Veitingahús - umsögn

Londonlamb_vef 

Veitingahús:  IKEA

Réttur:  Helgarsteik

Verð:  595 krónur

Einkunn: *** af 5

  Sænska húsgagnaverslunin IKEA í Garðabæ býður þessa dagana upp á svokallaða helgarsteik.  Það er Londonlamb með grænum baunum,  rauðkáli,  sósu og kartöflum.  Í auglýsingum er gefið upp að kartöflurnar séu brúnaðar (sykraðar).  Í dag voru kartöflurnar þó aðeins vatnssoðnar.

  Vegna óvildar breskra stjórnvalda í garð Íslendinga síðustu daga er ótækt að kenna léttreykt lambið við London.  Við skulum frekar kalla það Frelsislamb (freedom lamb) eða Nýja lambið (sbr.  Nýi Glitnir,  Nýi Landsbankinn,  Nýja Kaupþing,  Nýja fjósið á Hvanneyri...). 

  Verðið á þessum helgarmat er til fyrirmyndar.  Skammturinn er líka vel útilátinn:  3 sneiðar og meðlætið ekki skorið við nögl. 

  Á unglingsárum snemma á áttunda áratugnum vann ég í álverinu í Straumsvík.  Vatnsbragð einkenndi svo gott sem hverja máltíð þar.  Ágætur matur út af fyrir sig en einkenndist af vatnsbragði stórs vinnustaðamötuneytis.  Skorti á alúð við matreiðsluna. 

  Helgarsteikin í IKEA ber sömu einkenni.  Það hefði munað um auglýstu brúnuðu kartöflurnar í stað hinna vatnskenndu soðnu kartaflna.  Rabbbarasulta hefði sömuleiðis hjálpað til að skerpa aðeins á bragðinu.  Kjötið var hinsvegar alveg ljómandi gott.  Temmilega reykt,  blessunarlega lítið salt og vel þétt.

  Umhverfið skiptir mig ekki máli.  Ódúkuð borð,  opið rými og vinnustaðalegur hráleiki. 

  Gaman var að heyra á næsta borði þegar hjón/foreldrar stóðu upp frá borði ásamt á að giska 12 ára dóttir og sú stutta sagði:  "Takk fyrir mig."

  Verra þótti mér að heyra til manns sem kom þarna með tvær stelpur á aldrinum 5 - 6 ára.  Ég heyrði ekki hvað stelpurnar sögðu en maðurinn sagði:  "Nei,  þið eruð ekkert svangar.  Þið fenguð pylsur í bílnum í morgun.  Munið þið ekki?  Farið og leikið ykkur í bangsahorninu á meðan ég fæ mér að borða."  Ég hef grun um að stelpurnar hafi viljað fá sér eitthvað í svanginn en kallinn ekki tímt að splæsa á þær.

Aðrar umsagnir um veitingahús:

- Langbest

http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/648245

- Icelandic Fish & Chips 
- American Style
- Pítan
- Hrói höttur

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Líst vel á Frelsislamb, múahahahahah

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.10.2008 kl. 23:23

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Nú finnst mér krepan vera farin að gera vert við sig hjá Jens, farin að borða í Ikea.

S. Lúther Gestsson, 19.10.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Frikkadillurnar hafa nú oftlega bjargða geðheilzu minni í IKEA ferð.

Steingrímur Helgason, 20.10.2008 kl. 00:22

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frelsislamb! 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.10.2008 kl. 00:42

5 Smámynd: Ómar Ingi

Zorglúb Hafnarförður eða Garðabær ?

same shit diferent name

Ómar Ingi, 20.10.2008 kl. 02:22

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta er betra en í KEA.

Þorsteinn Briem, 20.10.2008 kl. 03:11

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á þig elsku Jensinn minn

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.10.2008 kl. 13:55

8 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

"Frelsislamb"  hummm ... hljómar svolítð trúarlega Hvað heldur þú Jens að afa þínum  í Hjaltadalnum  hefði fundist um þessa nafngift?

Gylfi Björgvinsson, 20.10.2008 kl. 15:27

9 identicon

Elegant.

Jóhannes (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 23:43

10 Smámynd: Jens Guð

  Gurrí,  mér líka.

  Sigurður Lúther,  nú ríður á að hafa allar klær úti.  Reyndar vildi þannig til að ég átti erindi í IKEA.  Í leiðinni ætlaði ég að fá mér þar lax.  En rakst þá á þessa ágætu helgarsteik.

  Sigurður Helgi,  takk fyrir að leiðrétta staðsetninguna.  Ég ætla að laga hana í færslunni.

  Steingrímur,  já,  eru sænsku kjötbollurnar kallaðar frikkadillur eins og færeysku kjötbollurnar?

  Jóna,  mér datt þetta í hug með tilvísun í það þegar bandarískir veitingamenn fóru að kalla frönsku kartöflurnar Freedom Fries í kjölfar þess að Frakkar tóku ekki þátt í innrásinni í Írak.

  Ómar,  já,  er þetta ekki nokkurn veginn sama tóbakið?

  Steini,  það var nú oft góður matur í kjallaranum í KEA hótelinu.  Margur góður Akureyringurinn stóð lengi í þeirri trú að IKEA væri Í KEA.

  Linda mín,  knús á þig.

  Gylfi,  afi hafði andúð á "helvískum Tjöllunum".   Þegar ég ungur drengur fékk leikfang merkt "Made in England" varð afa að orði:  "Ekki spyr ég að.  Made in England er stærsta versksmiðja í heimi.  Hún framleiðir þvílíkt úrval af hinum ólíkustu tækjum og tólum."

  Jóhannes,  elegant.

Jens Guð, 20.10.2008 kl. 23:57

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jamm, oft hefur maður nú farið á Teríuna, Jensinn minn.

Þorsteinn Briem, 21.10.2008 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband