Frakkar stelpur

  Ég sat í rólegheitum í kyrrstćđum bíl og las Stundina.  Ég átti mér einskis ills von.  Skyndilega var bankađ kröftuglega á bílrúđuna. Mér krossbrá.  Úti fyrir stóđ unglingsstúlka.  Ég renndi bílrúđunni niđur.  Hún heilsađi ekki né kynnti sig heldur bar umsvifalaust upp erindiđ:  "Viltu gefa mér 300 kall?"

  Ég:  "Hvers vegna í ósköpunum ćtti ég ađ gefa ţér 300 kall?"

  Hún:  "Af ţví ađ mig langar í smávegis nammi í nammibarnum í 10-11."

  Ţetta ţótti mér vera sanngjörn og góđ rök fyrir ţví ađ gefa henni 300 kall.  Svo heppilega vildi til ađ ég var međ 300 kall í vasanum (reyndar ađeins meira.  En lét ekki á ţví bera).  Annars hefđi ég ţurft ađ fara í 10-11 - sem var ţarna rétt hjá - og biđja kassastrákinn um ađ skipta fyrir mig seđli.  

  Ţegar ég horfđi ringlađur á eftir stelpunni storma hröđum skrefum í 10-11 mundi ég skyndilega eftir ţví ađ ţađ var ekki nammidagur.  En ţađ var of seint ađ bregđast viđ ţví. Hún slapp í nammiđ á virkum degi.  


mbl.is Vafđar inn í teppi á vespu um nótt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţefađi uppi heimsmet

  Fćrni fólks á lyklaborđ hefur aukist jafnt og ţétt međ tilkomu tölvu og internets.  Flestir eru orđnir leiknir og hrađhentir međ ţađ.  Flestir nota fingurna til ađ hamra á lyklaborđiđ.  Hálfţrítugum Indverja ađ nafni Mohammed Khursheed Hussain ţykir ţađ ekki vera nógu mikla áskorun.  Hann vélritar međ nefinu á sér.  Ţađ tekur hann 47.44 sek ađ slá inn 103 orđ.  Ţađ er heimsmet.  Gott ţefskin piltsins hjálpar.  Hann ţefar uppi stafina.  

Mohammed_Khursheed_Hussain


Áhorfendur platađir upp úr skónum

  Ţađ er sívinsćll og skemmtilegur samkvćmisleikur ađ plata áhorfendur.  Oft í ţví formi ađ frćgar poppstjörnur fara í dulargervi og ţykjast vera óţekktar.  Ţetta er líka stundum gert til ađ poppstjarnan fái ađ vera í friđi.  Bob Dylan dulbjó sig eitt sinn sem gamla konu og rölti langa leiđ um nótt til ađ skođa hús Bruce Springsteens ađ utan.  Lögreglukona á vakt sá til hans,  handjárnađi hann snarlega og fćrđi niđur á lögreglustöđ.  Samt upplýsti Dylan konuna strax um ţađ hver hann vćri.

  Ţađ vakti kátínu á lögreglustöđinni ţegar í ljós kom ađ konan kannađist ekki viđ nafniđ Bob Dylan og ţví síđur viđ hans raunverulega nafn,  Robert Zimmerman.  Hún hafđi ţađ sér til afsökunar ađ lesa aldrei nein blöđ,  horfa einungis á bíórásir í sjónvarpi og hlusta ađeins á RnB músík.

  Michael Jackson dulbjó sig stundum.  Ţá setti hann upp stóran skrautlegan konuhatt,  risastór skreytt sólgleraugu, rykgrímu yfir nef og munn og klćddist lúđrasveitargalla međ gullhnöppum og utanáliggjandi herđapúđum međ dúski.  Ađal trixiđ var síđan ađ klćđast hvítum hanska á báđum höndum - í stađ ţess ađ vera međ hanska á annarri hendi ţegar hann mátti ţekkjast.

  Ţrátt fyrir gott felugervi föttuđu alltaf allir strax hver var ţar á ferđ.  Verra var ţegar hann dulbjó sig svona í Bretlandi.  Ţá var sólarlaust dumbungsveđur.  Sólgerlaugun birgđu honum sýn.  Hann gekk á vegg, hurđ, ljósastaur og allskonar.  Ráđiđ var ađ skipta um dulargerfi.  Hann hermdi eftir klćđaburđi Yoko Ono frá ţví í lok sjöunda áratugarins.  Ţóttist vera Yoko.  Já, til ađ fá ađ vera í friđi.  Fékk sér svartan klćđnađ frá toppi til táar.  Hatt og allt.  Og gleraugu međ glćru rúđugleri.  Allir ţekktu hann undir eins.  Samt var erfitt ađ bera kennsl á hann í dulargervinu.  Bretar eru bara svo ótrúlegir mannţekkjarar.

 michael jackson í yoko dressi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Ţegar Stuđmenn túruđu í fyrsta skipti um Ísland földu ţeir höfuđ sitt innan í dýrahausum.  Ţađ mátti enginn vita ađ ţarna voru á ferđ Jakob Magnússon úr Rifsberju,  strákarnir í Spilverki ţjóđanna,  Preston Heyman (trommuleikari Tom Robinson Band) og einhverjir fleiri.

  Ţetta svínvirkađi.  Enginn vissi hverjir Stuđmenn voru.

  Áratug síđar eđa svo tóku Stuđmenn annan snúning á ţessu.  Ţá spiluđu tvífarar Stuđmanna á hljómleikum á Lćkjartorgi.  Áhorfendur voru grunlausir uns hinir raunverulegu Stuđmenn ruddust upp á sviđ og hröktu tvífarana á brott.  

  Nokkru áđur en Elvis Presley dó var sagt frá ţví í bandaríska vikublađinu Weekly World News ađ hann hafi - undir dulnefni - tekiđ ţátt í Presley eftirhermukeppni.  Međ góđum árangri.  Hann náđi 3ja sćtinu og var alsćll.  Hann ku hafa endurtekiđ leikinn af og til eftir dauđa sinn.    

  Út um allan heim er fjöldi manna sem telur sig vera Presley endurfćddan.  Eđa launson hans. Eđa tvíburabróđir hans sem dó í fćđingu.  Ţeir herma nákvćmlega eftir Presley í söng, útliti og klćđnađi.  Ţađ er enginn munur á ţeim og Presley.  Eina vandamáliđ er ađ ţeir eru farnir ađ hverfa til Valhallar eđa Heljar hver á fćtur öđrum.  Enda flestir fćddir mörgum árum á undan Presley.  

 


mbl.is U2 hélt tónleika í dulargervi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kvikmyndarumsögn: Dásamleg mynd

bakkkvik 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  - Titill:  Bakk

 - Handrit:  Gunnar Hansson

 - Leikstjórn:  Gunnar Hansson og Davíđ Óskar Davíđsson

 - Leikendur:  Gunnar Hansson,  Víkingur Kristjánsson,  Saga Garđarsdóttir,  Ágústa Eva...

 - Tónlist:  Snorri Helgason

 - Einkunn: ****

  Í fljótu bragđi hljómar ekki spennandi kvikmynd um fólk ađ bakka bíl hringinn í kringum Ísland.  En kvikmyndin Bakk er góđ skemmtun.  

  Myndin hefst á ţví ađ ungur leikari frá Hellissandi,  Gísli (Gunnar Hansson),  er á sviđi í leikhúsi í Reykjavík.  Hann er í lítilvćgu hlutverki.  Er "drepinn" í upphafssenu og leikur dauđan mann á sviđinu ţađan í frá.  Ţetta reynist vera táknrćnt fyrir raunverulegt lífshlaup hans.  Hann er međ allt niđrum sig.  Hann er ekki endurráđinn hjá leikhúsinu.  Konan sparkar honum.  Hann flýr vestur til pabba síns á Hellissandi. Pabbinn hefur meiri metnađ fyrir hans hönd en hann sjálfur.  

  Í fljótfćrni hörfar Gísli undan stjórnsemi pabbans međ ţví ađ ákveđa ađ bakka bíl í kringum Ísland. Tilgangurinn - í og međ - er ađ safna peningum fyrir langveik börn.  Hann suđar í og neyđir ćskuvin sinn,  Viđar (Víkingur Kristjánsson) til ađ slást međ í för. Á leiđinni taka ţeir upp puttaferđalang sem heitir ţví fagra nafni Blćr (Sara Garđarsdóttir).

  Ferđalagiđ verđur viđburđarríkt.  Samt ekki ţannig ađ eins og sé veriđ ađ trođa atburđum inn í söguna.  Framvindan er öll trúverđug og lipur.  Sagan rennur eđlilega áfram.  Ekki átakalaus en eins og búast mátti viđ eftir á ađ hyggja.

  Ţar komum viđ ađ einum helsta styrkleika myndarinnar:  Persónusköpun er svo sterk ađ áhorfandinn fćr ţegar í stađ samkennd međ öllum persónunum.  Gallar ţeirra og kostir er eitthvađ sem viđ ţekkjum í kunningjahópi okkar.

  Annar styrkleiki myndarinnar er ađ hún er verulega fyndin.  Ég hef ekki hlegiđ jafn oft upphátt í bíóhúsi síđan ég sá Klovn og Bjarnfređarson.  Ég stóđ mig ítrekađ ađ ţví ađ garga úr hlátri.  

  Jú, jú.  Ţađ slćđast međ fimmaurabrandarar og endurnýttir góđir brandarar.  Ţađ jađrar viđ ađ vera ofnotađ flotta stilbragđiđ ađ hafa viđmćlanda nćst myndavél úr fókus í samtölum en viđmćlanda lengra frá í fókus.  Á móti kemur ađ allt er ţetta afgreitt svo skemmtilega ađ útkoman er harla góđ.  Leikararnir vinna hvern leiksigur á fćtur öđrum.  Valinn mađur í hverju rúmi.  Mest mćđir á Gunnari Hanssyni og Víkingi Kristjánssyni.  Ţeir fara á kostum.  Eins og allir ađrir.

  Í bland viđ brandarana er sagan drama í ađra röndina.  Allt í réttum hlutföllum og í góđum takti myndina út í gegn.  

  Kántrýblús-skotin ţjóđlagakennd tónlist Snorra Helgasonar leikur stórt og áhrifamikiđ hlutverk.  Skemmtileg og vel viđ hćfi tónlist.  Hún neglir í mark í öllum tilfellum. Gerir mikiđ fyrir myndina.  Líka fagurt íslenskt landslag.

  Ég mćli međ og hvet til ţess ađ fólk fari í bíó og upplifi góđa kvöldskemmtun.  Virkilega vel heppnuđ mynd.  Sem lćrđur grafískur hönnuđur er ég ađ auki hrifinn af "lógói" myndarinnar.

           


Slóttugheit Skota

  Fyrir nokkrum árum kusu Skotar um hugsanlegan ađskilnađ frá breska heimsveldinu.  Um tíma leit út fyrir ađ sjálfstćđissinnar myndu fara međ sigur af hólmi.  Ţegar betur er ađ gáđ ţá var sigurinn ţeirra ţó ađ niđurstađa kosninganna sýndi annađ - í fljótu bragđi.  Ég sá strax í gegnum ţetta.

  Skotar eru lúmskir.  Ţeir hafa ţurft á ţví ađ halda öldum saman.  Ţađ hefur veriđ illa fariđ međ ţá,  svo sem sjá má í kvikmyndinni Braveheart.  Ţeir hafa veriđ fótum trođnir og fátćkir.  Ţegar skotiđ er úr fallbyssum 12 skotum (međ litlu s) á hádegi ţvers og kruss um Bretland ţá hinkra Skotar um klukkutíma og skjóta einu skoti klukkan eitt.

  Ţegar Skotar kusu gegn ađskilnađi frá breska heimsveldinu voru ţeir í raun ađ styđja sjálfstćđi Skotlands.  Bara á annan og metnađarfyllri hátt.  Óopinbert markmiđ Skota er ađ tilheyra áfram breska heimsveldinu en yfirtaka ţađ.  Leggja ţađ undir yfirráđ Skota.  Skoski ţjóđarflokkurinn hefur ţegar hafiđ stórsókn í Bretlandi.  Kosningarnar í fyrradag fćrđu honum 56 ţingsćti á breska ţinginu.  Hann bćtti viđ sig 50 ţingsćtum. Flokkurinn er jafnframt búinn ađ úthýsa öđrum flokkum úr Skotlandi.  Skotland er svo gott sem einsflokks kjördćmi skoska ţjóđarflokksins í dag.  Ţađ eru fleiri ísbirnir í Skotlandi en breskir Íhaldsmenn.  Breska Verkamannaflokknum var sömuleiđis sparkađ endanlega út úr Skotlandi í kosningunum.

 


mbl.is Vekur upp fjölda spurninga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Á misjöfnu ţrífast börnin best

 

  Mörgum myndi bregđa í brún ef ţeir vissu hvernig hreinlćtismálum er háttađ í eldhúsi sumra veitingahúsa.  Kona er vann sem unglingur á pizza-stađ er bólusett gegn pizzum til frambúđar.  Lúkur pizza-gerđarfólks voru ekki alltaf hreinar í upphafi vinnudags.  En urđu hćgt og bítandi tandurhreinar eftir ađ hafa hnođađ nokkur pizza-deig.  Ţađ ţótti sport ađ ţeyta deiginu međ snúningi hátt á loft ţannig ađ í smástund festist ţađ viđ óhreint loft eldhússins.

  Breski sjónvarpskokkurinn Ramsey Gordon hefur sýnt okkur inn í eldhús margra bandarískra veitingastađa.  Ţar er iđulega pottur brotinn hvađ varđar hreinlćti.  Á einum stađ var kjúklingaréttur afgreiddur á tréprjóni.  Viđskiptavinir nöguđu kjötiđ af prjónunum.  Ţeir voru notađir aftur handa nćstu viđskiptavinum.  Jafnvel međ kjötleifum frá fyrri viđskiptavinum.  

  Konu sem vann á Hressingarskálanum á síđustu öld var brugđiđ er hún uppgötvađi ađ ţeyttur rjómi var margnýttur.  Međ tertusneiđ og heitu súkkulađi fylgdi skál međ ţeyttum rjóma. Fćstir átu allan rjómann.  Leifarnar voru seldar nćsta kúnna.  Vandrćđalegt atvik kom upp ţegar kúnni drap í sígarettustubbi í rjómanum.  Hann gerđi ţađ svo snyrtilega ađ ţađ sást ekki.  Nćsti kúnni hrökk í kút er hann mokađi sígarettustubbi út á tertusneiđina sína.  

  Fyrir nokkru las ég í bandarísku dagblađi viđtal viđ starfsfólk veitingastađa.  Umrćđan snérist um ţjórfé.  Fleiri en einn upplýsti ađ nískum fastakúnnum vćri refsađ međ ţví ađ skyrpa í matinn ţeirra.

  Eftir tilkomu internetsins hafa ófá myndbönd birst af starfsmönnum veitingastađa hreykja sér sóđaskap.  Međal annars međ ţví ađ trođa frönskum kartöflum upp í nefiđ á sér áđur en ţćr eru bornar fram handa kúnnanum.  

  Stóra skeiđarmáliđ á Akureyri skilur eftir eina áleitna spurningu.  Sleikt skeiđ er ekki stóra máliđ.  Ţađ er ađ segja ef hún var snyrtilega sleikt.  Ţá er hún nćstum ţví hrein.  Spurningin snýr ađ fullyrđingu eiganda veitingastađarins um ađ diskar međ sósu slettri á ţá úr sleiktri skeiđ hafi aldrei fariđ út úr eldhúsinu.

  Stađurinn var undirmannađur.  Fjögurra manna starfsliđ sat uppi međ vinnu átta manna.  Ţađ er dáldiđ skrítiđ ađ undir ţeim kringumstćđum hafi vinna veriđ lögđ í ađ útbúa fjölda veisludiska sem aldrei fóru út úr eldhúsinu. 

  Til varnar einu og öđru í veitingum á matsölustöđum er ráđ ađ skola ţeim niđur međ góđu hvítvíni.  Ennţá betra er ađ taka eitt eđa tvö vodka-skot međ.  Eđa ţrjú.  Ţau eru sótthreinsandi.  Og gera máltíđina skemmtilega ţegar upp er stađiđ.  

    


mbl.is Yfirmađur kokksins sem sleikti skeiđina miđur sín
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Stóri bróđir í góđu stuđi

  Ráđherrar eiga ţađ margir sameiginlegt ađ hrökkva úr sambandi viđ raunveruleikann á milli ţess sem ţeir mćta í kokteilbođ,  viđra sig í útlöndum á Saga Class og og skutla sér á tertusneiđ hvenćr sem ţeir fá vitneskju um súkkulađitertu á bođstólum.

  Ţađ er góđ skemmtun ađ setja lög.  Og breyta reglum.  Ţađ ţarf ekkert ađ hugsa máliđ til enda.  Hitt skiptir meira máli.

  Í síđustu ríkisstjórn bannađi Álfheiđur Ingadóttir fólki undir 18 ára ađ fara í sólbađ.  Enginn hefur eftirlit međ ţví.  Samt er ţađ fariđ ađ skila sér í D-vítamínskorti og beingisnun.  

  Reisupassinn er annađ dćmi um geggjađa hugmynd um nefskatt / gjaldtöku sem var dauđadćmd della frá fyrsta degi.  En ţráast var viđ fram á síđasta dag.  Icesave I, II og III vvar ítrekađ reynt ađ trođa ţversum ofan í landsmenn.  Tölum ekki ógrátandi um makrílfrumvarpiđ.  

  Ég veit ekki hver ţađ var sem stytti gildistíma vegabréfa úr 10 árum niđur í 5 ár.  Ţađ var út í hött.  Síđan hefur allt veriđ í klessu hjá vegabréfadeild Sýslumannsins í Kópavogi.  Álagiđ er ađ sliga embćttiđ.  Einnig allskonar sérviskulegar reglur.  Svo sem ađ ţađ verđi ađ póstsenda ný vegabréf til sýslumannsembćtti viđkomandi.  Fólk sem mćtir á stađinn má ekki fá afhent vegabréf ţó ađ starfsmađur embćttisins sé međ ţađ í höndunum.  Computer says no.

 Vegabréf miđaldra og eldri eiga ađ duga alveg í 10 - 15 ár.  Ljósmynd sýnir sömu manneskju.  Ólíklegt er ađ hćđ hennar breytist verulega, fćđingardagur eđa augnlitur.  

    


mbl.is Hafa fengiđ nóg
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hárţvottur upp úr kúahlandi

  Í aldir hafa vel hćrđar konur ţvegiđ hár sitt upp úr kúahlandi.  Kúahlandiđ er í raun jurtasjampó.  Beljan lifir alfariđ á grasi.  Hún er sólgin í gras.  Grasiđ inniheldur ýmis góđ nćringarefni.  Međal annars fyrir háriđ.  

  Ókosturinn viđ ađ ţvo háriđ upp úr kúahlandiđ er ađ beljan pissar ekki eftir klukkunni.  Fagurhćrđar konur ţurfa ţess vegna ađ sitja tímum saman úti í fjósi og bíđa eftir ţví ađ belju verđi mál.  Ţegar ađ ţví kemur er nauđsynlegt ađ hafa snör handtök og setja höfuđiđ undir bununa.  Til ađ hámarks árangur náist ţarf kúahlandiđ góđa stund til ađ koma sér fyrir í hársverđinum og nćra hann.  Kannski hálftíma eđa svo.

  Kostur viđ ađ nćra háriđ međ kúahlandi er ađ ţađ skilur eftir sig ţćgilega fjósalykt.

  Önnur hárnćrandi ađferđ til ađ ţrífa háriđ er ađ ţvo ţađ upp úr hreinu Aloe Vera geli.  Ţađ hefur hreinsandi eiginleika og nćrir hársvörđinn af 75 vítamínum og steinefnum.  Ókosturinn er ađ ţá vantar fjósalyktina.  

 


mbl.is Má bjóđa ţér hland í háriđ?
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bjánapopp, hamfarapopp

  Fyrir nokkrum dögum skrifađi Jón Gnarr hnyttinn pistil um bjánapopp.  Ţetta er nýyrđi hans og samheiti yfir ţađ sem hingađ til hefur veriđ kallađ hamfarapopp.  Orđiđ hamfarapopp varđ til ţegar Gunnar Jökull Hákonarson sendi frá sér sólóplötuna Hamfarir.  

  Pistill Jóns Gnarrs hefur vakiđ hörđ viđbrögđ.  Ţó ađeins vegna ţess ađ hann blandađi Gunnari Jökli í dćmiđ.  Fólk hefur - ađ mér vitanlega - ekki gert athugasemd viđ annađ í hans pistli.

  Ţađ sem fer fyrir brjóst á sumum er ađ Gunnar Jökull var í andlegu ójafnvćgi ţegar hann gerđi plötuna Hamfarapopp.  Platan vitnar glöggt um ţađ.  Mjög svo.  

  Vegna ţess ađ Gunnar Jökull var áđur besti trommuleikari heims ţá vilja sumir fela plötuna eins og óhreinu börn Evu.  Međ ţví ađ minnast á ţessa plötu er veriđ ađ ráđast á veikan mann.  Ţađ er ljótt.  Ţessu á ađ sópa undir teppiđ.  Ţađ má enginn vita af ţessu.  Hann var nefnilega frábćr trommuleikari.  Fólk má ađeins muna og vita ţađ.

  Ţađ er allt í lagi međ hina bjánapopparana.  Ţeir hafa hvort sem er alltaf veriđ bjánapopparar.  

  Vissulega er hugtakiđ bjánapopp óţćgilega gildishlađiđ.  Líka orđiđ hamfarapopp.  Í enskumćlandi löndum er ţađ kallađ utangarđspopp.  Kannski má fara milliveg og kalla ţađ utanvegarpopp.  Samt.  Plata Gunnars Jökuls heitir Hamfarir.  Hún er fullkomlega dćmigerđ fyrir nćvískt Casio-skemmtarapopp sem í almennu tali hefur síđan veriđ kallađ hamfarapopp.

  Í stađ ţess ađ stinga höfđinu í sandinn,  fela óhreinu börn Evu og fara í afneitun er ráđ ađ vekja athygli á og gera sem mest úr glímunni sem Gunnar Jökull tapađi viđ eiturlyfjadjöfulinn.  Ţessi frábćri tónlistarmađur átti möguleika á heimsfrćgđ og var skćr rokkstjarna í hćstu hćđum á Íslandi.  Klár náungi,  stórhuga,  kappsamur og allt ţađ.  En varđ skađlegustu eiturlyfjum ađ bráđ.  Hann fárveiktist og lést langt fyrir aldur fram.

  Sögu hans á ađ nota til frćđslu í forvörnum í grunnskólum um skađsemi eiturlyfja.  Ekki beita ţöggun. Ţöggun og afneitun eru af hinu vonda.

 

 


Heimskir glćpamenn

  Hér má sjá skjáskot af Fésbókarsíđum nokkurra heimskra afbrotamanna.  Lögreglan hafđi hendur í hári ţeirra allra.  Einmitt vegna ţessara Fésbókarfćrslna.  

skjáskot A

 

 

 

 

Ţessi segist halda ađ hann sé smákrimmi.  Var ađ aka á einhvern bíl á bílastćđi  Sem betur fer hafi ekkert vitni veriđ ađ atvikinu svo hann stakk af. 

skjákot b

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gaurinn birtir ljósmynd af bílnum sínum međ brotna framrúđu.  "Ţetta er ţađ sem gerist ţegar gangandi vegfarandi ákveđur ađ verđa á vegi manns."

  Spurt:  "Er allt í lagi međ ţig og ţennan gangandi?"

  Svar:  "Allt í lagi međ mig en get ekki sagt ţađ sama um gaurinn."

  Athugasemd:  "Ég vona ađ ţú sért ekki búinn ađ koma ţér í kast viđ lögin."

  Svar:  "Af hverju segir ţú ţađ?"

skjáskot c

 

 

 

 

  "Ölvunarakstur...sígildur :) en ég biđ eiganda ökutćkisins sem ég klessti á afsökunar hver sem hann er. :P"

skjáskot d

 

 

 

 

  "Stal úr búđ - viđ Charlestown torg."

Fésbókin tengdi statusinn sjálfvirkt viđ samnefnda verslun um leiđ og honum var póstađ.

skjáskot e

 

 

 

  "Kynntist virkilega svalri 15 ára. Ástin spyr ekki um aldur."

  Svar:  "En alríkislög Bandaríkjanna gera ţađ."


mbl.is Lét handtaka 10 ára son sinn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jón Ţorleifs í einkennilegum mótmćlagöngum

  Ég hef áđur sagt frá ţví hvers vegna Jón Ţorleifsson,  verkamađur og rithöfundur,  var reglulega fjarlćgđur af lögreglunni 1. maí.  Um ţađ má lesa međ ţví ađ smella á hlekk hér neđst.  Jón tók aftur á móti virkan ţátt í mörgum öđrum mótmćlagöngum.  En gekk ekki í takt viđ ađra göngumenn.  Ţvert á móti.  Hann gekk í öfuga átt;  á móti göngumönnum.  Hann ţandi út olnbogana til ađ gera sig sem breiđastan.  Göngumenn urđu ađ taka stóran sveig til ađ komast framhjá honum.  Stundum til vandrćđa,  til ađ mynda ţegar tveir eđa fleiri héldu á lofti breiđum borđa.  Eđa hópur foreldra í einni kös ýtti á undan sér barnavögnum.  Eđa ţegar nokkrir fatlađir voru hliđ viđ hliđ í hjólastólum.  Aldrei vék Jón fyrir neinum.  Hann stoppađi viđ svona ađstćđur og beiđ eftir ţví ađ hinir sveigđu til hliđar.   

  Jón ţurfti ekki ađ vera ósammála baráttumálum göngunnar til ađ bregđast svona viđ.  Ţó var ţađ í sumum tilfellum.  Oftar var ţetta ţó vegna ţess ađ Jón var ósáttur viđ einhverja ţá sem stóđu ađ göngunni eđa auglýsta rćđumenn.  Ţađ ţurfti ekki mikiđ til.

  Síđustu áratugi ćvi sinnar sinnađist Jóni viđ ćttingja sína.  Mér skilst ađ upphaf ţess megi rekja til andúđar hans á verkalýđsforingjunum Gvendi Jaka og Eđvarđi Sigurđssyni.  Bróđir Jóns hafi reynt ađ leiđrétta einhverjar ranghugmyndir hans varđandi ţessa menn eđa eitthvađ í gjörđum ţeirra.  Jón tók ţví illa.  

  Tekiđ skal fram ađ ćttingjar Jóns voru og eru afskaplega gott og vandađ fólk.  Suma ţeirra ţekki ég.  Samhljóđa vitnisburđ hef ég frá öđrum um ţá sem ég ţekki ekki.

  Í fyrsta skipti sem ég heyrđi Jón nefna bróđir sinn var í sambandi viđ verkalýđsforingjana.  Jón úthúđađi ţeim og sagđi síđan óvćnt:  "Ég skil ekki hvađ ég ţoldi helvítiđ hann Kristján bróđir lengi."

 Ég hissa:  "Ha?  Af hverju segir ţú ţetta?"

 Jón:  "Ţetta fífl trúir öllu sem Gvendur Jaki og Eđvarđ ljúga ađ honum."

 Ég:  "Hvernig ţá?"

 Jón:  "Hann er trúgjarnasti mađur sem ég ţekki.  Hann er svo trúgjarn ađ ţegar hann lýgur einhverju sjálfur ţá trúir hann ţví samstundis."  

jón ţorleifsson x

----------------

Fleiri sögur af Jóni  hér   

  


Tónlistarsmekkur stađnar viđ 33ja ára aldur

  Fyrir nokkru heimsótti ég í fyrsta skipti eftir hálfrar aldar hlé ćskuvin.   Viđ erum ađ detta inn á sjötugs aldur.  Hann á gott plötusafn.  Allar plötur Led Zeppelin,  Deep Purple,  Jimi Hendrix,  The Doors,  Janis Joplin og svo framvegis.  Eftir ađ hafa flett í gegnum hans stóra plötusafn (sem ţekur stóran vegg) uppgötvađi ég ađ hann á enga plötu međ neinum tónlistamanni sem hefur komiđ fram á sjónarsviđ eftir miđjan áttunda áratug.

  Ţá varđ mér hugsađ til fleiri jafnaldra okkar.  Stađan er lík. Jú,  einhverjir Bítlageggjarar hafa međtekiđ Oasia.  Stónsarar hafa bćtt Primal Scream í púkkiđ.  Kinksarar hafa tekiđ Blur opnu örmum.  Í öllum ţeim tilfellum er um ađ rćđa smekk fyrir sömu músík ţó ađ flytjendur séu ađrir.

  Rannsókn byggđ á spilun tónlistar á spotify.com hefur leitt í ljós ađ tónlistarsmekkur almennt stađnar viđ 33ja ára aldur. Ţetta er hćrri aldur en áđur hefur veriđ taliđ.  Hingađ til hefur veriđ útbreidd skođun ađ tónlistarsmekkur mótist á unglingsárum og stađni um ţađ leyti sem framhaldsskólanámi lýkur.  Ţađ er ađ segja á ţeim árum sem nýstofnađ fjölskyldulíf tekur viđ af skólagöngu.  Nú hefur ţeirri kenningu veriđ hnekkt.


Ekki borđa pizzu beint úr pizzukassanum!

pizza

  Ítalskt fátćkrafćđi,  svokölluđ pizza eđa flatbaka,  nýtur rosalega mikilla vinsćlda á Íslandi.  Ţetta er stór hringlaga ofnbökuđ hveitiflatbaka,  bökuđ međ margvíslegum matarafgöngum úr ísskápnum sem álegg. Hún er vinsćl í heimsendingu.  Einnig til ađ grípa međ heim (take away).   

  Hún er afgreidd í flötum pappakassa,  skorin í misstórar sneiđar (líkt og rjómaterta).  Fólk gúffar grćđgislega í sig sneiđ og sneiđ.  Á međan malla óétnu sneiđarnar eftir í pizzakassanum ţangađ til röđin kemur ađ ţeim.  

  Í pappanum eru skađleg flúorefni sem berast auđveldlega í pizzuna.  Komin inn í líkama neytandans safnast ţau ţar fyrir.  Sem dćmi um skađsemi ţeirra má nefna ađ tíđni fósturláta sextánfaldast.  Barátta gegn ţessu er mikilvćgari en barátta gegn hefđbundnum fóstureyđingum.      

  Til ađ sporna gegn skađsemi pizzu í pappakassa er ráđ ađ fćra hana eldsnöggt á stóran disk um leiđ og heim er komiđ.

  Ef ađ pizzakassinn er merktur svansmerki er öllu óhćtt.  

pizzaface-1  


Af hverju má ekki vera skemmtilegt?

súpa

 Súpuvagnar hafa sett skemmtilegan svip á bćjarlífiđ á síđustu árum.  Ekki síst kjötsúpuvagnarnir á Skólavörđuholti og í Lćkjargötu.  Einnig humarsúpuvagninn í Hafnarstrćti.

  Styttan af Leifi Eiríkssyni á Skólavörđuholti hefur gríđarlega sterkt ađdráttarafl á erlenda ferđamenn.  Einkum Bandaríkjamenn.  Ţađ var Kaninn sem gaf Íslendingum styttuna í ţakklćtisskini fyrir ađ Lucky Luke fann Ameríku og týndi henni aftur.

  Margir skemmta sér konunglega viđ ađ góna á furđubygginguna Hallgrímskirkju.  Á nöprum sumardegi ţykir túristum á Skólavörđuholti fátt notalegra en ađ bragđa á heitri íslenskri kjötsúpu úr Warm Farmers Soup.  

  Súpubílnum hefur ekki fylgt neinn ókostur.  Enginn.  Ađeins kostir.  En nú skal bílnum bolađ út.  Breytingar hafa veriđ gerđar á samţykkt Reykjavíkurborgar ţar um.  Súpuvagn sem á einhverjum tímapunkti hefur veriđ međ mótor má ekki lengur standa í stćđi.  Ţađ er leiđinlegt.  Ţađ ţykir kostur.  Ţađ má ekki vera skemmtilegt og ţćgilegt.

kjotsupudiskur 


mbl.is Missir stćđiđ og selur vagninn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Alltaf markađur fyrir spennandi tónlist

 
  Á allra síđustu árum hefur sala hérlendis á plötum einstakra listamanna veriđ ćvintýraleg. Svo dćmi sé tekiđ ţá hafa stakar plötur međ Mugison og Ásgeiri Trausta selst í 30 - 40 ţúsund eintökum á útgáfuári.  Eđa ţví sem nćst.  
  Nú stefnir ný plata međ rapparanum Gísla Pálma í gull.  Á útgáfudegi mynduđust biđrađir viđ plötubúđir.  Slíkur var ákafinn í plötuna.
  Ţađ vekur athygli ađ plötukaupendurnir eru unga kynslóđin.  Fólk sem ólst ekki upp viđ vinylplötur í 12" formi.  Fólk sem neytir tónlistar í stórum stíl međ ţví ađ spila hana á netsíđum á borđ viđ spotify.com og youtube.com.  
  
  Fyrir nokkrum áratugum var fátt í bođi annađ en kaupa vinylplötur.  Fyrir kaup hafđi kaupandinn ekki heyrt nema eitt eđa tvö lög af plötunni.  Stundum ekkert lag.  Platan var keypt út á ađ önnur plata međ sama flytjandi hljómađi vel.  Oft urđu menn fyrir vonbrigđum međ nýju plötuna sína.  Ţađ skipti flytjandann ekki máli.  Hann var búinn ađ selja plötuna sína.
 
  Í dag kaupa menn ekki lengur köttinn í sekknum. Sala á óspennandi tónlist hefur hruniđ viđ ţessar breyttu ađstćđur.  Ţađ veldur ţví ađ heildarsala á tónlist hefur dalađ.  Ţađ er eđlilegt.  Góđu fréttirnar eru ţćr ađ spennandi plötur seljast sem aldrei fyrr.  
 
      
        

mbl.is Talađi opinskátt um eiturlyfjaneysluna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ríkisrekna mannanafnalöggan rassskelt eina ferđina enn

  Ţađ er ađ verđa dálítiđ staglkennt hjá mér ađ fjalla um ríkisreknu íslensku mannanafnalögguna.  Hún er brandari út í eitt.  Súrrealískt dćmi um leikhús fáránleikans.  Á dögunum átti ég samtal viđ kanadískan mann.  Íbúar Kanada eru rösklega 35 milljónir.  Ţar hafa ekki komiđ upp nein vandamál međ mannanöfn - ţrátt fyrir ađ samfélagiđ sé blessunarlega laust viđ ríkisrekna mannanafnalöggu. Hann sagđi mér ađ besti brandari sem hann geti sagt í Kanada sé af ríkisreknu íslensku mannanafnalöggunni. Ţá leggjast ţarlendir í gólfiđ í hláturskrampa yfir fáránleikanum.

  Íslenskur vinur minn,  búsettur í N-Karólínu,  hefur sömu sögu ađ segja.  Kaninn skríkir úr hlátri ţegar honum er sagt frá ríkisreknu íslensku mannanafnalöggunni.  

  Fyrir helgi hnekkti Hérađsdómur Reykjavíkur banni mannanafnalöggunnar á millinafninu Gests.  Mannanafnalöggan taldi brýna nauđsyn á takmörkun svo léttúđugs nafns.  Almannahagsmunir vćru í húfi.  Skipti engu ađ drengurinn var nefndur í höfuđ á móđurbróđir sínum.  Jafnframt gekk einn ţekktasti plötuútgefandi,  grínari,  trommuleikari og hljómsveitarstjóri Íslands áratugum saman undir nafninu Svavar Gests.  Gott ef stjórnmálamađurinn Svavar Gests,  fyrrum ráđherra og sendiherra, er ekki einnig í daglegu tali kallađur Svavar Gests.  

  Íslenska ríkisrekna mannanafnalöggan er út í hött.  Hún hefur tapađ hverju einasta dómsmáli bćđi hérlendis og erlendis.  Ţađ undirstrikar rugliđ. En fyrst og síđast snýst máliđ um ţađ ađ mannanafnalögga er í toppsćti yfir fáránlegustu ríkisreknu óţurftarfyrirbćri samfélagsins.    

    


Paul McCartney á flesta peninga

  Margir höfđu gríđarlega miklar áhyggjur af lausafjárstöđu breska tónlistarmannsins Pauls McCartneys fyrir örfáum árum.  Ţá stóđ hann í illvígum skilnađi viđ einfćtta konu,  Heather Mills.  Hún er barnsmóđir hans og stóđ ekki höllum fćti í kröfum sínum til bankabókar heimilisins.  Leikar fóru ţannig ađ Heather náđi ađ skrapa bankabókina.  Í kjölfariđ keypti hún gervifót frá Össuri.  Búin ađ smella honum undir fór hún ađ dansa.  Ţađ gustađi af henni og fćtinum frá Össuri.  

  Paul var svo illa haldinn eftir skilnađinn ađ hann lifđi á grasi í langan tíma ţađan í frá.  

  Nú hefur bankabók Pauls braggast á ný.  Hún geymir 730 milljónir sterlingspunda (sinnum 208 krónur = 152 milljarđar).  Ţađ gerir kauđa ađ ríkasta tónlistarmanni Bretlands.  Íslendingar hafa löngum spreytt sig á ađ syngja í sjónvarpsţáttum söngva eftir Paul.  Ţađ fćrir honum feitar höfundarréttargreiđslur.  

  Söngleikjahöfundurinn Andrew Loyd-Webber er í 2. sćti.  Hann á ekki nema 650 milljón pund,  rćfils tuskan.

  Í 3ja sćti er írska hljómsveitin U2.  Hún er rekin eins og fyrirtćki.  Fjármál liđsmanna eru sameiginleg.  Sjóđurinn telur 431 milljón punda.  

  Elton John er í fjórđa sćti.  Hann á 270 milljónir.  Söngvari The Rolling Stones,  Mick Jagger, á 225 milljónir punda.  Ţađ setur hann í fimmta sćtiđ.  Félagi hans,  gítarleikarinn Keith Richards,  er međ svipađa innkomu en eyđslusamari.  Ţess vegna á hann ekki nema 210 milljónir undir koddanum.  

  Í sjöunda sćtinu er írski margverđlaunađi flautuleikarinn Michael Flatley.  Hans helsta tekjulind er fyrir dansútsetningar.  Frćgastur er Riverdansinn.  Einnig sá hann um dansa í Lord of the Rings og allskonar.  Hann á 195 milljónir punda.

  Ringo Starr og Sting eiga sitthvorar 180 milljónir punda.  Fyrrum bassaleikari Pink Floyd,  Roger Waters,  vermir 10. sćtiđ međ 160 milljón pund.   

Af hverju geta ţessir menn ekki fengiđ sér vinnu eins og annađ fólk? 


mbl.is Len Blatvatnik ríkasti mađur Bretlands
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Fegursta kona heims er á sextugsaldri

  Útlent tímarit,  People,  hefur lagst í mikla rannsóknarvinnu til ađ finna út hver sé fegursta kona heims.  Niđurstađan er afhjúpuđ í tölublađi sem kom á markađ í fyrradag,  miđvikudaginn 22. apríl.  Svo ótrúlegt sem ţađ hljómar ţá fann tímaritiđ fegurstu konu heims í Bandaríkjunum.  Ólíklegt er ađ ţađ tengist ţví ađ tímaritiđ sé bandarískt.  Ţađ er óháđ og frjálst. En ţetta er ţeim mun merkilegra ađ bandarískar konur eru ađeins rúmlega 2% af jarđarbúum.

  Samkvćmt vísindalegri könnun og rannsókn People er fegursta kona heims kvikmyndaleikkonan Sandra Bullock.  Hún er á sextugsaldri.  Niđurstađan verđur ekki vefengd.  Sandra er hugguleg.  Hún ber ţess sterk merki ađ vera hálf ţýsk.

  Svo skemmtilega vill til ađ bróđurdóttir mín,  tćplega tvítug Fjóla Ísfeld,  hefur löngum veriđ talin ótrúlega lík Söndru Bullock.  Ţađ bendir til ţess ađ hún muni líta svona út á sextugsaldri:

sandra bullock   

   


Klámfengin brjóst

  Bćjarráđ Venice strandar í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjum Norđur Ameríku fer full bratt í ađ breyta reglum um sólbađ í ríkinu.  Í gćr samţykkti bćjarráđiđ ađ leyfa konum ađ njóta sólar berbrjósta.  Fyrirmyndin er teprulaus - frjálslynd - ríki í Evrópu.  Samkvćmt bestu heimildum hefur ekkert verulegt tjón skapast af berbrjósta konum í sólbađi í Evrópu.   

  Í sunnanverđum Bandaríkjum Norđur-Ameríku hefur bert kvenmannsbrjóst veriđ skilgreint sem gróft klám.  Sjónvarpsstöđin CBS var sektuđ um mörg hundruđ milljónir króna eftir ađ í beinni útsendingu sást í brjóst á Janet Jackson (ţegar Justin Timberlake svipti af brjóstinu taupjötlu).  Sektinni var hnekkt eftir margra ára rándýr réttarhöld.  CBS til bjargar varđ ađ geirvarta sást ekki.  Stjarna var límd yfir hana.  Án stjörnunnar hefđi CBS átt á hćttu ađ missa starfsleyfi.

  Samţykkt bćjarráđs Venice strandar í Kaliforníu hefur ţegar vakiđ upp harđa umrćđu.  Svo mjög klámfengin sem hún ţykir vera.  Klókara - til ađ ná sátt - hefđi veriđ ađ taka skrefiđ til hálfs í fyrstu atrennu:  Ađ leyfa ađeins annađ brjóstiđ bert í sólbađi nćstu 5 ár. Ađ ţeim tíma liđnum mćtti meta árangurinn og hugsanlega taka ákvörđun um ađ leyfa hinu brjóstinu ađ njóta sólar.

   


mbl.is Vilja leyfa berbrjósta sólböđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kynsvall međ markmiđi

  Fréttir af Eiturlyfjastofnun Bandaríkjanna,  DEA,  vekja upp spurningar.  Um leiđ og ţćr vekja til umhugsunar.  Fjöldi starfsmanna stofnunarinnar,  lögreglumenn,  var ofdekrađur af eiturlyfjamafíunni.  Hún hlóđ á ţá gjöfum af ýmsu tagi.  Ţar á međal ţykkum seđlabúntum og skemmtilegum byssum.  Til viđbótar voru lögreglumennirnir ofaldir í langvarandi og fjölbreyttu kynsvalli međ vćndiskonum á snćrum eiturlyfjabaróna.  Sumir starfsmenn DEA ţurftu meira en ađrir. Ţá var gripiđ til ţess ráđs ađ borga vćndiskonum međ beinhörđum peningum af tékkareikningi Eiturlyfjastofnunar Bandaríkjanna.  

  Í síđasta mánuđi var flett ofan af vinnubrögđum lögreglumannanna.  Nokkrir ţeirra voru í kjölfariđ skammađir.  Ţar af voru sumir leystir frá störfum í tvćr vikur.  

  Lögreglumennirnir hafa sitthvađ sér til málsbóta.  Sumir stunduđu kynsvalliđ í von um ađ veiđa upp úr vćndiskonunum leyndarmál um eiturlyfjabarónana.  Ađrir höfđu ekki hugmynd um ţađ hver bauđ ţeim í kynsvalliđ.  Ţeir héldu ađ ţađ vćru bara einhverjir ókunnugir góđviljađir og gestrisnir menn úti í bć.  Ţađ hefđi veriđ dónaskapur ađ hafna ţví sem ţeir buđu.  

  Ţegar fjölmiđlar komust í máliđ hitnađi undir yfirmanni Eiturlyfjastofnunar Bandaríkjanna.  Góđri konu sem má ekki vamm sitt vita.  En í útlöndum segja yfirmenn stofnana af sér undir svona kringumstćđum.  Hún lćtur af störfum um miđjan maí.  Ţegar dómsmálaráđherra Bandaríkjanna tilkynnti um afsögn hennar ţá hlóđ hann á hana lofi.  Önnur eins sómamanneskja hefur ekki gengiđ á jörđinni síđan María mey rölti kasólétt um torg og grundir međ barn undir belti eftir kvöldstund međ guđi. 

  


mbl.is Segir af sér vegna kynsvalls
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband