Veitingaumsögn

 - Stađur:  Tacobarinn,  Hverfisgötu 20,  Reykjavík

 - Réttur:  Taco

 - Verđ:  1990 kr. fyrir ţrjá rétti

 - Einkunn:  *** (af 5)

  Ţegar ég gekk inn á Tacobarinn fékk ég fyrst á tilfinninguna ađ ég vćri staddur úti á Spáni.  Kannski af ţví ađ ég er nýkominn frá Alicante.  Viđ nánari athugun blasti viđ ađ ţetta er mexíkóskur stađur.  Klárlega sitthvađ líkt međ spćnskum og mexíkóskum veitingastöđum.  Til ađ mynda tónlistin sem hljómar úr hátölurum.

  Tacobarinn er rúmgóđur og bjartur.  Glerveggir og glerţak ramma hann inn.  Ótal ljós í ýmsum litum og af ýmsu tagi upp um alla veggi og út um allt skapa suđrćna stemmningu,  ásamt mynstri á borđum og framhliđ stórs barborđs.   

  Eins og nafniđ bendir til ţá er Tapasbarinn bar fremur en matsölustađur. Bar sem býđur upp á allskonar framandi og spennandi rétti.  Prentađur matseđill liggur ekki frammi.  Ástćđan er sú ađ ţađ er dagamunur á ţeim réttum sem í bođi eru.  Ţađ er of dýrt og tímafrekt ađ prenta nýjan matseđil á hverjum degi.  Í stađinn er nýr matseđill dagsins handskrifađur á krítartöflur.  Á honum eru taldir upp nokkrir tacoréttir,  pizzur og súpa. Af tacoréttum er ţess gćtt ađ eitthvađ sé um kjötrétti,  sjávarréttataco og grćnmetistaco.

  Tacoréttur samanstendur af ţunnri hvítri hveitiköku,  um ţađ bil 5 tommur ađ stćrđ.  Á henni er meirt (hćgsteikt) kjöt međ grćnmeti og sósu eđa sjávarréttur eđa grćnmetisréttur.  Stakur réttur kostar 790 kr. Heppileg máltíđ samanstendur af ţremur réttum á samtals 1990 kr. Matmikil súpa kostar 1350 kr.  Pizza kostar 1000 kall. Lambakjötstaco,  ţorskur og kjúklingataco er góđ blanda.  Allt alveg ágćtlega bragđgott en frekar bragđdauft.  Hćgt er ađ bera sig eftir bragđsterkum sósum til ađ skerpa á.  Ţá er betra ađ ţekkja sósurnar og styrkleika ţeirra.  Ţađ hjálpar.  

  Tacoréttirnir eru bornir fram án hnífapara.  Ţetta er fingramatur ađ hćtti fátćkra Mexíkóa.  Viđ Íslendingar erum ekkert of góđir til ađ spara hnífapör einstaka sinnum.  Ţađ sparar uppvask.  

  Ég mćli alveg međ ţví ađ fólk kíki á Tacobarinn og prófi mexíkóska matreiđslu.   

tacobarinn

taco       

  

    

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fleiri veitingaumsagnir međ ţví ađ smella á HÉR 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríđur Guđmundsdóttir

Jens. Ţađ vantar kannski ekta indíánafrumbyggjana frá Mexíkó og víđar í veröldinni, ţegar kemur ađ nćringarinnar matreiđslunnar gćđum?

M.b.kv.

Anna Sigríđur Guđmundsdóttir, 15.1.2016 kl. 23:24

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.