hreyfa sig sem minnst undir ţeim kringumstćđum.
Einn daginn áttađi Tanaka-san sig á ađ honum leiddist tilbreytingarleysiđ. Hann fékk hugmynd. Hann stakk upp á ţví viđ hina fiskana ađ ţeir myndu keppa í fótbolta á hverri nóttu. Bćđi til ađ stunda reglulega hreyfingu og einnig til ađ hafa eitthvađ fyrir stafni.
Ţessu var vel tekiđ. Tveir fiskar mynda mark. Sá ţriđji er markvörđur. Tveir og tveir fiskar keppa síđan sín á milli. Yfirleitt er leikurinn nokkuđ jafn. Samt skiptir ţađ litlu máli. Ţetta er fyrst og fremst leikur. Ţađ finnst öllum. Nema einum fiski sem heitir Ţórhallur Pétur Hróbjarts- og Sigurlínarson. Hann er svo tapsár og óţroskađur ađ hann ćsir sig upp úr öllu valdi viđ minnsta mótlćti. Frekjan er slík ađ hann heimtađi eitt sinn ađ sjálfsmark sem hann skorađi vćri taliđ sér til tekna.
Tanaka-san er ákveđinn í ađ koma hinum fiskunum skemmtilega á óvart um áramótin. Ţá ćtlar hann ađ stinga upp á ađ ađra hverja nótt keppi ţeir í handbolta í stađ fótbolta.
------------------------------------------------
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (23)
5.10.2009 | 21:13
Ţetta ţurfiđ ţiđ ađ vita
Í dag fenguđ ţiđ skilabođ frá Moggablogginu um ađ fjarlćgja af bloggi ykkar höfundarréttarvariđ efni. Brot á höfundarrétti getur leitt til ţess ađ bloggsíđum ykkar verđi lokađ. Margir bloggarar hafa spurt mig út í ţetta. Ţó mér komi ţetta ekki beinlínis viđ er mér ljúft ađ útskýra hvađ ţetta ţýđir.
Lög í tónspilara ykkar mega einungis vera ţar međ leyfi höfunda/r lagsins, flytjanda og útgefanda. Ţetta ţýđir ađ flest útlend lög eru ekki gjaldgeng í tónspilaranum. Ţiđ getiđ svo sem spurt rétthafa Bítla-, Stóns- eđa Led Zeppelin-laga um ađ gefa ykkur leyfi til ađ hafa ţau í tónspilaranum. Mér er til efa ađ fyrirspurn ţess efnis verđi svarađ. En ef ţiđ fáiđ jákvćtt svar ţarf ađ gera STEF á Íslandi grein fyrir ţví.
Ţetta er auđveldara varđandi íslenska músík. Íslenskir höfundar, flytjendur og útgefendur taka erindinu sennilega vel. Tónspilarinn getur veriđ ágćt kynning á ţeirra lögum.
Ţess ber ţó ađ geta ađ ef um útlenda kráku (cover) er ađ rćđa ţarf samţykki útlenda höfundarins.
Höfundarréttur fyrnist á 70 árum frá dauđa höfundar. Gamla klassíkin getur ţví hljómađ í tónspilurunum: Beethoven, Mozart og ţeir allir.
Ţiđ getiđ áfram sett inn youtube-myndbönd. Ţau eru međ hlekk inn á youtube og ţar hefur veriđ gengiđ frá höfundarréttarmálum.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 21:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (27)
28.9.2009 | 00:33
Smásaga - byggđ á raunverulegum atburđi
Gösli hefur alltaf haft ţađ gott. Hann hefur stofnađ ýmis fyrirtćki sem fóru vel af stađ. Hann var međ góđar hugmyndir og góđar vörur. En óţolinmćđi í ađ verđa ríkur hefur valdiđ ţví ađ hann hefur áráttu til ađ grípa til ólöglegra flýtileiđa ađ markmiđinu. Honum sést ekki fyrir og dćmin hafa endađ ýmist međ málaferlum og/eđa kollsteypu (gjaldţroti). Um tíma varđ hann ađ flýja land á međan mál fyrndust og viđskiptavinum sem töldu sig svikna rynni reiđi.
Ljóđ | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2009 | 03:05
Áhrifamestu hljómsveitirnar
Yngvi Högnason (www.yngvii.blog.is) benti mér á skemmtilegan lista yfir 50 áhrifamestu pönkrokkhljómsveitir sögunnar. Listinn er augljóslega tekinn saman af Bandaríkjamönnum. Uppistađan af hljómsveitunum á listanum eru bandarískar og sumar lítt ţekktar utan Bandaríkjanna. Fátt veit ég um ađstandendur listans og netsíđuna The Pulp Lists.
Svona er listinn (innan sviga er merkt viđ ţćr hljómsveitir sem eru ekki bandarískar):
1 The Sonics
Ţetta er bítlahljómsveit frá sjöunda áratugnum. Fjarri ţví pönkhljómsveit nema Bítlarnir, Kinks, Rolling Stones, Who og Hljómar (Thor´s Hammer) hafi veriđ pönk. Rokk The Sonics var blúsađ og hrátt, féll undir stíl bílskúrsrokks (garage). Pönkiđ varđ til mörgum árum eftir ađ The Sonics hćtti. Pönkiđ var og er - ekki síđur en rokkmúsíkstíll - tiltekiđ lífsviđhorf og afstađa til músíkbransans eins og hann var um miđjan áttunda áratuginn.
The Sonics náđi ekki alvöru vinsćldum og er lítt ţekkt utan Bandaríkjanna. Hljómsveitin var endurreist fyrir 2 árum eđa svo. Hún hefur lagađ gamla bítlarokkiđ sitt ađ útjađri pönksins. Jafnframt hefur veriđ sett í gang vel skipulögđ herferđ sem gengur út á ađ telja fólki trú um ađ The Sonics hafi veriđ fyrsta pönkhljómsveit heims. Og nú er hún á The Pulp Lists skilgreind áhrifamesta pönkhljómsveit sögunnar. Ég get ekki kvittađ upp á ađ The Sonics hafi haft nokkur áhrif á pönkiđ. Síst af öllu á hún heima á lista yfir 50 áhrifamestu pönkhljómsveitirnar. Kannski getur hún veriđ í sćti 500. Ađ öđru leyti er listinn ekki alveg út í hött. Eđa hvađ finnst ţér?
2 Ramones
Ramones var eina hljómsveitin í bandarísku pönksenunni á miđjum áttunda áratugnum sem var eins og klćđskerasaumuđ ađ hćtti breska pönksins. Varđ fyrir bragđiđ mun vinsćlli í Evrópu en í Bandaríkjunum.
3 The Clash (ensk)
The Clash var fyrsta og eiginlega eina pönksveitin til ađ verđa súpergrúppa á heimsmćlikvarđa. Í dag er The Clash í hópi stćrstu rokkbanda heims á alţjóđavettvangi. Ég hef 5 sinnum fariđ til Bandaríkjanna og ţađ er skrítiđ ađ heyra lög The Clash spiluđ grimmt í hinum ýmsu útvarpsstöđvuđ sem spila ekki ađeins pönk heldur líka útvarpsstöđvar sem einskorđa sig viđ léttpopp, fönk, reggí, djass...
4 Dead Kennedys
Sprellararnir í Dead Kenndys voru nćstir á eftir Ramones til ađ verđa frćg bandarísk pönksveit á alţjóđavettvangi. Vinsćldir Dead Kennedys voru/eru meiri utan Bandaríkjanna en innan. Ţegar viđ Sćvar Sverrisson, söngvari Spilafífla, rákum pönkplötubúđina Stuđ í upphafi níunda áratugarins fór Sćvar í innkaupaferđ til New York. Í plötubúđ ţar spurđi Sćvar um plötur međ Dead Kennedys. Afgreiđslumađurinn kannađist ekki viđ hljómsveitina og hélt ađ Sćvar vćri ađ hćđast ađ Kennedy-fjölskyldunni. Steitti hnefa og spurđi hvađ Sćvar ćtti viđ međ "Dauđum Kennedyum". Sćvar ţurfti ađ útskýra máliđ međ tilvísun í hljómsveitina.
1987 keypti ég plötu međ Dead Kennedys í plötubúđ í Florida. Síđhćrđur afgreiđslumađurinn sagđi viđ mig međ ţunga: "Mér ber skylda til ađ vara ţig viđ ađ ţessi plata inniheldur klám og óţverra orđbragđ." Ég svarađi: "Ţađ er gaman. Ég ţekki ţessa plötu. Hún er ansi hressileg." Ég keypti fleiri plötur í ţessari plötubúđ. Afgreiđslumađurinn setti plötuna međ DK í brúnan poka áđur en hann setti hinar plöturnar í poka og sagđi: "Ţađ er betra ađ börn sjái ekki ţessa plötu."
5 Sex Pistols (ensk)
Flestir ađrir en Bandaríkjamenn myndu setja Sex Pistols í 1. sćti yfir áhrifamestu pönksveitir. Sex Pistols náđu aldrei almennilega inn á Bandaríkjamarkađ. Bandarískir harđlínupönkarar ţekkja ţó hljómsveitina og gera sér grein fyrir ađ Sex Pistols var stórt dćmi í pönkinu. En í ţeirra huga var The Clash ađal númeriđ í bresku pönkbyltingunni.
6 Minor Threat
7 The Misfits
8 Black Flag
9 Bad Religion
10 Crass (ensk)
11 Adolescent
12 Bad Brains
13 Descentend
14 The Exploited (skosk)
15 Agnostic Front
16 7 Seconds
17 Suicidal Tendencies
18 The Stoogies
19 NOFX
20 Pennywise
21 The Damned (ensk)
22 Operation Ivy
23 Subhumans (ensk)
24 D.R.I.
25 Fear
26 Angry Samoans
27 Social Distorion
28 Agent Orange
29 Reagan Youth
30 T.S.O.L.
31 Cirkle Jerk
32 Dag Nasty
33 D.O.A. (kanadísk)
34 The Germs
35 D.I.
36 Stiff Little Fingers (írsk)
37 Rancid
38 Lagwagon
39 Sick of It All
40 Propagandhi (kanadísk)
41 Husker Du
42 The Dead Milkmen
43 Down by Law
44 The Big D and the Kids Table
45 The Vandals
46 Screeching Weasel
47 Face to Face
48 S.O.D. (Storm Troopers of Death)
49 Total Chaos
50 No Use for a Name
Ljóđ | Breytt 23.9.2009 kl. 21:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (21)