10.5.2008 | 17:27
Óvćnt uppgötvun
Eitt af ţví skemmtilega viđ netheima er ađ ţar rekst mađur iđulega á eitthvađ sem kemur ánćgjulega á óvart. Mađur leitar uppi tilteknar netsíđur í ákveđnum tilgangi og uppgötvar ţá eitthvađ nýtt og óvćnt ţar eđa ţá ađ leitin heldur áfram og leiđir mann á ókunnar skemmtilegar slóđir.
Ţegar ég setti inn fćrsluna um Diskó og pönk hér fyrir neđan ţá datt mér í hug ađ bćta viđ hana mynd úr leikverkinu Ástin er diskó, lífiđ er pönk. Ég leitađi uppi heimasíđu Ţjóđleikshússins og rakst ţá skyndilega á ţetta: www.leikhusid.is/?PageID=753
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 21:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (22)
9.5.2008 | 11:10
Diskó og pönk
Ţessa dagana er veriđ ađ sýna í Ţjóđleikhúsinu leikverkiđ Ástin er diskó, lífiđ er pönk eftir Hallgrím Helgason. Ţađ hefur veriđ uppselt á allar sýningar til ţessa. Einnig er uppselt á nćstu sýningar. Ţessi sýning hefur gefiđ mörgum ástćđu til ađ rifja upp árin um og upp úr 1980.
Í Fréttablađinu tjáđi Unnur Steinsson (móđir Unnar Birnu sem var kynnir í sjónvarpsţćttinum Bandiđ hans Bubba) sig um máliđ. Hún var tískusýningadama á ţessum tíma.
Unnur segist ekki hafa byrjađ ađ hlusta á pönk fyrr en Egó kom til sögunnar. Jafnframt fullyrđir hún ađ pönkiđ hafi dáiđ en diskóiđ lifi.
Ađ ţví gefnu ađ Unnur eigi viđ hljómsveitina Egó - en ekki bensísstöđvar Egó - ţá var sú hljómsveit ekki pönksveit. Egó byrjađi sem ţungarokkssveit en breytti fljótlega yfir í fjölbreytta popprokkssveit af ţví tagi sem heyrđi undir samheitiđ nýbylgju.
En fyrst Unnur skilgreinir Egó sem pönk og telur ađ pönkiđ hafi dáiđ ţá er sérkennilegt ađ Egóiđ virđist vera ódrepandi. Sú hljómsveit er enn ađ og vinsćldir hennar fćrast í aukana í áranna rás fremur en hitt. Fyrir ţremur árum dró hún 110.000 manns á hljómleika í miđbć Reykjavíkur og sló ţar međ Íslandsmet.
Burt séđ frá Egói ţá hefur pönkiđ fram á ţennan dag lifađ góđu lífi, hérlendis sem og erlendis. Ţađ er stöđugt veriđ ađ setja hér upp vel sótta pönkhljómleika. Fyrir örfáum vikum var haldin stórkostleg pönkhátíđ á Grand Rokk ţar sem liđsmenn Frćbbblanna, Q4U, Das Kapital, Taugadeildarinnar og Tappa tíkarrass afgreiddu pönk-klassíkina. Hljómsveitir eins og Morđingjarnir, Rass, Ćla, DYS, Hölt hóra, Innvortis, Dr. Spock og margar fleiri hafa veriđ og eru áberandi í rokksenunni. Svo ekki sé minnst á Frćbbblana sem aldrei hafa veriđ betri og sprćkari en nú. Og hver átti bestu íslensku plötuna í fyrra? Ójú, harđkjarnapönksveitin I Adapt.
Hvađ getum viđ taliđ upp margar starfandi diskóhljómsveitir? Bíđum nú viđ. Ja... er einhver diskóhljómsveit starfandi á Íslandi?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
8.5.2008 | 13:31
Sótt ađ borgarstjóranum
Síđustu daga hafa fjölmiđlar veriđ međ einhliđa neikvćđa umfjöllun um borgarstjórann í Reykjavík, Ólaf F. Magnússon. Látiđ er ađ ţví liggja ađ hann hafi ítrekađ skipt um skođun varđandi flugvöllinn í Vatnsmýri og hamrađ er á ţví ađ borgarstjórinn sé einangrađur í afstöđunni til ţess ađ flugvöllurinn verđi áfram í Vatnsmýri.
Hiđ rétta er ađ borgarstjórinn hefur aldrei hvikađ frá stuđningi sínum viđ veru flugvallarins í Vatnsmýri. Borgarstjórinn er gegnheill hugsjónamađur sem stendur fast á sinni sannfćringu.
Tal um ađ hann sé einangrađur er villandi, svo ekki sé meira sagt. Ađ vísu er hann eini borgarfulltrúinn sem berst fyrir áframhaldandi veru flugvallarins ţar sem hann er. En í kosningum sem fram fóru fyrir nokkrum árum um ţađ hvort flugvöllurinn ćtti ađ fara eđa vera var útkoman nokkuđ jöfn. Ţátttaka var reyndar svo drćm ađ kosningin var ógild.
Síđan hafa skođanakannanir einungis mćlt vaxandi fylgi viđ flugvöllinn í Vatnsmýri. Síđasta könnun Fréttablađsins mćldi 60% stuđning Reykvíkinga viđ flugvöllinn í Vatnsmýri. 60% stuđningur sýnir ađ borgarstjórinn er ekki einangrađur heldur ţvert á móti fulltrúi meirihluta Reykvíkinga.
7.5.2008 | 23:39
Anna á Hesteyri - VII - Reddar hlutunum
Fullorđin hjón frá Fáskrúđsfirđi brugđu sér eitt sinn sem oftar í heimsókn til Önnu frćnku minnar á Hesteyri fyrir mörgum árum. Ţau eru náttúruunnendur. Ţau röltu međ Önnu um land Hesteyrar og dáđust ađ fögru útsýni. Nokkru fyrir ofan íbúđarhúsiđ er lítill foss. Hjónin göntuđust međ ađ ţar vćri fullkomiđ umhverfi fyrir sumarbústađ. Mađurinn spurđi Önnu í galsa:
- Eigum viđ ekki bara ađ kaupa af ţér smá landskika og reisa hér hinn fullkomna sumarbústađ?
Anna var snögg til svars og full alvöru:
- Jú, ţiđ getiđ fengiđ landskikann á 43 ţúsund kall.
- Ţú ert ekki lengi ađ reikna ţetta út, sagđi mađurinn undrandi.
- Mig vantar ţennan pening til ađ koma símreikningnum í lag, útskýrđi Anna af sinni kunnu einlćgni.
Hjónin brugđu viđ skjótt, útbjuggu pappíra og greiddu fyrir lóđina. Ţau keyptu ţegar í stađ sumarbústađ sem ţau létu reisa ţarna. Ţegar hann var frágengin tilkynntu ţau Önnu ađ ţau myndu í fyrsta skipti dvelja í bústađnum tiltekna helgi og myndu ţá ađ sjálfsögđu heimsćkja hana um leiđ.
Ţegar sú helgi rann upp hlökkuđu hjónin til ađ eiga heila helgi út af fyrir sig, ţá fyrstu í mörg mörg ár. Langţráđ pása frá erli dagsins og gestagangi. Er ţau voru ađ koma sér fyrir birtist Anna og ókunnug kona međ henni.
- Ţetta er frćnka mín og hún ćtlar ađ vera hérna hjá ykkur um helgina, tilkynnti Anna glöđ í bragđi.
Húsfrúnni brá, hún hnippti í Önnu og bađ hana ađ tala viđ sig einslega. Ţćr gengu út fyrir bústađinn og húsfrúin spurđi ergileg:
- Hvađ á ţetta ađ ţýđa? Viđ erum ađ reisa ţennan bústađ til ađ geta veriđ ein út af fyrir okkur. Hvernig dettur ţér í hug ađ trođa hérna inn á okkur ókunnugri manneskju, eins og ţetta sé eitthvert gistihús? Ţetta má aldrei gerast aftur.
Anna svarađi af sinni eđlislćgu hreinskilni:
- Mér hraus hugur viđ ađ vita af ykkur kúldrast hérna alein alla helgina. Ég hugsađi mikiđ um ţađ hvernig ég gćti forđađ ykkur frá ţví ađ leiđast ţessa fyrstu helgi ykkar í bústađnum. Ţess vegna hringdi ég í frćnku mína og suđađi í henni ađ koma og vera ykkur til skemmtunar alla helgina.
Ađrar frásagnir af Önnu á Hesteyri:
Spaugilegt | Breytt 5.6.2025 kl. 07:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
7.5.2008 | 13:43
Ţađ fór illa - en betur en á horfđist
Efri myndin er frá ţví er ég skrapp til útlanda í fyrra. Bíllinn tók frekjulega af mér völd, brunađi í gegnum vegriđiđ og steyptist í kollhnísum drjúgan spöl áđur en hann endađi í vitlausri átt. Sennilega til ađ rugla mig í ríminu. Neđri myndin sýnir ađ ţađ er dálítiđ bratt ţarna niđur. Ef bíllinn hefđi veriđ ónákvćmari og pompađ niđur er nćsta víst ađ ég hefđi meitt mig.
6.5.2008 | 23:32
Tókst ađ afstýra fleiri en einum árekstri í dag
Um fimm leytiđ í dag ók ég í rólegheitum vestur Kleppsveg. Ţegar ég ók um gatnamótin viđ bensínstöđ Shell klesstu tveir bílar ţar saman ansi hressilega. Ég kippti mér ekkert upp viđ ţađ. Hélt bara áfram og beygđi síđan upp Kringlumýrabraut. Er ég kom ađ fyrstu gatnamótunum - viđ Cabin hótel og Essó-bensínstöđin - beygđi ég í vesturátt. Um leiđ sá ég tvo bíla skella saman viđ gatnamótin.
Ţetta kom mér ekki viđ svo ég hélt í humátt ađ verslun Nóatúns viđ Nóatún. Er ég renndi ţar í hlađ sá ég bíl bakka út úr stćđi og klessa á bíl fyrir aftan sig. Ţá áttađi ég mig á ţví hvađ var í gangi. Bíllinn minn sendi frá sér vonda strauma.
Ég brá viđ skjótt. Lagđi bílnum og tók leigubíl til hins bílsins míns. Ţađ sem eftir lifđi dags ók ég um á honum. Eins og mig grunađi urđu ekki fleiri árekstrar í dag.
Vísindi og frćđi | Breytt 23.6.2008 kl. 02:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
3.5.2008 | 20:41
Mestu töffarar rokksögunnar
Fyrir nokkru efndi breska poppblađiđ New Musical Express til skođanakönnunar međal lesenda sinna um ţađ hver sé svalasti töffari rokksögunnar (The Cool List). Ađ venju kemur sumt í niđurstöđunni á óvart á međan önnur nöfn eru sjálfgefin í efstu sćtum. Ţessir röđuđust í efstu sćtin:
1. Jimi Hendrix
2. John Lennon
3. Kurt Cobain (Nirvana)
4. David Bowie
5. Bob Dylan
6. Keith Moon (Who)
7. George Harrison
8. Elvis Presley
9. Debbie Harry (Blondie)
10. Joe Strummer (Clash)
11. Jim Morrison (Doors)
12. Mick Jagger (Rolling Stones)
13. Keith Richards (Rolling Stones)
14. Jimmy Page (Led Zeppelin)
15. Dave Grohl (Nirvana/Foo Fighters)
16. Frank Sinatra
17. Freddy Mercury (Queen)
18. Ian Curties (Joy Division)
19. Iggy Pop
20. Dee Dee Ramone (Ramones)
Ţađ vćri gaman ađ fá skođun ykkar á ţessum lista.
Tónlist | Breytt 4.5.2008 kl. 16:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (47)
2.5.2008 | 23:41
Versta íslenska hljómsveitarnafniđ
Í síđustu viku óskađi ég eftir tillögum um versta íslenska hljómsveitarnafniđ. Margar góđar tillögur bárust. Nú ţarf ég ađ biđja ykkur um ađ styđja tillögur um ţau nöfn sem voru nefnd af tveimur eđa fćrri, ţađ er ađ segja ef ţiđ teljiđ vera ástćđu til ađ viđkomandi nöfnum verđi stillt upp í endanlegri og formlegri skođanakönnun. Í ţessu tilfelli má bara styđja tillögur um nöfn sem einhver annar gerđi tillögum um.
Valiđ stendur einungis um íslensk nöfn. Útlend nöfn koma ekki til greina ţó íslensk hljómsveit beri ţađ. Sömuleiđis koma einungis til greina nöfn ţekktra hljómsveita. Ţá á ég viđ hljómsveitir sem hafa sent frá sér lag eđa plötu eđa kynnt sig ţokkalega ađ öđru leyti.
Ţađ skal tekiđ fram ađ ćtlunin međ ţessari skođanakönnun er ekki ađ svekkja neinn né sćra. Vonandi geta allir tekiđ ţessu sem léttum samkvćmisleik. Ţetta hefur sömuleiđis lítiđ međ minn smekk ađ gera - ef undan er skiliđ ađ ég nefndi til sögunnar nöfnin Lummurnar og Skítamóral. Ég ćtla ekki ađ berjast fyrir ţví ađ ţessi nöfn verđi í endanlegu skođanakönnuninni. Ţess vegna svara ég ekki ađ sinni spurningu Saxa um ţađ hvers vegna Skítamórall sé verra nafn en Sykurmolarnir. Ég útskýri ţađ seinna.
3 nöfn fengu 3 eđa fleiri tilnefningar. Ţau verđa inni í keppninni og ţiđ ţurfiđ ekki ađ styđja tillögur um ţau. Ţetta eru:
Morđingjarnir
Síđan skein sól / SSSól
Eurobandiđ
Eftirfarandi voru tilnefnd af tveimur en ţađ er lágmark ađ nafn sé stutt af ţremur til ađ vera inni:
Lummurnar
Stuđmenn
Sú Ellen
Hölt hóra
Bruni BB
Aggi Slć & Tamlasveitin
Síđan eru ţađ nöfnin sem hafa fengiđ eina tilnefningu:
Skítamórall
200.000 naglbítar
Tónlist | Breytt 3.5.2008 kl. 00:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (33)
2.5.2008 | 14:49
Gróf mismunun
Eitt bílaumbođiđ, Hekla held ég frekar en Ingvar Helgason, fer mikinn í útvarpsauglýsingum í dag. Ţađ auglýsir bíla á gjafverđi, getur tekiđ viđ greiđslum í evrum og veitt hagstćđ bílalán í evrum. Sömuleiđis segir í auglýsingunni ađ bođiđ sé upp á drykki, nammi og pylsur og börnin fá andlitsmálningu.
Hvađ á svona ruddaleg mismunun ađ ţýđa? Af hverju fá bara börnin andlitsmálningu en engir ađrir?
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
1.5.2008 | 23:41
Ţvílík heppni!
Ágúst Fylkisson keppir viđ Gazman um ţađ hver er frćgasti ţátttakandinn í atburđarrásinni frá ţví ađ vörubílstjórar hófu ađ mótmćla háum álögum ríkisins á eldsneyti. Hvar sem vörubílstjórar safnast saman til ađgerđa er Ágúst mćttur og stillir sér upp sem nokkurskonar fyrirliđa hópsins.
Vörubílstjórar eru ekki sáttir viđ framgöngu Ágústar. Ţeir benda á ađ hann eigi ekki vörubíl og aki ekki einu sinni vörubíl. Ennţá ósáttari eru vörubílstjórar viđ ţađ ţegar Ágúst mćtti viđ Kirkjusand ţegar ţeir voru ađ sćkja trukkana sína, fór ađ rífa kjaft viđ lögreglumenn, snöggreiddist upp úr ţurru og kýldi lögreglumann í andlitiđ án nokkurrar ástćđu.
Ágúst vísar til ţess ađ hann hafi eitt sinn átt bilađan vörubíl. Jafnframt heldur hann ţví fram ađ hann sé ljúfur í lund og algjörlega laus viđ skapofsa.
Ţvílík heppni fyrir vörubílstjóra og lögregluna. Hvernig myndi ljúfmenniđ Ágúst haga sér ef hann vćri ekki svona skapstilltur?
Ferđalög | Breytt 9.5.2008 kl. 03:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
30.4.2008 | 18:34
Skúbb! - Spennandi útvarpsţáttur á leiđ í loftiđ
Nú styttist í ađ sumardagskrá útvarpsstöđvanna taki viđ af vetrardagskránni. Oft reynast ţar dúkka upp áhugaverđir ţćttir. Ég veit ekkert um sumardagskrá neinnar útvarpsstöđvar ef frá er taliđ ađ mér er kunnugt um ađ full ástćđa sé til ađ hlakka til sumardagskrár rásar 2. Ţar á bć hafa framsýnir menn tryggt sér útvarpsmennina góđkunnu Andra Frey og Dodda litla.
Ţáttur ţeirra fóstbrćđra verđur á dagskrá á föstudagskvöldum á milli klukkan 8 til 10. Hann hefur hlotiđ nafniđ Litla hafmeyjan. Ţar međ er annarsvegar tenging viđ nafn Dodda litla og hinsvegar tenging viđ stađsetningu Andra Freys. Hann er búsettur í Kaupmannahöfn og sendir sinn hluta ţáttarins út ţađan.
Andri Freyr og Doddi litli hafa sannađ sig sem frábćrir útvarpsmenn. Báđir hafa til margra ára unniđ á X-inu og Reykjavík FM101,5. Doddi hefur ađ auki unniđ á FM957 (sem reyndar eru ekki međmćli. Dagskrárgerđ hans á hinum útvarpsstöđvunum vegur ţađ rćkilega upp). Mig minnir ađ Andri Freyr hafi unniđ á enn einni útvarpsstöđinni en mér tekst ekki ađ rifja upp nafn hennar. Enda er ţađ aukaatriđi. Ađalatriđiđ er ađ hann er sprćkasti, hugmyndaríkasti og djarfasti dagskrárgerđarmađur í sögu íslensks útvarps.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
29.4.2008 | 15:52
Tillögur óskast
Á dögunum efndi ég til skođanakönnunar um besta íslenska hljómsveitarnafniđ. Síđan hef ég ítrekađ veriđ hvattur til ađ efna til hliđstćđrar könnunar um versta íslenska hljómsveitarnafniđ. Ţess vegna óska ég eftir tillögum frá ykkur ţannig ađ könnunin verđi sem marktćkust. Leggiđ hausinn í bleyti og hjálpiđ mér ađ finna vond íslensk hljómsveitanöfn.
Í fljótu bragđi tel ég nöfnin Skítamóral og Lummurnar koma til greina. Ţađ er spurning međ nafniđ Ljótu hálfvitarnir. Ţađ er dálítiđ töff líka.
Hér má sjá niđurstöđuna í skođanakönnuninni um bestu nöfnin: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/497371
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (67)
29.4.2008 | 13:54
Nýja myndbandiđ frá Rottweiler
1969 sagđi John Lennon ađ poppmúsík ćtti ađ vera fréttaspegill líđandi stundar. Fjalla um og túlka atburđi dagsins. Orđum sínum til áréttingar fór hann ađ senda frá sér lög á borđ viđ The Ballad of John and Yoko og Give Peace a Chance. Ţetta rifjađist upp fyrir mér ţegar fólk fór ađ benda mér á nýtt lag og myndband međ XXX Rottweiler hundum, Reykjavík Belfast, og hvetja mig til ađ "kommenta" um ţađ.
Ég hef svo sem ekki margt um ţetta ađ segja. Lag, texti og myndband eru flott, eins og von og vísa er frá snillingunum í Rottweiler. Ţeir drengir hafa haft heldur betur snör handtök og gott ađ myndskeiđ séu varđveitt frá atlögu lögreglunnar ađ vörubílstjórum og almenningi sem mótmćlti háum gjöldum ríkisins á eldsneytisverđ (er nemur nćstum helmingi af eldsneytisverđinu).
Kíkiđ sjálf á myndbandiđ: www.youtube.com/watch?v=2arIei1ycK8
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
28.4.2008 | 23:42
Plötuumsögn
Titill: Rokkland 2007
Flytjendur: Ýmsir
Lagaval: Ólafur Páll Gunnarsson
Einkunn: ****1/2
Rokklandskóngurinn Ólafur Páll er kominn međ góđa uppskrift ađ safnplötu sem er afskaplega girnileg fyrir rokkáhugafólk. Uppskriftin felst í tvöfaldri plötu ţar sem önnur platan inniheldur sýnishorn af áhugaverđustu lögum liđins ár. Hin platan inniheldur sígildar perlur úr sögu rokksins. Elstu lögin eru frá 1956 og ţau yngstu frá ţessari öld. Hér fyrir neđan er listi yfir lögin á plötunum.
Á fyrri plötunni eru áhugaverđ lög sem voru kynnt í útvarpsţćttinum Rokklandiá rás 2 í bland viđ lög sem nutu vinsćlda í almennri dagskrá á rás 2. Ţar kennir ýmissa grasa. Upphafslagiđ er "instrumental" djass-fönk flutningur Marks Ronsons á ţekktu Coldplay-lagi. Nćsta lag er sungiđ á dönsku af einni vinsćlustu hljómsveit Dana, tölvupoppsveitinni Nephew. Sćnska söngkonan Nina Person (úr The Cardigans) syngur lag međ welsku hljómsveitinni Manic Street Preachers. Ástralski Íslandsvinurinn Nick Cave fer á kostum í ćđislega flottu lagi međ Grindermen (sem er skipuđ sömu mönnum og The Bad Seedsen áherslurnar eru ađrar. Til ađ mynda spilar Nick Cave á gítar međ Grindermen). Ţannig mćtti áfram telja til ađ sýna ađ fjölbreytni er töluverđ á plötunni.
Ég var búinn ađ ákveđa ađ fá mér plötuna međ Grindermen, eins og plötur sem innihalda nokkur önnur lög á ţessari plötu, svo sem međ Radiohead og Michael Franti & Spearhead. Ég ţarf einnig klárlega ađ kynna mér New York-sveitina The National betur. Ţađ er svo ljómandi gott lagiđ međ ţeim.
Fjögur lög á ţessari plötu eru flutt af Íslendingum. Margir munu fagna ţví ađ fá nú loks á plötu Freight Train í flutningi Lay Low, Ólöfu Arnalds og Péturs Ben. Lögin međ Jónasi Sigurđssyni, Mugison og The Viking Giant Showeru meira spennandi. The Viking Giant Show er nýja hljómsveitin hans Heiđars úr Botnleđju.
Seinni platan er í einu orđi sagt frábćr. Ég á 13 af 14 fyrstu lögunum á henni á plötum međ flytjendunum. Nema Apache á ég í flutningi Links Wrays í stađ The Shadows. Lagiđ ágćta međ sćnsku pönksveitinni Randy hafđi ég aldrei heyrt.
Ţrjú lög til viđbótar á ţessari plötu á ég á plötum međ flytjendunum: Chuck Berry, Eddie Cochran og Ram Jam. Ţađ segir töluvert um ţessa safnplötu ađ ég skuli eiga rösklega 3/4 af lögunum á henni. Er ţó á henni gamalt rokk og ról, pönk, mod, ţungarokk og "bítlarokk".
Íslensku lögin međ Utangarđsmönnum ogThor´s Hammer (Hljómum) standa útlendu perlunum í engu ađ baki. Snilldarlög.
Í samanburđi viđ ađrar safnplötur er áberandi hvađ Óli Palli hefur nćma tilfinningu fyrir heppilegri uppröđun laga. Nćsta lag á undan skilur eftir stemmningu sem lađar fram helstu kosti nćsta lags á eftir.
Ţađ sem gerir ţessa plötutvennu líka verulega eigulega er ađ henni fylgir 36 blađsíđna bćklingur. Í honum er slíkt safn af fróđleik um lögin og flytjendur ađ hann einn og sér er rík ástćđa fyrir rokkáhugafólk til ađ eignast Rokkland 2007.
Plata 1
1. Mark Ronson And Daptone Horns God Put A Smile Upon Your Face
2. Nephew Igen & igen &
3. The Fratellis Chelsea Dagger
4. The Klaxons Golden Skans
5. Manic Street Preachers Your Love Alone Is Not Enough
6. Interpol The Heinrich Maneuver
7. Spoon The Underdog
8. Radiohead Reckoner
9. The National Fake Empire
10. Lay Low, Ólöf Arnalds og Pétur Ben Freight Train
11. Rufus Wainwright Going To A Town
12. Amy Winehouse Love Is A Losing Game
13. Michael Franti And Spearhead Yell Fire!
14. Jónas Sigurđsson Baráttusöngur uppreisnarklansins á skítadreifurunum15. Rapture Get Myself Into It
16. Modest Mouse Dashboard
17. Blonde Redhead 23
18. The Viking Giant Show The Cure
19. Grinderman No Pussy Blues
20. Mugison Sweetest Melody
Plata 2
1. The Ramones I Wanna Be Sedated
2. The Jam Going Underground
3. Buzzcocks Ever Fallen In Love? (With Someone You Shouldn't Have)
4. Utangarđsmenn Fuglinn er floginn
5. The Skids The Saints Are Coming
6. Randy Win Or Lose
7. MC5 Kick Out The Jams
8. The Clash Janie Jones
9. The Fall Victoria
10. The Runaways Cherry Bomb11. Little Richard Long Tall Sally
12. Thor´s Hammer I Don´t Care
13. Iggy And The Stooges Search And Destroy
14. The Shadows Apache
15. The Tornados Telstar
16. Chuck Berry Johnny B. Goode
17. Eddie Cochran C'mon Everybody
18. Stray Cats Rock This Town
19. Ram Jam Black Betty
20. The Hives Walk Idiot Walk
21. Johnny Kidd And The Pirates Shakin' All Over
Tónlist | Breytt 29.4.2008 kl. 13:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
28.4.2008 | 00:12
Kvikmyndaumsögn
Titill: Stóra planiđ
Handrit: Ólafur Jóhannesson, Stefán Schaefer, Ţorvaldur Ţorsteinsson
Leikstjóri: Ólafur Jóhannesson
Einkunn: **1/2
Ástćđa er til ađ taka strax fram ađ kvikmyndin Stóra planiđ er frekar skemmtileg. Flestar senur hennar eru broslegar og hún heldur dampi sem ţokkalegasta afţreying. Hinsvegar er söguţráđurinn lítilfjörlegur og bragđdaufur. Einnig er framsetningin tćtingsleg.
Ég hef ekki lesiđ bók Ţorvaldar Ţorsteinssonar sem handritiđ byggir á. Ţess vegna hef ég ekki samanburđ á ţví hvort ađ ţar er brotalöm eđa hvort ađ úrvinnslu er um ađ kenna.
Pétur Jóhann fer vel međ ađalhlutverkiđ. Sá drengur er fćddur leikari og sannfćrandi í sínu hlutverki sem misheppnađur handrukkari er ţráir ađ vinna sig upp sem slíkur. Ađrir leikarar standa sig sömuleiđis vel í ţeirri skopmynd sem dregin er upp af heimi handrukkara.
Erpur Eyvindarson á stjörnuleik í litlu aukahlutverki. Töluvert mćđir á Eggerti Ţorleifssyni. Hann sannar enn einu sinni ađ hann er í hópi albestu kvikmyndaleikara landsins.
Ţó ađ Stóra planiđ sé ekki merkileg mynd ţá er hún ágćt kvöldskemmtun. Áhorfendur mega ekki búast viđ miklu heldur setja sig í ţćr stellingar ađ ţađ sé alltaf gaman ađ töktum Péturs Jóhanns, Eggert Ţorleifssonar, Benedikts Erlingssonar og annarra sem skila ţví hlutverki sem af ţeim er ćtlast: Ađ vera skemmtilegir.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 14:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
23.4.2008 | 01:16
Ekki missa af ţessu!
Einn af áhugaverđustu ţáttum í útvarpi er Geymt en ekki gleymt međ Frey Eyjólfssyni á rás 2. Freyr er afskaplega skemmtilegur útvarpsmađur og víđfróđur um músík. Sömuleiđis er hann naskur á ađ tína til gamlar áhugaverđar plötur og fá flytjendur í heimsókn til ađ upplýsa eitt og annađ varđandi upptökur ţeirra.
Síđasta laugardag tók Freyr hliđarspor frá hefđinni og bauđ upp á sinn besta og skemmtilegasta ţátt til ţessa. Ţá fékk hann Gunna "Byrds" til ađ fara međ sér yfir meistarastykkiđ The Notorious Byrd Brothers međ bandarísku hljómsveitinni The Byrds.
Margir kannast viđ Gunnar sem plötusölumann hjá Hljóđfćraverslun Reykjavíkur, Faco, Japis, Geisla og fleiri plötuverslana. Gunnar hefur frábćra frásagnargáfu, talar skýrt og skilmerkilega af yfirgripsmikilli ţekkingu um músík og gćđir frásögnina lífi međ skemmtilegum sögum og stađsetur hlutina í sögulegt samhengi.
Gunnar var líka blađamađur í gamla daga. Skrifađi um músík fyrir dagblađ sem hét Tíminn og Dagskrá vikunnar. Góđur blađamađur sem hafđi mikil áhrif á minn músíkţroska á unglingsárum.
Ţeir félagar, Freyr og Gunni, fóru á svo gott flug í ţćttinum ađ ég hef nokkrum sinnum endurspilađ á netinu mér til mikillar skemmtunar ţáttinn frá laugardeginum. Ţátturinn er endurfluttur í kvöld eftir 10 fréttir í kvöld.
Ţar fyrir utan er músíkin í ţćttinum eđal. Platan The Nororious Byrd Brothers međ The Byrds er eitt af meistaraverkum rokksögunnar. Plata sem áhugafólk um rokk og rokksöguna verđur ađ eiga og ţekkja til ađ vera viđrćđuhćft um ţađ sem hćst bar á ţessu tímabili í sögunni.
Missiđ ekki af Geymt en ekki gleymt í kvöld. Ađ öđrum kosti; finniđ ţáttinn á www.ruv.is og spiliđ hann aftur og aftur.
Ég hvet ţá Frey og Gunnar eindregiđ til ađ láta ekki stađar numiđ viđ ţennan eina ţátt heldur taka fyrir fleiri plötur međ The Byrds á sama hátt. Ég er byrjađur ađ hlakka til.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
21.4.2008 | 20:45
Eiga Íslendingar ađ syngja á íslensku, ensku eđa kínversku?
Eftirfarandi hugleiđingu setti ég inn sem athugasemd í umrćđu viđ fćrsluna "Smá klúđur međ Freight Train" hér fyrir neđan. Meistari Magnús Geir benti mér á ađ setja ţetta inn sem sérstaka fćrslu. Ég tek alltaf fullt mark á meistara Magnúsi. Hér er hugleiđingin:
Íslendingum er tamt ađ tjá sig hver viđ annan á íslensku. Íslensk leikhús láta ţýđa erlend leikverk yfir á íslensku svo ţau séu bođleg til sýningar. Íslensk kvikmyndahús og DVD framleiđendur láta ţýđa útlendar bíómyndir yfir á íslensku af sömu ástćđu. Íslenskar fréttastofur birta okkur erlendar fréttir á íslensku. Íslenskir rithöfundar ţýđa erlendar bćkur og ljóđ yfir á íslensku.
Á sama tíma vćla Íslendingar eins og stunginn grís ef afgreiđslumanneskja í matvöruverslun talar ekki kjarnyrta íslensku án hreims.
Íslenskum tónlistarmönnum er engin vorkunn ađ syngja á íslensku fyrir Íslendinga. Ekki síđur ţegar ţeir kráka erlend lög. Ţađ er metnađarleysi ađ afgreiđa erlend lög eins og hvern annan karíókí-slagara. Síđustu ár - ekki síst í kjölfar Idol - hefur veriđ offrambođ á slíkum karíókí-plötum. Góđu fréttirnar eru ađ ţćr hafa hver um ađra ţvera "floppađ" í sölu og eru flestum gleymdar í dag.
Aftur á móti hefur tíminn unniđ međ metnađarfullum tónlistarmönnum sem tekiđ hafa erlend lög og gert ađ sínum. Í ţeim tilfellum breytir engu ţó ađ frumgerđ lagsins sé vel ţekkt.
Gott dćmi um ţetta er flutningur Flowers á einu ţekktasta lagi Arethu Franklin, Think. Flutningur Flowers á ţessu lagi međ íslenska textanum Slappađu af er svo magnađur ađ ótalinn fjöldi yngri flytjenda - til dćmis KK og PS & Co - hefur síđar einnig spreytt sig á laginu og víkja í fáu frá útgáfu Flowers.
Hljómsveit Ingimars Eydals gerđi mörg lög ađ sínum međ góđum árangri. Međal annars hiđ sívinsćla Sloop John B, sem í ţeirra flutningi er Ég er sjóari.
Ţannig mćtti áfram telja og fara yfir alla írsku slagarana sem Jónas Árnason orti íslenska texta viđ og Ţrjú á palli gerđu ađ sínum (og Papar síđar endurtekiđ leikinn).
Vissulega má finna klaufalega íslenska texta viđ útlend lög, rétt eins og viđ rekumst á lélegar ţýđingar á bíómyndum, bćklingum og öđrum texta. Ţćr mega ekki vera ástćđa til ađ íslenska sé afskrifuđ á ţessum vettvangi. Ţvert á móti eiga ţćr ađ vera hvatning til ađ gera betur. Sýna reisn og metnađ.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
19.4.2008 | 23:46
Hryllileg lífsreynsla
Ég vaknađi - seint og síđarmeira - í dag viđ ţađ ađ ég var blindur. Ég sá ekki neitt. Bara allt svart. Samt taldi ég mig merkja góđa birtu ţó ég sći hana ekki beinlínis. En svarta myrkriđ var ekki eins kolsvart ţegar ég snéri ađ glugga eins og ţegar ég snéri frá honum. Ég fékk eđlilega áfall. Ég "sá" tilveru mína hrynja.
Ég er reyndar búinn ađ sjá flest sem ég ţarf ađ sjá, svo ţađ var ekki máliđ. En hvernig átti ég ađ geta sinnt skrautskriftarkennslu án sjónar? Hvernig átti ég ađ sinna útkeyrslu á heildsölunni án ţess ađ sjá neitt?
Ég staulađist í sturtu. Ţađ gekk ađ mestu áfallalaust fyrir sig. Yfir mig helltust samt áhyggjur vegna ţessarar óvćntu fötlunar. Mér tókst ađ klćđa mig og fór ađ velta ţví fyrir mér hvernig ég ćtti ađ staulast svona blindur á veitingastađ til ađ fá mér eitthvađ í svanginn. Jú, ég gćti hringt á leigubíl.
Í ţann mund sem ég fann farsímann minn og ćtlađi ađ hringja á leigubíl fékk ég skyndilega góđa hugdettu. Ég prófađi ađ opna augun. Og viti menn: Ţá sá ég prýđilega. Hjúkk, hvađ mér var létt.
Vísindi og frćđi | Breytt 20.4.2008 kl. 21:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (35)
17.4.2008 | 19:52
Klippt og skoriđ í Boston
Miđbćr Boston er gjörólíkur úthverfinu sem ég dvaldi í. Í úthverfinu eru hús lágreist svo langt sem auga eygir. Í miđbćnum er mađur aftur á móti umkringdur skýjakljúfum og öđrum háhýsum, líkt og í New York. Eitt hverfiđ kallast Kínahverfiđ. Ţađ ćtti frekar ađ kallast Asíuhverfiđ. Ţarna eru japönsk veitingahús, verslanir og önnur fyrirtćki, tćlensk, víetnömsk, indversk og svo framvegis. Í ţessu hverfi eru líka veitingahúsakeđjur á borđ viđ McDonalds. Munurinn er bara sá ađ ţarna eru merkingar á kínversku. Og veitir ekki af. Enskukunnáttu fólks í hverfinu er ábótavant. Ţađ var gaman ađ smakka ýmsa framandi rétti.
Ég lét klippa mig á kínverskri hárgreiđslustofu. Ţar talađi enginn stakt orđ í ensku. Auglýst verđ klippingarinnar var 10 dollarar, eđa 720 íslenskar krónur. Ţađ er reyndar ekki alveg ađ marka bandaríska verđmiđa. Ţeir eru án virđisaukaskatts. Sama hvort um er ađ rćđa bjór eđa bíl. Virđisaukaskatturinn bćtist ofan á uppgefiđ verđ. Í Boston er hann ađeins 5%.
Til viđbótar er ćtlast til ađ viđskiptavinurinn greiđi fólki í ţjónustustörfum ţjórfé. Einhverra hluta vegna stóđ ég í ţeirri trú ađ hćfilegt ţjórfé vćri 10% ofan á uppgefiđ verđ. Í flugrútunni á leiđinni frá Keflavík var ég upplýstur um ađ hćfilegt ţjórfé í Bandaríkjunum miđist viđ 15%.
Ţetta ţýđir ađ ofan á uppgefiđ verđ bćtast 20% (5% vsk + 15% tips).
Stundum heyri ég Íslendinga hćla sér af ţví ađ ţeir borgi ekki ţjórfé á ferđalögum erlendis. Ţađ er ljótt. Skamm, skamm. Ţjórfé er hluti af launum fólks í láglaunastarfi. Ţegar svikist er um ađ borga ţjórfé er í raun veriđ ađ stela af launum ţess.
Ég hafđi ekki áhuga á öđrum verslunum en plötubúđum. Ég fann 3 slíkar. Ţar af var ein bara međ notađar plötur. Úrvaliđ í ţeim öllum var afskaplega slakt. Samt voru ţćr allar stórar. Ein meira ađ segja á 5 hćđum. Gallinn var sá ađ fátt var ađ finna međ öđrum flytjendum en ţeim sem njóta almennra vinsćlda. Ţarna voru allar plötur međ Bítlunum, Stóns, Dylan, Björk og Sigur Rós. En engar plötur međ ţeim sem ég leitađi sérstaklega eftir.
Ég hef aldrei keypt jafn fáar plötur í utanlandsferđ. Venjulega kaupi ég 30 - 40 plötur. Núna voru ţađ bara ţessar:
- Revival međ John Fogerty (nýjasta sólóplata forsprakka Creedence Clearwater Revival)
- Elgin Avenue Breakdown Revisted međ The 101ers (gamla hljómsveit Joes Strummers, síđar söngvara The Clash)
- Singles Going Steady međ The Buzzcocks (safnplata međ smáskífulögum bresku pönksveitarinnar The Buzzcocks frá ´77 - ´79)
- Cover Up međ Ministry (splunkuný krákuplata frá ţessum meisturum bandaríska "industrial" metalsins. Ţarna eru lög eins og Under My Thumbs frá Stóns, Supernaut eftir Black Sabbath, Space Truckin´ eftir Deep Purple, Roadhouse Blues eftir The Doors, Black Betty eftir Leadbelly o.fl. spennandi). Ţađ er hörkuliđ á ţessari plötu međ Al Joergensen og félögum. Međal annars hljóđfćraleikarar úr Fear Factory, Prong, RevCo og Killing Joke.
- Dread Kennedys - In Dub We Trust međ ýmsum reggíflytjendum sem spreyta sig á lögum eftir bandarísku pönksveitina Dead Kennedys. Vel á minnst. Kennedy-slektiđ er frá Boston.
- Natural međ bresku cow-pönk sveitinni Mekons, ţeirra nýjasta plata. Mekons byrjuđu sem hreinrćktuđ pönkhljómsveit á áttunda áratugnum en músík ţeirra ţróađist hćgt og bítandi í kántrý-átt ţó oft eigi hljómsveitin góđa rokkspretti í bland.
- Frantic međ Bryan Ferry. Ég reikna ekki međ ađ ţetta sé merkileg plata. En ţarna krákar Ferry lög eftir Dylan, Leadbelly og fleiri. Ţađ er gaman ađ tékka á ţeim.
- Comicopera međ Robert Wyatt. Ţessi plata var á mörgum listum yfir bestu plötur síđasta árs. Ţarna spila međ ţessum fyrrum trommuleikara og söngvara Soft Machine menn eins Brian Eno á hljómborđ, Paul Weller (úr The Jam) og Phil Manzanera (úr Roxy Music) á gítara.
Robert Wyatt syngur á Medúllu-plötu Bjarkar. Og talandi um Björk: Í plötubúđum í Boston er plata sem heitir Ice. Ţar spilar strengjasveit einungis lög eftir Björk.
Plöturnar sem ég keypti kostuđu frá 760 til 1440 ísl. kr.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
16.4.2008 | 22:04
Einstaklega vel stađsett hótel
Flugvöllurinn í Boston er á stórborgarsvćđinu. Ţađ er ţćgilegt og hagkvćmt fyrir viđskiptavini, rétt eins og fyrir okkur ađ hafa Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Eftir ađ hafa veriđ formlega hleypt inn í Bandaríki Norđur-Ameríku gekk ég ađ upplýsingaborđi í flugstöđinni. Ţar spurđi ég hvađ kosti ađ taka leigubíl á hóteliđ.
Upplýsingafulltrúinn sagđi ađ í Boston taki fólk ekki leigubíl til eđa frá hóteli. Hann benti á síma og sagđi:
- Hringdu í hóteliđ. Ţađ kostar ekkert. Segđu ađ ţú sért viđ gang E á flugvellinum. Ţá verđur ţú sóttur hingađ, ţér ađ kostnađarlausu.
Ég hlýddi og skutlan frá hótelinu kom og pikkađi mig upp. Ţetta er góđ ţjónusta sem íslensk hótel eiga ađ taka upp. Ţá yrđi ţćgilegra ađ ferđast um landiđ og kenna skrautskrift.
Daginn sem ég yfirgaf hóteliđ var hringt í mig úr móttökunni um morguninn og spurt klukkan hvađ ég vildi láta skutla mér út á flugvöll.
Ţegar ég bókađi hóteliđ á sínum tíma hafđi ég ekki hugmynd um stađsetningu ţess. Hún reyndist vera í sóđalegu úthverfi ţar sem margt er í niđurníđslu. Gangstéttir eru sprungnar ţvers og kruss, allar í holum og hćđum. Ţegar rigndi voru gangstéttirnar ónothćfar vegna djúpra polla. Bréf utan af sćlgćti og smokkum og annađ rusl lá á víđ og dreif.
Mörg hús standa auđ. Á ţeim stendur ýmist ađ ţau séu til sölu eđa leigu. Fáir virđast skipta um gler ef ađ rúđa springur eđa brotnar.
Skáhalt á móti hótelinu er stór áfengisverslun. Ţá sá ég ađ stađsetning hótelsins gat ekki betri veriđ.
Ég byrjađi á ţví ađ kanna vöruúrvaliđ í áfengisversluninni. Ţađ reyndist vera í góđu lagi. Bjórinn er í kćlum. Verra ţótti mér ađ á bjórumbúđum eru engar upplýsingar um áfengisstyrk. Ţess í stađ eru barnshafandi konur varađar viđ ţví ađ drekka áfengi.
Ég fékk misvísandi upplýsingar um ţađ hvers vegna alkóhólstyrk er haldiđ leyndum á bjórumbúđunum. Einn nefndi ađ lög um alkóhólstyrk séu svo mismunandi á milli ríkja Bandaríkjanna ađ framleiđendur séu ađ gera eftirlit međ áfengisstyrknum illmögulegt. Annar nefndi ađ Bandaríkjamenn hafi ekki áhuga á áfengisstyrk bjórs. Bjór sé drukkinn vegna ţess ađ hann er svalandi og bragđgóđur. Ef fólk vilji alkóhól ţá fái ţađ sér vín en ekki bjór.
Fjöldi annarra verslana eru í ţessu hverfi og afskaplega fjölbreytt úrval af veitingastöđum. En enginn pöbb.
Hóteliđ heitir Rodeway Inn. Myndin efst er af framhliđ ţess. Ţessi mynd hér er af herberginu. Ţó ég vćri ađeins einn á ferđ ţá fékk ég tvö tvíbreiđ rúm til ađ sofa í og samtals 8 ţykka kodda. Ég brúkađi aldrei tvćr nćtur í röđ sama koddann og svaf í rúmunum til skiptis til ađ fá sem mesta fjölbreytni út úr ferđalaginu.
Matur og drykkur | Breytt 17.4.2008 kl. 00:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (21)