Ganga flestir um naktir heima hjá sér?

two_virgins

  Þetta er ekki beinlínis könnun heldur spurning sem kviknaði þegar ég hlustaði á útvarpsþátt.  Ljómandi skemmtilegan og áhugaverðan útvarpsþátt um heilsu og eitthvað svoleiðis.  Það var verið að ræða við konu.  Fróða konu um heilsu, fegurð og neglur.  Hún var eitthvað að tala um það þegar fólk fer úr hlýju húsi út í nístandi vetrarhörkur.  Ég tók ekki almennilega eftir en held að hún hafi talið það hafa vond áhrif á neglur eða húð eða eitthvað.  Nema í miðri þessari frásögn tók hún þannig til orða:  "Yfirleitt hefur fólk 22ja gráðu hita inni hjá sér.  Flestir vilja geta stríplast heima hjá sér."

  Mér er kunnugt um að John & Yoko gengu iðulega um nakin heima hjá sér.  Sömuleiðis hafa fréttir birst af vandræðagangi starfsmanna og foreldra Britney Spears við að koma henni í brækur heima við.  Reyndar ku vera ennþá meira vandamál að fá hana til að þrífa sig.  Hún forðast bað og sturtu svo vikum og mánuðum skiptir.  En það er annað mál.  Þrátt fyrir þessi dæmi hafði ég ekki hugmynd um að FLESTIR gangi um naktir heima hjá sér.  Ég hélt að það væru bara frægu og skrýtnu poppstjörnurnar í útlöndum.

  Nú hefur Yoko,  næstum áttræð,  lýst því yfir að hún ætli að halda upp á sjötugs afmæli Johns á Íslandi 9. október. Nakin?   

fri_arsulan.jpg


Lygafrétt um mat

gulrætur
. 
  Það getur verið gaman að lesa fréttir um mat.  Þær eru jafn misjafnar og þær eru margar.  Nýverið birtist í Morgunblaðinu frétt þar sem fullyrt var í fyrirsögn:  "Aðeins 9% í ávexti og grænmeti".  Fréttin fjallaði um hráefniskaup mötuneyta í leik- og grunnskólum Reykjavíkur   Eftirfarandi athugasemd við fréttina fékk ég senda frá manni sem þekkir til.  Hún á brýnt erindi í umræðu um mat: 
.
  Ég veit ekki hvaða hagsmuni Mogginn er með fyrir innkaupum Reykjavíkurborgar á matvörum en ítrekað hafa þeir skrifað greinar um að Reykjavík sé að setja eitur ofan í börnin. Hérna er ný skemmtilega framsett áróðursfrétt:  http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/08/21/adeins_9_prosent_i_avexti_og_graenmeti/ 
.
  Fyrirsögnin er klippt úr samhengi til að láta hlutina líta verr út; að það sé ekkert verið að kaupa af ávöxtum og grænmeti fyrir krakkana. Í raun er um að ræða að 9% FJÁRMAGNS af innkaupunum fer í lið sem heitir FERSKT grænmeti og ávexti. Ef þetta er skoðað nánar, þá er kg verð á flestu grænmeti og stórum hluta ávaxta miklu lægri en á kjöt og fisk, þannig að magnið er miklu hærra en fjarmagnið segir til um.
.
  Stór liður innkaupa er 'þurrvörur'.  Sá liður innifelur frosið og niðursoðið grænmeti og tilbúna rétti sem innihalda grænmeti. En sá liður inniheldur líka kaffi, te og fl. sem einungis er fyrir kaffistofu starfsfólks. Einnig er aðkeyptur matur fyrir 58 milljónir sem inniheldur meðal annars grænmeti og ávexti. Og síðast en ekki síst er liður sem heitir "Annað". Hann spannar aðallega þá liði sem ekki eru borðaðir, s.s. þurrkur og fleira slíkt sem eðlilega ætti að taka út þegar hlutföllin milli matartegunda eru reiknuð. 
.
  Sannleikurinn er sá að magn grænmetis og ávaxta er um 30-40% af rauninnkaupunum - það er hin raunverulega frétt sem blaðamaður lætur hverfa.
  Almenningur gleypir við þessu. Hann er vanur að gleypa gagnrýnislaust við öllum fréttum. Fáir gera athugasemdir við sérlega lélega blaðamennsku. Og síst opinberlega.
.
ávextir

mbl.is Fiskur er megrunarfæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er biskup með mynd af barnaníðingi uppi á vegg hjá sér?

  Þegar ég var krakki og unglingur skreytti ég vegg í herberginu mínu með stórum myndum af uppáhalds rokkstjörnunum mínum.  Núna hafa þær myndir vikið fyrir myndum af börnum mínum og afastelpunni.  Þetta er algengur siður:  Að fólk hafi uppi á vegg hjá sér myndir af því fólki sem þeim er hjartfólgnast.

  Hvaða mynd ætli skipi stærstan sess hjá Karli Sigurbjörnssyni þessa dagana?  Getur verið að það sé risastór mynd af manni sem er umtalaðastur fyrir nauðganatilraunir gegn fjölda kvenna og barnaníð?  Getur verið að Karl sé með í veskinu sínu mynd af Steingrími Njálssyni?

biskoppar


mbl.is Boða rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eivör og Björk

 Þegar Eivör sendi frá sér á dögunum plötuna  Larva  varð ég var við að sumir töldu hana vera að feta sig í átt tónlist Bjarkar. Larva  er besta plata ársins (enn sem komið er).  Það er önnur saga. 
  Eftir tvenna frábæra hljómleika Eivarar á Færeyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri heyrði ég fólk viðra sömu skoðun:  Að Eivör væri að stæla tónlist Bjarkar.
  Þessi skoðun er að sumu leyti skiljanleg.  Lengst af þekkja Íslendingar Eivöru syngja sín fallegu lög við eigin kassagítarundirleik.  Inn í þá mynd vantar að sem barn og unglingur var Eivör í rokkhljómsveitunum Reverb og súpergrúppunni Clickhaze.
.
  Í heimaþorpi Eivarar,  Götu í Færeyjum,  hefur starfað stórkostleg hljómsveit sem heitir Orka.  Það er nýskapandi og rafmögnuð hljómsveit sem spilar eitthvað er hljómar eins og tölvupopp en hljóðfærin eru ekki hefðbundin heldur allskonar verkfæri sem sótt eru í nálægan sveitabæ.
  Söngvari Orku var Kári Sverrisson,  vinsæll söngvari og tónlistarmaður í Færeyjum.  Hann hefur meðal annars skipst á við Eivöru að syngja í þjóðlagakenndri djasshljómsveit Kristians Blak,  Yggdrasil.
  Aðrir liðsmenn Orku hafa flestir spilað með Eivöru í gegnum tíðina.  Meðal annars í Clickhaze.  Það var eðlilegt framhald að Eivör leysti Kára af við hljóðnemann í Orku.  Ennþá eðlilegra framhald var að Eivör nyti liðsinnis hljóðfæraleikara Orku til að vinna með sér plötuna Larva.  Platan ber því samstarfi glöggt vitni og er rökrétt framhald á því sem Eivör var að gera með Orku.
.
  Eivör er aðdáandi Bjarkar og ber mikla virðingu fyrir Björk.  En Eivör hefur ALDREI  verið í því hlutverki að herma eftir Björk.  Né öðrum.  Ef undan er skilið hlutverk Eivarar sem Marilyn Monroe í óperu í Kanada á dögunum.
 
  Eivör er metnaðarfullur listamaður.  Hún semur músík á eigin forsendum.  Og er aldrei fyrirsjáanleg í næstu skrefum.  Oft plötuútgefendum til undrunar.  Einnig áheyrendum á hljómleikum.  Til að mynda var gríðarlega flott að upplifa hljómleika hennar á Færeyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri.  Þar fór hún á flug í hávaðasömum og pönkuðum metalrokksköflum með rífandi gítarrokki.  Unun var á að hlýða og sumir hrukku við sem reiknuðu með þjóðlagakenndu kassagítarprógrammi
.
  Hér er Orka með Kára Sverrissyni:
.
  Hér er Eivör með Orku:
  Og svo Eivör sóló:

"Endurkoma" Þeys

  Svokölluð "endurkoma" Þeys var öðruvísi.  Ég vissi svo sem að hún yrði öðruvísi.  En hún varð allt öðruvísi en ég var búinn að hlera að hún yrði.  Að mér læðist sá grunur að hugmyndin um það hvernig nákvæmlega yrði staðið að "endurkomunni" hafi verið að breytast og þróast fram á síðasta dag.

  Þegar ég mætti í Norræna húsið um klukkan 21.00 var troðið út úr dyrum.  Þá var tilkynnt að vegna fjöldans yrði dagskrá Þeys endurtekin um leið og hinum auglýstu hljómleikum lyki.  Það voru góðar fréttir.  Líka þær að barinn var opinn.

  Gestir voru á ýmsum aldri og af ýmsu tagi.  Unglingar í bland við fólk að detta í ellilífeyri.  Alþingismenn,  biskupinn,  forsetinn,  Gunnar Þórðarson... Eða var biskupinn kannski í sjónvarpinu?  Þetta rennur örlítið saman.

  Dagskráin hófst á heimildarmynd um Þey,  ÞEYR THE MOVIE - 1981-2011.  Hún er ekki fullkláruð en lofar góðu.  Skemmtileg mynd sem kemur húmor Þeys vel til skila.  Því næst var lagið  Poéme  af plötunni  As Above  spilað á selló.  Eftir það lék Hörður Bragason á píanó lagið  Blood sem er á myndbandinu hér fyrir ofan.  Lokalagið var sungið af tveimur dömum við píanóundileik Halldórs Á. Björnssonar sem hefur verið að spila með Krumma (í Mínus) í dúettinum Legend. 

  Allt voru þetta hinar áhugaverðustu nýjar og framandi hliðar á þekktum Þeys lögum.  Punkturinn yfir i-ið voru síðan bráðfyndnar kynningar Guðlaugs Kristins Óttarssonar á milli atriða,  eina liðsmann Þeys sem var sjáanlegur á staðnum.   


Lagalistinn í Sunnudagshugvekjunni

 

  Sunnudagshugvekjan  á Nálinni fm 101,5 tókst hið besta í flesta staði í kvöld.  Hún var svo gott sem á milli klukkan 19.00 til 21.00.  Bæði þeir sem hlusta á  Sunnudagshugvekjuna  og ekki síður þeir sem misstu af henni eru friðlausir að sjá lagalistann hjá okkur Sigvalda Búa Þórarinssyni.  Þess vegna er mér ljúft að birta listann.  Svona var hann í dag:

1  Kynningarlagið:  The Clash:  Time is Tight
Motorhead:  Ace of Spades 
Nazareth:  Razamanaz
David Bowie:  Jean Genie
Ram Jam:  Black Betty
6  Led Zeppelin:  Rock and Roll
Emmylou Harris:  May This be Love
Little Richard:  Lucille
9  Reggae-gullmolinn:  Bob Marley:  Rastaman Chant
10 Soul-lag dagsins:  The Music Exploision:  Little Bit o´ Soul
11 Pönk-klassíkin:  The Damned:  New Rose
12 Skrítna lagið:  Guðjón Rúdólf:  Minimanía
13 Serge Gainsbourg frá Frakklandi:  Marilou Reggae
14 Þeyr:  Rúdólf
15 Shonen Knife frá Japan:  Ah, Singapore
16 Mánar:  Söngur Satans
17 Miriam Makeba frá Suður-Afríku:  Mbube
18 Fræbbblarnir:  Bjór
19 Björk & Björgvin Gíslason:  Afi
20 Kári P. frá Færeyjum:  Talað við gluggan
21 Sigga Beinteins:  Þakklæti 
.
  Þetta er ekki amalegur lagalisti.  Þess er vandlega gætt að íslensk tónlist fái notið sín ásamt heimspoppi frá löndum utan engilsaxneska málsvæðisins.  Engu að síður er það klassíska rokkið sem við gerum út á. Góðu fréttirnar eru þær að Sunnudagshugvekjan er endurflutt á föstudaginn á milli klukkan 19.00 og 21.00. 
  Það er alltaf gaman að heyra viðbrögð við  Sunnudagshugvekjunni.  Líka beiðni um óskalag eða óskalög sem þið teljið að eigi erindi.  Er þátturinn of-eitthvað? Of pönkaður? Of "soft"? Of poppaður?  Er lagið með Emmylou Harris,  May This be Love,  ekki magnað? Jú,  og það er eftir Jimi Hendrix.  Sama lag má heyra í flutningi Jimi Hendrix sjálfs í næstu bloggfærslu hér fyrir neðan. 
  Lagalistar fyrri þátta:
.

http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1085626/

  Hægt er að hlusta á Nálina á netinu með því að smella á http://media.vortex.is/nalinfm 

  Takið svo þátt í skoðanakönnun hér ofarlega á síðunni til vinstri.

  Lagið á myndbandinu hér fyrir neðan er  May This be Love  með Emmylou Harris þó það sé myndskreytt með höfundinum,  Jimi Hendrix,  og skráð á upptökustjórann,  Daniel Lanois.  Sá kanadíski upptökusnillingur er kannski þekktastur fyrir vinnu sína fyrir U2 og Bob Dylan.


Aðdáunarvert hugrekki Guðrúnar Ebbu - skráið ykkur á stuðningssíðu hennar!

  Þegar Sigrún Pálína Ingvarsdóttir sakaði Ólaf Skúlason um nauðgunartilraun kom það ekki öllum á óvart.  Stúlkur sem stunduðu nám í Réttarholtsskóla er Ólafur var þar kennari vissu að þær mættu aldrei vera einar hjá honum.  Stelpurnar brýndu þetta hver fyrir annarri og pössuðu upp á hver aðra gagnvart Ólafi.  Það var á allra vitorði í skólanum að hann væri perri sem sætti lagi við að áreita stelpur kynferðislega.

  Sigrún Pálína mætti hinsvegar lokuðum dyrum hjá kirkjunnar mönnum og var hvött til að hafa hljótt um atburðinn.  Skref Sigrúnar varð öðrum fórnarlömbum Ólafs hvatning til að stíga einnig fram.  Eitt þeirra uppskar þau viðbrögð að fjölskylda hennar skrifaði Ólafi bréf.  Þar lýsti fjölskyldan yfir stuðningi við Ólaf og sagði fórnarlamb hans vera ímyndunarveikt.

  Eftir því sem þeim fjölgaði,  fórnarlömbum Ólafs, er komu fram með ásakanir á hendur honum fjölgaði stuðningsmönnum Ólafs einnig.  Fólk sendi honum blómvendi og stuðningsyfirlýsingar út og suður.  Enn í dag má sjá stuðning við Ólaf á fésbók og bloggi. 

  Tímarnir eru þó breyttir.  Í dag eru fleiri tilbúnir að hlusta á fórnarlömb kynferðisofbeldis.  Viljinn til að sópa þeirra málum undir teppi er minni en var.  Samt tók það biskup og kirkjuráð HÁLFT ANNAÐ ÁR að verða við beiðni Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur um að fá áheyrn.  Á sama tíma stakk biskupinn undir stól bréfi frá organista Ólafs Skúlasonar.  Þar vottaði organistinn að Ólafur hafi verið haldinn kynferðislegu óeðli. 

  Biskupinn beit síðan - glottandi - höfuðið af skömminni með því að væna Guðrúnu Ebbu um ósannindi.  Þetta eru skilaboðin frá æðsta og hæst launaðasta embættismanni ríkiskirkjunnar til fórnarlamba barnaníðs og annars kynferðisofbeldis af hálfu ríkispresta.

  Framganga Guðrúnar Ebbu er klárlega mikill styrkur fyrir fórnarlömb Ólafs og önnur fórnarlömb barnaníðs og kynferðisofbeldis.  Vottum Guðrúnu Ebbu virðingu fyrir hugrekki sitt og framgöngu.  Það er hægt að gera með skráningu á fésbókarsíðu til stuðnings henni:  http://www.facebook.com/#!/group.php?gid=110308905690499&ref=ts 

  Á síðunni er einnig vísað á áhugaverðar greinar um sitthvað þessu tengt.

www.aflidak.is

www.stigamot.is

Ólafur Skúlason


mbl.is Lýsti alvarlegum brotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestu bassaleikarar rokksins

  Ég rakst á netsíðu sem birtir lista yfir bestu bassaleikara rokksins.  Ég veit ekkert um þessa síðu né heldur hvernig staðið er að valinu á listann.  En það er gaman að velta vöngum yfir listanum.  Í fljótu bragði virðist hann vera nokkuð sannfærandi.  Þarna eru margir minna þekktir bassaleikarar með á listanum.  Ótrúlega margir miðað við svona lista.  Netsíðan er með slóðina:   http://www.scaruffi.com/music/bass.html.  Gaman væri að hlera viðhorf ykkar til listans.

1   Les Claypool (Primus)

2   Jack Bruce (Cream)
3   Jah Wooble (Björk,  Public Image Ltd.)
4   Tony Levin (King Crimson)
5   Melvin Gibbs (Rollins Band,  Arto Lindsay)
6   Flea (Red Hot Chili Peppers)
7   Tony Maimone (Pere Ubu)  Til gamans má geta að ég hef lítillega kynnst Chris Thomas,  söngvara Pere Ubu.  Hann er Vottur Jehova,  bindindismaður á áfengi og tóbak en mikill sælkeri á mat.  Það er ekki hamborgari heldur margir hamborgarar þegar Chris er í stuði.  Og hann er alltaf í stuði.  Stuðbolti. Chris hefur nokkrum sinnum haldið hljómleika á íslandi,  bæði sóló og með Pere Ubu.  Mikill húmoristi,  upptekinn af trúmálum og hefur sent frá sér nokkrar plötur með vinum mínum,  breska óbóleikaranum Lindsay Cooper (sem er í dag illa haldin af MS sjúkdómi) og bandaríska trommusnillingnum Chris Cutler (Pere Ubu, Henry Cow,  Art Bears,  News from Babel).    
8   Bill Laswell (Material,  Fred Frith)
9   Fred Chalenor (Caveman Shoestore,  Tony Dogs)
10  Colin Hodgkinson (Back Door)
11  Larry Grayham (Sly & The Family Stone)
12  James Jamerson (allt Tamla Motown dæmið)
13  Bernand Edwards (Chic)
14  Mark Sandman (Morphine)
15  Billy Sheehan (Mr. Big)
16  Chris Hillman (The Byrds)
17  Dave Pajo (Slint,  For Carnation,  Tortoise,  Aerial M)
18  Andrew Weiss (Gone)
19  Juliana Hatfield (Blake Babies)
20  Ethan Buckler (Slint)
21  Johnny Temple (Girls Against Boys)
22  Fred Erskine (June of 44)
23  Doug McCombs (Eleventh Dream Day,  Tortoise)
24  Mike Watt (Minutemen)
25  Doug Wimbish (Tackhead)
26  Reggie "Fieldy" Arvizu (Korn)
27  Sasha Frere-Jones (U1)
 
  Listinn nær ekki nema yfir 27 efstu sætin.  Það er óvenjulegt.  Engin skýring þar á.  Hinsvegar er gefið upp hverjir krauma þarna næstir.  Þar stikla ég á stóru og vísa í netsíðuna á þau nöfn sem ég hleyp yfir:
Muzz Skillings (Living Colour)
John Entwistle (Who)
Tina Weymouth (Talking Heads)
Kim Gordon (Sonic Youth)
Jeff Ament (Pearl Jam)
Phil Lesh (Grateful Dead)
Jack Casady (Jefferson Airplane)
Peter Steele (Type O Negative)
Brian Richie (Violent Femmes)
Cliff Burton (Metallica)
Sting
Chris Novoselic (Nirvana)
Dave Allen (Gang of Four)
Roger Waters (Pink Floyd)
Steve Harris (Iron Maiden)
Chris Squire (Yes)
Joe Lally (Fugazi)
Justin Chancellor (Tool)
Matt Freeman (Rancid)
Jennifer Finch (L7)
Geddy Lee (Rush)
Lemmy (Motorhead)
Mike Mills (REM)
John Paul Jones (Led Zeppelin)
Paul McCartney (Bítlarnir)

Besti útvarpsþátturinn á dagskrá í kvöld

 

  Þátturinn  Fram og til baka og allt í kring  er á dagskrá Nálarinnar fm 101,5 í kvöld á milli klukkan 19.00 og 21.00.  Gunni "Byrds" (Gunnar Gunnarsson,  Gunni í Faco) stýrir þættinum af stakri snilld.  Þó aðeins tveir þættir séu að baki hefur  Fram og til baka og allt í kring  stimplað sig inn sem besti tónlistarþáttur í íslensku útvarpi.

  Til að endurtaka mig ekki um of vísa ég á umsögn um fyrsta þáttinn:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1083398/

  Upptaka á síðasta þætti misheppnaðist á þann hátt að ekki var hægt að endurflytja þáttinn.  Ég vona að Gunni endurspili í kvöld eitthvað af lögunum úr þeim þætti í staðinn.  Þar voru á meðal sjaldheyrðar upptökur með Everly Brothers og fleirum. 

  Höskuldur Höskuldsson,  harðlínu aðdáandi The Rolling Stones og Pretty Things,  verður gestur Gunnars í kvöld.  Þátturinn verður síðan endurfluttur á laugardaginn á milli klukkan 11.00 og 13.00.  Hægt er að hlusta á Nálina á netinu með því að smella á þennan hlekk:  http://media.vortex.is/nalinfm,


Dúndurflott hljómsveit

skálmöld 

  Ég var að uppgötva assgoti ljúfa hljómsveit sem kallast Skálmöld.  Af þeim örfáu lögum sem ég hef heyrt með þessari hljómsveit virðist hún spila notalegt víkingarokk.  Það sem er ennþá betra er að þessi hljómsveit semur og syngur ágæta texta á sínu eigin móðurmáli,  íslensku.  Hér má heyra tvö lög með Skálmöld:  http://www.myspace.com/skalmold

  Ég veit fátt sem ekkert um þessa yndælu hljómsveit.  Gaman væri að heyra frá einhverjum sem veit allt um hana.


Skagfirskri söngkonu vel tekið í Færeyjum

  Ein af stærstu árlegu tónlistarhátíðum í Færeyjum heitir Summarfestivalurin(n).  Færeyingar skrifa ekki ákveðinn greini með tveimur ennum.  Summarfestivalurin(n) er haldinn í Klaksvík á Borðey,  höfuðborg Norðureyjanna.  Klaksvík er Akureyri þeirra Færeyinga.  Summarfestivalurin(n) er meiri popphátíð en G!Festivalið í Götu sem er rokkhátíð.  Gestir á Sumarfestivalinu fyrir viku voru um 10 þúsund.  Það er góð tala þegar tekið er með í reikninginn að Færeyingar eru 49 þúsund.  Og meira að segja góð tala þó það sé ekki tekið með í reikninginn.

  Íslenskir fjölmiðlar töluðu um metfjölda á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina.  Þar voru gestir um 16 þúsund.  Miðað við höfðatölu hefðu þeir þurft að vera 45 þúsund til að jafna metaðsóknina á Summarfestivalinu í Klaksvík í ár. Samt var þetta ævintýralega góð aðsókn á þjóðhátíð í Eyjum.

  Um þrjátíu hljómsveitir komu fram á Summarfestivalinum að þessu sinni.  Þar á meðal voru Westlife (heimsfrægt strákaband),  The Dreams (heimsfrægasta færeyska hljómsveitin),  Brandur Enni og hljómsveit,  Maríus (rokkhljómsveit sem spilar á Airwaves í október) og rokksveitin Páll Finnur Páll (nafnið er samsett úr fornöfnum liðsmanna).

  Ein af hljómsveitunum kallaðist Ingunn & Herborg.  Þar var um að ræða skagfirsku söngkonuna Ingunni Kristjánsdóttur,  færeyska gítarleikarann og söngvahöfundinn Herborgu Hansen og færeyska trommu- og gítarleikarann Pætur Gerðalið.

  Ingunn og Herborg hófu samstarf á tónlistarsviðinu þegar þær voru skólasystur í Rauða kross skóla úti í Noregi 2008.  Síðan hafa þær haft atvinnu af tónlistinni.  Í bland við frumsamda söngva flytur tríóið útlenda slagara með íslenskum textum.  Þetta eru lög á borð við  Blue Suede Shoes  eftir Carl Perkins og  Alone úr smiðju Heart.  Í myndbandinu hér fyrir ofan syngur Ingunn lag eftir Herborgu. Þetta er ekki mitt pönkrokk en læt það liggja á milli hleina.

  Ingunn & Herborg fengu afskaplega lofsamlega dóma í færeyskum fjölmiðlum fyrir frammistöðuna á Summarfestivalinu.  Þess er getið að Færeyingar séu sérlega ánægðir með að Ingunn syngi á íslensku.  Það gefi músík tríósins heillandi þokka (sjarma).

summarfestivalurin 

  10 þúsund Færeyingar gerðu góðan róm að íslensku söngkonunni Ingunni Kristjánsdóttur. 

  Af færeysku pönksveitinni The Dreams er það að frétta að lag hennar Revolt  hefur trónað að undanförnu í efstu sætum þýsku MTV sjónvarpsrásarinnar og fleiri þýskra vinsældalista.  Áður hefur The Dreams farið mikinn á dönskum vinsældalistum.  Telst vera í hópi alvinsælustu hljómsveita í Danmörku.  Bandarískur umboðsmaður Linkin´ Park og þar áður Pantera hefur í sumar gengið með grasið í skónum á eftir The Dreams.  Boðið þeim Draumliðum gull og græna skóga og er ólmur í að stimpla þá inn á bandaríska markaðinn.  Drengirnir hafa ekki farið sér að neinu óðslega.  Enda heilmikið mál að fylgja eftir óvæntum vinsældum í Þýskalandi,  fjölmennasta ríki Evrópu,  90 milljón manna þjóð.  Og þýski markaðurinn nær að auki yfir til Austuríkis,  Swiss og víðar.  Þar fyrir utan er bandarískur umboðssamningur flókinn og þarfnast yfirlesturs snjallra lögfræðinga.  Samningurinn er á stærð við þykka bók.  Samningsstaða The Dreams er að auki gjörbreytt eftir að hljómsveitin hefur slegið í gegn í Þýskalandi og stefnir í að verða ófurvinsæl á þeim vettvangi.  The Dreams er þegar orðin heimsfrægasta færeyska hljómsveitin.    


Pilla sem kemur í veg fyrir að stúlkur verði samkynheigðar

  Þeim dettur margt í hug í útlöndum.  Stundum er eins og þeir hafi ekki annað að gera en láta sér detta eitthvað í hug.  Nú hafa einhverjir í útlöndum fundið út að ef þungaðar konur ganga með kvenfóstur þá geta þær,  með því að taka inn pillu,  komið í veg fyrir að það verði samkynhneigt. 

  Pillan er upphaflega á markaði til að takast á við erfðasjúkdóm sem ég veit ekki hvað heitir á íslensku.  Enska heitið er "Congenital Adrenal Hyperplasia". 

  Talið er að vitneskjan um þessa pillu muni í framtíðinni draga verulega úr fæðingu samkynhneigðra stúlkna í Bandaríkjunum og kannski víðar.  Þá má spyrja:  Til hvers? 

  Hvað segja Madonna og Britney Spears um þetta?

madonna_britney


mbl.is Lyfjasala dregst saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagalistinn í Sunnudagshugvekjunni í dag

   
.
  Sunnudagshugvekjan á Nálinni fm 101,5 var í loftinu á milli klukkan 19.00 til 21.00 í kvöld við dúndurgóðar undirtektir áheyrenda.  Það er ekki einleikið hvað þessi þáttur leggst vel í hlustendur.  Þeir kumra af ánægju undir honum.  Sigvaldi Búi Þórarinsson sá um hugvekjuna á móti mér.  Þannig verður það í framtíðinni.  Við vissum ekkert af lagavali hvors annars fyrir útsendingu.  Það fléttaðist ljúflega saman.  Þessi lög voru afgreidd í þættinum:  
.
1   Kynningarlag þáttarins:  The Clash:  Time is Tight 
2   Led Zeppelin:  Living Loving Maid (She´s Just A Woman)
3   Jimi Hendrix:  Crosstown Traffic
4   Hindu Love Gods: Battleship Chaines
5   The Byrds:  Mr. Tambourine Man
6   Flying Burrito Brothers:  Lazy Days 
The Beach Boys:  Sloop John B
101ers:  Lets a get a bit a rockin´
9   Soul-lag dagsins:  Percy Sledge:  Try A Little Tenderness
10  Pönk-klassíkin:  The Skids:  Into The Valley
11  Neil Young:  Harvest Moon 
12  Reggí-lag þáttarins:  Johnny Clarke: Freedom Blues
13  Eric Clapton:  Layla 
14  Óðmenn:  Það kallast að koma sér áfram
15  Dikta:  Warnings
16  Eddy Mitchell frá Frakklandi:  C´est un rocker
17  Bubbi:  Jón pönkari  
18  Áge Aleksandersen frá Noregi:  Levva Livet
19  Bjartmar og Bergrisarnir:  Sagan
20  Gildran:  Nútímakonan
21  Dikta:  Let´s Go
22  Das Kapital:  Lili Marlene
23  Megas:  Ég á mig sjálf
24  Högni Lisberg frá Færeyjum:  Learn to Ride on Waves 
.
  Þátturinn er endurfluttur næsta föstudag klukkan 19.00 á Nálinni fm 101,5.  Einnig á netinu:   http://media.vortex.is/nalinfm 
.
  Lagalisti þáttarins fyrir viku er hér:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1083677/
.
  Gaman væri að heyra frá ykkur "komment" á þáttinn;  ábendingar um það sem betur má fara,  kvitt fyrir það sem vel hefur tekist,  uppástungur um lög eða annað sem ykkur dettur í hug.  Uppástungur um lög þurfa helst að falla að þeim ramma sem þættinum er settur:  Klassískt rokk frá sjöunda og áttunda áratugnum (60´s og 70´s),  íslenskt rokk og heimspopp (helst sungið á móðurmáli flytjandans).
.

Hverjir eru flottustu gítarleikarar rokksins?

  Að undanförnu hefur breska poppblaðið New Musical Express notið liðsinnis lesenda sinna við leit að flottustu gítarleikurum rokksögunnar.  Leitin hefur gengið alveg þokkalega vel.  Þannig lítur listinn út yfir gítarleikarana í 20 efstu sætunum (innan svartra sviga er staða sömu gítarleikara á lista bandaríska poppblaðsins Rolling Stone.  Innan blárra sviga er staða sömu gítarleikara í könnun sem breska útvarpið,  BBC 6 Music, stóð fyrir í apríl sl.):

(3) Matt Bellamy (Muse)
 
2  (9) Jimmy Page (LZ)
Robert Smith (The Cure)
Joshua Hayward (The Horrors)
 
5  (1) Jimi Hendrix
(2) Slash (Velvet Revolver)
7  (39) Bryan May (Queen)  
8  (96) Angus Young (AC/DC)
9  (18) (1) John Frusciante (Red Hot Chili Peppers)
10  (4) Eric Clapton
.
11  (21) George Harrison (Bítlarnir)
.
12 (26) (5) Tom Morello (Rage Against the Machine,  Audioslave)
13 (50) Pete Townshend (The Who) 
14 Albert Hammond Jr. (The Strokes)  
15 (17) (9) Jack White (The White Stripe)
.
16 (10) Keith Richards
17 (59) (7) Jonny Greenwood (Radiohead)
18 John Lennon (Bítlarnir)
19 Graham Coxon (Blur)
20 Syd Barrett (Pink Floyd)
.
  Listinn ber þess merki að vera breskur.  Listinn í Rolling Stone ber þess merki að vera bandarískur.  Þessir voru í eftirfarandi sætum á lista Rolling Stone án þess að hljóta náð fyrir eyrum lesenda New Musical Express:
2  Duane Allman
3  BB King
5  Robert Johnson
6  Chuck Berry
7  Stevie Ray Vaughan
8  Ry Cooder
  Þessir voru á lista BBC án þess að ná inn á lista New Musical Express:
4  Johnny Marr (The Smiths)
6  Kirk Hammett (Metallica)
8  Prince
10 Peter Buck (R.E.M.)
  Gaman væri að heyra viðhorf ykkar til bestu gítarleikaranna.

Færeyskur rokkari á heimsmarkað

  Ég veit í raun ekkert um hvað ég er að skrifa.  Fyrirbærið heitir NBA 2K11.  Mér skilst að það sé tölvuleikur um körfubolta.  Þessi tölvuleikur verður settur á heimsmarkað 5. október.  Forsíða spilsins skartar mynd af bandarískum náunga sem heitir Michael Jordan og er sagður vera heimsins frægasti körfuboltakappi.  Ég kannast meira að segja við nafnið þó ég viti ekkert um körfubolta.

  Fyrirtækið sem gefur út þennan tölvuleik heitir 2K sports og hreykir sér af að bjóða í þessum leik upp á besta músíkskor sem um getur í svona spili.  Þar á meðal er músík með Snoop Doggy Dogg,  Outkast og Högna Lisberg.  Lagið með Högna heitir "Bow Down (to no man)". 

  Reiknað er með að spilið seljist í tug milljóna eintökum um heim allan.

  Högni hefur átt lög á íslenska vinsældalistanum.  Þar á meðal "Morning Dew" og "Learn to ride on Waves". 

 

  Högni var trommuleikari færeysku súpergrúppunnar Clickhaze.  Hann hefur einnig verið að spila á trommur með Eivöru.  Meðal annars á bestu plötu ársins 2010,  "Larva".

  Högni hefur tvívegis spilað á Iceland Airwaves.  Hann hélt einnig frábæra hljómleika á Færeyskum fjölskyldudögum á Stokkseyri um verslunarmannahelgina.  Þar fyrir utan spilaði hann hérlendis með Clickhaze 2002.

  Frábær tónlistarmaður og mikið fagnaðarefni að tónlist hans skuli nú vera kynnt út um allan heim í ofangreindum tölvuleik.  Högni er þegar með ágætan markað í Danmörku,  Swiss og hérlendis.  Íslensku stelpum þykir Högni vera rosalega sætur.


Rómantíski hálftíminn

Jóhann-kristjánsson-útv.

  Í kvöld,  nánar tiltekið klukkan 22.00,  fer í loftið þátturinn  Rómantíski hálftíminn.  Það er þáttur með búfræðingnum Jóhanni Kristjánssyni á Nálinni fm 101,5.  Þrátt fyrir nafnið á þættinum,  Rómantíski hálftíminn,  verður hann í loftinu til klukkan 1.00 eftir miðnætti.  Í það minnsta. 

  Mánaðarlega verður Jóhann með gest í þættinum,  fræga rokkstjörnu,  sem kemur með uppáhaldslögin sín undir hendinni og leyfir hlustendum Nálarinnar að heyra.  Að öðru leyti hef ég ekki hugmynd um hvað annað verður undir nálinni hjá Jóhanni. 

  Svo ég skjóti blint út í loftið þá giska ég á eitthvað ljúft með Iron Maiden,  Black Sabbath og / eða The Prodigy.  Hægt er að hlusta á þáttinn á netinu:   http://media.vortex.is/nalinfm 


Svakalegt fjör á Sauðárkróki

Gæran 

  Það er allt að komast í fluggírinn á Sauðárkróki.  Búið er að fjarlægja þaðan hræ af ógangfærum Range Rover sem staðið hefur óhreyfður og óskráður í 4 ár.  Þar með er ekki neitt að vanbúnaði til að landsmenn geti fjölmennt á tónlistarhátíðina Gæruna á Sauðárkróki.  Þetta er í fyrsta skiptið sem þessi tónlistarhátíð er haldin og því um sögulegan viðburð að ræða.  Hátíðin mun vinda upp á sig næstu ár og verða hápunktur í árlegu skemmtihaldi Íslendinga og nágrannaþjóða.  Þá verður mönnum talið til helstu mannkosta að hafa verið á fyrstu Gærunni.

  Á þriðja tug hljómsveita halda úti þéttri dagskrá á Gærunni 13. - 14. ágúst í húsnæði Loðskinns á Sauðárkróki.  Á meðal þeirra sem sjá um fjörið má nefna:

 - Siggi Bahama og Beatur

 - Bróðir Svartúlfs

.
 - Erpur/Sesar A

.
 - Geirmundur Valtýsson

 - Bermuda

.
 - Nóra

.
 - Hoffmann
.

 - Múgsefjun
.
 - Myrká

.
 - Bárujárn

 - Davíð Jóns

.
 - Svavar Knútur

.
 - Biggi Bix

.
 - Gillon

.
 - The Vintage

.
 - Morning after Youth

.
 - Hælsæri

.
 - Fúsaleg Helgi

.
 - Binni Rögg

.
 - Best fyrir
.

 - Sing for me Sandra 

.
 - Jona Byron


  Miðaverð fyrir báða dagana er aðeins 4000 krónur á midi.is (http://midi.is/tonleikar/1/6021. Fimmari við hurð).  Innifalið í því er - auk allra hljómleikanna -aðgangur á þrjár heimildarmyndir um íslenska tónlist og frítt í sund.  Kvikmyndirnar eru hver annarri meira spennandi:


 - Handan Við Sjóinn (2009)
Heimildarmynd um íslenska tónlist

 - The Stars May Be Falling...but the stars look good on you (2009)
Heimildarmynd um tónlistarmanninn Ólaf Arnalds

 - Where´s the snow
Glæný heimildarmynd um Airwaves hátíðinna.
Ekki er um eiginlega forsýningu að ræða heldur svokallaða prufusýningu (screening).

 - http://gaeran.almidill.vefir.net/

 - http://www.facebook.com/pages/Saudarkrokur-Iceland/TONLISTARHATIDIN-GAERAN-2010/109182002449012?ref=ts&__a=24&

 - http://www.facebook.com/#!/event.php?eid=121364547910799&ref=ts

  Fjölmiðlafólk getur náð á aðstandendum Gærunnar í síma:  Ragnar 8975642, Sigurlaug 6604681 og Stefán 8685021.


mbl.is Dularfullur bílþjófnaður á Króknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lagalistinn í Sunnudagshugvekjunni á Nálinni

  Gríðarleg stemmning var fyrir Sunnudagshugvekjunni á Nálinni 101,5 í gær (á milli klukkan 19.00 og 21.00).  Eftir þáttinn rigndi yfir mig úr öllum áttum spurningum um flytjendur hinna ýmsu laga.  Til að einfalda málin og gera mönnum tilveruna auðveldari birti ég hér heildarlista yfir lögin sem voru kynnt og spiluð í þættinum.  Eins og sést á lagalistanum var þátturinn tvískiptur:  Í fyrri hlutanum voru spiluð þekkt lög úr klassísku rokkdeildinni.  Í seinni hlutanum voru spiluð lög frá flytjendum utan engilsaxneska málsvæðisins.  Rík áhersla var lögð á að þeir flytjendur syngi á móðurmáli sínu,  hvort sem þeir eru íslenskir eða tyrkneskir.  Óvíst er að sú regla standi til frambúðar fremur en margt annað varðandi þáttinn. 

  Þannig var lagalistinn:

1   Kynningarlag þáttarins:  The Clash:  Time is Tight
2   Gerogia Satallites:  Hippy Hippy Shake
3   Uriah Heep:  Easy Livin´
4   Deep Purple:  Black Night
5   John Lennon:  Peggy Sue
6   Paul McCartney:  Run Devil Run 
7   The Byrds:  Fido 
8   Spencer Davis Group:  Keep on Running
9   Richard & Linda Thompson:  I Want To See The Bright Light Tonight
10  Dave Edmunds:  I Hear you Knocking
11  The Animals:  Bring it on Home to Me
12  Pönk-klassíkin:  Buzzcocks:  What Do I Get
13  Reggílag dagsins: U-Roy:  Rivers of Babylon
14  Trúbrot:  Þú skalt mig fá
15  Týr frá Færeyjum:  Ormurinn langi
16  Utangarðsmenn:  Sigurður var sjómaður
17  Iris frá Portúgal:  Oh Máe!
18  Þursaflokkurinn:  Jón var kræfur karl og hraustur
19  Kim Larsen frá Danmörku:  Jakob den glade
20  Megas:  Klörukviða
21  Mariina frá Grænlandi:  Issumaangaa
22 Flowers:  Slappaðu af
23  Nina Hagen frá Þýskalandi:  My Way
24  Kamarorghestar:  Samviskubit
25  Pentagram frá Tyrklandi:  oo
26  Maggi Mix:  Snabby í Krókódílalandi
27  Afkynningarlag þáttarins:  The Clash:  Time is Tight

 

  Þátturinn lagðist vel í þá sem hafa tjáð sig um hann við mig.  Örfáir hnökrar voru á honum.  Eins og gengur.  Við þáttastjórnendurnir,  ég og Sigvaldi Búi Þórarinsson,  hittumst í fyrsta skipti 2 mínútum fyrir útsendingu.  Við lærðum nöfn hvors annars í beinni útsendingu og gekk það misvel.  Sigvaldi er vanur tæknimaður af Aðalstöðinni en var að sjá tækjabúnaðinn á Nálinni í fyrsta skipti.  Hann tók að sér tæknimálin.  Tækniborð á svona útvarpsstöð er hlaðið tugum takka,  sleða og allskonar.  Það var mesta furða hvað fátt var um mistök.  Engin stórvægileg.  Aðeins örfá smáatriði sem fæstir hafa tekið eftir.

  Lagavalið í þessum fyrsta þætti var í mínum höndum.  Í næstu þáttum velur Sigvaldi helming laga á móti mér.  Af föstum liðum sé ég áfram um pönk-klassíkina og reggílag dagsins.  Sigvaldi mun sjá um nýjan fastan lið;  soul-lag þáttarins. 

  Mér heyrist á Sigvalda að hann sé meira fyrir rólegri og mýkri músík en ég.  Reyndar sæki ég heima hjá mér yfirleitt í þyngri og harðari rokkmúsík en þá sem er á lagalistanum.  Ég verð dáldið að gæta mín á að vera ekki með of brútal músík í þættinum.  Sigvaldi kemur til með að veita mér aðhald varðandi það og "ballansera" þetta með mér.  Þegar ég var á Radíó Reykjavík í gamla daga var slegið á puttana á mér þegar ég missti mig í Amon Amarth.  Á Nálinni er viðmiðið í svona almennri dagskrá að ganga ekki mikið lengra í hörðu rokki en Black Sabbath.  Sem er fínt.  Nálin er flott útvarpsstöð og hefur farið glæsilega af stað.  

  Mér varð á að segja í kynningu á  Hippy Hippy Shake  með Georgie Satallites að Dave Clark Five hafi gert lagið frægt.  Hið rétta er að það voru Swinging Blue Jeans.  Smá fljótfærnisvilla sem ég fattaði um leið og ég ók af stað frá Nálinni eftir þáttinn.  Þessar hljómsveitir voru á líku róli og spiluðu sum sömu lög.  En rétt skal vera rétt.

  Hægt er að hlusta á Nálina hvar í heimi sem er á netinu: http://media.vortex.is/nalinfm 

  Ég veit þegar af hlustendum í Bandaríkjunum og Færeyjum.  Svo bætast Bretland og meginland Evrópu við.  Því næst Asía, Afríka og Grímsey.  Og svo framvegis.  Fjörið er rétt að byrja.

  Gaman væri að fá viðbrögð hér við þættinum og ábendingar,  bæði um lagaval og það sem betur má fara.  Og klapp á bakið fyrir það sem vel tekst til.  Já,  eiginlega aðallega það.


Sunnudagshugvekjan

 

  Nýja útvarpsstöðin,  Nálin fm 101,5,  hefur slegið rækilega í gegn.  Þó er stöðin ekki vikugömul.  Þar er spilað klassískt rokk (classic rock) eins og enginn sé morgundagurinn.  Eða þannig.  Jú...eða...sko...annað kvöld er Sunnudagshugvekja.  Nánar tiltekið á milli klukkan 19.00 og 21.00.  Það er tvískiptur þáttur.  Fyrri klukkutímann spila ég valin rómantísk og væmin vel þekkt klassísk rokklög.  Það kemur ekki til greina að lögin verði óvalin.  Ég á eftir að taka þau til.  Mér þykir líklegt að það verði eitthvað á línunni Led Zeppelin-Deep Purple-Black Sabbath.  Ekki endilega með þessum hljómsveitum.  En eitthvað í svipuðum stíl.  Ég reyni að spila lög sem ég hef ekki þegar heyrð spiluð á Nálinni.  Ég reyni. 

  Í seinni hluta þáttarins spila ég íslensk lög í bland við "heimspopp".  Ég hallast frekar að íslenskum lögum sungnum á íslensku.  Það er asnalegt að heyra Íslendinga syngja á útlensku fyrir Íslendinga.  Á þessu augnabliki veit ég ekki hvort lögin verða með Trúbroti,  Mánum,  Óðmönnum eða öðrum úr þeirri deild.
  "Heimspoppið" verður ekki bundið við það sem kallast "World Music".  Það verða öllu frekar lög með alþjóðlegu yfirbragði en sungin á móðurmáli flytjandans.  Þetta geta verið lög sungin á tyrknesku,  japönsku,  frönsku,  portúgölsku,  grænlensku,  pólsku eða hvaða tungumáli sem er.  Flott lög.  Það er málið á Nálinni fm 101,5.
  Kannski getur verið gaman að vera með fasta liði í hverjum þætti.  Til að mynda pönkklassík vikunnar,  reggílag þáttarins og skrítna lagið.  Pönkklassíkin er þá sótt í smiðju þekktustu laga pönkbyltingar áttunda áratugarins.  Reggílagið er þá ekta jamaískt (ekki Eric Clapton eða UB40 að spila Bob Marley né annað enskt reggí-popp).  Skrítna lagið getur verið eitthvað þar sem flytjandinn tekur músíkina öðrum tökum en venja er með hefðbundin popplög.  Það ræðst af viðbrögðum hlustenda hversu langlífir þessir föstu dagskrárliðir verða.  Þar fyrir utan verð ég ekki einn með þáttinn í framtíðinni.  Sigvaldi heitir maður sem deilir þættinum með mér eftir þennan fyrsta þátt.  Ég veit ekki hverjar hans pælingar eru með þáttinn.  
 
  Hægt er að hlusta á Nálina á netinu:  .http://media.vortex.is/nalinfm
.
       

Æðislega flottur útvarpsþáttur

  Gunni "Byrds" fór á kostum í útvarpsþættinum  Fram og til baka og allt í kring  á Nálinni fm 101,5 á milli klukkan 11.00 til 13.00 í dag (sjá: http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1082979/) .  Lagavalið var fjölbreytt og spennandi.  Í bland voru lög sem hafa sjaldan eða aldrei heyrst í útvarpi og önnur sem langt er síðan ómuðu í útvarpinu.  Þátturinn verður endurspilaður, ja,  vonandi sem oftast.  Ég er ekki klár á hvenær.  Sennilega í kvölddagskrá næstu daga.

  Gunni byrjaði bratt á hörðum blúslögum með Eric Clapton og John Mayall.  Síðan tóku við kántrý-skotin lög með Gram Parsons og fleirum.  Blondie og Jethro Tull fylgdu í kjölfarið;  Tom Petty,  Bob Dylan,  Gene Clarke,  Elvis Costello og Manfred Mann.  Áhugaverður samanburður var gerður á flutningi The Byrds og senegalska tónlistarmanninum Yousso N´Dour á lagi Bobs Dylans  Chimes of Freedom.  Gullmolinn var fyrsta The Clash lagið,  Rock and Roll Time  af meistaraverkinu  Cardiff Rose  með Roger McGuinn.   Þetta magnaða rokklag sömdu þeir Roger og Kris Kristofferson saman.  Því miður er lagið ekki að finna á þútúpunni. 

  Í kynningum á milli laga fylgdu ýmsir fróðleiksmolar.  Það verður spennandi að fylgjast með næstu þáttum Gunna "Byrds" á milli klukkan 11.00 og 13.00 á laugardögum á Nálinni fm 101,5.  Eftir þáttinn brugðum við Gunni okkur á Bar 46 á Hverfisgötu.  Þá brá svo við að ýmsir gestir staðarins höfðu hlustað á þáttinn.  Nálin virðist því vera strax með ágæta hlustun.

  Einn gestur,  Ólafur Haukur (ekki Símonarson en Dylan-fan og skólagenginn í Varmahlíð í Skagafirði),  sagðist hafa náð Nálinni illa á útvarpstæki sitt.  Hann skellti sér þá á netið,  http://media.vortex.is/nalinfm,  og hlustaði á hreina og tæra útsendingu þar. 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband