Sparnaðarráð - sparið tugi þúsunda!

 bensíndælur

  Núna á tímum óvæntra þrenginga í efnahagsmálum er nauðsynlegt fyrir landsmenn að skiptast á öllum þeim sparnaðarráðum sem þeir luma á.  Og jafnvel ennþá fleirum.  Ég læt ekki mitt eftir liggja fremur en fyrri daginn og slæ hvergi af.  Bensínkostnaður er mörgu heimilinu þungur baggi.  Svo þarf þó ekki að vera.  Það er hægt að dæla bensíni á bíl á bensínstöð og aka burt án þess að borga krónu fyrir.  Samkvæmt upplýsingum Andrésar Magnússonar framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu er hægt að komast upp með þetta.  Orðrétt sagði Andrés við blaðamann Morgunblaðsins:

  "Lögreglan sinnir þessu ekki og segir einfaldlega að þeir geti ekki átt við þetta.  Jafnvel þó mynd af númeraplötu og viðkomandi ökumanni hafi náðst á öryggismyndavél.  Þetta gerist trekk í trekk,  en lögreglan segist ekkert geta gert."  

Fleiri góð sparnaðarráð:


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

En hvað gerist ef olíufélögin hér stela peningum af fólki og fyrirtækjum?

Þorsteinn Briem, 7.10.2008 kl. 23:40

2 Smámynd: Skattborgari

Jæja Jens nú skil ég af hverju eldsneytisverðið er svona hátt og ástæðan er að þú og vinir þínir stinga alltaf af og svo þarf að hækka álagninguna því að olíufélögin þurfa einhverstaðar að ná í pening til að borga upp tapið. Löggan nær í rassgatið á þér á endanum og það er gott að þú getur fengið að hafa tölvu í klefanum og vonandi færðu aðgang að internetinu til að blogga líka.

Kveðja Skattborgari.

Skattborgari, 7.10.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: Jens Guð

  Steini,  ef olíufélögin reyna eitthvað misjafnt eru forstjórar þeirra í vondum málum.  Dómsmálaráðherrar hvers tíma fylgjast með því að forstjórarnir reyni ekki neitt í þá veru og taka málin föstum tökum.

  Skattborgari,  olíufélögin tapa ekki.  Þau græða.  Hagnaður þeirra er mikill.

  Sigurður,  Geir Haaarde sagði sjálfur fyrr á þessu ári að fólk eigi að spara.

Jens Guð, 8.10.2008 kl. 00:03

4 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Þú hefur þá líklega lent í höndunum á stöðvarstjóranum á Dalvík?

S. Lúther Gestsson, 8.10.2008 kl. 00:49

5 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hér er sparnaðarráð mitt, kaupa kíló af kjötfarsi og kíló af kartöflum, sjóða þetta og éta með smjöri næstu daga.  Namm,  namm svo má éta kjötbollurnar á brauðsneið með sinnepi, það er algjört sælgæti og kostar lítið. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.10.2008 kl. 02:18

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Auglýsingin frá NOVA er dottin út. Þeir kunna líka að spara.

Þorsteinn Briem, 8.10.2008 kl. 02:44

7 Smámynd: Ómar Ingi

Sumir leggjast svona lágt, á meðan aðrir nota bílin minna eða leggja honum og nota strætó eða labba osfv með því hreyfir þú þig meira og þarft ekki að kaupa kort í ræktina

Ómar Ingi, 8.10.2008 kl. 06:24

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

tek undir með Jónu.. greinilegt að það eru feiri sem kunna gott að meta en ég ;)

Óskar Þorkelsson, 8.10.2008 kl. 08:24

9 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ég er náttúrulega algert fífl. Í gær tók ég bensín fyrir 7250 krónur.  Ég fer inn og borga en sé á nótunni að ég hef aðeins borgað 1925 krónur. Mig langaði svooo mikið að labba út, en þessi fjandans samviska leyfði mér það ekki og ég, asninn af Ströndinni, leiðrétti reikninginn, en fékk auðvitað ekki svo mikið sem svei þér fyrir. 

Rúna Guðfinnsdóttir, 8.10.2008 kl. 09:23

10 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Spurning að fá þig til að koma með 1-2 sparnaðarráð í Meyjuna á föstudagskvöldið?

Ertu geim?

Þórður Helgi Þórðarson, 8.10.2008 kl. 10:13

11 identicon

Svo er ágætt að hætta að borga lánin sín... maður fer sko ekki að borga óreiðumönnum

DoctorE (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 11:48

12 Smámynd: Siggi Lee Lewis

Ég fatta ekki alveg útaf hverju allt er að verða vitlaust! Fólk hefur verið að grenja um hversu mikið bil hefur verið milli ríkra og fátækra á Íslandi.

Undanfarna daga og klukkutíma hafa þeir fátæku sem eiga ekki neitt ekki tapað krónu, en þeir ríkustu sem eiga nánast allt hafa tapað milljörðum af milljörðum ofan. Nú hefur bilið minnkað til muna á milli þessara hópa.

Nú er hins vegar mál að fara að hugsa að gjaldeyrisforðanum. Þá er mál að fara að drekka meira. Þú kaupir áfengi fyrir 50.000 krónur, drekkur það, slappar af og gleymir öllum áhyggjum og á meðan mokar, þú pening inn í ríkissjóð! Fólk þarf að fara að hugsa og eyða peningunum í það sem máli skiptir! Áfengi!

Siggi Lee Lewis, 8.10.2008 kl. 18:00

13 identicon

Siggi: Vandamálið er að þessir ríku eiga/áttu fyrirtækin sem borguðu flestum okkar hinna laun. Ef þau fara í þrot fer heldur betur illa fyrir hinum almenna manni. Svo ekki sé talað um hvað allt hefur hækkað, launin hafa í raun snarlækkað að raunvirði fyrir launafólk.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 21:10

14 identicon

Góð athugasemd annars með áfengið, ég er að gera mitt í þeim málum.

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 21:11

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

hvaða stöðvarstjóra skildi nú hinn sniðugi S. Lúther eiga við, símstöðvarstjóran?

En fín ráð hjá stelpunum með farsið og soðið, taka þær sér til fyrirmyndar.Farðu varlega í glundrið Gunnar Hrafn, allur gróðin færi í hundana hjá ríkinu ef þyrfti að senda þig í meðferð eða þú dyttir á hausinn blindfullur!

Svo heitir þú allt of fínu nafni til að vera í slíkri vitleysu!

Magnús Geir Guðmundsson, 8.10.2008 kl. 21:36

16 identicon

það má margt gera,leggja bílnum,þá sparar maður bensín,dekkjakaup

smurningu,tryggingar og viðhald,brugga vín,það er að minnsta kosti 10x

ódýrara en að kaupa það í vínbúðinni,baka allt brauð sjálfur,meðalfjölskylda sparar ca 45-60 þúsund á ári.Kaupa föt í góða hirðinum,ég gæti haldið áfram í allt kvöld en læt þetta duga að sinni!

eggert birgisson (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 22:50

17 identicon

Alveg ótrúleg mannvonska í gangi þarna á Dalvík, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 9.10.2008 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband