Verðsamanburður borgar sig!

  Það eru eins og samantekin ráð hjá helstu verslunum landsins að hringla með verð á öllum vörum nánast daglega.  Það er sama hvort um er að ræða stórmarkaði,  lágvöruverslanir,  hávöruverslanir,  byggingavöruverslanir eða hvað sem er.  Tilgangurinn er sá einn að koma í veg fyrir að nokkur manneskja læri verð á vörum.  Viðskiptavinurinn verður þannig ónæmur fyrir verði.

  Full ástæða er til að vera á verði.  Gera verðsamanburð á milli verslana af minnsta tilefni.  Það getur sparað háar upphæðir.

  Siggi Lee Lewis,  vinur minn,  var í dag að huga að kaupum á útiseríu.  Hann kannaði verð á 80 ljósa seríu í Blómavali.  Verðið reyndist vera 29.900 krónur.  Það þótti Sigga heldur ríflegt.  Í bríeríi datt honum í hug að kanna verðið í Byko.  Viti menn:  Þar fann hann 120 ljósa seríu á 4990 kr.  Siggi kemur ekki auga á neitt sem réttlætir að miklu minni sería í Blómavali sé 25 þúsund kalli (500%)dýrari.  80 ljósa serían í Byko kostar rúmar 3000 kr.  en Siggi er svo ánægður með verðið á 120 ljósa seríunni að hún er málið. 

  Tekið skal fram að ég hef engin tengsl við Byko eða Blómaval.

jolaseriur.jpg  


Rás 2 er frábært útvarp

  Öll fyrirtæki hafa gott af því að ganga í gegnum allsherjar endurskoðun.  Þess vegna - meðal annars - ber að fagna kreppu og grófum samdrætti.  Þumalputtaregla er að fyrirtæki stofnað í aðdraganda kreppu eða eftir að kreppa er skollin á verði langlífari og blómstri betur en fyrirtæki sett á laggir í góðæri.

  Kreppa og samdráttur kalla á hagræði.  

  Fyrstu viðbrögð eru jafnan að segja upp þeim sem skúrar og þrífur klósettin.  Æðstu stjórnendur með margföld laun þess sem skúrar slá skjaldborg um sín 16 milljón króna árslaun,  jeppa,  síma og það allt.  Hjá Rúv eru 11 æðstu stjórnendur með hátt á annað hundrað milljón króna launakostnað.  Þegar aðrir yfirstjórnendur eru meðtaldir er talan - að mig minnir - um 260 milljónir króna.  

  Þetta er svo sem ekki há tala.  Ríkiskirkjan er með 4000 milljónir.  Domino´s var verðlaunað sem markaðsfyrirtæki ársins 2013 eftir 2000 milljón króna afskriftir (eða voru þær bara 1000 milljónir?).  Morgunblaðrið:  4000 milljónir, 

  Ég kann ekki nöfnin á öllum þeim Björgúlfum sem hafa fengið afskrifaðar svo margar milljónir að ég get ekki talið núllin án þess að ruglast í talningunni.

  Víkur þá sögu að Rúv og Rás 2.  Rás 2 hefur gegnt stóru hlutverki í íslenskri tónlist.  Rás 2 er ábyrg fyrir þeirri sterku stöðu sem íslensk tónlist gegnir innanlands og ekki síður erlendis.  Með tilheyrandi gjaldeyristekjum íslenska ríkisins (sameiginlegum sjóði landsmanna) - ef menn vilja meta dæmið út frá krónutölu.  Sem er þó ekki eftirsóknarverðasti þáttur í menningu og listum.  Að næra sálina er nauðsynlegra en að telja aura.

  Rás 2 og Rúv hafa sinnt sínu hlutverki frábærlega vel. Hljómsveitin Kukl varð til í útvarpsþætti á Rúv.  Kukl var þúfan sem velti stórum steini.  Kukl varð Sykurmolarnir.  Sykurmolarnir urðu heimsfræg hljómsveit. Söngkona Sykurmolanna,  Björk,  varð frægasti Íslendingur sögunnar.  Heimsfrægð Bjarkar lagði grunn að því að útlendum ferðamönnum til Íslands fjölgaði úr 80.000 í 600.000.  Þegar á leið með fulltingi Sigur Rósar,  Of Monster and Men og fleiri.  

  Hvar og hvenær sem eitthvað er um að vera í íslenskri tónlist þar er Rás 2.  Hvort heldur sem eru Músíktilraunir,  Airwaves,  Menningarnótt,  17. júní eða annað.  Ferill Of Monster and Men hófst með sigri í Músíktilraunum og fór á flug á Airwaves.   

  Rás 2 býr að þeirri gæfu að þar hefur safnast saman hugsjónafólk sem leggur sig fram um að styðja íslenska tónlist.  Dagskrárgerðarmenn sem hafa metnað, elju, ástríðu og ákafa  í að sinna þessu hlutverki:  Óli Palli,  Andrea Jóns,  Guðni Már,  Matti Matt,  Doddi litli,  Andri Freyr og Gunna Dís, Ásgeir Eyþórs,  Þossi,  Valli Dordingull og fleiri.  Ég er að gleyma svoooo mörgum.

  Í áranna rás hef ég af og til stússað í kringum tónlist með íslenskum og útlendum tónlistarmönnum.  Flestar - nánast allar - músíkútvarpsstöðvar eru lok, lok og læs.  Nema Rás 2.  Meira að segja þegar "Ormurin langi" með færeysku hljómsveitinni Tý seldist í 4000 eintökum á Íslandi var hann einungis spilaður á Rás 2.  Sama var þegar Eivör seldi 10 þúsund eintök af Krákunni.  Hún var aðeins spiluð á Rás 2.  Þannig mætti áfram telja.  

  Rás 2 stendur öllum tónlistarstílum opin.  Engu er hafnað á þeirri forsendu að það falli ekki að lagalista stöðvarinnar.  

  


mbl.is Adolf Inga sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útvarp Saga er þjóðarútvarp

   Ég kann vel að meta Útvarp Sögu.  Útvarp Saga er þjóðarútvarp.  Þjóðin talar og þjóðin hlustar.  Frá klukkan 09 að morgni til hádegis fær almenningur að hringja inn og tjá sig í beinni útsendingu.  Ranglega fullyrða sumir að örfáir innhringendur séu ráðandi í þessum símatímum.  Athugun hefur hrakið það.  Jú, jú, inn á milli ná einhverjir inn sem áður hafa látið í sér heyra.  Er eitthvað að því?  Umræðuefnið er af ýmsu tagi.  Þeir sem ná inn og eru alveg jafn góður þverskurður af íslenskum almenningi og þeir sem daglega taka þátt í "lofi og lasti" á Bylgjunni. 

  Símatímar Útvarps Sögu spegla umræðuna á Íslandi dag hvern.  Þar fyrir utan er margt annað áhugavert dagskrá Útvarps Sögu utan þessara 3ja klukkutíma símatíma.  Til að mynda skemmtilegur og fjölbreyttur morgunþáttur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar.  Núna er Jóhann að auki með bókmenntaþátt.  Rúnar Þór er með forvitnilega og fróðlega viðtalsþætti.  Þar rekur hann garnir úr þekktum tónlistarmönnum.  Torfi Geirmundsson og Guðný í Heilsubúðinni eru með þátt um hár og heilsu.  Annar heilsuþáttur heitir Heilsan heim.  Magnús Magnússon spilar gamlar dægurlagaperlum,  talar við tónlistarmenn og gefur hlustendum tertur,  bílabón og fleira.  Arnþrúður er með þátt um mat og matreiðslu.  Pétur Gunnlaugsson og Erlingur Már eru með síðdegisþátt.  Þangað fá þeir iðulega góða gesti í spjall.  Margt fleira áhugavert er á dagskrá Útvarps Sögu.

  Nýlega var hleypt af stokkum nýrri útvarpsstöð,  Jóla-Sögu:  89 á fm.  Nafnið segir sína sögu. 

 


Það þarf stöðugt að hafa vit fyrir heimska fólkinu

  Morgunblaðrið verður ekki oft á vegi mínum.  Hugsanlega er það vegna þess að ég er ekki áskrifandi.  En þegar ég rekst á blaðið þá les ég það mér til gagns og gaman.  Í dag fór ég á matsölustað.  Þar rakst ég á rifrildi úr tölublaði frá síðustu viku.  Örfáar blaðsíður.  Og las þær í bak og fyrir.  Á einni síðu voru tvær aðsendar greinar.  Önnur var frá tveimur konum.  Önnur er prófessor og hin næringarfræðingur.  Þær færðu í löngu máli rök fyrir því að gosdrykki og aðra svaladrykki eigi umsvifalaust að fjarlægja úr almennum matvöruverslunum og sjoppum  Þessir drykkir eru óhollir.  Svo sannarlega.  Bölvaður óþverri.  Litað sykurvatn með bragðefnum.  Það er mesta furða að fólk kaupi og drekki þennan viðbjóð.

  Konurnar eru með lausn á vandamálinu.  Hún er sú að bannað verði að selja sykraða drykki annars staðar en í ríkisreknum vínbúðum.  Þar með verði sala á sykruðum drykkjum til yngri en 20 ára stranglega bönnuð að viðlögðum háum fjársektum og vist í skammarkrók.  Þeir einir sem náð hafa 20 ára aldri og geti sannað það með framvisun vegabréfs fái að kaupa þessa óhollu drykki.

 Fólk er fífl.  Þess vegna þarf að passa það og vakta og skammta ofan í það óhollustu.  Annars endar þetta með óhófi.  Það þarf að festa í lög og fylgja þeim rækilega eftir að fólk gæti hófs í þambi á sykruðum drykkjum.  Eitt kókglas á sunnudögum með mat er hámarkið.  Hálft aukaglas á hátíðisdögum á borð við jól og sumardaginn fyrsta.

  Ríkislögreglustjóri og hans embætti verður að halda utan um að lögum og reglum um þetta sé fylgt í hvívetna.  Kæruleysi leiðir til upplausnar.

  Á sömu blaðsíðu og prófessorinn og næringarfræðingurinn settu fram sína kröfu var grein eftir kaupmann í Reykjavík.  Hann vill flugvöll burt úr Vatnsmýri.  Hann vill ná umræðunni niður á jörðina í stað þess að gapa upp í loft á eftir flugvélum.  Til að ná umræðunni niður á jörðina skipti hann flugvellinum út fyrir fjós í Vatnsmýri.  Stillti upp dæmi um lítið sveitakot með fjósi.  Hver vill ríghalda í og varðveita fjós á svæði þar sem annars er hægt að byggja þétta byggð blokkaríbúða?  Ég náði ekki að lesa alla rökfærsluna til enda.  Mig sundlaði eftir að hafa lesið innganginn.  Grínarar hringstigans eru víðar en þeir gera sér grein fyrir.      


Vandræðalegt

  Öllum getur orðið á.  Meira en það.  Öllum verður á.  Sumum oft.  Það er misskilningur út um allt.  Bæði réttur og rangur.  Það átta sig ekki allir á því hvernig best er að nota regnhlíf.

me_regnhlif_1222408.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Það er heldur ekki öllum gefið að vita um mögulegt notagildi skyggnis á húfu.  

19-19-19skrytin_mynd_1222406.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Ef vel er að gáð sést að konan heldur spjaldtölvunni sinni upp að eyranu eins og símtóli (eða litlum farsíma)

stupid.jpg

me_tosku.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Sumum ferðatöskum fylgir enginn leiðbeiningabæklingur.  Fyrir bragðið dregur sumt fólk níðþunga tösku á eftir sér alla ævi.  Það veit ekki að taskan er á hjólum.  Til að þau komi að gagni þarf taskan að snúa rétt.  Þau koma ekki að gagni ef taskan snýr vitlaust.  

 

 

 

 

 

 

 

  Þessi tók mynd af lyftunni til að sýna vinum sínum.  Honum þykir svo heimskulegt að í lyftunni sé takki fyrir hæðina sem hann er á.  

lyfta.jpg


mbl.is Handrukkarar bönkuðu hjá lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslenska þakkagjörðarhátíðin

lambakjot.gif

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   Elsta heimild um íslensku þakkargjörðarhátíðina,  slægju,  er í sögu af Ólafi Noregskonungi digra (hann var assgoti búttaður og þrútinn).  Ólafur (konungur 1015 - 1028) spurði Íslending hvort að satt sé að bændur gefi húskörlum sínum hrút til slátrunar á haustin.  Íslendingurinn kannaðist við það.  Þannig var heyskaparlokum fagnað og fé komið af fjalli.  Noregskonungur mælti þegar í stað fyrir um að Íslendingar í hans liði skuli fá hrút til slátrunar.  Reyndist þar vera um óvin Ólafs digra að ræða,  Hrút að nafni.  Íslendingarnir létu ekki segja sér það tvisvar.  Þeir slátruðu Hrúti þegar í stað og öllum hans mönnum.      

 


Lulla frænka og lögreglan

  Lulla frænka var það sem kallast "góðkunningi lögreglunnar".  Ekki vegna þess að hún væri í neinum afbrotum.  Það var hún ekki.  Alls ekki.  Ekki þannig lagað.  Lulla frænka var strangheiðarleg.  Hitt er annað mál að hún hafði annan skilning á umferðarlögum en flestir.  Hún tók lítið mark á umferðarljósum,  umferðarskiltum og öðru slíku.  Hún var svipt ökuréttindum.  Það breytti engu.  Hún ók eftir sem áður.  Svo fékk hún ökuskírteinið aftur.  Á sjöunda og áttunda áratugnum var mun meira umburðarlyndi gagnvart því að ökumenn túlkuðu umferðarlög frjálslega en er í dag. 

  Á þessum árum voru gangandi lögregluþjónar áberandi á gatnamótum.  Einkum í miðbænum.  Þegar Lulla ók yfir á rauðu ljósi eða virti ekki stöðvunarskyldu hlupu lögregluþjónarnir á eftir bíl Lullu og veifuðu ákaft.  Lulla veifaði á móti og flautaði til að endurgjalda þessa vinalegu kveðju frá þeim.  Hún var upp með sér af því:  "Ég er í miklu uppáhaldi hjá lögreglunni.  Hvert sem ég keyri þá veifa og veifa lögregluþjónarnir mér eins og ég sé gömul skólasystir þeirra eða eitthvað."   

  Þegar ég var í heimavistarskóla á Laugarvatni fékk ég einstaka sinnum bæjarleyfi.  Þá heimsótti ég alltaf Lullu frænku.  Það var svo gaman.  Í einu bæjarleyfi fékk ég Lullu til að skutla mér og Viðari Ingólfs frá Reyðarfirði,  skólabróður mínum,  á hljómleika í félagsmiðstöðinni Tónabæ.  

  Á leiðinni ókum við frammá mann sem gekk yfir merkta gangbraut.  Lulla sló hvergi af né beygði framhjá manninum.  Hún ók harkalega utan í hann.  Hann flaug í götuna.  Mér var brugðið og hrópaði í undrun og taugaveiklun á Lullu:  "Þú keyrðir manninn niður!"  

  Ég ætlaðist til að Lulla stöðvaði bílinn svo við gætum hugað að slösuðum manninum.  Lulla ók áfram og svaraði sallaróleg eins og ekkert væri eðlilegra:  "Hann á náttúrulega ekkert með það að vaða svona í veg fyrir umferðina."  

----------------------------

Fleiri sögur af Lullu frænku:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1328591/


mbl.is „Hef ekkert á móti lögreglunni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fegurstu fossar í heimi

  Netsíðan mobilelikez.com hefur tekið saman og birt myndir og lista yfir fegurstu fossa heims.  Það er gaman að sjá myndir af þessum fallegu fossum.  Listinn er jafnframt áhugaverður.  Ekki síst fyrir okkur sem búum á þessu landi tilkomumikilla fossa, elds og ísa.  Fegursti foss heims að mati mobilelikez.com er Suðurlandsfoss á Nýja-Sjálandi.  

new-zealand-sutherland-1_1222320.jpg

  Hann virðist ekki vera neitt merkilegur þessi Suðurlandsfoss.  Það vantar nefnilega eitthvað á myndina sem sýnir stærð fossins.  Hann er næstum hálfur kílómetri að lengd og fellur í þrennu lagi.  Efsti hlutinn er 229 m,  miðbunan er 248 m og neðsta gusan er 103 m.  

  Fossinn er sagður fegurstur séður úr lofti.  Einkum séður úr þyrlu í frosti.

  Næst fegursti fossinn er Dettifoss í Jökulsárgljúfri á Íslandi.  Til samanburðar við þann ný-sjálenska er Dettifoss ekki nema 45 m hár (innan við 1/10).  

 dettifoss-2.jpg

  Á móti vegur að Dettifoss er 100 m breiður og straumharður. 

  Ljósmyndin sem mobilelikez.com birtir og ég endurbirti hér er ekki af Dettifossi heldur Goðafossi.

  Númer 3 er Gullfoss í Haukadal á Íslandi.  

gullfoss-iceland.jpg

 Fegurð Gullfoss er sögð liggja í því hvernig vatnið ferðast niður fossinn í þremur þrepum.

  Númer 4 er foss sem kallast Kaieteur og er í Guyana.  

 guana.jpg

  Hæð hans er 229 m.

  Númer 5 er Yosemite í Kaliforníu.  Könunum hefur ekki tekist að finna út hæð hans í metrum talið.  Þeir átta sig ekki á því hvernig metrakerfið virkar.  Þess í stað hafa þeir mælt hæðina í fetum.  Hún er 2425 fet.   Þau geta samsvarað 739 m. 

n-amerika.jpg


Búðarhnupl úr sögunni

  Í Asíu,  til að mynda í Suður-Kóreu og Japan,  er búðarhnupl óþekkt í stórmörkuðum.  Vörurýrnun er engin,  0%.  Hvernig stendur á því?  Það er heilmikil vörurýrnun í íslenskum verslunum.  Ekki síst stórmörkuðum.  Ástæðan fyrir þessum mun hefur ekki aðeins að gera með mismunandi siðferði viðskiptavina á Íslandi og í Asíu að gera.  Ástæðan er líka sú að verslanirnar eru ólíkar.

  Í Seúl í Suður-Kóreu sér viðskiptavinurinn vörurnar sem hann girnist.  En hann getur ekki tekið þær úr hillunum.  Þess í stað ýtir hann á mynd af vörunum.  Myndirnar eru snertiskjár.  Um leið og viðskiptavinurinn ýtir á myndirnar færast viðkomandi vörur af lager verslunarinnar og fara í innkaupapoka.  Þegar viðskiptavinurinn kemur að búðarkassanum bíða hans þar vörurnar í innkaupapokum ásamt upplýsingum um verðmæti þeirra.  Viðskiptavinurinn borgar glaður í bragði og fær innkaupapokana afhenta.

  Í fljótu bragði líta hillur stórmarkaðarins út alveg eins og hillurnar í Hagkaup,  Nóatúni,  Nettó og Fjarðarkaupum.  

matvoruverslun_i_seol.jpgstormarka_ur_i_seol-a.jpg  Það er líka hægt að gera innkaupin með snjallsíma.  Ég veit hinsvegar ekkert hvað snjallsími er og veit þess vegna ekki hvernig það gengur fyrir sig.   

 

 

  Þangað til þessi tækni berst seint og síðar meir út fyrir Asíu þurfa verslanir að styðjast við eftirlitsmyndavélar og ljónharða afgreiðslumenn sem slá þjófa umsvifalaust í gólfið.


Breyttar áherslur

  Fyrir mörgum árum ók ég í rólegheitum niður Njálsgötu í átt að Snorrabraut. Skyndilega bakkaði út úr stæði rétt fyrir framan mig bíll.  Þetta var svo óvænt að litlu munaði að árekstur yrði.  Ég flautaði til að gera vart við mig og afstýra að bíllinn bakkaði á minn bíl.  Ég hafði varla látið af flautinu fyrr en bílstjóri hins bílsins stökk út úr bílnum sínum.  Hann rauk að mínum bíl,  reif sig úr skyrtubol (mig minnir að hann hafi hent bolnum á götuna.  Kannski henti hann honum á húddið á sínum bíl?),  reif upp bílhurðina hjá mér og öskraði:  "Hvað er í gangi?  Hvert er vandamálið?"  Hann titraði og skalf og var kófsveittur. 

  Ég bjó mig ósjálfrátt undir áflog,  velti snöggt fyrir mér hvernig best væri að standa að þeim en svaraði rólega:  "Ég óttaðist að þú værir við það að bakka á bílinn minn.  Flautið var til að afstýra því."

  Náunginn andaði ótt og títt eins og hann væri að koma úr líkamsrækt.  Róleg rödd mín hafði sefandi áhrif á manninn.  Hann slakaði á og virtist róast.  Hann tók nokkur skref aftur á bak,  benti á mig og sagði:  "Ekki ögra mér,  félagi."

  Samskiptin urðu ekki meiri.  Gaurinn tók upp skyrtubolinn og settist upp í sinn bíl.  Ók á brott og ég líka.

  Glæpum á Íslandi fækkar ár frá ári.  Einungis er aukning í kærum á kynferðisglæpum.  Ekki vegna fjölgunar kynferðisglæpamanna heldur vegna þess að fórnarlömb kynferðisglæpa leita réttar síns í meira mæli en áður.  

  Þjóðfélag í kreppu,  hnípin þjóð í vanda,  hefur ekki efni á fyrirhuguðu nýju lúxusfangelsi á Hólmsheiði.  Hver fangaklefi þar er lúxsusíbúð með einkabaðherbergi,  nuddpotti og öllum stöðlum 5 stjörnu hótels.  Þetta er rugl.  Þegar er dekstrið við fanga um of.  Þeir eru mataðir á Stöð 2,  Skjá 1 og veislumat í hvert mál.  Bara svo fátt eitt sé upp talið. 

  Í nágrannalöndum, eins og í Svíþjóð, er vandræðastaða komin upp vegna fækkandi glæpa.  Þar er verið að loka fjórum fangelsum vegna skorts á glæpamönnum.  Til viðbótar er búið að loka þar gæsluvarðhaldsfangelsi.  Skortur á föngum er til vandræða.  Er ekki lag að semja við Svía um að fangelsa glæpamenn dæmda á Íslandi?  Vistun fanga á Íslandi kostar 100 þúsund kall sólarhringurinn eða eitthvað álíka.  Hættum við þetta lúxusfangelsi á Hólmsheiði og virkjum norræna samvinnu. 

  


mbl.is Reiddist mjög þegar „svínað“ var á hann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meira af vafasömum tálbeitum

  Í síðustu bloggfærslu setti ég spurningamerki við notkun tálbeitu.  Þar í tilfelli eftirlits með sjoppum sem selja börnum sígarettur.  Ég set líka spurningamerki við notkun tálbeitu í eftirliti með kampavínsstöðum.  Vandamálið með tálbeitu er það að hún getur búið til glæp sem annars yrði kannski aldrei framinn.

  Tökum dæmi:  Peningaveski er viljandi skilið eftir í aftasta sæti í strætisvagni.  Farþegi sem rekst á veskið er í fjárkröggum.  Íbúðin hans verður boðin upp eftir nokkra daga ef ekki tekst að bjarga afborgun.  Veskið blasir við eins og óvæntur bjargvættur.  Farþeginn uppgötvar að í veskinu er upphæð sem getur bjargað fjölskyldunni frá því að vera borin út.  

  Farþeginn myndi aldrei stela veski undir öðrum kringumstæðum.  En þarna væri hann gripinn glóðvolgur af tálbeitu og settur í járn.

  Ég hef oft hugsað um þetta.  Á staurblönkum námsárum mínum fann ég seðlaveski í strætó.  Ég var svo blankur að við hjónin lifðum á hrísgrjónagraut og makkarónugraut til skiptis í öll mál.  Heimsóknir til ættingja var eina tilbreyting á matseðlinum.    

  Með veskið í höndunum barðist ég við freistinguna.  Ef það væri peningur í veskinu (sem var líklegast) þá kæmu þeir mér vel.  Svo varð mér hugsað til þess að rík manneskja væri ekki að ferðast með strætó.  Ég stóðst freistinguna.  En þorði samt ekki að kíkja í veskið.  Ég vissi ekki hvernig viðbrögð mín yrðu ef há upphæð væri í veskinu.  

  Eftir nokkuð harða innri baráttu fór ég til vagnstjórans.  Til að hann myndi ekki falla í freistni bað ég hann um að kalla upp í stjórnstöð að veski hefði fundist á þessari strætóleið.  Sem hann og gerði.  

   Áður hafði ég oft stolið úr búðum.  Aðallega hljómplötum.  Líka fatnaði og sælgæti.  Á þessum tímapunkti varð ég stoltur af sjálfum mér fyrir rétta ákvörðun.  Ég upplifði þetta atvik eins og staðfestingu á því að galgopaháttur og siðblinda unglingsáranna væri að baki.  Þarna var kominn til sögunnar tvítugur maður með siðferðisþröskuld.    

  Eina tilfellið sem ég er afdráttarlaus samþykkur notkun tálbeitu snýr að barnaníðingum.  Þeir hafa öll spjót úti í leit að fórnarlambi.  Þess vegna er tálbeita ekki beinlínis að draga þá inn í stöðu sem þeir myndu annars aldrei fara í.  Þvert á móti er tálbeitan aðeins að henda á lofti eitt af þeim spjótum sem þeir hafa úti.    


mbl.is Segir lögreglu hafa boðið kókaín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tálbeitur á vafasömu svæði

  Árlega er hringt í alla sjoppueigendur í Hafnarfirði.  Erindið er að upplýsa þá um að næstu daga muni tálbeitur kanna hvort að börn geti keypt sígarettur í sjoppunni.  Það er víst bannað.  Ég veit ekki hvers vegna.  Langi börn og unglinga að reykja sígarettur er það ekkert mál.  Allir sem vilja geta reddað sér sígarettum.  Jafn auðveldlega og að redda sér landa og hassi.

  Þrátt fyrir að sjoppueigendur séu upplýstir um væntanlega heimsókn tálbeitu þá eru alltaf einhverjir sem ganga í gildruna.  Láta standa sig að verki við að selja börnum sígarettur.  Fólk þarf ekki að vera gáfað til að reka sjoppu í Hafnarfirði.  En það hjálpar að vera ekki vitleysingur.  

  Tálbeiturnar eru á gráu svæði.  Þetta eru börn sem brjóta lög um leið og þau góma sjoppueigendur í gildru.  Börnin eru ekki sakhæf vegna ungs aldurs.  En þau komast að því hvar þau geta auðveldlega keypt sígarettur.  Barn sem hefur einu sinni brotið lög er komið yfir stóra þröskuldinn.  Það upplifir spennuna við að brjóta lög.  Það sækir í að endurupplifa adrenalín-"kikkið".  Þarna er verið að framleiða glæpamenn framtíðarinnar.

born_reykja.jpg

  

  

   

 

 

 

 

 

 

  Annað:  Fyrir þremur áratugum var ég á gangi ásamt 4ra ára syni mínum.  Á gangstéttinni mættum við gömlum manni sem kastaði frá sér logandi sígarettustubbi.  Strákurinn tók stubbinn upp,  skoðaði hann og setti hann í galsa á milli fingra sér eins og reykingamaður og hélt á honum fyrir framan munninn á sér.  Þóttist reykja.  Í þann mund kom einkennisklæddur strætóbílstjóri gangandi út úr húsi og mætti okkur.

  Ég segi þá hátt og skýrt:  "Davíð minn,  þú ættir að reyna að minnka við þig reykingarnar.  Ég var að lesa um að reykingar væru óhollar."

  Við þessi orð mín tók strætóbílstjórinn snöggt viðbragð.  Hann snérist á hæl og starði reiðilegur á svip á eftir okkur feðgum.  Við röltum áfram.  Út undan mér sá ég að strætóbílstjórinn starði hreyfingarlaus á eftir okkur á meðan við vorum í augsýn.  

   


Bestu tónlistarmyndbönd sögunnar

  Breska popptónlistarblaðið New Music Express leitar að besta tónlistarmyndbandi sögunnar.  New Musical Express er söluhæsta tónlistarblaðið í Evrópu.  Það selst líka með ágætum í Ameríku og víðar.  Til að finna bestu tónlistarmyndböndin hefur NME leitað til lesenda sinna.  Þeir hafa komist að eftirfarandi niðurstöðu:

1  Thriller með Michael Jackson

2  Sabotage með Bestie Boys

3  Just með Radiohead

4  Coffie and TV með Blur

5  Learn to Fly með Foo Fighters

6  Fell in Love with a Girl með White Stripes

7  All is full of Love með Björk

8  Weapon of Choice með Fatboy Slim

9  Buddy Holly með Weezer

10  Sledgehammer með Peter Gabriel

11  Common People með Pulp

12  Go With the Flow með Queens of the Stone Age

13  Around the World með Daft Punk

14  Born Free með MIA

15  Wicked Game með Chris Isaak

16  Bad Girls með MIA

17  Walk This Way með Run DMC

18  Get Ur Freak On með Missy Elliot

19  Like a Prayer með Madonnu

20  Sleep Now in the Fire með Rage Against the Machine 


Lulla frænka komst í hann krappan

  Lulla frænka var stundum á dagdeild stofnunar sem heitir Hvítabandið á Skólavörðustíg.  Öryrkjabíll sótti hana á morgnana og hún föndraði þarna yfir daginn.  Bjó til ávaxtaskálar úr trépinnum samskonar þeim sem eru í íspinnum.  Og eitthvað svoleiðis.  Þessar skálar og fleira dót gaf Lulla í jólapakka.  Um kvöldið var Lullu ekið heim til sín.  Hún talaði um þetta sem vinnuna sína.

  Einn daginn gerði brjálað veður.  Kafaldsbylur og gríðarleg niðurkoma lamaði allt höfuðborgarsvæðið.  Það var ófært.  Fólk komst ekki til vinnu.  Skólastarf og bara allt lagðist niður.  Það sá ekki handaskil utan húss.

  Um kvöldið hringdi Lulla í mig og sagði:  "Ég lenti í þvílíku puði í dagÖryrkjabíllinn sótti mig ekki í vinnunaÉg varð sjálf að keyra í Hvítabandið."

  Ég skil ekki hvernig henni tókst það.  Hún var ekki góður bílstjóri og átti gamlan Skoda.

  Lulla hélt áfram:  "Ég þurfti að gera allt á Hvítabandinu.  Ég þurfti að sjá um símann.  Ég þurfti að hella upp á kaffið og ég þurfti að sjá um allar kaffiveitingar.  Ég þurfti að leggja á borð, setja í uppþvottavélina og ganga frá. Það lenti öll vinna á mér.  Ég þurfti að sjá um alla föndurvinnu.  Ég var alein þarna.  Sem betur fer hringdi síminn aldrei.  Ég kann ekkert á símkerfið.  Ég hefði lent í vandræðum ef einhver hefði hringt."  

hri.jpg

---------------------------------

Fyrri færslur um Lullu frænku:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1326639/ 

   

  


Brjálæðislega flottar myndir

  Sumar myndir eru konfekt fyrir augað.  Áhrifaríkt og magnað listaverk.  Á þessari mynd er það náttúran sem hefur skapað listaverk með grýlukertum á mannvirki í Michigan.  

 brjalae_islegar_ljosmyndir_-_grilukerti_i_michican_1221461.jpg

 

 

 

 

 

 

  Hér er það sandurinn í Namibiu sem rammar dyrakarma og hurð inn í skemmtilega þrívídd.  

brjalae_islegar_ljosmyndir_-_i_sandi_i_namibiu.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

  Risastór og glæsilegur hellir.  Taktu eftir manneskjunni  sem stendur neðst (fremst) á myndinni á einskonar þverslá.  Af henni má ráða stærð hellisins.  

brjalae_islegar_ljosmyndir_-_hellir_i_utlondum_-_taki_eftir_manninum_sem_stendur_a_thverslanni_1221465.jpg

  

 

 

 

 

 

 

  Flott og stórt minnismerki í Júgóslavíu.  Mér virðist sem súlurnar tákni fótaburð fíla.  

brjalae_islegar_ljosmyndir_-_minnismerki_i_jugoslaviu.jpg

 

 

 

 

 

 

 

  Þetta er ekki alvöru fiðrildi.  Fiðrildið er götulistaverk,  teiknað og málað á götuna.  Rosalega vel útfært. 

brjalae_islegar_ljosmyndir_-_gotulistaverk.jpg

 

 

 

 

 

 

 

  Listaverk gert úr Lego kubbum. 

brjalae_islegar_ljosmyndir_-_legokubbakall.jpg


Næpuhvítur bleiknefi náði kosningu með því að þykjast vera svertingi

  Í Houston í ríkinu Texas í Bandaríkjum Norður-Ameríku fóru fram kosningar til bæjarstjórnar.  Frambjóðandi nokkur,  Dave Wilson,  átti á bratta að sækja.  Skoðanakannanir sýndu að hann vantaði örfá atkvæði til að tryggja sér sigur.  Þar munaði um atkvæði blökkumanna.  Hann var öruggur með atkvæði hvítra.  Síðustu daga fyrir kjördag tók kauði upp á því að þykjast vera svertingi.  Hann sendi út fjöldapóst með ljósmyndum af blökkumönnum.  Myndirnar fann hann á netinu.  Undir myndunum var textinn:  "Vinsamlegast kjósið vin okkar og nágranna Dave Wilson."

dave_wilson.png   Hann hampaði því að vera frændi þekkts blökkumanns (það var lýgi) sem ber sama ættarnafn,  Ron Wilson.  Talaði stöðugt um að þeir svörtu frændurnir hafi verið saman á kafi í körfubolta í gamla daga.  

  Þetta virkaði.  Bleiknefinn vann með 26 atkvæða mun.  Íbúar eru 2,1 milljón.     dave-wilson-houston-khou.jpg

  Verra er að Dave Wilson er ákafur hommahatari.  Eins og flestir slíkir áreiðanlega skápahommi. 

  Eftir að hann vann kosningarnar segir hann að kosningabaráttan - með þessu útspili að þykjast vera blökkumaður - hafi verið saklaus hrekkur (prank).   dave-wilson.jpg


Er Veðurstofan nauðsynleg?

  Ég hlusta daglega vel og rækilega á Útvarp Sögu.  Fyrir bragðið verð ég fróðari um sitthvað á hverjum einasta degi.  Í gærdag krossbrá mér illilega.  Á Útvarpi Sögu kom fram að starfsmenn Veðurstofu Íslands séu fleiri en tuttugu og fimm og fleiri en fimmtíu og fleiri en hundrað og fleiri en hundrað og fimmtíu.  Starfsmenn Veðurstofunnar eru 152!  Segi og skrifa:  Eitt hundrað fimmtíu og tveir!

  Þeir eru fleiri en meðalstórt þorp;  til að mynda allir íbúar Laugavatns til samans.  Hvað kostar rekstur Veðurstofunnar á ári?  Þarna er allt vaðandi í stjórum (gæðastjóri, hópstjórar, fagstjórar, mannauðsstjóri, vaktstjórar, aðalbókari, bókasafnsfræðingur, framkvæmdastjórar, forstjóri, rannsóknastjóri, verkefnastjóri, náttúruvárstjóri...).  Allir sennilega með sér skrifstofu með tilheyrandi búnaði.  Áreiðanlega hið vænsta fólk, samviskusamt og fullt áhuga. 

  Nú nota flestir Íslendingar norsku veðurstofuna yr.no.  Er þörf á Veðurstofu Íslands?  Ef svo er þá þörf fyrir að íslenska ríkið reki veðurstofu?  Er ekki hægt að einkavinavæða Veðurstofuna?  

  Hvað kostar þátttakan í Nató?  Er ekki hægt að einkavinavæða hana í leiðinni? 

 


mbl.is Blint verður í fyrramálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áríðandi að eyða þessum ljósmyndum

  Kanadískur söngvari,  Justin Bieber,  telur sig vera næstum því búinn að venja sig af því að hrækja yfir aðdáendur sína.  Hann er með smávegis bakþanka yfir hrákaslummunum.  Skammast sín pínulítið.  Þess vegna biðlar hann til allra að eyða ljósmyndum af uppátækinu af Fésbók,  bloggsíðum og öllum öðrum stöðum.  Hann vill að myndirnar hverfi með öllu og fyrir fullt og allt úr netheimum og sjáist aldrei aftur.  Þær skaða ímynd söngvarans, alveg eins og Gillz og Egill skaða ímynd hvors annars.

  Mér finnst sjálfsagt að hlaupa undir bagga hjá Justin svo að hann endurheimti flekklausa ímynd.  Ég leitaði myndirnar umræddu uppi á netinu til að átta mig á því hvaða myndir það eru sem þurfa að hverfa úr netheimum.  Ég hvet ykkur til að dreifa myndunum út um allt:  Á Fésbók,  á bloggsíðum,  á heimasíðum og hvar sem því verður viðkomið.  Til að bón Justins verði uppfyllt þurfa allir að vita hvaða myndir þetta eru.  Annars er hætta á að fólk eyði vitlausum myndum.

bieber.jpg 


Bráðskemmtileg bók

  Fyrir tæpum áratug kom út létt og fjörleg vísnabók eftir Akureyringinn Magnús Geir Guðmundsson.  Sú heitir Geiravísur.  Áður var Magnús Geir þekktur sem flottur blaðamaður hjá dagblöðunum Tímanum og Degi.  Þar skrifaði hann um dægurlagamúsík og hélt úti plötugagnrýni.  Ég keypti þessi blöð fyrst og fremst til að fylgjast með skrifum Magnúsar Geirs.   

  Nú var Magnús Geir að senda frá sér aðra vísnabók,  Limrurokk.  Nafnið bendir til þess að hún innihaldi limrur.  Vísbendingin er rétt.  

   Eins og algengt er með limrur þá ræður kímni víða för í limrum Magnúsar.  Þær eru flestar ortar í tilefni einhverrar fréttar eða einhvers atburðar.  Þar á meðal er ort um fjölda nafngreindra íslenskra og erlendra stjórnmálamanna,  tónlistarmanna,  boltasparkara og fjölda annarra.  Samtals eru limrurnar hátt á annað hundrað.  Hverri limru fylgir frásögn af tilurð hennar.  Frásögnin hefur mikið að segja.  Hún útskýrir margt og gefur limrunni dýpt.  

  Þannig rifjar Magnús Geir upp þegar höfundur þessa bloggs vakti 2007 athygli á einelti sem átti sér stað á Veðurstofunni.  Sýndist þar sitt hverjum og upphófst heilmikið þref.  Þá varð Magnúsi að orði:

  Jens minn, þú stendur í ströngu,

  ert stöðugt í baráttugöngu.

  Með kjafti og klóm

  og kraftmiklum róm,

  að greina hið rétta frá röngu!

limrurokk.jpg 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Vert er að geta skemmtilegrar hönnunar á bókakápu.  Höfundur hennar er Jakob Jóhannsson.   

  Það er óhætt að mæla með Limrurokki,  hvort heldur sem er til jólagjafa eða til eigin brúks.  Limrurnar laða fram bros.  Það er upplagt að hafa bókina á náttborðinu og renna yfir nokkrar blaðsíður fyrir svefninn.  Þá svífur maður með bros á vör inn í draumaheim. 


Lulla frænka - II

  Um daginn kynnti ég til sögunnar á þessum vettvangi Lullu,  föðursystur mína.  Áður en lengra er haldið ráðlegg ég þér að fletta upp á þeirri færslu svo ég þurfi ekki að endurskrifa þá kynningu:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1301441/

  Lulla átti það til að hafa allt á hornum sér gagnvart tilteknum manneskjum.  Það þurfti lítið sem ekkert til.  Þá málaði Lulla upp sterka og neikvæða mynd af viðkomandi og ýkti verulega allt sem að þeim snéri.  Þetta átti einungis við um fólk sem var Lullu alls óskylt og ótengt fjölskylduböndum. 

  Í gegnum svilkonu sína kynntist Lulla systrum sem bjuggu saman.  Lulla tók upp á því að heimsækja þær af og til.  Ekki mjög oft.  Kannski 3 - 4 sinnum á ári.  Systurnar voru afskaplega gestrisnar og lögðu á borð fyrir gesti veglega veislu.  Þær vissu að Lulla eldaði sjaldan eða aldrei heitan mat fyrir sig eina heima fyrir.  Þess vegna lögðu þær sig fram um að tína til og útbúa heitan mat handa Lullu - þrátt fyrir að hún kæmi ætíð í heimsókn utan matmálstíma.

  Eitt sinn kom Lulla í heimsókn til svilkonu sinnar.  Það var ólund í Lullu.  Hún hóf upptalningu á öllu því sem henni datt í hug systrunum til vansa.  Svilkonan brást til varnar og sagði hvasst:  "Að þú skulir leyfa þér að tala illa um systurnar.  Þær hafa aldrei sýnt þér annað en vinsemd.  Þú ert ekki fyrr komin inn úr dyrum hjá þeim en þær eru farnar að tína til allt það besta matarkyns sem þær eiga og útbúa veislumáltíð fyrir þig."

  Það hnussaði í Lullu af vandlætingu og hún sagði:  "Þær nota mig nú bara fyrir ruslafötu.  Henda í mig leifunum!"

 matardiskur.jpg 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.