16.12.2007 | 23:47
Biskup níðir Magnús Skarphéðinsson
Í þar síðustu jólapredikun biskups íslensku ríkiskirkjunnar, Karls Sigurbjörnssonar, sagði: "...Ég trúi ekki á jólasveininn, fremur en nokkur heilvita, fullorðin manneskja." Þetta er dálítið hrokafull afstaða. Magnús Skarphéðinsson, músa-, geimveru- og hvalavinur, trúir - eins og margir aðrir - á tilvist jólasveina og hefur lýst því yfir í viðtali hjá Markúsi Þórhallssyni á Útvarpi Sögu að hann trúi á tilvist gömlu íslensku jólasveinanna. Magnús færði meira að segja góð rök fyrir tilvist þeirra. Eða réttara sagt vísaði í frásagnir fólks sem hefur séð þá eða orðið vart við tilvist þeirra að öðru leyti.
Magnús Skarphéðinsson er merkilegur náungi og það er ljótt af biskupi að úrskurða hann ekki heilvita.
15.12.2007 | 21:18
Bestu plötur ársins 2007
Fréttablaðið hafði samband við mig. Erindið var að biðja mig um að vera einn margra álitsgjafa blaðsins um val á bestu plötum ársins 2007. Val mitt á 5 bestu íslensku plötunum reyndist erfiðara en ég hélt. Ástæða þess var sú að 15 - 20 titlar komu upp í huga mér. Þeir toguðust á um að vera á listanum. Eiginlega slógust um að vera á listanum. Það var þrautinni þyngra að fækka þeim niður í 5.
Vandamálið með erlendu plöturnar var öfugt. Þar var fátt um fína drætti. Allar plöturnar sem ég setti í efstu sætin í fyrstu atrennu reyndust vera frá árinu 2006 þegar betur var að gáð. Þetta voru síðustu plötur Rise Against, Tool og Deftones. Ekki vildi ég fylla listann af plötum flytjenda sem enginn þekkir. Ekki heldur plötum flytjenda sem hafa áður sent frá sér miklu betri plötur en í ár. Þetta var meira puðið. Nánast hausverkur. En hófst á síðustu stundu. Skiladagur er 16. des.
Niðurstaðan verður birt í Fréttablaðinu öðru hvoru megin við áramótin. Þá verð ég í Bandaríkjunum.
Tónlist | Breytt 17.12.2007 kl. 00:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
14.12.2007 | 22:55
Heiðarlegt fólk
Þessi listi yfir heiðarleika fólks eftir búsetu er nokkurra ára gamall. Kannski hefur eitthvað breyst síðan. Listinn var settur fram á tónlistarráðstefnunni Midem í Frakklandi og gerði grein fyrir því hvað fólk í tónlistariðnaði má reikna með að eiga viðskipti við heiðarlegt fólk eftir þjóðerni. Ég tek fram að þessi listi á ekki að spegla kynþáttfordóma eða neitt slíkt. Hann er einungis byggður á reynslu fólks í tónlistariðnaði heimsins. Þegar þú átt viðskipti með tónlist við eftirtaldar þjóðir þá má reikna með að heiðarleiki viðskiptavinarins sé eftirfarandi:
Norðmenn 61%
Kínverjar 60%
Danir 56%
Bandaríkjamenn 49%
Ítalir 35%
Kóreubúar 34%
Indverjar 31%
Frakkar 21%
Nígeríumenn 21%
Slóvenar 16%
Tyrkir 10%
Brasilíumenn 7%
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
14.12.2007 | 20:50
Óvænt skilaboð til geðhjúkrunarfræðings
Það er ekki alltaf auðvelt verk fyrir dagskrárgerðarfólk að afgreiða símtöl frá hlustendum í beinni útsendingu. Það sannaðist í fyrradag þegar kona hringdi inn í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í fyrradag. Þorgeir Ástvaldsson og Kristófer Helgason spjölluðu við hlustendur.
Konan vakti athygli á dapurlega löngum biðröðum skjólstæðinga Fjölskylduhjálpar Íslands. Hún kom einnig inn á óréttlát kjör öryrkja og aldraða. Skyndilega breytti hún um umræðuefni og sagði áður en náðist að skrúfa niður í henni: Ég ætla að skila kveðju til geðhjúkrunarfræðings á Landspítalanum, sem er farin að ríða kallinum mínum og er búin að eyðileggja allt fyrir mér. Eyðileggja líf mitt."
Hægt er að heyra símtalið á: http://eyjan.is/goto/omardiego/
14.12.2007 | 15:39
Gaman að rifja upp
Fyrir aldarfjórðungi eða svo var sett á laggir útvarpsstöð sem hét Útvarp Rót. Þetta var galopin útvarpsstöð. Dagskrárgerð var í höndum allt frá mormóna til Öryrkjabandalagsins, stjórnmálaflokka til þungarokkara. Soffía Sigurðardóttir var potturinn og pannan í Útvarpi Rót. Soffía var aðaleigandi, útvarpsstjóri og svo framvegis.
Núna er Soffía byrjuð að blogga, www.fia.blog.is. Á blogginu hennar rakst ég á eftirfarandi færslu:
10.12.2007 | 14:10
Fann blogg á eyjan.is með þessarri frábæru mynd!
Minnir mig á Útvarp Rót, þegar Jens Guð skammaði Kókakólakompaní fyrir að ritskoða alla pólitík út úr útsendingu sinni á "Hjálpum þeim" tónleikum sem sendir voru út bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Styrktaraðili þar westra var nefnilega fyrrgreint kompaní. Í þá daga glumdi slagorðið Coca Cola is it! og Jens sagði að nær væri að segja Kókakóla is shit!
Vífilfell brást hart við og heimtaði útskrift af ummælunum. Jens færðist allur í aukana og í næsta þætti fékk hann hlustendur til að hringja inn og segja hvort þeim heyrðist slagorðið enda á it eða shit.
Yngri strákurinn minn var ofvirkur gutti á þeim árum og söng í strætó "Kókakóla is shjitt, kókakóla is shjitt". Einhver farþegi brosti til litla ólátabelgsins, sem tók auðvitað eftir athyglinni og bætti við með stríðnisglotti, "kókakóla er kúkur"!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.12.2007 | 16:19
Fagnaðarefni
Það er gaman og gott að mest lesna fréttin á mbl.is í dag skuli vera um það að mér hafi þótt sjálfbrúnkan á Birgittu Haukdal of gul í Laugardagslögunum. Þessi mikli áhugi á eftirtektarsemi minni bendir til þess að flest sé í allra besta horfi í þjóðfélaginu í dag. Jafnvel að lesendur mbl.is séu komnir í jólaskap. Til hamingju með það.
Ekki grunaði mig þegar ég sló inn þessa litlu sakleysislegu færslu að hún ætti eftir að vekja svona mikla og góða athygli á Birgittu í miðju jólaplötuflóðinu. Salan á nýju plötunni hennar, Ein, tók sölukipp í dag í verslunum Skífunnar.
![]() |
Fannst Birgitta Haukdal of gul |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.12.2007 | 01:37
Fyrsta jólakortið í ár frá Birgittu Haukdal
Það var mér fjarlægt að fyrsta jólakortið mitt í ár væri frá Birgittu Haukdal. Við þekkjumst ekki. Þar fyrir utan verð ég seint talinn í hóp aðdáenda húsvísku prinsessunnar. En í dag fékk ég jólakveðju frá Birgittu. Þar segir: "Elsku Jens Guð (teikning af hjarta). Ég óska þér gleðilegra jóla og vona að þú hafir það yndislegt. Þín Birgitta H. P.s. Töfrakremið heitir Beautiful 4 ever (brosmerki)."
Forsagan er sú að ég setti inn færslu http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/380647/ um misheppnaða sjálfbrúnku Birgittu í Laugardagslögum. Nú sit ég uppi með það vandamál að elskuleg viðbrögð Birgittu hafa slegið mig út af laginu. Ég get ómögulega fengið af mér að skrifa neitt neikvætt um manneskju sem bregst svona rosalega jákvæð við vangaveltum um gulan tón á sjálfbrúnku. Það eru öll vopn slegin úr mínum höndum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
11.12.2007 | 23:55
Lay Low er stórkostleg
Söngkonan ljúfa og flotta Lay Low er ekki aðeins einn glæsilegasti tónlistarmaður landsins. Hún er líka góð manneskja sem lætur sig varða samfélagsleg mál og ber umhyggju fyrir þeim sem orðið hafa fyrir áföllum í lífinu. Að undanförnu hefur Lay Low vakið athygli og aðdáun fyrir frábæran tónlistarflutning í leikritinu Ökutímar í uppfærslu Leikfélags Akureyrar.
Eftir áramót kemur á markað plata með tónlist hennar úr leikritinu. Lay Low rennur til rifja hvað bágur fjárhagur Aflsins, systursamtaka Stígamóta á Norðurlandi, háir starfsemi samtakanna. Hún hefur nú brugðist við því með að ánafna Aflinu öllum sínum tekjum af plötusölunni.
Þetta er stærsta og höfðinglegasta gjöf sem Aflinu hefur hlotnast. Lay Low er einn vinsælasti tónlistarmaður Íslands. Hún var sigurvegari íslensku tónlistarverðlaunanna síðast. Var meðal annars kosin vinsælasta söngkonan. Platan á eftir að seljast eins og heitar lummur.
Tilgangur Lay Low er ekki sá einn að leggja drjúgt af mörkum fjárhaldslega með þessu framlagi heldur ekki síður að vekja athygli á bráðnauðsynlegri starfsemi Aflsins.
Sem stuðningsmaður Aflsins er maður hálf klökkur yfir þessu stórkostlega framlagi Lay Low-ar. Mér er kunnugt um að sjálfboðaliðar Aflsins eru sömuleiðis dolfallnir af þakklæti yfir höfðingsskap hennar. Það er auðvelt að mæla með plötunni og hvetja til kaupa á henni. Platan verður klárlega virkilega góð. Og nú bætist við að kaup á plötunni renna til góðs og þarfs verkefnis.
Ofan á þetta bætist að LA ætlar að halda aukasýningu í janúar þar sem aðgangseyrir rennur óskiptur til Aflsins.
Ég hvet aðra bloggara til að vekja athygli á þessu á sínum bloggsíður þannig að örlæti, góðmennska og hróður Lay Low-ar og Leikfélags Akureyrar berist sem víðast.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.12.2007 kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
11.12.2007 | 23:28
Þetta vita ekki allir
Óli Palli er sammála breskum gagnrýnendum um að hljómleikarnir með Led Zeppelin í gær hafi tekist afskaplega vel. Það teljast tíðindi. Led Zeppelin var á sínum tíma, 1969 og næstu ár, besta rokkhljómsveit sögunnar. Yfirburðarmaður í hverju rúmi. Þar af John Bonham sennilega besti trommuleikari rokksögunnar. Allir að springa af sköpunargleði og löðuðu fram það besta hver í öðrum.
Led Zeppelin lagði grunninn að þungarokkinu - þó að liðsmenn hljómsveitarinnar teldu sig vera að flytja framsækinn þjóðlagablús. Led Zeppelin fyllti glæsilega upp í skarðið sem Bítlarnir skildu eftir sig 1969. Varð það viðmið sem aðrar hljómsveitir mældu sig við.
Fyrstu plötur LZ eru óumdeilanlega 5 stjörnu dæmi. Og hafa staðist tímans tönn með glæsibrag - þrátt fyrir að hafa verið innblásnar og litaðar af tíðaranda hippaáranna.
Að óreyndu hefði ég ekki veðjað á að Led Zeppelin stæði undir væntingum næstum fjórum áratugum eftir að hljómsveitin lagði heiminn að fótum sér.
Ég hef grun um að það séu ekki margir sem vita að söngvari Led Zeppelin, Robert Plant, er óformlegur félagi í íslenska Ásatrúarfélaginu (einungis fólk með íslenskan ríkisborgararétt er formlega skráð af Hagstofu í félagið). Hann hefur meira að segja mætt óvænt á blót hjá Ásatrúarfélaginu. Þar kvaddi hann sér hljóðs og sagðist, sem ásatrúarmaður, vera meira en lítið ánægður yfir að á Íslandi sé starfrækt formlegt og skráð ásatrúarfélag.
![]() |
Flottasti söngvari rokksögunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt 17.12.2007 kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.12.2007 | 20:02
Besta íslenska lagið - farið yfir úrslitin
Fyrst leitaði ég eftir tillögum frá bloggurum. Leitin var bundin við að lagið kæmi úr smiðju þeirra sem tilheyrðu eða hefðu tilheyrt rokkdeildinni. Djasslög, einsöngslög, harmóníkulög, þjóðlög og vísnasöngslög komu því ekki til greina. Í þeim tilfellum þar sem margar tillögur bárust um sitthvert lagið eftir sama höfund lét ég kjósa sérstaklega á milli þeirra "heitustu".
Að lokum lét ég kjósa á milli 15 laga eftir jafn marga höfunda og sagðist láta kostninguna standa þar til 1500 atkvæði hefðu verið greidd. Listinn tók fljótt á sig mynd sem hélst að mestu til enda. Það voru helst lögin með fæst atkæði á bak við sig sem færðust einstaka sinnum upp eða niður um eitt sæti eftir því sem atkvæðum fjölgaði.
Þegar ég stöðvaði kosninguna höfðu 1571 atkvæði skilað sér í hús. Þá hafði endanleg röð legið fyrir frá því um 1000 atkvæðum áður. Þannig eru úrslitin:
1. Rudolf - Þeyr 14.7%
Það kom ekki öllum á óvart að Rudolf með hljómsveitinni Þey hreppti titilinn "Besta íslenska lagið". Atli Fannar Bjarkason stóð fyrir leit að besta íslenska rokkslagara allra tíma í Blaðinu (nú 24 stundir) síðasta vor. Niðurstaða 20 álitsgjafa sem Atli leitaði til var samhljóða þessari.
Ég minnist þess að þegar kvikmyndin Rokk í Reykjavík var frumsýnd þá spurði fréttamaður sjónvarps frumsýningargesti um upplifun þeirra af myndinni. Flestir nefndu Rudolf sem hápunkt myndarinnar. Það gerðu líka kvikmyndagagnrýnendur dagblaðanna.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
7.12.2007 | 13:13
Færeysk hljómsveit slær í gegn
Færeyskir fjölmiðlar eru í dag undirlagðir stórfréttinni um að færeysku grallararnir í Boys in a Band sigraði í gærkvöld í alþjóðlegu hljómsveitakeppninni GBOB (Global Battles of the Bands). Sigurlaunin eru meðal annars rúmar 6 milljónir ísl. kr. auk ótal tækifæra. Sunneva Háberg Eysturstein, framkvæmdarstjóri forkeppni GBOB í Færeyjum, segir að með því að spila rétt úr þessum sigri geti Boys in a Band hæglega orðið heimsfræg popphljómsveit. Sigur í þessari keppni sé stærsta tækifæri sem ný hljómsveit getur fengið.
Aðstandendur Iceland Airwaves eru þekktir fyrir að hafa gott eyra fyrir tónlistarmönnum sem eiga eftir að slá í gegn á alþjóðamarkaði. Það vissi því á gott fyrir Boys in a Band þegar þeim var boðið að spila á Iceland Airwaves í haust. Flestallir tónlistargagnrýnendur fjölmiðlanna sem sáu og heyrðu í hljómsveitinni á Gauki á Stöng voru sammála um að þessi fönkaða og glaðværa popprokksveit hefði verið besta atriðið á Iceland Airwaves í ár.
![]() |
Boys in a Band sigraði í Lundúnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.12.2007 | 19:42
Snilldar saga
Magnús Skarphéðinsson, músa-, hvala- og geimveruvinur, er með allra skemmtilegustu mönnum. Hann mætir alltaf í viðtal hjá Markúsi Þórhallssyni á Útvarpi Sögu fyrsta mánudag hvers mánaðar. Magnús trúir á tilvist gömlu íslensku jólasveinanna og sagði sögur því til staðfestingar hjá Markúsi í dag.
Ein sagan var af manni sem var að keyra vörubíl fjarri mannabyggðum. Skyndilega fylltist bílinn af sterkri hangikjötslykt. Hún varði í klukkutíma. Maðurinn var eðlilega undrandi þangað til hann uppgötvaði að þetta var einmitt dagurinn þegar Kjötkrækir kemur til byggða.
![]() |
Stálu sextán tonnum af skinku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2007 | 23:37
Misheppnuð sjálfbrúnka á Birgittu Haukdal
Ég sá útundan mér hluta af þættinum Laugardagslögin í sjónvarpinu áðan. Mig langaði nefnilega til að sjá og heyra í Dr. Spock og viðtalið við snillingana Andra Frey og Búa sem saman kallast Capone-bræður. Í þættinum raulaði Birgitta Haukdal eitt lag. Athygli mína vakti óeðlilegur sjálfbrúnkulitur á bringu og höndum Birgittu. Liturinn var kjánalega gulur. Þetta þarf að rannsaka. Það er ástæða til að fá upplýst hvaða sjálfbrúnkukrem lék stelpuna svona grátt. Það var hörmung að sjá þetta.
Í vísindalegri samanburðarrannsókn sem bandaríska tímaritið Glamour gerði kom reyndar í ljós að öll - nema 2 - helstu sjálfsbrúnkukrem á markaðnum framkalla í einhverjum tilfellum þennan gula tón í stað eðlilegs sólbrúnkulits. Það voru einungis sjálfbrúnkukrem Banana Boat og eins annars merkis (sem ég man ekki hvert er) sem framkölluðu í 100% tilfellum fallegan og eðlilegan sólbrúnkulit.
Vísindi og fræði | Breytt 4.12.2007 kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
1.12.2007 | 22:45
Frábær útvarpsþáttur - í 600 þáttum
Einn besti vikulegi þáttur í íslensku útvarpi síðustu 12 árin er Rokkland á rás 2. Óli Palli hefur haft umsjón með þættinum allan tímann. Þetta er þáttur sem rokkáhugafólk reynir að missa aldrei af. Ég undrast og dáist að því hvað Óli Palli nennir að leggja mikla vinnu í hvern þátt. Ég hef gert marga útvarpsþætti í áranna rás og veit að margra klukkustunda vinna stendur á bak við hvern Rokklands þátt. Núorðið vinnur Óli Palli þáttinn heima hjá sér, sem hlýtur að vera mikið hagræði.
Í Rokklandi er iðulega eitthvað um viðtöl við erlenda jafnt sem innlenda rokkara og allskonar fróðleikur, ásamt getraun. Meðal þess sem getur að heyra í 600. þætti Rokklands á morgun - klukkan 16:10 - 18:00 (endurfluttur á þriðjudögum klukkan 22.10) - er:
- Viðtal við Sigur Rós í Valskapellunni 1997 eftir útgáfutónleika plötunnar Von.
- Hvernig Iceland Airwaves varð til í smáatriðum.
- Viðtal við Nick Cave um plötuna Murder Ballads áður en hún kom út.
- Hvað Chris Martin úr Coldplay hafði að segja um Ísland þegar sveitin kom fyrst til landsins.
- Hvers vegna Utangarðsmenn komu saman aftur árið 2000 viðtal við ALLA HLJÓMSVEITINA.
- Hvernig Thom York bjóst við að Radiohead platan Ok Computer myndi ganga í fólk (áður en hún kom út).
- Hvað Bono sagði um Luiciano Pavarotti þegar hann söng Miss Sarajevo með Passengers (U2).
- .......og margt fleira.
![]() |
Sex hundruð Rokklandsþættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
29.11.2007 | 20:30
Úrslit í kosningunni um besta íslenska lagið
Eins og tilkynnt var á sínum tíma þá átti kosningin um besta íslenska lagið að standa þangað til að minnsta kosti 1500 atkvæði hefðu skilað sér. Núna, þegar 1571 atkvæði hafa skilað sér, liggja úrslit fyrir. Reyndar tók listinn fljótt á sig mynd sem er nálæg þessum úrslitum í megindráttum. Ég fer yfir það á morgun. Það væri gaman að heyra viðbrögð ykkar við útkomunni. Hvað kemur mest á óvart? Svona er listinn.
1. Rudolf - Þeyr 14.7%
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
27.11.2007 | 23:40
Spaugileg orðabók
Þessa skemmtilegu orðabók fékk ég senda. Mig grunar að eitthvað af þessu sé sótt í Petrísku, orðabók Péturs Þorsteinssonar prests Háóða safnaðarins.
Afleggjari : maður í megrun
Atvinnuglæpamaður : lögfræðingur, hefur atvinnu af glæpum
Bálreið : slökkviliðsbifreið
Blaðka : kvenkyns blaðamaður
Bleðill : karlkyns blaðamaður
Blóðsuga : starfsmaður Blóðbankans
Brautryðjandi : snjóruðningsmaður á flugbraut
Bráðabrundur : of brátt sáðlát
Brennivínsbrjálæðingur : alkóhólisti
Brúnkubrjálæðingur: maður sem sækir stíft í sólbrúnku (fm-hnakki)
Bumbubúi : ófætt barn
Bylgjubæli : vatnsrúm
Dauðahafið : vatnsrúm þar sem kynlíf er ekki stundað
Djúpsteiktir jarðeplastrimlar : franskar kartöflur
Djöfladjús : brenndir drykkir
Dótakassinn : Kaffi Reykjavík, þar sem menn fara þangað til þess að finna sér nýtt leikfang
Dragtardrós : kona sem gengur í dragt
Dritriti : bleksprautuprentari
Eiturblys : sígaretta
Eldát : það að borða grillmat
Endurholdgun : að fitna eftir megrun
Farmatur : matur sem er tekinn heimi af veitingastað (take away)
Frumsýning : að kynna hugsanlegan maka í fyrsta sinn fyrir vinum og venslafólki
Fylgikvistir : foreldrar
Gamla gengið : foreldrar
Gleðigandur: titrari, víbrador
Gleðiglundur : jólaglögg
Græjugredda : fíkn í alls konar tól og tæki
Gullfoss og Geysir : niðurgangur og uppköst
Heimavarnarliðið : foreldrar stelpunnar sem eru alltaf að stressa sig yfir stráknum sem hún er með
Hreinlætiseyðublað : blað af klósettrúllu
Hvatahvetjandi : eggjandi
Hvataklæðnaður : hvers kyns klæðnaður sem vekur hvatir hjá körlum til kvenna sem og konum til karla
Kjerkönnun : samfarir
Kjetkurlssamloka : hamborgari
Klakakrakki : egg sem búið er að frjóvga og er geymt í frysti
Kúlusukk : Perlan, þar sem sukkað var með peninga við byggingu hennar
Limlesta : pissa (gildir aðeins um karlmenn)
Orkulimur : bensínslanga
Plastpokapabbi : karlmenn sem flytja inn til einstæðra mæðra með búslóð sem rúmast í einum plastpoka
Pottormar : spagettí
Rafriðill: titrari, víbrador
Ranaryk : neftóbak
Samflot : það að sofa saman í vatnsrúmi
Stóra hryllingsbúðin : Kringlan
Svipta sig sjálfsforræði : gifta sig
Tungufoss : málglaður maður
Veiðivatn : ilmvatn
Viðbjóður : afgreiðslumaður í timburverslun
Þurrkaðir hringormar: cheerios
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.11.2007 | 23:28
Ekki segja Jóni Val frá þessu
Þegar 100 konur eignast dreng sem fyrsta barn þá eru 2 þeirra samkynhneigðir. Ef næsta barn þessara 100 kvenna er einnig strákur þá er líklegt að 3 þeirra séu samkynhneigðir. Haldi þessar konur áfram að eignast drengi þá er næsta víst að 4 þeirra séu samkynhneigðir. Þannig má áfram telja.
Eftir því sem bræðrahópurinn stækkar án þess að konurnar eignist stelpu þá hækkar hlutfall samkynhneigðra jafnt og þétt. Í 8 bræðra hóp eru 15% líkur á að sá yngsti sé samkynhneigður. Bætist 9. bróðirinn í hópinn eru líkurnar orðnar 20%. Ef tvær 11 barna mæður eignast sitthvorn soninn til viðbótar er nánast öruggt að annar þeirra sé samkynhneigður.
Það hafa ekki fundist nógu margar 13 drengja mæður - sem ekki hafa einnig eignast dóttir - í heiminum til að marktæk niðurstaða sé á samanburðarrannsókn í þeim flokki.
23.11.2007 | 01:13
Frábær tillaga
21.11.2007 | 22:47
Bestu kvikmyndaleikarar rokksins
Lesendur útbreiddasta músíkblaðs heims, hins bandaríska Rolling Stone, hafa valið bestu leikarana innan stéttar tónlistarfólks. Niðurstaðan kemur kannski ekki mjög á óvart. Nema kannski fyrir okkur sökum þess að Björk er í 4. sæti. Aðrir sigurvegarar eru:
1. David Bowie
2. Kris Kristofferson
3. Will Smith
4. Björk
5. Tom Waits
6. Tupac Shakur
7. Chris Isaak
8. John Doe
9. Steven Van Sandt (gítarleikari Brúsa Springsteens)
10. Cher
11. Mos Dew
12. Madonna
13. Ice Cube
14. Joe Strummer (söngvari The Clash)
15. Dwight Yoakam
21.11.2007 | 22:20