Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Danir fjárfesta í Íslendingi

  Í fyrrakvöld horfði ég á dönsku sjónvarpsstöðina DR1.  Á dagskrá var þáttur sem heitir Lövens Hule.  Í þættinum eru ný fyrirtæki sett undir smásjá.  Forsvarsmenn þeirra eru yfirheyrðir og farið yfir áætlanir.  Fjárfestum gefst færi á að kaupa fyrir lítinn pening smáan hlut í vænlegum hugmyndum.  Ég man eftir íslenskri útgáfu af þessum þætti í - að mig minnir - Rúv.

  Í þættinum í DR1 kynnti Íslendingur,  Guðmundur Örn Ísfeld,  vinylplötufyrirtæki sitt RPM Records.  Hann flutti til Danmerkur fyrir nokkrum árum.  Fyrir jól bloggaði ég um þetta fyrirtæki.  Sjá HÉR

  RPM Records hefur ekki ennþá hafið starfsemi.  Það er verið að setja upp flókinn tækjabúnaðinn og innrétta aðstöðuna.  Engu að síður sló uppskriftin í gegn í sjónvarpsþættinum.  Tveir fjárfestar keyptu sitthvorn hlutinn á 8.350.000 ísl kr.  (500.000 danskar krónur).  Samtals 16,7 milljónir.  

  Í sögu Lövens Hule hafa viðbrögð ekki verið jafn jákvæð og skilað þetta hárri upphæð.  Íslendingurinn Guðmundur Örn Ísfeld er að gera verulega gott mót í Danaveldi.

Gudmundur Orn Isfeld  


Færeyingar innleiða þorrablót

  Þorrablót er gamall og góður íslenskur siður.  Ungt fólk fær tækifæri til að kynnast fjölbreyttum og bragðgóðum mat fyrri alda.  Það uppgötvar að fleira er matur en Cocoapuffs,  Cheerios,  pizzur,  hamborgarar,  djúpsteiktir kjúklingabitar og franskar kartöflur.  Flestir  taka ástfóstri við þorramat.  Þannig berst þorramatarhefðin frá kynslóð til kynslóðar.

  Víða um heim halda Íslendingafélög myndarleg þorrablót.  Í einhverjum tilfellum hefur fámennur hópur Íslendinga í Færeyjum haldið þorrablót.  Nú bregður svo við að Færeyingar halda þorrablót næsta laugardag.  

  Skemmtistaðurinn Sirkus í Þórshöfn,  kráin Bjórkovin (á neðri hæð Sirkuss) og Borg brugghús á Íslandi taka höndum saman og bjóða Færeyingum og Íslendingum á þorrablót.  Allar veitingar ókeypis (þorrablót á Íslandi mættu taka upp þann sið).  Boðið er upp á hefðbundinn íslenskan þorramat, bjórinn Surt, snafs og færeyskt skerpukjöt.

  Gaman er að Færeyingar taki þorrablót upp á sína arma.  Hugsanlega spilar inn í að eigandi Sirkus og Bjórkovans,  Sunneva Háberg Eysturstein,  vann sem dyravörður á íslenska skemmtistaðnum Sirkus við Klapparstíg um aldarmótin.  Hér kynntist hún þorrablótum.

þorramatur 

    


Ósvífinn þjófnaður H&M

  Færeyskir fatahönnuðir eru bestir í heimi.  Enda togast frægar fyrirsætur, fegurðardrottningar, tónlistarfólk og fleiri á um færeyska fatahönnun. 

  Fyrir tveimur árum kynnti færeyski fatahönnuðurinn Sonja Davidsen til sögunnar glæsilegan og smart kvennærfatnað.  Hún kynnir hann undir merkinu OW Intimates.  Heimsfræg módel hafa sést spranga um í honum.  Þ.á.m. Kylie Jenner. 

  Nú hefur fatakeðjan H&M stolið hönnuninni með húð og hári.  Sonju er eðlilega illa brugðið.  Þetta er svo ósvífið.  Hún veit ekki hvernig best er að snúa sér í málinu.  Fatahönnun er ekki varin í lögum um höfundarrétt.  Eitthvað hlýtur samt að vera hægt að gera þegar stuldurinn er svona algjör.   Þetta er spurning um höfundarheiður og peninga.

  Á skjáskotinu hér fyrir neðan má sjá til vinstri auglýsingu frá Sonju og til hægri auglýsingu frá H&M.  Steluþjófahyski. 

 

faereysk_naerfot.jpg

 


Sápuóperan endalausa

  Þessa dagana auglýsir Skeljungur grimmt eftir starfsfólki:  Sölumönnum í Reykjavík og einnig umboðsmanni á Austurlandi.  Þetta er athyglisvert.  Ekki síst í ljósi þess að fyrir jól sagði fyrirtækið upp 29 manns (um það bil þriðjungur starfsliðs).  Sennilega eru hinir brottræku enn á launaskrá en var gert að yfirgefa vinnustaðinn samdægurs.

  Hröð starfsmannavelta og óreiða einkenna reksturinn.  Líka tíð eigendaskipti.  Nýir eigendur hafa komið,  ryksugað fyrirtækið innanfrá og farið.  Hver á fætur öðrum.  Einn hirti meira að segja - í skjóli nætur - öll málverk ofan af veggjum.  

  Nýr forstjóri tók til starfa í vetrarbyrjun.  Hann er búsettur í Færeyjum og fjarstýrir Skeljungi þaðan.  Hans fyrsta verk í forstjórastóli var að kaupa hlutabréf í fyrirtækinu á undirverði og selja þau daginn eftir á fullu verði.  Mismunur/hagnaður skilaði honum yfir 80 milljónum króna í vasa á þessum eina degi.  

  Lífeyrissjóðirnir eru alltaf reiðubúnir að kaupa hlutabréfin á hæsta verði.  Jafnvel á yfirverði - eins og eftir að fyrirtækið sendi út falsfrétt um að það væri að yfirtaka verslunarkeðjuna 10-11.  Það var bara plat til að snuða lífeyrissjóði. 

  Þetta er sápuóperan endalausa.  

  magn.jpg


Verðlag

vegan_samloka_aktu_taktu_a_1599_kr.jpg

  Á Aktu-Taktu í Garðabæ var seld samloka á 1599 kr.  Á milli brauðsneiðanna var smávegis kál,  lítil ostsneið og sósa.  Þetta var kallað vegan (án dýraafurða).  Osturinn var að vísu úr kúamjólk.  Í sósunni voru einhverjar dýraafurðir líka.  Sennilega eggjarauða og eitthvað svoleiðis.

  Vissulega var samlokan ekki upp á marga fiska.  Ég set stærra spurningamerki við það að einhver sé reiðubúinn til að borga 1599 kr. fyrir samloku.  Að vísu...já, Garðabæ.

  Til samanburðar:  Í Manchester á Englandi bjóða matvöruverslanir - nánast allar - upp á svokallað "3ja rétta tilboð" (3 meals deal).  Það samanstendur af samlokuhorni, langloku eða vefju að eigin vali (áleggið er ekki skorið við nögl - ólíkt íslenska stílnum) + drykk að eigin vali + snakkpoka að eigin vali (kartöfluflögur, popkorn eða eitthvað álíka).

  Þessi pakki kostar 3 pund sem jafngildir 429 ísl. kr.  Ég valdi mér oftast samlokuhorn með beikoni og eggjum (um það bil tvöfaldur skammtur á við íslenskt samlokuhorn), ásamt hálfum lítra af ávaxtaþykkni (smoothies) og bara eitthvað snakk.

  Á Íslandi kostar samlokuhorn um 600 kall.  Kvartlítri af smoothies kostar um 300 kall.  Þannig að hálfu lítri er á um 600 kall.  Ætli snakkpoki á Íslandi sé ekki á um 300 kall eða meir. 

  Þetta þýðir að íslenskur 3ja rétta pakki er að minnsta kosti þrisvar sinnum dýrari en pakkinn í Manchester. 

  Í Manchester selja veitingahús enskan morgunverð.  Að sjálfsögðu.  Hann samanstendur oftast af tveimur saugagest pylsum (veit ekki hvað þær heita á íslensku), tveimur vænum beikonsneiðum (hvor um sig rösklega tvöföld að stærð í samanburði við íslenskar. Og með aðeina örlítilli fiturönd), grilluðum tómat,  bökuðum baunum, ýmist einu eða tveimur spældum eggjum, tveimur hasskökum (hash browns = djúpsteiktri kartöflustöppu mótaðri í teygðum þríhyrning),  ristuðum brauðsneiðum með smjöri;  ýmist einum stórum pönnusteiktum sveppi eða mörgum litlum.

  Enski morgunverðurinn kostar frá 3,75 pundum (537 ísl. kr.).  Þetta er saðsöm máltíð.  Maður er pakksaddur fram eftir degi.  Nokkrir veitingastaðir á Íslandi selja enskan morgunverð - á 2000 kall. 

  4ra dósa kippa af 5% 440 ml dósum kostar 4 pund (572 ísl kr. = 143 kr.dósin).  Ódýrasta bjórdósin á Íslandi kostar 249 kall (Euroshopper 4,6%).  

 samlokur_e.jpgsmoothie.jpgsnakk.jpgfull-english-breakfast035.jpg

 

 


Íslenskar vörur ódýrari í útlendum búðum

  Íslensk skip hafa löngum siglt til Færeyja.  Erindið er iðulega fyrst og fremst að kaupa þar olíu og vistir.  Þannig sparast peningur.  Olían er töluvert ódýrari í Færeyjum en á Íslandi.  Meira að segja íslenska landhelgisgæslan siglir út fyrir íslenska landhelgi til að kaupa olíu í Færeyjum.  

  Vöruverð er hæst á Íslandi.  Svo einkennilegt sem það er þá eru vörur framleiddar á Íslandi oft seldar á lægra verði í verslunum erlendis en á Íslandi.  Það á við um íslenskt lambakjöt.  Líka íslenskt lýsi.  Hér fyrir neðan er ljósmynd sem Ásmundur Valur Sveinsson tók í Frakklandi.  Hún sýnir íslenskt skyr, eitt kíló, í þarlendri verslun.  Verðið er 3,39 evrur (417 ísl kr.).

  Hátt vöruverð á Íslandi er stundum réttlætt með því að Ísland sé fámenn eyja.  Þess vegna sé flutningskostnaður hár og markaðurinn örsmár.  Gott og vel.  Færeyjar eru líka eyjar.  Færeyski markaðurinn er aðeins 1/7 af þeim íslenska.  Samt spara Íslendingar með því að gera innkaup í Færeyjum.

  Hvernig má það vera að skyr framleitt á Íslandi sé ódýrara í búð í Frakklandi en á Íslandi - þrátt fyrir háan flutningskostnað?  Er Mjólkursamsalan að okra á Íslendingum í krafti einokunar?  Eða niðurgreiðir ríkissjóður skyr ofan í Frakka?   

isl_skyr_i_frakklandi.jpg


Nauðsynlegt að vita

  Af og til hafa heyrst raddir um að ekki sé allt í lagi með vinnubrögð hjá Sorpu.  Fyrr á árinu gengu manna á milli á Fésbók fullyrðingar um að bækur sem færu þangað skiluðu sér ekki í Góða hirðinn.  Þær væru urðaðar.  Ástæðan væri sú að nóg af bókum væru í nytjamarkaðnum.  Einhverjir sögðu að þetta gerðist endrum og sinnum.  Öðrum sárnaði.  Einkum bókaunnendum.  Einnig hafa heyrst sögur af fleiri hlutum sem virðast ekki skila sér úr Sorpu til búðarinnar.

  Útvarpsmaðurinn snjalli,  Óli Palli,  lýsir nýlegum samskiptum sínum við Sorpu.  Frásögnin á erindi til flestra:

  "Ég er frekar PISSED! Ég er búinn að vera að flokka dót í marga daga - RUSL og annað nýtilegt - t.d. músík - DVD og allskonar dót sem fór saman í kassa fyrir Góða Hirðinn að skoða og gera sér mat úr. Vinur minn fór með helling af þessu "nýtilega" dóti fyrir mig í Sorpu í morgun og fékk ekki að setja það í nytjagáminn - en hann fékk að skilja þar eftir nokkra gamla og ljóta myndaramma... Bækur - CD - DVD - vinylplötur - geislaspilarar og allt mögulegt sem ég VEIT að sumir amk. kunna að meta verður pressað og urðað einhverstaðar. Er þetta öll umhverfisverndarstefnan? Flokkum og skilum my ass! Hér eftir fer ALLT í rusl. Þetta er bara tímaeyðsla og rugl - það er verið að fíflast með fólk. Sorpa fær falleinkunn. Mér er algjörlega misboðið. Ég er búinn að flokka rusl í næstum 20 ár og þetta er staðan í dag."

oli_palli.jpg


Íslendingur vínylvæðir Dani

  Á seinni hluta níunda áratugarins blasti við að vinylplatan væri að hverfa af markaðnum.  Þetta gerðist hratt.  Geisladiskurinn tók yfir.  Þremur áratugum síðar snéri vínyllinn aftur tvíefldur.  Nú hefur hann rutt geisladisknum af stalli.  

  Ástæðan er margþætt.  Mestu munar um hljómgæðin.  Hljómur vinylsins er hlýrri, dýpri,  þéttari,  blæbrigðaríkari og notalegri.  Að auki er uppröðun laga betri og markvissari á vinylnum að öllu jöfnu.  Báðar plötuhliðar þurfa að hefjast á öflugum grípandi lögum.  Báðar þurfa að enda á sterkum og eftirminnilegum lögum.  

  Spilunarlengd hvorrar hliðar er rösklega 20 mín.  Hún heldur athyglinni á tónlistinni vakandi.  Þar með tengist hlustandinn henni betur.  Hann meðtekur hana í hæfilegum skömmtum.

  Geisladiskurinn - með sinn harða, kantaða og grunna hljóm - var farinn að innihalda of mikla langloku.  Allt upp í 80 mín eða meir.  Athygli er ekki vakandi í svo langan tíma.  Hugurinn fer að reika eftir um það bil 40 mín að meðaltali.  Hugsun beinist í aðra átt og músíkin verður bakgrunnshljóð.  Auk þessa vilja flæða með of mörg óspennandi uppfyllingarlög þegar meira en nægilegt pláss er á disknum.    

  Stærð vinylsins og umbúðir eru notendavænni.  Letur og myndefni fjórfalt stærra.  Ólíkt glæsilegri pakki.  Fyrstu kynni af plötu er jafnan við að handleika og horfa á umslagið.  Sú skynjun hefur áhrif á væntingar til innihaldsins og hvernig það er meðtekið.  Setur hlustandann í stellingr.  Þetta spilar saman.

  Í bandaríska netmiðlinum Discogs.com er stórt og áhugavert viðtal við vinylkóng Danmerkur,  Guðmund Örn Ísfeld.  Eins og nafnið gefur til kynna er hann Íslendingur í húð og hár.  Fæddur og uppalinn á Íslandi af skagfirskum foreldrum.  Sprenglærður kvikmyndagerðarmaður og grafískur hönnuður.  Hefur framleitt fjölda músíkmyndbanda og hannað plötuumslög.  

  Með puttann á púlsinum varð hann var við bratt vaxandi þörf á vinylpressu.  Hann keypti í snatri eina slíka.  Stofnaði - ásamt 2 vinum - fyrirtækið Vinyltryk.  Eftirspurn varð slík að afgreiðsla tók allt upp í 6 mánuði.  Það er ekki ásættanlegt í hröðum tónlistarheimi.

  Nú hefur alvara hlaupið í dæmið.  1000 fm húsnæði verið tekið í gagnið og innréttað fyrir fyrstu alvöru risastóru vinylpressu í Danmörku í 60 ár.  Nafni fyrirtækisins er jafnframt breytt í hið alþjóðlega RPM Records.  

  Nýja pressan er alsjálfvirk, afkastamikil en orkunett.  Hún spýtir út úr sér plötum 24 tíma á sólarhring í hæstu gæðum.  Afreiðslutíminn er kominn niður í 10 daga.  

  Netsíðan er ennþá www.vinyltryk.dk (en mun væntanlega breytast til samræmis við nafnabreytinguna, ætla ég).  Verð eru góð.  Ekki síst fyrir Íslendinga - á meðan gengi íslensku krónunnar er svona sterkt.  

gudm örn ísfeldguðmundur örn ísfeldplötupressan   

    


Íslandsvinur í skjölunum

  Nöfn íslenskra auðmanna eru fyrirferðamikil í Paradísarskjölunum;  þessum sem láku út frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda.  Ef ég þekki íslenskan metnað rétt er næsta víst nöfn Íslendinga séu hlutfallslega flest miðað við höfðatölu.  Sem eru góðar fréttir.  Þjóð sem er rík af auðmönnum er vel sett.  Verra samt að svo flókið sé að eiga peninga á Íslandi að nauðsyn þyki að fela þá í skattaskjóli.

  Ekki einungis íslenskir auðmenn nota skattaskjól heldur líka Íslandsvinir.  Þekktastur er hugsjónamaðurinn Bono í hljómsveitinni U2.

 


mbl.is Tugir Íslendinga í skjölunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með 639 nagla í maganum

  Mataræði fólks er allavega.  Sumir eru matvandir.  Setja sér strangar reglur um það hvað má láta inn fyrir varirnar.  Sneiða hjá kjöti.  Sneiða hjá öllum dýraafurðum.  Sumir snæða einungis hráfæði sem hefur ekki verið hitað yfir 40 gráðum.  Sumir sneiða hjá sykri og hveiti.  Aðrir lifa á sætindum og deyja.  Enn aðrir borða allt sem á borð er borið.  Jafnvel skordýr.

  Fáir borða nagla.  Hvorki stálnagla né járngaura.  Nema 48 ára Indverji.  Honum var illt í maganum og fór til læknis.  Við gegnumlýsingu sást fjöldi nagla í maga og þörmum.  Er hann var skorinn upp með hraði reyndust naglarnir vera 639.  Flestir 5 - 6 cm langir.  

  Maðurinn hafði verið blóðlítill.  Hann kannaðist ráðið um að taka inn járn við því.  Naglar virtust hentugri en annað járn.  Það var auðvelt að kyngja þeim með vatni.  Til tilbreytingar át hann dálítið af járnauðugri mold af og til.  

  Þetta virtist virka vel.  Þangað til að honum varð illt í mallakútnum.

  Eigandi litlu byggingarvöruverslunarinnar í hverfinu óttast að kallinn hætti að kaupa nagla af sér.  Það var einmitt hann sem fræddi kauða um nauðsyn þess að taka inn járn við blóðleysi.

með nagla í maganaglar

.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.