Og HJARTA ÁRSINS er...

saeja.jpg

  Sæunn Guðmundsdóttir!  Það er niðurstaða áhorfenda og dómnefndar sjónvarpsstöðvarinnar flottu,  N4.  Þetta fólk hefur ekki rangt fyrir sér.  Ég votta það.  

  Það var skemmtilegt uppátæki hjá N4 og Miðbæjarsamtökum Akureyrar að efna til leitar að hjartahlýjustu manneskjunni.  Sæunn er alltaf á fullu í því að hjálpa öllum og gleðja aðra. 

  Hún kann ekkert á peninga.  Þegar hún kemur auga á bók eða plötu í búð þá er hennar fyrsta hugsun hvern bókin eða platan geti glatt.  Það hvarflar ekki að henni hvort að hún hafi efni á kaupa enn eina gjöfina til að gleðja.  Hún hefur ekkert efni á því.  En löngun til að gleðja aðra víkur fyrir öllu.  

  Þrátt fyrir ýmsa erfiðleika þá slær hún aldrei af við að sprella og grínast.  Gefur frekar í en hitt við hverja raun.  Hún og fjölskylda hennar hafa fengið stærri skammt af veikindum en hollt telst.  Maður hennar er að glíma við eftirstöðvar heilablóðfalls.  Er í endurhæfingu.  Sjálf hefur Sæunn strítt við heilsuleysi af ýmsu tagi alveg frá barnsaldri og er móðir 2ja langveikra barna.  Samtals eru börn hennar fjögur.  Ég kann ekki upptalningu á veikindum Sæunnar.  Hún er áhugasamari að tala um flest annað en nýrnabilun,  vefjagigt og hvað þetta heitir.

  Sæunn er ein af stofnendum Aflsins,  systursamtaka Stígamóta á Norðurlandi.  Hún er ennþá að vinna allan sólarhring fyrir Aflið.  

  Svo skemmtilega vill til að sama dag og Sæunn var útnefnd Hjarta ársins þá varð hún amma í annað sinn.  Á myndinni hér fyrir ofan er hún með hinu ömmugullinu.  Sæunn er til hægri á myndinni.  

  Til hamingju með daginn,  kæra systir! 

  


Íslensk hljómsveit nýtur vaxandi vinsælda erlendis

  Hljómsveitin Q4U varð til í rokkbyltingunni 1980 - 1983,  frjóasta og orkumesta tímabili íslensku rokksögunnar.  Tímabili sem í dag er kennt við kvikmyndina og plötuna  Rokk í Reykjavík

rokkireykjavik_1224054.jpg   Auglýsingar um myndina og framhlið umslags plötunnar skreytti ljósmynd af Ellý,  söngkonu Q4U.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Á þessu tímabili naut Q4U mikillar athygli og vinsælda.  Vinsælasta lag Q4U,  Böring,  er sívinsæl klassík.  

  Eins og flestar aðrar hljómsveitir í  Rokki í Reykjavík  lagðist Q4U í dvala.  Liðsmenn hennar fóru að spila og syngja með öðrum hljómsveitum.  Af og til reis hljómsveitin úr dvala og er enn að.  

  Fyrir nokkrum árum tók að berast póstur til Q4U frá Þýskalandi.  Í póstunum var upplýst að í Þýskalandi ætti Q4U harðsnúinn aðdáendahóp.  Einhverjir höfðu rekist á efni með Q4U á þútúpunni og heilluðust.  Leikar fóru þannig þýski aðdáendahópurinn keypti 300 eintök af diski með heildarútgáfu á lögum Q4U.  Það voru mun fleiri eintök en seldust af disknum hérlendis.  

  Þjóðverjarnir lögðu hart að Q4U að koma í hljómleikaferð til þýskalands.  Áður en til þess kom barst Q4U póstur frá Brasilíu.  Þar var annar harðsnúinn aðdáendahópur Q4U.  Brassarnir lögðu enn harðar að Q4U að koma í hljómleikaferð til Brasilíu.  Jafnframt vildu Brassarnir fá að gefa út "Best of" plötu með Q4U.  Þeir fengu leyfi til þess.  "Best of" platan kom út fyrir tveimur árum og seldist í 1000 eintökum í Brasilíu.  

  Á meðan liðsmenn Q4U veltu vöngum yfir hugsanlegri hljómleikaferð til Brasilíu og Þýskalands tók að berast póstur frá Bandaríkjunum.  Þar var enn einn harðsnúni aðdáendahópurinn.  Sá hópur grátbað Q4U um að koma í hljómleikaferð til Bandaríkjanna.  Þá var komin upp sú staða að halda í hljómleikaferð til Þýskalands,  Brasilíu og Bandaríkjanna.  Ljóst var að það yrði töluverður pakki.  Kannski 2ja - 3ja mánaða túr.  Það var snúið mál.  Liðsmenn hljómsveitarinnar voru í fastri vinnu sem erfitt var að hlaupa úr.  Jafnframt foreldrar barna á ýmsum aldri.  Allt niður í ung börn.  

  Túrinn var eiginlega þegar afskrifaður er Ingólfur gítarleikari veiktist af hvítblæði fyrir 15 mánuðum.  Hann féll frá í vor og er sárt saknað.  

  Nýverið kom út í Bandaríkjunum vinyl-plata með Q4U.  Hún er kölluð "Deluxe Edition 1980 - 1983".  Hún inniheldur 16 lög frá þessum árum.  Umslagið er hið sama og á Ep-plötu sem kom út með Q4U 1983.  

q4u_front.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Það er vel til útgáfunnar vandað í alla staði.  Plötunni fylgir textablað og allar helstu upplýsingar um hljóðritanir á hverju lagi fyrir sig.  Mér þykir líklegt að vinylplatan sé til sölu í helstuplötubúðum á Íslandi - sem á annað borð selja vinyl. 


Skemmtileg grein í héraðsfréttablaðinu Feyki

  Þessi bloggfærsla er dálítið staðbundin (lókal).  Feykir heitir héraðsfréttablað Skagfirðinga og Húnvetninga.  Frábært vikurit sem upplýsir okkur brottflutta af því landssvæði um það sem helst ber til tíðinda í Skagafirði og Húnavatnssýslu.  Til viðbótar við margt annað sem gaman er að lesa um,  svo sem mataruppskriftir og skagfirska fyndni (Dreifarinn). 

  Í nýjasta hefti Feykis er viðtal við gamlan Skagfirðing: 
---------------------------

Jens Guð skrifar um færeysku söngkonuna á Íslandi

eivor

 

Hjá Æskunni er komin út bók eftir Jens Guð, sem í Skagafirði er betur þekktur undir nafninu Jens Kristján. Þrátt fyrir að vera löngu brottfluttur er þessi landsþekkti bloggari og skrautskriftarkennari Skagfirðingur að ætt og uppruna. Bókin sem hann skriftar fjallar um færeysku söngkonuna Eivöru og ber titilinn Gata, Austurey, Færeyjar, EIVÖR og færeysk tónlist.

-Ég er fæddur (1956) og uppalinn á Hrafnhóli í Hjaltadal. Sonur Guðmundar Stefánssonar og Fjólu Kr. Ísfeld. Bærinn á Hrafnhóli brann 1979. Þá flutti fjölskyldan til Akureyrar. Nema Sæunn systir mín. Hún tók saman við Hallgrím Tómasson á Sauðárkróki, settist þar að og eignaðist með honum tvo syni. Sjálfur var ég kominn suður í nám í Myndlista- og handíðaskóla Íslands þegar bærinn á Hrafnhóli brann,“ segir Jens.

Hin nýútkomna bók fjallar að uppistöðu um færeysku söngkonuna Eivöru, sem er vinsælasti erlendi tónlistarmaðurinn á Íslandi ef miðað er við plötusölu. Hérlendis selur hún um 10 þúsund eintök af hverri plötu. Miðað við vinsældir Eivarar hérlendis má ætla að bókin verði vinsæl. Hún er einnig seld í Færeyjum. Viðræður eru um að bókin verði þýdd yfir á dönsku og norsku.

Jens segist ennþá vera Skagfirðingum að góðu kunnur. -Flestir íbúar Hjaltadals og Viðvíkursveitar þekkja mig. Ég var tvo vetur í gagnfræðaskóla á Steinsstöðum. Flestir í Lýtingsstaðahreppi þekkja mig þess vegna. Það var nokkur samgangur á milli nemenda í Steinsstaðaskóla og Varmahlíðarskóla. Við krakkarnir í Hjaltadal lærðum sund á Sauðárkróki með krökkunum í Hofsósi og Hofshreppi.

Öll haust vann ég í Sláturfélagi Skagfirðinga á Sauðárkróki, þar sem pabbi var forstjóri. Pabbi var oddviti í Hólahreppi, lengi formaður ungmennafélagsins Hjalta og meðhjálpari á Hólum í Hjaltadal. Ég hef alltaf skilgreint mig sem Skagfirðing þrátt fyrir að hafa átt heima í Reykjavík síðastliðna áratugi. Til viðbótar þessari upptalningu á ég stóran frændgarð þvers og kruss um Skagafjörðinn. Þegar ég ferðast um Skagafjörðinn í dag þá þekki ég meirihlutann af öllum sem ég hitti.

Auk þess að vera landþekktur bloggari og hafa áður gefið út bækur er Jens kunnur fyrir skrautskriftarnámskeið sem hann hefur haldið vítt og breytt um landið. – Um nokkurra ára skeið kenndi ég skrautskrift fyrir Farskóla Norðurlands vestra. Ég þekkti ekki alltaf alla nemendur í upphafi námskeiðs. En jafnan kom í ljós þegar á leið að ég þekkti foreldra þeirra, maka eða aðra nátengda. Ég hef einnig verið með fjölmörg skrautskriftarnámskeið í Húnavatnssýslu og þekki marga þar.

 -------------

  Nánar: 

http://www.feykir.is/archives/77325


Bestu plötur ársins 2013

Það er svoooo gaman að skoða lista yfir bestu plötur ársins 2013 í áramótauppgjöri fjölmiðla.  Hér er niðurstaða 3ja breskra tímarita.  Fyrsta röðin er listi Uncut.  Fremri sviginn vísar í lista Mojo.  Aftari sviginn vísar í lista Q

1. (14) (12) My Bloody Valentine – m b v
2. (3)  (3) David Bowie – The Next Day
3. (9)  (-) Nick Cave & the Bad Seeds – Push the Sky Away

 


4. (5)  (9) John Grant – Pale Green Ghosts
5. (19) (18) Laura Marling – Once I Was An Eagle

 

6. (39) (-) Roy Harper – Man and Myth

 


7. (1) (27) Bill Callahan – Dream River
8. (-) (36) Kurt Vile – Wakin’ On a Pretty Daze
.
 

9. (4)  (1) Artic Monkeys – AM
10. (-) (25) Boards of Canada – Tomorrow’s Harvest

 

11. (-)  (-) Matthew E White – Big Inner (was this not 2012?)
12. (12) (34) Prefab Sprout – Crimson/Red
13. (2)  (4) Daft Punk – Random Access Memories
14. (-) (37) The National – Trouble Will Find Me
15  (47) (-) Julie Holter – Loud City Song
16. (-)  (-) Thee Oh Sees – Floating Coffin
17. (38) (26) Kanye West – Yeezus
18. (-)  (-) Parquet Courts – Light Up Gold
19. (-)  (-) Endless Boogie – Long Island
20. (7) (2) Vampire weekend – Modern Vampires of the City
.
.
Í Q er Kveikur með Sigur Rós í 45. sæti. 
Fleiri listar:

Flott bókargagnrýni

gata_austurey_eivor_1223572.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

    Árni Helgason skrifar góða, vandaða, ítarlega og vel rökstudda gagnrýni í nýjasta tölublað vikublaðsins Reykjavík um bókina "Gata, Austurey,  Færeyjar, Eivör og færeysk tónlist".

  Gagnrýnin spannar næstum hálfa blaðsíðu (dagblaðsbrot).  Ég endurskrifa hér aðeins brot af gagnrýninni.  Um leið kvitta ég undir aðfinnslur Árna.  Þær eru réttmætar.  

  Fyrirsögnin er "Ég syng alltaf berfætt".

  Í meginmálstexta segir m.a.:  "Fyrir þá sem áhuga hafa á færeyskri tónlist á síðasta hluta 20. aldar og fyrstu árum hinnar 21. er fengur að þessari bók.  Aðdáendur Eivarar fá einnig gott yfirlit yfir þátttöku hennar í tónlist og afrek hennar um víða veröld sem eru umtalsverð eftir því sem frá greinir  í bókinni."

  Líka segir:  "Þessi bók er ekki ævisaga Eivarar í hefðbundnum skilningi og ekki er mikið fjallað um hana sjálfa nema að því er að tónlistinni lýtur en sú saga virðist tíunduð mjög nákvæmlega.  Fjöldi hljómsveita og tónlistarmanna sem hún hefur unnið með er nefndur og margir leggja bókinni til umsagnir sínar sem eru undantekningalaust jákvæðar."

  Síðan:  "Í lok bókar tekur höfundur saman mjög ítarlegt yfirlit yfir hljómplötur og mynddiska sem Eivör hefur gefið út eða verið þátttakandi í.  Er fengur að þeirri skrá sem og einni opnu sem höfundur kallar færeysk-íslenska orðabók en ég hygg að Íslendingar hafi gaman af því að sjá sum orðin og hugtökin svo sem að vera hundasjúkur sem getur hent eftir að menn hafa verið bakbundnir.  Innskotskaflar um Færeyjar eru einnig mjög fræðandi og kemur margt fram sem líklega er ekki á allra vitorði hér á landi."

  Svo:  "Umfjöllunin er að nokkru leyti í tímaröð en þar sem sumir kaflarnir eru laustengdir Eivöru þá er farið nokkuð fram og aftur í tíma.  Almennt er bókin lipurlega skrifuð...  Fjöldi skemmtilegra mynda prýðir bókina.

  Í heildina tekið er hér um fróðlega - og oft nokkuð hnyttna - bók um tónlistarmanninn Eivöru og tónlist í Færeyjum að ræða auk almenns fróðleiks um frændur okkar Færeyinga."

gata_-_utdrattur.jpg

  

       


Útvarp Saga með pálmann í höndunum

  Svo snemma sem 2006 var byrjað að gagnrýna á Útvarpi Sögu þenslu bankanna og allt sukkið á þessum árum.  Til að mynda afmæli Ólafs Ólafssonar og fleiri þar sem keppst var við að bjóða upp á skemmtiatriði með heimsfrægum og rándýrum poppstjörnum.  Menn ferðuðust í þyrlum til að fá sér pylsu með öllu.  Menn snæddu gull.

  Um þetta var fjallað á gagnrýninn hátt í ýmsum þáttum á Útvarpi Sögu.  Meðal annars í símatímum.  Fyrir þetta var Útvarp Saga atyrt,  stöðin sökuð um neikvæðni,  öfund,  róg og annað slíkt.  Innhringendur líka.  Spurt var hvers vegna þetta fólk gæti ekki samglaðst velgengni auðmanna,  ævintýralegum og rándýrum lúxuslífstíl þeirra,  margföldun umsvifa bankanna,  útrásinni,  útrásarvíkingunum, íslenska efnahagsundrinu og svo framvegis.  

  Útvarp Saga varaði við á meðan aðrir hengdu orður á krimmana og hrópuðu þrefalt húrra fyrir þeim.  Nýfelldir dómar yfir krimmunum staðfesta að viðvaranir Útvarps Sögu áttu rétt á sér.  

  Útvarp Saga varaði við Icesave samningunum og REI.  Bara svo að tvö dæmi af mörgum séu tiltekin þar sem Útvarp Saga stóð vaktina og varði hagsmuni Reykvíkinga og íslensku þjóðarinnar á meðan aðrir fjölmiðlar sátu hjá.  Útvarp Saga er samviska þjóðarsálarinnar.  

    


mbl.is Vitna í gamalt bréf frá Sigurði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljósmyndataka rænir ljósmyndarann minni

photographer-bull.jpg

 

 

 

 

 

  Margir taka ljósmyndir.  Sumir jafnvel flottar ljósmyndir.  Þegar eitthvað er um að vera má iðulega sjá margar myndavélar á lofti.  Þetta á við um áhorfendur og þátttakendur á skemmtunum,  einnig í afmælum,  fermingarveislum og brúðkaupum.  Nú hefur rannsókn staðfest það sem margir hafa lengi haldið:  Ljósmyndarinn skerðir minni sitt við hverja myndatöku.  Ekki nóg með það.  Ljósmyndatakan brenglar jafnframt skynjun ljósmyndarans á framvindu atburðarins.

  Vegna þessa hafa tónlistarmenn á borð við Björk og Prince bannað ljósmyndatöku á hljómleikum sínum.  

  Á áttunda áratugnum var ljósmyndaönn hluti af námi mínu í Myndlista- og handíðaskóla Íslands.  Í heilan mánuð var fátt annað gert en ljósmynda (og framkalla).  Í einhvern tíma á eftir dró ég stundum (rándýra) ljósmyndavélina fram og smellti af.  En ég fann að þetta fór illa með minnið og lagði myndavélinni.  Ég hafði grun um að það væri eitthvað efni í myndavélinni sem brenglaði minnið.  Ég hef ennþá sterkan grun um það.   

  Þeir sem stýrðu rannsókninni um þetta í háskólanum í Connecticut í Bandaríkjunum vilja meina að það sé sjálf athöfnin,  ljósmyndatakan,  sem snúi upp á minnið.  Augnablikin fyrir, á og eftir að mynd er smellt af stelur athyglinni.  Annað sem gerist á meðan eða utan þessara augnablika fer meira og minna framhjá ljósmyndaranum.   

photographer_no_smoking.jpg


Plötuumsögn

knut_-_on_high.jpg

  - Titill:  On High

  - Flytjandi:  Knút

  - Útgefandi:  Tutl

  - Einkunn: ****1/2 (af 5)

   Knút er Knút Háberg Eysturstein,  færeyskt söngvaskáld.  Hann kvað sér fyrst hljóðs með rokksveitinni Reverb í Götu í Færeyjum,  12 ára gamall.  Jafnaldra hans,  Eivör,  var söngvarinn.  Af öðrum þekktum í Reverb má nefna trommuleikarann Högn Lisberg.  Hann og Eivör voru síðar í "súper grúppunni" Clickhaze.  Högni á farsælan sólóferil.  Um það má lesa í nýútkominni bókinni "Gata, Austurey, Færeyjar, Eivör og færeysk tónlist".

  On High er þriðja og besta plata Knúts.  Það er ekki auðvelt að lýsa tónlistinni.  Hún er róleg eða á millihraða og iðulega með stígandi.  Sumt minnir örlítið - en aðeins örlítið - á REM.  Einkum lagið Revolution of the Heart.  

  Lögin hljóma strax vel en eru samt flest frekar lengi að síast inn.  Það er að segja að fegurð þeirra kemur hægt og bítandi betur og betur í ljós.  Það er mikið lagt í útsetningar.  Mikið um fagran baksöng,  fiðlur og allskonar önnur hljóðfæri.  Um bakraddirnar sjá Dam systur og frænkur (þar á meðal hin vinsæla Dorthea Dam).  Þær vega þungt og laða fram þungan hátíðarblæ.  Kallast mikilfenglegar skemmtilega á við einfalt píanópikk.  Þetta er flott plata sem venst einstaklega vel við ítrekaða spilun.  Músíkin er notaleg og á köflum virkilega fögur.  Öll lögin eiga það sameiginlegt að vera ljúf og þægileg áheyrnar. 

  Platan fæst hjá www.tutl.com   

   


Íslensk tónlist gerir það gott í áramótauppgjöri erlendra fjölmiðla

  Ísland er svokallað örríki.  Við erum 0, eitthvað % af rösklega 7 milljörðum jarðarbúa.  Fyrir aldarfjórðungi sótti kunningi minn brúðkaupsveislu í Bandaríkjum Norður-Ameríku.  Þar hitti hann Indverja.  Sá hafði setið við hlið Dana í flugvél vestur um haf.  Indverjinn henti gaman af því að Daninn kom frá 6 milljón manna landi.  Indverjinn hló.  Hann sagði:  "Að hugsa sér að hægt sé að kalla það þjóð sem er aðeins 6 milljón manna þorp."

  Íslendingurinn ákvað að upplýsa ekki að hann væri frá 300 þúsund manna þjóð.

  Í áramótauppgjöri útlendra fjölmiðla eru íslenskar plötur áberandi.  Dæmi:  Breski netmiðillinn OMH (musicomh.com) birti í gær áramótauppgjör sitt.  Niðurstaðan er þessi:

  1.  John Grant:  Pale Green Ghosts

  29.  Sigur Rós:  Kveikur

  74.  Ólöf Arnalds:  Sudden Elevations

   Í áramótauppgjöri Íslendinga hafa sumir spurt hvort að plata Johns Grants sé íslensk eða útlensk.  Svarið er:  Hún er íslensk.  John Grant er búsettur á Íslandi.  Hann gerir sína músík út frá Íslandi.  Meðspilarar hans eru Íslendingar.  Hans starfsvettvangur er íslenskur.  Upptökustjórar og aðrir sem koma að upptökum á hans tónlist eru Íslendingar.  Sjálfur upplifir hann sig sem þátttakanda að einu og öllu í íslensku tónlistarlífi.

  Þetta er alveg eins og með færeysku söngkonuna Eivöru.  Hún var búsett á Íslandi í nokkur ár.  Hér samdi hún sína músík.  Hér var hún í hljómsveit með íslenskum hljóðfæraleikurum.  Hér upplifði hún sig sem fullgildan þátttakanda í íslensku tónlistarsenunni.  

  Eivör var á þessu tímabili margútnefnd og verðlaunuð með íslenskum tónlistarverðlaunum og leikhúsverðlaunum.  Um þetta má lesa í bókinni Gata, Austurey, Færeyjar, Eivör og færeysk tónlist.

 csm_eivoer_bok_c0b821cb67.jpg

  Það kemur kannski einhverjum á óvart að plata með Ólöfu Arnalds rati inn í áramótauppgjör erlendra tónlistarmiðla.  Staðreyndin er sú að Ólöf Arnalds er nokkuð hátt skrifuð í Bretlandi (einkum Skotlandi) og Þýskalandi.  Í skoskum plötubúðum hef ég séð plötum hennar stillt upp á áberandi hátt og undir yfirskrift "Mælt með".  Ég hef séð svipað í aðal plötubúð Berlínar í Þýskalandi.  

  Ólöf Arnalds er mun stærra dæmi erlendis en við hér á Íslandi gerum okkur grein fyrir.   Í skoskri plötubúð var mér sagt að Ep-plata með henni væri vinsæl.  Bæði söluhá og lög af henni spiluð í skosku útvarpi. 

 

 


Alger uppstokkun í bloggsamfélaginu

  Fyrir nokkrum árum var Moggabloggið allsráðandi í bloggi á Íslandi.  Það var langbesta bloggumhverfið.  Bauð upp á persónulegt umhverfi (margir kostir í boði) og marga góða möguleika.  Það var hægt að tengja bloggfærslu við frétt á mbl.is.  Það var hægt að setja inn á plötuspilara uppáhaldslög.  Það var hægt að efna til skoðanakannanna.  Það var hægt að velja letur, leturstærð,  lit á letri.  Það var hægt að pósta inn myndböndum.  Það var hægt að ráða stærð ljósmynda.

  Bloggumhverfi Moggabloggsins var frábærlega vel útfært á heimsmælikvarða.   Tugþúsundir hófu að blogga á Moggablogginu.  Vinsælustu bloggarar fengu 5 - 10 þúsund innlit á dag.  Þeir sem næstir komu fengu 2 - 5 þúsund innlit á dag.  Dagblöðin:  Mogginn, Fréttablaðið, Blaðið og DV, birtu daglega einskonar "best of"  bloggfærslur frá deginum áður.  Ljósvakamiðlar voru sömuleiðis duglegir við að vitna i bloggfærslur.  Til varð frasinn "bloggheimar loga" þegar mikið gekk á.

  Svo breyttist allt á einni nóttu.  Það var þegar Doddsson varð ritstjóri Morgunblaðsins.  Blogginu var sparkað niður í kjallara.  Í forystugrein í Mogganum lýsti Doddsson því yfir að bloggarar væri ómarktækur skríll.  Bara ég og örfáir aðrir væru á hlustandi.  Allir aðrir bloggarar væru fábjánar.

  Nánast allir vinsælustu bloggarar Moggabloggsins færðu sig með það sama yfir á önnur bloggsvæði.  10 þúsund dagleg innlit á Moggabloggið hrundu niður í 500.  

  Moggabloggshrunið skaut styrkum stoðum undir blogg á eyjunni, dv, pressunni og fleiri bloggsvæðum.  Bloggsvæði 365 miðla,  bloggcentral og blogg.visir.is, blómstruðu.  Samt voru stöðug vandræði með þessi bloggsvæði 365 miðla.  Þar var allt í klessu.  Innlitsteljari virkaði nánast aldrei.  Það var ekkert hægt að stjórna leturstærð,  ljósmyndastærð né litum eða öðru.  Það var klúður aldarinnar að 365 miðlar nýttu sér á engan hátt hrun Moggabloggsins.  Þvert á móti þá hefur vísisbloggið alla tíð verð hornreka og meira og minna hálf bæklað fyrirbæri.

  Þrátt fyrir allt var alla tíð góð traffík á bloggsvæði 365.  Nú hefur þeim verið lokað.  365 miðlar hafa stimplað sig út úr bloggheimum.  

  Spurningin er hvaða áhrif þetta hefur á bloggheim.  Mér segir svo hugur að fæstir færi sig yfir á Moggabloggið.  Flestir færa sig væntanlega yfir á Fésbók.  Það er spurning með DV bloggið og Eyjuna.  Þau blogsvæði standa ekki öllum opin.  Aðeins útvöldum er hleypt að.  

  Þá er eftir "kommentakerfi" DV og visir.is. Þangað munu einhverjir færa sig.  Eftir stendur að tveir af helstu bloggvettvöngum Íslands hafa skellt í lás, bloggcentral.is og blogg.visir.is.   Þar er skarð.


Aðal fréttin í Færeyjum

  Það er gaman að fylgjast með færeyskum fjölmiðlum.  Hlusta á færeyskar útvarpsstöðvar,  horfa á færeyska sjónvarpið,  lesa færeyska dagblaðið Sosialin og lesa færeysku vefritin.  Það er svo gaman að hlusta á eða lesa útlent tungumál sem svipar svo mjög til íslensku að auðvelt er að skilja það. 

  Þessi frétt er til að mynda dáldið skemmtileg: 

       

Dagfinn Olsen 06.12.2013 (00:15)

Bók útkomin um Eivør

Íslendski føroyavinurin, tónleikaserfrøðingurin, bloggarin, og nú eisini rithøvundurin, Jens Guð, hevur givið út bók um Eivør, ið er sera kend í Íslandi.

Bókin er tó ikki bert um Eivør Pálsdóttir, men sum heitið á bókini sipar til, so fevnir bókin eisini eitt sindur meira víðfevnt um Føroyar og føroyskan tónleik.

Bókin hevur heitið Gata, Austurey, Færeyjar, EIVØR og færeysk tónlist.

Á føroyskum: Gøta, Eysturoy, Føroyar, Eivør og føroysk tónlist.

Jens Guð hevur verið nógv í Føroyum og hevur fylgt sera væl við seinnu árini í tí, sum er fyrfarist á føroyska tónleikapallinum.

Hann hevur eisini lagt til rættis savnsfløgur fyri Tutl.

Í Íslandi er hann m.a. kendur sum ummælari, bloggari, plátuvendari, tónleikari og lærari í fagurskrift.

Jens Guð sigur, at hann í hesum døgum hevur úr at gera. Hann var ikki meira enn liðugur at tosa um bókina á íslendsku Rás 2, og at signera bøkur har, fyrr enn Útvarpið Søgu vildi hava fatur á honum til upplestur úr nýggju bókini.

Bókin er á íslendskum, men áhugað hava møguleika at ogna sær bókina í handlinum hjá Tutl, har nøkur eintøk av bókini vera á hillini í næstum.

---------------------------------

Fréttina má sjá á in.fo með því að smella á þennan hlekk: http://www.in.fo/news-detail/news/bok-utkomin-um-eivoer/?fb_action_ids=10201907433479210&fb_action_types=og.likes&fb_source=aggregation&fb_aggregation_id=288381481237582

---------------------------------

  Þessu alveg óviðkomandi.  Ég sá á Fésbók Sæunnar systur minnar þessa áhugaverðu spurningu:  Ef róni hrósar manni er það þá alkahól? 


Lulla frænka í umferðinni

  Lulla frænka var tíður gestur á tilteknu bílaverkstæði.  Aðallega var gert við smádældir sem einkenndu iðulega bílinn hennar.  Hún rauk ekki með bílinn á verkstæði þó að ein og ein dæld og rispa bættist við.  Það var ekki fyrr en ljós brotnuðu líka eða stuðari losnaði eða eitthvað slíkt bættist við.

  Á meðan gert var við bílinn sat Lulla inni í honum og fylgdist með.  Hún skráði af nákvæmni í bók hvenær vinna við bílinn hófst og hvenær henni lauk.  Í hvert sinn sem viðgerðarmaður brá sér frá í kaffi,  mat,  síma (þetta var fyrir daga farsíma) eða annað þá tók Lulla tímann og skráði niður.  Með þessu afstýrði Lulla því að vera rukkuð um of.  Hún taldi sig merkja einbeittan vilja verkstæðisins til ofrukkunar.  Það réð hún meðal annars af því hvað starfsmenn þar lögðu hart að henni að koma út úr bílnum;  bíða frekar á kaffistofunni hjá þeim eða þá að þeir buðust til að skutla henni heim.   Lulla lét ekki plata sig.  Þó að viðgerð tæki 2 eða 3 daga þá var hún mætt í bílinn sinn á slaginu klukkan 8 að morgni og stóð vaktina til klukkan 18.00.     

  Afturendinn á bíl Lullu varð helst fyrir hnjaski.  Ég uppgötvaði einn daginn hvernig á því stóð.  Þannig var að Lulla bjó í bakhúsi við Laugaveg.  Að húsinu lá nokkurra metra löng innkeyrsla.  Við húsið lagði Lulla bíl sínum.  Pláss var ekki nægilegt til að snúa bílnum þarna.  Það þurfti að bakka til baka og út á Laugaveg þegar ekið var frá húsinu.  

  Svo vildi það til að ég var farþegi hjá Lullu er hún ók að heiman.  Hún leit ekki aftur fyrir sig né í spegla á meðan hún bakkaði út á Laugaveginn.  Þess í stað horfði hún aðeins fram fyrir sig og reykti af ákafa.  Hún bakkaði bílnum löturhægt á bíl sem ók niður Laugaveginn.  Hvorugur bíllinn varð fyrir eiginlegum skaða.  En það voru skrifaðar tjónaskýrslur.  Að því loknu nefndi ég við Lullu að hún þyrfti að gá aftur fyrir sig áður en hún bakki út á Laugaveginn.  Hún yrði að ganga úr skugga um að enginn bíll sé fyrir á Laugaveginum.  

  Lulla svaraði í rólegheitum:  "Nei,  ég hef prófað það.  Þá þarf maður að bíða svo lengi.

  Fleiri sögur af Lullu frænku:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1332896/


Bókin um færeysku álfadísina Eivöru

  Í gær kom í verslanir bókin "Gata,  Austurey,  Færeyjar,  Eivör og færeysk tónlist".  Bókin er bæði gefin út í mjúkri kápu og harðspjaldakápu.  Harðspjaldakápan er töluvert dýrari (um 5 þúsund kall en mjúka kápan um 3 þúsund kall). 

gata_austurey_eivor.jpg   Nafn bókarinnar segir töluvert mikið um innihaldið.  Í gær atti bókin kappi við tvær öflugar bækur í útvarpsþættinum frábæra Virkir morgnar.  Eins og allir vita (nema Eiður Guðnason) þá er þátturinn Virkir morgnar skemmtilegasti morgunþáttur í íslensku útvarpi.  Þó er samkeppnin hörð á þeim vettvangi.  Andri Freyr og Gunna Dís fara á kostum í þættinum.  Þau eru svooooo afgerandi skemmtileg að það hálfa væri hellingur.  

  Bókin með langa titlinum,  "Gata, Austurey, Færeyjar, Eivör og færeysk tónlist",  rúllaði upp samkeppninni.  Engu að síður voru hinar bækurnar meiriháttar flottar:  Annars vegar "Brosbörn" og hinsvegar "Strákar".  Bókin "Brosbörn" er mega vel heppnuð og ævintýraleg barnabók. Gargandi snilld út í eitt.  Bókin "Strákar" er virkilega snjöll fyrir unglingsstráka.  Fjölbreytt, skemmtileg og unglingsstrákum nauðsynlegt hjálpartæki.   Það var mér mikill heiður að kynna bókina um Eivöru um leið og þessar glæsilegu og eigulegu bækur,  "Brosbörn" og "Strákar".   

_virkum_morgnum.jpg

 


Barnaníðingar

  Það má alveg vera rétt að opinberar upplýsingar um barnaníðinga forherði þessa fárveiku menn.  Á móti vegur að eftir því sem betri upplýsingar um þá liggja fyrir þá er auðveldar að verjast ódæðum þeirra.  Þess vegna er best að upplýsingar um þessa veiku menn séu aðgengilegar fyrir foreldra ungra barna. 

  Hátt hlutfall manneskjunnar situr uppi með brenglaðar hugmyndir um tilveruna.  Um fjórðungur Íslendinga glímir við geðveiki einhvern tíma á ævinni.  Í flestum tilfellum er dæmið frekar léttvægt og tímabundið.   


mbl.is Níðingar reiðast nafnbirtingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýja íslenska jólalagið sem er að slá rækilega í gegn

  Í gærkvöldi setti Þórður Bogason inn á youtube splunkunýtt frumsamið jólalag,  "Biðin eftir aðfangadegi".  Það var eins og kveikt á flugeldi.  Lagið rauk af stað í einskonar jó-jó þvers og kruss um Fésbók.  Ég hef aldrei séð annað eins flug á þeim vettvangi.  Í "commentakerfi" Fésbókar var laginu fagnað og það hlaðið lofið í bak og fyrir.  Margir lýsa því sem flottasta íslenska jólalagi síðustu ára.  Sumir nota tækifærið og hæða 2ja stjörnu (skv. mbl.is) jólaplötu "Ekki háttvirts" um leið og þetta lag er rómað sem hinn fullkomni jólasöngur.  Ég hef ekkert heyrt af jólaplötu "Ekki háttvirts" (hlusta ekki á Bylgjuna) og tek því ekki þátt í þeirri umræðu.  

  Fyrir minn smekk er jólalag Þórðar Bogasonar virkilega grípandi og gott jólalag.  Það hefur alla eiginleika til að verða sívinsælt jólalag.  Eitt útspilið er hvernig lagið er brotið upp með örstuttu ágengu rokkgítarsólói.  Til viðbótar við hvað laglínan er sterk bæði í versi og viðlagi.  Trompin eru lögð á borðið á færibandi. 

  Hljómsveitin Foringjarnir er skráð fyrir laginu.  Mér virðist þó sem að þetta sé sólóverkefni Þórðar Bogasonar,  söngvara,  lagahöfundar,  textahöfundar og gítarleikara.  En skiptir ekki máli.  Jólalagið í ár og næstu ára.  Þegar ég smellti á lagið á youtube í gærkvöldi hafði það verið spilað 5 sinnum.  Í dag þegar ég sá hversu mjög rösklega því hafði verið deilt á Fésbók sá ég að það hafði verið spilað  500 sinnum á innan við sólarhring.  Ég man ekki eftir jafn rosalegum viðbrögðum.  

  Þetta er nýja íslenska jólalag (með ákveðnum greini).  Toppurinn í nýjum jólalögum 2013.  Dreifið laginu og leyfið öðrum að komast í rétta jólagírinn.    

   


Eru allir að verða geggjaðir?

  Á rúnti um netheima rekst maður víða á ljósmyndir af fólki.  Sumt af þessu fólk hagar sér þannig að vandasamt er að átta sig á því hvað liðinu gengur til.  En kannski er bara gott að allir séu ekki steyptir í sama mót.  Þá er hægt að brosa eða skella upp úr þegar það allra skrítnasta ber fyrir augu.

eru allir orðnir geggjaðir - a

Ég veit ekki hvort þessi dama er að dansa eða hvað.  Hvort sem er þá átta ég mig ekki á því hvers vegna hún hefur troðið hendinni á sér alveg ofan í kok.  

eru allir orðnir geggjaðir - aa

Sumir hafa hring í eyranu.  Aðrir hafa hring í nefinu.  Ég hef ekki áður séð neinn með skæri í nefinu.  Þetta gæti orðið tískubylgja ef til að mynda Justin Bieber tæki upp á þessu.   

eru allir orðnir geggjaðir - b

 Skemmtileg fjölskyldumynd af mislítið sólbrúnu fólki.  En hvað er þetta með öxina?  Faðirinn hefur skorðað blaðið á bakvið brjóstið á stúlkubarninu. 

eru allir orðnir geggjaðir - bb

  Amma er fótalúin en vill ólm vera með í búðarrápinu.  Þá er bara að skorða hana ofan í innkaupakerrunni og hlaða ofan á kellu kókflöskum, kexkökum, pylsupökkum, mjólk og öllu hinu.  Sumar vörurnar kæla hana notalega í hitamollunni.

eru allir orðnir geggjaðir - c

 Bleika slímið er það kallað.  Það er einskonar kjötfars úr uppsópi af gólfum kjötvinnslunnar.  Það er þvegið upp úr ammoníaki og fínhakkað í leðju eða slím.  Slímið er notað til að drýgja hamborgara og fleiri kjötrétti.  Þarna er það hinsvegar notað í stað lambhúshettu.  Bleika slímið er einkum notað í Bandaríkjunum.  En einnig í Bretlandi.  Notkun þess er þó ýmsum skorðum sett.  Það má til að mynda ekki nota það í skólamáltíðir í Bretlandi.        


Bestu plötur ársins 2013

  Nokkrir fjölmiðlar hafa þjófstartað og birt áramótauppgjör,  lista yfir bestu plötur ársins 2013.  Það er gaman að skoða niðurstöðuna.  Málið er að taka þetta ekki of hátíðlega.  Þetta er aðeins léttur og saklaus samkvæmisleikur.  Hér er niðurstaða nokkurra miðla.  Fyrst er það listi netmiðilsins Pitchfork. 

  Fremsti sviginn sýnir niðurstöðu breska vikublaðsins NME.  Næsti svigi er útkoman hjá bresku netsíðunni Aoty.  Þriðji sviginn er sóttur í smiðju netsíðunnar Best ever albums.  Fjórði sviginn er listi bandaríska tímaritsins Spin.  Aftasti sviginn er niðurstaðan hjá Rolling Stone. 

kanye west-yeezus

1  (6) (6) (6) (1) (2) Kanye West - Yeezus
 

 
2  (-) (18) (3) (3) (1) Vampire Weekend - Modern Vampires of the City
3  (-) (-) (1) (37) (5) Arcade Fire - Reflektor
4  (-) (-) (-) (5) (13) Disclosure - Settle
5  (-) (3) (8) (39) (23) My Bloody Valentine - m b v
6  (-) (-) (-) (-) (-) Darkside - Psychic
7  (-) (1) (-) (22) (-) Deafheaven - Sunbather
8  (2) (-) (4) (19) (3) Daft Punk - Random Access Memories
9  (-) (-) (-) (-) (-) Phosphorescent - Muchacho
10 (-) (8) (-) (-) (17) Danny Brown - OLD
 
  Í 1. sæti hjá NME er AM með hljómsveitinni Arctic Monkeys

Tómt svindl og svínarí

 jens_og_randur_1222783.jpg  Hvernig stendur á því að búið er að tilnefna bækur í hinum ýmsu flokkum til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2013?  Langt er til áramóta.  Fjöldi bóka kemur út í desember.  Jafnvel fleiri en allan hinn hluta ársins til samans.  Reyndar byrja bækur að streyma á markað í lok nóvember. 

  Samtals koma út rösklega 700 bækur í ár.  12 ágætar manneskjur lesa og velja og tilnefna 20 bækur til verðlauna.  Hvað les hver dómnefnd margar bækur á örfáum dögum í nóvember?  175?  

  Nei,  alveg rétt.  Flestar bækurnar koma ekki út fyrr en eftir að dómnefndir hafa komist að niðurstöðu.  Það léttir verulega á lestrarvinnunni.  

  Sennilega er það Félag íslenskra bókaútgefenda sem stendur fyrir þessu skemmtilega uppátæki.  Uppátækið er viðskiptalegs eðlis fremur en að allir sitji við sama borð.  Tilnefning á bókum til bókmenntaverðlauna er gott fréttaefni.  Hún kemur af stað umræðu um nýjar íslenskar bækur.  Beinir kastljósi að bókum og sparkar jólabókasölunni af stað.  Það er gott mál.

  Ég tek það fram að allar tilnefndar bækur eiga það áreiðanlega skilið.  Þetta eru gullmolar, að því er ég hef hlerað.  

  Í næstu viku koma á markað margar bækur.  Ein af þeim heitir  Gata, Austurey, Færeyjar, Eivör og færeysk tónlist.  Nafnið gefur sterka vísbendingu um hvað bókin fjallar.  Mér segir svo hugur að lesendur verði fróðari um margt við lestur á bókinni.  Sumt kemur skemmtilega á óvart.  Meira um það þegar bókin kemur út.  Myndin hér fyrir ofan sýnir frábæru styttuna af hinum merka og þvera Þrándi í Götu.  Myndin er ekki í bókinni.  En þær eru samt margar myndirnar í bókinni.  Þar á meðal af styttunni. 

gata-austurey-faereyjar-eivor.jpg


mbl.is 15 bækur tilnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forvitnilegir fróðleiksmolar um þakkargjörðardaginn

  Öldum saman út um allan heim hafa bændur fagnað uppskerulokum með veisluhöldum.   Á mínum uppvaxtarárum í Skagafirði var veislan kölluð töðugjöld.  Ég hef grun um að töðugjöld hafi lagst af eftir að heyskapur vélvæddist gróflega.  
  Önnur íslensk uppskeruhátíð,  slægjur,  lagðist af um þarsíðustu aldamót.  Við af slægjum tók almennt skemmtanahald sem kallast haustfagnaður.  Með því að smella á eftirfarandi slóð má lesa um elstu heimild um slægjurhttp://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1331030/
.
sara pálína og uppskeruhátíðin
.
  Í Norður-Ameríku fögnuðu frumbyggjar, indíánar,  haustuppskerunni með kalkúnaveislu löngu áður en þeir kynntust evrópskum nýbúum.   
  Á 17. öld flúði hópur breskra pjúritana undan trúarofsóknum til Norður-Ameríku.  Indíánar kenndu þeim að rækta korn og koma því í hlöðu fyrir veturinn.  Indíánarnir kenndu þeim matreiðslu.  Þar á meðal að matreiða kalkúna.       
  Um haustið héldu indíánarnir og ensku pjúritanarnir sameiginlega uppskeruhátíð.  Pjúritanarnir þekktu til hliðstæðrar uppskeruhátíðar meðal mótmælendatrúar á Englandi.  Fyrstu árin sem indíánar og pjúritanar héldu sameiginlega uppskeruhátíð var veislan einfaldlega kölluð uppskeruhátíð.  Löngu síðar var farið að kalla hana þakkargjörðardag.   
.
  Þakkargjörðardagur hafði þá verið haldinn hátíðlegur árlega í Kanada frá því á 16. öld.  Þar var ekki um uppskeruhátíð að ræða heldur fögnuð enskra sæfara yfir því að hafa náð landi í Kanada eftir miklar hrakningar á sjó.   
  Franskir nýbúar í Kanada héldu hinsvegar uppskeruhátíð. 
.
  Á 19. öld varð uppskeruhátíðin,  þakkargjörðardagurinn,  opinber frídagur í Kanada og Bandaríkjunum.  Í Kanada er hann annan mánudag í október.  Í Bandaríkjunum er hann síðasta fimmtudag í nóvember. 
  Víða um heim er uppskeruhátíðin kennd við þakkargjörð. 
  Í Þýskalandi er uppskeruhátíðin kölluð emtedankfest (þakkargjörðarhátíð).  Hluti af hátíðarhöldunum er bjórhátíðin Oktoberfest.
  Í Grenada er þakkargjörðardagurinn 25. október opinber frídagur.  Uppruni hans er að minnsta kosti jafn gamall og uppskeruhátíðirnar í Kanada og Bandaríkjunum.
  Í Japan heitir dagurinn verkalýðs-þakkargjörðardagurinn.  Hann er opinber frídagur 23. nóv.
  Í Líberíu er þakkargjörðardagurinn fyrsta fimmtudag í nóvember.
  Þannig mætti áfram telja.
.
  Íslenskar verslanir og veitingastaðir hafa valið bandaríska þakkargjörðardaginn sem fyrirmynd.  Bæði dagsetninguna, kalkúnann og meðlætið.  Það sem vantar inn í íslensku útgáfuna er að í Kanada og Bandaríkjunum er þakkargjörðarhelgin samverustund stórfjölskyldunnar.  Safnast er saman heima hjá ættarhöfðingjum fjölskyldunnar (nema um annað sé samið).  Hefðin er svo sterk að þeir yngri ferðast um langan veg til að sameinast stórfjölskyldunni. 
 
  Annar bandarískur siður, tengdur þakkargjörðarhelginni,  er svarti föstudagurinn.  Hann er að ryðja sér til rúms hérlendis.  Hann er daginn eftir þakkargjörðardaginn.  Þá byrja jólainnkaup með látum.  Verslanir bjóða upp á verulegan afslátt.  Lengst af voru verslanir opnaðar snemma á föstudeginum.  Á allra síðustu árum hefur opnunartíminn færst sífellt framar.  Undanfarin ár hefur verið miðnæturopnun aðfaranætur föstudags.  Í ár þjófstörtuðu verslanir að kvöldi þakkargjörðardags.  
 
  Trix verslananna er að bjóða aðeins örfá eintök af hinum ýmsu vörum á veglegu afsláttarverði.  Þetta skilar sér í því að múgurinn safnast saman fyrir framan verslanirnar mörgum klukkutímum fyrir opnun.  Þegar opnað er verður allt brjálað.  Fólk slæst,  stingur hvert annað með hnífum.  kýlir,  brýtur bein og er æst.  Öryggisverðir standa í ströngu.  Það hentar Íslendingum vel að troðast út af lækkuðu verði á minnislykli úr 980 kr. í 890 kr.         
 



mbl.is Kalkúnninn sprakk í loft upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar Lulla frænka fór til útlanda

  Lulla frænka hélt að hún væri altalandi á dönsku og ensku.  Það var misskilningur.  Að vísu kunni hún nokkur orð í þessum tungumálum.  En hún var ekki með réttan skilning á þeim öllum.  Til að mynda hélt hún að "spiser du dansk?" þýddi "talar þú dönsku?" (í stað "borðar þú dönsku?").  Þetta kom ekki að sök.  Útlendingar urðu lítið sem ekkert á vegi Lullu frænku.  Þangað til eitt árið að hún fór í utanlandsreisu með skipi.  Það var til Englands og Hollands. 

  Í Hollandi keypti Lulla helling af litlum styttum af vindmillum.  Þær fengu ættingjar í jólagjöf næstu ár.  Fallegar og vel þegnar litlar skrautstyttur.  Í Englandi keypti Lulla fátt.  Ástæðan var tungumálaörðugleikar.  Lulla sagði þannig frá:

  "Það kom mér á óvart hvað Englendingar eru lélegir í ensku.  Það var ekki hægt að ræða við þá.  Þeir skilja ekki ensku.  Ég reyndi að versla af þeim.  Það gekk ekki neitt.  Hollendingar eru skárri í ensku.  Samt eru þeir líka óttalega lélegir í ensku.  En mér tókst að versla af þeim með því að tala hægt og benda á hluti."

----------------------

  Fleiri sögur af Lullu frænku:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1330749/


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.