Fćrsluflokkur: Lífstíll
21.6.2017 | 09:19
Undarlegt hćnuegg
Međalţyngd á hćnueggi er 63 grömm. Sum eru örlítiđ ţyngri. Önnur örlítiđ léttari. Norskum tómstundaeggjabónda brá heldur betur í brún ţegar hann fann risaegg í hreiđri innan um nokkur venjuleg. Vigtun á ţví sýndi 168 grömm. Hátt í ţreföld ţyngd venjulegs eggs.
Bóndinn veit ekki hver af hans 16 hćnum var svona stórtćk. Grunur lék á ađ í ţađ minnsta tvćr rauđur vćru í egginu. Viđ skođun kom í ljós ađ svo var. Ekki nóg međ ţađ. Heilt egg var innan í risaegginu.
Ţó ađ ótrúlegt sé ţá er ţetta ekki ţyngsta norska hćnueggiđ. 1993 vóg eitt 210 grömm!
Lífstíll | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2017 | 12:44
Nafn óskast
Algengt er ađ verđandi foreldrar finni nafn á barn sitt löngu áđur en ţađ fćđist. Ţó hendir einstaka sinnum ađ ekkert heppilegt nafn finnist. Barniđ getur veriđ orđiđ töluvert stálpađ áđur en ţví er fundiđ nafn. Núna hefur móđir í Fćreyjum auglýst eftir ađstođ viđ ađ finna nafn á son sinn. Skilyrđin eru ţessi:
- Verđur ađ vera drengjanafn
- Verđur ađ hljóma eins á fćreysku og dönsku
- Má ekki vera á lista yfir 50 algengustu drengjanöfn í Fćreyjum eđa Danmörku
- Stafafjöldi skal vera 3 - 6
- Verđur ađ hljóma vel viđ nafniđ Arek án ţess ađ byrja á A (Arek er nafn eldri bróđur hans)
Ef ţiđ hafiđ góđa uppástungu skal koma henni á framfćri í skilabođakerfinu HÉR
8.6.2017 | 07:14
Hjálpast ađ
Ég var á Akureyri um helgina. Ţar er gott ađ vera. Á leiđ minni suđur ók ég framhjá lögreglubíl. Hann var stađsettur í útskoti. Mig grunađi ađ ţar vćri veriđ ađ fylgjast međ aksturshrađa - fremur en ađ lögreglumennirnir vćru ađeins ađ hvíla sig í amstri dagsins. Á móti mér kom bílastrolla á - ađ mér virtist - vafasömum hrađa. Ég fann til ábyrgđar. Taldi mér skylt ađ vara bílalestina viđ. Ţađ gerđi ég međ ţví ađ blikka ljósum ótt og títt.
Skyndilega uppgötvađi ég ađ bíllinn sem fór fremstur var lögreglubíll. Hafi ökumađur hans stefnt á hrađakstur er nćsta víst ađ ljósablikk mitt kom ađ góđum notum.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
28.5.2017 | 14:14
Göngugarpar gefa heldur betur í
Íslendingar eru ofdekrađir og latir. Ekki allir. Samt flestir. Menn rölta ekki lengur út í sjoppu heldur aka í bíl - hvort heldur sem leiđin er 50 eđa 100 metrar. Menn leggja ólöglega viđ inngang líkamsrćktarstöđva fremur en ţurfa ađ ganga frá löglegu bílastćđi - ţó ađ munurinn sé ađeins örfáir metrar.
Viđ Ikea í Garđabć er alltaf ţéttpakkađ í öll bílastćđi nćst versluninni. Ekkert óeđlilegt viđ ţađ. Nema í morgun. Ţá var ţessu öfugt fariđ. Bílastćđin fjćrst versluninni voru ţéttpökkuđ. Einungis einn og einn bíll var á stangli nćst búđinni.
Greinilega er eitthvađ gönguátak í gangi - án ţess ađ ég hafi orđiđ var viđ ţađ fyrr en nú. Ekki nóg međ ţađ. Ég horfđi á eftir fjöldanum - heilu fjölskyldunum - lengja göngutúrinn međ ţví ađ stökkva út úr bílnum og ganga fyrsta spölinn í áttina frá Ikea. Allir stikuđu stórum. Nánast hlupu viđ fót. Ég bar kennsl á forsćtisráđherrann Bjarna Ben í hópnum.
Ég rölti í rólegheitum ađ Ikea. Fram úr mér - međ stuttu millibili - skokkuđu tveir menn. Ţeir tóku sitthvora Ikea-innkaupakerruna og brunuđu međ ţćr frá Ikea. Mér dettur í hug ađ ţeir noti ţćr fyrir göngugrind. Eđa hvort ađ ţeir vilji sýna ţeim verslunarlengjuna sem er gegnt Ikea. Ţar má sjá Fiskó gćludýraverslun, Art2b gallerí, Bónus, Max raftćkjaverslun, Costco, Hyundai-umbođiđ og eitthvađ fleira.
Ég tók ekki ţátt í gönguátakinu. Fór ţess í stađ upp í veitingasölu Ikea og fékk mér ýsu í raspi. Ţar var óvenju fámennt. Nánast eins og í dauđs manns gröf. Enda áttu göngugarparnir eftir ađ skila sér.
Lífstíll | Breytt 29.5.2017 kl. 19:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2017 | 09:59
Ţannig sleppur ţú viđ sumarpláguna
Eins skemmtilegt og sumariđ getur veriđ ţá fylgja ţví einnig ókostir. Ekki margir. Ađeins örfáir. Sá versti er frjókornaofnćmi. Verra er ađ ţeim fjölgar stöđugt sem ţjást af ţessu ofnćmi - eins og flestum öđrum ofnćmum. Margir vita ekki af ţessu. Ţeir skilgreina einkennin sem flensu. Tala um bölvađa sumarflensuna. Sífellda nefrennsliđ, rauđ augu, sćrindi í hálsi, hnerri...
Góđu fréttirnar eru ţćr ađ auđveldlega má verjast frjókornunum. Međal annars ţannig:
- Forđist garđslátt og heyvinnu.
- Halda sig sem mest innandyra.
- Loka öllum gluggum rćkilega.
- Ekki ţerra ţvott utandyra.
- Fjarlćgja öll gólfteppi úr húsinu.
- Losa sig viđ alla lođfeldi.
- Skúra öll gólf daglega.
- Ryksuga sófasett og önnur húsgögn sem mögulega geta hýst frjókorn.
- Vera međ sólgleraugu. Einkum ţar sem hćtta er á sólarljósi.
- Fara í sturtu eđa bađ fyrir háttinn. Mikilvćgt ađ ţvo hár og skegg rćkilega.
- Skola nasir og augu međ léttsöltuđu vatni.
- Vera međ súrefnisgrímu utandyra.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
14.5.2017 | 17:03
Saltiđ er saklaust
Löngum hefur fólk stađiđ í ţeirri barnslegu trú ađ salt sé bölvađur óţverri. Saltur matur framkalli yfirgengilegan ţorsta. Margir kannast viđ ţetta af eigin raun: Hafa snćtt heldur betur saltan mat og uppskoriđ óstöđvandi ţorsta - međ tilheyrandi ţambi á allskonar vökva.
Á börum liggur iđulega frammi ókeypis snakk í skál. Fyrst og fremst brimsaltar hnetur. Ţetta er gildra. Viđskiptavinurinn maular hneturnar. Ţćr framkalla ţorsta sem skilar sér í bráđaţorsta. Lausnin er ađ ţamba nokkra kalda međ hrađi.
Í framhjáhlaupi: Hneturnar í skálinni eru löđrandi í bakteríum eftir ađ ótal óhreinar lúkur hafa káfađ áfergjulega á ţeim.
Nú hefur fengist niđurstađa í merkilegri rannsókn á salti. Sú var framkvćmd af evrópskum og amerískum vísindastofnunum á áhrifum salts á geimfara. Ţátttakendum í rannsókninni var skipt í tvo hópa. Annar lifđi um langan tíma á saltskertu fćđi. Hinn á venjulegu fćđi ţar sem salt var ekki skoriđ viđ nögl.
Í ljós kom ađ síđarnefndi hópurinn sótti mun síđur í vökva en hinn. Ţetta hefur eitthvađ ađ gera međ starfsemi nýrnanna. Segiđi svo ađ nýrun séu óţörf.
Lífstíll | Breytt 15.5.2017 kl. 20:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
11.5.2017 | 20:50
Íslendingar fćra Fćreyingum listaverk ađ gjöf
Í vikunni var listaverkiđ "Tveir vitar" afhjúpađ viđ hátíđlega athöfn í höfuđborg Fćreyja, Ţórshöfn. Annika Olsen, borgarstjóri, og Högni Hoydal, ţingmađur á fćreyska lögţinginu og danska ţinginu, fluttu ávörp og Hafnar-lúđrasveitin lék viđ hvurn sinn fingur.
"Tveir vitar" er gjöf Vestfirđinga til Fćreyinga; ţakklćtisvottur fyrir höfđinglegar peningagjafir fćreyskra systra okkar og brćđra til endurreisnar Flateyrar og Súđavíkur í kjölfar mannskćđra snjóflóđa 1995.
Bćjarstjóri Ísafjarđar, Gísli Halldór Halldórsson, afhenti listaverkiđ formlega.
Ţađ er virkilega fagurt og glćsilegt, samsett úr blágrýti og stáli. Höfundurinn er myndlistamađurinn Jón Sigurpálsson. Hann er einnig kunnur sem bassaleikari djasshljómsveitarinnar Diabolus in Musica.
Á klöppuđum uppreistum steini fyrir framan "Tvo vita" stendur:
TVEIR VITAR
"Ţökk sé fćreysku ţjóđinni fyrir samhug og vinarţel í kjölfar snjóflóđanna í Súđavík og á Flareyri 1995. Frá vinum ykkar á Vestfjörđum."
Fćreyingum ţykir afskaplega vćnt um ţessa táknrćnu ţakkargjöf.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
7.5.2017 | 08:47
Breskt hreindýr heitir Gylfi Sigurđsson
Jólin byrja snemma hjá enskum bónda. Sá heitir Robert Morgan. Hann er trjárćktandi. Rćktar jólatré. Sömuleiđis heldur hann hreindýr. Ein kýrin bar fyrir fjórum dögum. Robert var ekki lengi ađ kasta nafni á kálfinn; gaf honum nafniđ Gylfi Sigurđsson.
Ástćđan er sú ađ kallinn er áhangandi fótboltaliđs í Swansea. Ţar ku mađur ađ nafni Gylfi Sigurđsson spila. Hann kemur frá hreindýralandinu Íslandi, ađ sögn hreindýrabóndans.
![]() |
Brosti er hann var spurđur um Gylfa |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 08:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
30.4.2017 | 14:40
Ţađ er svo undarlegt međ dóma - suma dóma
Dómar í Bandaríkjum Norđur-Ameríku eru margvíslegir. Ţeir eru mismunandi eftir ríkjum; mismunandi eftir sýslum; mismunandi eftir dómstólum; mismunandi eftir dómurum. Sumir dómarar hugsa öđruvísi en ađrir. Einn ţeirra, Mikjáll í Ohio, hugsar mjög frábrugđiđ öđrum dómurum. Sumir dómar hans ţykja skrýtnir. Ađrir ţykja viđ hćfi.
Tökum dćmi:
- Kćrustupar var stađiđ ađ verki er ţađ hafđi kynmök í almenningsgarđi. Dómarinn dćmdi ţau til ađ hreinsa upp allt rusl í garđinum. Einkum ćttu ţau ađ skima vel eftir smokkum og fjarlćgja ţá. Til viđbótar var ţeim gert ađ skrifa lesendabréf í bćjarblađiđ. Ţar myndu ţau biđja sjónarvotta ađ samförunum afsökunar á ţví ađ hafa sćrt blygđunarsemi ţeirra.
- Kattakona sleppti 35 kettlingum úti í skóg. Henni var gert ađ sitja úti í skóginum í heila nótt, hrollkalda nóvembernótt, án matar, drykkjar eđa tölvu.
- Kjaftfor ruddi kallađi lögregluţjón svín. Hann var látinn standa á fjölförnu götuhorni ásamt stóru svíni. Ţar veifađi hann skilti međ áletruninni: "Ţetta er ekki lögregluţjónn".
- Sauđdrukkinn ökumađur var stađinn ađ verki. Dómarinn skyldađi hann til ađ mćta í líkhúsiđ og skođa ţar lík fórnarlamba ölvunaraksturs.
- Kona stakk af úr leigubíl án ţess ađ borga fargjaldiđ. Hún var skikkuđ til ađ fara fótgangandi sömu leiđ og bíllinn ók međ hana: 48 km langa leiđ, álíka og frá Reykjavík til Selfoss.
- "Betri borgari" stal söfnunarbauki Hjálprćđishersins. Honum var gert ađ deila ađstćđum međ heimilslausum útigangsmönnum yfir heila nótt.
Lífstíll | Breytt 1.5.2017 kl. 13:36 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
28.4.2017 | 17:57
Dráp og morđ
Ríkismorđ eru áhugavert fyrirbćri. Ţau eru á undanhaldi víđast í heiminum. Nema í frumstćđum ţriđja heims löndum ţar sem mannréttindi eru almennt fótum trođin á flestum sviđum. Á Íslandi voru ríkismorđ lögđ af samkvćmt lögum 1928.
Svo skemmtilega vill til ađ iđulega fer saman stuđningur viđ ríkismorđ og barátta gegn fóstureyđingum. Rök gegn fóstureyđingum eru hin bestu: Líf hefur kviknađ. Ţađ er glćpur gegn mannkyni ađ breyta ţví. Lífiđ er heilagt. Í helgri bók segir ađ eigi skuli mann deyđa né girnast ţrćl náungans. Hinsvegar eru fóstureyđingalćknar réttdrćpir, rétt eins og margir ađrir glćpamenn.
Margir baráttumenn gegn fóstureyđingum - á forsendum heilags réttar til lífs - eru hlynntir hernađarađgerđum úti í heimi sem slátra börnum, gamalmennum og öđrum óvinum. Ekkert ađ ţví.
Í Arkansas-ríki í Bandaríkjum Norđur-Ameríku hafa embćttismenn dregiđ lappir til margra ára viđ ađ drepa fanga. Ţeir hrukku upp viđ ţađ á dögunum ađ lyf sem sljákkar í föngum viđ morđ á ţeim er ađ renna út á dagsetningu. Ţá var spýtt í lófa og nokkrir myrtir fyrir hádegi. Ţađ vćri vond međferđ á verđmćtum ađ nota ekki tćkifćriđ á međan lyfiđ er virkt.
Önnur saga er ađ ţetta nćstum ţví útrunna lyf er bölvađ drasl. Ţađ er svo lélegt ađ margir fangar hafa veriđ pyntađir til dauđa. Eđa réttara sagt upplifađ sársaukafullt dauđastríđ í allt ađ 43 mínútur. Margt er skemmtilegra en ţađ.
Embćttismannakerfiđ er ekki alltaf hiđ skilvirkasta. Hvorki á Íslandi né fyrir vestan haf. Auđveldasta vćri ađ skjóta vonda kallinn. Nćst auđveldast vćri ađ gefa honum svefntöflu. Ţá vćri hann rćnulaus ţegar hann er myrtur.
Enn einn flöturinn eru lög sem kveđa á um ađ sá réttdrćpi megi velja sér draumamáltíđ áđur en hann er myrtur. Ţetta er galiđ. Til hvers ađ tefja drápiđ um 20 mínútur eđa 30 á međan kvikindiđ gúffar í sig hamborgara eđa KFC kjúklingabita? Já, glćpamenn hafa einfaldan og ömurlegan matarsmekk. Ţađ er reyndar kostur í ţessu samhengi.
![]() |
Fjórđa aftakan á viku |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Lífstíll | Breytt 3.5.2017 kl. 04:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)