Sumardagsgrín

kona-1

  Eftirfarandi texta fékk ég sendan.  Mér er ljúft og skylt að deila honum með ykkur um leið og ég sendi öllum hlýjar sumarkveðjur.  Jafnframt vek ég athygli á því að klukkan 15.00 í dag verður afhjúpaður og vígður í Öskjuhlíð minnisvarði um Sveinbjörn Beinteinsson,  fyrsta allsherjargoða Ásatrúarfélagsins og kvæðamann. 

Hvernig þekkir þú fínar dömur og alvöru konur í sundur?

Fínar dömur
: Ef þú hefur ofsaltað matinn sem þú ert að elda, þá skaltu setja kartöflu í pottinn. Hún dregur saltið í sig.
Alvöru konur: Ef þú ofsaltaðir matinn er það assgoti pirrandi.


Fínar dömur
: Það er auðvelt að lækna höfuðverk með því að skera límónu í sundur og nudda henni á ennið.
Alvöru konur: Taktu límónu og blandaðu henni við tekíla og salt og drekktu. Höfuðverkurinn hverfur ekki, en þér verður alveg sama.


Fínar dömur
: Ef þú setur sykurpúða í botninn á vöffluformi, þá lekur ísinn ekki í gegnum það.
Alvöru konur: Sjúgðu bara ísinn úr vöffluforminu. Þú liggur hvort eð er örugglega með fæturna upp í loft í sófanum og borðar hann.


Fínar dömur
: Þú getur komið í veg fyrir að kartöflur spíri með því að setja epli í pokann með þeim.
Alvöru konur: Kauptu karföflumúspakka, hann geymist í heilt ár í eldhússkápnum.


Fínar dömur
: Kökur fá jafna, slétta áferð ef þú penslar þær með eggjahvítu áður en þær fara í ofninn.
Alvöru konur: Betty Crocker segir ekkert til um penslun á kökunni. Slepptu þessu bara
.

Fínar dömur
: Ef þú átt erfitt með að opna sultukrukku er gott að setja á sig gúmmíhanska. Þannig færðu betra grip..
Alvöru konur: Biddu myndarlega, ríka og einhleypa nágrannann um að opna krukkuna!


Fínar dömur
: Ekki hella afgangs rauðvíni. Það má frysta í ísmolabakka og nota í sósur seinna.
Alvöru konur: Hvað er afgangs rauðvín?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hannes

Jens það eri bara til fínar konur og druslur á Íslandi nú til dags.

Hannes, 22.4.2010 kl. 15:36

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gleðilegt sumar JensGuð,segðu mér hvar fékkstu þessa mynd af mér?

Helga Kristjánsdóttir, 22.4.2010 kl. 15:36

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 gleðilegt sumar

Ásdís Sigurðardóttir, 22.4.2010 kl. 17:41

4 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  úps!  Fyrst og fremst fínar konur.  Ég held að þú þurfir að fara til útlanda til að finna druslur.

Jens Guð, 22.4.2010 kl. 18:13

5 Smámynd: Jens Guð

  Helga,  myndina fékk ég senda frá Svíþjóð.  Gleðilegt sumar!

Jens Guð, 22.4.2010 kl. 18:13

6 Smámynd: Jens Guð

  Ásdís,  gleðilegt sumar!

Jens Guð, 22.4.2010 kl. 18:14

7 Smámynd: Hannes

Jens farðu á næsta bar of sjáðu druslurnar þar. Ég sé engan mun á mellu og konu sem sefur hjá fyrir bjór.

Hannes, 22.4.2010 kl. 18:59

8 identicon

Veistu hvort þessi kynþokkafulla kona sé á lausu?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 22.4.2010 kl. 19:00

9 Smámynd: Jens Guð

  Grefill,  ég get ekki ímyndað mér það.

Jens Guð, 22.4.2010 kl. 21:37

10 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Skemtileg lesning.Gleðilegt sumar,með von um að það verði Sumar.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 22.4.2010 kl. 22:35

11 Smámynd: Jens Guð

  Sigurbjörg,  takk fyrir innlitið og gleðilegt sumar!

Jens Guð, 22.4.2010 kl. 22:55

12 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ég á ekki erindi á næsta bar.  En af minni reynslu af börum kannast ég ekki við að kona sofi hjá fyrir bjór. 

Jens Guð, 22.4.2010 kl. 23:19

13 Smámynd: Hannes

Jens. Ég sá fyrir löngu síðan eina draga 3 karla hvorn á fætur öðrum inná klósett.

Hannes, 22.4.2010 kl. 23:48

14 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  hún hefur verið að segja þeim leyndarmál.

Jens Guð, 22.4.2010 kl. 23:54

15 Smámynd: Hannes

Jens vertu ekki að ljúga að sjálfum þér gamli. Kannski ertu orðinn of gamall (getulaus) til að fatta hvað þau eru að gera.

Hannes, 23.4.2010 kl. 16:35

16 Smámynd: Jens Guð

  Hannes,  ef þú ert að meina að konan hafi dregið 3 menn í halarófu á eftir sér inn á klósett á skemmtistað til að stunda kynlíf með þeim,  hverjum á fætur öðrum,  þá er ég næstum viss um að þú ert að draga ranga ályktun.  Það myndi engin kona nenna að standa í svoleiðis á skemmtistað.

  Vissulega er algengt að karlar og konur bregði á leik á salernum skemmtistaða.  En þrefaldur skammtur með sitthverjum manninum í halarófu,  nei,  það er ekki að gerast.  Konan hefur verið að selja þeim dóp eða eitthvað svoleiðis.  Það er algengt á sumum skemmtistöðum.

Jens Guð, 23.4.2010 kl. 22:24

17 Smámynd: Hannes

Jens það fór ekki á milli mála að það var verið að hafa k***** þegar maður sjá hvernig hún talaði við karlanna.

Hannes, 24.4.2010 kl. 02:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.