Fćrsluflokkur: Fjármál
5.6.2020 | 00:00
Auglýsingar í íslenskum eđa erlendum miđlum?
Einhverjir hafa eflaust tekiđ eftir ţví ađ íslenska samfélagiđ höktir um ţessar mundir. Sjaldan hafa jafn mörg fyrirtćki átt í erfiđleikum. Atvinnuleysi er óásćttanlegt. Áfram mćtti telja. Ţess vegna velti ég fyrir mér eftirfarandi:
Helsta tekjulind stćrstu samfélagsmiđlanna er auglýsingasala. Svo ég taki Facebook sem dćmi ţá er tiltölulega ódýrt ađ auglýsa ţar. Einn auglýsingapakki kostar kannski 5000 kall. Útlagđur kostnađur miđilsins er enginn. Auglýsendur grćja ţetta allt sjálfir.
Ýmsir gallar eru viđ auglýsingar á Facebook. Ţađ er kúnst ađ nýta miđilinn ţannig ađ snertiverđ sé hagstćtt.
Ástćđa er til ađ gagnrýna samfélagsmiđlana sem auglýsingavettvang. Ţeir borga enga skatta eđa gjöld af auglýsingatekjum sínum. Ekki einu sinni virđisaukaskatt. Ţess vegna er einkennilegt ađ sjá Alţýđusamband Íslands, ASÍ, auglýsa í ţeim.
Ég hvet íslenska auglýsendur til ađ sniđganga samfélagsmiđlana. Auglýsa einungis í íslenskum fjölmiđlum. Ekki endilega til frambúđar. Ađeins og fyrst og fremst núna ţangađ til hjól atvinnulífsins ná ađ snúast lipurlega. Á svona tímum ţurfum viđ Íslendingar ađ snúa bökum saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til ađ yfirstíga yfirstandandi ţrengingar. Ferđast innanlands og til Fćreyja, Gefa erlendum póstverslunum frí um stund; beina viđskiptum til íslenskra fyrirtćkja og blasta íslenskri tónlist sem aldrei fyrr.
Fjármál | Breytt 6.6.2020 kl. 10:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
22.4.2020 | 06:04
Óţćgilega ţröngar skorđur
Mér áskotnađist "Cashout Ticket" frá Gullnámunni. Gullnáman er spilavíti rekiđ af góđmennsku af Happdrćtti Háskóla Íslands (HHÍ). Upphćđ miđans er kr. 25,-. Ţađ er metnađarlítil upphćđ. Ţess vegna datt mér í hug ađ hressa upp á upphćđina, Bćta nokkrum núllum viđ. Ég gerđi ţađ oft - međ góđum árangri - á dögum ávísana.
Ţá kom reiđarslag. Ég kíkti á bakhliđ miđans. Ţar stendur skýrum stöfum: Miđar eru ógildir ef ţeir eru falsađir eđa ţeim hefur veriđ veriđ breytt.
Hver er munur á breyttum miđa og fölsuđum?
Fjármál | Breytt s.d. kl. 09:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
8.2.2020 | 23:23
Illa fariđ međ góđan dreng
Ég rekst stundum á mann. Viđ erum málkunnugir. Köllum hann Palla. Hann býr í lítill blokk. Í sama stigagangi býr vinur hans. Köllum hann Kalla. Ţeir eru hálfsjötugir einstćđingar. Fyrir bragđiđ sćkja ţeir í félagsskap hvors annars. Fá sér stundum bjór saman; tefla, skreppa í bingó og svo framvegis.
Í hvert sinn sem ég rekst á Palla hefst samtaliđ á ţessum orđum: "Ég er alveg ađ gefast upp á Kalla." Í kjölfar kemur skýring á ţví. Í gćr var hún svona:
"Hann bauđ mér út ađ borđa. Ţegar viđ héldum af stađ bađ hann mig um ađ aka ađ Bćjarins bestu. Ţađ var allt í lagi. Mér ţykir pylsur góđar. Hann pantađi tvćr pylsur međ öllu og gos. Ég hélt ađ önnur vćri handa mér og hann myndi spyrja hvernig gos ég vildi. En, nei, pylsurnar voru handa honum. Ég pantađi pylsu og gos. Ţegar kom ađ ţví ađ borga sqagđi hann: "Heyrđu, ég gleymdi ađ taka veskiđ međ mér. Ţú grćjar ţetta." Ekki í fyrsta skipti sem hann leikur ţennan leik. Ţegar viđ vorum búnir međ pylsurnar sagđist hann verđa ađ fá eitthvađ sćtt á eftir. Viđ keyrđum ađ konditorí-bakaríi. Ég keypti handa okkur tertusneiđar og heitt súkkulađi. Hann kvartađi undan tertunni. Skóf utan af henni allt besta gumsiđ og borđađi ţađ. Skildi sjálfa tertukökuna eftir. Lét mig síđan kaupa ađra og öđruvísi tertusneiđ."
Fyrir mánuđi rakst ég á Palla. Ţá sagđi hann:
"Ég er alveg ađ gefast upp á Kalla. Um daginn stakk hann upp á ţví ađ viđ myndum halda upp á jólin međ stćl. Gefa hvor öđrum lúxus-jólagjafir. Samt eitthvađ gagnlegt sem viđ myndum hvort sem er kaupa sjálfir fyrr eđa síđar. Ég var tregur til. Enda auralítill. Honum tókst ađ tala mig til međ ţeim rökum ađ hann vćri búinn ađ kaupa góđa jólagjöf handa mér sem ég ćtti eftir ađ nota oft. Er ég samţykkti ţetta sagđist hann vera búinn ađ velja sér jólagjöf frá mér. Ţađ vćri tiltekinn snjallsími. Mér ţótti heldur mikiđ í lagt. Um leiđ fékk ég ţá flugu í hausinn ađ hann vćri búinn ađ kaupa samskonar síma handa mér. Ég hafđi stundum talađ um ađ fá mér snjallsíma. Flestir eru međ svoleiđis í dag. Á ađfangadag tók ég upp pakkann frá honum. Í honum voru tíu ţvottapokar úr Rúmfatalagernum sem kosta 99 kr. stykkiđ"
Fjármál | Breytt 9.2.2020 kl. 20:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
7.11.2019 | 00:02
Danir óttast áhrif Pútins í Fćreyjum
Danski forsćtisráđherrann, Mette Frederiksen, er nú í Fćreyjum. Erindiđ er ađ vara Fćreyinga viđ nánari kynnum af Pútin. Ástćđan er sú ađ danskir fjölmiđlar hafa sagt frá ţreifingum um fríverslunarsamning á milli Fćreyinga og Rússa. Rússar kaupa mikiđ af fćreyskum sjávarafurđum.
Ótti danskra stjórnmálamanna viđ fríverslunarsamninginn snýr ađ ţví ađ ţar međ verđi Pútin komninn inn í danska sambandsríkiđ. Hann sé lúmskur, slćgur og kćnn. Hćtta sé á ađ Fćreyingar verđi háđir vaxandi útflutningi til Rússlands. Rússar gćtu misnotađ ţá stöđu. Heppilegra vćri ađ dönsku sambandsríkin ţjappi sér betur saman og hafi nánara samráđ um svona viđkvćm mál.
Ţetta er snúiđ ţar sem Danir eru í Evrópusambandinu en Fćreyingar og Grćnlendingar ekki.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
5.9.2019 | 01:12
Kvikmyndaumsögn
- Titill: Hérađiđ
- Helstu leikarar: Sigurđur Sigurjónsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir...
- Handrit og leikstjórn: Grímur Hákonarson
- Einkunn: **** (af 5)
Ţessi áhugaverđa kvikmynd átti upphaflega ađ vera heimildamynd um Kaupfélag Skagfirđinga. Vegna hrćđslu Skagfirđinga viđ ađ tjá sig um hiđ alltumlykjandi skagfirska efnahagssvćđi reyndist ógjörningur ađ fá viđmćlendur til ađ tjá sig fyrir framan myndavél. Ţar fyrir utan eru margir Kaupfélagssinnar af hugsjón. Telja ađ ofríki Kaupfélagsins veiti mörgum vinnu og standi gegn ţví ađ peningar samfélagsins fari suđur. Kaupfélag Skagfirđinga stendur svo sterkt ađ lágvöruverslanir á borđ viđ Bónus, Krónuna og Nettó eiga ekki möguleika á ađ keppa viđ KS í Skagafirđi Skagfirđingar vilja fremur versla í dýrustu búđ landsins, Skagfirđingabúđ Kaupfélagsins, en ađ peningur fyrir greiddar vörur fari úr hérađinu.
Ég er fćddur og uppalinn Skagfirđingur. Ég votta ađ margar senur myndarinnar eiga sér fyrirmynd í raunveruleikanum. Jafnvel flestar. Sumar samt í hliđstćđu. Í myndinni er stofnađ mjólkursamlag til höfuđs Kaupfélaginu. Í raunveruleika stofnađ pabbi minn og fleiri bćndur sláturhús til höfuđs KS.
Kvikmyndin fer rólega af stađ. Eftir fćđingu kálfs og dauđsfall vörubílstjóra gerist myndin dramaatísk. Hún er spennandi, áhrifarík og vekur til umhugsunar. Flott í flesta stađi.
Arndís Hrönn er sannfćrandi í hlutverki reiđu ekkjunnar. Ég man ekki eftir ađ hafa séđ ţessa leikkonu áđur. Ađrir leikarar standa sig einnig međ prýđi. Ekki síst Sigurđur Sigurjónsson. Hann túlkar Ţórólf, nei ég meina Eyjólf kaupfélagsstjóra, af snilld.
Gaman er ađ sjá hvađ fjós eru orđin vélvćdd og sjálfvirk.
Ég mćli međ ţví ađ fólk skreppi í bíó og kynnist skagfirska efnahagssvćđinu.
Fjármál | Breytt 6.9.2019 kl. 11:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
22.8.2019 | 05:52
Spornađ gegn matarsóun
Matarsóun er gríđarmikil á Íslandi - eins og víđa um heim allan. Algengt er ađ fólk kaupi of mikiđ matarkyns fyrir heimiliđ. Maturinn rennur út á tíma og skemmist. Sama vandamál hrjáir matvöruverslanir. Svo eru ţađ veitingastađirnir. Einkum ţeir sem bjóđa upp á hlađborđ. Margir hrúga óhóflega á diskinn sinn og leifa helmingnum.
Í Hong Kong er veitingastađur sem býđur upp á hlađborđ. Gestir eru hvattir til ađ taka lítiđ á diskinn sinn; fara ţess í stađ fleiri ferđir ađ hlađborđinu. 1000 kr. aukagjald er sett á reikning ţeirra sem klára ekki af disknum sínum. Ţetta mćttu íslensk veitingahús taka upp.
Fjármál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
10.6.2019 | 00:55
Ódýrasta bensíniđ?
Hvert olíufyrirtćkiđ á eftir öđru auglýsir grimmt ţessa dagana. Ţar fullyrđa ţau hvert og eitt ađ ţau bjóđi upp á lćgsta verđ. Hvernig er ţađ hćgt? Lćgsta verđ ţýđir ađ allir ađrir eru dýrari. Ef öll olíufélögin bjóđa sama verđ ţá er ekkert ţeirra ódýrast.
Er einhver ađ blekkja? Ekki nóg međ ţađ heldur er Jón Ásgeir kominn í stjórn Skeljungs. Í kjölfar var fćreyski forstjórinn settur af. Fleiri fuku í leiđinni. Viđ lifum á spennandi tímum, sagđi Ţorgerđur Katrín ţegar bankarnir voru keyrđir í ţrot (og kúlulán upp á heila og hálfa milljarđa voru afskrifuđ á fćribandi).
Fjármál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
1.5.2019 | 01:20
Skemmtilegt verđlag í Munchen
Ég er enn međ hugann viđ Munchen í Ţýskalandi eftir ađ hafa dvaliđ ţar um páskana. Ísland er dýrasta borg í heimi. Munchen hefur til margra ára dansađ í kringum 100. sćti. Verđlag ţar er nálćgt ţriđjungi lćgra en í Reykjavík ađ međaltali. Auđveldlega má finna dćmi ţar sem munurinn er meiri.
Ég fer aldrei inn í verslanir í útlöndum. Nema stórmarkađi. Já, og plötubúđir. Helstu útgjöld snúa ađ mat og drykk. Í stórmarkađskeđju sem heitir Rewe fann ég Beck´s bjór á 94 kr. (0,69 evrur). Hálfur lítri. 4,9%.
Á Íslandi er Beck´s örlítiđ dýrari, 389 kall í ÁTVR. Taka má tillit til ţess ađ hérna er hann 5%. Ţađ telur.
1,5 lítra vatnsflaska kostar 41 kr. (0,30 evrur).
Glćsilegt morgunverđarhlađborđ kostar 667 kr (4,9 evrur).
Á gistiheimilinu sem hýsti mig kostar hálfur lítri af bjór úr krana á 340 kr. (2,5 evrur) fram á kvöld. Síđar um kvöldiđ hćkkar verđiđ í 476 kr. (3,5 evrur).
Ég hef engan áhuga á fínum veitingastöđum. Nenni ekki ađ sitja og bíđa eftir ađ matur sé eldađur. Kýs frekar mat sem ţegar er eldađur. Ég gerđi ţó undantekningu er ég sá ađ á asískum veitingastađ var bođiđ upp á stökka önd (crispy) međ grćnmeti og núđlum. Sá veislumatur kostar 803 kr. (5,9 evrur). Enginn málsverđur kostađi mig 1000 kall. Sá dýrasti var á 952 kr. Ţađ var lambakjöt í karrý.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
18.2.2019 | 21:47
Pallbíll til sölu
Nánast splunkunýr pallbíll - svo gott sem beint úr kassanum - er til sölu á tíu milljónir króna. Samkvćmt ökumćli hefur hann veriđ keyrđur miklu minna en ekki neitt; mínus 150 ţúsund kílómetra. Góđ framtíđareign; fasteign á hjólum. Slegist verđur um hann á bílasöluplani Procar. Fyrstur kemur, fyrstur fćr. Ryđblettirnir eru meira til skrauts en til vandrćđa.
Fjármál | Breytt 19.2.2019 kl. 19:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
28.1.2019 | 01:21
Ódýr matur
Matarverđ í Toronto í Kanada er töluvert lćgra en á Íslandi. Eins og flest annađ. Ţar ađ auki er skammturinn vel útilátinn. Í stađ ţess ađ leifa helmingnum komst ég upp á lag međ ađ kaupa matinn "take away". Ţannig dugđi hann í tvćr máltíđir. Matarsóun er til skammar. Á veitingastađ sem heitir Caribbean Taste er - á milli klukkan 11.00 - 15.00 - seldur kjúklingur (BBQ eđa karrý) á 610 ísl. kr. Hann er borinn fram međ góđri hrúgu af fersku salati og hrísgrjónum međ nýrabaunum.
Á Caribbean Taste er maturinn afgreiddur í pappabakka međ loki. Ég gat ţví snćtt inni á stađnum og tekiđ afganginn međ mér. Ţađ var ljúft ađ flýta sér hćgt á stađnum. Notaleg ópoppuđ reggí-músík hljómađi á góđum styrk. Á vegg blasti viđ stór mynd af Bob Marley.
Grillađur lax er á 728 kr. Eftir klukkan 15.00 hćkkar verđiđ um 40% eđa meir. Kjúklingurinn er ţá kominn í 855 kr. og laxinn í 1080 kall.
Á nálćgum morgunverđarstađ fékk ég rétt sem heitir "Simple 2 eggs". Spćld egg, beikon, ristađar brauđsneiđar (önnur međ hnetusmjöri, hin međ jarđaberjamauki) og stór plastskál međ blönduđum ávaxtabitum. M.a. ananas, jarđaberjum, appelsínum og bláberjum. Ávextirnir voru heil máltíđ út af fyrir sig. Rétturinn kostađi 837 kr.
Dýrasta máltíđin sem ég keypti var á Eggspectation. 1360 kr. Hún samanstóđ af tveimur lummum (amerískum pönnukökum). Ofan á ţeim var sitthvor stóra og ţykka pönnusteikta skinkusneiđin. Ţar ofan á voru spćld egg. Yfir var heit hollandaise sósa. Međlćti voru djúpsteiktar ţunnt skornar kartöflusneiđar, stór melónusneiđ og tvćr ţykkt ţverskornar appelsínusneiđar (önnur blóđappelsína).
Nćst dýrasta máltíđin sem ég keypti kostađi 1256 kr. Hún var á Maja Indian Cuisine, indverskum veitingastađ. Ţar fćr viđskiptavinurinn ađ velja sér 3 rétti af mörgum úr tveimur hitaborđum. Međlćti er ferskt salat, hrísgrjón og hlussustórt bragđgott nanbrauđ. Ég valdi lamb í karrý, kjúkling í karrý og framandi rétt sem leit girnilega út en var eiginlega eins og ágćt hnausţykk súpa. Indverski pakkinn dugđi mér í 3 máltíđir.
Ég fann matvöruverslun sem selur heitan mat úr hitaborđi. Hćgt er ađ velja úr ţremur-fjórum réttum sem "rútinerast" dag frá degi. Stundum lax. Stundum kjúklingabitar. Borgađ er fyrir réttinn en ekki er rukkađ fyrir međlćti á borđ viđ grćnmeti og steikta kartöflubáta. Verđiđ er 800 - 900 kr.
Algengt verđ á hálfslítra bjórdós er 184 kr.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 20:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)