Fćrsluflokkur: Ljóđ

Gleđileg jól!

Heims um ból

halda menn jól;

heiđingjar, kristnir og Tjallar.

Uppi á stól

stendur í kjól

stuttklipptur prestur og trallar.


Gátan leyst um ţađ hver samdi eitt frćgasta Bítlalagiđ

  Hátt á ţriđja hundrađ lög hafa komiđ út á plötu međ Bítlunum.  Ţađ eru góđ afköst.  Hljómsveitin starfađi á plötuútgáfumarkađi ađeins í 6 ár.  Uppistađan af lögunum voru skráđ á höfundana John Lennon og Paul McCartney. Framan af sömdu ţeir flest lög í sameiningu.  Ţegar á leiđ varđ algengara ađ ţeir semdu lögin sitt í hvoru lagi.

 Eftir upplausn Bítlanna 1969 var endi bundinn á samstarfiđ.  Paul lenti í hatrömmu stríđi viđ hina Bítlana vegna uppgjörs á fjármálum.  Allir Bítla hófu sólóferil.

  Í blađaviđtölum nćstu ár voru John og Paul iđulega spurđir ađ ţví hver hefđi samiđ hvađ í hinu og ţessu laginu.  Ţeir voru algjörlega sammála um allt ţar um ađ undanskildum tveimur lögum.  Merkilegt hvađ ţeir voru smmála í ljósi ţess ađ hljómsveitin gekk í gegnum tímabil ţar sem liđsmenn voru hálfir út úr heimi í dópţoku.  

  Lögin tvö sem ţá greindi á um eru "In My Life" og "Eleanor Rigby".  Hiđ fyrrnefnda hefur iđulega sigrađ í kosningu um besta dćgurlag allra tíma.  Ţess vegna skiptir ţetta miklu máli.  Og ţó.  Lennon og McCartney litu alltaf á sig á sjöunda áratugnum sem teymi.  Afrek annars var sjálfkrafa einnig afrek hins.

  Paul heldur ţví fram ađ hann hafi samiđ lagiđ "In My Life" en John textann.  Paul segist hafa samiđ lagiđ undir áhrifum frá lagi eftir Smokey Robinson.  John hélt ţví fram ađ hann hafi samiđ bćđi lag og texta međ smávćgilegum ábendingum frá Paul.  Sterk vísbending um höfund lagsins er ađ John er forsöngvari ţess.    

  Breskur stćrđfrćđiprófessor,  Jason Brown,  hefur rannsakađ máliđ í 10 ár.  Fleiri hafa lagt honum liđ viđ ađ greina og skrásetja höfundarsérkenni Johns og Pauls í 149 lögum.  Niđurstađan er ótvírćđ:  John samdi "In My Life" ađ uppistöđu til.  Bćđi lag og texta.  Reyndar var aldrei ágreiningur um ađ textinn vćri Lennons.  Ţar fyrir utan hefđi ţađ veriđ á skjön viđ önnur vinnubrögđ ađ texti og lag vćru ekki samin samtímis.  Ađ vísu var texti stundum endursaminn eftirá.  Stundum var texti eftir Paul umskrifađur lítillega af John.  Aldrei samt neitt umfram vinsamlegar ábendingar.  Ţó ađ John vćri miklu betra ljóđskáld ţá var Paul fínn textahöfundur líka.  John studdi hann alltaf sem textahöfund - og reyndar á öllum sviđum - og hvatti til dáđa.  Paul hafđi gott sjálfstraust vitandi ađ ef eitt besta ljóskáld rokksins,  John Lennon,  vćri sátt viđ texta hans ţá vćri textinn í góđu lagi.   

  Niđurstađa Jasons Browns er ekki óvćnt fyrir okkur Bítlanörda.  Ég ćtla ađ flestir sem hlusta mikiđ á Bítlana hafi skynjađ ađ um ekta Lennon-lag sé ađ rćđa.  1989 kom út í Bandaríkjunum afar vönduđ heimildarbók um Bítlalög,  "Beatlesongs".  Hún er almennt talin vera ein besta heimild um hver er hvađ og hvers er hvurs í hverju einstaka Bítlalagi.  Reyndar hafa komiđ upp dćmi sem sýna ađ hún er ekki algjörlega óskeikul.  Í bókinni er höfundarhlutur Johns og Pauls í laginu skilgreindur 65% / 35%.  Miđađ viđ ađ texti Lennons sé allt ađ 50% af dćminu ţá er hlutur hans í lagi vanmetinn.  Réttari hlutur ćtti ađ vera nćr 90/10%.  Nema ef Paul á meira í textanum en halda má.  Sem er ólíklegt.   Textinn er afar Lennon-legur. 

  Ţessu er öfugt fariđ međ "Eleanor Rigby".  Enga tíu ára rannsókn ţarf til ađ finna út ađ ţađ sé höfundarverk Pauls.  Í laginu er ekkert sem ber höfundareinkenni Johns - ef frá er talin textalínan "Ah,  look at all the lonely people."  Í dag er vitađ ađ sú lagína var samin af George Harrison.  Hans er ţó ekki getiđ í höfundarskráningu lagsins.  Sem er ósanngjarnt.  Ţessi laglína vegur ţungt í heildarmynd lagsins.  Texti línunnar er blús-legur ađ hćtti Johns.  Ţó má vera ađ George hafi ort hana líka.  Nema ađ hann hafi ađeins lagt til laglínubrotiđ og ţess vegna ekki veriđ skráđur međhöfundur Lennon-McCartney?

 

Lennon - McCartney 

      

 


Afleiđing lagastuldar

  Í annars bráđskemmtilegum og fróđlegum útvarpsţćtti á dögunum barst tal ađ laginu "Come Together".  Ţađ er opnulag síđustu hljóđversplötu Bítlanna,  "Abbey Road".  Flott lag ţar sem Bítlarnir fara á kostum í söng og hljóđfćraleik. 

  Í umrćđunni um lagiđ var nefnt ađ lagiđ vćri stoliđ úr lagi Chucks Berrys "You Can´t Catch Me".  Ţađ hafi hinsvegar ekki haft neinar afleiđingar.

  Hiđ rétta er ađ ţađ hafđi miklar afleiđingar.  John Lennon samdi lagiđ og textann.  Sem ákafur ađdáandi Chucks Berrys vildi hann heiđra hann međ tilvísun í bćđi áđurnefnt lag og texta ţess.  John var svo mikill ađdáandi ađ rétt áđur en ţeir áttu ađ hittast í fyrsta sinn ţá varđ hann svo stressađur og nervus ađ hann ćldi eins og múkki.

  Chuck var ađdáandi Bítlanna og einkum Johns.  Enda voru ţeir međ fjölda laga hans á hljómleikaskrá sinni.  Mörg ţeirra rötuđu inn á plötur ţeirra. 

  Chuck áttađi sig á heiđruninni í "Come Together" og var upp međ sér.  Plötuútgefandi Chucks sá aftur á móti í hendi sér ađ hćgt vćri ađ gera sér mat úr ţessu.  Hann kćrđi John fyrir lagastuld og dró hann fyrir dómstóla.  Sátt náđist í málinu.  Hún fólst í ţví ađ John myndi senda frá sér plötu međ ţremur lögum sem útgefandi Chucks átti útgáfurétt á.  Ţetta voru Chuck Berry lögin "You Can´t Catch Me" og "Sweet Little Sixteen" ásamt laginu "Ya Ya" eftir Lee Dorsey.   

  Til ađ uppfylla sáttina ákvađ John ađ senda frá sér plötu međ ţessum lögum í bland viđ önnur gömul rokk og ról uppáhaldslög.  Plötuna kallađi hann "Rock n Roll".  Ţetta var á ţví tímabili sem John kallađi "týndu helgina".  Eiginkona hans,  Yoko Ono",  hafđi hent honum út og hann var hálfur út úr heimi blindfullur samfellt í 18 mánuđi.    

  Allt gekk á afturfótunum.  Upptökustjórinn snarklikkađi Phil Spector (sem nú er í fangelsi vegna morđs) týndi upptökunum af sumum laga rokk-plötunnar og skaut úr byssu kúlu sem nánast strauk eyra Johns.  Hann var međ hellu fyrir eyranu ţađ sem eftir lifđi dags. Ţetta varđ til ţess ađ blindfullur Lennon ţjófstartađi sáttinni međ ţví ađ senda frá sér plötudrusluna "Walls and Bridges" međ laginu "Ya Ya".  Rokk-platan ţurfti ađ bíđa betri tíma. 

  Útgefandi Chucks skilgreindi ţetta sem rof á sáttinni.  Stefndi Lennoni aftur fyrir dómstóla.  Aftur náđist sátt.  Svo kom rokk-platan út.  Hún hefur vaxiđ í áranna rás.  Ţegar hún kom út gáfu gagnrýnendur henni 2 og hálfa stjörnu.  Nokkrum árum síđar voru ţađ 3 stjörnur.  Síđan 3 og hálf.  Í dag fćr platan 4 stjörnur á allmusic.com.

  Útgefandi Chucks gaf rokk-plötuna út undir nafninu "Roots".  Ţađ kallađi á enn ein málaferlin. 

  Til gamans:  Ýmsar heimildir herma ađ Paul McCartney syngi bakröddina í "Come Together".  Međal annars sú vandađa heimildabók "Beatlesongs".  Paul hefur ţó upplýst ađ John raddi međ sjálfum sér.  Paul hafi bođist til ađ radda en John svarađ Ţví til ađ hann grćji ţetta sjálfur.  Paul sárnađi ţetta en var of stoltur til ađ láta John vita af ţví.   


Ljúf plata

Titill:  Ţúsund ár

Flytjandi:  Guđmundur R

Einkunn: ****

  Guđmundur R. Gíslason varđ fyrst ţekktur sem söngvari hljómsveitarinnar Sú Ellen frá Norđfirđi.  "Ţúsund ár" er ný sólóplata međ honum.  Hún inniheldur tíu frumsamin lög 0g texta.  Lögin eru öll hin snotrustu og notalega söngrćn.  Textarnir eru alţýđlegir og ljóđrćnir.  Ţađ er ađ segja ortir á venjulegu alţýđumáli án rembings; án stuđla og höfuđstafa en iđulega međ endarím.  Yrkisefniđ er samskipti fólks og smá pólitík.  Í rokkađasta laginu,  "Best í heimi",  er deilt á íslensku spillinguna.  Fyrir minn smekk er ţađ skemmtilegasta lag plötunnar ásamt lokalaginu,  "1974".  Ţar segir frá snjóflóđinu sem féll á Neskaupstađ umrćtt ár.

  Guđmundur er góđur,  blćbbrigđaríkur og lipur söngvari međ breitt raddsviđ.  Sveiflar sér léttilega á milli söngstíla.  Bregđur jafnvel fyrir sig snyrtilegri falsettu til spari.  

  Allflest lögin eru á millihrađa.  Heildar yfirbragđ plötunnar er milt.  Áferđin er mjúk.  Allur flutningur er snyrtilegur, fágađur og ađ mestu án eiginlegra klisjusólókafla.  Ţađ er kostur.      

Ţúsund ár    

  


Orđuhafar

  Ég er alveg fylgjandi ţví ađ fólki sé umbunađ fyrir gott starf međ fálkaorđu.  Ţađ er hvetjandi fyrir viđkomandi.  Jafnframt öđrum hvatning til ađ taka orđuhafa sér til fyrirmyndar.  

  Núna samfagna ég nýjustu orđuhöfunum Andreu Jónsdóttur og Hilmari Erni Hilmarssyni.  Bćđi virkilega vel ađ orđu komin.  Andrea hefur til nćstum hálfrar aldar veriđ ötul viđ ađ kynna íslenska tónlist í útvarpi, á diskótekum og á prenti. 

  Hilmar Örn hefur sömuleiđis veriđ duglegur viđ ađ kynna og varđveita gömlu íslensku kvćđahefđina.  Međal annars međ ţví ađ blanda henni saman viđ nýrri tíma rapp.  Einnig hefur hann fariđ á kostum í eigin músíkstílum.  Fyrir ţá fékk hann evrópsku Felix-verđlaunin fyrir tónlistina í "Börn náttúrunnar".  Einn merkasti tónlistarmađur heims.

  Elsku Andrea og Hilmar Örn,  innilega til hamingju međ orđurnar.  Ţiđ eigiđ ţćr svo sannarlega skiliđ.  Ţó fyrr hefđi veriđ.  

andrea


mbl.is Fjórtán hlutu fálkaorđuna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stónsari međ móral yfir ađ hafa svindlađ

 

 

  Hljótt fór ađ fyrir síđustu áramót bođađi gítarleikari the Rolling Stones,  Keith Richards,  söngkonuna Marianne Fathful á sinn fund í París.  Ég veit ekki af hverju í París.  Kannski er annađhvort ţeirra búsett í Frakklandi.  Eđa kannski bćđi. 

  Á fundinum játađi Keith fyrir henni ađ hann vćri međ bullandi móral yfir ađ hafa hlunnfariđ hana um höfundarlaun fyrir lögin "Symphaty for the Devil",  "You Can´t Always Get What You Want" og "Sister Morphine".  Allt lög sem náđu miklum vinsćldum í flutningi the Rolling Stones og haún átti stóran hlut í ađ semja međ ţeim Keith og Mick Jagger.

  Á ţessum tíma sem lögin komu út á plötum var Marianne kćrasta söngvara the Rolling Stones,  Mikka Jaggers.  Hún var jafnframt hálf út úr heimi vegna gríđarlegrar eiturlyfjaneyslu.  Fjölskylda hennar var og er vellauđug.  Marianne hefur aldrei ţurft ađ pćla í peningum.  Réttskráđ lög hennar og plötur hafa selst í bílförmum og skilađ henni góđum tekjum.   

  Keith gerđi sér ţó lítiđ fyrir og endurgreiddi Marianne ţau höfundarlaun sem hún hafđi orđiđ af vegna ţess ađ vera ekki réttilega skráđ međhöfundur áđurnefndra laga.  Jafnframt lét hann leiđrétta höfundarskráningu á ţessum lögum.

  Marianne og Keith hafa alltaf talađ hlýlega um hvort annađ en ekki veriđ í miklu sambandi eftir ađ upp úr sambandi hennar og Jaggers slitnađi.  Klárlega hefur Keith fengiđ samţykki Jaggers fyrir ţví ađ leiđrétta höfundarlaun hennar.  Mick passar alltaf vel um sín fjármál.

keith

      


Músíktilraunir blómstra sem aldrei fyrr

  Músíktilraunir eru eitt besta fyrirbćri í íslenskri tónlist.  Ţćr eru útungunarvél frjósamrar tónlistarflóru nýliđa.  Ađ vísu hafa vinningshljómsveitir ekki alltaf veriđ upp á marga fiska.  Allt í lagi međ ţađ.  Ađrar hljómsveitir í Músíktilraunum hafa ţá veriđ ţeim mun áhugaverđari.

  Fyrstu Músíktilraunir voru 1982.  Ţá sigrađi hljómsveitin Dron.  Ţunnur ţrettándi.  Skemmti mér samt vel viđ ađ fylgjast međ keppninni..  Sem og nćstu ár.  Ég sótti öll kvöld Músíktilrauna árum saman.  Svo fćrđist aldurinn yfir.  Undanfarin ár hef ég látiđ nćgja ađ fylgjast međ úrslitakvöldi í útvarpi og sjónvarpi.  Mjög gaman.  Síđustu Músíktilraunir sem ég fylgdist međ frá upphafi til enda var 2002.  Ég fćrđi mig svo yfir til fćreyska systurfyrirbćrisins Sements. 

  Lengst af voru Músíktilraunir karllćgar.  Mjög karllćgar.  Af tugum hljómsveita sem öttu kappi var sjaldnast ađ finna fleiri en eina eđa tvćr stelpur.  Ađ vísu komu, sáu og sigruđu kvennasveitir 1983 (Dúkkulísur) og 1992 (dúndurflott Kolrassa krókríđandi).  2004 var röđin komin ađ hinni frábćru hljómsveit Mammút.  Helmingur liđsmanna var og er kvenkyns. Nú fór ađ fćrast fjör í leikinn:

  - Sigurvegari Músíktilrauna 2010 var hljómsveit Nönnu Bryndísar,  Of Monsters and Men. Framhald á sólódćmi hennar, Songbird.

  - Sigurvegari Músíktilrauna 2011 var tríóiđ Samaris,  skipađ tveimur stelpum og einum gutta.   

  - Sigurvegari Músíktilrauna 2013 var hljómsveitin Vök;  međ í fararbroddi hljómborđsleikarann, gítarleikarann og söngkonuna Margréti Rán.

  - Sigurvegari Músíktilrauna 2016 var Garđabćjar-pönkbandiđ Hórmónar. Meirihluti liđsmanna stelpur.

  - Sigurvegari Músíktilraun 2017 var vestfirski stelpnadúettinn Between Mountains.

  - Sigurvegari Músíktilrauna í ár er kvennasveitin Ateria.

  Mér segir svo hugur ađ námskeiđin "Stelpur rokka" eigi stóran ţátt í stórtćkri og árangursríkri ţátttöku kvenna í Músíktilraunum á síđustu árum.

 


Enn stendur slagur á milli Bítla og Stóns

 Á sjöunda áratugnum sló breska hljómsveitin Bítlarnir (The Beatles) í gegn á heimsmarkađi.  Rćkilega.  Svo rćkilega ađ hvert met var slegiđ af öđru.  Met sem mörg standa enn hálfri öld síđar.  Met sem aldrei verđa jöfnuđ.

  Dćmi:  Ef undan er skilin fyrsta smáskífa Bítlanna,  "Love me do",  fóru allar ađrar smáskífur ţeirra og stórar plötur í 1. sćti breska vinsćldalistans og síđar ţess bandaríska.

  Voriđ 1964 áttu Bítlarnir 5 söluhćstu lög á bandaríska vinsćldalistanum.  Í árslok reyndust 6 af hverjum 10 seldum plötum ţađ ár í Bandaríkjunum vera Bítlaplötur.

  Ţegar Bítlarnir héldu í hljómleikaferđ til Bandaríkjanna urđu uppţot fastur liđur.  Hljómleikasalurinn tók kannski 5000 eđa 7000 manns.  En allt upp í 50 ţúsund reyndu ađ kaupa miđa.  Ţeir sem ekki náđu miđum gengu berserksgang.  Grenjuđu eins og kornabörn,  brutu rúđur og unnu önnur eignaspjöll.  Allt upp ađ 240 manns á dag voru fluttir stórslasađir á slysavarđstofu. Í ţađ minnsta tífalt fleiri voru lemstrađir án ţess ađ leita á náđir sjúkrahúsa.

  Lögreglan réđi ekki viđ ástandiđ. Ţetta var neyđarástand. Lausn fólst í ţví ađ fćra hljómleika Bítlanna úr hljómleikahöllum yfir í íţróttaleikvangi. Ţeir rúma marga tugi ţúsunda gesti.  Jafnvel uppfyrir 50 ţúsund.  Allsstađar uppselt.

  Ţetta var nýtt:   Ađ hljómleikar vćru haldnir á íţróttaleikvangi.  Hljóđkerfi íţróttaleikvanganna var ömurlegt og ekki hannađ fyrir tónlist.  Skipti engu. Áheyrendur voru mćttir til ađ sjá Bítlana og öskra.  

  Hvar sem Bítlana bar niđur mćttu ţúsundir á flugvöllinn til ađ berja ţá augum.  Í Ástralíu spannađi hópurinn 15 kílómetra svćđi.  Kvartmilljón manns! 

  Ein hljómsveit komst međ tćr ţar sem Bítlarnir höfđu hćla.  Ţađ var the Rolling Stones.   Fjölmiđlar stilltu almenningi upp viđ vegg og spurđu:  "Hvort ertu Bítill eđa Stónsari?"  Í uppstillingunni voru Bítlarnir snotrir, snyrtilegir og settlegir sćtabrauđspopparar en Stónsarar ófríđir, ruddalegir og hćttulegir blús-rokkarar.

  Almenningur vissi ekki ađ um snjalla sviđssetningu var ađ rćđa.  Í raunveruleika voru ţađ Bítlarnir sem uppgötvuđu the Rolling Stones;  komu ţeim á plötusamning,  sömdu fyrir ţá fyrsta smellinn og kenndu ţeim ađ semja lög.  Togstreita á milli hljómsveitanna var tilbúningur.  Ţćr störfuđu náiđ saman.  Sendu aldrei frá sér lög eđa plötur á sama tíma.  Ţess var gćtt ađ ţćr felldu ekki lag eđa plötu hvorrar annarrar úr 1. sćti.

  Bítlahljómsveitin leystist upp 1969.  Stóns er hinsvegar enn í fullu fjöri.  Ein lífseigasta hljómsveit sögunnar. Í fyrra var hún söluhćsta hljómleikahljómsveit heims - eins og svo oft áđur.  Númer 2 var bítillinn Paul McCartney.  Samanburđurinn er ekki alveg sanngjarn.  Einn sólóbítill á móti rótgróinni hljómsveit.  Langt ţar á eftir var í 3ja sćti nýstirniđ drepleiđinlega Ed Sheeran.


Kántrý-skotnir vísnasöngvar

 Ljóđin í sálinni er fjórđa plata Góla - Guđmundar Óla Scheving.  Hún inniheldur 21 lag.  Spilunartíminn er klukkustund.  Ţađ er ţriđjungi lengri spilunartími en venja er.  Öll lögin eru frumsamin.  Á fyrri plötum hafa textar veriđ eftir Góla í bland viđ eftir helstu ljóđskáld síđustu aldar, svo sem Stein Steinarr, Örn Arnarson og fleiri, ásamt snjöllum hagyrđingum ţessarar aldar á borđ viđ hinn margverđlaunađa Guđmund djákna Brynjólfsson.  Ađ ţessu sinni eru öll kvćđin eftir Davíđ Stefánsson frá Fagraskógi.  Ţau eru bragđsterkir og fjölbreyttir konfektmolar.  Samúđ liggur međ vinnandi stéttum og málleysingjum.  Hćđst er ađ borgarastéttinni.

  Lögin klćđa ljóđin prýđisvel.  Gćđa ţau lífi.  Galsafengin ljóđ fá fjörleg lög;  tregafull ljóđ fá angurvćr lög og svo framvegis.  Öll eru ţau grípandi,  söngrćn og einföld; flćđa lipurlega.  Hćgt er ađ syngja međ ţeim strax viđ fyrstu hlustun.  Mörg eru seyđandi fögur.  Sterkust í ţeim stíl eru Fasteignasalinn, Léttúđin og Sporin ţín.  Mörg önnur gefa ţeim lítiđ eftir.  Ţeirra á međal Auđnin ţegir.

  Ljóđin bjóđa ekki upp á afgerandi viđlög.  Ţađ er snyrtilega leyst í útsetningum sem jafnframt gefa lögunum sérkenni.  Gott dćmi er skemmtilega einföld en áleitin gítarlína í glađlega kántrý-laginu Dönsku skónum.  Annađ dćmi er lagiđ Ţú.  Ţađ hefst á söng viđ mildar kassagítarstrokur (strömm), rís síđan upp viđ fullan hljómsveitarflutning međ rafgítar og bakraddasöng. Í kántrý-laginu Einn kemur, ţá annar fer er einskonar viđlagsbútur trallađur.

  Ofar er nefnt lagiđ magnađa Sporin ţín.  Framan af einkennir ţađ sérlega skemmtilegur trommuleikur. Er á líđur verđur orgelspil áberandi.  Útsetningin stađsetur lagiđ bćđi í flokkinn heimspopp (world music) og framsćkna jađarmúsík (alternative).  Ađrir músíkstílar á plötunni falla undir víđa skilgreiningu á ţjóđlagakenndum vísnasöng (folk music) ásamt kántrý-sveiflu.  Hljóđfćraleikur er sparlegur.  Víđa ađeins kassagítar.  

  Góli er ágćtur og blćbrigđaríkur söngvari.  Stundum syngur hann lágstemmt og blítt.  Stundum ţenur hann sig.  Allt eftir yrkisefni ljóđsins.  Auđheyranlega kann hann kvćđin utanađ og túlkar innihald ţeirra af innlifun og einlćgni.

  Ljóđin í sálinni er góđ og eiguleg plata.  Og skemmtileg.  Hljóđheimurinn (sánd) er tćr og hreinn.  Ţökk sé www.studionorn.is.                       

Ljóđin í sálinni       


Fréttablađiđ er ađ standa sig

  Ég var ađ hlusta á útvarp.  Ţar var nýr frambođslisti Sjálfstćđisflokksins í Reykjavík skilgreindur sem rauđsokkulisti.  Ég veit ekkert um réttmćti ţess.  Vel liđnum núverandi borgarfulltrúum er sparkađ út í hafsauga.  Ţakkađ góđ störf međ ţví ađ vera hent í rusliđ.

  Í stađ ţeirra er rađađ á frambođslistann konum sem fáir vita deili á.  Ţeirri sem stillt er upp í 2. sćti er sögđ vera frambjóđandi Jóns Ásgeirs/Baugs/365 miđla.  Dóttir eđa tengdadóttir ritstjóra Fréttablađsins.

  Kannski er ţađ sterkur leikur ađ bjóđa fram í 1. sćti frambjóđanda Morgunblađsins og í 2. sćti frambjóđanda Baugsmiđla.  Ţađ er skotheld uppskrift á góđri fjölmiđlaumfjöllun stćrstu fjölmiđla landsins.  Munar um minna.  

  Fréttablađiđ er komiđ á flug.  Nýveriđ hleypti ţađ af stokkum nýrri og ferskri netsíđu.  Hún mćtir sterk til leiks.  Birtir allt ađra áhugaverđa punkta en rata í prentútgáfu Fréttablađsins.  Ţar á međal HÉR

   

    


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband