Fćrsluflokkur: Lífstíll
12.3.2019 | 06:01
Furđulegur matur
Ég hef nokkrum sinnum sótt Svíţjóđ heim. Reyndar ađeins Stokkhólm. Skemmtileg borg. Góđar plötubúđir. Góđur matur. Víkur ţá sögu ađ sćnsku búđinni Ikea í Garđabć. Henni er stýrt af röggsemi og útjónarsemi af Skagfirđingi. Fyrir bragđiđ er veitingastađur Ikea í Garđabć sá vinsćlasti í heiminum. Međal snjallra trompa er ađ bjóđa upp á fjölbreytta rétti mánađarins. Jafnan eitthvađ gott, ódýrt og spennandi.
Í ţessum mánuđi er bođiđ upp á furđulegan sćnskan rétt, kartöflubollur, svokallađar kroppkakor. Mér virtist sem ţćr samanstandi af hveiti og kartöflum. Kannski smá salti. Inni í hverri bollu er smávegis af svínakjöti. Ţćr eru löđrandi í brćddu smjöri og rjómaskvettu. Títuberjasulta bjargar ţví sem bjarga má. Ţetta er furđulegur matur. Allir fyrri tilbođsréttir Ikea hafa bragđast betur. Undarlegt ađ Svíar sćki í ţennan rétt. Kannski er hann hollur.
Samt. Ţađ er alltaf gaman ađ prófa framandi mat.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
7.3.2019 | 23:00
Andúđ Lennons á Mick Jagger
Á sjöunda áratugnum var Bítlunum og The Rolling Stones stillt upp sem harđvítugum keppinautum. Ađdáendur ţeirra skipuđu sér í fylkingar. Ţćr tókust á um ţađ hvor hljómsveitin vćri betri. Ekki ađeins í orđaskaki. Líka međ hnúum og hnefum.
Raunveruleikinn var sá ađ á milli hljómsveitanna ríkti mikill vinskapur. Bítlarnir redduđu Stóns plötusamningi. Bítlarnir sömdu lag fyrir ađra smáskífu Stóns - eftir ađ fyrsta smáskífan náđi ekki inn á breska Topp 20 vinsćldalistann. Bítlalagiđ kom Stóns í 12. sćti vinsćldalistans. Ţar međ stimplađi Stóns sig inn. 1. janúar 1964 hóf vinsćldalistaţátturinn Top of the Pops göngu sína í BBC sjónvarpinu. Opnulag hans var ţetta lag.
Bítlarnir kenndu Stónsurum ađ semja lög. Bítlarnir ađstođuđu Stóns međ raddanir. Stónsarar komu líka viđ sögu í nokkrum lögum Bítlanna.
Hljómsveitirnar höfđu samvinnu um útgáfudag laga og platna. Ţegar önnur ţeirra átti lag eđa plötu í 1. sćti vinsćldalista hinkrađi hin međ útgáfu á sínu efni uns 1. sćtiđ var laust.
Af og til átti söngvari Stóns, Mick Jagger, til ađ skerpa á ímyndinni um ađ hljómsveitirnar vćru harđvítugir keppinautar. Í fjölmiđlaviđtölum laumađi hann góđlátlegri smá hćđni í garđ Bítlanna. Kannski olli ţađ ţví ađ í spjalli viđ bandaríska tímaritiđ Rolling Stones opinberađi bítillinn John Lennon óvćnt andúđ sína á Mick Jagger. Ţetta var 1971.
Međal ţess sem Lennon sagđi var ađ Mick Jagger vćri brandari. Hann hćddist ađ "hommalegri" sviđsframkomu hans. Gaf lítiđ fyrir leikarahćfileika hans. Hann hélt ţví fram ađ Jagger hefđi alltaf veriđ afbrýđisamur út í Bítlana. Hann hafi hermt eftir öllu sem Bítlarnir gerđu.
Lennon sagđist ţó alltaf hafa boriđ virđingu fyrir Stóns. Hljómsveitin hafi hinsvegar aldrei veriđ í sama klassa og Bítlarnir. Nokkrum árum síđar hélt Lennon ţví fram, líka í spjalli viđ Rolling Stones, ađ Jagger hafi alltaf veriđ viđkvćmur vegna yfirburđa Bítlanna á öllum sviđum. Hann hafi aldrei komist yfir ţađ.
Rétt er ađ taka fram ađ á ţessum tíma, í upphafi áttunda áratugarins, var Lennon pirrađur og hafđi horn í síđu margra. Hann söng níđvísu um Paul McCartney. Hann skrifađi opiđ níđbréf til tónlistarmannsins og upptökustjórans Todd Rundgren. Hann söng gegn breska hernum á Írlandi. Hann beitti sér gegn forseta Bandaríkjanna, Nixon. Á milli ţeirra tveggja varđ hatrammt stríđ.
Hér fyrir neđan er myndband međ blúshljómsveit Lennons, Dirty Mac. Bassaleikarinn er Stónsarinn Keith Richards. Í upphafi ţess gefur Lennon Mick Jagger leifar af mat. Sumir túlka ţađ sem dćmi um lúmskt uppátćki hans til ađ niđurlćgja Jagger. Ég hef efasemdir um ţađ. Lennon var alltaf opinskár og talađi ekki undir rós.
Lífstíll | Breytt 8.3.2019 kl. 18:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
3.3.2019 | 01:51
Haugalygi um Fćreyjar
Breska dagblađiđ The Guardian sló á dögunum upp frétt af ţví ađ Fćreyjar yrđu lokađar erlendum ferđamönnum síđustu helgina í apríl. Ţetta er ekki alveg rétt. Töluvert ýkt. Hvorki leggst flug niđur né ađ hótel loki. Hinsvegar verđa helstu ferđamannastađir lokađir túristum ţessa helgi. Ástćđan er sú ađ tímabćrt er ađ taka ţá í gegn; bćta merkingar, laga gönguleiđir, laga til eftir of mikinn átrođning og hreinsa eyjarnar af rusli, svo sem plasti sem rekiđ hefur í land.
Fjöldi fjölmiđla endurbirti frétt The Guardian. Ţar á međal Rúv og fjölmiđlar 365. 100 erlendum ferđamönnum er bođiđ ađ taka ţátt í tiltektarátakinu. Ţeir fá frítt fćđi og húsnćđi en sjá sjálfir um ferđir til og frá eyjunum. Ţegar hafa 3500 manns sótt um ţátttöku.
Í frétt The Guardian segir ađ 60 ţúsund erlendir ferđamenn heimsćki Fćreyjar árlega. Bćđi íslensku fjölmiđlarnir og ţeir útlensku éta ţetta upp eftir The Guardian. Fréttin er haugalygi. Í fyrra, 2018, sóttu 120.000 erlendir ferđamenn Fćreyjar. Ţađ er ađ segja tvöfalt fleiri en sagt er frá í fréttum.
Fjöldinn skiptir miklu máli fyrir eyţjóđ sem telur 51 ţúsund manns. Mig grunar ađ The Guardian hafi sótt sína tölu í fjölda erlendra gesta á skemmtiferđaskipum. Gleymst hafi ađ kanna hvađ margir heimsćkja Fćreyjar í flugi.
Íslensku fjölmiđlarnir hefđu gert rétt í ţví ađ hringja í mig til ađ fá réttar upplýsingar. En klúđruđu ţví. Fyrir bragđiđ birtu ţeir kolrangar upplýsingar.
Lífstíll | Breytt 6.3.2019 kl. 19:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
12.2.2019 | 03:16
Saga the Clash
7. febrúar var alţjóđa CLASH-dagurinn haldinn hátíđlegur um allan heim (sjá síđustu bloggfćrslu). Ekkert lát er á hróđri ţessarar merku ensku pönksveit. 28. febrúar rekja Spotify og breska sjónvarpiđ BBC í sameiningu sögu Clash.
The Clash leiddi og mótađi bresku pönkbylgjuna - ásamt Sex Pistols - 1976/1977. Fyrsta smáskífulag Clash, White Riot (útgefiđ snemma árs 1977), varđ einskonar ţjóđsöngur pönkbylgjunnar. Fjöldi pönksveita krákađi lagiđ (cover song). Jómfrúar Lp-plata the Clash (útgefin voriđ 1977) varđ fyrirmynd nýrra pönksveita um allan heim. Međal annars innleiddi hún reggí í pönksenuna.
Nćsta plata the Clash, Give ´Em Enough Rope, vakti undrun. Hún var meira hard rokk en pönk. Eđa pönkkryddađ hard rokk.
3ja plata the Clash, London Calling, vakti ennţá meiri undrun. Fátt var um pönk en ţeim mun meira af allskonar: Allt frá djassi til calypso. Eftir ţetta hćtti the Clash ađ koma á óvart. Ţessi hljómsveit spilađi hvađ sem var. Ţess vegna allt frá pjúra poppi til sýrđasta avant-garde.
Eftir ađ hljómsveitin leystist upp í leiđindum 1986 var henni ítrekađ bođiđ gull og grćnir skógar fyrir ađ koma fram á hinum ýmsu rokkhátíđum. Stjarnfrćđilega háar upphćđir. Liđsmenn höfđu bein í nefinu til ađ hafna öllum gyllibođum. Hljómsveitin snérist aldrei um peninga. Ţađ var hennar gćfa. Ţađ er ein af stóru ástćđunum fyrir ţví ađ hún er ţetta stöđugt vaxandi stórveldi í rokksögunni.
Ég skrifa um Clash í fortíđ vegna ţess ađ fyrirliđinn, Joe Strummer, er fallinn frá. Hann var forsöngvarinn, gítarleikari og söngvahöfundur. Fráfall hans hefur dregiđ úr líkum á endurkomu Clash.
Lífstíll | Breytt 13.2.2019 kl. 04:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2019 | 23:27
Samanburđur á Kanada og Bandaríkjunum
Áhugavert og gaman er ađ bera saman Kanada og Bandaríkin. Margt er ólíkt međ skyldum. Löndin liggja saman. Kanada deilir einungis landamćrum međ Bandaríkjunum. Ţau deila hinsvegar líka landamćrum međ Mexíkó. Stöđugur vandrćđagangur er viđ ţau. Kanadísku landamćrin eru vandrćđalaus.
Báđar ţjóđirnar eru enskumćlandi. 35 milljónir Bandaríkjamanna eru ţó spćnskumćlandi. Í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjum kveđa lög á um ađ spćnska og enska séu jafn rétthá. 35% Kanadamanna er frönskumćlandi. Ţar af tala 21% enga ensku.
Kanada er nćst stćrsta land heims ađ flatarmáli (á eftir Rússlandi). Bandaríkin eru í 3ja sćti. Kanada er smáţjóđ í samanburđi viđ Bandaríkin ţegar kemur ađ íbúafjölda: 37 milljónir á móti 325 milljónum.
Ţjóđarréttur Bandaríkjamanna er skyndibiti af öllu tagi: Pizza, hamborgari, kjúklingabitar og kleinuhringir. Ţjóđarréttur Kanada kallast poutine. Uppistađa hans eru franskar kartöflur, mjúkur skjannahvítur sósulegur ostur (ystingur) og ţykk brún kjötsósa. Međ má vera smávegis grćnmeti og smá kjöt.
Svo skemmtilega vill til ađ kanadíski poutine-rétturinn er í bókstaflegri merkingu kenndur viđ Frakka, rétt eins og frönsku kartöflurnar sem hann byggir á. Sumir vilja meina ađ franskar kartöflur séu upphaflega komnar frá Belgíu. Rétt eins og belgískar vöfflur. Ţetta dettur ekki af himni ofan.
Gjaldmiđill Bandaríkjanna og Kanada er dollar, táknađur međ $. Bandaríski dollarinn er alţjóđleg mynt. Ekki sá kanadíski.
Í sunnanverđum Bandaríkjunum er veturinn hlýr og notalegur. Veturinn í Kanada er svalur.
Allir forsćtisráđherrar Kanada eru og hafa veriđ bleiknefjar. Bandaríkin hafa átt hvíta forseta, hörundsdökkan forseta og appelsínugulan forseta.
Lífstíll | Breytt 4.2.2019 kl. 12:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
22.1.2019 | 05:54
Smásaga um ungt fólk
Hann hafđi aldrei fariđ á dansleik áđur. Frá 16 ára aldri hafđi hann ţó nokkrum sinnum fariđ á hljómleika. En nú var hann mćttur á dansleik. Hann var rétt svo búinn ađ koma sér fyrir viđ barinn er ađ honum vék sér gullfalleg dama. Hún spurđi hvort ađ hann vćri til í dans. Hann var til í ţađ. Tók samt fram ađ hann hefđi aldrei dansađ. Hún blés á ţađ: "Ekki máliđ. Viđ reynum bara ađ samhćfa einhvern takt." Ţađ gekk áfallalaust fyrir sig. Hann var nokkuđ sáttur viđ frammistöđu sína. Hafđi reyndar ekki samanburđ.
Ađ dansi loknum spurđi hún: "Ertu til í panta einhverja spennandi kokteila á međan ég skrepp á salerni?" Hann var til í ţađ. Hún yrđi ađ velja. Hann ţekkti enga kokteila. Hún stakk upp á ţví ađ hann léti barţjóninn velja. Hann tók vel í ţađ.
Eftir nokkra framandi og bragđgóđa kokteila lá beinast viđ ađ ţau fćru saman heim til hans. Ţar fćkkuđu ţau fötum ţegar í stađ. Er hún skreiđ undir sćngina til hans hvíslađi hún: "Nú er komiđ ađ fjármálunum. Semjum um greiđsluna." Honum dauđbrá. Varđ afar vandrćđalegur. Hikstandi og stamandi stundi hann upp međ erfiđismunum: "Fjármál eru ekki mín sterkasta hliđ. Púff! Ég ţekki ekki taxtann. Ég hef aldrei lent í ţessari stöđu. Segjum bara ađ ţú borgir mér tíuţúsundkall og máliđ er dautt."
Lífstíll | Breytt 24.1.2019 kl. 17:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
18.1.2019 | 00:02
Álit ferđamanns
Oft er gaman ađ heyra eđa lesa hvernig útlendir ferđamenn upplifa Ísland. Á netmiđlinum quora.com spyr ung kona frá Singapore í fyrirsögn: "Hve dýrt er Ísland?" Hún svarar sér: "Stutta svariđ er mjög."
Hún fór í 8 daga hringferđ um Ísland. Kíkti á Vestfirđi í leiđinni. Hún var í 5 manna hópi sem tók jeppa á leigu. Leigan var 134.200 kall. Hún hvetur ađra túrhesta á Íslandi til ađ ferđast saman í hópi til ađ halda kostnađi niđri. Jafnframt hvetur hún til ţess ađ keypt sé bílatrygging. Framrúđan í bílnum sprakk vegna steinkasts.
Bensínkostnađur var 48.800 kr. Á veitingastöđum kostar ađalréttur um 3660 kr. Á móti vegur ađ bensínsjoppur selja heitt ruslfćđi á borđ viđ pylsur, hamborgara og franskar. Kostnađur er á bilinu 976 til 1220 kall. Mín athugasemd: Hiđ rétta er ađ pylsa kostar víđast á bilinu 400 - 450 kall. Kannski ţarf 2 pylsur til ađ teljast vera máltíđ?
Daman bendir á ađ hćgt ađ kaupa samlokur í Bónus-verslunum. Sumar álíka verslanir selji líka heitan mat. Sennilega er hún ađ vísa til Krónunnar sem selur heitan kjúkling, sviđakjamma og ţurusteik.
Gistikostnađur hverja nótt á mann var 9760 kall á mann. Notiđ greiđslukort, segir hún. Íslenskar krónur eru verđlausar utan Íslands.
Niđurstađa hennar: Já, Ísland er dýrt. En hverrar krónu virđi!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
10.1.2019 | 00:28
Fátćklegt jólaskraut
Gistiheimili sem ég dvaldi á í Toronto yfir jólin er stađsett í 2ja kílómetra fjarlćgđ frá miđborginni. Engu ađ síđur gat ég ekki ţverfótađ fyrir spennandi veitingastöđum og óspennandi verslunum af öllu tagi. Ég tel mig lánsaman ađ hafa engan áhuga á verslunum - ef frá eru taldar matvöruverslanir sem selja vatn og dagblöđ, svo og búđir sem selja bjór.
Í Toronto er bjór seldur í the Beer Store. Viđskiptavinurinn fćr ekki ađ sjá neinn bjór ţegar mćtt er á svćđiđ. Hann gengur ađ afgreiđsluborđi og tilkynnir afgreiđslumanneskju hátt og skýrt hvađa bjór hann vill kaupa. Afgreiđslumanneskjan bregđur sér ţá bak viđ luktar dyr. Nokkru síđar birtist hún aftur međ bjórkippur í gráum plastpoka.
Mér skilst ađ ađrar verslanir selji annarsvegar léttvín og hinsvegar sterkt vín. Ég átti ekki erindi í ţćr. Sannreyndi ekki dćmiđ.
Í miđbć Toronto var mikill og stórfenglegur jólamarkađur. Yfirgengilegar jólaskreytingar í ýktasta stíl. Ţeim mun merkilegra er ađ ţar fyrir utan fór lítiđ fyrir jólaskreytingum. Á gistiheimilinu sem ég dvaldi á var í setustofu plastjólatré. Um 1,5 metri á hćđ. Um 30 cm ţar sem ţađ var breiđast. Ekkert skraut.
Á rölti mínu um nágrenniđ sá ég inn um glugga ađ sami stíll var í öđrum gistiheimilum og hótelum. Óskreytt jólatré og engar ađrar jólaskreytingar. Gengt gistiheimili mínu er vegleg verslunarmiđstöđ (mall) međ tilheyrandi matsölustöđum og verslunum. Hvergi örlađi á jólaskreytingum.
Í Toronto máttu íbúar henda jólatrénu út á stétt 7. janúar. Um leiđ máttu ţeir henda út á stétt allskonar húsgögnum og tölvum. Sorphirđan er til fyrirmyndar.
Lífstíll | Breytt 11.1.2019 kl. 11:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
7.1.2019 | 00:07
Frétta- og fróđleiksţyrstir Kanadabúar
Í Toronto er gefiđ út alvörugefiđ dagblađ sem heitir Toronto Star. Prentútgáfan selst í 319 ţúsund eintökum ađ međaltali. Á laugardögum hoppar salan upp í 420 ţús. Merkilega góđ sala í 6 milljón manna borg. Ađ vísu reikna ég međ ađ sala blađsins nái út fyrir stađbundna borgina. Ţannig er ţađ í Bandaríkjunum. Dagblöđ eins og New York Times og Washington Post eru seld víđa um Bandaríkin. Jafnvel utan Bandaríkjanna. Til ađ mynda hefur veriđ hćgt ađ kaupa ţau í íslenskum ritfangaverslunum.
Íbúar Bandaríkjanna eru 326 milljónir. 3ja fjölmennasta ţjóđ heims. Til samanburđar er Kanada smáţjóđ. Íbúar 37 milljónir. Ţeim mun athyglisverđara er ađ söluhćsta bandaríska dagblađiđ, USA Today, selst "ađeins" í 957 ţúsund eintökum.
Annađ söluhćsta bandaríska dagblađiđ, New York Times, selst í 572 ţúsund eintökum ađra daga en sunnudaga. Ţá er salan 1,088 millj.
Söluhćsta dagblađ Kanada heitir The Globe and Mail. Salan á ţví er 337 ţúsund eintök ađ međaltali. Ţar af er laugardagsblađiđ í 355 eintökum. Rösklega fimmtungur kanadísku ţjóđarinnar talar frönsku ađ móđurmáli. Munar mestu um ađ í 8 milljón manna kanadíska fylkinu Quebec er franska ráđandi. Dagblöđ međ frönskum texta seljast eins og heitar lummur. Le Journal de Montreol selst í 233 ţúsund eintökum ađ međaltali. Á laugardögum er salan 242 ţús.
Eflaust segja sölutölur á kanadískum og bandarískum dagblöđum heilmikiđ um ţjóđirnar. Rétt er ţó ađ undirstrika ađ hér er lagt út af prentmiđlum. Öll dagblöđin eru einnig á netinu. Ţar eru ţau seld í áskrift. Einnig fá netsíđur ţeirra heimsóknir frá öđrum. Útreikningar eru snúnir. Talađ er um ţumalputtareglu: Fyrir vestan haf megi margfalda heimsóknir á netsíđur daglađa međ 2,5 á prentađ upplag til ađ fá út heildarneyslu dagblađsins..
Ţetta er samt flóknara. Viđ getum boriđ saman visir.is og mbl.is. Ţessar síđur fá álíka mörg innlit. Munurinn er sá ađ ýmist efni á mbl.is er ađeins ađgengilegt áskrifendum. Ţar fyrir utan er mikill munur á útbreiđslu prentmiđlanna. Fréttablađiđ nćr til meira en tvöfalt fleiri en Morgunblađiđ.
Pappírsbrot kanadísku dagblađanna er ţannig ađ ţau eru álíka breiđ og íslensk dagblöđ. En um ţriđjungi hćrri. Efnisval er ađgreint í lausum "kálfum". Ţađ er ţćgilegt. Ţá er hćgt ađ byrja á ţví ađ henda kálfunum "Sport" og "Business".
Lífstíll | Breytt 9.1.2019 kl. 18:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
4.1.2019 | 00:02
Gleđilegt nýtt ár!
Ég var í útlandinu. Eins og jafnan áđur ţá fagna ég sigri ljóssins yfir myrkrinu í útlöndum. Ađ ţessu sinni hélt ég upp á hátíđ ljóss og friđar í Toronto í Kanada. Toronto er alvöru stórborg, sú fjórđa fjölmennasta í Norđur-Ameríku. Telur 6 milljónir íbúa. Nokkuđ vćnn hópur. Íbúar Kanada eru 37 milljónir.
Toronto er friđsamasta og öruggasta borg í Ameríku. Sem er merkilegt vegna ţess ađ hún liggur upp viđ New York. Ţar kalla menn ekki allt ömmu sína ţegar kemur ađ glćpatíđni.
Ţetta var mín fyrsta heimsókn til Kanada. Ég hafđi ekki gert mér grein fyrir ţví hvađ bresk áhrif eru mikil ţarna. Munar ţar einhverju um ađ ćđsti ţjóđhöfđingi Kanada er breska drottningin. Mynd af henni "prýđir" 20 dollara seđilinn. Fleiri Breta má finna á öđrum dollaraseđlum.
26 desember er stór dagur í Bretlandi. Hann heitir "Boxing Day". Ţá ganga Bretar af göflunum. Breskar verslanir losa sig viđ afgangslager; kýla niđur verđ til ađ geta byrjađ međ hreint borđ á nýju ári. Viđskiptavinir slást um girnilegustu kaup. Ţađan dregur dagurinn nafn sitt.
Í Kanada heitir 26. desember líka "Boxing Day". Í Toronto er hamagangurinn ekki eins svakalegur og í Bretlandi. Í og međ vegna ţess ađ fjöldi kanadískra verslana auglýsir og eru merktar stórum stöfum "Boxing Week". Lagerhreinsunin varir til og međ 1. janúar.
Margir veitingastađir bjóđa upp á enskan morgunverđ. Ţađ er svo sem ekki bundiđ viđ Kanada. Hérlendis og víđa erlendis má finna veitingastađi sem bjóđa upp á enskan morgunverđ. En ţađ er bresk stemmning ađ snćđa í Kanada enskan morgunverđ og fletta í leiđinni dagblađinu Toronto Sun. Ţađ er ómerkilegt dagblađ sem tekur miđ af ennţá ómerkilegra dagblađi, breska The Sun. Ţetta eru óvönduđ falsfrétta slúđurblöđ. Kanadíska Sun reynir pínulítiđ ađ fela stćlinguna á breska Sun. Breska Sun er ţekkt fyrir "blađsíđu 3". Ţar er ljósmynd og kynning á léttklćddum stelpum. Oft bara á G-streng einum fata. Í Toronto Sun er léttklćdda stelpan kynnt í öftustu opnu.
Meira og mjög áhugavert varđandi kanadísk dagblöđ í bloggi helgarinnar.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)