Sérkennilegt útsöluverð

zara

  Meðfylgjandi ljósmynd sýnir verðmiða úr tískufataversluninni Zöru í einni af verslunarmiðstöðvum höfuðborgarsvæðisins.   Verðmiðinn var á útsöluvöru.  Eins og sjá má er útsöluverðið 700 krónum hærra en fullt verð.

  Verslunin fær nýjar vörur tvisvar í viku.  Verð breytist hratt og stöðugt vegna fallandi gengis íslensku krónunnar.  Svo hratt að útsöluverð er 27% hærra en fullt verð gærdagsins. 

http://hagar.is/Forsida/Fyrirtaekin-okkar/Zara


mbl.is Geir skorar á íslenska auðmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Er búðin í eigu fjármálasnillings? Fólk verður bara að halda vöku sinni .

Heidi Strand, 24.10.2008 kl. 20:36

2 identicon

Já hver skyldi vera eigandinn allavega góður í svindlinu. Skyldu fást röndótt jakkaföt þarna. Eða eitthvað í stíl við stóru snekkjuna

Guðrún (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 20:55

3 Smámynd: Jens Guð

  Zara er hluti af því sem kallast Baugsveldið.  Það er að segja hún er í eigu Haga sem er í eigu Baugsmanna.  Ólíklegt þykir mér að Baugsfeðgar skipti sér af daglegum rekstri Zöru.  Líklegra þykir mér að kappsamur verslunarstjóri hafi misst sig í verðbreytingafárinu.

Jens Guð, 24.10.2008 kl. 21:04

4 identicon

..og verðið sem var leyft í gær, er okkar verð að morgni, nýjar lygar daglega...

Gullvagninn (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 21:04

5 Smámynd: Ómar Ingi

En þetta hefur nú bara alltaf verið svona

Fólk er basicly fífl

Ómar Ingi, 24.10.2008 kl. 21:24

6 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég hef svo sem ekkert við svona svindl að athuga.  En þegar, en ekki ef,  þessir bankaræningjar komast í vatnið og rafmagnið okkar fer gamanið að kárna.  Guð hjálpi okkur þá og þeim starfsmönnum þeirra sem ekki hafa lífvörð. 

Björn Heiðdal, 25.10.2008 kl. 04:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband