Klukkan slær 6 á aðfangadag. Klukkurnar í Hallgrímskirkju, við hliðina á litla kotinu, hringja inn jólin. Jón og Gunna fálma snöggt í vasa sína, draga upp tappa og setja í eyrun á sér. Þegar hávaðinn er liðinn hjá taka þau tappana úr eyrunum og setjast við matarborðið. Jólamaturinn er girnilegur á að líta: Kalt hangikjöt, kartöflur og uppstúf. Betri gerist hann ekki maturinn í litla kotinu. Reyndar er hangikjötið ekki raunverulegt hangikjöt. Jón og Gunna eiga ekki til pening fyrir hangikjöti. Þess í stað klippti Gunna út úr dagblöðunum ljósmyndir af hangikjöti. Það kemur eiginlega í sama stað niður. Myndirnar eru skýrar og snyrtilega útklipptar. Þar fyrir utan er nóg til af kartöflum og uppstúf.
Eftir matinn hitar Gunna te og ber fram blandaðar smákökur í skál. Jón grípur eina og bítur fast í. Við það brotna í honum nokkrar framtennur. Gunna gleymdi að segja honum frá því að hún setti steinvölur með í kökuskálina. Kökurnar eru svo fáar. Með steinvölunum tekst að láta kökuskálina líta út eins og hálffulla af smákökum.
Jón sprettur á fætur og gengur að eldhúsvaskinum. Hann skrúfar frá krananum og fær sér gúlsopa af vatni. Svo spýtir hann sopanum og brotnu tönnunum í vaskinn. Það færist bros yfir andlit Jóns. Hann glottir svo skín í skörðóttan tanngarðinn. Honum verður hugsað með gleði til þess að hann fái ekki tannpínu í tennurnar í vaskinum.
.
Jón og Gunna vinda sér í að skiptast á jólagjöfum. Þau gátu ekki pakkað gjöfunum inn vegna þess að þau eiga hvorki pappír né límband. Gjöfin frá Gunnu er gjafabréf fyrir legsteini að eigin vali, ásamt stórri pappírsörk. Á spássíur arkarinnar hefur Gunna teiknað (frekar illa) allskonar mynstur. Efst á örkina hefur hún skrifað: "Þessum vill Jón bjóða í jarðarför sína" og nokkru fyrir neðan miðju: "Lög sem Jón vill að verði spiluð í útförinni". Undir þessa texta hefur Gunna dregið láréttar línur. Þar á Jón að fylla samviskulega út. Jón er þrítugur og þykir gjafirnar frá Gunnu ótímabærar. En hann veit að það er hlýr hugurinn að baki sem skiptir mestu máli. Sjálfur gefur Jón henni Gunnu vettlingana sína í jólagjöf. Hann ætlaði varla að tíma því. Þetta voru einu vettlingarnir hans. Hann fann þá á bensínstöð fyrir 8 árum. Eða réttara sagt stal þeim. Vegna hlýnandi veðurs á höfuðborgarsvæðinu þarf Jón aldrei að setja á sig vettlingana lengur. Ef kuldakast bankar á dyr getur hann fengið vettlingana lánaða hjá Gunnu.
.
"Hvað eigum við að gera skemmtilegt í kvöld?" spyr Gunna og leggur frá sér vettlingana. Hún minnir Jón á að sjónvarpið er bilað, batteríið útrunnið í útvarpinu, þau fengu engin jólakort og engar gjafir frá öðrum. Jón svarar glaðlega:
"Ég ætla út að ganga. Þú ættir að gera eitthvað skemmtilegt hérna inni á meðan. Til dæmis vaska upp og ganga frá eftir matinn. Svo getur þú klippt út myndir fyrir matinn á morgun. Það væri frábært ef þú finnur góðar myndir af pörusteik. Þá getum við haft brúnaðar kartöflur með þeim."
Jón ætlar að klæða sig í frakka utan yfir jakkafötin. Í ógáti grípur hann rauðan náttslopp af Gunnu í staðinn, treður sér í hann án þess að taka eftir mistökunum og gengur út í jólanóttina.
.
Jón hefur ekki gengið framhjá mörgum húsum er hann mætir ókunnugri konu á gangi.
.
- Gleðileg jól, segir Jón.
.
- Sömuleiðis, svarar ókunnuga konan.
.
- Hvaða ferðalag er á þér?
.
- Ég veit ekki hvers vegna ég ætti að segja ókunnugum manni frá því.
.
- Ég trúi þér. Ég er mannþekkjari. Ég er viss um að þú ert að segja satt: Þú veist ekki af hverju þú ættir að segja ókunnugum manni frá því.
.
- Skiptir svo sem engu. Ég er að fara í kaffi til mömmu. Hún býr hér rétt hjá.
.
- Ertu til í að hafa kynmök við mig fyrst?
.
- Ja, já, ef við verðum ekki lengi. Ég hringi bara í mömmu og segi að ég tefjist smávegis.
.
- Hvar býrðu?
.
- Í gula húsinu, segir ókunnuga konan, snýr sér við og bendir á glæsilegt ljósgult þriggja hæða einbýlishús. Þau halda þegar af stað þegjandi og niðurlút í átt að húsinu.
Ókunnuga konan tekur upp lykil og stingur í skrána á útidyrahurðinni. Lykillinn passar ekki. Konan reynir aftur og aftur. En lykillinn passar ekki. Konan horfir ringluð upp eftir húsinu og aftur á dyrnar. Svo rennur upp fyrir henni ljós:
- Æ, mig misminnti. Ég á ekki heima hérna. Ég bý í bílnum þarna.
Hún bendir á fólksbíl hinumegin við götuna. Dekkin undir honum eru vindlaus og hann er að hruni kominn vegna ryðs.
Þau ganga að bílnum og troða sér inn í hann. Fyrir innan eru aðallega gamlir pizzakassar, tómar gosflöskur og fjölbreyttar matarleifar.
Þau fækka fötum með hraði og vinda sér í bólleikinn. Á eftir sitja þau sveitt og stara út í loftið.
.
- Ertu á pillunni? spyr Jón. Hann er alltaf svo forvitinn.
.
- Nei, notaðirðu ekki smokk?
.
- Nei, ég á engan smokk.
.
- Djöfullinn sjálfur. Af hverju spurðir þú mig ekki? Ég á smokk.
.
Ókunnuga konan gramsar í töskunni sinni. Svo dregur hún sigri hrósandi upp smokk. Hún réttir Jóni smokkinn og segir:
- Þessi er næstum ónotaður. Hann hefur í hæsta lagi verið notaður fimm eða sex sinnum og aldrei klikkað. Nú þurfum við að gera þetta aftur og þú verður að nota smokkinn. Ég ætla sko ekki að verða ólétt eftir ókunnugan mann. Það á alltaf að nota smokk þegar maður þekkir ekki bólfélagann. Líka út af kynsjúkdómum. Ég fárveiktist í síðustu viku af því að ég hef verið kærulaus. Fékk háan hita og varð alveg máttlaus. Læknirinn sagði að ég hafi smitast af eyðni. Ég ætla ekki að fá þann óþverra aftur.
.
Jón sér í hendi sér að þetta er rétt hjá ókunnugu konunni. Það er ekki um annað að ræða en setja á sig smokkinn og endurtaka leikinn vel varinn. Síst af öllu vill Jón smitast af eyðni. Næst síst af öllu vill hann barna ókunnuga konu.
.
.
---------------------------------------------------------------------
Fleiri smásögur og leikrit:
.
- Á rjúpnaveiðum:
.
- Ólétta nunnan:
.
- Gullfiskur:
.
- Flugvélamódel:
.
- Miðaldra maður:
.
- Leyndarmál stráks:
.
- Strákur skiptir um gír:
.
Athugasemdir
Duglegur þessi Jón.
Halla Rut , 20.1.2010 kl. 21:15
Hahahahahaha.
Hannes, 20.1.2010 kl. 21:21
Halla Rut, þetta er harður nagli sem lagar sig að aðstæðum.
Jens Guð, 20.1.2010 kl. 21:39
Hannes, takk fyrir innlitið.
Jens Guð, 20.1.2010 kl. 21:39
Ég bara gat ekki hætt að lesa... snilld
Gunnar Helgi Eysteinsson, 20.1.2010 kl. 22:00
Meiriháttar! Er ekkert framhald? Þau sátu í bílnum og hann var að setja á sig smokkinn, og hvað svo?...hvaað svoooo???
Óskar Arnórsson, 20.1.2010 kl. 22:14
bestur brandari sem eg hef heyrt i langan tima
Ásta Björk Solis, 20.1.2010 kl. 22:18
Gunnar Helgi, bestu þakkir fyrir þessa umsögn. Þegar ég fæ svona sögur í hausinn og set þær hér inn er ég alltaf með smá bakþanka um að bullið í mér fari yfir strikið. Þessar sögur eru svo klikkaðar að ég verð hálf ringlaðar. Þeim lýstur niður í huga mér í heilu lagi þannig að ég þarf ekki að gera annað en slá þeim inn. Og hneykslast eiginlega á sjálfum mér í leiðinni. Þetta er eiginlega eins og ósjálfráð skrift. Þegar ég skrái sögurnar niður læðist að mér grunur um að ég sé geðveikur. Eða í það minnsta með tilhneigingu í þá átt.
Jens Guð, 20.1.2010 kl. 22:23
Óskar, kærar þakkir fyrir "kommentið". Svona saga dettur inn á mig í heilu lagi án fyrirhafnar eða umhugsunar. Ég kann ekki að semja framhald. Er alveg lokaður fyrir framhaldi. Það þýðir ekkert fyrir mig að reyna að upphugsa framhald. Sagan er bara orðin til eins og hún er og ég er ófær um að setjast niður og reyna að semja eitthvað framhald.
Jens Guð, 20.1.2010 kl. 22:30
Ásta Björk, það er frábært fyrir mig að fá svona viðbrögð. Þó ég sé úr hófi kærulaus þá ganga þessar bullsögur mínar fram af mér og ég er á báðum áttum með hvort ég eigi að smella á takkann "senda" þegar ég er búinn að slá þeim inn. Mér finnst ég vera á einhverri línu sem er öðru hvoru megin við að vera "klikkun".
Jens Guð, 20.1.2010 kl. 22:36
Eru ekki allir sannir snillingar hálfklikkaðir?
Hjóla-Hrönn, 20.1.2010 kl. 22:41
Hjóla-Hrönn, ég veit það ekki. Hitt veit ég að ég er enginn snillingur. En klárlega létt klikkaður.
Jens Guð, 20.1.2010 kl. 22:51
Fallegt!
Sigurjón, 21.1.2010 kl. 02:47
Usssussusss Jens. Þú ert nú meiri karlinn. Það er ekki laust við að ég hafi minnst Steinars Braga, þess óheflaða sætsára skálds við lesturinn, nú eða bara Guðbergs Bergssonar, sem tíðum dvaldi á þessum level í fyrstu bókum.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2010 kl. 08:40
Thetta er náttúrulega pönk! Gud, ég veit ad thú ferd í bíó og á tónleika...en lestu skáldsögur?
Gjagg (IP-tala skráð) 21.1.2010 kl. 11:15
hahahaha you lost me at ''kynmök''.
Ég er sammála þér. það leynist allavega örlítil geðveiki þarna einhvers staðar
Jóna Á. Gísladóttir, 21.1.2010 kl. 12:19
Sigurjón, takk fyrir það.
Jens Guð, 21.1.2010 kl. 20:19
Jens þesse saga upplífga daginn og fær manni til að veltast um að hlátri. Maður ætti kannski að hengja þessa þvælu á ískápinn.
Hannes, 21.1.2010 kl. 20:22
Jón Steinar, það er nú ekki hægt að nefna bullsögurnar mínar í sömu andrá og alvöru bókmenntir. Ég hef reynt að bæta inn í þær einhverju gáfulegu til að gefa þeim smá dýpt. En það virkar ekki. Bullið er svo yfirgengilegt að það verður að fá að vera svona bert og grunnt.
Jens Guð, 22.1.2010 kl. 01:41
Gjagg, ég hef ekki gefið mér tíma til að lesa skáldsögur í mörg ár. Ég er hinsvegar núna að lesa eina sem heitir "Bráðar eru blóðnætur" eftir Þórarin Gunnarsson.
Jens Guð, 22.1.2010 kl. 13:02
Jóna, hann fór dálítið bratt í þetta, blessaður kallinn.
Jens Guð, 22.1.2010 kl. 17:00
Hannes, skemmum ekki ískápinn með svona bullsögu.
Jens Guð, 22.1.2010 kl. 23:34
Jens þetta skemmir hann ekki heldur lætur fólk missa matarlystina.
Hannes, 23.1.2010 kl. 16:02
Gud, ég maeli sterklega med thví ad thú lesir bókina Réttarhöldin eftir Franz Kafka.
Gjagg (IP-tala skráð) 24.1.2010 kl. 09:34
Hannes, þessi var góður
Jens Guð, 24.1.2010 kl. 17:51
Gjagg, ég hef lengi ætlað að lesa þá sögu (og fleiri). Það er bara svo stór stafli af bókum og tímaritum sem ég á eftir að lesa fyrst...
Jens Guð, 24.1.2010 kl. 17:52
Ég vildi bara benda thér á bestu skáldsögu sídustu aldar (samkvaemt könnun sem gerd var í upphafi thessarar aldar) Hvort thú lest bókina eda ekki er audvitad thitt mál. Ég maeli med bókinni vegna thess ad ég held ad einmitt thú kunnir ad meta innihaldid.
Gjagg (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 13:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.