Sparnaðarráð - spörum milljónir!

Denture 

  Margt fólk komið yfir miðjan aldur er með gervitennur,  svokallaða tanngóma.  Hjá næstu kynslóð fyrir ofan mig þóttu þannig gómar glæsilegustu fermingargjafir sem hægt var að gefa og eða fá.  Svona gervigómar eru nefnilega rándýrir.  Og einmitt vegna þess hvað þeir eru dýrir er blóðugt að vita til þess að fólk með gervitennur er jarðsungið með tennurnar þegar það fellur frá. 

  Þessu þarf að breyta.  Fólk getur gefið leyfi fyrir því að eftir dauða sinn séu líffæri þeirra grædd í lifandi fólk.  Svona leyfi þarf að ná yfir gervitennur líka.  Það verður þá hlutverk meðhjálparans í kjölfar kistulagningar að kippa gervigómum úr hinum látna og afhenda sýslumanni.

  Ef vel er haldið utan um þetta verður fljótlega til gott safn gervigóma á öllum sýsluskrifstofum landsins:  Gervigómasafn Eyjafjarðar,  Gervigómasafn Þingeyinga og svo framvegis.  Í þessi söfn koma síðan fátæklingar - ásamt vel stæðum en nískum - og máta upp í sig gervigóma þangað til þeir finna einhverja sem passa.  Þá mega þeir eiga góminn alveg ókeypis.  Mörgum munar um minna.  

---------------

Fleiri góð sparnaðarráð:

http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/537968


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er ekki líka hægt að bjóða upp á ódýrari líkkistur ,minna tilstand svo ættingjar fari ekki á hausinn þó maður geispi golunni.?

Hörður halldórsson (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 15:52

2 identicon

Sæll Jens!

 Viltu hafa samband við mig, 

bestu kveðjur, Þóra s.863-4455

Þóra Tómasdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 16:27

3 identicon

Alveg dásamlegt!  Fyrstu árin mín hér í Kína þá álpaðist ég endalaust á markaði, reyndar verulega blóðuga markaði all oft.  Merkilegt nokk það sem stendur upp úr er nefninlega gerfi tennurnar!  Mátti finna allan grefilinn þarna, lifandi hænur, postulins styttur og svo þessa gerfi góma sem leyndust á milli hænanna!  Gleymi þessu aldrei!  N.b. þeir voru notaðir og verðið var svona frekar viðráðanlegt :)

lara (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 16:42

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

:-)

Vilborg Traustadóttir, 12.9.2008 kl. 18:04

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Jens, væri ekki rétt til sparnaðar að nota margnota kistur. Kistur yrðu búnar opnanlegum botni. Kistunni yrði haldið yfir opinni gröfinni, botninn opnaður og þeim dauða húrrað á sinn stað, botninum lokað aftur, kistan fjarlægð og mokað yfir. Kistan tilbúin fyrir næsta ferðalang.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2008 kl. 18:14

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á gervi margt ber á góma,
og geirvörtur búin að króma,
með sílikon,
smá er von,
reisn yfir túttum með rjóma.

Þorsteinn Briem, 12.9.2008 kl. 18:25

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og án "Hér á landi á":

Gervi margt ber á góma,
og geirvörtur búin að króma,
með sílikon,
smá er von,
reisn yfir túttum með rjóma.

Þorsteinn Briem, 12.9.2008 kl. 18:32

8 Smámynd: Ómar Ingi

Flott mynd af þér í séð og Heyrt

Ómar Ingi, 12.9.2008 kl. 19:55

9 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Sannarlega frábært sparnaðarráð. Það mætti líka athuga með gerviliðina og gervihjörtun.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 12.9.2008 kl. 21:33

10 Smámynd: Jens Guð

  Hörður,  það er einhver fyrirstaða varðandi framboð á ódýrum líkkistum.  Ég hef heyrt af ódýrum pappakistum sem mér skilst að fáist ekki samþykktar.

  Þóra,  ég hringdi en hitti bara á símsvara. 

  Lara,  Kínverjarnir kunna að endurnýta svona hluti.

  Ippa,  takk fyrir innlitið.

  Axel,  frábær hugmynd! 

  Steini,  takk fyrir limruna.

  Ómar,  takk fyrir það.  Hehehe!

Jens Guð, 12.9.2008 kl. 21:33

11 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Alltaf jafn frjór í hugsun Jens, tek ofan fyrir þér!

vonandi hefur svo hin snaggaralega Kastljósdíva hún Þóra náð í þig!Leitt ef hún hefur ætlað að fá þig í þáttin í kvöld og semsagt ekki tekist.

Magnús Geir Guðmundsson, 12.9.2008 kl. 21:51

12 Smámynd: Jens Guð

  Maggi,  Geir Haaarde hefur skorað á okkur Íslendinga að spara.  Ég reyni að leggja mitt af mörkum til að auðvelda fólki að hlýða forsætisráðherra sínum. 

  Ég var úti að aka til klukkan að ganga tíu og sá þess vegna ekki skilaboðin frá Þóru fyrr.  Ég hefði hvort sem er ekki komist í Kastljós í kvöld því ég var að stússa við að kaupa bjór og fleiri heilsudrykki.

Jens Guð, 12.9.2008 kl. 22:08

13 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Hugmyndaflugið í einum haus er algert!

Kveðjur og heilsanir!

Rúna Guðfinnsdóttir, 12.9.2008 kl. 22:43

14 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það býr í þér hagzýnt fjármálaráðherrafól ...

Steingrímur Helgason, 12.9.2008 kl. 23:40

15 Smámynd: Jens Guð

  Sigurgeir,  alveg brilliant sparnaðarráð.  Svona á þetta að vera:  Að við leggjum í púkk svo allir geti sparað sem mest. 

  Rúna,  maður reynir að hlýða kalli forsætisráðherra um að spara og hjálpa öðrum að meðtaka boðskapinn.

  Steingrímur,  gaman að þú skulir vitna í orð vinar míns heitins og frænda,  Heimis Steinssonar.  Að vísu hljóp hann illilega á sig með þessum orðum.  En samt...

Jens Guð, 12.9.2008 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband