Ennţá fleiri gullmolar úr "Ekki misskilja mig vitlaust!"

  "Ţrír skór á verđi tveggja."  Útvarpsauglýsing frá íţróttavöruversluninni Under Armour voriđ 2018.

  "Komiđ ţiđ sćl - ég verđ ţví miđur ađ afbođa forföll á sambandsţingiđ - óska ykkur góđs gengis.  Kv. Vigdís."  Vigdís Hauksdóttir.

  "Ţađ er hver höndin upp á móti annarri viđ ađ hjálpa hinni."  Ţórarinn Kristjánsson frá Hólum í Geiradal ađ lýsa hjálpsemi sveitunga sinna.

  "Hann var frćndi minn til fjölda ára,  flutti svo háaldrađur til Reykjavíkur og lést ţar á besta aldri."  Langi-Sveinn (Sveinn Sveinsson) vörubílstjóri á Selfossi.

  "Ég er í vandrćđum međ ađ fá föt á stelpuna ţví hún er svo ermalöng."  Ína frá Víđidalsá í Steingrímsfirđi (Ţorsteinsína Guđrún Gestsdóttir) ađ kaupa peysu á dóttur sína.

  "Ţetta voru ekki góđ mistök hjá Herđi."  Bjarnólfur Lárusson í knattspyrnulýsingu á Stöđ 2.

ekki misskilja mig vitlaust 


Fleiri sýnishorn úr bókinni "Ekki misskilja mig vitlaust!"

  Í síđustu fćrslu sagđi ég frá nýútkominni bók,  "Ekki misskilja mig vitlaust!".  Hér eru nokkur sýnishorn úr henni:  

  "Í Kína eru mannréttindi brotin daglega á hverjum degi." Ţóra Kristín Ásgeirsdóttir, fréttakona hjá RÚV.

  "Ţađ dregur úr vexti lambanna ađ slátra ţeim of ungum."  Páll Zóphóníasson.

  "Hann hefur veriđ međ međfćddan galla frá fćđingu." Hörđur Magnússon ,  íţróttafréttamađur Stöđvar 2.

   "Ađalverđlaunin eru ferđ á páskamót sem Disney-garđurinn í París heldur í lok árs."  Karl Garđarsson,  fréttamađur á Stöđ 2.

  "Ég get bara alveg sagt ykkur ađ hérna úti viđ vegamótin fórum viđ Reynir framhjá ađ minnsta kosti 100 manna hreindýrahópi."  Gugga Reynis á Vopnafirđi.

  "Jćja,  ţá erum viđ allir dánir, brćđurnir, nema ég og Gulla systir."  Árni á Brúnastöđum í Fljótum eftir jarđarför bróđur síns á Siglufirđi.

ekki misskilja mig vitlaust


Bráđskemmtileg bók

  Í vikunni kom út bókin "Ekki misskilja mig vitlaust!".  Hún inniheldur samantekt á spaugilegum mismćlum og ambögum ţjóđţekktra manna.  Einkum ţeirra sem hafa mismćlt sig í beinni útsendingu í ljósvakamiđlum. Líka er vitnađ til annarra.  Til ađ mynda er titill bókarinnar sóttur í ummćli Guđbjarts Jónssonar.  Hann var löngum kenndur viđ veitinga- og skemmtistađinn Vagninn á Flateyri.

  Allar tilvitnanir eru feđrađar.  Ţćr eru ekki uppdiktađur útúrsnúningur.  Ţađ gefur textanum aukiđ vćgi.  Fjölbreytni er meiri en halda mćtti ađ óreyndu.  Margar tilvitnanir eru einnar línu setning.  Ađrar slaga upp í smásögur.  

  Ţrátt fyrir ađ bókin sé ađeins um 80 blađsíđur ţá er textinn ţađ ţéttur - án mynda - ađ lestur tekur töluverđan tíma.  Best er ađ lesa hana í áföngum.  Japla á textanum í smáum skömmtum.  Sum broslegustu mismćlin eru ţannig ađ mađur áttar sig ekki á ţeim viđ fyrsta lestur. Önnur er gaman ađ endurlesa og jafnvel brúka til gamans. 

  Höfundur bókarinnar er Guđjón Ingi Eiríksson.  Í formála segir hann međal annars:  "Mismćli og ambögur ... og oft er útkoman algjör snilld!  Merkir jafnvel eitthvađ allt annađ en upp var lagt međ og kitlar ţá stundum hláturtaugarnar.  Tengist oft misheyrn og misskilningi og auđvitađ öllu ţar á milli."

  Sýnishorn:

  "Heilbrigđisráđherra tók ákvörđunina ađ höfđu samrćđi viđ lćkna." Heimir Már Pétursson,  fréttamađur á Stöđ 2.

  "Bíllinn er hálfur á hliđinni."  Telma Tómasson,  fréttakona á Stöđ 2.

  "Nú eru allir forsetar ţingsins konur í fyrsta sinn."  Páll Magnússon í fréttalestri í Ríkisútvarpinu.

ekki misskilja mig vitlaust

 

 


Vilt ţú syngja á jólatónleikum?

Norska söngkonan Sissel Kyrkjebř verđur međ jólatónleika í Reykjavík núna fyrir jólin (af hverju eru aldrei jólatónleikar eftir jól?). Hún leitar ađ íslenskri söngkonu sem er til í ađ syngja dúett međ henni. Skiptir engu máli hvort viđkomandi er ţekkt eđa óţekkt. Ert ţú til? Afritađu ţá á eftirfarandi slóđ copy/paste:   http://sissel.net/singwithsissel/ 


Auglýst eftir konu

  Eftirfarandi frásögn svipar til brandara sem fór eins og eldur í sinu á níunda áratug síđustu aldar. 

  Fćreyskur piltur,  Klakksvíkingurinn John Petersen,  fékk sér far međ Dúgvuni,  farţegabáti sem siglir á milli Klakksvíkur og Leirvíkur.  Um borđ keypti hann lakkrís og súkkulađistykki.  Sćtaskipan er ţannig ađ allir sitja til borđs međ öllum.  Ókunnug stúlka settist viđ sama borđ og John.  Skyndilega tekur hún sig til og brýtur vćnan bita af súkkulađinu.  Honum ţótti ţetta "ódönnuđ" framkoma.  Lét samt eins og ekkert vćri og fékk sér sjálfur vćnan súkkulađibita.  Hún braut sér annan bita.  Ţá fór ađ síga í John.  Til ađ tapa ekki restinni upp í stúlkuna gerđi hann sér lítiđ fyrir og sporđrenndi henni međ látum eins og langsoltinn hundur. 

  Kominn á land í Leirvík varđ John á ađ fálma í úlpuvasa sinn.  Ţar fann hann súkkulađiđ ósnert.  Rann ţá upp fyrir honum ađ hann vćri dóninn.  Ekki stúlkan.  Hann hafđi étiđ súkkulađi hennar.  Hún var horfin úr sjónmáli.  Ţess vegna hefur hann nú tekiđ til bragđs ađ auglýsa eftir henni.  Honum er í mun ađ biđjast afsökunar og útskýra hvađ fór úrskeiđis.   

súkkulađijohn petersen   


Bruđlsinnar leiđréttir

  Guđmundur Ingi Kristinsson,  ţingmađur Flokks fólksins,  hefur varpađ ljósi á einn anga bruđls međ fé skattborgara.  Hann var sendur til Grćnlands viđ tíunda mann á fund Norđurlandaráđs.  Ţar voru samţykktar eldri ályktanir.  Snúnara hefđi veriđ ađ samţykkja ţćr rafrćnt.  Óvisst er ađ allir kunni á tölvu. 

  Guđmundi var stefnt til Nuuk tveimur dögum fyrir ráđstefnuna.  Ţar dvaldi hann í góđu yfirlćti á dýrasta hóteli sem hann hefur kynnst;  144 ţúsund kall fyrir vikudvöl.  Rösklega 20 ţúsund kall nóttin.  

  Bruđlsinnar vísa til ţess ađ einungis sé flogiđ til Nuuk frá Íslandi einu sinni í viku.  Ţess vegna hafi íslenskir ráđstefnugestir neyđst til ađ vćflast í reiđuleysi í einhverja daga umfram ráđstefnudaga.     

  Vandamáliđ međ dýra hótelgistingu sé ađ einungis eitt hótel finnist í Nuuk.

  Hiđ rétta er ađ flogiđ er til og frá Nuuk og Reykjavík ţrisvar í viku. Ađ auki er ágćtt úrval af gistingu í Nuuk.  Ekki allt 5 stjörnu glćsihótel;  en alveg flott gistiheimili á borđ viđ Greenland Escape Acommodation.  Nóttin ţar er á 11 ţúsund kall. 

  Skođa má úrvaliđ HÉR.

  Góđu fréttirnar - sem allir eru sammála um - eru ađ ráđstefnugestir fengu í hendur bćkling prentađan á glanspappír međ litmyndum.  Ţar sparađist póstburđargjald.


Talnaglögg kona

  Ég var ađ glugga í hérađsfréttablađiđ Feyki.  Ţađ er - eins og margt fleira - í eigu Kaupfélags Skagfirđinga.  Samt skemmtilegt og fróđlegt blađ sem segir frá Skagfirđingum og Húnvetningum.  Ţar á međal Unu.  Ég skemmti mér vel viđ lestur á eftirfarandi.  Ekki kom annađ til greina en leyfa fleirum ađ skemmta sér.

 

„Feykir, góđan daginn...“

„Já, góđan daginn, hvar sagđirđu ađ ţetta vćri?“

„Hjá Feyki. Get ég eitthvađ gert fyrir ţig?“

„Já, sćll. Ég ćtlađi einmitt ađ hringja í Feyki.“

„Jćja.“

„Já, ég var ađ hugsa um ađ gerast áskrifandi. Hef reyndar lengi ćtlađ ađ gerast áskrifandi en betra er seint en aldrei, hehe...“

„Jáá, hvađ segirđu, gerast áskrifandi, bíddu ađeins međan ég nć mér í blađ og blýant... hvađ segirđu, hvert er nafniđ?“

„Ég heiti nú Sigurveig Una Sólmundardóttir, fyrrum bókhaldari hjá...“

„Una segirđu... já, og kennitalan?“

„Kennitalan mín er einnmilljarđur sexhundruđogellefumilljónir ţrjúhundruđfimmtíuogáttaţúsund tvöhundruđfimmtíuogníu.“

„Ha? Hvađ sagđirđu?!“

„Ég sagđi einnmilljarđur sexhundruđogellefumilljónir ţrjúhundruđfimmtíuogáttaţúsund tvöhundruđfimmtíuogníu.“

„Já, hérna... kannski er best ađ fá bara hjá ţér Visa-númeriđ. Ertu ekki annars međ kreditkort Una?“

„Jú, ţađ vćri ljómandi gott vćni, kreditkortanúmeriđ er fjórar trilljónir áttahundruđsextíuogsjöbilljarđar níuhundruđmilljarđar áttatíuogníumilljónir fimmhundruđţrjátíuogeittţúsund tvöhundruđfimmtíuogsex... Viltu fá endingartímann?“

„Nei, heyrđu Una, ég held ég biđji hana Siggu hérna í afgreiđslunni ađ hringja í ţig í fyrramáliđ. Ég held ţađ fari betur á ţví svo ţađ verđi enginn ruglingur. Hvađ er símanúmeriđ hjá ţér?“ „Jájá, ekkert mál vćni minn. Númeriđ er... bíddu viđ... já, fyrst eru tvö núll og síđan er ţetta bara ţrírmilljarđar fimmhundruđtuttuguogáttamilljónir níuhundruđogfjórtánţú....“

„Takk, takk, Una. Viđ finnum ţig á ja.is. Hún Sigga hringir í ţig. Blessuđ.“ 

 

una


Hvetja til sniđgöngu

  Ég er ekki andvígur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöđva,  Evrusjón.  Ţannig lagađ.  Hugmyndin međ keppninni er góđra gjalda verđ:  Ađ heila sundrađar Evrópuţjóđir í kjölfar seinni heimstyrjaldarinnar.  Fá ţćr til ađ hvíla sig frá pólitík og daglegu amstri.  Taka ţess í stađ höndum saman og skemmta sér saman yfir léttum samkvćmisleik.  Kynnast léttri dćgurlagamúsík hvers annars.

  Ţetta hefur ađ mestu gengiđ eftir.  Mörgum ţykir gaman ađ léttpoppinu.  Líka ađ fylgjast međ klćđnađi ţátttakenda,  hárgreiđslu og sviđsframkomu.  Söngvakeppnin er jól og páskar hommasamfélagsins.    

  Nú bregđur svo viđ ađ fjöldi ţekktra tónlistarmanna og fyrrum ţátttakenda í Söngvakeppninni hvetur til ţess ađ hún verđi sniđgengin á nćsta ári.  Ég fylgist aldrei međ keppninni og ţekki ţví fá nöfn á listanum hér fyrir neđan.  Ţar má sjá nöfn Íslendinga,  Dađa Freys og Hildar Kristínar.  Einnig nöfn fólks sem hefur aldrei nálćgt keppninni komiđ,  svo sem Roger Waters (Pink Floyd),  Brian Eno,  Leon Russelson,  samísku Marie Boine og írska vísnasöngvarans Christy Moore.

L-FRESH The LION, musician, Eurovision 2018 national judge (Australia)

Helen Razer, broadcaster, writer (Australia)

Candy Bowers, actor, writer, theatre director (Australia)

Blak Douglas, artist (Australia)

Nick Seymour, musician, producer (Australia)

DAAN, musician, songwriter (Belgium)

Daan Hugaert, actor (Belgium)

Alain Platel, choreographer, theatre director (Belgium)

Marijke Pinoy, actor (Belgium)

Code Rouge, band (Belgium)

DJ Murdock, DJ (Belgium)

Helmut Lotti, singer (Belgium)

Raymond Van het Groenewoud, musician (Belgium)

Stef Kamil Carlens, musician, composer (Belgium)

Charles Ducal, poet, writer (Belgium)

Fikry El Azzouzi, novelist, playwright (Belgium)

Erik Vlaminck, novelist, playwright (Belgium)

Rachida Lamrabet, writer (Belgium)

Slongs Dievanongs, musician (Belgium)

Chokri Ben Chikha, actor, theatre director (Belgium)

Yann Martel, novelist (Canada)

Karina Willumsen, musician, composer (Denmark)

Kirsten Thorup, novelist, poet (Denmark)

Arne Würgler, musician (Denmark)

Jesper Christensen, actor (Denmark)

Tove Bornhoeft, actor, theatre director (Denmark)

Anne Marie Helger, actor (Denmark)

Tina Enghoff, visual artist (Denmark)

Nassim Al Dogom, musician (Denmark)

Patchanka, band (Denmark)

Raske Penge, songwriter, singer (Denmark)

Oktoberkoret, choir (Denmark)

Nils Vest, film director (Denmark)

Britta Lillesoe, actor (Denmark)

Kaija Kärkinen, singer, Eurovision 1991 finalist (Finland)

Kyösti Laihi, musician, Eurovision 1988 finalist (Finland)

Kimmo Pohjonen, musician (Finland)

Paleface, musician (Finland)

Manuela Bosco, actor, novelist, artist (Finland)

Noora Dadu, actor (Finland)

Pirjo Honkasalo, film-maker (Finland)

Ria Kataja, actor (Finland)

Tommi Korpela, actor (Finland)

Krista Kosonen, actor (Finland)

Elsa Saisio, actor (Finland)

Martti Suosalo, actor, singer (Finland)

Virpi Suutari, film director (Finland)

Aki Kaurismäki, film director, screenwriter (Finland)

Pekka Strang, actor, artistic director (Finland)

HK, singer (France)

Dominique Grange, singer (France)

Imhotep, DJ, producer (France)

Francesca Solleville, singer (France)

Elli Medeiros, singer, actor (France)

Mouss & Hakim, band (France)

Alain Guiraudie, film director, screenwriter (France)

Tardi, comics artist (France)

Gérard Mordillat, novelist, filmmaker (France)

Eyal Sivan, film-maker (France)

Rémo Gary, singer (France)

Dominique Delahaye, novelist, musician (France)

Philippe Delaigue, author, theatre director (France)

Michel Kemper, online newspaper editor-in-chief (France)

Michčle Bernard, singer-songwriter (France)

Gérard Morel, theatre actor, director, singer (France)

Dađi Freyr, musician, Eurovision 2017 national selection finalist (Iceland)

Hildur Kristín Stefánsdóttir, musician, Eurovision 2017 national selection finalist (Iceland)

Mike Murphy, broadcaster, eight-time Eurovision commentator (Ireland)

Mary Black, singer (Ireland)

Christy Moore, singer, musician (Ireland)

Charlie McGettigan, musician, songwriter, Eurovision 1994 winner (Ireland)

Mary Coughlan, singer (Ireland)

Luka Bloom, singer (Ireland)

Robert Ballagh, artist, Riverdance set designer (Ireland)

Aviad Albert, musician (Israel)

Michal Sapir, musician, writer (Israel)

Ohal Grietzer, musician (Israel)

Yonatan Shapira, musician (Israel)

Danielle Ravitzki, musician, visual artist (Israel)

David Opp, artist (Israel)

Assalti Frontali, band (Italy)

Radiodervish, band (Italy)

Moni Ovadia, actor, singer, playwright (Italy)

Vauro, journalist, cartoonist (Italy)

Pinko Toma Partisan Choir, choir (Italy)

Jorit, street artist (Italy)

Marthe Valle, singer (Norway)

Mari Boine, musician, composer (Norway)

Aslak Heika Hćtta Bjřrn, singer (Norway)

Nils Petter Molvćr, musician, composer (Norway)

Moddi, singer (Norway)

Jřrn Simen Řverli, singer (Norway)

Nosizwe, musician, actor (Norway)

Bugge Wesseltoft, musician, composer (Norway)

Lars Klevstrand, musician, composer, actor (Norway)

Trond Ingebretsen, musician (Norway)

José Mário Branco, musician, composer (Portugal)

Francisco Fanhais, singer (Portugal)

Tiago Rodrigues, artistic director, Portuguese national theatre (Portugal)

Patrícia Portela, playwright, author (Portugal)

Chullage, musician (Portugal)

António Pedro Vasconcelos, film director (Portugal)

José Luis Peixoto, novelist (Portugal)

N’toko, musician (Slovenia)

ŽPZ Kombinat, choir (Slovenia)

Lluís Llach, composer, singer-songwriter (Spanish state)

Marinah, singer (Spanish state)

Riot Propaganda, band (Spanish state)

Fermin Muguruza, musician (Spanish state)

Kase.O, musician (Spanish state)

Soweto, band (Spanish state)

Itaca Band, band (Spanish state)

Tremenda Jauría, band (Spanish state)

Teresa Aranguren, journalist (Spanish state)

Julio Perez del Campo, film director (Spanish state)

Nicky Triphook, singer (Spanish state)

Pau Alabajos, singer-songwriter (Spanish state)

Mafalda, band (Spanish state)

Zoo, band (Spanish state)

Smoking Souls, band (Spanish state)

Olof Dreijer, DJ, producer (Sweden)

Karin Dreijer, singer, producer (Sweden)

Dror Feiler, musician, composer (Sweden)

Michel Bühler, singer, playwright, novelist (Switzerland)

Wolf Alice, band (UK)

Carmen Callil, publisher, writer (UK)

Julie Christie, actor (UK)

Caryl Churchill, playwright (UK)

Brian Eno, composer, producer (UK)

AL Kennedy, writer (UK)

Peter Kosminsky, writer, film director (UK)

Paul Laverty, scriptwriter (UK)

Mike Leigh, writer, film and theatre director (UK)

Ken Loach, film director (UK)

Alexei Sayle, writer, comedian (UK)

Roger Waters, musician (UK)

Penny Woolcock, film-maker, opera director (UK)

Leon Rosselson, songwriter (UK)

Sabrina Mahfouz, writer, poet (UK)

Eve Ensler, playwright (US)

Alia Shawkat, actor (US)


Kvikmyndaumsögn

 - Titill:  Lof mér ađ falla

 - Leikstjóri:  Baldvin Z

 - Helstu leikendur:  Elín Sif Halldórsdóttir,  Eyrún Björk Jakobsdóttir,  Ţorsteinn Bachmann,  Sólveig Arnarsdóttir... 

 - Handrit:  Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson

 - Einkunn:  *****

  15 ára Magnea kynnist 18 ára Stellu.  Magnea er góđur námsmađur; á gott líf og bjarta framtíđ.  Stella fiktar viđ eiturlyf.  Magnea lađast ađ henni og ćvintýralegum lífsstíl hennar.  Fyrr en varir eru ţćr orđnar djammfélagar og Magnea farin ađ fikta viđ eiturlyf.  

  Framan af er mikiđ fjör,  hvort heldur sem er á skemmtistöđum eđa í gleđskap í heimahúsum.  Fylgifiskurinn er skróp í skóla og fariđ á bakviđ foreldra.  Hćgt og bítandi harđnar ástandiđ og verđur ofbeldisfyllra.  Samviskan hverfur, svikin verđa grófari og ósvífnari.

  Myndin kemur ţessu ađdáunar vel til skila.  Hún er afar trúverđug.  Enda byggđ á sönnum atburđum.  Elín Sif og Eyrún Björk túlka Magneu og Stellu á sannfćrandi hátt.  Ótrúlegt ađ ţćr séu ekki menntađar í leiklist og ađ ţetta sé frumraun ţeirra á ţví sviđi.  Hugsanlega skilađi reynsluleysi ţeirra sér í raunverulegu sakleysislegu fasi í fyrri hluta myndarinnar.  

  Myndin flakkar til og frá í tíma.  Ég fattađi ţađ ekki strax.  Kannski vegna ţess ađ ég er vandrćđalega ómannglöggur.  Einnig ruglađi mig pínulítiđ í ríminu ađ Magnea og Stella skiptu ítrekađ um hárlit.  Ţetta kom ekki ađ sök eftir ađ ég áttađi mig á ţessu.  Frekar ađ ţetta hjálpađi viđ ađ stađsetja ţćr á tímalínu.

  Ađ mestu er sneitt framhjá sýnilegu ofbeldi.  Óhugnađurinn er meira gefinn í skyn eđa nefndur í samtölum.  Ţetta er mun áhrifaríkara en grafískar senur.

  Átakanlegt er ađ fylgjast međ varnar- og ráđaleysi foreldranna.

  Músík leikur töluvert hlutverk.  Hún er í höndum Ólafs Arnalds.  Hann kann fagiđ.

  "Lof mér ađ falla" er áhrifaríkasta mynd íslensku kvikmyndasögunnar.  Frábćr í alla stađi.  Skilur mikiđ eftir sig.  Besta forvarnarmynd sem hćgt er ađ sýna í grunnskólum. 

  "Vonarstrćti" hefur veriđ velt úr sessi.  Ţađ er ekki lengur besta íslenska kvikmyndin.     

  

lof mér ađ falla


Fékk sér sushi og missti hönd

  Suđur-kóreskur gutti slapp í sushi á dögunum.  Skipti engum togum ađ í kjölfariđ mynduđust stórar blöđrur á annarri hendi hans.  Ţćr voru fylltar blóđi.  Lćknar stungu á blöđrurnar og hleyptu blóđinu úr ţeim.  Ţá bćttust viđ stór opin sár.  Ţeim fjölgađi jafnt og ţétt upp höndina án ţess ađ hćgt vćri ađ stöđva sýkinguna.  Neyđarráđstöfun var ađ fjarlćgja höndina af til ađ bjarga öđrum hluta líkamans.

  Hrár fiskur er varasamur.  Hrái fiskurinn í sushi inniheldur iđulega bakteríur og orma.  Ţađ gerir heilsuhraustum ekki mein ađ ráđi.  Í mesta lagi smávćgileg magaóţćgindi í einn eđa tvo daga.  Verra er ţegar um heilsulitla er ađ rćđa.  Eins og í ţessu tilfelli.  Mađurinn er međ léleg nýru og sykursýki 2.  Ţar ađ auki er hann á áttrćđisaldri og hlustar á Bee Gees.   

bakteríusýking


Veitingaumsögn

 - Veitingastađur:  PHO Vietnam Restaurant,  Suđurlandsbraut 6,  Reykjavík

 - Réttir:  Grísakótelettur og lambakótelettur

 - Verđ:  1890 - 3990 kr.

 - Einkunn: **** (af 5)

  Móđir mín á erfitt međ gang eftir ađ hún fékk heilablóđfall.  Vinstri hluti líkamans lamađist.  Öllum til undrunar - ekki síst lćknum - hefur henni tekist ađ endurheimta dálítinn mátt í vinstri fót.  Nćgilegan til ađ notast viđ göngugrind.  Henni tekst jafnvel ađ staulast afar hćgt um án grindarinnar. 

  Ţetta er formáli ađ ţví hvers vegna ég fór međ hana á PHO Vietnam Restaurant.  Hún er búsett á Akureyri en brá sér í dagsferđ til borgarinnar.  Henni ţykir gaman ađ kynnast framandi mat.  Ég ók međ hana eftir Suđurlandsbraut og skimađi eftir spennandi veitingastađ međ auđveldu ađgengi fyrir fatlađa.  Vietnam Restaurant virtist vera heppilegt dćmi.  Ég ók upp á gangstétt og alveg ađ útidyrahurđinni.  Ţar hjálpađi ég mömmu út úr bílnum og sagđi henni ađ ég yrđi eldsnöggur ađ finna bílastćđi. 

  Mamma var ekki fyrr komin út úr bílnum en ungur brosmildur ţjónn stađarins spratt út á hlađ, studdi hana inn og kom henni í sćti.  Ađdáunarverđ ţjónusta.  Ţetta var á háannatíma á stađnum;  í hádegi.

  PHO Vietnam Restaurant er fínn og veislulegur stađur. 

  Ég fékk mér grillađar grísakótelettur.  Mamma pantađi sér grillađar lambakótelettur.  Međlćti voru hvít hrísgrjón,  ferskt salat og afar mild súrsćt sósa í sérskál.  Á borđum var sterk chili-sósa í flösku.  Viđ forđumst hana eins og heitan eld.  Ţóttumst ekki sjá hana.  

  Réttirnir litu alveg eins út.  Ţess vegna er undrunarefni ađ minn réttur kostađi 1890 kr. en lambakóteletturnar 3990 kr.  Vissulega er lambakjöt eilítiđ dýrara hráefni.  Samt.  Verđmunurinn er ekki svona mikill.

  Kóteletturnar litu ekki út eins og hefđbundnar kótelettur.  Engin fituarđa var á ţeim.  Fyrir bragđiđ voru ţćr dálítiđ ţurrar.  Vegna ţessa grunar mig ađ ţćr hafi veriđ foreldađar.  Sem er í góđu lagi.  Ég var hinn ánćgđasti međ ţćr.  Mömmu ţóttu sínar ađeins of ţurrar.  Ađ auki fannst henni ţćr skorta íslenska lambakjötsbragđiđ;  taldi fullvíst ađ um víetnamskt lamb vćri ađ rćđa.  Ég hef efasemdir um ađ veitingastađur á Íslandi sé ađ flytja til Íslands lambakjöt yfir hálfan hnöttinn.  Nema ţađ sé skýringin á verđmuninum.

  Kóteletturnar,  ţrjár á mann,  voru matarmiklar.  Hvorugu okkar tókst ađ klára af disknum. 

  Ađ máltíđ lokinni sagđi ég mömmu ađ hinkra viđ á međan ég sćkti bílinn.  Er ég lagđi aftur upp á stétt sá ég hvar brosandi ţjónn studdi mömmu út.  Annar en sá sem studdi hana inn.  Til fyrirmyndar.

víetnamskar kóteletturPHO Vietnam Restaurantborđ á VRyfirlit VR


Ný verslun, gamalt verđ

  Í vikunni hafa stórar tveggja blađsíđna auglýsingar birst í dagblöđum.  Ţar er bođađ ađ splunkuný verslun verđi opnuđ međ stćl í dag (laugardaginn 1. september).  Gefin eru upp skapleg verđ á skóm og fleiri vörum.  Svo skemmtilega vill til ađ einnig eru gefin upp önnur og hćrri verđ á sömu vörum.  Fyrir framan ţau segir: Verđ áđur.  Hvernig getur búđ vitnađ í eldra verđ sem gilti áđur en hún var opnuđ?  


Nýtt og öđruvísi súkkulađi

  Fátt er hollara og bragđbetra en súkkulađi.  Einkum svokallađ suđusúkkulađi.  Fyrirferđarlítill orkubiti í fjallgöngur.  Jafnvel líka í eftirleit.  Verra er ađ á allra síđustu árum hafa veriđ blikur á lofti.  Kínverjar eru hćgt og bítandi ađ uppgötva súkkulađi.  Ţeir eru fimmti hluti jarđarbúa.  Ţegar ţeir uppgötva klósettpappír og eldhúsrúllur getum viđ kvatt regnskógana.

  Óttinn viđ ađ Kínverjar klári súkkulađibirgđir heimsins byggist á smá misskilningi.  Ég rćddi ţetta í gćr viđ helsta súkkulađifrćđing Íslands.  Heimsendaspáin gengur út á óbreytta rćktun kakóbaunarinnar.  Hiđ rétta er ađ frambođ á nýjum rćktarlöndum heldur í viđ vaxandi eftirspurn.  

  Ennţá skemmtilegra:  Tekist hefur ađ hanna frá grunni og rćkta splunkunýja kakóbaun.  Súkkulađi unniđ úr henni hefur ekkert međ uppskrift á öđru súkkulađi ađ gera.  Ţetta er alveg nýtt og sjálfstćtt súkkulađi,  kallađ Rúbin.  Bragđiđ er súkkulađibragđ en samt mjög "spes".  Til ađ skynja muninn er ráđ ađ halda fyrir nefiđ á međan súkkulađinu er stungiđ upp í munn.  Síđan er beđiđ eftir ţví ađ súkkulađiđ bráđni á tungunni.  Upplagt ađ ráđa krossgátu eđa Soduku á međan.  Ađ ţví loknu er andađ međ nefinu á ný.  Heillandi og nýstárlegt bragđ nýja súkkulađisins kemur skemmtilega á óvart. 

  Tekiđ skal fram ađ ég sé ekki um auglýsingar fyrir Nóa, Síríus, Freyju,  Góu né neina ađra sćlgćtisframleiđslu.  Engin leynd er yfir ţví ađ ég vann í Freyju sumariđ 1977.  1980-og-eitthvađ hannađi ég einhverjar sćlgćtisumbúđir fyrir Freyju.  Kannski eru  umbúđirnar um rauđar lakkrísmöndlur enn í umferđ?  Síđan hef ég ekki átt nein samskipti viđ Freyju.  Ţar fyrir utan er ekkert sćlgćti framleitt í Fćreyjum.  Á dögunum hófst ţar í fyrsta skipti í sögunni framleiđsla á ís.

chocolate

 

    


Gátan leyst um ţađ hver samdi eitt frćgasta Bítlalagiđ

  Hátt á ţriđja hundrađ lög hafa komiđ út á plötu međ Bítlunum.  Ţađ eru góđ afköst.  Hljómsveitin starfađi á plötuútgáfumarkađi ađeins í 6 ár.  Uppistađan af lögunum voru skráđ á höfundana John Lennon og Paul McCartney. Framan af sömdu ţeir flest lög í sameiningu.  Ţegar á leiđ varđ algengara ađ ţeir semdu lögin sitt í hvoru lagi.

 Eftir upplausn Bítlanna 1969 var endi bundinn á samstarfiđ.  Paul lenti í hatrömmu stríđi viđ hina Bítlana vegna uppgjörs á fjármálum.  Allir Bítla hófu sólóferil.

  Í blađaviđtölum nćstu ár voru John og Paul iđulega spurđir ađ ţví hver hefđi samiđ hvađ í hinu og ţessu laginu.  Ţeir voru algjörlega sammála um allt ţar um ađ undanskildum tveimur lögum.  Merkilegt hvađ ţeir voru smmála í ljósi ţess ađ hljómsveitin gekk í gegnum tímabil ţar sem liđsmenn voru hálfir út úr heimi í dópţoku.  

  Lögin tvö sem ţá greindi á um eru "In My Life" og "Eleanor Rigby".  Hiđ fyrrnefnda hefur iđulega sigrađ í kosningu um besta dćgurlag allra tíma.  Ţess vegna skiptir ţetta miklu máli.  Og ţó.  Lennon og McCartney litu alltaf á sig á sjöunda áratugnum sem teymi.  Afrek annars var sjálfkrafa einnig afrek hins.

  Paul heldur ţví fram ađ hann hafi samiđ lagiđ "In My Life" en John textann.  Paul segist hafa samiđ lagiđ undir áhrifum frá lagi eftir Smokey Robinson.  John hélt ţví fram ađ hann hafi samiđ bćđi lag og texta međ smávćgilegum ábendingum frá Paul.  Sterk vísbending um höfund lagsins er ađ John er forsöngvari ţess.    

  Breskur stćrđfrćđiprófessor,  Jason Brown,  hefur rannsakađ máliđ í 10 ár.  Fleiri hafa lagt honum liđ viđ ađ greina og skrásetja höfundarsérkenni Johns og Pauls í 149 lögum.  Niđurstađan er ótvírćđ:  John samdi "In My Life" ađ uppistöđu til.  Bćđi lag og texta.  Reyndar var aldrei ágreiningur um ađ textinn vćri Lennons.  Ţar fyrir utan hefđi ţađ veriđ á skjön viđ önnur vinnubrögđ ađ texti og lag vćru ekki samin samtímis.  Ađ vísu var texti stundum endursaminn eftirá.  Stundum var texti eftir Paul umskrifađur lítillega af John.  Aldrei samt neitt umfram vinsamlegar ábendingar.  Ţó ađ John vćri miklu betra ljóđskáld ţá var Paul fínn textahöfundur líka.  John studdi hann alltaf sem textahöfund - og reyndar á öllum sviđum - og hvatti til dáđa.  Paul hafđi gott sjálfstraust vitandi ađ ef eitt besta ljóskáld rokksins,  John Lennon,  vćri sátt viđ texta hans ţá vćri textinn í góđu lagi.   

  Niđurstađa Jasons Browns er ekki óvćnt fyrir okkur Bítlanörda.  Ég ćtla ađ flestir sem hlusta mikiđ á Bítlana hafi skynjađ ađ um ekta Lennon-lag sé ađ rćđa.  1989 kom út í Bandaríkjunum afar vönduđ heimildarbók um Bítlalög,  "Beatlesongs".  Hún er almennt talin vera ein besta heimild um hver er hvađ og hvers er hvurs í hverju einstaka Bítlalagi.  Reyndar hafa komiđ upp dćmi sem sýna ađ hún er ekki algjörlega óskeikul.  Í bókinni er höfundarhlutur Johns og Pauls í laginu skilgreindur 65% / 35%.  Miđađ viđ ađ texti Lennons sé allt ađ 50% af dćminu ţá er hlutur hans í lagi vanmetinn.  Réttari hlutur ćtti ađ vera nćr 90/10%.  Nema ef Paul á meira í textanum en halda má.  Sem er ólíklegt.   Textinn er afar Lennon-legur. 

  Ţessu er öfugt fariđ međ "Eleanor Rigby".  Enga tíu ára rannsókn ţarf til ađ finna út ađ ţađ sé höfundarverk Pauls.  Í laginu er ekkert sem ber höfundareinkenni Johns - ef frá er talin textalínan "Ah,  look at all the lonely people."  Í dag er vitađ ađ sú lagína var samin af George Harrison.  Hans er ţó ekki getiđ í höfundarskráningu lagsins.  Sem er ósanngjarnt.  Ţessi laglína vegur ţungt í heildarmynd lagsins.  Texti línunnar er blús-legur ađ hćtti Johns.  Ţó má vera ađ George hafi ort hana líka.  Nema ađ hann hafi ađeins lagt til laglínubrotiđ og ţess vegna ekki veriđ skráđur međhöfundur Lennon-McCartney?

 

Lennon - McCartney 

      

 


Minningarorđ um Kristínu Guđmundsdóttur

  Í dag er til moldar borin ástkćr skólasystir,  Kristín Guđmundsdóttir í Grindavík.  Viđ vorum samferđa í Hérađsskólanum á Laugarvatni á fyrri hluta áttunda áratugarins.

  Allir strákarnir í skólanum nema einn voru skotnir í Stínu.  Ekki ađeins vegna ţess ađ hún var gullfalleg.  Líka vegna hennar geislandi persónuleika.  Hún var glađvćr,  jákvćđ, hlý og afskaplega skemmtileg.

  Nemendum á Laugarvatni var mismunađ gróflega eftir kynjum.  Drengjaheimavistir og stúlknaheimavistir.  Stranglega var bannađ ađ flakka ţar á milli.  Slík ósvífni kostađi brottrekstur úr skólanum.

  Stína bjó á heimavist sem hét Hlíđ.  Nauđsyn braut lög.  Reglur viku fyrir ljúfum eftirmiđdögum um helgar.  Fátt var skemmtilegra en ađ heimsćkja Stínu og vinkonur hennar síđdegis um helgar.  Bara ađ spjalla saman,  vel ađ merkja.  Ekkert annađ.   Ţađ var góđ skemmtun.  Ţarna varđ til sterk lífstíđarvinátta.

  Fyrir nokkrum árum tókum viđ skólasystkini frá Laugarvatni upp á ţví ađ hittast af og til.  Meiriháttar gaman.  Skugga bar á síđasta endurfund er Stína var fjarri vegna baráttu viđ krabbamein.  Hennar er nú sárt saknađ.  Ein skemmtilegasta og indćlasta manneskja sem ég hef kynnst.  Ég er ţakklátur fyrir frábćr kynni.

 

KristínLaugarvatn


Afi gestrisinn

  V-íslensk frćnka mín í Kanada,  Deb Ísfeld,  hefur bođađ komu sína til Íslands.  Hún tilheyrir ekki rótgrónu íslensku Ísfeldsćttinni.  Langafi hennar,  Guđjón Ísfeld,  tók upp Ísfeldsnafniđ er hann flutti vestur um haf í byrjun síđustu aldar.  Margir gerđu ţađ.

  Guđjón var bóndi á Hrafnhóli í Hjaltadal.  Ţá bjó Stefán afi minn á Nautabúi í Hjaltadal.  Kindurnar hans fenntu í kaf og drápust.  Viđ ţađ snöggreiddist afi og hafđi vistaskipti viđ Guđjón frćnda sinn. 

  Ţegar ég var krakki á Hrafnhóli á sjöunda áratugnum kom Gísli sonur Guđjóns í heimsókn.  Afi var upprifinn af heimsókninni.  Gísli talađi íslensku međ enskuívafi.  Er Gísli sat viđ eldhúsborđiđ heima tók afi eftir ţví ađ kaffibollinn hans tćmdist.  Afi brá viđ snöggt og sótti kaffikönnuna.  Hún stóđ á eldavélarhellu hinumegin í eldhúsinu.

  Afi átti erfitt um gang vegna brjóskeyđingar í mjöđmum.  Utan húss studdist hann viđ tvo stafi.  Innan húss studdist hann viđ borđ,  bekki og stóla.  Hann fór ţví hćgt yfir međ kaffikönnuna.  Í ţann mund er hann byrjađi ađ hella í bolla Gísla spurđi pabbi ađ einhverju.  Gísli svarđi snöggt:  "No, no, no!".  Afi hélt ađ hann ćtti viđ kaffiđ og vćri ađ segja:  "Nóg, nóg, nóg!".  Afi tautađi:  "Ţú rćđur ţví."  Hann brölti međ kaffikönnuna til baka.  Gísli horfđi í forundran til skiptis á eftir afa og í rétt botnfullan kaffibollann. 

kaffi 

 


Örstutt smásaga um bílaverkstćđi

  Stelpurnar á bílaverkstćđinu Ţrjú hjól undir bílnum rađa sér í kringum eldhúsborđiđ.  Ţađ er kaffitími.  Sigga "litla" brestur í grát.  Hún grćtur međ hljóđum eins og kornabarn.  Hinar stelpurnar ţykjast taka ekki eftir ţessu.  Ţetta gengur vonandi fljótt yfir.  Svo reynist ekki vera.  Hún gefur í.  Korteri síđar spyr Sigga "sprettur":  "Hvađ er ađ?  Meiddir ţú ţig í tánni?"

  "Ég fékk uppsagnarbréf áđan,"  upplýsir Sigga "litla".  "Mér er gert ađ rýma skrifborđiđ mitt fyrir klukkan fimm."  Henni er eins og smávegis létt.  Nokkuđ slćr á grátinn.

  "En ţú ert sú eina sem kannt á kaffivélina,"  mótmćlir Sigga "stóra".  Hún fćr ţegar í stađ kvíđakast.  Sigga "litla" róar hana:  "Ţiđ getiđ notađ hrađsuđuketilinn og skipt yfir í te."

  "Kakómjólk er líka góđ," skýtur Sigga "sćta" ađ.  "Hún er sérlega góđ međ rjómatertu sem er skreytt međ jarđaberjum og kíví.  Ég hef smakkađ svoleiđis.  Ég hef líka smakkađ plokkfisk."

  Kaffispjalliđ er truflađ ţegar inn ţrammar stór, spikfeitur og tröllslegur mađur.  Hann hefur rakađ af sér vinstri augabrúnina.  Fyrir bragđiđ er léttara yfir ţeim hluta andlitsins.  "Ég ţarf ađ láta stilla bílinn minn," segir hann.

  "Stilla vélina?" spyr Sigga "litla" kjökrandi.

  "Nei, útvarpiđ.  Ţađ er stillt á Rás 2.  Ég vil ađ ţađ sé stillt á rás 1."

  "Ekkert mál.  Ţú mátt sćkja bílinn á föstudaginn í nćstu viku."

  "Frábćrt!  Lániđ ţiđ manni bíl á međan?"

  "Nei,  en viđ getum leigt ţér reiđhjól.  Reyndar er ţađ í barnastćrđ.  Á móti vegur ađ leigan er lág.  Ađeins 7000 kall dagurinn."

  "Ég hef prófađ ađ setjast á reiđhjól.  Ţá datt ég og fékk óó á olnbogann.  Kem ekki nálćgt svoleiđis skađrćđisgrip aftur.  Ég kaupi mér frekar bíl á međan ţiđ dundiđ viđ ađ stilla á Rás 1." 

  "Ţú getur líka keypt pylsuvagn.  Hérna neđar í götunni er einn til sölu."

  "Takk fyrir ábendinguna.  Ţetta lýst mér vel á.  Ég skokka ţangađ léttfćttur sem kiđlingur."  Hann kjagar umsvifalaust af stađ.  Í vitlausa átt.

  Andrúmsloftiđ er léttara.  

  "Eigum viđ ekki ađ syngja kveđjusöng fyrir Siggu "litlu?",  stingur Sigga "sprettur" upp á.  Ţví er vel tekiđ.  Fyrr en varir hljómar fagurraddađ  "Éttu úldinn hund kona,  éttu úldinn hund". 

  Ţetta er svo fallegt ađ Siggu "litlu" vöknar enn og aftur um augu.  Hún hugsar međ sér ađ úldiđ hundakjöt ţurfi ekki endilega ađ vera síđra en ţorramatur.  Kannski bara spurning um rétt međlćti.

   Er síđustu söngraddirnar fjara út grípur Sigga "sprettur" tćkifćriđ og biđur Siggu "litlu" um ađ tala viđ sig undir fjögur augu.  Ţćr ganga út á mitt gólf. 

  "Hvađ er máliđ međ ţennan brottrekstur?"

  "Ég fékk formlega viđvörun fyrir 3 mánuđum.  Mér var hótađ brottrekstri ef ég bćtti ekki mćtinguna.  Ţú veist ađ ég sef of oft yfir mig.  Vekjaraklukkan er til vandrćđa.  Hún gengur fyrir rafmagni.  Ţegar rafmagni slćr út ţá fer klukkan í rugl."

  "Ţú fćrđ ţér ţá bara batterísklukku."

  "Ég get ţađ ekki.  Ég á ekkert batterí."

  "Ţađ er einhver skekkja í ţessu.  Ţú stofnađir verkstćđiđ.  Ţú ert eini eigandi ţess og rćđur öllu hérna.  Hvernig getur ţú rekiđ sjálfa ţig?"

  "Ađ sjálfsögđu hvarflar ekki ađ mér ađ mismuna fólki eftir ţví hvort ađ um eiganda eđa óbreyttan launţega rćđir.  Annađ vćri spilling.  Svoleiđis gera Íslendingar ekki.  Hefur ţú ekki lesiđ blöđin?  Ísland er óspilltasta land í heimi."

verkstćđi 


Hverjir gćtu keppt viđ ađsóknarmet Guns n´ Roses?

  Eins og flestir vita ţá sló ensk-bandaríska rokkhljómsveitin Guns n Roses ađsóknarmet á Íslandi í síđustu viku. Mjög svo afgerandi.  Fyrra metiđ átti dansk-bandaríska ţungarokksveitin Metallica.  19 ţúsund sóttu hljómleika hennar.  26 ţúsund borguđu sig inn á hljómleika Gönsaranna. 

  Bandaríski súkkulađistrákurinn Justin Timberlake seldi vel yfir 16 ţúsund miđa,  Roger Watetrs 15 ţúsund og ţýsku ţungarokkararnir Rammstein 12 ţúsund.

  Ađsóknarmet Gunsara er ríflegt og eiginlega ótrúlegt.  Íbúar landsins eru 350 ţúsund.  Nálćgt hálft áttunda prósent mćtti á hljómleika ţeirra.  Ćtla má ađ sá hópur hafi nánast einungis komiđ úr röđum fólks á aldrinum 20 - 50 ára.  Fá börn og ellilífeyrisţegar.  Flestir líkast til á fimmtugsaldri eđa ţar í grennd. 

  Gaman er ađ velta fyrir sér hver eđa hverjir gćtu jafnađ ađsóknarmet Gunsara.  Eđa jafnvel slegiđ ţađ.  Í fljótu bragđi koma ađeins tvö nöfn til greina.  Annars vegar the Rolling Stones.  Hins vegar Paul McCartney. 

 


Rokkhljómsveit er eitt ćđsta form vináttu

  Flestar rokkhljómsveitir eru stofnađar af vinahópi.  Bestu vinir međ sama músíksmekk,  sömu viđhorf til flestra hluta og sama húmor taka vinskapinn á hćrra stig međ ţví ađ stofna hljómsveit. 

  Ţegar hljómsveitin nćr flugi taka hljómleikaferđir viđ.  Langar hljómleikaferđir.  Vinirnir sitja uppi međ hvern annan dag eftir dag,  mánuđ eftir mánuđ.  Jafnvel árum saman.  Iđulega undir miklu álagi.  Áreitiđ er úr öllum áttum:  Svefnröskun vegna flakks á milli tímabelta;  flugţreyta,  hossast í rútu tímum saman...

  Er gítarleikarinn Gunni Ţórđar stofnađi Hljóma - eina merkustu hljómsveit íslensku tónlistarsenunnar - ţá réđ hann besta vin sinn,  Rúna Júl,  á bassagítar.  Rúnar hafđi fram ađ ţví aldrei snert hljóđfćri.  Vinirnir leystu ţađ snöfurlega:  Gunni kenndi Rúna á bassagítar - međ glćsilegum árangri.  

  Bresku Bítlarnir eru gott dćmi um djúpa vináttu.  Forsprakkinn,  John Lennon,  og Paul McCartney urđu fóstbrćđur um leiđ og ţeir hittust 16 ára.  Ţeir vörđu öllum stundum saman alla daga til fjölda ára.  Ţeir sömdu saman lög á hverjum degi og stússuđu viđ ađ útsetja ţau og hljóđrita.  Sólógítarleikari Bítlanna,  George Harrison,  var náinn vinur Pauls og skólabróđir.  Í áranna rás varđ hann reyndar meiri vinur Johns.  

  Hvađ um ţađ.  Frá fyrstu ljósmyndum af Bítlunum á sjötta áratugnum og myndböndum fram til 1968 ţá eru ţeir alltaf brosandi,  hlćjandi og hamingjusamir.  Vinskapur ţeirra var afar sterkur.  Ţegar hljómsveitin tók frí ţá fóru ţeir saman í fríiđ.  Hvort heldur sem var til Indlands eđa Bahama.   

  Ţessi hugleiđing er sprottin af hljómleikum Guns ´n´ Roses í Laugardal í vikunni.  Liđsmenn hljómsveitarinnar eru ítrekađ sakađir um ađ stússa í hljómleikahaldi einungis vegna peninganna.  Ég hafna ţví ekki alfariđ ađ liđsmenn hljómsveitarinnar kunni vel ađ meta ađ vera nćst tekjuhćsta hljómleikahljómsveit rokksögunnar (á eftir the Rolling Stones).  Bendi ţó á ađ á rösklega ţriggja áratuga löngum ferli hefur hljómsveitin selt vel á annađ hundrađ milljón plötur.  Liđsmenn hljómsveitarinnar eru auđmenn.  Ég veit ekki til ađ neinn ţeirra hafi dýrt áhugamál.  Ja,  ef frá er taliđ ađ framan af ferli voru allir liđsmenn stórtćkir harđlínudópistar og drykkjuboltar.  

  Hljómleikaferđ Gunsara lauk hérlendis eftir ađ hafa varađ frá 2016.  Hljómleikarnir stóđu í hálfan fjórđa tíma.  Ţađ er tvöfaldur tími hefđbundinna rokkhljómleika.  Áheyrendur skynjuđu glöggt ađ hljómsveitin naut sín í botn. Liđsmenn hennar hefđu komist léttilega frá ţví ađ spila ađeins í tvo tíma. En ţeir voru í stuđi og vildu skemmta sér í góđra vina hópi.  

 

 


Ljótur, ljótari...

  Á dögunum henti ţađ í Norđur-Karólínu í Bandaríkjum Norđur-Ameríku ađ mađur nokkur lýsti öđrum sem afar ljótum.  Ummćlin bárust til viđkomandi.  Hann tók ţau nćrri sér.  Sameiginlegir kunningjar ţeirra hvöttu orđhákinn til ađ lćgja öldur međ ţví ađ biđjast afsökunar á ummćlunum.  Sá svarađi:  "Ef einhver ćtti ađ biđjast afsökunar ţá er ţađ sá ljóti fyrir ađ vera svona ljótur!"

ljótur


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.