Fćrsluflokkur: Lífstíll

Smásaga um ungt fólk

  Hann hafđi aldrei fariđ á dansleik áđur.  Frá 16 ára aldri hafđi hann ţó nokkrum sinnum fariđ á hljómleika.  En nú var hann mćttur á dansleik.  Hann var rétt svo búinn ađ koma sér fyrir viđ barinn er ađ honum vék sér gullfalleg dama.  Hún spurđi hvort ađ hann vćri til í dans.  Hann var til í ţađ.  Tók samt fram ađ hann hefđi aldrei dansađ.  Hún blés á ţađ:  "Ekki máliđ.  Viđ reynum bara ađ samhćfa einhvern takt."  Ţađ gekk áfallalaust fyrir sig.  Hann var nokkuđ sáttur viđ frammistöđu sína.   Hafđi reyndar ekki samanburđ.

  Ađ dansi loknum spurđi hún:  "Ertu til í panta einhverja spennandi kokteila á međan ég skrepp á salerni?"  Hann var til í ţađ.  Hún yrđi ađ velja.  Hann ţekkti enga kokteila.  Hún stakk upp á ţví ađ hann léti barţjóninn velja.  Hann tók vel í ţađ.

  Eftir nokkra framandi og bragđgóđa kokteila lá beinast viđ ađ ţau fćru saman heim til hans.  Ţar fćkkuđu ţau fötum ţegar í stađ.  Er hún skreiđ undir sćngina til hans hvíslađi hún:  "Nú er komiđ ađ fjármálunum.  Semjum um greiđsluna."  Honum dauđbrá.  Varđ afar vandrćđalegur.  Hikstandi og stamandi stundi hann upp međ erfiđismunum:  "Fjármál eru ekki mín sterkasta hliđ.  Púff!  Ég ţekki ekki taxtann.  Ég hef aldrei lent í ţessari stöđu.  Segjum bara ađ ţú borgir mér tíuţúsundkall og máliđ er dautt."

 

par

 


Álit ferđamanns

  Oft er gaman ađ heyra eđa lesa hvernig útlendir ferđamenn upplifa Ísland.  Á netmiđlinum quora.com spyr ung kona frá Singapore í fyrirsögn:  "Hve dýrt er Ísland?"  Hún svarar sér:  "Stutta svariđ er mjög."

  Hún fór í 8 daga hringferđ um Ísland.  Kíkti á Vestfirđi í leiđinni.  Hún var í 5 manna hópi sem tók jeppa á leigu.  Leigan var 134.200 kall.  Hún hvetur ađra túrhesta á Íslandi til ađ ferđast saman í hópi til ađ halda kostnađi niđri.  Jafnframt hvetur hún til ţess ađ keypt sé bílatrygging.  Framrúđan í bílnum sprakk vegna steinkasts.

  Bensínkostnađur var 48.800 kr.  Á veitingastöđum kostar ađalréttur um 3660 kr. Á móti vegur ađ bensínsjoppur selja heitt ruslfćđi á borđ viđ pylsur, hamborgara og franskar.  Kostnađur er á bilinu 976 til 1220 kall.  Mín athugasemd:  Hiđ rétta er ađ pylsa kostar víđast á bilinu 400 - 450 kall. Kannski ţarf 2 pylsur til ađ teljast vera máltíđ?

  Daman bendir á ađ hćgt ađ kaupa samlokur í Bónus-verslunum.  Sumar álíka verslanir selji líka heitan mat.  Sennilega er hún ađ vísa til Krónunnar sem selur heitan kjúkling, sviđakjamma og ţurusteik.

  Gistikostnađur hverja nótt á mann var 9760 kall á mann. Notiđ greiđslukort,  segir hún.  Íslenskar krónur eru verđlausar utan Íslands.    

  Niđurstađa hennar:  Já, Ísland er dýrt.  En hverrar krónu virđi!  

kerry teo        

  

   


Fátćklegt jólaskraut

  Gistiheimili sem ég dvaldi á í Toronto yfir jólin er stađsett í 2ja kílómetra fjarlćgđ frá miđborginni.  Engu ađ síđur gat ég ekki ţverfótađ fyrir spennandi veitingastöđum og óspennandi verslunum af öllu tagi.  Ég tel mig lánsaman ađ hafa engan áhuga á verslunum - ef frá eru taldar matvöruverslanir sem selja vatn og dagblöđ,  svo og búđir sem selja bjór.  

  Í Toronto er bjór seldur í the Beer Store.  Viđskiptavinurinn fćr ekki ađ sjá neinn bjór ţegar mćtt er á svćđiđ.  Hann gengur ađ afgreiđsluborđi og tilkynnir afgreiđslumanneskju hátt og skýrt hvađa bjór hann vill kaupa.  Afgreiđslumanneskjan bregđur sér ţá bak viđ luktar dyr.  Nokkru síđar birtist hún aftur međ bjórkippur í gráum plastpoka. 

  Mér skilst ađ ađrar verslanir selji annarsvegar léttvín og hinsvegar sterkt vín.  Ég átti ekki erindi í ţćr.  Sannreyndi ekki dćmiđ.

  Í miđbć Toronto var mikill og stórfenglegur jólamarkađur.  Yfirgengilegar jólaskreytingar í ýktasta stíl.  Ţeim mun merkilegra er ađ ţar fyrir utan fór lítiđ fyrir jólaskreytingum.  Á gistiheimilinu sem ég dvaldi á var í setustofu plastjólatré.  Um 1,5 metri á hćđ.  Um 30 cm ţar sem ţađ var breiđast.  Ekkert skraut.   

  Á rölti mínu um nágrenniđ sá ég inn um glugga ađ sami stíll var í öđrum gistiheimilum og hótelum.  Óskreytt jólatré og engar ađrar jólaskreytingar.  Gengt gistiheimili mínu er vegleg verslunarmiđstöđ (mall) međ tilheyrandi matsölustöđum og verslunum.  Hvergi örlađi á jólaskreytingum.   

  Í Toronto máttu íbúar henda jólatrénu út á stétt 7. janúar.  Um leiđ máttu ţeir henda út á stétt allskonar húsgögnum og tölvum.  Sorphirđan er til fyrirmyndar.

jólatré


Frétta- og fróđleiksţyrstir Kanadabúar

  Í Toronto er gefiđ út alvörugefiđ dagblađ sem heitir Toronto Star.  Prentútgáfan selst í 319 ţúsund eintökum ađ međaltali.  Á laugardögum hoppar salan upp í 420 ţús.  Merkilega góđ sala í 6 milljón manna borg.  Ađ vísu reikna ég međ ađ sala blađsins nái út fyrir stađbundna borgina.  Ţannig er ţađ í Bandaríkjunum.  Dagblöđ eins og New York Times og Washington Post eru seld víđa um Bandaríkin.  Jafnvel utan Bandaríkjanna.  Til ađ mynda hefur veriđ hćgt ađ kaupa ţau í íslenskum ritfangaverslunum.

  Íbúar Bandaríkjanna eru 326 milljónir.  3ja fjölmennasta ţjóđ heims.  Til samanburđar er Kanada smáţjóđ.  Íbúar 37 milljónir.  Ţeim mun athyglisverđara er ađ söluhćsta bandaríska dagblađiđ,  USA Today, selst "ađeins" í 957 ţúsund eintökum.  

  Annađ söluhćsta bandaríska dagblađiđ,  New York Times,  selst í 572 ţúsund eintökum ađra daga en sunnudaga.  Ţá er salan 1,088 millj. 

  Söluhćsta dagblađ Kanada heitir The Globe and Mail.  Salan á ţví er 337 ţúsund eintök ađ međaltali.  Ţar af er laugardagsblađiđ í 355 eintökum.  Rösklega fimmtungur kanadísku ţjóđarinnar talar frönsku ađ móđurmáli.  Munar mestu um ađ í 8 milljón manna kanadíska fylkinu Quebec er franska ráđandi.  Dagblöđ međ frönskum texta seljast eins og heitar lummur.  Le Journal de Montreol selst í 233 ţúsund eintökum ađ međaltali.  Á laugardögum er salan 242 ţús. 

  Eflaust segja sölutölur á kanadískum og bandarískum dagblöđum heilmikiđ um ţjóđirnar.  Rétt er ţó ađ undirstrika ađ hér er lagt út af prentmiđlum.  Öll dagblöđin eru einnig á netinu.  Ţar eru ţau seld í áskrift.  Einnig fá netsíđur ţeirra heimsóknir frá öđrum.  Útreikningar eru snúnir.  Talađ er um ţumalputtareglu:  Fyrir vestan haf megi margfalda heimsóknir á netsíđur daglađa međ 2,5 á prentađ upplag til ađ fá út heildarneyslu dagblađsins.. 

  Ţetta er samt flóknara.  Viđ getum boriđ saman visir.is og mbl.is.  Ţessar síđur fá álíka mörg innlit.  Munurinn er sá ađ ýmist efni á mbl.is er ađeins ađgengilegt áskrifendum.  Ţar fyrir utan er mikill munur á útbreiđslu prentmiđlanna.  Fréttablađiđ nćr til meira en tvöfalt fleiri en Morgunblađiđ.

   Pappírsbrot kanadísku dagblađanna er ţannig ađ ţau eru álíka breiđ og íslensk dagblöđ.  En um ţriđjungi hćrri.  Efnisval er ađgreint í lausum "kálfum".  Ţađ er ţćgilegt.  Ţá er hćgt ađ byrja á ţví ađ henda kálfunum "Sport" og "Business".   

 


Gleđilegt nýtt ár!

  Ég var í útlandinu.  Eins og jafnan áđur ţá fagna ég sigri ljóssins yfir myrkrinu í útlöndum.  Ađ ţessu sinni hélt ég upp á hátíđ ljóss og friđar í Toronto í Kanada.  Toronto er alvöru stórborg,  sú fjórđa fjölmennasta í Norđur-Ameríku.  Telur 6 milljónir íbúa.  Nokkuđ vćnn hópur.  Íbúar Kanada eru 37 milljónir.

  Toronto er friđsamasta og öruggasta borg í Ameríku.  Sem er merkilegt vegna ţess ađ hún liggur upp viđ New York.  Ţar kalla menn ekki allt ömmu sína ţegar kemur ađ glćpatíđni.

  Ţetta var mín fyrsta heimsókn til Kanada.  Ég hafđi ekki gert mér grein fyrir ţví hvađ bresk áhrif eru mikil ţarna.  Munar ţar einhverju um ađ ćđsti ţjóđhöfđingi Kanada er breska drottningin.  Mynd af henni "prýđir" 20 dollara seđilinn.  Fleiri Breta má finna á öđrum dollaraseđlum.  

  26 desember er stór dagur í Bretlandi.  Hann heitir "Boxing Day".  Ţá ganga Bretar af göflunum.  Breskar verslanir losa sig viđ afgangslager;  kýla niđur verđ til ađ geta byrjađ međ hreint borđ á nýju ári.  Viđskiptavinir slást um girnilegustu kaup.  Ţađan dregur dagurinn nafn sitt.  

  Í Kanada heitir 26. desember líka "Boxing Day".  Í Toronto er hamagangurinn ekki eins svakalegur og í Bretlandi.  Í og međ vegna ţess ađ fjöldi kanadískra verslana auglýsir og eru merktar stórum stöfum "Boxing Week".  Lagerhreinsunin varir til og međ 1. janúar.

 Margir veitingastađir bjóđa upp á enskan morgunverđ.  Ţađ er svo sem ekki bundiđ viđ Kanada.  Hérlendis og víđa erlendis má finna veitingastađi sem bjóđa upp á enskan morgunverđ.  En ţađ er bresk stemmning ađ snćđa í Kanada enskan morgunverđ og fletta í leiđinni dagblađinu Toronto Sun.  Ţađ er ómerkilegt dagblađ sem tekur miđ af ennţá ómerkilegra dagblađi,  breska The Sun.  Ţetta eru óvönduđ falsfrétta slúđurblöđ.  Kanadíska Sun reynir pínulítiđ ađ fela stćlinguna á breska Sun.  Breska Sun er ţekkt fyrir "blađsíđu 3".  Ţar er ljósmynd og kynning á léttklćddum stelpum.  Oft bara á G-streng einum fata.  Í Toronto Sun er léttklćdda stelpan kynnt í öftustu opnu.     

  Meira og mjög áhugavert varđandi kanadísk dagblöđ í bloggi helgarinnar.    


Gleđileg jól!

Heims um ból

halda menn jól;

heiđingjar, kristnir og Tjallar.

Uppi á stól

stendur í kjól

stuttklipptur prestur og trallar.


Veitingaumsögn

 - Stađur:  Sćgreifinn

 - Stađsetning:  Geirsgata 8 í Reykjavík

 - Réttur:  Kćst skata

 - Verđ:  2350 kr.

 - Einkunn: ****

  Sćgreifinn er skemmtilega hrár veitingastađur međ sterkan persónuleika (karakter).  Hann er í senn "heimilislegur" og heillandi.  Andi stofnandans,  Kjartans Halldórssonar,  svífur yfir og allt um kring.  Hann var bráđskemmtilegur og magnađur náungi sem gustađi af.  Féll frá 2015.  Í hans tíđ var ánćgjuleg ábót viđ góđa máltíđ ađ rćđa sjávarútvegsmál viđ hann.  Alltaf var stutt í húmorinn.  Hann sá broslegu hliđarnar í bland viđ annađ.

  Eitt af sérkennum Sćgreifans hefur veriđ og er ađ bjóđa upp á kćsta skötu og siginn fisk.  Skata er svipuđ frá einum veitingastađ til annars.  Hjá Sćgreifanum er hún frekar mild.  Međ á disknum eru saltfisksbitar,  kartöflur,  hamsar og tvćr rúgbrauđssneiđar međ smjöri.  Í eftirrétt er hrísgrjónagrautur međ rjóma og kanil,  kenndur viđ Steingrím Hermannsson,  fyrrverandi forsćtisráđherra.  

  Einn af mörgum kostum Sćgreifans er hófleg verđlagning.  Enginn veitingastađur á höfuđborgarsvćđinu býđur upp á hagstćđara verđ á skötumáltíđ í ár. 

  Ég geri tvćr athugasemdir viđ skötu Sćgreifans:  Annarsvegar er skammturinn alltof ríflegur.  Ţađ er ekki möguleiki ađ torga nema helmingi hans.  Ţrátt fyrir ađ trođa í sig löngu eftir ađ mađur er orđinn saddur.  Hinsvegar sakna ég ţess ađ fá ekki rófubita međ.  Í sćlli minningu á ég kćsta skötu á Sćgreifanum međ rófubita. 

skatasćgreifinnsćgreifinn b


Veitingaumsögn

 - Veitingastađur:  Rakang

 - Stađsetning:  Hraunbćr 102A í Reykjavík

 - Réttur:  Tćlenskt hlađborđ

 - Verđ:  2000 / 2800 kr. 

 - Einkunn:  ****

  Rakang er tćlenskur veitingastađur,  stađsettur í sama húsnćđi og áđur hýsti veitingastađinn Blástein.  Hann rak Ásgeir heitinn Hannes Eiríksson.  Ţetta er rúmgóđur stađur sem skiptist upp í nokkra sali.  Á góđum helgardegi var bođiđ upp á dansleiki.  

  Fyrir ókunnuga er erfitt ađ finna stađinn.  Hraunbćr 102 teygir sig yfir nokkur hús í grennd viđ Orku bensínsölu.  Til ađ finna 102a ţarf ađ keyra niđur fyrir eitt húsiđ. 

  Asísk hlađborđ eru hvert öđru lík.  Enda eru ţau iđulega blanda af tćlenskum mat, víetnömskum og kínverskum.  Hlađborđiđ á Rakang samanstendur af kjúklingabitum í sósu,  ţunnt skornu nautakjöti í sósu,  djúpsteiktum svínakjötstrimlum,  djúpsteiktum fiski,  djúpsteiktum vćngjum og tveimur núđluréttum međ grćnmeti.  Međlćti eru hvít hrísgrjón,  grćn karrýsósa,  rauđ karrýsósa og súrsćt sósa. 

  Maturinn er bragđmikill og góđur.  Á borđum eru flöskur til ađ skerpa enn frekar á bragđi.  Ţćr innihalda soyja sósu,  sterka chilli sósu og sterka mayones sósu.

  Enginn laukur er í matnum,  ólíkt ţví sem algengt er í asískum mat.  Ţeim mun meira er af grćnmeti á borđ viđ gulrćtur, papriku og blómkáli. 

  Í hádegi er hlađborđiđ á 2000 kr.  Á kvöldin er ţađ 2800 kall.  Innifaliđ er kaffi og gosdrykkir.

  Ljósmyndirnar njóta sín betur ef smellt er á ţćr.

rakang hlađborđ Grakang hlađborđ IRakangtai


Stam

  Í síđustu viku var ég í viđtali á Útvarpi Sögu,  hjá Pétri Gunnlaugssyni.  Nokkru síđar hringdi í mig kunningi.  Hann var ţá búinn ađ hlusta á spjalliđ í tvígang og hafđi gaman af.  Hinsvegar sagđist hann taka eftir ţví ađ stundum komi eins og hik á mig í miđri setningu,  líkt og ég finni ekki rétta orđiđ.

  Ég upplýsti hann um ađ ég stami.  Af og til neita talfćrin ađ koma strax frá sér tilteknum orđum.  Á barnsaldri reyndi ég samt ađ koma orđinu frá mér.  Ţá hjakkađi ég á upphafi orđsins,  eins og spólandi bíll.  Međ aldrinum lćrđist mér ađ heppilegri viđbrögđ vćru ađ ţagna uns ég skynja ađ orđiđ sé laust.  Tekur aldrei lengri tíma en örfáar sekúndur. 

  Ţetta hefur aldrei truflađ mig.  Ég hugsa aldrei um ţetta og tek yfirleitt ekki eftir ţessu.


Kinnasleikir

  Lengi er von á einum.  Nú hefur Óli kinnasleikir bćst viđ í skrautlega flóru íslenskra jólasveina.  Störfum hlađin kynferđisbrotadeild ríkiskirkjunnar rannsakađi máliđ:  Komst hćgt og bítandi ađ niđurstöđu;  um ađ háttsemi jólasveinsins falli undir eitt af mörgum fjölskrúđugum kynferđislegum áreitum og ofbeldi kirkjunnar ţjóna.  Kinnasleikir vill frekar telja ţetta til almennra ţrifa.  Svona sé algengt.  Einkum međal katta. 

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband