Tónlistarjöfur fallinn frá

 

  Tónlistarstjörnur sem hófu feril á sjötta og sjöunda áratugnum eru margar komnar uppundir og á aldur međalćvilengdar.  Ţeim fjölgar ört sem hverfa yfir móđuna miklu.  Kanadíska söngvaskáldiđ Leonard Cohen, breska kamelljóniđ David Bowie og nú Suđurríkjarokkarinn Leon Russell.  Sá síđastnefndi féll frá fyrr í dag.  Hann á merkilegri feril en margur gerir sér grein fyrir.  Hann var ekki áskrifandi ađ toppsćtum vinsćldlalistanna.  Samt var hann ekki ókunnugur vinsćldalistum.  Ekki svo oft undir eigin nafni heldur í slagtogi međ öđrum.  Hann spilađi međ Bítlum (öllum nema Paul), Stóns, Dylan, The Byrds, Eric Clapton og Elton John, svo örfáir međreiđarsveinar séu nefndir af ótal.

  Leon spilađi á mörg hljóđfćri en var ţekktastur sem píanóleikari.  Hann var farsćll söngvahöfundur.  Fjöldi ţekktra flytjenda hefur spreytt sig á söngvum hans.  Söngrödd hans var sérstćđ.  Ađ sumu leyti svipuđ Willie Nelson nema Leon gaf betur í.

 

  Ţađ er ekki á allra vitorđi ađ hann spilađi á píanó í jómfrúarlagi The Byrds,  "Mr. Tambourine Man".  Ţađ toppađi vinsćldalista víđa um heim 1965.

  1969 fór Bretinn Joe Cocker mikinn á vinsćldalistum međ lag Russels, "Delta Lady".  Ţeir Joe túruđu saman undir heitinu Mad Dogs and the English man.

  Tónlistarstíll Leons heyrir undir samheitiđ americana (rótartónlist); hrár og ópoppađur blús,  kántrý,  soul, djass... Ţegar hann gekk lengst í kántrý-inu ţá var ţađ undir nafninu Hank Wilson.  

  1972 náđi plata Russels,  "Carney",  2.sćti bandaríska vinsćldalistans.  Var međ svipađa stöđu á vinsćldalistum annarra landa.  2010 náđi platan "The Union" 3ja sćti bandaríska vinsćldalistans. Sú plata er dúettplata međ Eltoni John.  Hann hafđi frá unglingsárum dreymt um ađ spila međ uppáhalds píanóleikara sínum,  Leon Russell.  Fyrir sex árum lét hsnn verđa af ţví ađ bera draumaóskina undir Leon.  Til óvćntrar đánćgju tók Leon vel í erindiđ.        

  Á morgun blogga ég um persónuleg samskipti viđ Leon Russell.      

         


mbl.is Leon Russell látinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Uppreisn gegn stjórnmálaelítunni

  Margt ţokkalega vel gefiđ fólk túlkar kosningasigur Dóna Trumps til embćttis forseta Bandaríkja Norđur-Ameríku sem uppreisn gegn stjórnmálaelítunni og uppreisn gegn "kerfinu".  Uppsafnađri ţreytu og óţoli gagnvart spillingu. Á ensku er ţađ kallađ "rage against the machine".

  Sumir vilja meina ađ Brexit,  kosning Breta út úr Evrópusambandinu,  hafi ráđist af sömu viđhorfum.  Einnig uppgangur nýrra íslenskra stjórnmálaflokka:  Allt frá Besta flokknum til Pírata, Bjartrar framtíđar og Viđreisnar.  

  Söluhćsta og áhrifamesta breska tónlistarblađiđ,  New Musical Express (NME),  hefur tekiđ saman lista yfir bestu uppreisnarsöngva rokksins. Blessunarlega er ekki farin auđvelda leiđin (Bítla-Revolution, Bob Dylan,  Sex Pistols og The Clash). Niđurstađan hefur skemmtanagildi.  Lögin eru assgoti skemmtileg - burt séđ frá uppreisnaranda textans.  Ţetta er skođun NME en ekki mín.  Ég geri samt ekki athugasemd.  Er sáttur.  Lögin eru svo skemmtileg.   

 

1.  Creedence Clearwater Revival - Fortunate son

  Á dögum hernađar Bandaríkjahers í Víetnam var herskylda í Bandaríkjum Norđur-Ameríku.  Synir stjórnmálaelítunnar kunnu hinsvegar ýmsar ađferđir til ađ koma sínum sonum undan herskyldu.  Höfundur sönglagsins,  John Fogerty,  beinir spjótum gegn ţessum forréttindum stjórnmálaelítunnar.

 

2.  Gang of Four - Natural´s Not in It

  Bresku frumherjar fönk-pönksins (í lok áttunda áratugarins.  Fyrirmynd Red Hot Chili Peppers og Franz Ferdinand) kenna kapítalisma um allt sem miđur fer.  Jafnvel misheppnuđu kynlífi. 

3.  Björk - Declare Independence 

  Björk hvetur Grćnlendinga og Fćreyinga til ađ rífa sig lausa frá danska sambandsríkinu og krefjast sjálfstćđis.  Á hljómleikum í Kína reitti hún yfirvöld til reiđi er hún snéri textanum upp á Tíbeta.  Síđan er Björk bönnuđ í fjölmennasta ríki heims.  

 


mbl.is Ţrjú mál í forgangi hjá Trump
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stórsigur kvenna

  Ég hef veriđ ađ skođa kosningaúrslit gćrdagsins. Sú skođun leiđir í ljós - ţegar vel er ađ gáđ - ađ stađan er glettilega góđ og ánćgjuleg fyrir konur.  Viđ getum talađ um stórsigur kvenna.  Ţađ er aldeilis jákvćtt svo ekki sé fastar kveđiđ ađ orđi.  Mér reiknast til ađ eftir sveitastjórnarkosningarnar í gćr séu átta af ţrettán borgarfulltrúum Ţórshafnar,  höfuđborgar Fćreyja, konur.  Ţvílík bomba!  Ég segi og skrifa B-O-B-A!   

  Ţćr eru:  Annika Olsen (Fólkaflokkur),  Björghild Djurhuus, Helena Dam og Halla Samuelsen (Jafnađarmannaflokkur),  Gunnvör Balle, Marin Katrina Frýdal og Túrid Horn (Ţjóđveldi) og Bergun Kass (Framsókn).

  Mér segir svo hugur ađ Annika verđi nćsti borgarstjóri Ţórshafnar. 

   


mbl.is Hverju breytir sigurinn á alţjóđavísu?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stoltir ađdáendur forsetaframbjóđanda

  Á www.visir.is er frétt af íslenskum ađdáendum Dóna Trumps.  Ţeir eru sagđir lćđast međ veggjum.  Humma, afsaka sig og draga í land ţegar á ţá er gengiđ.  Um ţetta má lesa međ ţví ađ smella HÉR.  Ég held ađ ţetta sé misskilnungur hjá annars ágćtum netmiđli. Ţađ er engin ástćđa fyrir hógvćrđ í hrifningu af manninum.  Eins og stađan er í dag ţá er hann annar tveggja frambćrilegustu ţegna Bandaríkja Norđur-Ameríku. Ţađ er til fyrirmyndar ađ dást ađ ţeim sem skara fram úr af mannskostum ţar á bć.        

  Misserum saman hefur bandaríska ţjóđin leitađ logandi ljósi ađ ţeim sem er hćfastur til ađ gegna ćđsta embćtti heims.  Ábyrgđ ţjóđarinnar er mikil.  Hún gerir sér grein fyrir ţví.  Ţess vegna hefur veriđ vandađ til verks.  Mátađ fjöldann allan viđ hlutverkiđ.  Hver er traustastur?  Klárastur?  Líklegastur til ađ sameina landsmenn ađ baki sér?  Hver lýgur minnst?  Líklegastur til ađ verđa landi og ţjóđ til sóma?  Hver í Bandaríkjunum er flestum dyggđum prýddur? 

  Hvort heldur sem Dóni eđa Hildiríđur verđi í dag kosinn forseti ţá segja úrslitin ţetta:  Manneskjan er framúrskarandi afbragđ samlanda í 320 milljón manna ţjóđ vestur í Ameríku.  Ţađ er ástćđa til ađ vera stoltur ađdáandi.  Ţađ er heldur ekkert ađ ţví ađ lenda í 2. sćti:  Vera nćst mesti mannkostaţegn Bandaríkja Norđur-Ameríku.

  Hildiríđur liggur undir grun um ađ hafa kosiđ sjálfa sig í dag.  Óvíst er međ Dóna.  Hann er gamalgróinn Demókrati.  Öfugt viđ Clinton.  Hún er gamalgróin Reppi.           


mbl.is Teikn um sigur Trumps í N-Karólínu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Framsókn ţarf ţrjá ráđherrastóla

  Framsóknarflokkurinn logar stafna á milli.  Eins og gengur.  Flokksmenn ţora ekki lengur ađ "lćka" viđ vitlausar Fésbókarfćrslur.  Ţeim sem hefur orđiđ slíkt á er hvergi vćrt.  Ţađ er hringt í ţá og lesiđ yfir hausamótunum á ţeim.  Ekkert "elsku mamma" heldur er tekiđ í hnakkadrambiđ á ţeim og ţeir hristir og hrćrđir uns allur vindur er úr ţeim.  

  Nú er gerđ sanngjörn krafa um ađ Sigmundur Davíđ verđi ráđherra.  Helst forsćtisráđherra međ 19 ađstođarmenn.  Annars verđur engin sátt.  Ađeins ófriđur og illindi.  Sigurđur Ingi hlaut ekki nema 40 atkvćđum meira í formannsslagnum.  Ađeins 817 kjósendur Framsóknarflokksins í NA-kjördćmi strikuđu yfir nafn Sigmundar.  Hann á ţess vegna skýlausa kröfu um ráđherraembćtti.  Ţađ er eina leiđin til ađ hann verđi glađur.

  Ţetta ţýđir ađ Framsókn ţarf ţrjú ráđherrasćti í komandi ríkisstjórn.  Formađurinn og varaformađurinn sitja vitaskuld fyrir.  Ţetta getur orđiđ vandamál.  Stćrsta vandamáliđ er ţađ er alls óvíst ađ Framsóknarflokkurinn verđi í ríkisstjórn.  Ţá verđur langt í ađ gleđi ríki á eyđibýli á NA-landi.

   


mbl.is Krefjast sćtis fyrir Sigmund
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ofsóttur eyđibýlisbóndi

  Hvergi sér fyrir enda á ofsóknum vondra manna gegn Sigmundi Davíđ Gunnlaugssyni.  Í skúmaskotum í New York,  Brussel,  Svíţjóđ og eiginlega út um allan heim hafa óţokkar tekiđ höndum saman um ađ gera strákinn óvígan.  Einskis er látiđ ófreistađ.  Svo langt er gengiđ ađ algengum vírus,  svokölluđum Trójuhesti, var plantađ í tölvu hans.  Sá hestur njósnar um auglýsingar sem stráksi skođar.  Hann er ógn viđ heimsyfirráđ vondra karla.  Ţeir skjálfa af ótta viđ ţađ eitt ađ heyra nafn hans nefnt.  

  Verra er ađ samflokksmenn hans taka ţátt í ofsóknunum.  Ekki af léttúđ heldur af fullum ţunga. Í nýafstöđnum kosningum voru brögđ ađ ţví ađ krotađ vćri yfir nafn Sigmundar á kjörseđlum.  Vel á níunda hundrađ Framsóknarmanna tók ţátt í ţessum ljóta leik.  18% í NA-kjördćmi.  Jafnframt er stađfest ađ í öllum öđrum kjördćmum reyndu kjósendur Framsóknarflokksins međ öllum ráđum ađ strika yfir nafn eyđibýlisbóndans.  Ţađ reyndist hćgara sagt en gert af ţví ađ nafn hans var ekki á kjörseđlinum.  Í einhverjum tilfellum brugđu kjósendur á ţađ ráđ ađ skrifa nafn hans á kjörseđilinn til ţess eins ađ strika yfir ţađ. Enn ađrir skrifuđu nafniđ á servíettur og dagblöđ til ađ strika yfir ţađ.  Ţetta er galiđ.  Snargaliđ.  

  Góđu fréttirnar eru ađ Sigmundur Davíđ safnar notuđum flugeldaprikum.  Söfnunin gengur vel.

       


mbl.is Skođanakúgun í flokknum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Eindregin ósk um forsćtisráđherra

 

  Mér er ađ mestu sama um ţađ hvernig ný stjórn verđur sett saman.  Ţađ er ađ segja hvađa stjórnmálaflokkar mynda meirihluta og ţar međ ríkisstjórn.  Eđa hvort ađ ţađ verđur minnihlutastjórn varin af utanstjórnarflokki.  Ţetta eru hvort sem er allt kratar.  Ţađ sem skilur á milli er smotterí sem er ekki á dagskrá nćstu árin.  Til ađ mynda upptaka nýs gjaldeyris eđa umsókn um inngöngu í Evrópusambandiđ.

  Nćst á dagskrá er endurreisn heilbrigđiskerfisins,  bćttur hagur öryrkja og aldrađra,  meiri spilling og meira pönkrokk.  Allir geta náđ sátt um ţađ.

  Mín ósk um nýja ríkisstjórn er ađ Óttar Proppe verđi forsćtisráđherra.  Hann hefur samiđ langbestu lögin af öllum sem sćti eiga á Alţingi. Hann hefur ort flottustu og skondustu textana.  Hann syngur töffađast.  Hann hefur gert bestu myndböndin.  Sjá hér fyrir ofan og neđan.  Hann á flottustu fötin.

   


mbl.is Vilja Benedikt sem forsćtisráđherra
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ég nenni ekki ađ tala um Sigmund Davíđ

  Einn kunningi minn er afar áhugasamur um ađ láta banna hitt og ţetta.  Eiginlega flest.  Nćstum ţví daglega nefnir hann eitthvađ sem hann telur brýnt ađ verđi bannađ.  Hann telur sig vera frjálslyndan og hefur óbeit á forrćđishyggju.  Enda byrjar hann setningar jafnan á orđunum:  "Eins og mér er illa viđ öll bođ og bönn ţá finnst mér ađ ţađ eigi ađ banna..."

  Ţetta nćstum ţví sama á viđ um ţá sem mest og oftast tala um Sigmund Davíđ Gunnlaugsson.  Ţegar ţeir hafa masađ og ţvađrađ um hann ţá endar umfjöllunin á orđunum:  "Annars nenni ég bara ekki ađ tala um Sigmund Davíđ."  

   


mbl.is Nennir ekki ađ tala um Sigmund Davíđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kostir útstrikana

  Nöfn tiltölulega fárra frambjóđenda eru strikuđ út á kjörseđli í kosningum.  Ástćđan er sú ađ almenningur ţekkir lítiđ sem ekkert til frambjóđenda.  Í nýafstöđnum alţingiskosningum voru hátt í 1300 manns í frambođi.  Hvorki ég né ađrir ţekkja haus né sporđ á sumum sem skipuđu efsta sćti á frambođslistum.  Hvađ ţá ţeirra sem skipuđu önnur sćti.  

  Fyrir bragđiđ er eđlilegt ađ útstrikađir frambjóđendur séu upp međ sér.  Kjósendur vita á ţeim deili.  Ţekkja meira ađ segja nógu vel til verka ţeirra til ađ krota yfir nafn ţeirra.  

  Montnastur allra í dag er Sigmundur Davíđ Gunnlaugssonar.  Hann er kóngur -  útstrikanakóngur á eyđibýli.  Svo gott sem fimmti hluti kjósenda Framsóknarflokksins í NA-kjördćmi krassađi yfir nafn hans.  Ţađ hefur veriđ skálađ í kampavíni af minna tilefni.     


mbl.is Rúm 8% strikuđu Ţorgerđi Katrínu út
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Smásaga um stolinn bíl

   Útidyrahurđ á sjoppunni er hrundiđ upp međ látum.  Inn um dyrnar stekkur eldri mađur.  Hann er náfölur.  Hárlubbinn stendur í allar áttir.  Augun uppglennt.  Hann veifar höndum og hrópar:  "Sími, sími!  Fljótt, fljótt!"

  Afgreiđsludömunni er brugđiđ.  Hún hörfar frá afgreiđsluborđinu og spyr skelkuđ:  "Hvađ er ađ?  Hvađ er í gangi?"

  Mađurinn bendir út og hrópar óđamála:  "Ţađ er miđi á ljósastaurnum;  auglýst eftir stolnum bíl.  Lánađu mér síma!  Fljótt, fljótt!"

  Konan fálmar taugaveikluđ eftir farsímanum sínum og réttir manninum.  Hann brettir eldsnöggt upp vinstri ermina.  Á handlegginn hefur hann skrifađ símanúmer stórum stöfum.  Ţađ auđveldar honum ađ slá inn númeriđ á símann.  Hann er varla fyrr búinn ađ hringja en ţađ er svarađ.  Viđ ţađ er eins og ţungu fargi sé af manninum létt.  Hann róast allur og segir hćgt, skýrt og fumlaust.

  "Góđan daginn.  Ég hringi úr sjoppunni viđ Grensásveg.  Á ljósastaur hér fyrir utan er auglýst eftir stolnum bíl.  Ţađ er mynd af BMW og upplýsingar um bílnúmer, ásamt ţví ađ spurt er:  Hefur ţú séđ ţennan bíl?  Ég get upplýst undanbragđalaust ađ ţennan bíl hef ég aldrei séđ.  Ég fullvissa ţig um ţađ.  Vertu svo blessađur, góđi minn."

bílţjófur

 

 

 

 

 

 

 

------------------------------------

Fleiri smásögur má finna međ ţví ađ smella HÉR


Vanmetinn styrkur

  Fyrir helgi spáđi ég fyrir um úrslit alţingiskosninganna sem fóru fram á laugardaginn.  Gekk ţar allt eftir.  Ţađ er ađ segja innan skekkjumarka.  Einn var ţó hćngur á.  Mér reiknađist til ađ ef öll helstu skyldmenni Júlíusar K.  Valdimarssonar mćttu á kjörstađ gćti H-listi Húmanistaflokksins fengiđ 30 atkvćđi.  Ţá ađ ţví tilskyldu ađ Júlíus myndi sjálfur greiđa sér atkvćđi.  Ţađ ţurfti ekki ađ vera. 

  Ţarna vanmat ég illilega styrk Húmanistaflokksins.  Ţegar atkvćđabunki hans var talinn reyndist frambođiđ mun öflugra en bjartsýnustu spár gerđu ráđ fyrir.  33 atkvćđi skiluđu sér í hús.  Upp á ţađ var haldiđ međ húrrahrópum,  flauti og blístri út allan sunnudaginn og langt fram á mánudagsmorgun.  Vantađi ađeins hársbreidd - nokkur ţúsund atkvćđi - ađ Húmanistar kćmust á fjárlög. 10.000 atkvćđi hefđu tryggt ţeim ţingsćti.  Ţar skall hurđ nálćgt hćlum.   

fögnuđur


mbl.is 40 milljónir til Flokks fólksins?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bestu lög Dylans

  Fyrir röskum hálfum mánuđi tilkynnti sćnska Nóbelsakademían frá ţeim tíđindum ađ bandaríska söngvaskáldiđ Bob Dylan fengi Nóbelsverđlaunin í bókmenntum ţetta áriđ.  Frá ţessu var skýrt á heimasíđu skáldsins og einnig á Fésbókarsíđu hans.  Nokkrum dögum síđar var fréttin fjarlćgđ af heimasíđunni en ekki af Fésinu.  

  Ekki náđist á Dylan sjálfum.  Hann var á hljómleikaferđ erlendis og sinnti ekki síma.  Vegna ţessa óttađist Nóbelsakademían ađ hann myndi ekki veita verđlaununum viđtöku.  Taugaveiklun greip um sig í herbúđunum.  

  Bob Dylan er ólíkindatól og ekki fyrirsjáanlegur.  Nú hefur hann komist í síma og hringt í Nóbelsakademíuna.  Hann er snortinn yfir heiđrinum og ćtlar ađ mćta viđ afhendingarathöfnina.  Akademían andar léttar og hefur tekiđ gleđi sína á ný.  Ţađ er fyrir mestu.

  Í maí varđ Dylan hálfáttrćđur.  Viđ ţau tímamót birti ég á ţessum vettvangi vandađa samantekt breska tímaritsins Uncut yfir bestu lög Dylans.  Ţetta má sjá međ ţví ađ smella HÉR   


mbl.is Dylan var orđlaus
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sjö tónlistarmenn á sjúkrahús eftir ađ hafa neitađ ađ fara úr jökkunum

 

  Ţađ er vandlifađ í heimi tískunnar.  Konur stórskađa á sér fćturna ţegar ţćr ganga í skóm međ alltof háum hćlum.  Fjöldi ţarf ađ fara reglulega í ađgerđ á sjúkrahúsi vegna ţessa.  Samt lćtur engin sér segjast.  Tískan kallar.  

  Í tónlistarheimi ríkja tískustraumar.  Leđurfatnađur hefur löngum fylgt rokkinu.  Strax á upphafsárum rokksins um miđjan sjötta áratuginn klćddist Elvis Presley leđurgalla á sviđi.  Fyrirmyndina sótti hann í kvikmyndaleikarann Marlon Brando.

  Bítlarnir klćddust leđurgalla á fyrri hluta sjöunda áratugarins.  Á seinni hluta áratugarins klćddust hippar leđurfatnađi.  Til ađ mynda Jim Morrison forsprakki The Doors.  Á áttunda áratugnum fóru ţungarokkarar í leđurgalla.  Ţegar pönkiđ mćtti til leiks á síđari hluta áratugarins varđ leđurjakkinn einkennistákn.  Á hann var smellt fjölda járngadda ásamt ţví sem barmnćlum var hlađiđ á.

  Í heitari löndum er leđurgalli vandamál.  Hann hitnar og getur breyst í hrađsuđuketil.  Leđriđ er svo ţétt efni ađ ţađ hleypir hvorki hita né svita út.  Ţetta fengu liđsmenn bandarísku pönksveitarinnar AIDs Monkey ađ reyna á hljómleikum í Arizona.  

  Hljómleikarnir hófust síđdegis.  Hitastigiđ 47° á selsíus.  Hljómleikahaldaranum leist ekki á blikuna.  Hann vildi fresta hljómleikunum til klukkan hálf 10.  Ţá vćri fariđ ađ kólna.  Hljómsveitin tók ţađ ekki í mál.  Né heldur ađ fara úr leđurjökkunum á sviđi.

  Sem betur fer var ađsókn afar drćm.  Fólk hélt sig heima fyrir framan kćliviftur. Ađeins 15 borguđu sig inn.  

  Ţegar tímasetningunni varđ ekki haggađ hvatti hljómleikahaldarinn viđstadda til ađ fara úr jökkunum.  Ţví var harđneitađ.  Hljómsveitinni tókst ađ spila í 17 mínútur áđur en hún leiđ útaf.  Fjórir liđsmenn voru í snarhasti fluttir rćnulitlir á sjúkrahús ásamt 3 áhorfendum úr annarri hljómsveit.   

    


mbl.is Ţessi jakki er ađ gera allt vitlaust
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Poppstjörnur á Alţingi

  Stjórnmálamenn eru heilt yfir ástríđufullir tónlistarunnendur.  Margir ţeirra spila á hljóđfćri og flestir bresta í söng af litlu tilefni.  Nćgir ađ nefna Árna Johnsen, Róbert Marshall og Guđmund Steingrímsson.  Hljómsveitin Upplyfting er skipuđ Framsóknarmönnum og Gildran skipuđ Vinstri-grćnum.  Besti flokkurinn var ađ uppistöđu til skipađur tónlistarfólki, sem og Björt framtíđ.  Ólafur F.  Magnússon,  fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur,  var ađ senda frá sér glćsilega plötu međ frumsömdum söngvum.

  Fjöldi poppstjarna er í frambođi til Alţingis núna á laugardaginn.  Ţar á međal formađur Bjartrar framtíđar,  Óttar Proppé.  Hann leiđir listann í SV-kjördćmi og er söngvari hljómsveita á borđ viđ Ham,  Dr. Spock og Rass.  Hinn söngvari Ham,  Sigurjón Kjartansson, og bassaleikarinn, S. Björn Blöndal borgarfulltrúi,  eru einnig á frambođslista Bjartrar framtíđar.  Ađrir borgarfulltrúar,  Karl Sigurđsson í Baggalúti og Einar Örn "Sykurmoli", eru líka á listanum.  

  Píanóleikarinn og Alţingismađurinn Illugi Gunnarsson er í heiđurssćti Sjálfstćđisflokksins í Reykjavík-suđur.  Hann hefur setiđ á Alţingi til margra ára og er menntamálaráđherra.  

  Á frambođslista Vinstri-grćnna eru Björn Valur Gíslason, söngvari og gítarleikari Rođlaust og beinlaust;  svo og gítarhetjurnar Gunnar Ţórđarson og Björgvin Gíslason, ađ ógleymdum Ragnari Kjartanssyni og söngkonunni Sigríđi Thorlacius

  Á frambođslista Samfylkingarinnar eru feđginin Margrét Gauja Magnúsdóttir og Magnús Kjartansson.  Ţau eru ţekkt fyrir lagiđ "Sólarsamba".  Ţađ skorađi hátt í Söngvakeppni sjónvarpsins á níunda áratugnum.  Magnús hefur spilađ međ mörgum ţekktustu hljómsveitum landsins.  Ţar af Trúbroti, Óđmönnum, Júdas, Brimkló, Haukum og Brunaliđinu.  Međfram var hann bćjarfulltrúi Sjálfstćđisflokksins í Hafnarfirđi.  Svala Björgvins og Ţorsteinn Eggertsson eru ennfremur á frambođslista Samfylkingarinnar.  Svala er í heimsţekktu hljómsveitinni Steed Lord.  Ţorsteinn er ţekktur rokksöngvari. Var á sínum tíma kallađur "íslenskur Elvis" og söng síđar í hljómsveitinni Rokkbrćđrum.  Hann er afkastamesti textahöfundur landsins.  

  Á frambođslista Dögunar er hljómborđsleikarinn og söngkonan Ásthildur Cesil Ţórđardóttir. Hún spilađi međ ýmsum helstu danshljómsveitum Vestfjarđa.  Á landsvísu er hún kunnust fyrir kvennahljómsveitina Sokkabandiđ.

  Á frambođslista Flokks fólksins eru Inga Sćland,  Ţollý Rósmundsdóttir og Sveinn Guđjónsson. Inga sló í gegn í X-factor fyrir nokkrum árum.  Ţollý heldur úti skemmtilegri blúshljómsveit kenndri viđ hennar nafn.  Sveinn hefur spilađ á hljómborđ og sungiđ međ mörgum hljómsveitum.  Hćst ber Roof Tops.  

  Gítarleikarinn, söngvarinn og söngvahöfundurinn Lýđur Árnason er á frambođslista Pírata.

  Leiđtogi Alţýđufylkingarinnar,  Ţorvaldur Ţorvaldsson,  skemmtir međ öguđum söng. Hann er mikill söngvari.        

  Eflaust er ég ađ gleyma einhverjum sem eiga heima í ţessari samantekt.  Ábendingar eru vel ţegnar.

  


Ţetta vill Hillary ekki ađ ţú sjáir

  Frú Hildiríđur Clinton hefur gefiđ kost á sér til frambođs í embćtti forseta Bandaríkja Norđur-Ameríku.  Hún er frambjóđandi Demókrataflokksins.  Helsi keppinautur hennar er Dóni Trump.  Hann er forsetaframbjóđandi Repúblikana.  Reyndar í óţökk margra hćst settu flokkssystkina hans.

  Bćđi tvö eiga fortíđ.  Sumt sem hvorugt ţeirra ţykir heppilegt ađ rifja upp og flagga.  Til ađ mynda ađ fyrir örfáum árum var Dóni ákafur ađdáandi Hildiríđar.  Hann studdi fjárhagslega kosningaslag hennar viđ Hússein Óbama.  Hann hlóđ hrósi á hana.  Kallađi hana góđa konu.

  Ţau láta eins og ţađ sé gleymt og tröllum gefiđ.

dóni-hildríđur-billhildiríđur og dóni

 

 

 

 

 

 

 

 

  Kćrt hefur veriđ á milli Hildiríđar og Georgs W. Brúsks,  fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.  Gróa á Leiti segir ađ ţau dađri gróflega viđ hvort annađ í hvert sinn sem fundum ber saman.  Ţrátt fyrir ađ vera flokkssystkini Dóna ţá ćtlar Bush-fjölskyldan ekki ađ kjósa hann.  Óljóst er hvort ađ hún kýs Hildiríđi í stađinn.  Ţađ fer hljótt. hillary-clinton-george-bush.

clintonbush

 

 

 

 

 

 

 

 

  Kosningavél Hildiríđar hefur ekki hampađ afmćliskorti sem Bill sendi flokkssystur sinni,  Miss Móniku Lewinsky.  Hún hefur aldrei bođiđ Móniku í afmćliđ sitt.

bill og monica

 

 

 

 

 

 

.


mbl.is 49% styđja Clinton samkvćmt CNN
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tónlist Ólafs F. Magnússonar í spilun erlendis

  Internetiđ er skemmtilegt.  Ekki síst Fésbókin.  Ţar kynnist fólk hvađanćva úr heiminum međ sömu áhugamál.  Ţetta gerist sjálfkrafa.  Allt í einu er ég orđinn Fésbókarvinur annarra međ sömu ástríđu fyrir tónlist og ég.  Forrit Fésbókar stýra ţessu.  Gott mál.

tom nettie

  Einn góđan veđurdag var ţýskur útvarpsmađur, Tom Nettie,  orđinn Fésbókarvinur minn.  Ég held ađ ţar áđur hafi leiđir legiđ saman á einhverjum tónlistarsíđum Fésbókar. Ég fékk einkapóst frá honum međ fyrirspurn um Ólaf F. Magnússon. Lagiđ "Máttur gćskunnar" - sem ég póstađi á Fésbókarsíđu minni - heillađi hann.

  Tom er međ tveggja tíma kvöldţátt,  The Golden Circle of Good Music,  á föstudagskvöldum á ensku útvarpsstöđinni Phoenix:  https:/www.facebook.com/events/362216267452447/.  Hann er einnig međ - ásamt konu sinni - podcast ţćtti á ţýsku.  Hann hefur veriđ međ lagiđ í fastri spilun síđustu vikur.  Hér má heyra ţađ á mínútu 43:  http://andreaduenkel.podomatic.com/entry/2016-10-22T07_01_41-07_00 

  Nú er Tom líka byrjađur ađ spila lag Ólafs,  "Ekki láta ţá sökkva",  svo sem heyra má á mínútu 37:30 í sérţćtti um norđur-evrópska tónlist.  

      

  


Alltaf reikna međ ţví ađ farangur skemmist og verđi viđskila

  Allir sem ferđast međ flugvél verđa ađ gera ráđ fyrir ţví ađ farangur fylgi ekki međ í för.  Hann getur átt ţađ til ađ ferđast til annarra áfangastađa.  Jafnvel rúntađ út um allan heim.  Farangur hegđar sér svo undarlega.  Ţetta er ekki eitthvađ sem gerist örsjaldan.  Ţetta gerist oft.  Ég hef tvívegis lent í ţessu.  Í bćđi skiptin innanlands.  Í annađ skiptiđ varđ farangurinn eftir í Reykjavík ţegar ég fór til Seyđisfjarđar ađ kenna skrautskrift.  Hann kom međ flugi til Egilsstađa daginn eftir.  Í millitíđinni varđ ég ađ kaupa námskeiđsvörur í bókabúđ í Fellabć og taka bíl á leigu til ađ sćkja farangurinn ţegar hann skilađi sér.  

  Ég sat uppi međ útgjöld vegna ţessa óbćtt.  Ekkert ađ ţví.  Ţađ kryddar tilveruna.  

  Í hitt skiptiđ fór ég til Akureyrar. Farangurinn kom međ nćstu flugvél á eftir einhverjum klukkutímum síđar.  Ţađ var bara gaman ađ bíđa í kaffiteríunni á Akureyrarflugvelli á međan.  Ţar voru nýbakađar pönnukökur á bođstólum.

  Eitt sinn heimsóttu mig hjón frá Svíţjóđ.  Farangurinn týndist.  Ég man ekki hvort ađ hann skilađi sér einhvertíma.  Ađ minnsta kosti ekki nćstu daga.  Hjónin neyddust til ađ fata sig upp á Íslandi.  Ţeim ofbauđ fataverđ á Íslandi.  Kannski fóru ţau í vitlausar búđir í Kringlunni.    

  Vegna ţess hversu svona óhöpp eru algeng er nauđsynlegt ađ taka međ í handfarangri helstu nauđsynjavörur.  

  Ennţá algengara er ađ farangur verđi fyrir hnjaski.  Ţađ er góđ skemmtun ađ fylgjast međ hleđsluguttum ferma og afferma.  

        


mbl.is Töskunum mokađ út fyrir flugtak
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Sćnska Nóbelsakademían áttar sig ekki á Bob Dylan

  Bandaríska söngvaskáldiđ Bob Dylan hefur aldrei veriđ fyrirsjáanlegt.  Hann kom fram á sjónbarsviđiđ á fyrri hluta sjöunda áratugarins.  Hann var til ađ byrja međ Woody Guthrie jukebox.  Síđan sjálfur öflugt söngvaskáld í hans anda.  Söngtextarnir óvenju ljóđrćnir.  Ţá mátti túlka sem ţjóđfélagsgagnrýni.  Einkum í samhengi viđ ađra sem hann var í slagtogi viđ í ţjóđlagasenunni í New York.  

  Umfram marga í henni var og er Dylan mjög góđur lagahöfundur.  Framan af ferli urđu lög hans ofurvinsćl í flutningi annarra:  The Byrds,  Peter, Paul & Mary,  Manfred Mann,  Sonny & Cher, Joan Baez og margra annarra sem ég man ekki eftir í augnablikinu.   

  Dylan varđ kóngur bandarísku ţjóđlagasenunnar.  Kćrasta hans,  Joan Baez var drottningin.  1965 slátrađi Dylan ţeim titli sínum.  Hann mćtti á stćrstu árlega ţjóđlagahátíđina međ rokksveit. Hávćra međ rafmagnshljóđfćrum.  Allt varđ brjálađ. Dylan var púađur niđur.

  Sagan segir ađ ţetta hafi komiđ honum í opna skjöldu.  Hann kom inn á markađinn fyrir daga Bítlaćđisins.  Hann heillađist af bresku Bítlunum og ekki síđur af bandarísku Bítlunum,  The Byrds.  Hann samdi fyrsta smáskífulag The Byrds,  "Mr.  Tambourine Man".  Honum ţótti rökrétt skref ađ rokkast.

  Ţegar hippabylgjan skall á var Dylan ekki ađ öllu leyti samstíga.  Og ţó.  Samt.  Ekki í hávćrri gagnrýni á hernađ Bandaríkjanna í Víetnam.  En í músík og jákvćđri afstöu til vímuefna.  

  Gamlir samherjar kvörtuđu sáran undan ţví ađ Dylan tćki ekki ţátt í andófi gegn Víetnamstríđinu.  Síđar upplýsti Dylan ađ hann hafi tekiđ međvitađa ákvörđun um ađ verđa ekki sá hippaleiđtogi sem kallađ var eftir. Hann vildi ekki vera leiđtogi.  Hann vildi bara vera tónlistarmađur.  Söngvahöfundur án leiđtogahlutverks.

  Foreldrar Dylans eru gyđingar. Biblíutilvitnanir urđu snemma áberandi í textum hans. Á áttunda áratugnum snérist hann til kristni. Varđ mjög upptekinn af ţví.  Afgreiddi ţrjár plötur sem bođberi kristni.  Síđar rjátlađist sá ákafi af honum.

  Dylan heldur stöđugt áfram ađ koma á óvart.  Söngrödd hans hefur alltaf veriđ fagurfrćđilega vond.  Á síđustu árum hefur skrćkt hćsi bćst viđ mikla nefmćlgi og sérkennilegar áherslur.  Hann var á sínum tíma fyrsti frćgi söngvari sem söng illa.  Ađ auki lélegur gítarleikari og falskur munnhörpublásari.  En bara flott.  

  Fyrir nokkrum árum kom Dylan á óvart međ jólaplötu.  Söng (töluvert illa) ţekkt gömul jólalög.  Nćst kom hann á óvart međ plötu sem inniheldur gamla Frank Sinatra slagara. 

  Dylan hefur sjaldnast gefiđ upp afstöđu til forseta- og alţingiskosninga í Bandaríkjunum.  Undantekningu gerđi hann međ stuđningi viđ forsetaframbođ Husseins Obama. 

  Nú hefur Dylan veriđ heiđrađur međ bókmenntaverđlaunum Nóbels.  Ţetta eru frćgustu og hćst skrifuđu bókmenntaverđlaun heims.  Svo bregđur viđ ađ Dylan hefur ekki sýnt nein viđbrögđ.  Hann á ekki snjallsíma og er ekkert á samfélagsmiđlum á netinu.  Einu viđbrögđ - sem óvíst er hvernig á ađ túlka - er ađ fréttatilkynning um verđlaunin birtust á heimasíđu Dylans en var fjarlćgđ skömmu síđar.    

  Til gamans má geta ađ ţegar Dylan spilađi í fyrra skipti á Íslandi ţá reykti hann yfir sig af hassi á Hótel Nordica áđur.  Stal reiđhjóli sem hann mćtti á í Laugardalshöll (nánast nćsta hús). Var illa skakkur og skrćkur í fyrstu lögum.       

    


mbl.is Sakar Dylan um hroka og dónaskap
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tákn flokkanna

logo - nikelogo - benzlogo - peace

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Öll alvöru fyrirtćki og félög skarta lógói (einkennismerki/tákni).  Af heimsfrćgustu best heppnuđu lógóum má nefna Nike, Mercedes Benz og friđarmerkiđ.  

  Kostir góđra lógóa er ađ ţau tákni ţađ sem ţau standa fyrir.  Sem dćmi er Benz-merkiđ bílstýri.  Ţví augljósar sem tákniđ er ţeim mun betra.

  Annar kostur er ađ lógóiđ sé ofur einfalt.  Ţumalputtaregla er ađ hver sem er geti teiknađ lógóiđ án ţess ađ hafa fyrirmynd fyrir framan sig.

  Lógó ţarf ađ ţola lélega prentun og mikla smćkkun án ţess ađ afskrćmast.  Ţađ ţarf ađ ţola svart-hvíta prentun.  Ţađ ţarf ađ vera fallegt og tignarlegt

  Flokksmerki íslensku frambođanna til alţingiskosninga eftir viku eru skemmtilega fjölbreytt og flest ólík.  Viđhorf mitt til lógóa ţeirra er algjörlega óháđ viđhorfi til flokkanna.  

Nr. 1  Samfylking.  Rauđur punktur.  Einfaldara getur lógó varla veriđ.  Ţađ er stóri kosturinn.  Einnig ađ rauđi liturinn stađsetur flokkinn augljóslega til vinstri.  Ţó ađ áhorfandinn nemi ţađ varla nema í undirvitund ţá lýsist punkturinn örlítiđ upp til hćgri.  Ţađ lađar fram tilfinningu fyrir (billjard-) kúlulaga formi.  Virkilega djarft lógó.  Á móti vegur ađ andstćđingar geta túlkađ merkiđ sem rautt viđvörunarljós eđa rautt stöđvunarljós. Merkiđ tapar mikiđ til gildi í svart-hvítu og nýtur sín ekki án samhengis viđ flokkinn.  Til dćmis ađ taka ţá myndi rauđur punktur í veggjakroti ekki virka sem stuđningur viđ Samfylkinguna.  Upphaflega var lógóiđ rauđur punktur međ ţykku hvítu S.  Ţađ var fúsk.  

logo - dögun  Nr.  2  Dögun.  Merkiđ er fallegt, listrćnt og sýnir dagrenningu.  Samhverfa er kostur.  Dökkblár neđri hluti stađsetur flokkinn til hćgri.  Hann á ţó frekar ađ tákna sjó og land (fjöll).  Upphaflega var teikning af fljúgandi sjófugli ofan í merkinu.  Blessunarlega ekki lengur.  Enda myndar hvíti flöturinn sjófuglstákn ađ auki.  Breyting í fiskveiđimálum er eitt af stóru málum Dögunar (Frjálslyndi flokkurinn er einn af hornsteinum Dögunar).

  Nr. 3  Vinstri grćn.  Lógóiđ er listrćnt og sýnir V laga form.  Rauđa vinstri hliđin stađsetur frambođiđ til vinstri.  Grćni flöturinn undirstrikar grćnu pólitíkina.  Ókosturinn er ađ ţađ er ekki auđvelt ađ teikna merkiđ án fyrirmyndar.  

  Nr. 4  Framsóknarflokkurinn.  Fallegt, samhverft og tignarlegt lógó.  Grćni liturinn vísar til landbúnađar og bćnda.  Formiđ er tilvísun í gras.  Smart samsetning á dökkum og ljósum lit.  Ókosturinn er hvađ ţetta er flókiđ.  Ţađ er erfitt er ađ teikna lógóiđ fríhendis án reglustiku og án ţess ađ hafa fyrirmynd viđ hönd.  

  Nr. 5  Viđreisn.  Fallegt tákn samsett úr 3 bláum V og 3 appelsínugulum.  Ţađ er rífleg áhersla á V,  upphafsstaf Viđreisnar.  Blái liturinn vísar til hćgri.  Appelsínuguli liturinn vísar inn ađ miđju.  Merkiđ líkist vélspöđum á mótorbát.  Ókosturinn er ađ öll ţessi V gera merkiđ heldur betur margbrotiđ - ţó ađ auđvelt sé ađ teikna ţađ.     

  Nr. 6  Björt framtíđ.  Flötur merkisins og fjólublár litur vísa til heiđursmerkja á borđ viđ orđur.  Slaufur ţar ofan á geta veriđ útfćrsla á B og F.  Kostur er ađ ekkert annađ frambođ skartar fjólubláum lit.  Gallinn er ađ lógóiđ er ekki ađ koma neinum skilabođum áleiđis.  Líka er ţađ alltof flókiđ.  Ţađ er ekki auđvelt ađ teikna ţađ fríhendis án fyrirmyndar.  

  Nr. 7  Sjálfstćđisflokkurinn.  Í áranna rás hefur tákniđ,  ránfugl,  stöđugt fćrst í rétta átt. Upphaflega var ţetta skelfilega flókin myndskreyting fremur en lógó.  Á síđari tímum hefur teikningin veriđ einfölduđ verulega.  Íhaldsmenn halda eđlilega í allflest óbreytt.  Lógóiđ er engu ađ síđur tignarlegt og blái liturinn vísar til hćgri flokks.  

  Nr. 8  Píratar.  Lógóiđ er ljótt.  Ţađ sýnir hring utan um svart-hvítan fána međ hvítu merki innan í.  Virđist vera útflattur ţorskur.  Svona óljóst er ţađ klúđur (fúsk).  Kostur er ađ fáninn myndar P.

logo alţýđufylkingin  Nr. 9 Alţýđufylkingin.  Alltof alltof flókin teikning af rauđum fánum.    

logo - flokkur fólksins  Nr. 10  Flokkur fólksins.  Flassandi amatörismi.  Útlínur Íslands og ofan í ţćr trođiđ X F međ löngu millibili.  Liturinn er ljósbleikur og merkiđ nánast hverfur ţegar ţađ er smćkkađ.  Ţar fyrir utan er ţessi útfćrsla fagurfrćđilega afskaplega ljót. 

logo ţjófylking  Nr 10  Íslenska ţjófylkingin.  Allra, allra, allra versta lógó ársins.  Flókiđ og ljótt.  Svart letur ofan í dökkbláan bakgrunn.  Ótrúleg smekkleysa.  Ţetta er subbuleg klessa.  Í smćkkun og í svart-hvítri útgáfu er ţađ algjör klessa.   

frambođin

.      

   


mbl.is Píratar mćlast stćrstir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađ er í gangi? Spaugilegar furđumyndir

furđumynd - pylsa snćdd

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Sumar ljósmyndir eru ţannig ađ erfitt er ađ átta sig á ţví hvađ ţar er í gangi.  Ţarna er stúlka ađ snćđa pylsu.  En af hverju gerir hún ţađ svona?

furđufólk - einkennilegur dans

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Í mörgum tilfellum er fólk í undarlegum stellingum í tilteknum danssporum.  Hér er einkennilegasta útfćrslan. 

furđustelling - tannburstun

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   

  Ţađ er gamall og góđur siđur ađ bursta tennurnar kvölds og morgna.  En er ţetta heppilegasta stellingin:  Annar fóturinn ofan á hurđ og sími viđ tćrnar?

 

  

furđumynd - stolist í bjórsopa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Stolist í bjórinn.  En af hverju er dósin ţarna?

furđumynd - konur skríđa

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Ég hef ekki hugmyndaflug til ađ átta mig á ţví hvađ ţarna er í gangi.  Konur ađ skríđa hver yfir ađra. 

  Myndirnar má stćkka međ ţví ađ smella á ţćr.  Ţá verđa ţćr skýrari og auđveldara ađ átta sig á ađstćđum.


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband