Sparnaðarráð

margir í bíl A

  Það er rosalega dýrt að keyra um Ísland.  Bara stuttur rúntur fram og til baka á milli Reykjavíkur og Egilsstaða getur kostað 20 þúsund kall eða meira.  Þegar manneskja ferðast ein er eðlilegast og ódýrast að ferðast á puttanum.  Það er aðeins snúnara þegar stórfjölskyldan ferðast saman:  Mamma,  pabbi,  amma,  afi,  börn,  barnabörn og bíll.  En það er engin ástæða til að leggja árar í bát.

  Til að spara bensínkostnað undir þessum kringumstæðum þarf aðeins að komast yfir kaðalspotta.  Síðan er drekkhlöðnum bílnum lagt úti í kanti,  rétt við bæjarmörkin.  Næsti bíll sem á leið hjá er stoppaður.  Við bílstjóra þess bíls er sagt:  "Hann drap á sér hjá mér.  Ertu til í að leyfa honum að hanga spölkorn aftan í þínum bíl?  Ég er ekki að fara langt."

  Trixið er að framlengja stöðugt hvert ferð er heitið.  Miklu skiptir að vera kurteis.  Segja:  "Það er bara aðeins lengra,  vinurinn.  Við erum alveg að verða komnir."

  Á ársgrundvelli getur þessi aðferð sparað hundruð þúsunda. 

-------------------------------------

Fleiri sparnaðarráð:

 http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1099543/

http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1031748/

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábært sparnaðarráð fyrir ferðalanga.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.10.2010 kl. 23:57

2 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Þetta er ekki óvitlaus hugmynd hjá þér Jens, og ábyggilega bráðskemmtileg í framkvæmd. En það er ódýrara að hjóla þetta.  Ég er búin að hjóla 4500 km frá mars á þessu ári, ef ég miða við 10 lítra meðaleyðslu á mínum bíl, þá er ég búin að spara ríflega 80 þúsund krónur sem það hefði kostað mig að keyra sömu vegalengd.  Ofan á þennan kostnað leggst bílastæðisgjald, annar kostnaður (hver hefur ekki fengið hraðasekt frá myndavél á þessu ári?) og rekstur bílsins fyrir utan bensín.  Ég keypti reiðhjól í vor sem kostaði 70 þúsund, svo ég er búin að borga það upp.  Nú og svo sparar maður sér kort í ræktina, fær útrás fyrir hraða og spennufíkn, að maður tali nú ekki um áhrifin á heilsuna og til hagsmuna fyrir samfélagið í heild sinni o.frv, os.frv...  Trúboði dagsins lokið!

Hjóla-Hrönn, 27.10.2010 kl. 11:27

3 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 27.10.2010 kl. 20:06

4 Smámynd: Hannes

Ég myndi benda ökumanninum á að hringja í næsta dráttarbíll eða skilja drusluna eftir. Held að það væri ekki vitlaust að biðja þá sem gera þetta til að spara að gera þjóðinni þann greiða að halda sig heima í þunglyndi og bíða hjartaáfalls.

Hjóla Hrönn það hjólar enginn á reiðhjóli um þjóðvegi landsins nema þurfa á innlögn á geðdeild að halda.

Hannes, 27.10.2010 kl. 23:22

5 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Hannes, ert þú ekki á mótorhjóli?  Það hafa ívið fleiri hlotið örkuml eða drepist á svoleiðis en á reiðhjóli á þjóðvegum landsins.  Ég finn hvergi meiri sálarró en krúsandi á 30 km hraða um sveitir landsins.  Mér finnst hins vegar örla á pirringi og gremju í þínum skrifum.  Þú hefðir bara gott af því að skella þér upp á reiðhjól og tækla náttúruna á öðru vísi hátt.

Þetta fer annars að verða efni í einhvers konar thelma & louise vs no contry for old men mynd.

Hjóla-Hrönn, 29.10.2010 kl. 11:44

6 Smámynd: Hannes

Hrönn ég er alltaf á hjóli þegar veður leyfir. Það eyðir um 5lítrum í langkeyrslu ef það er keyrt sparlega enda með stærri mótor en flestir smábílar og togið samkvæmt því. Reiðhjól mun ég ekki fara á frekar en að láta sjá mig á þessum rafmagnsbílum sem er verið að ljúga upp á grandalaust fólk að séu voða hagkvæmir og fullt af fólki trúir því.

Ps Það er bara að stíga á hemlana þegar blátt skilti með myndavél er fyrir framan og keyra framhjá á 90 og keyra á löglegum hraða í Hvalfjarðargöngunum sem reiðhjól mega víst ekki fara. 

Hannes, 29.10.2010 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband