Geislar sólar baða litla sumarbústaðinn í skóginum. Haustfrostið bítur utan dyra. Inni í bústaðnum er hlýtt og notalegt. Sólarljósið smeygir sér lipurlega í gegnum glerið í litlum glugganum. Það vekur allt með kossi sem getur vaknað. Í bústaðnum er það ólétta nunnan sem getur vaknað. Hún geispar, nuddar stírur úr augum og ákveður að kúra aðeins lengur undir sænginni.
. Ólétta nunnan heyrir fugla kvaka í móa. Í fjarlægð heyrist tígrisdýr öskra. Þá veit nunnan að hún er ekki á Íslandi. Það eru engin tígrisdýr á Íslandi. Því eina Íslandi sem nunnan veit um: Bresku matvöruverslunarkeðjuna Iceland.
.Eins og aðrar barnshafandi nunnur í klaustrinu áður hefur ólétta nunnan flúið úr þorpinu og hyggst dvelja í sumarbústaðnum þangað til útþaninn maginn hjaðnar. Óléttar nunnur verða alltaf fyrir aðkasti í þorpinu. Þorpsbúar eru fordómafulli.
.Ólétta nunnan veit að hún er ekki barnshafandi. Hún hefur ekki haft kynmök við nokkurn mann. Aldrei. Nema helst prestinn. Og einstaka sinnum kirkjuorganistann þegar presturinn er ekki í þorpinu. Og einungis á miðvikudagskvöldum. Nunnurnar skrifta á fimmtudögum. Það er létt verk að bera synd rétt á meðan sofið er yfir blánóttina. Strax á fimmtudagsmorgni er minnsta mál í heimi að losna við syndina með því að fara með nokkrar skemmtilegar Maríubænir.
.
Útþaninn maginn er áreiðanlega uppþemba. Hún mun hjaðna með réttu mataræði. Presturinn hefur sjálfur sagt að útilokað sé að hann barni nunnu. Hann hefur áður áratugum saman haft kynmök við allar nunnur klaustursins. Nema þær allra ljótustu. Engin hefur eignast barn.
.Skyndilega er bankað á dyr sumarbústaðarins. Nunnunni er brugðið. En hún er óttalaus. Enda með hreina samvisku. Hún opnar dyrnar. Fyrir utan er geit. Nunnan skynjar að geitin er að snýkja kex. Nóg er til af kexi.
.Næstu daga bankar geitin upp hjá nunnunni allt að þrisvar á dag. Og alltaf fær hún kex.
Einn daginn gefur geitin með höfuðhnykk nunnunni bendingu um að elta sig. Þetta þykir nunnunni spennandi. Þær stöllur þræða stíga um þétt skógarþykknið. Allt í einu eru þær staddar fyrir framan ókunnugan sumarbústað. Geitin bankar á dyr. Út kemur maður sem horfir undrandi á nunnuna. Þetta er ást við fyrstu sýn hjá manninum og nunnunni. Maðurinn er miklu fallegri en presturinn. Presturinn er reyndar mjög ljótur.
.
Maðurinn býður nunnunni upp á óblandaðan vodka. Nokkru síðar drepast þau bæði áfengisdauða á gólfi sumarbústaðarins.
Daginn eftir vekur geitin þau með banki á galopnar útidyrnar. Með höfuðhnykk biður hún parið um að elta sig. Parið fylgir henni grúttimbrað út úr skóginum og niður á steypta bryggju sem liggur út í sjó. Hafsýnin er fögur. Nokkrar eyjar rísa úr hafi. Bakuggar á hákörlum rista hafflötinn fyrir framan bryggjuna. Parið stendur í faðmlögum nánast dáleitt af áhrifamikilli fegurðinni.
.
Bakvið parið tekur geitin tilhlaup. Hún stangar þau síðan eldsnöggt og kröftuglega fram af bryggjunni út í kaldan sjóinn. Parið berst um og reynir að klöngrast aftur upp á bryggjuna. Geitin varnar þeim lipurlega landgöngu. Með hörðum hornum neglir hún á krókloppnar hendur parsins sem öskrar af sársauka.
Hákarlarnir taka við sér. Innan skamms er sjórinn við bryggjuna litaður rauðu blóði. Hákarlarnir hafa komist í óvænta veislu.
Þegar ekkert er eftir nema blóðrauður sjórinn röltir geitin aftur inn í skóginn. Hún er glöð í bragði. Dagurinn hefur verið kryddaður frá fábrotinni tilveru.
-----------------------------------------
Fleiri örleikrit og smásögur:
- Gullfiskur
- Flugvélamódel
- Miðaldra maður
- Leyndarmál stráks
Athugasemdir
Kleópötru klerkur má,
í klaustri taka aftan frá,
og ætíð segir á jólum já,
Jesús minn hann Gunnar K.
Þorsteinn Briem, 12.11.2009 kl. 13:24
Ég skil ... svo þegar Horatio Cain lögregluforingi mætir á svæðið uppgötvar hann strax að hér hefur verið framinn glæpur - á meðan allir aðrir halda að þetta hafi verið slys.
En hver framdi glæpinn, geitin eða hákarlarnir?
"Either way" ... segir hann og setur á sig sólgleraugun ... "the killer is an animal" ... og labbar í burtu.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 15:36
<------ nú 7,9% ...enda gód plata.
Blessud sé minning Flosa Ólafssonar sem söng eitt skemmtilegasta íslenska lag sem til er: THAD ER SVO GEGGJAD AD GETA HNEGGJAD
Gjagg (IP-tala skráð) 12.11.2009 kl. 17:49
Skemmtileg saga af þessari nunnu og ég vona innilega að hún sé sannsöguleg en hún er því miður ekki.
Hannes, 12.11.2009 kl. 21:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.