Fćrsluflokkur: Útvarp

Var Ringo hćfileikaminnsti bítillinn?

  Bítlarnir eru merkasta hljómsveit tónlistarsögunnar.  Framverđir hennar,  John Lennon og Paul McCartney, voru frábćrir söngvahöfundar.  Báđir í fremstu röđ lagahöfunda og Lennon nćsti bćr viđ Bob Dylan í hópi bestu textahöfunda rokksins.  Báđir frábćrir söngvarar.  Ţeir afgreiddu léttilega hömlulausan öskursöngstíl,  fyrstir bleiknefja á eftir Elvis Presley.  Ţeir afgreiddu líka léttilega allskonar ađra söngstíla.  Rödduđu ađ auki glćsilega ásamt Geroge Harrison.  Hann varđ - ţegar á leiđ - afburđagóđur lagahöfundur.  

  John, Paul og George hófu snemma kapphlaup í ađ framţróa tónlist hljómsveitarinnar.  Róttćk og djörf nýsköpun Bítlanna gekk langt og trompađi flest sem var í gangi á ţeim tíma.  

  Í tilraunastarfsemi Bítlanna reyndi einna minnst á trommuleik.  Ringo fór ađ upplifa sig sem utanveltu.  Í hljóđveri var hann meira og minna verkefnalaus.  Spilađi meira á spil viđ starfsmenn hljóđversins en á trommur. 

  Chuck Simms í Nýfundnalandi er Bítlafrćđingur, söngvari, söngvaskáld og jafnvígur á hin ólíkustu hljóđfćri;  allt frá munnhörpu til banjós;  og allt frá orgeli til gítars.  Hann hefur sent frá sér fjölda platna og tekiđ ţátt í árlegri vikulangri hátíđ International Beatle Week í Liverpool.  Bćđi ţar og á hljómleikaferđum um heiminn hefur hann spilađ fjölda Bítlalaga.  Á kanadíska netmiđlinum Quora skrifar hann áhugaverđa grein um ţetta allt saman.  Í styttu máli segir hann eitthvađ á ţessa leiđ:

  Ringo er ekki söngvaskáld.  Hann er lélegur söngvari.  Takmarkađur,  sérstaklega í samanburđi viđ hina bítlana.  En á upphafsárum Bítlanna var hann eini góđi hljóđfćraleikari hljómsveitarinnar.  Trommuleikur hans var öruggari, afgerandi og gerđi meira fyrir tónlistina en flestir trommuleikarar ţess tíma.     

  Gítarsóló George voru iđulega klaufaleg.  Paul spilađi tilţrifalausan hefđbundinn bassaleik.  Ringo bauđ upp á miklu meira og hljómsveitin ţurfti á ţví ađ halda.  Eins frábćrir og miklir áhrifavaldar Bítlarnir voru ţá var ţađ ekki fyrr en 1965, frá og međ plötunum Help og Rubber Soul sem hinir bítlarnir náđu Ringo sem góđir hljóđfćraleikarar.  Ţeir hefđu ţó aldrei orđiđ merkasta hljómsveit heims međ lélegum trommara.

  Ég er ađ mestu sammála Chuck.  Kvitta samt ekki undir ađ gítarsóló George hafi veriđ klaufsk.  Frekar ađ ţau hafi veriđ einföld og stundum smá stirđleg.  Ţađ er töff.  Eins og heyra má glöggt í međfylgjandi lagi - spilađ "life" í beinni útsendingu í breska útvarpinu 1963 - er ţađ trommuleikur Ringos sem keyrir upp kraftinn í laginu.  "Gerir ţađ", eins og sagt er um einstakt hljóđfćri sem skiptir öllu máli í ađ fullkomna lag. 

    


Gettu betur

  Ég var afskaplega sáttur međ sigur Kvennaskóla Reykjavíkur í spurningakeppninni Gettu betur.  Tek samt fram ađ ég hef ekkert á móti Menntaskóla Reykjavíkur sem Kvennaskólinn lagđi ađ velli.  Lengst af var Gettu betur leikvöllur drengja.  Nú brá svo viđ ađ sigurliđ Kvennaskólans var skipađ tveimur klárum stelpum og einum dreng. 

  Eitt olli mér undrun í keppninni:  Stuđningsmenn Kvennóliđsins,  samnemendur,  sungu gamlan bandarískan sveitaslagara um sveitavegi og bandaríska ferđamannastađi.  Ég átta mig ekki á tengingunni.  Ég hef ekkert á móti laginu né höfundi ţess,  John heitnum Denver.  En flutningur skólasystkinanna á ţví kom eins og skratti úr sauđalegg.

 

                                                                                                                                                                                                                  


Merkustu plötur sjöunda áratugarins

  Hvergi í heiminum eru gefin út eins mörg rokkmúsíktímarit og í Bretlandi.  Bandarísku rokkmúsíktímaritin Rolling Stone og Spin seljast ađ vísu í hćrra upplagi.  En ţau bresku fylgja ţéttingsfast í kjölfariđ.  

  Ég var ađ glugga í eitt af ţessum bresku,  Classic Rock.  Sá ţar lista yfir merkustu plötur sjöunda áratugarins.  Ekki endilega bestu plötur heldur ţćr sem breyttu landslaginu.  Ađeins ein plata á hvern flytjanda.  

  Merkilegt en samt auđvelt ađ samţykkja ađ ţćr komu allar út 1967 - 1969. Umhugsunarverđara er hvar í röđinni á listanum ţćr eru.  Hann er svona:

1.  The Jimi Hendrix Experience:  Axis: Bold as Love

2.  Bítlarnir:  Hvíta albúmiđ

3.  The Rolling Stones:  Let it Bleed 

4.  Led Zeppelin:  Led Zeppelin II

5.  Free:  Tons of Sobs

6.  Jeff Beck:  Truth

7. Fleetwood Mac:  Then Play On

8.  David Bowie:  David Bowie

9.  Pink Floyd:  Ummagumma

10.  The Doors:  The Doors


Plötuumsögn

  - Titill:  Plasteyjan

 - Flytjandi:  PS & Bjóla

 - Einkunn: ****

  PS & Bjóla er dúett Pjeturs Stefánssonar og Sigurđar Bjólu.  Báđir hafa starfađ í fjölda hljómsveita.  Pjetur kannski ţekktastur fyrir ađ leiđa Big Nose Band og PS & co.  Sigurđur eflaust kunnastur fyrir Spilverk ţjóđanna og Stuđmenn.  Samstarf ţeirra nćr vel aftur til síđustu aldar.

  Báđir eru afbragđsgóđir lagahöfundar, skemmtilegir textasmiđir,  ljómandi góđir söngvarar og ágćtir gítarleikarar.  Báđir hafa sent frá sér ódauđlega stórsmelli.  Pjetur međ "Ung og rík" (oftast kallađur "Ung gröđ og rík").  Sigurđur međ "Í bláum skugga". 

  Laglínur Sigurđar bera iđulega sterk höfundareinkenni.  Fyrir bragđiđ kvikna hugrenningar í átt til Stuđmanna - og reyndar Ţursaflokksins líka - af og til ţegar platan er spiluđ.  Ekki síđur vegna ţess ađ Ragnhildur Gísladóttir tekur lagiđ í ţremur söngvum.  Eflaust líka vegna ţess ađ trommuleikari ţessara hljómsveita,  Ásgeir Óskarsson, er ásláttaleikari plötunnar.

  Platan er fjölbreitt en hefur samt ákveđinn heildarsvip.  Blúskeimur hér,  sýra ţar,  gítar spilađur afturábak, smá Pink Floyd og allskonar.  Titillagiđ rammar pakkann inn; epískur 11 mínútna ópus.  Hann hefst á ljúfum söng Sigurđar viđ kassagítarundirleik.  Fleiri hljóđfćri bćtast hćgt og bítandi viđ.  Takturinn harđnar.  Fyrr en varir er hressilegt rokk skolliđ á. Síđan mýkist ţađ og breytist í rólegan sýrđan spuna.  Svo er upphafskaflinn endurtekinn.  Lokahlutinn er mildur einleikur Ástu Kristínar Pjetursdóttur á víólu.

  Mér heyrist sem Pjetur og Sigurđur semji lögin í sameiningu.  Ţeir skipta söngi bróđurlega á milli sín.  Söngstíll ţeirra er áţekkur ef frá er taliđ ađ Pjetur gefur stundum í og afgreiđir ţróttmikinn öskursöngstíl. 

  Textarnir hljóma eins og ţeir séu ortir í sameiningu.  Stíllinn er sá sami út í gegn.  Ađ auki kallast ţeir á.  Til ađ mynda kemur plasteyjan fyrir í nokkrum ţeirra.  Ţeir leika sér lipurlega međ tungumáliđ og tilvísanir.  Ágćtt dćmi er upphaf textans "Mammonshaf" sem snýr snyrtilega út úr upphafsorđum Jóhannesarguđspjalls:  "Í upphafi var plastiđ og plastiđ var hjá guđi."

  Platan er frekar seintekin.  Hún vex ţeim mun meira viđ hverja hlustun.  Vex mjög.  Hún hljómar eins og unnin í afslöppuđum rólegheitum.  Allt yfirvegađ og úthugsađ - án ţess ađ kćfa geislandi spilagleđi.  Ađrir hljóđfćraleikarar en nefndir eru hér fyrir ofan eru í landsliđinu:  Tryggvi Hubner, Bjöggi Gísla og Sigurgeir Sigmundsson (gítar),  Haraldur Ţorsteins (bassi), Hjörleifur Valsson (fiđla),  Jens Hansson (sax), Pétur Hjaltested (hljómborđ), Sigfús Örn Óttarsson (trommur) og Sigurđur Sigurđsson (munnharpa).

  Uppáhaldslög:  "Fléttur" (algjör negla!) og "Nóttin".

  Pjetur er hámenntađur og virtur myndlistamađur.  Umslagiđ ber ţess vitni.

plasteyjanPjétur StefánssonSigurđur Bjóla 


Alţjóđlegi CLASH-dagurinn

  Í dag,  7. febrúar,  er alţjóđlegi CLASH-dagurinn haldinn hátíđlegur um heim allan.  Formlegir ađstandendur hans eru 20 stórborgir (ţar á međal Chicago,  Seattle,  Washington DC,  Los Angeles,  Toronto,  Belgrad,  San José í Costa Rica,  Sao Paulo,  Barcelona...),  101 útvarpsstöđ  (allt frá Tónlistarútvarpi Peking-borgar til króatískrar og argentínskrar stöđva),  43 plötubúđir (allt frá mexíkóskum til eistlenskrar),  svo og 26 rokkhátíđir (međal annars í Perú og Finnlandi).  Sumar borgir hafa gert Clash-daginn ađ opinberum frídegi.  Sumar útvarpsstöđvar teygja á Clash-deginum.  Spila einungis Clash-lög í allt ađ 4 sólarhringa.  Samkvćmt hlustendamćlingum skora ţćr hćst á sínum ferli í ţeirri dagskrá.  Vonbrigđi ađ hvorki X-iđ né Rás 2 taki ţátt í Clash-deginum.

  The Clash var önnur tveggja hljómsveita sem leiddi bresku pönkbylgjuna á síđari hluta áttunda áratugarins (hin var Sex Pistols).  Ólíkt öđrum pönksveitum ţróađist Clash á örskömmum tíma yfir í afar fjölbreytta nýbylgju.  Ólíkt öđrum breskum pönksveitum sló Clash rćkilega í gegn í Bandaríkjunum.  

  Clash-dagurinn var upphaflega bandarískur.  Svo breiddist hann út um heim.

  Hljómsveitin var stofnuđ 1976.  Hún leystist upp í leiđindum og var öll 1986.  Gríđarmikil eiturlyfjaneysla átti hlut ađ máli.  1980 spilađi Clash í Laugardalshöll á vegum Listahátíđar.  Frábćrir hljómleikar.  

  Hróđur Clash jókst bratt eftir ađ hún snéri upp tánum.  Gott dćmi er ađ 1981 náđi lagiđ "Should I Stay or Should I Go" 1. sćti breska vinsćldalistans eftir ađ hafa áđur ítrekađ flökkt hátt á honum.  Í óţökk liđsmanna the Clash gerđi bandaríski herinn lagiđ "Rock the Casbah" ađ einkennislagi sínu í upphafi ţessarar aldar.  Ţađ var sett í síspilun ţegar ráđist var inn í Írak í aldarbyrjun. 

clash_logo


Hljómsveitin Týr orđin fjölţjóđleg

  Voriđ 2002 hljómađi fćreyskt lag á Rás 2.  Nokkuđ óvćnt.  Fćreysk tónlist hafđi ekki heyrst í íslensku útvarpi til margra áratuga.  Lagiđ var "Ormurin langi" međ hljómsveitinni Tý.  Viđbrögđ hlustenda voru kröftug.  Allt ćtlađi um koll ađ keyra.  Símkerfi Útvarpsins logađi.  Hlustendur vildu heyra ţetta "norska lag" aftur.  Já, einhverra hluta vegna héldu ţeir ađ ţetta vćri norskt lag.  Fćreyjar voru ekki inn í myndinni.

  Lagiđ var aftur spilađ daginn eftir.  Enn logađi símkerfiđ.  Ţetta varđ vinsćlasta lag ársins á Íslandi.  Platan međ laginu,  "How Far to Aasgard?",  sat vikum saman í toppsćti sölulistans.  Seldist í 4000 eintökum hérlendis.  Kiddi "kanína" (einnig ţekktur sem Kiddi í Hljómalind) var eldsnöggur sem fyrr ađ skynja ađ nú vćri lag.  Hann bókađi Tý í hljómleikaferđ um Ísland.  Hvarvetna var fullt út úr dyrum.  Víđa komust fćrri ađ en vildu.  Til ađ mynda í Ölfusi.  Ţar voru fleiri utan húss en komust inn. 

  Á skall alvöru Týs-ćđi.  Hljómsveitin mćtti í Smáralind til ađ gefa eiginhandaráritun.  Ţar myndađist biđröđ sem náđi gafla á milli.  Auglýstur klukkutími teygđist yfir ađ ţriđja tíma. 

  Í miđju fárinu uppgötvađi Kiddi ađ Fćreyingar sátu á gullnámu: Ţar blómstađi öflugt og spennandi tónlistarlíf međ ótrúlega hćfileikaríku fólki:  Eivör,  Hanus G.,  Kári Sverris,  hljómsveitir á borđ viđ 200,  Clickhaze,  Makrel,  Arts,  Yggdrasil,  Lena Anderson og ég er ađ gleyma 100 til viđbótar.  Kiddi kynnti ţetta fólk til sögunnar.  Talađ var um fćreysku bylgjuna.  Eivör varđ súperstjarna.  Einstakar plötur hennar hafa selst í 10 ţúsund eintökum hérlendis.  Hún fyllir alla hljómleikasali.  Í dag er hún stórt nafn víđa um heim.  Hefur fengiđ mörg tónlistarverđlaun.  Hún hefur átt plötur í 1. sćti norska vinsćldalistans og lag í 1. sćti danska vinsćldalistans.  Fyrsta sólóplata Eivarar kom út 1999.  Ţar heiđrađi hún nokkur gömul fćreysk kvćđalög.  Ţau urđu Tý kveikja ađ ţví ađ gera slíkt hiđ sama.  Fyrir ţann tíma ţóttu gömlu kvćđalögin hallćrisleg.      

  Ofurvinsćldir Týs - og Eivarar - á Íslandi urđu ţeim hvatning til ađ leita fyrir sér enn frekar utan landsteinanna.  Međ góđum árangri.  Týr er í dag stórt nafn í senu sem kallast víkingametall.  Hljómsveitin er vel bókuđ á helstu ţungarokkshátíđir heims.  Ađ auki túrar hún ótt og títt um Ameríku og Evrópu.  Fyrir nokkrum árum náđi hún toppsćti ameríska CMJ vinsćldalistans.  Hann mćlir spilun framhaldsskólaútvarpsstöđva í Bandaríkjunum og Kanada (iđulega hérlendis kallađar bandarískar háskólaútvarpsstöđvar - sem er villandi ónákvćmni).

  Hljómsveitin er ţétt bókuđ út ţetta ár.  Ţar á međal á ţungarokkshátíđir í Ameríku, Evrópu og Asíu.  Meira ađ segja í Kóreu og Japan.  

  Vegna bakveiki hefur trommarinn Kári Streymoy af og til helst úr lestinni síđustu ár.  Frá 2016 hefur Ungverjinn Tadeusz Rieckmann veriđ fastur trommari Týs.  Fćreyski gítarleikarinn Terji Skibenćs hefur í gegnum tíđina veriđ úr og í hljómsveitinni.  Húđflúr á hug hans og hjarta.  Nú hefur Ţjóđverjinn Attila Vörös veriđ fastráđinn í hans stađ.

  Söngvahöfundurinn, söngvarinn og gítarsnillingurinn Heri Joensen segir ţetta ekki vera vandamál;  ađ liđsmenn búi í mörgum löndum.  Hljómsveitin var á sínum tíma stofnuđ í Danmörku.  Allar götur síđan hafa liđsmenn hennar búiđ í ýmsum löndum.  Vinnusvćđiđ er hljómleikaferđir ţvers og kruss um heiminn.  Ţá skiptir ekki máli hvar liđsmenn eru skrásettir til heimilis. 

týr 


Vönduđ og metnađarfull plata

 - Titill:  Oddaflug

 - Flytjandi:  Kalli Tomm

 - Einkunn:  ****

  Lengst af var Karl Tómasson ţekktur sem trommuleikari Gildrunnar.  Fyrir fjórum árum eđa svo hóf hann farsćlan sólóferil;  sendi frá sér plötuna Örlagagaldur.  Ţar kom hann fram sem hörkugóđur söngvari og prýđilegt söngvaskáld.  Örlagagaldur varđ ein söluhćsta plata ţess árs.   Nokkuđ óvćnt vegna ţess ađ ekkert einstakst lag af henni varđ stórsmellur.  Ţess í stađ var ţađ platan í heild sem hlaut svona vćnar viđtökur.

  Oddaflug er önnur sólóplata Kalla.  Eđlilega sver hún sig í ćtt viđ Örlagagaldur.  Tónlistin er í humátt ađ norrćnum vísnasöng í bland viđ rokkađa spretti.  Ţetta fléttast skarpast saman í opnulaginu,  Kyrrţeyrinn andar.  Fyrri hlutinn er ljúfur og áferđarfagur óđur til náttúrunnar.  Um miđbik skellur óvćnt á kröftugur rokkkafli.  Í niđurlagi taka rólegheitin aftur viđ.  Útkoman er hiđ ágćtasta prog. 

  Ţrátt fyrir rafmagnađa rokktakta er heildarsvipur plötunnar lágstemmdur,  yfirvegađur og hátíđlegur.  Sjö lög af tíu eru frumsamin.  Ţar af eitt samiđ međ Tryggva Hubner og annađ međ Guđmundi Jónssyni.  Hann á ađ auki annađ lag og texta.  Tvö eru eftir Jóhann Helgason. 

  Textarnir hafa innihald og geta stađiđ sjálfstćđir sem ljóđ.  Fjórir eru ortir af Bjarka Bjarnasyni - einn ásamt Guđmundi Jónssyni.  Hjördís Kvaran Einarsdóttir er höfundur tveggja.  Jón úr Vör,  Jón Óskar og Líney Ólafsdóttir eiga sinn textann hvert.  Margir ţeirra bera sameiginlegan trega og söknuđ,  kasta fram spurningum um óvissa framtíđ en bođa ţó von og trú á ástina.  

  Jóhann Helgason, Íris Hólm og Ingibjörg Hólm Einarsdóttir syngja á móti Kalla í sitthverju laginu.  Ţau eru einnig í bakröddum ásamt Kalla sjálfum og fleirum.

  Gítarleikur er í höndum Kalla, Tryggva Hubner,  Guđmundar Jónssonar,  Ţráins Árna Baldvinssonar og Sigurgeirs Sigmundssonar.  Hljómborđsleik afgreiđa Kjartan Valdimarsson, Jón Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon.  Bassa plokka Jóhann Ásmundsson,  Jón Ólafsson og Ţórđur Högnason.  Ásmundur Jóhannsson trommar og Sigurđur Flosason blćr í sax.  Ţetta er skothelt liđ.

  Umslagshönnun Péturs Baldvinssonar setur punktinn yfir i-iđ;  glćsilegt listaverk.

  Vert er ađ taka fram ađ platan er frekar seintekin.  Ţó hún hljómi vel viđ fyrstu spilun ţá ţarf hún ađ rúlla í gegn nokkrum sinnum áđur en fegurđ tónlistarinnar skilar sér í fullum skrúđa.

oddaflug


Stam

  Í síđustu viku var ég í viđtali á Útvarpi Sögu,  hjá Pétri Gunnlaugssyni.  Nokkru síđar hringdi í mig kunningi.  Hann var ţá búinn ađ hlusta á spjalliđ í tvígang og hafđi gaman af.  Hinsvegar sagđist hann taka eftir ţví ađ stundum komi eins og hik á mig í miđri setningu,  líkt og ég finni ekki rétta orđiđ.

  Ég upplýsti hann um ađ ég stami.  Af og til neita talfćrin ađ koma strax frá sér tilteknum orđum.  Á barnsaldri reyndi ég samt ađ koma orđinu frá mér.  Ţá hjakkađi ég á upphafi orđsins,  eins og spólandi bíll.  Međ aldrinum lćrđist mér ađ heppilegri viđbrögđ vćru ađ ţagna uns ég skynja ađ orđiđ sé laust.  Tekur aldrei lengri tíma en örfáar sekúndur. 

  Ţetta hefur aldrei truflađ mig.  Ég hugsa aldrei um ţetta og tek yfirleitt ekki eftir ţessu.


Hvađ segir músíksmekkurinn um ţig?

  Margt mótar tónlistarsmekk.  Ţar á međal menningarheimurinn sem manneskjan elst upp í,   kunningjahópurinn og aldur.  Líkamsstarfsemin spilar stórt hlutverk.  Einkum hormón á borđ viđ testósteron og estrógen.  Ţetta hefur veriđ rannsakađ í bak og fyrir.  Niđurstađan er ekki algild fyrir alla.  Margir lađast ađ mörgum ólíkum músíkstílum.  Grófa samspiliđ er ţannig:

  - Ef ţú lađast ađ meginstraums vinsćldalistapoppi (Rihanna, Justin Bieber...) er líklegt ađ ţú sért félagslynd manneskja, einlćg og ósköp venjuleg í flesta stađi.  Dugleg til vinnu og međ ágćtt sjálfsálit.  En dálítiđ eirđarlaus og lítiđ fyrir skapandi greinar. 

  - Rappheimurinn hefur ímynd ofbeldis og árásarhneigđar.  Engu ađ síđur leiđa rannsóknir í ljós ađ rappunnendur eru ekki ofbeldisfyllri eđa ruddalegri en annađ fólk.  Hinsvegar hafa ţeir mikiđ sjálfsálit og eru opinskáir. 

  - Kántrýboltar eru dugnađarforkar,  íhaldssamir,  félagslyndir og í góđu tilfinningalegu jafnvćgi. 

  - Ţungarokksunnendur eru blíđir,  friđsamir,  skapandi,  lokađir og međ frekar lítiđ sjálfsálit. 

  - Ţeir sem sćkja í nýskapandi og framsćkna tónlist (alternative, indie...) eru ađ sjálfsögđu leitandi og opnir fyrir nýsköpun,  klárir,  dálítiđ latir,  kuldalegir og međ lítiđ sjálfsálit.   

  -  Unnendur harđrar dansmúsíkur eru félagslyndir og áreiđanlegir.

  -  Unnendum klassískrar tónlistar líđur vel í eigin skinni og eru sáttir viđ heiminn,  íhaldssamir,  skapandi og međ gott sjálfsálit. 

  -  Djassgeggjarar,  blúsarar og sálarunnendur (soul) eiga ţađ sameiginlegt ađ vera íhaldssamir,  klárir,  mjög skapandi međ mikiđ sjálfstraust og sáttir viđ guđi og menn.

 

 


Vilt ţú syngja á jólatónleikum?

Norska söngkonan Sissel Kyrkjebř verđur međ jólatónleika í Reykjavík núna fyrir jólin (af hverju eru aldrei jólatónleikar eftir jól?). Hún leitar ađ íslenskri söngkonu sem er til í ađ syngja dúett međ henni. Skiptir engu máli hvort viđkomandi er ţekkt eđa óţekkt. Ert ţú til? Afritađu ţá á eftirfarandi slóđ copy/paste:   http://sissel.net/singwithsissel/ 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband