Fćrsluflokkur: Lífstíll
1.5.2019 | 01:20
Skemmtilegt verđlag í Munchen
Ég er enn međ hugann viđ Munchen í Ţýskalandi eftir ađ hafa dvaliđ ţar um páskana. Ísland er dýrasta borg í heimi. Munchen hefur til margra ára dansađ í kringum 100. sćti. Verđlag ţar er nálćgt ţriđjungi lćgra en í Reykjavík ađ međaltali. Auđveldlega má finna dćmi ţar sem munurinn er meiri.
Ég fer aldrei inn í verslanir í útlöndum. Nema stórmarkađi. Já, og plötubúđir. Helstu útgjöld snúa ađ mat og drykk. Í stórmarkađskeđju sem heitir Rewe fann ég Beck´s bjór á 94 kr. (0,69 evrur). Hálfur lítri. 4,9%.
Á Íslandi er Beck´s örlítiđ dýrari, 389 kall í ÁTVR. Taka má tillit til ţess ađ hérna er hann 5%. Ţađ telur.
1,5 lítra vatnsflaska kostar 41 kr. (0,30 evrur).
Glćsilegt morgunverđarhlađborđ kostar 667 kr (4,9 evrur).
Á gistiheimilinu sem hýsti mig kostar hálfur lítri af bjór úr krana á 340 kr. (2,5 evrur) fram á kvöld. Síđar um kvöldiđ hćkkar verđiđ í 476 kr. (3,5 evrur).
Ég hef engan áhuga á fínum veitingastöđum. Nenni ekki ađ sitja og bíđa eftir ađ matur sé eldađur. Kýs frekar mat sem ţegar er eldađur. Ég gerđi ţó undantekningu er ég sá ađ á asískum veitingastađ var bođiđ upp á stökka önd (crispy) međ grćnmeti og núđlum. Sá veislumatur kostar 803 kr. (5,9 evrur). Enginn málsverđur kostađi mig 1000 kall. Sá dýrasti var á 952 kr. Ţađ var lambakjöt í karrý.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
27.4.2019 | 20:55
Tilviljun?
Listafrćđikennarinn minn í Myndlista- og handíđaskóla Íslands á áttunda áratugnum var Björn Th. Björnsson. Hann var afskaplega skemmtilegur. Hann hafđi sérstćđar kenningar um hitt og ţetta og fylgdi ţeim eftir af rökfestu. Ein var sú ađ ekki vćri til neitt sem heiti tilviljun. Einhverjir mölduđu í móinn og tefldu fram sögur af meintum tilviljunum. Björn fór yfir dćmiđ liđ fyrir liđ. Ćtíđ tókst honum ađ greina fyrirbćriđ ţannig ađ í raun hefđi frekar veriđ tilviljun ađ ţetta hefđi ekki gerst.
Mér varđ hugsađ til Björns er ég var í Munchen um páskana. Ţá sat ég á gistiheimilinu á spjalli viđ tvo ađra gesti; unga dömu frá Indlandi og ungan mann frá Afganistan. Hann er búsettur í Eistlandi. Ţau höfđu aldrei áđur hitts.
Fljótlega kom í ljós ađ bćđi voru á leiđ til Írlands međ haustinu. Norđur-Írlands eđa lýđveldisins? Dublin. Hvers vegna Dublin? Til ađ fara í skóla ţar. Hvađa skóla? Ţau reyndust vera á leiđ í sama skóla. Bćđi göptu af undrun áđur en ţau ákváđu ađ verđa Fésbókarvinir og halda hópinn. Til ađ byrja međ myndu ţau ekki ţekkja neina ađra samnemendur skólans.
Tilviljun? Björn Th. hefđi fariđ létt međ ađ hrekja ţá kenningu. Samt. Af 7,5 milljörđum jarđarbúa eru tveir unglingar - sem ekki ţekktust - frá sitthvoru landinu á leiđ til Dublin í haust. Ţeir voru samtímis á litlu gistiheimili í Munchen í Ţýskalandi í örfáa daga. Ţeir tóku tal saman. Ég giska á ađ hvorugur hafi lent á spjalli viđ fleiri en kannski 10 ađra gesti gistiheimilisins.
Lífstíll | Breytt 28.4.2019 kl. 18:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)
26.4.2019 | 07:03
Furđuleg lög
Ég fagnađi frjósemishátíđinni - kenndri viđ frjósemisgyđjuna Easter (Oester) - úti í Munchen í Ţýskalandi. Nćstum aldarfjórđungur er síđan ég kom ţangađ síđast. Margt hefur breyst. Á ţeim tíma var fátítt ađ hitta einhvern enskumćlandi. Allt sjónvarpsefni var á ţýsku. Hvergi var hćgt ađ kaupa tímarit, dagblöđ eđa annađ lesefni á ensku. Í dag tala allir ensku. Í fjölvarpinu nást enskar sjónvarpsstöđvar. Í blađabúđum fást ensk og bandarísk tímarit og dagblöđ.
Á međan rigndi í Reykjavík var steikjandi sólskin í Munchen alla daga. Ţađ var notalegt. Ég var vel stađsettur mitt í miđbćnum, viđ hliđina á umferđamiđstöđinni (central station). Ţar inni sem og fyrir utan er ekki ţverfótađ fyrir veitingastöđum og allrahanda verslunum. Ég átti ekki erindi inn í eina einustu verslun, ef frá eru taldir stórmarkađir og blađsölustađir.
Fyrsta daginn rölti ég um nágrenniđ; reyndi ađ átta mig á ţví og kortleggja ţađ. Ađ ţví kom ađ ég ţreyttist á röltinu og hitanum. Hvergi var sćti ađ sjá nema viđ veitingastađi. Ég tyllti mér á tröppur fyrir utan DHL póstţjónustu. Lét sólina skína á andlit og handleggi. Hún býr til D-vítamín á húđinni. Ţađ kemur af stađ kalkupptöku sem ţéttir bein og styrkir hár, húđ og tennur.
Ég var varla fyrr sestur en ađ mér snarađist lögreglumađur. Hann tilkynnti mér ađ stranglega vćri bannađ ađ sitja á gangstéttum. Ég benti honum á ađ ég sćti á tröppum en ekki gangstétt. Hann hélt ţví fram ađ tröppurnar vćru skilgreindar sem hluti af gangstétt. Ég stóđ upp og spurđi hver vćri ástćđan fyrir svona banni. "Af ţví ađ ţetta eru lög," útskýrđi laganna vörđur ábúđafullur á svip.
Ţetta olli mér vangaveltum. Helst dettur mér í hug ađ lögunum sé beint gegn betlurum, útigangsmönnum og rónum. Ađ minnsta kosti sáust engir slíkir ţarna. Ţađ er sérstakt í miđbć stórborgar (hálf önnur milljón íbúa). Reyndar varđ einn betlari á vegi mínum. Hann var fótalaus en á stöđugu vappi. Rölti um á höndunum.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
9.4.2019 | 05:44
Fćreyskar kjötbollur
Allir ţekkja sćnskar kjötbollur. Flestir sem sćkja veitingastađ Ikea hafa fengiđ sér kjötbollurnar ţar. Sumir oft. Einkum sćkja börn og unglingar í ţćr. Reyndar eru ţćr upphaflega komnar frá Grikklandi. Sú stađreynd er faliđ leyndarmál.
Margir ţekkja líka danskar kjötbollur. Einkum eftir ađ Kjarnafćđi hóf framleiđslu á ţeim.
Frá ţví ađ íslenskir kjötsalar komust upp á lag međ ađ selja kjötfars hefur nafn íslensku kjötbollunnar fćrst yfir í ađ heita hakkbollur. Mig grunar ađ kjötfars sé séríslensk uppfinning. Fyrir hálfri öld eđa svo rak kunningi minn hverfisbúđ međ kjötborđi. Besti bisnessinn var ađ selja kjötfars. Uppistöđuhráefniđ var hveiti en hann gat selt ţetta á verđi kj0thakks. Stundum sat hann uppi međ kjötfars sem súrnađi. Ţá skellti hann slurki af salti í ţađ og kallađi farsiđ saltkjötsfars.
Uppistöđuhráefni dönsku kjötbollunnar er svínakjöt. Svíarnir blanda saman svínakjötinu og nautakjöti. Á síđustu árum eru Íslendingar farnir ađ fćra sig frá nautakjötshakki yfir í svínakjötshakk ţegar kemur ađ hakkbollu.
Fćreyingar halda sig alfariđ viđ nautakjötshakkiđ. Ţeir kalla sínar kjötbollur frikadellur eins og Danir. Fćreysku frikadellurnar eru betri og frísklegri.
Hráefni fyrir fjögurra manna máltíđ:
505 grömm nautahakk
2 laukar
2 hvítlauksrif
1 egg
1,7 dl mjólk
78 grömm hveiti (mćli frekar međ hafragrjónum)
1,5 teskeiđ salt
Einfalt og gott. Laukurinn og hvítlauksrifin eru söxuđ í smátt. Öllu er hrćrt saman. Kokkurinn setur á sig einnota plasthanska og mótar međ ađstođ matskeiđar litlar bollur. Ţćr smjörsteikir hann uns ţćr eru orđnar fallega brúnar. Galdurinn er ađ bollurnar séu ekki stórar. Séu á stćrđ viđ ţćr sćnsku. Kannski samt pínulítiđ stćrri.
Heppilegt međlćti er ofnsteikt rótargrćnmeti og kartöflur. Líka heimalöguđ tómatsósa (ekki ketchup).
4 smassađir tómatar
1 svissađur laukur
2 svissuđ hvítlauksrif
2 kjötteningar
3 saxađar basilikur
Ţetta er látiđ malla í 16 mínútur
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
12.3.2019 | 06:01
Furđulegur matur
Ég hef nokkrum sinnum sótt Svíţjóđ heim. Reyndar ađeins Stokkhólm. Skemmtileg borg. Góđar plötubúđir. Góđur matur. Víkur ţá sögu ađ sćnsku búđinni Ikea í Garđabć. Henni er stýrt af röggsemi og útjónarsemi af Skagfirđingi. Fyrir bragđiđ er veitingastađur Ikea í Garđabć sá vinsćlasti í heiminum. Međal snjallra trompa er ađ bjóđa upp á fjölbreytta rétti mánađarins. Jafnan eitthvađ gott, ódýrt og spennandi.
Í ţessum mánuđi er bođiđ upp á furđulegan sćnskan rétt, kartöflubollur, svokallađar kroppkakor. Mér virtist sem ţćr samanstandi af hveiti og kartöflum. Kannski smá salti. Inni í hverri bollu er smávegis af svínakjöti. Ţćr eru löđrandi í brćddu smjöri og rjómaskvettu. Títuberjasulta bjargar ţví sem bjarga má. Ţetta er furđulegur matur. Allir fyrri tilbođsréttir Ikea hafa bragđast betur. Undarlegt ađ Svíar sćki í ţennan rétt. Kannski er hann hollur.
Samt. Ţađ er alltaf gaman ađ prófa framandi mat.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
7.3.2019 | 23:00
Andúđ Lennons á Mick Jagger
Á sjöunda áratugnum var Bítlunum og The Rolling Stones stillt upp sem harđvítugum keppinautum. Ađdáendur ţeirra skipuđu sér í fylkingar. Ţćr tókust á um ţađ hvor hljómsveitin vćri betri. Ekki ađeins í orđaskaki. Líka međ hnúum og hnefum.
Raunveruleikinn var sá ađ á milli hljómsveitanna ríkti mikill vinskapur. Bítlarnir redduđu Stóns plötusamningi. Bítlarnir sömdu lag fyrir ađra smáskífu Stóns - eftir ađ fyrsta smáskífan náđi ekki inn á breska Topp 20 vinsćldalistann. Bítlalagiđ kom Stóns í 12. sćti vinsćldalistans. Ţar međ stimplađi Stóns sig inn. 1. janúar 1964 hóf vinsćldalistaţátturinn Top of the Pops göngu sína í BBC sjónvarpinu. Opnulag hans var ţetta lag.
Bítlarnir kenndu Stónsurum ađ semja lög. Bítlarnir ađstođuđu Stóns međ raddanir. Stónsarar komu líka viđ sögu í nokkrum lögum Bítlanna.
Hljómsveitirnar höfđu samvinnu um útgáfudag laga og platna. Ţegar önnur ţeirra átti lag eđa plötu í 1. sćti vinsćldalista hinkrađi hin međ útgáfu á sínu efni uns 1. sćtiđ var laust.
Af og til átti söngvari Stóns, Mick Jagger, til ađ skerpa á ímyndinni um ađ hljómsveitirnar vćru harđvítugir keppinautar. Í fjölmiđlaviđtölum laumađi hann góđlátlegri smá hćđni í garđ Bítlanna. Kannski olli ţađ ţví ađ í spjalli viđ bandaríska tímaritiđ Rolling Stones opinberađi bítillinn John Lennon óvćnt andúđ sína á Mick Jagger. Ţetta var 1971.
Međal ţess sem Lennon sagđi var ađ Mick Jagger vćri brandari. Hann hćddist ađ "hommalegri" sviđsframkomu hans. Gaf lítiđ fyrir leikarahćfileika hans. Hann hélt ţví fram ađ Jagger hefđi alltaf veriđ afbrýđisamur út í Bítlana. Hann hafi hermt eftir öllu sem Bítlarnir gerđu.
Lennon sagđist ţó alltaf hafa boriđ virđingu fyrir Stóns. Hljómsveitin hafi hinsvegar aldrei veriđ í sama klassa og Bítlarnir. Nokkrum árum síđar hélt Lennon ţví fram, líka í spjalli viđ Rolling Stones, ađ Jagger hafi alltaf veriđ viđkvćmur vegna yfirburđa Bítlanna á öllum sviđum. Hann hafi aldrei komist yfir ţađ.
Rétt er ađ taka fram ađ á ţessum tíma, í upphafi áttunda áratugarins, var Lennon pirrađur og hafđi horn í síđu margra. Hann söng níđvísu um Paul McCartney. Hann skrifađi opiđ níđbréf til tónlistarmannsins og upptökustjórans Todd Rundgren. Hann söng gegn breska hernum á Írlandi. Hann beitti sér gegn forseta Bandaríkjanna, Nixon. Á milli ţeirra tveggja varđ hatrammt stríđ.
Hér fyrir neđan er myndband međ blúshljómsveit Lennons, Dirty Mac. Bassaleikarinn er Stónsarinn Keith Richards. Í upphafi ţess gefur Lennon Mick Jagger leifar af mat. Sumir túlka ţađ sem dćmi um lúmskt uppátćki hans til ađ niđurlćgja Jagger. Ég hef efasemdir um ţađ. Lennon var alltaf opinskár og talađi ekki undir rós.
Lífstíll | Breytt 8.3.2019 kl. 18:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
3.3.2019 | 01:51
Haugalygi um Fćreyjar
Breska dagblađiđ The Guardian sló á dögunum upp frétt af ţví ađ Fćreyjar yrđu lokađar erlendum ferđamönnum síđustu helgina í apríl. Ţetta er ekki alveg rétt. Töluvert ýkt. Hvorki leggst flug niđur né ađ hótel loki. Hinsvegar verđa helstu ferđamannastađir lokađir túristum ţessa helgi. Ástćđan er sú ađ tímabćrt er ađ taka ţá í gegn; bćta merkingar, laga gönguleiđir, laga til eftir of mikinn átrođning og hreinsa eyjarnar af rusli, svo sem plasti sem rekiđ hefur í land.
Fjöldi fjölmiđla endurbirti frétt The Guardian. Ţar á međal Rúv og fjölmiđlar 365. 100 erlendum ferđamönnum er bođiđ ađ taka ţátt í tiltektarátakinu. Ţeir fá frítt fćđi og húsnćđi en sjá sjálfir um ferđir til og frá eyjunum. Ţegar hafa 3500 manns sótt um ţátttöku.
Í frétt The Guardian segir ađ 60 ţúsund erlendir ferđamenn heimsćki Fćreyjar árlega. Bćđi íslensku fjölmiđlarnir og ţeir útlensku éta ţetta upp eftir The Guardian. Fréttin er haugalygi. Í fyrra, 2018, sóttu 120.000 erlendir ferđamenn Fćreyjar. Ţađ er ađ segja tvöfalt fleiri en sagt er frá í fréttum.
Fjöldinn skiptir miklu máli fyrir eyţjóđ sem telur 51 ţúsund manns. Mig grunar ađ The Guardian hafi sótt sína tölu í fjölda erlendra gesta á skemmtiferđaskipum. Gleymst hafi ađ kanna hvađ margir heimsćkja Fćreyjar í flugi.
Íslensku fjölmiđlarnir hefđu gert rétt í ţví ađ hringja í mig til ađ fá réttar upplýsingar. En klúđruđu ţví. Fyrir bragđiđ birtu ţeir kolrangar upplýsingar.
Lífstíll | Breytt 6.3.2019 kl. 19:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
12.2.2019 | 03:16
Saga the Clash
7. febrúar var alţjóđa CLASH-dagurinn haldinn hátíđlegur um allan heim (sjá síđustu bloggfćrslu). Ekkert lát er á hróđri ţessarar merku ensku pönksveit. 28. febrúar rekja Spotify og breska sjónvarpiđ BBC í sameiningu sögu Clash.
The Clash leiddi og mótađi bresku pönkbylgjuna - ásamt Sex Pistols - 1976/1977. Fyrsta smáskífulag Clash, White Riot (útgefiđ snemma árs 1977), varđ einskonar ţjóđsöngur pönkbylgjunnar. Fjöldi pönksveita krákađi lagiđ (cover song). Jómfrúar Lp-plata the Clash (útgefin voriđ 1977) varđ fyrirmynd nýrra pönksveita um allan heim. Međal annars innleiddi hún reggí í pönksenuna.
Nćsta plata the Clash, Give ´Em Enough Rope, vakti undrun. Hún var meira hard rokk en pönk. Eđa pönkkryddađ hard rokk.
3ja plata the Clash, London Calling, vakti ennţá meiri undrun. Fátt var um pönk en ţeim mun meira af allskonar: Allt frá djassi til calypso. Eftir ţetta hćtti the Clash ađ koma á óvart. Ţessi hljómsveit spilađi hvađ sem var. Ţess vegna allt frá pjúra poppi til sýrđasta avant-garde.
Eftir ađ hljómsveitin leystist upp í leiđindum 1986 var henni ítrekađ bođiđ gull og grćnir skógar fyrir ađ koma fram á hinum ýmsu rokkhátíđum. Stjarnfrćđilega háar upphćđir. Liđsmenn höfđu bein í nefinu til ađ hafna öllum gyllibođum. Hljómsveitin snérist aldrei um peninga. Ţađ var hennar gćfa. Ţađ er ein af stóru ástćđunum fyrir ţví ađ hún er ţetta stöđugt vaxandi stórveldi í rokksögunni.
Ég skrifa um Clash í fortíđ vegna ţess ađ fyrirliđinn, Joe Strummer, er fallinn frá. Hann var forsöngvarinn, gítarleikari og söngvahöfundur. Fráfall hans hefur dregiđ úr líkum á endurkomu Clash.
Lífstíll | Breytt 13.2.2019 kl. 04:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
3.2.2019 | 23:27
Samanburđur á Kanada og Bandaríkjunum
Áhugavert og gaman er ađ bera saman Kanada og Bandaríkin. Margt er ólíkt međ skyldum. Löndin liggja saman. Kanada deilir einungis landamćrum međ Bandaríkjunum. Ţau deila hinsvegar líka landamćrum međ Mexíkó. Stöđugur vandrćđagangur er viđ ţau. Kanadísku landamćrin eru vandrćđalaus.
Báđar ţjóđirnar eru enskumćlandi. 35 milljónir Bandaríkjamanna eru ţó spćnskumćlandi. Í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjum kveđa lög á um ađ spćnska og enska séu jafn rétthá. 35% Kanadamanna er frönskumćlandi. Ţar af tala 21% enga ensku.
Kanada er nćst stćrsta land heims ađ flatarmáli (á eftir Rússlandi). Bandaríkin eru í 3ja sćti. Kanada er smáţjóđ í samanburđi viđ Bandaríkin ţegar kemur ađ íbúafjölda: 37 milljónir á móti 325 milljónum.
Ţjóđarréttur Bandaríkjamanna er skyndibiti af öllu tagi: Pizza, hamborgari, kjúklingabitar og kleinuhringir. Ţjóđarréttur Kanada kallast poutine. Uppistađa hans eru franskar kartöflur, mjúkur skjannahvítur sósulegur ostur (ystingur) og ţykk brún kjötsósa. Međ má vera smávegis grćnmeti og smá kjöt.
Svo skemmtilega vill til ađ kanadíski poutine-rétturinn er í bókstaflegri merkingu kenndur viđ Frakka, rétt eins og frönsku kartöflurnar sem hann byggir á. Sumir vilja meina ađ franskar kartöflur séu upphaflega komnar frá Belgíu. Rétt eins og belgískar vöfflur. Ţetta dettur ekki af himni ofan.
Gjaldmiđill Bandaríkjanna og Kanada er dollar, táknađur međ $. Bandaríski dollarinn er alţjóđleg mynt. Ekki sá kanadíski.
Í sunnanverđum Bandaríkjunum er veturinn hlýr og notalegur. Veturinn í Kanada er svalur.
Allir forsćtisráđherrar Kanada eru og hafa veriđ bleiknefjar. Bandaríkin hafa átt hvíta forseta, hörundsdökkan forseta og appelsínugulan forseta.
Lífstíll | Breytt 4.2.2019 kl. 12:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)