13.6.2015 | 16:50
Tvífari Yoko Ono splundrar Bítla-eftirhermuhljómsveit
Flestir jarđarbúar eiga tvífara. Sumir eiga marga tvífara. Ţetta á ekki ađeins viđ um fólk. Ţetta er einnig ţekkt í dýraríkinu, jurtaríkinu, steinaríkinu og Austurríki. Víkur ţá sögu ađ tvífara japönsku fjöllistakonunnar Yoko Ono. Tvífarinn heitir Mirika og vinnur fyrir sér međ ţví ađ herma eftir Yoko. Hún kemur fram á skemmtunum, spilar ţekkt lög međ Yoko og ţykist syngja ţau (mćmar).
Svo gerđist ţađ ađ hljómsveit sem er skipuđ tvíförum Bítlanna rakst á tvífara Yoko. Hljómsveitin vinnur viđ ţađ ađ spila og syngja Bítlalög. Ţađ gerđist eitthvađ einkennilegt. Tvífari Johns Lennons og tvífari Yoko urđu ástfangin um leiđ og ţau hittust. Svo skemmtilega vildi til ađ ţau urđu ástfangin hvort af öđru.
Tvífari Yoko stakk upp á ţví ađ tvífari Lennons myndi stinga af frá eftirhermuhljómsveitinni. Ţess í stađ fćru ţau ađ koma fram saman sem tvífarar Johns og Yoko. Ţetta ţótti tvífara Lennons gott ráđ. Hann var hvort sem er orđinn hálf ţreyttur á ađ spila og syngja ţekktust Bítlalögin. Ţađ var kominn tími til ađ gera eitthvađ nýtt og spennandi. Hvađ gat ţađ veriđ annađ en ađ syngja lög frá sólóferli Lennons?
Tvífari Pauls McCartneys tók tíđindunum illa. Hann deyr ţó ekki ráđlaus heldur ćtlar ađ stofna Wings-eftirhermuhljómsveit.
![]() |
Hefur fundiđ tvo tvífara |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 14.6.2015 kl. 00:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2015 | 22:27
Eivör verđlaunuđ í Noregi
Ein virtustu lista- og menningarverđlaun Noregs bera nafn sóknarprestsins Alfređs Anderson-Rissts og frú Sólveigar. Ţessi merku verđlaun hafa veriđ veitt annađ hvert ár frá 1959. Sérstađa ţeirra felst í ţví ađ ţau eru veitt fyrir framúrskarandi vel heppnađ samstarf Norđmanna, Íslendinga eđa Fćreyinga. Oftast - og í lágmark annađ hvert skipti - falla verđlaunin Norđmanni í skaut. Úthlutun verđlaunanna vekja ćtíđ gríđarmikla athygli í Noregi. Svo og umrćđu. Ţetta er forsíđuefni dagblađa og ađalfrétt ljósvakamiđla.
2009 hlutu bókmenntafrćđingarnir og rithöfundarnir Dagný Kristjánsdóttir og Kristján Jóhann Jónsson verđlaunin. Fjórum áđur komu ţau í hlut söngvaskáldanna Ađalsteins Ásbergs Sigurđssonar og Önnu Pálínu.
Nú í vikulok var fćreyska álfadrottningin Eivör heiđruđ viđ hátíđlega og fjölmenna athöfn međ verđlaununum. Ekki ađeins er um heiđurinn ađ rćđa heldur fylgja verđlaununum 10 ţúsund dollarar (1,3 milljónir ísl. krónur). Ţađ má kaupa margar pylsur međ öllu fyrir ţann pening.
Síđustu sex ár hefur Eivör veriđ í norsku hljómsveitinni Vamp. Sú hljómsveit nýtur ofurvinsćlda. Plötur hennar eru ţaulsćtnar í 1. sćti norska vinsćldalistans. Hver stakur titill selst í hálfu öđru hundrađi ţúsunda eintaka. Frá ţví ađ Eivör gekk til liđs viđ Vamp hefur hljómsveitin sent frá sér tvćr plötur. Vinsćldir Vamp tóku gott stökk upp á viđ ţegar Eivör slóst í hópinn. Á myndbandinu hér fyrir neđan má heyra viđbrögđ norskra áhorfenda eftir hvern kafla lagsins sem Eivör syngur. Í huga ţeirra er Eivör stjarna hljómsveitarinnar. Og auđvitađ er hún ţađ.
Eivör hefur átt lög og plötur í 1. sćti á Íslandi, Fćreyjum, Danmörku og Noregi. Aftur og aftur. Flest eintök hefur hún selt í Noregi.
Um ţetta og fleira má lesa í bókinni "Gata, Austurey, Fćreyjar, Eivör og fćreysk tónlist". Ţađ held ég nú.
.
Tónlist | Breytt 13.6.2015 kl. 00:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2015 | 21:57
Hvar eru flestar nauđganir?
Oft og víđa er ţví haldiđ fram ađ nauđganir séu hlutfallslega flestar í Svíţjóđ af öllum löndum heims. Ţetta er ekki rétt. En samt nćstum ţví. Samanburđur á tilfellum nauđgana á milli landa er afar ónákvćmur. Hćgt er ađ bera saman tölur yfir kćrđar nauđganir. Einnig yfir dćmda nauđgara. Líka skeikular skođanakannanir. Ţar fyrir utan er skilgreining á nauđgun afar ólík á milli landa og menningarsvćđa.
Af öllum alvarlegum glćpum eru nauđganir léttvćgar fundnar í mörgum löndum. Í sumum samfélögum getur veriđ hćttulegt ađ kćra nauđgun. Í sumum samfélögum er fylgifiskur nauđgunar ađ ţolanda er útskúfađ af fjölskyldu sinni og almenningi. Í öđrum löndum ţykir nauđgun ekki vera neitt til ađ gera veđur út af. Allt ađ ţví viđurkennt sport af hálfu nauđgara.
Netsíđan Wonderlist birtir ţennan lista yfir mestu nauđganalönd heims (ć, ţetta er illa orđađ):
1. Bandaríkin
2. S-Afríka
3. Svíţjóđ
4. Indland
5. Bretland
Bandaríkin eru sér á parti (ásamt Ísrael) hvađ varđar nauđganir á karlmönnum. Ţćr eru ótrúlega algengar. Einkum í fangelsum, hernum, rugby-boltafélögum og brćđralagsfélögum unglingaskóla. Ţćr nauđganir eru sjaldnast taldar međ. Ekki kćrđar né skráđar.
Wikipedía er í mörgum tilfellum ţokkalega áreiđanleg heimild. Ađ vísu eru tölur ţar ekki nýjar. Ţetta eru nokkurra ára gamlar tölur. Ţar eru afrísk lönd í verstu sćtunum. Innan sviga er fjöldi nauđgana á hverja 100.000 íbúa.
1. S-Afríka (132,4)
2. Botswana (92,9)
3. Losotho (82,7)
4. Swasiland (77,5)
5. Bermuda (67,3)
6. Svíţjóđ (63,5)
Netsíđan Top 10 For birtir ţennan lista:
1. Indland
2. Spánn
3. Ísrael
4. Bandaríkin
5. Svíţjóđ
Hvađa listi sem er marktćkastur verđur ekki framhjá ţví litiđ ađ Svíţjóđ er ofarlega á ţeim öllum. Ţađ er skelfilegt.
P.s. Ég er ósammála Páli Vilhjálmssyni um rofnar/órofnar samfarir (sjá HÉR). Ef ađ kona eđa kall vilja hćtta viđ í miđjum leik ţá á viđkomandi fullan rétt á ţví. Taki karlinn eđa konan ekki mark á ţví og heldur áfram ţá er er ţađ nauđgun.
![]() |
Nauđgađi eiginkonunni reglulega |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Mannréttindi | Breytt 22.6.2016 kl. 18:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2015 | 22:20
Fćreyingar verjast hryđjuverkasamtökum
Bandarísku hryđjuverkasamtökin Sea Shepherd hafa bođađ komu sína til Fćreyja 14. júní. 500 liđsmenn samtakanna héldu til í Fćreyjum í allt síđasta sumar. Urđu ţar ađhlátursefni. Erindi ţeirra var ađ hindra hvalveiđar Fćreyinga. En höfđu ekki erindi sem erfiđi. Hvalurinn, marsvín (grind), sýndi sig ekki ţađ áriđ. Engu ađ síđur lugu hryđjuverkasamtökin ţví á heimasíđu sinni ađ ţau hafi bjargađ lífi á annađ ţúsund hvala í Fćreyjum.
Á ýmsu gekk. Kanadíska/bandaríska leikkonan Pamela Anderson mćtti á svćđiđ og bullađi. Hélt ţví m.a. fram ađ fjölskyldan vćri hornsteinn samfélags hvala. Ţađ er della. Hvalir eru nautheimskir. Hálf vangefin dýr. En éta frá okkur óhemju mikiđ af fiski.
Nú hafa Fćreyingar fest í lög háar fésektir viđ ţví ađ fćla hval úr fćreyskum firđi. Lágmarks sekt er hálf milljón ísl. króna. Ţađ mun reyna á ţetta. Hryđjuverkasamtökin hafa stefnt til Fćreyja öllum sínum stćrstu og öflugustu skipum. Ţau gefa baráttu í Ástralíu og Asíu frí í sumar. Einbeita sér ţess í stađ gegn Fćreyingum (og kannski Noregi í leiđinni). Ţau búast viđ beinum átökum viđ fćreyska hvalveiđimenn. Verđa međ myndatökuliđ um borđ í hverjum bát. Tilgangurinn er međal annars sá ađ útbúa áróđursefni. Út á ţađ komast ţau í feita bankareikninga heimsfrćgra rokkstjarna og kvikmyndaleikara.
Ţađ verđur fjör.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.6.2015 kl. 18:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
10.6.2015 | 00:02
Bensíntittur rćndi völdum
Ég átti erindi norđur í land. Áđur en brunađ var aftur til borgar óttans tók ég krók á minni leiđ og lagđi bíl upp viđ bensíndćlu. Ţar leist mér vel á dćlu merkta "Power". Kom upp í huga mér lag Johns Lennons "Power to the People". Ljómandi gott lag.
Ég greip bensíndćluna föstum tökum og beindi stút ofan í bensíntank bílsins. Í sömu andrá sveif ađ eldri mađur, merktur bensínstöđinni. Hann var nánast láréttur í loftinu er hann skutlađi sér eins og til sunds á milli mín og bíls. Reif dćluna úr bensíntanknum og hrópađi: "Nei, ekki Power!".
Svo leit hann ćstur, óđamála, áhyggjufullur og rannsakandi á mig og spurđi: "Varstu byrjađur ađ dćla?"
Nei, ég kannađist ekki viđ ţađ. Róađist mađurinn mjög mikiđ viđ ţau tíđindi. Honum var létt. Hann náđi andlegu jafnvćgi og byrjađi ađ dćla "venjulegu" bensíni á bílinn. Um leiđ upplýsti hann mig: "Power bensíniđ er 50 kr. dýrara en venjulega bensíniđ. Ţađ er ađ vísu ađeins kraftmeira. En ekki 50 króna virđi. Ţađ er bara bull."
Ég hef ekkert vit á bensíni. Látum fagmenn um ţetta. Ćtli sé einhver sala í "Power"? Varla á ţessari bensínstöđ.
Viđskipti og fjármál | Breytt 18.6.2016 kl. 14:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
4.6.2015 | 22:39
Plötuumsögn
- Titill: Keldufar
- Flytjandi: Liv Nćs
- Ljóđ: Flóvin Flekk (Johannes Andreas Nćs)
- Einkunn: *****
Fćreyska vísnasöngkonan Liv Nćs á ađ baki nokkrar plötur. Hún er lagahöfundur, gítarleikari og söngkona. Á "Keldufari" syngur hún eigin lög viđ kvćđi afa síns, Johannesar Andreas Nćs. Skáldanafn hans var Flóvin Flekk. Platan er ţjóđleg og nútímaleg í bland.
Platan hefst á hringdanssöngnum "Heystarblóman". Eins og venja er međ hringdanslög er undirleikur ađ uppistöđ til bara fótatramp. Magnađ lag sem spannar ađeins rösklega eina mínútu. Frábćrt "intro" á frábćrri plötu.
Nćsta lag, "Grind", kemur eins og eđlilegt framhald. Byrjar án undirleiks. Svo lćđast hljóđfćrin hćgt og bítandi inn. Ţau verđa hávćr áđur en yfir lýkur. Flott lag.
Ţriđja lagđ, "Rósan", lćđist lágstemmt inn. Síđan kemur saxófónblástur eistneska Villu Veski međ djassađan blć til sögunnar. Afskaplega fallegt lag. Eins og öll hin lögin.
Hćgri hönd Livar viđ gerđ plötunnar er eiginmađur hennar, Tróndur Enni. Hann var viđ nám í íslenskum tónlistarskóla í aldarbyrjun. Hann tók ţátt í upphafi "fćreysku bylgjunnar" á Íslandi 2002. Ţá međ fćreysku hljómsveitinni Arts. Á sama tímapunkti varđ bróđir Tróndar, Brandur Enni, súperstjarna á Íslandi. Unglingastjarna sem söng fyrir tugţúsundir Íslendinga á 17. júní í Reykjavík og Hafnarfirđi. Fyllti Broadway og söng inn á dúettplötu međ Jóhönnu Guđrúnu. Tryllti íslenskar unglingsstúlkur upp úr skónum.
Tróndur syngur fjórđa lag plötunnar, "Meg droymdi", ásamt Liv. Ţetta er kassagítarlag međ glćsilegu og hátíđlegu fiđluspili fćreyska undrabarnsins Angeliku Nielsen. Hún var međ Tróndi í Arts. Hún hefur ađ auki spilađ ótal oft á Íslandi međ fćreyskum hljómsveitum á borđ viđ Yggdrasil, Kvönn og Spćlimenninir.
Fimmta lagiđ, "Mitt morgunbríksl", er međ vćgum kántrýkeim. Eđa kannski frekar smá blágresi. Trompetblástur setur sterkan svip á lagiđ er á líđur.
Sjötta lagiđ styđst viđ grípandi lallandi takt "strömmandi" kassagítars. Já, og grípandi laglínu. Fögur og krúttleg söngrödd Livar nýtur sín bćrilega. Hún syngur alltaf afslöppuđ og án rembings. Ţađ klćđir söngva hennar mjög vel. Lágvćrt harmonikku- og melódikuspil lađar fram netta kabarettstemmningu.
Ţađ er skerpt á kabarettstemmningunni í sjöunda laginu, "Bergljót". Meira harmonikkuspil. Viđ erum komin í humátt ađ ţjóđverjunum Lottu Lenyu og Kurt Weill.
Áttunda lagiđ, "Á livsins dreymaleiđ", er ljúft og tregafullt kassagítarlag.
Í níunda laginu, "Dúgva mín", örlar á djassi. Ţar munar mestu um saxófónleik Vilu Veski.
Tíunda lagiđ er flutningur afans, Johannesar Andreasar Nćs, á kvćđinu "Uriđ". Undir er lágvćrt píanóspil. Áhrifaríkt og ljúft.
Lokalagiđ er "Tađ vakurt er". Afskaplega heillandi djössuđ píanóballađa. Frábćr lokapunktur á frábćrri plötu.
Hćgt er ađ hlusta á upphafsmínútur hvers lags fyrir sig međ ţví ađ heimsćkja ţessa síđu: HÉR
Á sömu síđu er hćgt ađ panta ţessa frábćru plötu.
Tónlist | Breytt 5.6.2015 kl. 08:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2015 | 21:27
Brött verđhćkkun á mat
Matur er dýr. Ekki ađeins á Íslandi heldur einnig í útlöndum. Ţetta er útbreitt vandamál. Ţetta veldur vandrćđum međ skólamáltíđir. Á vesturlöndum koma iđulega upp vandamál í skólamötuneytum vegna ţess ađ foreldrar nemanda hafa ekki stađiđ í skilum. Vandamáliđ er leyst einhvern veginn eđa óleyst.
Ég elda ekki. Snćđi ţess í stađ á veitingastöđum sem bjóđa upp á svokallađan gamaldags heimilismat. Ţađ er hiđ besta mál Nema ađ frá áramótum hefur verđ hćkkađ jafn og ţétt. Síđast á mánudaginn hćkkađi verđ á máltíđ í Bykó í Breidd úr 1500 kalli í 1650 kall. Ţetta er ekki peningur sem skiptir miklu máli. En samt nćstum 11% hćkkun Kótelettur í Múlakaffi eru komnar í 2480 kall. Ţađ er ekkert langt síđan enginn réttur á Múlakaffi var yfir 2000 kalli. Kótelettur inni á BSÍ kosta í dag 2890 kr. Um daginn hćkkađi verđ á súpuskál á kaffiteríu Perlunnar úr 1100 kalli í 1200 kall. Ţannig mćtti áfram telja.
Á Fésbók upplýsti kokkur mig um ađ orsökin vćri brött verđhćkkun á hráefnum. Og svo hćkkun matarskatts úr 7% í 12%. Ţađ er reisn yfir ţví.
![]() |
Rekin fyrir ađ gefa börnum mat |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Matur og drykkur | Breytt 4.6.2015 kl. 08:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
3.6.2015 | 10:07
Ţađ er ekki öllum gefiđ ađ "krimmast" svo vel sé
Hér eru dćmi um ţađ. Laganna verđir komu böndum á viđkomandi - einmitt vegna ţessara upplýsinga.
Steve vonar ađ allt sé í lagi. Hann hafi panikađ og stungiđ af vitandi ađ guđ ćtlađist ekki til ţess. En hann getur ekki hugsađ sér ađ lenda í fangelsi. Ţetta hafi hvort sem er bara veriđ útigangsmađur.
Vinirnir hvetja Steve til ađ gefa sig fram. Hann segist ekki vita hvernig hann eigi ađ sleppa frá ţessu. Ekki gangi ađ hringja í lögguna. Ţađ ţýđi fangelsi. Kannski vćri ráđ ađ grafa manninn.
Vinirnir hvetja áfram til ţess ađ hann gefi sig fram. Hann segir ţađ vera of seint. Hann verđi ađ fara á vettvang og fela verksummerki svo ađ enginn komist ađ ţví hvađ gerđist.
"Heimurinn veit ekki hvađ ég gerđi. Ađeins ţiđ og ţiđ muniđ aldrei kjafta frá. Lögreglan myndi ađeins handtaka mig. Ég verđ ađ taka ţessu eins og karlmađur."
Loren auglýsir á Fésbók eftir persónuskilríkjum sem hana bráđvantar fyrir nćsta kvöld.
Steve svarar og segist hafa undir höndum fjölda persónuskilríkja sem hann hafi tekiđ af unglingum undir aldri er reyni ađ smygla sér inn inn á skemmtistađi. Hann kćri ţá umsvifalaust fyrir fölsun.
Jennifer hlćr og minnir Loren á ađ pabbi hennar sé lögregluţjónn.
"Ţetta atvik ţegar ţú faldir hassiđ í brjósthaldaranum er helvítis löggusvínin stoppuđu ykkur mágkonu ţína. Haha viđ höfum lent í svo mörgu."
Stöđufćrslan fćr 13 "lćk".
Skjáskotinu fylgir textinn: "Ţetta atvik ţegar ţessi sömu löggusvín böstuđu ykkur síđar sama dag vegna Fésbókarfćrslunnar."
"Góđur fundur. Mađur ţarf bara ađ kunna ađ leita á réttum stađ."
"Ţú ert ţó ekki ađ pósta á Fésbók ađ ţú sért ađ rćna ókunnugt hús."
----------------------
Meira HÉR
![]() |
Sendi ekki fjárkúgunarbréfiđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 11:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2015 | 19:46
Einföld ađferđ til ađ verjast leigubílasvindli í útlöndum
Víđa um heim er varasamt ađ taka leigubíl. Einkum er ţađ varasamt fyrir útlendinga. Ennţá varasamara er ţađ ţegar útlendingurinn er staddur viđ flugvöll. Svo ekki sé talađ um ţađ ţegar hann starir ruglađur í allar áttir; er auđsjánlega ringlađur og međ magabólgur.
Allir leigubílstjórar međ sjálfsbjargarviđleitni gera viđkomandi umsvifalaust ađ fórnarlambi. Ţeir svindla á honum. Ţeir aka krókaleiđir og stilla mćlinn á hćsta taxta. Reyna ađ lenda á rauđu ljósi og í umferđarteppu.
Ţegar seint og síđar meir áfangastađ er náđ ţá er túrinn farinn ađ slaga í 30 ţúsundkall.
Til er auđveld ađferđ til ađ verjast óheiđarlegum leigubílstjórum og komast hratt, örugglega og stystu leiđ á áfangastađ. Hún felst í ţví ađ taka á flugvellinum bíl međ GSP tćki á leigu. Svokallađan bílaleigubíl. Ţá getur ţú ađ auki ráđiđ ţví á hvađa útvarpsstöđ er stillt í bílnum. Ţađ skiptir máli.
![]() |
Varar viđ leigubílum viđ Oslóar-flugvöll |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
31.5.2015 | 13:18
Snýst ţetta allt um fégrćđgi?
Í umrćđunni um kjaraviđrćđur, verkföll, launakröfur, skattabreytingar, styttingu vinnuvikunnar, hćkkađ matarverđ, magabólgur og djöflatertur hafa lćgstu laun boriđ á góma. Sumum hefur orđiđ tíđrćtt um ađ ástćđa sé til ađ hćkka lćgstu laun. Jafnvel um einhverja ţúsundkalla á nćstu ţremur árum.
Ađrir hafa brugđist hinir verstu viđ. Ţeirra viđhorf er ţađ ađ hćrri laun greidd ómenntuđum skófluskríl muni gera útaf viđ menntun í landinu. Ţá verđi keppikefli allra ađ tilheyra hópi ómenntađa skrílsins. Ţađ verđi eftirsóknarverđasta takmark lífsins.
Kannski er kenningin rétt. Kannski sýnir enginn námi áhuga nema til ţess ađ fá hćrra kaup en ómenntađi skríllinn.
Ţetta ţarf ađ rannsaka. Einkum vegna ţess ađ margir eru svo vitlausir ađ ţeir rjúka í annađ nám en ţađ sem skilar ţeim síđar meir hćstu tekjum. Einhverjir eru meira ađ segja svo vitlausir ađ ţeir leggja á sig nám sem nýtist ţeim lítiđ sem ekkert á vinnumarkađi. Hvađ ţá ađ ţađ skili ţeim feitum launatékka.
Getur veriđ ađ Kári Stefánsson hafi hangiđ í skólum áratugum saman einungis vegna ţeirrar vissu ađ á endanum myndi hann fá góđ laun? Kannski hafđi hann aldrei áhuga á taugalífrćđi og erfđarannsóknum. Hvađ veit ég.
Ţegar ég ungur settist á skólabekk í Myndlista- og handíđaskóla Íslands ţá hafđi ég ekki hugmynd um ađ vera rekinn áfram af löngun í hćrri laun en ţau sem ég fékk ómenntađur í Álverinu í Straumsvík. Svo gekk ţađ ekki einu sinni eftir. Í heimsku minni hélt ég ađ skólagangan í MHÍ réđist af löngun til ađ lćra skrautskrift, olíumálun, vatnslitun, ljósmyndun, myndskreytingu, auglýsingateikningu og eitthvađ svoleiđis bull. Nú veit ég betur.
Fólki er ekki sjálfrátt. Ađ minnsta kosti sumu fólki. Ţađ veit ekki af hverju ţađ stundar nám í einhverju. Ţađ heldur ađ námiđ snúist um ađ frćđast um eitthvađ sem viđkomandi hefur gríđarlegan huga á. En svo í raun snýst ţetta um fégrćđgi: Ađ komast á annan launataxta en ómenntađi skríllinn.
![]() |
Háskólahugtakiđ útţynnt |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:53 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
30.5.2015 | 17:42
Fćreysk hljómsveit nefnd til Norrćnu tónlistarverđlaunanna
Fćreyska hljómsveitin Hamferđ er íslenskum rokkunnendum ađ góđu kunn. Hún hefur spilađ vítt og breytt um landiđ í slagtogi međ víkingarokksveitinni Skálmöld. Ţessar tvćr hljómsveitir hafa einnig haldiđ hópinn á hljómleikum erlendis. Hamferđ hefur sömuleiđis veriđ í slagtogi međ Sólstöfum og fćreysku Tý.
Í dag var tilkynnt ađ Hamferđ sé nefnd til Norrćnu tónlistarverđlaunanna ásamt Kammersveit Reykjavíkur, fiđluleikaranum Elfu Rún Kristinsdóttur og átta minni spámönnum (ja, reyndar eru sćnska óperusöngkonan Anne Sofie von Otter og finnska strengjasveitin Apocalyptica skćđir keppinautar. Ég á plötur međ ţeim. Ţađ segir sína sögu). Úrslitin verđa tilkynnt viđ hátíđlega athöfn 27. nóvember á ţessu ári. Vinningshafinn fćr 7 glóđvolgar milljónir í sinn vasa. Til viđbótar fylgir vinningnum gríđarmikil kynning, frćgđ og frami um öll Norđurlöndin og víđar.
Hamferđ spilar dómsdags-metal. Hljómsveitin er ţaulvön ađ sjá og sigra. Hún hefur hlotiđ allskonar verđlaun í Fćreysku tónlistarverđlaununum FMA. Ţá sigrađi hún í Wacken Battle. Og nú er röđin komin ađ Norrćnu tónlistarverđlaununm.
Hér lofar Hamferđ guđ sinn herra, hans dýrđlega nafn og ćru.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2015 | 16:50
Kvikmyndarumsögn
- Titill: Hrútar
- Handrit og leikstjórn: Grímur Hákonarson
- Helstu leikarar: Sigurđur Sigurjónsson, Theodór Júlíusson, Guzzi (Gunnar Jónsson), Charlotte Böving, Jörundur Ragnarsson...
- Einkunn: ****
Áđur en kvikmyndin Hrútar var tekin til sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum vann hún til verđlauna í Cannes í Frakklandi. Ţađ er helsta kvikmyndaráđstefna/hátíđ heims. Fyrst var myndin valin úr hópi fjögur ţúsund kvikmynda og síđan verđlaunuđ. Fyrsta og eina íslenska kvikmynd til ađ ná ţessum árangri. Og ţađ verđskuldađ.
Vandamáliđ sem fylgir er ađ áhorfandi í íslensku kvikmyndahúsi býst viđ miklu. Ţegar á reynir fer myndin rólega af stađ. Viđ kynnumst brćđrum, einyrkjum, á tvíbýli í sveit. Ţeir hafa ekki talast viđ í fjóra áratugi. Ţetta er alvanalegt í sveitum á Íslandi. Ekki endilega alveg eins. Í Skagafirđi ţekkti ég mćđgin sem bjuggu ein í sama húsi. Sonurinn talađi ekki viđ mömmu sína í áratugi.
Í Hrútum fáum viđ ekki upplýst hvađ olli ţagnarbindindi brćđranna. Enda aukaatriđi.
Frá fyrstu mínútum myndarinnar er glćsileg myndataka áberandi. Reyndar er allt glćsilegt en rembingslaust viđ myndina: Tónlist notuđ á áhrifaríkan hátt (samin af Atla Örvarssyni); íslenskt veđur á stórleik. Blessunarlega er - aldrei ţessu vant - engin áhersla lögđ á fallegt íslenskt landslag. Landslagiđ í myndinni er sviplítiđ og "venjulegt".
Er líđur á myndina taka viđ skondin atvik, óvćnt framvinda og af og til spennandi senur. Allt hjúpađ hlýju og samúđ međ persónum. Mest hvílir á leik Sigga Sigurjóns. Hann er frábćr í sínu hlutverki. Trúverđugur, brjóstumkennanlegur og ekta bóndi. Hann kann öll réttu handbrögđin. Ţađ leynir sér ekki ađ hann hefur veriđ í sveit og hefur bóndann í sér.
Fjárhópur og hundur leika vel og sannfćrandi. Einkum hundurinn.
Kynningarklippan (treilerinn) skemmir smá fyrir ţví sem gćti veriđ óvćnt uppákoma er annar bróđurinn skýtur á rúđur hins. Samt er nóg eftir sem gerir myndina áhrifaríka.
Orđiđ sem lýsir myndinni best er "magnađ". Ţetta er mögnuđ mynd. Ég mćli međ henni sem magnađri upplifun í bíósal.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
28.5.2015 | 20:35
Fermingardrengur dćmdur í fangelsi fyrir stuđning viđ ISIS
Fjórtán ára austurískur gutti hefur veriđ dćmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Tilefniđ er ađ hann ráđgerđi ađ ganga til liđs viđ geggjuđu hryđjuverkasamtökin ISIS (Ríki islam). Ekki nóg međ ţađ. Hann stefndi á ađ ferđast til Sýrlands og taka ţátt í hernađi ISIS gegn sýrlenskum stjórnvöldum. Ekki nóg međ ţađ. Upp um kauđa komst vegna ţess hversu áhugasamur hann var um ađ afla sér upplýsinga um sprengjugerđ. Ţađ ţykir ekki viđ hćfi krakka á fermingaraldri.
Hann langađi til ađ sprengja upp járnbrautastöđ í Sankt Pölten, höfuđborg Neđra-Austurríkis. Stráksi er fćddur í Tyrklandi en flutti sex ára gamall til Austurríkis. Hann viđurkenndi fúslega ađ hafa ţótt ţađ spennandi tilhugsun ađ hanna sprengju. Ţađ vćri alveg gaman ađ leika sér í byssó međ félögunum; en meira alvöru ađ sprengja alvöru sprengju.
Ţetta er ungt og leikur sér.
16 mánuđir af dómnum eru óskilorđsbundnir. 8 eru á skilorđi.
![]() |
Stúlkurnar í ţjálfun í Raqqa |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 29.5.2015 kl. 17:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
27.5.2015 | 21:42
Hryđjuverkasamtök undirbúa hlaup á Fćreyjar
Bandarísku hryđjuverkasamtökin Sea Shepherd hafa bođađ komu til Fćreyja 14. júní nćstkomandi. Opinberi tilgangurinn er ađ hindra hvalveiđar Fćreyinga. Óopinberi tilgangurinn - í bland viđ opinbera tilganginn - er ađ safna peningum frá frćga ríka fólkinu, svo sem heimsfrćgum kvikmyndastjörnum, poppstjörnum og fyrirsćtum. Fólki sem hefur enga ţekkingu á raunveruleika veiđimannaţjóđfélaga - en miklar ranghugmyndir.
Hryđjuverkasamtökin ćtla ađ standa vaktina í Fćreyjum fram í október.
Í fyrra mćttu samtökin til Fćreyja strax í júníbyrjun. Fátt bar til tíđinda allt sumariđ. Engu ađ síđur lugu SS ţví blákalt á heimasíđu sinni og víđar ađ samtökin hafi bjargađ lífi á annađ ţúsund hvala í Fćreyjum.
Dvöl SS-liđa í Fćreyjum í fyrra varđ besta ferđamálakynning sem Fćreyjar hafa fengiđ. 500 SS-liđar skrifuđu daglega statusa á Fésbók um daglegt líf sitt í Fćreyjum, blogguđu dagbókarfćrslur, tístu á Twitter o.s.frv. Ţeir birtu ljósmyndir af fegurđ eyjanna, sögđu frá elskulegri framkomu Fćreyinga viđ gesti, sögđu frá fćreyskum mat, list og fleiru.
Heimspressan mćtti hvađ eftir annađ á blađamannafundi SS í Fćreyjum. Leikkonan Pamela Anderson mćtti líka og hélt blađamannafund. Einnig frćgur leikari úr sjónvarpsţáttaröđinni Beverly Hills. Og einhverjir fleiri. Pamela kolféll fyrir fćreyskum neđansjávarljósmyndum. Kátínu vakti međal heimamanna er Pamela hélt fram ţeirri dellu ađ fjölskyldan sé hornsteinn hvalasamfélagsins. Ţegar hvalur sé drepinn ţá séu hans nánustu harmi slegnir. Ţađ megi jafnvel sjá tár á hvarmi fjarskyldra ćttingja.
Heimsbyggđin vissi ekki af Fćreyjum fyrr en í fyrra. Í áramótauppgjöri margra stćrstu fjölmiđla heimspressunnar voru Fćreyjar útnefndar sem stađur til ađ heimsćkja 2015. Ţađ er ferđamannasprengja í Fćreyjum. Eina vandamáliđ er ađ frambođ á farseđlum međ flugi eđa Norrćnu er ekki nćgilegt. Sömuleiđis er skortur á gistirými. Fćreyingar eru ekki búnir undir ţennan nýtilkomna áhuga heimsbyggđarinnar á eyjunum fögru.
Danska drottningin kemur í opinbera heimsókn til Fćreyja á sama tíma og SS. Líklega er ţađ markađsbragđ hjá SS ađ mćta á sama tíma, vitandi ađ fjölmiđlar fylgja drottningunni hvert fótspor.
Einn af ţeim sem hrifist hefur af mögnuđu landslagi Fćreyja er kvikmyndaleikstjórinn Steven Spielberg (ţekktur fyrir m.a. "Jaws", "Jurassic Park", "Indiana Jones" og "Schindler´s List"). Hann ćtlar ađ skjóta kvikmynd í Fćreyjum í sumar. Myndin heitir "A big friendly giant". Ţađ sér ţví hvergi fyrir enda á heimsfrćgđ Fćreyja.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 22:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
26.5.2015 | 12:12
Svona er PIN-númerum stoliđ og hve auđvelt er ađ verjast ţví. Ekki gefa vonda kallinum peningana ţína!
Mikill áróđur er rekinn fyrir ţví ađ fólk leggi PIN-iđ á minniđ. Allflestir nota greiđslukort í stađ reiđufés. Ţađ er til ađ hagnađur bankanna sé viđunandi. Ţeir fá prósentur af hverri kortafćrslu.
Gallinn viđ kortin og PIN-iđ er hversu auđvelt er ađ stela númerinu og misnota. Vondi kallinn gerir ţađ. Hann kaupir sér hitamyndavél í nćstu Apple-búđ; festir hana á bakhliđ iPhones síns. Svo tekur hann mynd af takkaborđi PIN-tćkisins án ţess ađ nokkur taki eftir. Hitamyndavélin sýnir á hvađa tölustafi var ýtt af nćsta kúnna á undan og í hvađa röđ.
Međ sömu ađferđ er hćgt ađ komast yfir leyninúmer viđ inngöngudyr, öryggishólfa og allskonar.
Góđu fréttirnar eru ađ auđvelt er ađ verjast ţessu. Ţađ er gert međ ţví ađ villa um fyrir vonda kallinum. Til ađ mynda međ ţví ađ styđja á fleiri takka en ţá sem hýsa leyninúmeriđ. Hamast á ţeim hverjum á fćtur öđrum. Ţá fćr hitamyndavélin rangar upplýsingar.
Vísindi og frćđi | Breytt 7.6.2016 kl. 19:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
25.5.2015 | 00:43
Hamborgari og danskar
Ég skrapp á veitingastađ í dag. Á nćsta borđi sat ungur mađur. Eftir nokkurn tíma kom afgreiđsludama međ á diski handa honum hamborgara og nokkrar afskrćldar - og sennilega sođnar - kartöflur. Mađurinn brást hinn versti viđ. Hann gargađi pirrađur: "Hvađ er eiginlega í gangi?"
Afgreiđsludaman: "Hvađ áttu viđ? Er ekki allt í lagi?"
Mađurinn: "Allt í lagi? Ertu vönkuđ?"
Daman: "Hvađ er ađ?"
Mađurinn: "Hvađa rugl er međ ţessar kartöflur?"
Daman: "Ţú pantađir hamborgara og danskar. Ţetta eru danskar kartöflur."
Mađurinn: "Ég pantađi hamborgara og franskar. Franskar en ekki einhverjar djöfulsins danskar kartöflur!"
Daman: "Ekkert mál. Mér heyrđist ţú biđja um danskar. Ég skal sćkja franskar."
Hún skottađist eftir vćnum skammti af frönskum kartöflum. Og hló mikiđ er hún lagđi ţćr á borđiđ hjá manninum. Hún sagđi: "Ţetta er ekki falin myndavél en ég var samt ađ stríđa ţér."
Mađurinn tók gleđi sína á ný og fór líka ađ hlćja. Ég fékk á tilfinninguna ađ ţau ţekktust og ţarna hafi veriđ um kunningjahrekk ađ rćđa.
Spaugilegt | Breytt 3.6.2016 kl. 18:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
24.5.2015 | 03:03
Hverjir eiga Bónus?
Ég er ekki međ ţađ á hreinu hver eđa hverjir eiga Bónus í dag. Eđa Haga sem á Bónus. Er ţađ ekki ađ uppistöđu til lífeyrissjóđir lćgst launađa fólks landsins? Hverjir fara međ stjórn Haga? Er ţađ ekki fólk međ 5 - 6 milljón króna mánađarlaun? Plús fríđindi af öllu tagi.
Lćgst launađa fólkiđ borgar hćstu launin. Ţađ er metnađur. Eđa hvađ veit ég? Á mér ekki ađ vera sama? Ekki vinn ég ţarna.
![]() |
Loka ţyrfti öllum verslunum Bónuss |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2015 | 21:16
Hrottalegar tannlćkningar
Svo bar til fyrir nokkrum áratugum ađ í kaupstađ úti á landi tók til starfa ađfluttur tannlćknir. Ţetta var fyrir daga tímaritsins Séđ og heyrt. Síđar átti hann eftir ađ birtast ţar á blađsíđum. Og reyndar víđar.
Tannlćknirinn fór ekki ađ öllu leyti trođnar slóđir. Bróđir minn lét hann gera viđ tönn í sér. Á međan gert var viđ tönnina rétti tannsi honum af og til sprittbrúsa og sagđi honum ađ súpa á og skola. Ţess á milli tók tannsi sjálfur stóra gúlsopa af sprittinu. Ţađ gekk hratt á sprittflöskuna. Ţađ leyndi sér ekki ađ tannsi var kominn međ magabólgur. Var óstöđugur á fótum og vinnubrögđ fálmkennd. En allt gekk samt ţokkalega ađ mestu.
Öđru sinni mćtti til tannsa lágvaxin og nett kona. Hún var ađ sćkja til hans gervigóm. Tannsi hóf ađ trođa gómnum upp í hana. Hann reyndist vera of stór. Viđ ţađ fćrđist hann allur í aukana og tók kellu haustaki. Leikar fóru ţannig ađ hann snéri konuna niđur í gólfiđ. Ţar rifnađi út úr munnvikum hennar. Bar ţá ađ ađstođarmann eđa lćrling tannsa. Hann var ađ leita ađ gómi sem veriđ var ađ hreinsa fyrir tiltekinn karlmann.
Tannsi var ađ trođa upp í konuna ţeim tanngómi. Ţegar eiginmađur konunnar skammađi hann sagđi tannsi honum ađ ţakka fyrir ađ ţetta hafi veriđ gómurinn eftir hreinsun en ekki fyrir.
Grunnskólabörn voru send í skođun og tannviđgerđir hjá tannsa. Hann varđ uppiskroppa međ deyfilyf. Hann gerđi sér lítiđ fyrir og rotađi börn sem ţurftu á deyfingu ađ halda. Kunni trixiđ. Fagmennska. En ţetta lagđist illa í foreldra. Spratt upp óvild í garđ tannsa sem leiddi til ţess ađ hann var flćmdur burt úr plássinu. Svo varđ hann frćgur flugdólgur.
![]() |
Tannlausir og blóđugir krakkar hjá tannlćkninum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Lífstíll | Breytt 23.5.2015 kl. 09:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
21.5.2015 | 20:24
Besti veitingastađur af öllum á Norđurlöndunum
Árlega er viđ hátíđlega athöfn valinn, kosinn, útnefndur og krýndur besti veitingastađur á Norđurlöndum. Leitin ađ vinningsstađnum fer fram í nokkrum áföngum. Í ár enduđu í lokavali Marchal í Kaupmannahöfn í Danmörku, Ylajali í Ósló í Noregi, Ask í Helsinki í Finnlandi, Esperanto í Stokkhólmi í Svíţjóđ og Koks í Ţórshöfn í Fćreyjum.
Athygli vekur ađ allir veitingastađirnir sem náđu eftir harđsnúna keppni í lokaúrslit eru stađsettir í höfuđborgum landanna.
Ég hef ekki snćtt á neinum af nefndum veitingastöđum öđrum en Koks í Ţórshöfn. Samt kemur ţađ mér ekki á óvart ađ Koks hafi nú formlega veriđ sćmdur nafnbótinni "Besti veitingastađur Norđurlandanna". Ţvílíkur sćlkerastađur. Annar eins er ekki fundinn.
Reyndar veita nokkrir ađrir veitingastađir í Fćreyjum Koks harđa samkeppni.
Kokkarnir á Koks nota einungis fćreyskt hráefni. Ţeir byggja matreiđslu sína ađ verulegu leyti á fćreyskum matarhefđum. Međal annars ţess vegna er matseđillinn árstíđabundinn.
Ţegar Fćreyjar eru sóttar heim ţá er góđ upplifun ađ snćđa á Koks. Vegna ónýtu íslensku krónunnar er ţađ pínulítiđ dýrt. En samt hverrar krónu virđi.
![]() |
Maturinn skemmist í tollinum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
20.5.2015 | 21:59
Einfćttur hrekkur
Keith Moon, tommuleikari bresku rokkhljómsveitarinnar The Who, var lífsglađur og uppátćkjasamur grallari. Ađ vísu ekki lífsglađari en svo ađ hann fór í keppni viđ bítlana John Lennon og Ringo Starr, svo og söngvarann Harry Nilson, um ţađ hver yrđi fyrstur til ađ drekka sig í hel. Baráttan var hörđ og illvíg. Menn drukku allskonar og ćldu yfir margar sćtarađir og viđstadda ţegar best lét. Hvergi dugđi til ţó ađ fram kćmu menn sem vottuđu um edrúmennsku ţeirra og ćluleysi. Ţeir hefđu ekki einu sinni étiđ túlípana hvađ ţá meira. Hinsvegar vćru ţeir međ magabólgur.
Keith vann keppnina. Harry Nilson náđi 2. sćti. John Lennon var myrtur. Ringó er einn eftir.
Ţrátt fyrir góđar tekjur var Keith alltaf stórskuldugur. Uppátćki hans voru mörg hver dýr. Til ađ mynda ađ henda sjónvörpum út um hótelglugga og keyra glćsibílum út í sundlaug.
Eitt sinn fékk Keith vin í liđ međ sér til ađ kíkja í vinnugallafataverslun. Ţeir sýndu tilteknum gallabuxum áhuga. Til ađ reyna á styrkleika vörunnar tóku ţeir í sitthvora skálmina og rykktu samtaka í af öllum kröftum. Viđ ţađ rifnuđu buxurnar í sundur í miđju. Kapparnir héldu á sitthvorum helmingnum.
Afgreiđslufólk búđarinnar fékk nett áfall og horfđi í forundran á. Áđur en hendi var veifađ hoppađi inn í búđina einfćttur betlari (sem Keith hafđi borgađ fyrir ađ taka ţátt í sprellinu). Hann hrópađi: "Einmitt ţađ sem ég var ađ leita ađ. Ég ćtla ađ fá tvo svona vinstri buxnahelminga!"
![]() |
Einfćttri konu vísađ af rauđa dreglinum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Spaugilegt | Breytt 2.6.2016 kl. 20:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)