Bassaleikari The Kinks fallinn frá

  Í fyrradag lést Pete Quaife,  bassaleikari einnar ţekktustu hljómsveitar rokksögunnar,  The Kinks.  Pési spilađi í öllum vinsćlustu lögum hljómsveitarinnar.  Hinsvegar hćtti hann tvívegis í hljómsveitinni.  Fyrst í nokkra mánuđi 1966 og aftur í lok áratugarins.  Hann spilađi síđast međ The Kinks 1990 er hljómsveitin var vígđ inn í Frćgđarhöll rokksins (Rock and Roll Hall of Fame) í Bandaríkjunum.

  Pési stofnađi The Kinks 1961 međ Davis-brćđrunum,  Ray og Dave.  Framan af var ćskuvinur Pésa á trommunum.  Síđar leysti trommuleikari The Rolling Stones,  Mike Avory,  hann af. 

  Fyrstu árin var hljómsveitin iđulega bókuđ undir nafninu The Pete Quaife Quintet.  1963 var nafniđ The Kinks tekiđ í gagniđ.  Ţađ er stundum ranglega ţýtt í íslensku útvarpi sem Kóngarnir.  Nafniđ er dregiđ af afbrigđilegu kynlífi (kinký) jafnframt ţví ađ vera stafaleikur ađ hćtti Bítlanna,  The Beatles.

  Pési spilađi á 8 hljómleikum međ The Kinks á Íslandi 1965.  Ţá var hljómsveitin á hápunkti frćgđar sinnar.

  Pésa leiddist ađ vera í The Kinks utan sviđs.  Hann upplýsti ađ ţó liđsmenn hljómsveitarinnar hafi virst góđir vinir á sviđi hafi ţeir utan sviđs rifist og slegist eins og hundar og kettir.  Ekki einstaka sinnum heldur alltaf.  Illkvitni, kvikindisskapur og ofbeldishneigđ réđu ríkjum.  Jafnframt var ofríki Rays sem söngvahöfundar og útsetjara algjört.  Ef undan er skilinn slaki hvađ ţetta varđar á plötunni Village Green Preservation Society.  Hún kom út 1968.

  Síđustu áratugi bjó Pési í Kanada og starfađi ţar sem teiknari.


Fróđleiksmolar um Blondie og Debbie Harry

  Ég er ekki sérlegur ađdáandi bandarísku hljómsveitarinnar Blondie.  Hún er ađeins of poppuđ fyrir minn smekk.  En ţessi hljómsveit var hluti af stemmningu pönkbyltingarinnar,  reggí- og nýbylgjunni sem fylgdi međ.  Jafnframt tengdist Blondie bandarísku pönksenunni sem einskorđađist ekki viđ músíkstíl.  Bandaríska pönkiđ fyrir daga bresku pönkbyltingarinnar samanstóđ af hópi tónlistarfólks sem stóđ fyrir utan hippasenu fyrri hluta áttunda áratugarins og keppti ekki í tćknilegri fćrni hljóđfćraleikara né langdregnum gítar- eđa trommusólóum.  Ţessi hópur átti athvarf í fyrrum djassklúbbi í New York,  CBGB´s (Ramones,  Patti Smith,  Television,  Talking Heads,  Dead Boys...).
  Áđur en Blondie sló í gegn starfađi söngkonan,  Debbie Harry,  međal annars sem dansari og Playboy kanína.  Hún var einnig áđur í ţjóđlagahljómsveit og stelpnatríói.
.
blondieplayboy
  2007 var Debbie Harry á lista People Magazine yfir 100 fegurstu manneskjur yfir sextugt.
  1999 var Debbie Harry elsti kvensöngvari sem átt hafđi lag í 1.  sćti breska vinsćldalistans.  Ţá 53j ára.  Hún er 64 ára í dag.  Vera Lynn trompađi ţetta met 2009,  92ja ára.  Debbie á ađeins 3 ár í ađ verđa löggilt gamalmenni.
  Bandaríski myndlistamađurinn frćgi Andy Warhol gerđi frćgt tölvuunniđ grafíkmyndverk af Debbie 1985.  Ţau voru nánir vinir.  Nei,  ekki kćrustupar.  Debbie var gift gítarleikaranum og lagahöfundinum Chris Stein.
Debbie_Harry
  Annar góđur vinur Debbiar er Iggy Pop.  Hún söng lag eftir hann inn á plötu og dúettađi međ honum í kráku (cover song) eftir Cole Porter. 
  Náin vinkona Debbiar,  Nancy Spungen,  var myrt af laglausum bassaleikara ensku pönksveitarinnar Sex Pistols,  Sid Vicious.  Áđur stakk hann auga úr bróđir annarrar vinkonu Debbiar,  bandaríska ljóđskáldinu Patti Smith.  Ţćr deildu um tíma sama gítarleikara.  Sid lést úr óţarflega stórum skammti af dópi.  Fólk verđur ađ kunna sér hóf í dópinu.  Líka kók-ólfar íslenska bankarćningjakerfisins.  Annars fer illa.  Allt fer í klessu.
 
  Á árlegum pönkhátíđum Frćbbblanna hefur lag Blondie,  Denise,  veriđ á dagskrá.  Ég finn ţađ ekki á ţútúpunni í flutningi ţeirra. En margt annađ skemmtilegt međ Frćbbblunum.  Reyndar er allt skemmtilegt međ Frćbbblunum.  Hljómsveitinni sem eldist betur en bestu vín.
    

...Ţá var hringt í Hólakirkju öllum jólabjöllunum

hólar

  Hólar í Hjaltadal eru (einn) fallegasti stađur landsins.  Fátt er ánćgjulegra en keyra heim til Hóla eftir löngum beinum vegi og beygja síđan upp međ skógarrjóđrinu,  kirkjunni og turninum og hringspóla á hlađinu viđ skólann.  Nei,  annars.  Ţađ á ađ aka varlega ţarna í svona fögru umhverfi.  Um Hóla í Hjaltadal hafa veriđ ort mörg góđ kvćđi.  Ţar á međal ţetta bráđskemmtilega eftir Kristján Runólfsson.

Ţegar lít ég heim til Hóla,
horfi ég á marga póla,
biskupinn og bćndaskóla,
ber viđ sjónir nútímans.
Flćđir saga um minni manns.
Garđur fylltur grćnum njóla,
Guđbrands stađinn skreytir,   (ţar sem prentsmiđjan stóđ)
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Ţarna bjuggu bćndur góđir,
betri en gerđust hér um slóđir,
margir voru menntafróđir,
mörg eru áhrif búskólans.
Flćđir saga um minni manns.
Vaxa af ţví viskuglóđir,
víđa hér um sveitir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Stöndug kirkja stađinn prýđir,
stóđu ađ henni bćndalýđir.
Sóknarprestar sungu tíđir,
sinntu bođi frelsarans.
Flćđir saga um minni manns.
Mađur sá er messu hlýđir,
meira um lífiđ skeytir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Tíminn líđur, flest á Fróni,
fyrnist ţó ađ nýtt viđ prjóni,
ţađ sannađist á séra Jóni,
og seinni tíma nafna hans.   (Jóni Bjarnasyni)
Flćđir saga um minni manns.
Varla ţetta telst međ tjóni,
og tćpast nokkru breytir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Fylla loftiđ fornar sögur,
fram í dali og ystu gjögur,
löngum voru ljóđin fögur,
lofuđ á vörum almúgans.
Flćđir saga um minni manns.
Hér var Óđins hornalögur,
handa ţeim sem neytir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Sér í hylling Guđmund góđa,
ganga um međ hökulslóđa,
Galdra-Loft hinn galna og óđa,
Guđbrand prenta bókafans.
Flćđir saga um minni manns.
Yfir sumu er algjör móđa,
á ţví minniđ steytir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Taumlaus áfram tíminn rennur,
tifar hratt sem eldur brennur,
víst hann gerir mörgum glennur,
gefur aldrei nokkurn sjans.
Flćđir saga um minni manns.
Birtist hann međ beittar tennur,
brögđin mögnuđ ţreytir.
ţetta eru ţankar sundurleitir.

Heilladísir Hólastađar,
höndum tóku saman glađar,
ađ setja allt sem sálu lađar,
saman ţar sem gullinn krans.
Flćđir saga um minni manns.
Gleđisólin geislum bađar,
grćnka hugans reitir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Sé ég Biskup Gottskálk grimma,
og Guđmund upp í skálar trimma,
ţeir fara á stjá er fer ađ dimma,
og förlar sjónum horfandans.
Flćđir saga um minni manns.
Löng var forđum Rauđskinns rimma,
rifust andar heitir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Líkaböng er löngu brotin,
lenti í Köben sundur rotin,
öll voru kathólsk áhrif ţrotin,
endanlega um sveitir lands.
Flćđir saga um minni manns.
Herra Jón var herđalotinn,
og hálsvöđvarnir feitir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Allir vita ađ Auđunn Rauđi,
einnig sat í ţessu brauđi,
reisti múr af rýrum auđi,
ríkt var eđli mannsandans.
Flćđir saga um minni manns.
Hann var ansi klár sá kauđi,
klókur sverđabeitir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Lít ég yfir sögusviđiđ,
sumt er nýtt og annađ liđiđ,
hér hafa ýmsar skepnur skriđiđ,
og skrefađ tímans villta dans.
Flćđir saga um minni manns.
Hafa oft um hérađ riđiđ,
höfđingjarnir feitir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir.

Núna mun ég ljúka ljóđi,
og linna ţessu kvćđaflóđi,
klára ţađ međ köldu blóđi,
kveđ nú sagnir frónbúans.
Flćđir saga um minni manns.
Er ég talinn orđasóđi,
sem órum frá sér hreytir.
Ţetta eru ţankar sundurleitir


Skúbb! Pétur Blöndal fram til formanns

  Pétur H.  Blöndal,  alţingismađur,  liggur undir feldi og íhugar hvort hann eigi ađ bjóđa sig fram í formannssćti Sjálfstćđisflokksins á morgun eđa svo.  Rosa mikill áhugi og stemmning er fyrir ţví međal flokksmanna.  Vinsćldir Péturs ná einnig langt út fyrir rađir flokksbundinna.  Í skođanakönnun á Útvarpi Sögu sögđust yfir 8 af hverjum 10 styđja frambođ Péturs.  Ţátttakendur í skođanakönnunni voru hátt á 3ja ţúsund.  Ţetta viđhorf hefur sömuleiđis speglast í símatímum útvarpsstöđvanna. 

  Svo virđist sem áhugi fyrir frambođi Guđlaugs Ţórs til formanns Sjálfstćđisflokksins hafi kođnađ niđur.  Ţađ fór vel af stađ.  129 manns skráđu sig á fésbókarsíđu til stuđnings Guđlaugi.  En svo var eins og tjald vćri dregiđ fyrir sólu.  Ekkert hefur gerst síđan og Gulli lćđist međ veggjum ţessa dagana:  http://www.facebook.com/#!/pages/Skorum-a-Gudlaug-por-ad-bjoda-sig-fram-til-formanns-Sjalfstaedisflokksins/120442957997480 

péturblöndal


mbl.is Enginn rekinn úr Sjálfstćđisflokknum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Málunum reddađ af snerpu og skilvísi

  Ţegar útrásarvillingarnir voru ađ rćna bankana innan frá sameinuđust helstu ráđamenn ţjóđarinnar í húrrahrópum fyrir snilli rćningjanna og kaffibollaburđarmönnum ţeirra.  Hérlendis,  og ekki síđur erlendis,  kepptust menn viđ ađ hlađa lofi og fálkaorđum á kvikindin.  Gagnrýnisraddir greiningardeilda erlendra seđlabanka og ađrir fjármálafrćđingar voru kvaddar í kútinn međ ţeim rökum ađ viđkomandi ţyrftu á endurmenntun ađ halda.  Ţeir vćru annađ hvort heimskir eđa fáfróđir.  Íslenska snilldin vćri ţess eđlis ađ ekki vćri fariđ eftir reglum.  Kylfa vćri látin ráđa kasti.  Ţannig tćkist mönnum ađ grćđa á daginn og grilla á kvöldin.  "Hugsiđ ykkur hvađ vćri gaman ef viđ gćfum í!,"  hrópađi ríkisrekinn ritţjófur í fögnuđi yfir ţví ađ velta íslensku bankanna var orđin margföld velta íslenska ríkisins.

  Ţegar ađvörunarorđ gagnrýnenda reyndust sannspá brást forsćtisráđherrann,  Geir Haaarde,  og ríkisstjórn hans viđ međ yfirlýsingum um ađ best vćri ađ gera ekki neitt.  Ósýnileg hönd myndi kippa öllu í lag ef ekkert vćri gert.  Svo bađ hann guđ ađ blessa Ísland.  Arftakar Geirs tóku vinnubrögđin í arf - ţó í orđi kveđnu sé stöđugt veriđ ađ bjarga öllu.  Alveg eins og hjá BP:


mbl.is Innheimtuađgerđum frestađ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ný og spennandi plata frá Hebba

herbertson

  Herbert Guđmundsson er í hljóđveri ţessa dagana ađ taka upp nýja plötu.  Plötuna vinnur hann međ Svani syni sínum.  Sá var nýveriđ kosinn besti söngvarinn í Músíktilraunum.  Ţeir feđgar semja lögin ţannig ađ Svanur leggur til hljómagang,  kaflaskipti og ţess háttar og Hebbi bregđur laglínum ofan á.  Í bland semur Hebbi einnig upp á gamla mátann á kassagítarinn sinn.

  Ţegar hafa 5 af 10 lögum plötunnar veriđ hljóđrituđ.  Gulli Briem sér um trommuleikinn;  Tryggvi Hübbner og Stefán Magnússon (Eiríkssonar) spila á gítara;  Haraldur Ţorsteinsson plokkar bassann;  Og Magnús og Jóhann syngja bakraddir. 

  Dr.  Gunni heyrđi upptökurnar á dögunum og skrifar á bloggsíđu sína:  "Ég heyrđi ekki betur en ţetta vćru allt meira og minna súperhittarar."

  Doktorinn hefur gott nef fyrir "hitturum".  Ég held ég fari rétt međ ađ hann eigi vinsćlasta lagiđ á rás 2 um ţessar mundir,   Vinsćll  međ Hvanndalsbrćđrum.

  Hebbi hefur sent frá ótal öfluga smelli í áranna rás.  Sumir eru orđnir sívinsćlir,  svo sem  Can´t Walk Away,  Hollywood  og  Svarađu kallinu.  Síđasta plata hans,  Spegill sálarinnar,  kom út 2008 og var hans besta.  Um hana má lesa hér:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/737633/

  Fyrir helgi var viđtal viđ Hebba á visir.is.  Ţar getur ađ heyra upphaf lagsins  Time.  Sjá:  http://www.visir.is/atti-erfitt-med-ad-vidurkenna-fraegdina---myndband/article/201045375416

  Time  verđur fyrsta lagiđ af plötunni sem fer í útvarpsspilun.  Ég ćtla ađ hlusta á ţađ í vikunni og lćt ykkur vita hvernig ţađ hljómar.  Ţangađ til er gaman ađ rifja upp: 


Bestu plötur síđasta aldarfjórđungs

  Poppblađiđ Spin hóf göngu sína fyrir aldarfjórđungi.  Ţađ hefur náđ ţeirri stöđu ađ vera nćst söluhćsta bandaríska poppblađiđ á eftir Rolling Stone.  Rolling Stone er söluhćsta poppblađ heims.  Í tilefni af tímamótunum tók ritstjórn Spin sig til og setti saman lista yfir bestu plötur síđasta aldarfjórđungs. 

  Ţessar plötur skoruđu hćst (innan sviga er útgáfuár plötunnar):

u2-achtung-baby-lg

1   U2:  Achtung Baby  (1991)

2   Prince:  Sign O´the Times  (1987)
3   The Smiths:  The Queen is Dead  (1986)
4   Nirvana:  Nevermind   (1991)
5   Radiohead:  OK Computer   (1997)
6   Public Enemy:  It Takes a Nation of Millions to Hold Us Back  (1988)
7   Guns N´ Roses:  Appetite for Destruction  (1987)
8   PJ Harvey:  Rid of Me  (1993)
9   Pavement:  Slanted and Enchanted   (1992)
10  Nine Inch Nails:  The Downward Spiral  (1994)
11  The Replacements:  Tim  (1985)
12  OutKast:  Stankonia   (2000)
13  Sonic Youth:  Daydream Nation   (1988)
14  Beastie Boys:  Paul´s Boutique   (1989)
15  Hüsker Dü:  New Day Rising   (1985)
33  Björk:  Debut  (1993)
75  Björk:  Post  (1995)
bjork_debut
  Ţađ er áhugavert ađ bera saman viđ ţennan lista annan ţar sem lesendur NME kusu bestu plötur níunda áratugarins.  Sjá:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1068992/
  Til ađ auđvelda samanburđinn lita ég plöturnar sem komu út á níunda áratugnum og hef fjólubláar ţćr sem voru einnig á lista NME.
  Ritstjórn Spin hefur greinilega breiđari músíksmekk en lesendur NME.  Og eđlilega er hlutfall bandarískra platna hćrra hjá Spin ţó Írarnir í U2 séu í toppsćtinu og The Smiths í ţví 3ja. 
  Gaman vćri ađ heyra viđhorf ykkar til ţessa lista yfir bestu plötur síđasta aldarfjórđungs. 

Útúrsteiktur lax

  Byrjiđ á ađ veiđa í Elliđaánum 4 vćna laxa eđa 8 titti.  Komiđ viđ í Húsasmiđjunni og Melabúđinni (eđa Fjarđarkaupum) á leiđinni heim.  Í ţessum verslunum skal kaupa 2 steikarpönnur,  10 lítra pott,  smjörstykki,  kryddiđ Best á lambiđ  (ef ţađ er ekki til má međ hálfum huga nota salt og pipar í stađinn),  16 litla lauka og 3 kíló af kartöflum.  Ţegar heim er komiđ skal kasta glađlega kveđju á heimilisfólkiđ.  Síđan eru kartöflurnar settar í pottinn og sođnar.  Laukurinn er saxađur fantalega en laxinn flakađur snyrtilega og skorinn í nett stykki.

  Laukurinn er smjörsteiktur lítillega á báđum pönnunum áđur en laxinn er kryddađur og steiktur međ.  Best er ađ hafa hitann á hćsta styrk til ađ laxinn brúnist án ţess ađ steikjast um of.

  Rétt áđur en kartöflurnar eru fullsođnar skal flysja ţćr og skera í ţunnar flögur.  Ţví nćst er laxinn og laukurinn fćrđur á fat.  Kartöflurnar eru settar á pönnuna og látnar malla á međan heimilisfólkinu er smalađ eins og köttum inn í borđstofu.

  Međ laxinum er best ađ drekka ískalt klakavatn međ sítrónusneiđ á glasbrúninni.  Eftir matinn er bođiđ upp á vindla og viskí međ klaka.  

 lax7


mbl.is Borgarstjóri veiddi lax
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Skiffle

  Í hinum frábćra sjónvarpsţćtti  Popppunkti  í kvöld var spurt um flytjanda skiffle-lagsins  Rock Island Line  međ skoska söngvaranum Lonnie Donegan.  Skiffle var og er merkilegt fyrirbćri rokksögunnar.  Ţetta var upphaflega blúsafbrigđi í Bandaríkjunum á ţriđja áratugi síđustu aldar.  Ţegar Skotinn Ewan McColl kynnti Bretum blúsinn á sjötta áratugnum skall skiffle-ćđi yfir Bretland.  Ţar fór Lonnie Donegan fremstur í flokki.  Hann söng í skiffle-útfćrslu fjölda bandarískra laga eftir Woody Guthrie og Leadbelly.  Rađađi ţessum skiffle-lögum á breska vinsćldalistann.

  Ef svona lög kćmu út í dag vćru ţau sennilega flokkuđ sem létt órafmagnađ kántrý-pönk.

  Hljómsveitin The Quarrymen,  sem varđ síđar Bítlarnir,  var skiffle-hljómsveit.  Írinn Van Morrison var líka í skiffle-deildinni.  Í myndbandinu hér fyrir ofan flytur skiffle-kóngurinn Lonnie Donegan lag úr smiđju Leadbellys.  Í myndbandinu hér fyrir neđan flytur enska írsk-ćttađa ţjóđlagapönksveitin The Pogues eitt vinsćlasta lag Ewans McColls,  Dirty Old Town.       

  Til gamans:  Dóttir Ewans,  Kirsty heitin (ţađ var siglt yfir hana úti fyrir Mexikó)  átti vinsćlt lag í flutningi leikkonunnar Tracy Ullman,  They Don´t Know:

  Sjálf skorađi Kirsty McColl hátt á vinsćldalistum međ lagi eftir Billy Bragg,  A New England

Annađ frćgt lag međ Kirsty McColl og The Pogues er  Fairytale of New York:

   Annađ flott lag međ Billy Bragg er  Seven and Seven is:

  Billy Bragg hefur átt mörg lög á breska vinsćldalistanum.  Ađeins einu sinni hefur hann ţó náđ 1. sćtinu.  Ţađ var međ lagi Bítlanna,  hljómsveitarinnar sem byrjađi sem skiffle-hljómsveit,  She´s Leaveing Home:

 

  Svo haldiđ sé áfram ađ teygja á tengingunni ţá var eiginkona Ewans McColls,  Peggy Seeger,  systir eins frćgasta söngvahöfundar Bandaríkjanna,  Petes Seegers.  Hann er međal annars höfundur  Turn,  Turn,  Turn.   Eins ţekktasta lags The Byrds:

  Og  Bells of Rhymney:

 

Hér er Pétur gamli sjálfur ađ syngja lag Woodys Guthries fyrir Hussein forseta Bandaríkjanna:

  Af öđrum lögum Woodys Guthries er ţekkt  Pretty Boy Floyd   međ The Byrds:


Bestu plötur níunda áratugarins

  Ađ undanförnu hafa lesendur breska poppblađsins New Musical Express dundađ sér viđ ađ velja bestu plötur níunda áratugarins (80´s kalla enskumćlandi ţann áratug).  Listinn yfur bestu plöturnar hefur tekiđ á sig ákveđna mynd.  Ţessar 20 plötur eru í efstu sćtunum (innan sviga er útgáfuáriđ):

cure

1   The Cure:  Disintegration (1989)

2   The Smiths:  The Queen is Dead (1986)

3   Joy Division:  Closer (1980)

4   The Cure:  Pornography  (1982)

5   The Stone Roses:  The Stone Roses  (1989)

6   The Cure:  The Head on the Door (1985)

7   The Smiths:  Meat is Murder  (1985)

8   Pixies:  Doolittle  (1989)

9   The Smiths:  The Smiths   (1984)

10  The Smiths:  Hatful of Hollow  (1984)

11  New Order:  Technique  (1989)

12  New Order:  Low-Life  (1985)

13  Pixies:  Surfer Rosa  (1988)

14  U2:  The Joshua Tree  (1988)

15  New Order:  Power,  Corruption & Lies  (1983)

16  Jesus & Mary Chain:  Psychocandy  (1985)

17  Echo & The Bunnymen:  Ocean Rain  (1984)

18  Sonic Youth:  Daydream Nation  (1988)

19  The Clash:  Sandinista  (1980)

20  REM:  Murmur  (1983)

  Níundi áratugurinn skilađi tiltölulega fáum flottum plötum miđađ viđ nćstu áratugi á undan (og eftir).  Sú er skýringin (ađ hluta) á ađ The Cure,  Joy Division/New Order og The Smiths eru áberandi í efstu sćtunum.  Ég skerpi á ţví međ litum.

  Listinn ber ţess merki ađ ţađ eru Bretar sem greiđa atkvćđi.  Allar plöturnar eru breskar nema Pixies, Sonic Youth og REM.  Ţćr eru bandarískar.

  Á listann vantar plötur Sykurmolanna.  Skrýtiđ.

  Gaman vćri ađ heyra viđhorf ykkar til ţessa lista.  Ekki síst hvađa plötu ykkur ţykir vanta á hann.


Rokkhátíđ á Sauđárkróki

  Gćran

  Helgina 13. - 14.  ágúst verđur tónlistarhátíđin GĆRAN 2010 haldin á Sauđárkróki.  Nánari stađsetning er húsnćđi Lođskinns,  Borgarmýri 5.  Miđaverđ er aumar 4000 krónur fyrir stútfulla tónlistardagskrá báđa dagana,  frítt í sund,  frítt í kvikmyndahús,  frítt fólk...

  Hálfur ţriđji tugur hljómsveita mun halda uppi geđveiku fjöri.  Ţar á međal verđa skagfirskir stuđboltar á borđ viđ Bróđir Svartúlfs,  Gillon,  Fúsaleg Helgi,  Binna P,  Herramenn og Davíđ Jóns.  Kynnar verđa taktkjaftarnir Siggi Bahama og Beatur.

  Af fleiri skemmtikröftum má nefna hljómsveitina Múgsefjun,  Bigga Mix,  Hoffman,  Metallica... Eđa,  ja sko,  nei sko,  eđa sko ţađ er ekki búiđ ađ tilkynna öll böndin og ég fór lítillega fram úr mér.  Óvart.  Máliđ er ađ fylgjast međ og skrá sig á síđuna http://www.facebook.com/#!/pages/Saudarkrokur-Iceland/TONLISTARHATIDIN-GAERAN-2010/109182002449012?v=wall&ajaxpipe=1&__a=49


Íslendingar skikkađir til ađ skipta um fána

  Ef svo klaufalega tekst til ađ Ísland endi inn í miđjum kćfubelg Evrópusambandsins mun ţađ hafa ýmsar og meiri breytingar í för međ sér en ćtla má í fljótu bragđi.  Ţetta hefur fariđ lágt.  Meira ađ segja Heimssýn hefur ekki nefnt ţađ.  Eitt ţađ einkennilegasta er ađ íslenski fáninn brýtur mannréttindalög ESB.  Mannréttindadómsstóll ESB hefur ţegar fellt dóm međ ţeirri niđurstöđu ađ kross sé trúartákn.  Skiptir ţar engu máli hvort krossinn sé hugsađur sem heiđiđ tákn eđa kristinn virđingarvottur viđ aftökubúnađ.  Trúartáknum má einfaldlega ekki hampa á opinberum stöđum,  svo sem skólum,  almenningsvögnum og svo framvegis.

  Mér er til efa ađ Íslendingar hugsi um íslenska fánann sem trúartákn.  En ef Ísland verđur hluti af ESB ţarf ekki nema eina manneskju til ađ kćra fánann til Mannréttindadómsstóls ESB.  Niđurstađan liggur fyrir.  Íslendingar ţyrftu ađ skipta honum út fyrir gamlan fána međ mynd af saltfisksflaki. 

  Ađ auki ţyrfti ađ breyta upphafsatriđi ţessa myndbands.  Og ýmsu öđru.


mbl.is Úr umsóknarferli í viđrćđuferli
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Pönkbyltingin

nefrennsli

  Á hippárunum á seinni hluta sjöunda áratugarins talađi ungt fólk stundum međ tilhlökkun um ţađ ţegar "68-kynslóđin",  hipparnir,  myndu taka viđ stjórn landsins.  Fólkiđ sem mótmćlti stríđi,  sagđist kúka á kerfiđ,  bođađi frjálsar ástir og dópađi.  Ţađ yrđi fjör.  Ţađ var heldur ekkert langt í ađ Davíđ Oddsson yrđi borgarstjóri,  forsćtisráđherra,  Seđlabankastjóri,  ritstjóri Moggans;  Ásta Ragnheiđur Jóhannesdóttir,  DJ-drottning,  yrđi alţingiskona og allskonar;  rokkstjarnan Óttar Felix Hauksson - sem rokkađi međ nakinni kvenmannsgínu - yrđi formađur Sjálfstćđisfélags Kópavogs;  Már Guđmundsson yrđi Seđlabankastjóri... Og svo framvegis.  Og svo framvegis.  Tony Blair varđ forsćtisráđherra Bretlands.  Bill Clinton varđ forseti Bandaríkjanna.

  Vissulega urđu miklar breytingar á vestrćnum samfélögum.  Frjálsrćđi jókst og gömul gildi úreltust.  En samt.  Ţetta varđ ekki eins og vonir stóđu til.  "Eitt sinn hippi,  ávalt hippi" varđ meira ţannig ađ "nú er hann orđinn kótelettukarl".

  1976/77 bylti pönkiđ hipparokkinu og ný kynslóđ,  pönkkynslóđin,  varđ ráđandi afl međ nýjum viđhorfum.  Gerđu-ţađ-sjálf/ur (Do-it-yourself) var hugmyndafrćđin;  ađ kýla á hlutina.  Frćbbblarnir og Sex Pistols hraunuđu yfir hippana.  Anarkismi var máliđ.

 

  Nú hefur ţađ gerst sem fáa órađi fyrir:  Pönkbyltingin er orđin stađreynd í borgarstjórn Reykjavíkur.  Jón Gnarr var áberandi í pönksenunni.  Myndin hér efst er af pönksveit hans,  Nefrennsli.  Óttar Proppe,  forsprakki hinnar frábćru pönksveitar Rass,  er kominn í borgarstjórn:

   Líka Einar Örn.  Hann er orđinn formađur Sorpu bs.

  Og Dr.  Gunni er ţarna einnig.  Hann er orđinn formađur Strćtó bs.

 


mbl.is Jón Gnarr međ lyklavöldin
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Djöflahorn

djöflahorn 1djöflahorn 2

  Dauđsfall bandaríska ţungarokkssöngvarans Ronnie James Dio hefur blásiđ hressilegu lífi í umrćđu og vangaveltur um ţađ tákn sem kallast djöflahorn.  Djöflahorn eru mynduđ ţannig ađ hnefinn er krepptur en vísifingur og litliputti látnir vísa sperrtir út í loftiđ.  Ţetta ţykir svipa til útlits lítils höfuđs međ vegleg horn.

  Ronnie gekk til liđs viđ bresku ţungarokkshljómsveitina Black Sabbath 1979.  Fyrirrennari hans ţar viđ hljóđnemann,  Ozzy Osbourne,  var (og er) vanur ađ veifa til áhorfenda tákni sem kallast friđarmerki.  Ţađ er myndađ međ krepptum hnefa en vísifingur og langatöng spennt út í loftiđ ţannig ađ ţau mynda stafinn V (victory = sigur).  

OzzyOsbourne

  Ţetta friđartákn var allt ađ ţví einkennismerki Ozzy og Black Sabbath.  Ronnie James Dio vildi ekki herma algjörlega eftir Ozzy en ţótti sniđugt ađ veifa djöflahornum í stađinn.  Ronnie lćrđi tákniđ af ítalskri ömmu sinni.  Ţegar hún bauđ börnum góđa nótt veifađi hún ţessu tákni í merkingunni "Varađu ţig á djöflinum!"  

  Ímynd Black Sabbath gekk út á dađur viđ djöfladýrkun og kukl.  Ronnie ţótti djöflahornin smellpassa viđ ţá stemmningu.  Sem ţau og gerđu.  Fjöldi annarra ţungarokkara fór ađ flagga döflahornum.  Áđur en langt um leiđ urđu djöflahornin einskonar kveđjutákn ţungarokkara.

  Ronnie var hinsvegar ekki fyrstur rokkara til ađ veifa djöflahornum.  Bítillinn John Lennon átti til ađ bregđa djöflahornum á loft um og upp úr miđjum sjöunda áratugnum.  Í hans tilfelli átti tákniđ ađ vera ástarkveđja.  Ţađ átti ađ líkjast hjarta.  

  Á umslagi Bítlaplötunnar  Guli kafbáturinn  sést Lennon veifa djöflahornum.  Nokkru síđar fór hann ađ glugga í frćđum kuklarans Alesters Crowleys og uppgötvađi ađ kuklarar túlkuđu ţetta sem djöflatákn.  Lennon var ţá snöggur ađ skipta yfir í friđartákniđ.  Hann hélt sig viđ ţađ eftir ţetta.

lennon - friđarmerki

  Ţungarokkararnir - ađrir en Ozzy - hafa aftur á móti haldiđ sig viđ djöflahornin.  Hér eru Marilyn Manson,  Slipknot,  Flea (Red Hot Chili Peppers) og aularnir í Anvil:

djöflahorn 3 mmansondjöflahorn 6 slipknotdjöflahorn 5 fleadjöflahorn 7 anvil

  Rapparar hafa á seinni árum einnig tileinkađ sér djöflahornin.  Hér er ţađ Snoop Doggy Dogg í Metallica bol:

djöflahorn 4 sdoggydogg

  Brúskur forseti missti sig stundum í djöflahornum og allskonar rugli ţó samstarfsfólk hans harđbannađi honum ađ veifa ţessu tákni framan í ofurkristna íhaldsmenn.  Karl Rowe hýddi Brúsk alltaf í einrúmi eftir svona klúđur.  Brúski fannst ţađ gaman.

djöflahorn 8 brúskur


Sólbađslöggan orđin ađ veruleika

  Í vetur ţegar Álfheiđi Ingadóttur fór ađ klćja í lófana ađ banna eitthvađ var gantast međ ađ hún myndi sennilega banna fullorđnu fólki undir 19 ára aldri ađ fara í sólbađ.  Ávinningurinn yrđi tvíţćttur:  Annarsvegar fengi Álfheiđur útrás fyrir bannáráttuna;  hinsvegar myndi banniđ skapa fjölda nýrra starfa.  Ţetta kallađi á stofnun fjölmenns hóps harđsnúinna lögreglumanna sem myndu vera á ţönum alla daga á milli sólbađsstofa,  ylstrandarinnar í Nauthólsvík og annarra ţeirra svćđa sem fólk sćkir á sólríkum dögum.  Ţađ yrđi ađ fjárfesta í einni eđa fleiri ţyrlum til ađ leita uppi ungt fólk í sólbađi.

  Til viđbótar ţyrfti ađ útbúa heilmikiđ pappírsbákn til ađ afgreiđa sektarmiđa og innheimta sektir.  Ţetta kallar einnig á nýtt unglingafangelsi fyrir sólbađsunnendur sem láta sér ekki segjast.  Ađ auki yrđi til nýr iđnađur viđ ađ falsa nafnskírteini međ ófyrirsjáanlegum afleiđingum ţegar öll ungmenni landsins eru skyndilega orđin 19 ára eđa eldri.

  Nú er brandarinn orđinn ađ veruleika.  Álfheiđur hefur fengiđ samţykkt á alţingi lagafrumvarp sem bannar fullorđnu fólki undir 19 ára aldri ađ fara í sólbađ.  Í greinargerđ međ frumvarpinu er tekiđ fram ađ banninu sé ćtlađ ađ hindra ađ ungt fólk fari í sólbađ í fegrunarskyni.  Rannsóknir hafa sýnt ađ sólbrún húđ hefur margfalt ađdráttarafl gagnvart hinu kyninu í samanburđi viđ föla og veiklulega húđ.  Međ banninu er verulega dregiđ úr líkum á ótímabćrri ţungun fullorđins fólks undir 19 ára aldri.  

  Veriđ er ađ skipa nefnd til ađ finna út međ hvernig hćgt er ađ koma í veg fyrir ađ íslensk ungmenni laumist í sólbađ í sólarlandaferđum.  

  Fullorđiđ fólk undir 19 ára aldri getur sparađ sér pening međ ţví ađ sólbađa ađeins annan helming líkamans.  Ţá fćr ţađ bara hálfa sekt en nćr samt öllum ávinningi af ljósinu.  Međal annars D-vítamíni og upptöku á kalki til styrktar tönnum,  hári,  húđ og nöglum;  og serótíni til ađ vinna gegn ţunglyndi.  Međ ţessari ađferđ verđur ađ láta sér nćgja ađ slá á ýmis húđvandamál ađeins á annarri hliđ líkamans (exem,  sóriasis,  bólur o.s.frv.).  

solba.jpg

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Ljósabekkjabann orđiđ ađ lögum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sjáiđ Eivöru sem Marilyn Monroe

eivör-mariyln-Richard Morris

  Hér er skemmtileg mynd af fćreysku álfadrottningunni Eivöru í hlutverki Marilyn Monroe í óperunni  Anyone Can See I Love You  á sviđi í Kanada í gćr.   Međ á myndinni er mótsöngvari hennar,  breski baritónsöngvarinn Richard Morris.  Óperan er sögđ vera djasskennd og sönghlutverk Eivarar er skrifađ í tónhćđ Marilyn Monroe.  Sjá meira um óperuna hér:  http://www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1063834/

  Fleiri góđar fréttir af Eivöru:  Nýja platan hennar,  Larva,  hefur veriđ ađ rokka um sćti 5 til 7 á íslenska vinsćldalistanum yfir söluhćstu plöturnar undanfarnar vikur.  Hún er í 6.  sćtinu ţessa vikuna.  Ţađ er nćsta víst ađ  Larva  á eftir ađ seljast vel á löngum tíma.  Hún er töluvert seinteknari en fyrri plötur Eivarar.  Ţađ tekur ţess vegna nokkurn tíma fyrir marga ađ "ná" plötunni.  Ţegar ţeim hjalla er náđ er auđheyrt ađ  Larva  er besta plata ársins 2010.  Sjá umsögn:  http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1057725

  Upphafslag  LarvaUndo Your Mind,  hefur dvaliđ í efstu sćtum vinsćldalista rásar 2 nú um nokkurra vikna skeiđ.  Í dag er lagiđ í 2.  sćti.  Nćstu tvćr vikur á undan var ţađ í toppsćtinu.  Frábćrt lag,  samiđ og útsett undir áhrifum frá James Bond.  Ţađ er gaman ađ bera saman Eivöru á myndbandinu hér fyrir neđan og Eivöru í hlutverki Marilyn Monroe hér fyrir ofan.

 


Rokkstjörnudóp

  Á seinni hluta áttunda áratugarins starfađi ég sem blađamađur.  Ég skrifađi ađallega um poppmúsík fyrir dagblöđ og tímarit.  Eitt sinn komu í heimsókn til mín ţrír liđsmenn ţá vinsćllar hljómsveitar.  Erindiđ var ađ framundan var hljómleikaferđ hjá hljómsveitinni.  Ég bjó í lítilli kjallaraíbúđ.  Í kjallaranum var einnig kyndiklefi.  Til ađ eyđa kyndiklefalyktinni hafđi frúin sett matarsóta í litla desertukál sem komiđ var fyrir ofan á heitum ofni.  Ţađ virkađi eins og besta loftrćstikerfi.

  Strákarnir í hljómsveitinni voru í annarlegu ástandi.  Ţeir voru varla fyrr mćttir á svćđiđ en einhver ţeirra kom auga á matarsótann.  Hann hrópađi fagnandi:  "Vá,  hvađ ţú átt mikiđ!  Megum viđ fá smá?"  Ég áttađi mig varla á viđ hvađ var átt og svarađi í hálfkćringi:  "Endilega!"  Ţađ skipti engum togum ađ strákarnir rúlluđu eldsnöggt peningaseđlum upp í einskonar sogrör.  Síđan lögđust ţeir á desertuskálina og sugu upp í nefiđ góđa slurka af matarsótanum.

  Heimsóknin var stutt enda erindiđ fyrirliggjandi í fréttatilkynningu.  Er ţeir kvöddu hnippti einn ţeirra í mig og sagđi hálf hvíslandi í trúnađi:  "Ţetta er ekki gott efni.  Alltof mikiđ "köttađ"."

  Lagiđ hér fyrir neđan hefur ekkert ađ gera međ frásögnina.  Ţetta er bara ljúf dönsk ballađa međ hljómsveitinni The Arcane Order.  Ég vissi ekki fyrr en bara í gćr ađ Danir gćtu rokkađ.  Jú,  jú,  auđvitađ leiđindaskarfurinn Lars Ulrich.  En ţar fyrir utan hafđi ég lengi leitađ ađ dönsku rokki.  Án árangurs.  DAD er ekki talin međ (nema vegna skemmtilega viđtalsins í Litlu hafmeyjunni siđasta laugardag).


Lokađ fyrir ađgang Ólafs F. ađ tölvugögnum sínum

ólafurfriđrikmagnússon 

   Borgarfulltrúar sem náđu ekki kjöri 29. maí láta formlega af embćtti núna 12.  júní.   Ţeirra á međal er Ólafur F.  Magnússon,  fyrrverandi borgarstjóri.  Í gćr ćtlađi hann ađ sćkja gögn úr tölvunni sinni međ netpósti sínum í borgarstjóra- og borgarfulltrúatíđ sinni.  Ţá kom í ljós ađ búiđ er ađ loka fyrir ađgang hans ađ ţessum gögnum.  Skýringin virđist vera sú ađ "mistök" hafi veriđ gerđ á skrifstofu núverandi borgarstjóra,  Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.  "Mistökin" hafa ekki veriđ leiđrétt.  Ólafur F.  nćr ekki tölvugögnum sínum. 

  "Mistökin" koma Ólafi F.  ekki á óvart.  Hann er löngu vanur "hrekkjum" Hönnu Birnu ţegar hún er í "stríđnistuđi".


Meirihlutinn í Skagafirđi klofnar vegna herbergis í Miđgarđi

  Úrslitin í sveitastjórnarkosningunum í Skagafirđi á dögunum voru söguleg.  Međal annars vegna ţess ađ ţar náđi fulltrúi Frjálslynda flokksins glćsilegri kosningu.  Formađur Frjálslynda flokksins,  formađur flokksins,  Sigurjón Ţórđarson,  náđi kjöri sem sveitastjórnarmađur.  Í kosningunum fyrir fjórum árum vantađi Frjálslynda flokkinn ađeins örfáum átkvćđum upp á ađ ná kjöri.  Ég man ekki hvort ţađ voru 4 eđa 5 atvkćđi.  Eđa eitthvađ svoleiđis.

  Nú hafa Framsóknarflokkurinn og VG náđ meirihluta í Skagafirđi.  Ég er dálítiđ áhugasamur um sveitastjórnarmál í Skagafirđi.  Ég er fćddur og uppalinn í útjarđri Hóla í Hjaltadal,  á bć sem heitir Hrafnhóll.  Ţar var pabbi minn oddviti og formađur Sjálfstćđisflokks Skagafjarđar.  

  Á síđasta sveitastjórnarfundi í Skagafirđi bar til tíđinda ađ nýr meirihluti klofnađi í afgreisđlu á umsókn karlakórsins Heimis um ađ fá afnot af herbergi í Miđgarđi í Varmahlíđ.  Ágreiningurinn setti umsóknina í klessu.  Karlakórinn fćr ekki afnot af ţessu herbergi.  Einhverra hluta vegna.  


Sviptingar á fjölmiđlamarkađi

  Ţađ eru ekkert vođalega mörg ár síđan ekki var ţverfótađ fyrir íslenskum dagblöđum:  Vísir,  Mogginn,  Tíminn,  Alţýđublađiđ,  Ţjóđviljinn,  Dagblađiđ og Dagur.  Til viđbótar ţessum 7 dagblöđum voru gefin út vegleg helgarblöđ.  Annađ hét Helgarpósturinn (síđar Pressan) og hitt hét Eintak.  Um tíma kom Eintak einnig út á miđvikudögum.  Á mánudögum kom Mánudagsblađiđ út.  Ţá var gaman ađ vera blađafíkill.  Dagurinn og kvöldin fóru í ađ lesa dagblöđ og vikublöđ.

  Í dag eru ađeins gefin út 3 dagblöđ:  Mogginn,  Fréttablađiđ og DV.  Síđastnefnda blađiđ kemur út ţrisvar í viku.  Nýlega hćttu hin blöđin ađ gefa út blöđ á sunnudögum.

  Ţróunin virđist vera í ţessa átt:  Ađ dagblöđ séu á hallandi fćti.  Í Fćreyjum hafa áratugum saman veriđ gefin út 2 dagblöđ,  Dimmalćtting (sem líkist Mogganum) og Sósíalurin (sem líkist DV og Fréttablađinu).  Bćđi blöđin komu út 5 sinnum í viku.

  Fyrir tveimur mánuđum fćkkađi Sósíalurin útgáfudögum niđur í 3.  Ţá brá svo viđ ađ sala jókst um 12%.  Útgáfufyrirtćki Sósíalsins (í eigu starfsfólks) hefur gengiđ í gegnum fleiri breytingar á síđustu árum.  Ţađ heldur úti nokkrum vefsíđum:  planet.fo,  portal.fo,  sportal.fo,  sosialurin.fo og kannski fleirum.  Einnig heldur Sósíalurin nú úti annarri af tveimur einkaútvarpsstöđvum Fćreyja,  Rás 2 (hin er kristilega útvarpsstöđin Lindin).  Rás 2 er músíkstöđ.

  Svona er ţróunin á gervihnattaöld.


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband