Tónlist hefur gríđarlega mikil áhrif á bragđskyn

  Viđ vitum ađ augađ hefur áhrif á bragđskyn.  Mjög svo.  Af skynfćrum okkar er bragđskyniđ frekar lélegt í ađ skilgreina hlutina.  Ţađ er auđvelt ađ plata bragđskyniđ út og suđur.  

  Ţađ er engin tilviljun ađ til sé músíkstíll kenndur viđ kvöldmáltíđ,  dinnerdjass.  Dinnerdjass sveipar kvöldmáltíđ veislulegri og afslappađri stemmningu.  Ţegar veitingastađur međ asískan mat er heimsóttur skiptir miklu máli ađ ţar sé spiluđ asísk músík. Ţegar spćnskur veitingastađur er sóttur heim skiptir máli ađ ţar sé spiluđ spćnsk músík.

  Tónlistin getur stýrt bragđskyni á borđ viđ krydd á borđ viđ salt,  súrsćtt bragđ og svo framvegis.  Til gamans má geta ađ samkvćmt rannsókn ţá bragđast breski ţjóđarrétturinn fiskur og franskar (fish & chips) best viđ undirleik tónlistar Bítlanna.   

  Kaffi, desertar og ađrir eftirréttir bragđast best undir flutningi óperusöngva.  


Jón Ţorleifs og uppreisn á elliheimili

jón ţorleifs 3

  Jón Ţorleifsson,  rithöfundur og verkamađur,  mćtti mótlćti í lífinu alla sína löngu ćvi.  Hann ţótti sérlundađur unglingur og varđ fyrir ađkasti.  Ég veit ekki hvort ađ um einelti var ađ rćđa eđa saklausa stríđni.  Ţađ var skopast ađ gormćlgi hans.  Ţađ varđ til ţess ađ hann ákvađ ungur ađ tala aldrei í útvarp,  sjónvarp né á fundum.  Hann sagđist ekki vilja gera andstćđingunum til geđs ađ snúa út úr málflutningi hans međ háđsglósum um gormćlgina. 

  Jafnaldrar Jóns lögđu hart ađ honum ađ drekka áfengi og reykja á unglingsárum.  Jón harđneitađi ađ verđa viđ ţví.  Ţađ kostađi glens á kostnađ hans.  Á gamals aldri ţótti honum notalegt ađ ţiggja stórt Irish Coffee glas eđa tvö.  Hann gerđi ekki athugasemd viđ ađ whisky-slurkurinn vćri plássfrekari í drykknum í seinna glasinu.  Ţá varđ hann rjóđur í vanga og hláturmildur.

  Ég hef heimildir frá öđrum en Jóni um ađ hann hafi veriđ samviskusamur og röskur til vinnu.  

  Eitt sinn klćddi ég međ furu stofu í íbúđ sem ég keypti.  Fyrir voru veggir međ betrekki sem lá upp í fallega gifsskreytingu í lofti.  Ég tók einn og einn vegg fyrir í einu.  Fjarlćgđi betrekkiđ og grunnmálađi vegginn áđur en furunni var neglt á ţá.

  Jón kom í heimsókn  Hann var snöggur ađ hlaupa undir bagga.  Hann tćtti betrekkiđ svo kröftuglega af veggnum ađ stór hluti af gifsskreytingunni fylgdi međ. Til ađ bjarga afganginum af gifsskreytingunni fékk ég ann til ađ byrja ađ negla upp furuborđin.  Hann tók ţau engum vettlingatökum.  Hann lúbarđi ţau svo ađ ţau mörđust viđ hvert hamarshögg og naglar beygluđust.  Ţađ kom ekki ađ sök.  Flestir marblettir hurfu undir fals á nćsta furuborđi.

  Á međan á framkvćmdum stóđ mćtti Jón á hverju kvöldi.  "Ţađ munar um ađ vera međ mann vanan byggingavinnu til ađstođar," sagđi hann drjúgur á svip.

  Á miđjum aldri slasađist Jón á baki.  Ţađ var vinnuslys.  Eftir ţađ gat hann ekki unniđ neina vinnu sem reyndi á líkamann.  Hann var settur á örorkubćtur.  Hann hafnađi ţeim og vildi létta vinnu.  Ţađ gekk ekki upp.  Jón kenndi verkalýđsforingjunum Gvendi Jaka og Eđvarđi Sigurđssyni um ađ leggja stein í götu sína.  Jón var atvinnulaus án allra bóta til margra ára.  Honum til bjargar varđ ađ hann átti dýrmćtt bókasafn.  Úr ţví seldi hann perlur eftir ţví sem hungriđ svarf ađ.

  Sumir halda ţví fram ađ Jón hafi sjálfur málađ sig út í horn.  Hann hafi ekki viljađ ţiggja ađstođ frá réttum ađilum.  Hann hafi túlkađ allt á versta veg og fariđ í stríđ viđ ţá.  Hann hafi nćrst á ţví ađ vera píslavottur.  Ég ćtla ađ ţađ sé sannleikskorn í ţví.  Hinsvegar ţykir mér líklegast ađ Jón hafi einfaldlega ekki kunnađ á rangala kerfisins.  Ekkert vitađ hvert hann gat snúiđ sér.  Né heldur hver hans réttur til ađstođar og bóta var.

  Seint og síđar meir varđ Jón ţeirrar gćfu ađnjótandi ađ ramba inn á skrifstofu til Helga Seljan,  fyrrverandi alţingismanns en ţá ritstjóra tímarits Öryrkjabandalagsins. 

  Í tímariti Öryrkjabandalagsins var vísnaţáttur.  Erindi Jóns til Helga var ađ lauma ađ honum vísu til birtingar í blađinu.  Áđur en Jón náđi ađ snúa sér viđ var Helgi búinn ađ koma öllum hans hlutum í lag.  Ţar á međal ađ ganga frá langvarandi rugli og hnúti međ skattamál Jóns.  Helgi kom Jóni á eđlileg ellilaun.  Nokkru síđar var hann jafnframt kominn međ rúmgott húsnćđi á öldrunarheimili í Hlíđunum.  Ţar fékk hann mat og drykk á öllum matmálstímum.

  Eftir kynni Jóns af Helga blómstrađi hann.  Helgi er einn örfárra embćttismanna sem kunni lag á Jóni.  Ţar ađ auki birti hann vísur eftir Jón í Öryrkjablađinu.  Ţađ ţótti Jóni mikil upphefđ.

  Á öldrunarheimilinu átti Jón ađ borga 25 ţúsund krónur á mánuđi (fyrir veitingar,  ţvotta,  herbergi o.s.frv.).  Gíróseđlunum safnađi Jón samviskusamlega saman en borgađi aldrei neitt.  Í hvert sinn sem ég heimsótti Jón dró hann fram bunkann og sagđi:  "Sjáđu hvađ ţessi er orđinn stór!"    

 Á nokkurra vikna fresti kallađi stjórn elliheimilisins Jón á sinn fund.  Ţar var af nćrfćrni óskađ eftir ţví ađ skuldamáliđ yrđi leyst međ góđri lendingu fyrir alla.  Stofnunin safnađi ekki peningum heldur ţyrftu herbergin ađ standa undir útlögđum kostnađi.  Jón sagđist hafa fullan skilning á ţví.  Tveir kostir vćru í stöđunni.  Annar - og sá sem Jón mćlti eindregiđ međ - vćri sá ađ rukka menn sem skulduđu Jóni milljónir króna.  Ţar fćri fremstur í flokki Gvendur Jaki.  Nćsti skuldunautur vćri Eđvarđ Sigurđsson.  

  "Rukkiđ ţessa glćpamenn af fullum ţunga," ráđlagđi Jón og bćtti viđ:  "Ég skal kvitta undir hvađa pappír sem er ađ ykkur sé heimilt ađ ganga ađ ţeim í mínu nafni."

  Hinn kosturinn sem Jón benti á - en mćlti ekki sérlega međ - var sá ađ honum sjálfum yrđi stungiđ inn í skuldafangelsi á Litla-Hrauni.  "Á tírćđisaldri skiptir mig ekki svo miklu máli hvar ég hef húsaskjól og fćđi.  Ég held ađ ég eignist ekki fleiri vini ţar en hér.  Sem er enginn!"

-----------------------------

Fleiri sögur af Jóni: Hér 

----------------------------- 

Ef smellt er á ţennan hlekk -hér - og skrollađ niđur síđu Vísis ţá neđst til vinstri má sjá frétt af eftirmála ţess er Jón reif hátíđarrćđu af Eđvarđi Sigurđssyni á 1. maí hátíđarhöldunum 1975.       


Vopnađir innbrotsţjófar fengu hirtingu. Ekki fyrir viđkvćma!

  Fjörtíu og níu ára gamall mađur svaf vćrt ásamt konu sinni í Cordoba í Argentínu.  Um klukkan hálf fjögur var ţögnin í húsinu rofin.  Ţađ leyndi sér ekki ađ óbođnir gestir höfđu brotist inn í íbúđina.  Mađurinn spratt á fćtur eins og stálfjöđur til ađ kanna máliđ.  Fyrr en varđi stóđ hann fjögur ungmenni ađ verki;  ţrjá drengi og eina stúlku.  

  Tveir drengjanna voru vopnađir byssum.  Ţeim gafst ekki tóm til ađ munda ţćr til gagns.  Mađurinn brá eldsnöggt japönsku samuraia-sverđi á loft og lagđi til ţeirra.  Hann kunni ađ beita ţví.  Innbrotsţjófarnir komu engum vörnum viđ.  Eina ráđiđ var ađ flýja eins hratt og fćtur toguđu og forđa sér á bíl.  Ökuferđin fékk snautlegan endi. Ökumađurinn leiđ út af vegna blóđmissis og klessukeyrđi bílinn.  Farţegarnir voru engu betur settir.  Bíllinn flaut í blóđi.

  Rćningjarnir verđa ekki til stórrćđa á nćstunni.  Ţeir fá ađ sleikja sárin á bak viđ lás og slá.  Ţeir munu bera ljót ör ţađ sem eftir er.  

innbortsţjófurinnbortsţjófur2innbortsţjófur3rćningjabíll   


Blautklútar fjarlćgđir úr verslunum vegna skađsemi

  Fyrir mánuđi síđan - eđa ţví sem nćst - skýrđi ég samviskusamlega frá ţví á ţessum vettvangi hversu hćttulegir blautklútar geta veriđ.  Í ţví sambandi vísađi ég til skelfilegrar reynslu Evu Tausen af ţeim.  Hún situr uppi međ skaddađa sjón.  Svo skaddađa ađ hún er ófćr um ađ aka bíl.

  Eva er ein ţekktasta söngkona Fćreyja.  Hún hefur jafnframt náđ frama á heimsmarkađi í kántrý-deildinni.  Náđ toppsćti kántrý-vinsćldalista víđa um heim og hlotiđ alţjóđleg verđlaun.  Um ţetta má lesa međ ţví ađ smella snöfurlega á ţennan hlekk:  hér

  Fćreyskir fjölmiđlar fjölluđu eđlilega vel og rćkilega um sjónskađa Evu.  Ţá spruttu upp hinar ólíklegustu konur og vitnuđu um hliđstćđa reynslu af blautklútunum.  Korniđ sem fyllti mćlinn var ţegar Oda Kjartansdóttir Ström steig fram í vikunni og lýsti í fćreyska útvarpinu sjónskađa sem klútarnir ollu henni.  Nú hafa blautklútarnir veriđ fjarlćgđir úr fćreyskum verslunum.  Ţeir heita First Price.  Eru til sölu í íslenskum búđum.  Fólki er ráđlagt ađ nota í andlitiđ einungis blautklúta međ svansmerkinu.      

  


Samgleđjumst vegna rausnalegra launahćkkana

   Eđlilega hafa ríflegar nýsamţykktar launahćkkanir stjórnenda HB Granda vakiđ athygli.  Ţó eru ţađ ekki nema 33% hćkkanir. Minni athygli hafa vakiđ 75% launahćkkanir stjórnarmanna VÍS.  Ţegar betur er ađ gáđ er ekki um háar launagreiđslur ađ rćđa.  Menn eru ađ fá ţetta 200 til 350 ţúsund kall fyrir ađ sitja mánađarlegan stjórnarfund.  Hann getur teygst alveg yfir í á annan klukkutíma.  Á móti vegur ađ gott kaffibrauđ er á borđum.  Engu ađ síđur eru stjórnarfundir leiđinlegir.  Ef laun stjórnamanna vćru lćgri myndi enginn fást til ađ taka sćti í stjórn svona fyrirtćkja. Ţeir myndu allir sem einn flytja til útlanda.  Útlend fyrirtćki myndu togast á um ţá ef stjórnarlaun ţeirra á Íslandi vćru skorin viđ nögl.

 Ţar fyrir utan fá stjórnarmenn ýmissa annarra íslenskra fyrirtćkja alveg upp í 1,2 milljónir í mánađarlaun fyrir fundinn.  

 Ţetta er fagnađarefni.  Ţetta stađfestir ađ fyrirtćkin eru vel rekin.  Ţau hafa efni á ţessu. Ţau búa viđ gott atlćti.  Ennţá betra er ađ eigendur ţessara sömu fyrirtćkja eru ađ greiđa sér ţessa dagana allt upp í nokkra milljarđa í arđ.  Ţađ er reisn yfir ţví.

  Ómenntađi skófluskríllinn nýtur góđs af.  Hann er ofdekrađur.  Hver sem ţiggja vill fćr 3,5% launahćkkun á nćstu dögum.  Liđiđ ţarf ekkert ađ gera annađ en samţykkja ţađ.  Nýveriđ fengu allir starfsmenn HB Granda íspinna ađ gjöf frá fyrirtćkinu.         

íspinni

  


mbl.is Stjórn VÍS fékk 75% hćkkun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Svefninn göfgar

  Eitt sinn eftir kvöldlokun á bar í Ármúla varđ umsjónarkona vör viđ ađ einhver var ennţá inni á karlaklósettinu. Dyrnar ţar voru lćstar.  Hún bankađi á hurđina og kallađi.  Viđbrögđ voru engin.  Hún brá á ţađ ráđ ađ hringja á leigubíl međ ósk um ađstođ viđ ađ opna hurđina.  Leigubílstjóri kom og hafđi međferđis verkfćratösku.  Áđur en hann hófst frekari handa bankađi hann hraustlega á klósetthurđina međ skafti á stóru skrúfjárni.  Skaftiđ náđi ađ magna upp hávćrt hljóđ sem bergmálađi um herbergiđ.  

  Eftir nokkur högg heyrđust ţungar stunur fyrir innan.  Einhver var ađ rumska ţar.  Leigubílstjórinn herti á bankinu.  Ţá heyrđist hrópađ frá klósettbásnum hátt og reiđilega:  "Hćttu ţessum helvítis hávađa!  Ţađ er enginn svefnfriđur!

  


mbl.is Svaf í strćtó og endađi í fangaklefa
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Kristin hljómsveit í blóđugum átökum viđ lögregluna

  Bandaríska hljómsveitin Matthew 24 now er ţekkt fyrir kristilegan bođskap.  Ţetta er svokölluđ guđspjallahljómsveit (gosepel).  Enda veitir ekkert af ađ bođa kristilegan kćrleika,  ást og friđ hvar sem ţvi verđur viđkomiđ.  Í heimi ţjáđum af ofbeldi, andúđ og hatri,  fordómum og heift er kćrleikur og ást sterkasti mótleikurinn.    

  Á dögunum lentu liđsmenn hennar í útistöđum viđ starfsmenn matvörumarkađarins Walmart í Arizona.  Walmart er bandaríska Bónus-keđjan (ódýrasta lágvöruverslunin). Lögreglan var kölluđ til.  Ţá brá svo viđ ađ liđsmenn hljómsveitarinnar buđu ekki fram vinstri kinnina heldur hnefa.  

  Ţegar á leiđ átök var gripiđ til skotvopna.  Einn í hljómsveitinni var skotinn til bana.  Lögreglumađur var einnig skotinn.  En tórir.

  Áríđandi er ađ taka fram ađ framganga liđsmanna Matthew 24 Now er ekki til fyrirmyndar né dćmigerđ fyrir hegđun milljarđa kristinna.    

  Hér má sjá myndband af atburđarrásinni.  Betur hefđi fariđ á fađmlögum,  knúsi og blessun.    


Jafnaldrar í góđum gír

  Fátt er skemmtilegra en ađ fylgjast međ fólki fagna afmćli sínu.  Hver afmćlisdagur er sigur.  Honum fylgir sigurgleđi og ţakklćti fyrir ađ hafa orđiđ ţess ađnjótandi ađ bćta enn einu árinu í reynslubankann.  Međ tilheyrandi allri ţeirri skemmtun sem síđasta ár bauđ upp á.

  Hér međ fćri ég Sigmundi Davíđ Gunnlaugssyni,  forsćtisráđherra míns og ykkar,  bestu afmćliskveđjur.  Ţađ var ekki seinna vćnna ađ halda upp á afmćliđ röskum mánuđi eftir fćđingardaginn.  Apríl er ađ mörgu leyti heppilegri til hátíđahalda en mars (sem er frekar dauflegur mánuđur).

  Forsćtisráđherrann okkar er fertugur.  Ég hef sterkan grun um ađ hann sé í hópi yngstu forsćtisráđherra Íslands.  Og jafnvel ţó leitađ sé út fyrir landsteina.

  Eitt ţađ skemmtilega viđ aldur forsćtisráđherrans er ađ hann er á svipuđum aldri og Blaz Roca.  Ţađ telur ţó ađ ţeir hafi ekki mćtt í fermingarveislu hjá hvor öđrum.

  


mbl.is Stemning í fertugsafmćli Sigmundar Davíđs
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Týndir feluleikstjórar

  Í gćr átti ég erindi í sćnsku húsgagnaverslunina Ikea í Grđabć.  Ţar var allt í rugli og upplausn.  Ađ mér skilst hafđi veriđ auglýstur feluleikur fyrir  börn í búđinni.  Búđin er hönnuđ sem völundarhús ađ hćtti gatnakerfis Kópavogs.  Ţar er alla daga fólk úr nágrannasveitafélögum illa áttađ.  Ţađ hefur týnt sér til langs tíma og finnur sig ekki fyrr en seint eđa aldrei.  Ţetta er líka ástćđan fyrir íbúafjölgun í Kópabogi.  Fólk ćtlar ađ keyra í gegnum Kópavog á leiđ til Garđabćjar eđa Hafnarfjarđar.  Áđur en hendi er veifađ er ţađ orđiđ íbúar í Kópavogi og ratar ekki út.

  Ikea hafđi ráđiđ tvo hámenntađa og ţjálfađa útlenda feluleikstjóra til leiks.  Ţeir fundust hvergi ţegar feluleikurinn átti ađ hefjast.  Ţeir eru ekki ennţá fundnir.  Óstađfestur orđrómur er um ađ ţeir hafi hugsanlega villst til Akureyrar.  Heyrst hefur af tveimur umkomulausum strandaglópum í reiđuleysi á KEA hótelinu.  Í KEA.  

  Ţađ er lán í óláni ađ hinir týndu séu ţrautţjálfađir í feluleiknum "Týndur - fundinn".  Nćsta víst er ađ ţeir vćru miklu týndari ef ţetta hefđu veriđ amatörar.    

  


mbl.is Feluleiksstjórar IKEA ófundnir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Verđmćti urđuđ međ reisn

  Íslendingar eru framarlega í hópi ríkustu ţjóđa heims.  Á nćstu dögum fara Íslendingar á ţvílíkt flug ađ hinar ríku ţjóđirnar verđa skildar eftir á brúsapalli.  Ţökk sé stöđugleikaskattinum.  Eftir örfáa daga heyra gjaldeyrishöft fortíđinni til.  Verđa um leiđ ađhlátursefni eins og mannanafnalöggan,  bjórbanniđ,  sjónvarpslausir fimmtudagar,  einkasala Mjólkurbúđa á mjólk,  einkasala Osta- og smjörsölunnar á ostum og banni á bingóspili á frjósmishátíđ Freyju.  

  Íslenska auđmannasamfélagiđ hendir á haugana á nćstu dögum stólum ađ marg milljóna króna virđi.  Stólarnir fara á sama ruslahaug og gríđarlega mikiđ magn af úrvalsgóđum matvćlum sem nálgast síđasta söludag (löngu áđur en kemur ađ síđasta neysludegi).  Á sama ruslahaug fer reglulega mikiđ magn af innlendri framleiđslu á grasi,  sömu vöru og seld er á kaffihúsum í Hollandi og seld er í lćkningaskini í Bandaríkjum Norđur-Ameríku.  

  Íslenska auđmannaţjóđfélagiđ ţarf hvergi ađ horfa í sparnađ.  Bruđl á öllum sviđum hentar betur lífstíl auđmannaţjóđfélags.  Svo ađ enginn freistist til ađ hirđa milljóna króna stóla Reykjavíkurborgar er viđ hćfi ađ mölbrjóta ţá í smćstu einingar um leiđ og ţeir eru urđađir engum til góđa.  

  Á undanförnum mánuđum hefur straumur erlendra ferđamanna til Íslands margfaldast.  Á ţessu ári eru líkur á ađ hátt í hálf önnur milljón ferđamanna komi međ alla vasa úttrođna af peningum.  Ţeir fylla veitingastađi landsins, hótel, leigđa bíla, ţyrlur og rútur.  Ţeir fylla gjaldeyrishirslur Seđlabankans svo út úr flćđir.  

  Til ađ fagna ţessari nýju gjöfulustu auđlind landsins hefur veriđ lagt fram frumvarp um nýjan nefskatt á Íslendinga í formi reisupassa.  Ţađ er reisn yfir ţví.     


mbl.is Stóla á ađ borgin fargi stólunum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Geggjuđ söfnunarárátta

10 karla kona

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Um 2% manna eru haldin söfnunaráráttu.  Alvöru ţráhyggjukenndri áráttu.  Viđ erum ekki ađ tala um ţá sem eiga 500 geisladiska af ýmsu tagi međ flytjendum úr öllum áttum, 100 DVD og 20 sokkapör.  Viđ erum ađ tala um ţá sem safna öllum geisladiskum er tengjast einum tilteknum tónlistarmanni eđa hljómsveit; öllum DVD međ tengingu viđ viđkomandi - jafnvel mjög langsóttum.  Jafnframt allskonar glingri og dóti merktu hlutađeigandi (glös, lyklakippur, pennar, skyrtubolir, húfur, veggmyndir o.s.frv.).

  Krakkar og unglingar fara iđulega í gegnum tímabil söfnunar.  Ţađ er eđlilegur liđur í ţroska til sjálfstćđis,  svo og eđlilega keppnisáráttu og ţörf til ađ sanna sig; skara fram úr.  Svo eldist ţađ af ţeim. Ţegar söfnunaráráttan heldur áfram og eflist međ aldrinum er um arfgenga ţráhyggju ađ rćđa.  Hún tengist taugabođefnum (serótíni og dópamíni) og stafar af ofnćmisviđbrögđum viđ sýkingu.  Hún flokkast sem geđröskun í flokki međ Tourette,  einhverfu og geđklofa. Einstaklingurinn hefur ekki fulla stjórn á sér.  Áráttan rćđur för.       

 Söfnunarárátta getur tekiđ á sig ýmsar og óvćntar myndir.  Bandarísk kona, Liana Barientos, safnar eiginmönnum.  Hún sćtir ákćru fyrir ađ eiga í eiginmannasafni sínu 10 stykki.  Ţeir vissu ekki hver af öđrum fyrr en nýveriđ.  Mesta athygli vekur ađ ţeir eru mismunandi.    

  


mbl.is Giftist 10 sinnum án ţess ađ skilja
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Jón Ţorleifs slátrađi stjórnmálaflokki

jon_orleifs

jakinn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Jóni Ţorleifssyni,  rithöfundi og verkamanni,  var lítt um Gvend Jaka gefiđ.  Ég hef ţegar sagt sögur af ţví - og hćgt er ađ fletta ţeim upp hér fyrir neđan.  Jón hafđi sínar ástćđur fyrir andúđ á Gvendi Jaka.  Andúđin jókst međ árunum fremur en hitt.

  Einn góđan veđurdag fékk Jón sér hádegisverđ á veitingastađ.  Ţađ var ekkert óvenjulegt.  Ţađ var venjulegt.  Ţar komst hann yfir glóđvolgt eintak af DV ţess dags.  Á baksíđu var lítil frétt um lítinn fund á Akureyri. Fundarefniđ var ţađ ađ ţrjú lítil stjórnmálasamtök (utan fjórflokksins) hugđust kanna möguleika á sameiningu.

  Ţetta var sennilega um eđa eftir 1990.  Mig minnir ađ Borgaraflokkurinn hafi veriđ ţarna um borđ.  Ég man ekki hver hin samtökin voru.  Ég ţigg međ ţökkum ef einhver man eftir ţví hver ţau voru.  Í fréttinni kom fram ađ Gvendur Jaki yrđi fundarstjóri.  

  Jón óttađist ađ Gvendur ćtlađi sér hlutverk í nýju sameinuđu stjórnmálaafli.  Hann brá viđ skjótt.  Vélritađi upp međ hrađi greinargerđ um meintan glćpaferil Jakans.  Hann kunni ekki fingrasetningu lyklaborđs og sóttist verkiđ hćgt.  En fór á flug vegna tímapressunnar.  Ákafinn bar hann hálfa leiđ.  Svo var rokiđ á nćstu ljósritunarstofu og greinargerđin fjölfölduđ.  Ţessu nćst var splćst í leigubíl niđur á Reykjavíkurflugvöll.  Ţađan flogiđ međ nćstu vél til Akureyrar.

  Ţangađ kominn tók Jón leigubíl heim til foreldra minna. Hann vissi ekkert hvar fundurinn var á Akureyri né klukkan hvađ.  Hann bađ pabba um ađ finna út međ ţađ.  Erindi Jóns var ađ slátra ţessu frambođi í fćđingu.

  Pabbi var innvígđur og innmúrađur sjálfstćđisflokksmađur.  Honum ţótti ekki nema gaman ađ leggja Jóni liđ.  Hann hefđi svo sem liđsinnt Jóni međ flest.  

  Pabbi fann strax út hvar og hvenćr fundurinn var.  Hann skutlađi Jóni á stađinn.  Ţađ mátti ekki tćpara standa.  Fundurinn var ađ hefjast.  Jón hóf ţegar í stađ ađ dreifa međal fundarmanna greinargerđinni um Gvend Jaka.  Viđ ţađ kom kurr á fundarmenn.  Einhverjir gerđu hróp ađ Jóni.  Kraftakallar gerđu sér lítiđ fyrir og vörpuđu Jóni á dyr.  Hann streittist á móti.  Nokkrar konur mótmćltu hástöfum viđtökunum sem Jón fékk.  Ţćr fylgdu honum út á stétt og báđu hann afsökunar á framferđi fundarins í hans garđ.  Ađrir ţarna fyrir utan blönduđust í umrćđuna.  Allt fór í havarí.  Jón taldi sig merkja ađ sami ćsingur ćtti sér stađ innan dyra.  Fundurinn leystist upp í hrópum og köllum.  

  Ég hef ađeins frásögn Jóns af ţessu.  Engar fréttir bárust af fundinum í neinum fjölmiđlum.  Jón taldi fullvíst ađ Gvendur Jaki og ađrir sem ađ fundinum stóđu hafi bundist fastmćlum um ađ tjá sig hvergi um skipbrotiđ.  

  Jón var hinn ánćgđasti međ daginn.  Hann lifđi á ţví mánuđum saman ađ hafa slátrađ "bófaflokki" í fćđingu.  Hann sagđi sem rétt var ađ hann hefđi ekkert haft efni á ađ fara í ţessa Akureyrareisu.  En ţarna var um bráđatilfelli ađ rćđa.  Akureyrarreisan var - ađ hans mati - hverrar krónu virđi.

  Er Jón flaug til baka frá Akureyri vildi svo til ađ Gvendur Jaki var í sömu flugvél.  Jón sagđist hafa horft stíft á hann međ svipbrigđum sigurvegarans.  Gvendur hafi hinsvegar veriđ niđurlútur og lúpulegur.  Ţađ hafi veriđ eins og honum hafi veriđ gefiđ á kjaftinn.

-------------------------------------  

  Fleiri sögur af Jóni Ţorleifs:  hér 


Gamansaga af meistaranum

  1975 kom út tveggja laga plata međ Megasi.  Annađ lagiđ var hiđ hugljúfa og kántrý-skotna "Spáđu í mig".  Ţremur árum áđur kom ţađ út á fyrstu plötu Megasar.  Ţar var ţađ í vondum hljómgćđum.  

  Hitt lagiđ var "Komdu & skođađu í kistuna mína".  

  Glöggir unnendur ţjóđlagakenndrar bandarískrar vísnatónlistar töldu sig heyra líkindi međ ţví lagi og "I Ain´t Got No Home Anymore" međ Woody Guthrie.  Nafn Guthries var hvergi ađ finna á plötuumbúđum tveggja laga plötu Megasar.  

  Gítarsólóiđ í "Spáđu í mig" vakti nokkra undrun. Á ţessum árum kepptust sólógítarleikarar viđ ađ flagga sem mest ţeir máttu fingrafimi,  hrađa og tćknibrellum.  Ţeir voru allir eins og í áköfu kapphlaupi í ţeim stíl.  Svo kom ţetta gítarsóló eins og skratti úr sauđalegg;  söngrćnt,  ljúft og yfirvegađ í hógvćrđ og rólegheitum.  Menn rak í rogastans.  Sólóiđ var - í tíđaranda hippatímabilsins - hallćrislegt en á sama tíma töff.  Megas ku vera sjálfur höfundur sólósins.  Ekki sá sem spilađi ţađ heldur útfćrđi og skráđi á nótnablađ.  Vignir Bergmann spilađi sólóiđ eftir nótnablađinu.

  Á áttunda áratugnum var dálítil óregla á Megasi.  Eins og gengur.  Og eins og á mörgum öđrum.  Einn kunningi minn var langdrukkinn og lenti á slarki međ Megasi.  Ţeir ákváđu ađ setjast ađ sumbli á veitingastađ sem hét Naustiđ.  Ţegar Megas ćtlađi ađ ganga inn um gleđinnar dyr spratt fram dyravörđur.  Hann meinađi Megasi inngöngu og sagđi međ ţjósti:  "Hingađ ferđ ţú ekki inn.  Ţú ert í eilífđarstraffi."

  "Nú?" spurđi Megas undrandi.  "Dugir ekki ćvilangt?

       


Hver er vitlaus?

   Ingibjörg Kristjánsdóttir kemur brött inn í umrćđuna međ greinarstúfi í Fréttablađinu í dag.  Ţar heldur hún ţví fram ađ vitlaus Ólafur hafi veriđ dćmdur til fangelsisvistar vegna saknćms blekkingarleiks í svokölluđu Al-Thani máli.  Ég ţekki ţennan Ólaf ekki persónulega og treysti mér ekki til ađ stađfesta eđa ţrćta fyrir ađ hann sé vitlaus.  Konan ţekkir hann - ćtla ég.  

   


mbl.is Stendur ekki og fellur međ símtalinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ótrúlega skörp fylgni dánarorsaka og tónlistarstíla

  Fyrir nokkru bloggađi ég um 27-klúbbinn,  sem svo er kallađur. Hann telur rokkstjörnur sem féllu frá 27 ára ađ aldri.  Um og upp úr miđjum áttunda áratugnum var talađ um ađ rokkstjörnur vćru komnar yfir ţröskuldinn er ţćr náđu 28 ára aldri.  Ţađ var ávísun á langlífi.

  Dánarorsök almennings rćđst af ýmsum ţáttum.  Til ađ mynda vinnuumhverfi, starfi og lífsháttum.  Sumum störfum fylgir meiri slysahćtta en öđrum.  Sumum störfum fylgir meira andlegt álag en öđrum.  Sum störf kalla á óreglulegan svefn.  Önnur bjóđa upp á óhollt matarćđi og hreyfingarleysi.  Ţannig mćtti áfram telja.

  Í völundarhúsi tónlistar eru margar og ólíkar vistaverur.  Hinum ýmsu tónlistarstílum fylgir ólíkur lífsmáti. Vísna- og ţjóđlagasöngvarar sem spila órafmagnađa tónlist hafa lengst af komiđ fram á litlum stöđum.  Ţar eru ţeir í nálćgđ viđ áheyrendur.  Fyrir daga reykingarbanns á skemmtistöđum voru ţessir tónlistarmenn huldir sígarettureyk frá áheyrendum.  Sama má segja um djassista.

  Ţriđjungur ţjóđlagasöngvara og djasstónlistarmanna hefur orđiđ krabbameini ađ bráđ. Til samanburđar hafa ađeins 6 - 8% hipp-hoppara og rappara falliđ fyrir hendi krabbameins.  Munurinn er sláandi.

  Helsta dánarorsök hipp-hoppara og rappara er morđ.  Hlutfalliđ er yfir 50%. Ţađ er svakalegt.  Viđ erum ađ tala um meirihluta.  Innan viđ 2% djassista og kántrýsöngvara eru myrtir.  

  Sjálfsvíg eru algengust međal ţungarokkara.  Um fimmtungur ţeirra fellur fyrir eigin hendi.  Sjálfsvíg eru fátíđ međal sálar- (r&b) og gospelsöngvara.  Innan viđ 2%.

  Ţungarokkarar og pönkarar farast af slysförum umfram ađra.  Pönkarar í 30% tilfella og ţungarokkarar í 36,2% tilfella.  Blúshundar og djassgeggjarar eru varkárari.  Rétt um tíundi hluti ţeirra verđur slysum ađ bráđ.  

  Blúsararnir fá hjartaáfall umfram ađra.  Hjartaáfall er dánarorsök 28% ţeirra.  Hjartaáföll draga innan viđ 7% hipp-hoppara og rappara til dauđa.

    


Nakinn og blóđugur

  Á fyrri hluta áttunda áratugarins var kunningi minn fréttamađur á einu af dagblöđum ţess tíma.  Hann náđi ađ hlera talstöđvarrás lögreglunnar í Reykjavík.  Ţannig komst hann ađ mörgum fréttnćmum atburđum.

  Einn daginn heyrđi vinurinn ađ lögreglubílar voru kallađir upp.  Nakinn og blóđugur karlmađur hafđi sést á hlaupum viđ gamla kirkjugarđinn viđ Suđurgötu.  Lögreglubílum var stefnt á svćđiđ til ađ svipast um eftir manninum.

  Úr einum lögreglubíl var tilkynnt ađ hann vćri á leiđ ţangađ.  Nokkru síđar kom uppkall ţađan:  "Eru ţiđ međ nánari lýsingu á manninum?"  

  


mbl.is Nakinn karlmađur á Sćbraut
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţetta vissir ţú ekki

  Saga rokksins er ekki öll ţar sem hún er séđ og skráđ. Á seinni hluta sjöunda áratugarins sló hljómsveitin Facon frá Bíldudal í gegn međ laginu "Ég er frjáls (eins og fuglinn)". Síđar sendu Bítlarnir frá sér annađ lag undir svipuđu nafni,  "Free as a Bird". Ţađ var stuldur frá Facon.

  Ţađ er ţó ekki leyndarmáliđ heldur hver trommađi á plötu Facons. Skráđur trommari var fastur úti á sjó ţegar platan var hljóđrituđ.  Í skarđiđ var fenginn trommari Hljóma,  Pétur Östlund.  Hans er hvergi getiđ á plötuumslagi.  Pétur er einn besti trommari heims. Eđlilega hrósuđu plötugagnrýnendur tommuleiknum.  Einn hvatti hann til ađ drífa sig suđur í trommunám hjá Pétri Östlund.  Hann vćri ţađ efnilegur.  

  Hver á trommuleikinn í sívinsćlum ofursmelli Hebba Guđmunds,  "Can´t Walk Away"?   Ţađ er trommuleikari The Rolling Stones,  Charlie Watts.  Ţetta er leyndarmál.

  1964 sló breska söngkonan Marianne Faithfull í gegn međ fyrsta alvöru góđa frumsamda lagi The Rolling Stones,  "As Tears Go By".  Lagiđ var flutt af Maríönnu en ekki Stóns til ađ byrja međ.  Fáir vita ađ gítarplokkiđ var í höndum Jimmy Page (Led Zeppelin).

  Jimi Hendrix sló í gegn í árslok 1966 međ laginu "Hey Joe".  Röskum tveimur árum áđur spilađi hann á gítar í öđru vinsćlu lagi,  "Mersy Mersy" međ Don Convay.  Ţađ náđi toppsćti bandaríska soul-listans og 35. sćti almenna vinsćldalistans.  Plötugagnrýnendur sáu ástćđu til ađ vekja athygli á nýstárlegum og ferskum gítarleik í laginu - án ţess ađ nefna nafn Hendrix (enda kom nafn hans hvergi fram á plötuumbúđum).  Ef vel er lagt viđ hlustir má ţekkja gítarstíl kappans.

  Lagiđ ku hafa hrifiđ liđsmenn The Rollin Stones.  Mick Jagger er sagđur hafa reynt ađ stćla söngstíl Convays. Af markađsástćđum var hönnuđ spenna og togstreita á milli Stóns og Bítlanna.  Á bak viđ tjöldin var hinsvegar kćrt á milli ţessara hljómsveita.  Bítlarnir komu Stóns á plötusamning,  sömdu fyrir ţá vinsćlt lag,  "I Wanna Be Your Man",  kenndu ţeim ađ semja lög og hjálpuđu til viđ röddun.  Í laginu "We Love You" sjá Bítlarnir um annan söng en forsöng Jaggers.  

  1977 sendi The Clash frá sér lagiđ "Janie Jones".  Ţađ fjallađi um kabarettsöngkonu sem naut vinsćlda á sjöunda áratugnum.  Glansinn fór af Janie Jones í lok áttunda áratugarins ţegar hún var dćmd til sex ára fangelsisvistar fyrir ađ reka vćndishring.  Vegna góđrar hegđunar var henni sleppt út eftir ţrjú ár.  Ţá var hún staurblönk og enga vinnu ađ fá.  The Clash hljóp undir bagga og gerđi međ henni smáskífu.  Einhverra hluta vegna var framtaki hljómsveitarinnar haldiđ leyndu.  Á umbúđum er hljómsveitin skráđ The Lash.


Er Skagaströnd í Skagafirđi?

  "Spurningabomban" er skemmtilegur sjónvarpsţáttur á Stöđ 2.  Spurningarnar eru fjölbreyttar,  hnyttnar og stemmning frjáls og fjörleg.  Í kvöld öttu ađ venju tvö tveggja manna liđ kappi.  Annađ liđiđ (Ingó veđurguđ og Erna Hrönn) samdi spurningu sem hitt liđiđ (Andri Freyr og Sóli) átti á svara.  Liđsmenn fyrrnefnda liđsins spurđi hvar ţau (ţeir) hafi fyrst trođiđ upp saman.  Gefnir voru upp fjórir möguleikar.  Einn ţeirra var ađ ţađ hafi veriđ í Skagafirđi.  Hann var síđan gefinn upp sem rétt svar.

  Ţegar upplýst var hvert rétta svariđ vćri var ţađ undirstrikađ međ söngli liđsins á laginu um Kántrýbć á Skagaströnd.  Af ţví má ráđa ađ fyrsta samspil liđsmanna hafi veriđ á kántrýhátíđ á Skagaströnd.

  Ég hef efasemdir um ađ Skagaströnd sé í Skagafirđi. Hinsvegar hef ég oft og tíđum orđiđ var viđ ađ ýmsir telja Skagaströnd vera í Skagafirđi.  Jafnvel ađ Skagafjörđur dragi nafn sitt af Skagaströnd.

  Hvort sem fólkiđ tróđ fyrst upp saman í Kántrýbć á Skagaströnd eđa telur sönglagiđ um Kántrýbć vera einkennislag fyrir Skagafjörđ ţá er skekkja í dćminu.    

  Rétt er ađ taka fram ađ ţessi eina spurning réđi ekki úrslitum í "Spurningabombunni".  Enda er ţátturinn allur á léttu nótunum.  Skemmtanagildi hans rćđst af flestu öđru en hvort liđiđ vinnur.  

  Annađ og "Spurningabombunni" óviđkomandi:  Stundum má sjá og heyra fólk tala um Sauđkrćkinga sem Sauđkrćklinga.  Ekki í galsa heldur í hugsunarleysi.  Ţetta er ekki til eftirbreytni.  

   


mbl.is Vindgerđir snjóboltar á Sauđárkróki
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Villandi skekkjumörk - ómarktćk niđurstađa

  "27-klúbburinn" er ţekkt fyrirbćri í rokksögunni.  Eđa öllu heldur stórt dćmi í henni.  Ţađ vísar til ţess ađ fjöldi skćrustu stjarna rokksins hefur falliđ frá 27 ára ađ aldri.  Til eru listar og gröf yfir fráfall poppstjarna.  Ţar vegur 27 ára aldurinn ekki neitt.  Skekkjumörkin liggja í ţví ađ 27-klúbburinn hýsir ofurstjörnur.  Ađrar samantektir og gröf spanna minna ţekkta tónlistarmenn.

  Ástćđan fyrir ţví ađ kastljósi var beint ađ 27-klúbbnum á sínum tíma er tímaramminn.  Jimi Hendirx dó 8. sept. 1970,  27 ára.  Merkasta gítarhetja rokksins.  Ofurstjarna á hátindi ferils síns.

  Innan viđ mánuđi síđar,  4. okt. 1970, dó Janis Joplin,  27 ára.  Merkasta söngkona rokksins.  Líka á hátindi frćgđar sinnar.  

  Nokkrum mánuđum síđar,  3. júlí 1971,  dó Jim Morrison,  söngvari Doors.  Einn merkasti textahöfundur rokksins og söngvari einnar merkust hljómsveitar rokksins.  

  Viđ fráfall allra ţessara skćrustu ofurstjarna rokksins á innan viđ ári,  allt jafnaldrar,  var rokkunnendum brugđiđ.  Eđlilega.  Ţetta var sláandi.  Allar ţessar stjörnur voru fórnarlömb gríđarmikillar vímuefnaneyslu.  Eiturlyf og eiturlyfjaneysla voru nýtt fyrirbćri.  Ţótti spennandi nýjung og fór eins og stormsveipur um rokkheiminn.  Ofurstjörnurnar sem féllu frá 27 ára áttu ţađ sameiginlegt ađ ganga hratt um gleđinnar dyr.

  Í vangaveltum um dauđa Hendrix,  Morrisons og Joplin blandađist ađ gítarleikari The Rolling Stones,  Brian Jones,  dó 27 ára 3. júlí 1970 innan viđ ári fyrir fráfall Hendrix. Samskonar lífstíll ţeirra allra réđi úrslitum um hvernig fór.  Líka í tilfelli Amy Winehouse sem lést 27 ára.  Líka Kurts Cobains sem féll frá 27 ára.

  Ef litiđ er yfir lengra tímabil ţá lést merkasta gođsögn blúsins - fyrirmynd margra helstu gítarleikara rokksins - Robert Johnson 27ára,  1938.  Ţannig mćtti áfram telju upp heilu tugina af innvígđum í 27-klúbbinn.

  Svo er fjöldinn allur sem hefur dáiđ rétt utan 27-ára klúbbsins.  Til ađ mynda Gram Parsons (The Byrds).  Ţar munađi nćstum 2 mánuđum.  Hann var ađeins 26 ára.  

  Ţessa bloggfćrslu má ekki túlka sem jákvćđa gagnvart dópi.  Dóp er áreiđanlega óhollt og lífshćttulegt.  Í sögu rokksins skiptir máli hvort ađ ţar fellur frá ađsópsmikil ofurstjarna á heimsmarkađi eđa afleysingatrommari í danshljómsveit á ţýskri sveitakrá.  


mbl.is „27-klúbburinn“ gođsögn
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tónlist | | Slóđ | | Athugasemdir (4)

Illa fariđ međ gott fólk

  Kunningjakona mín hringdi og sagđi farir sínar ekki sléttar.  Í sakleysi sínu lagđi hún viđ hlustir ţegar ţátturinn "Víđsjá" hófst á Rás 1 klukkan fimm,  núna áđan.  Ţar kom fram ađ breski bítillinn Paul McCartney vćri á leiđ til Íslands.  Hann muni halda hljómleika í Hörpu 16. júní.  Ađeins 1509 miđar í bođi.  Forsala vćri í Hörpu klukkan sex í kvöld.  Eđa svo heyrđist konunni.

  Ţannig vildi til ađ konan hefur veriđ í vandrćđum međ ađ finna brúđkaupsgjöf handa vinafólki sínu.  Ţađ á alla helstu hluti sem gott heimili ţarf og prýđir.  Ţarna var komin sniđug brúđkaupsgjöf.  

  Vegna heilsuleysis átti konan ekki heimangengt.  Hún hringdi í hjónin,  tilkynnti gjöfina en bađ ţau um ađ skottast eftir miđunum sjálf og hún myndi borga miđaverđiđ eftir páska.  Ţessu var tekiđ fagnandi.  Hjónin brunuđu í Hörpu.  Ţar var ţeim tjáđ ađ miđasölunni hafi veriđ lokađ klukkan sex.  Ţau sökuđu konuna um ađ hafa tekiđ vitlaust eftir međ tímasetningu miđasölunnar.  Ţau höfđu haft mikiđ fyrir ţví ađ endasendast í Hörpu.  Međal annars kostađi ţađ eitthvert vesen varđandi barnagćslu.  

  Erindi konunnar ţegar hún hringdi í mig var ađ biđja mig um ađ panta fyrir sig miđana á midi.is um leiđ og sala hefst á morgun (hún er ekki međ tölvu).  Ég upplýsti konuna um ađ ţađ vćri 1. apríl.  Hún fékk áfall.  Eins hrekklaus og hún er ţá veit hún núna ekki sitt rjúkandi ráđ.  Hún skammast sín niđur í tćr fyrir ađ hafa látiđ hjónin hlaupa 1. apríl.  Óttast ađ ţau gruni hana um grćsku vegna ţess ađ hún átti vingott viđ manninn áđur en hann byrjađi međ sinni núverandi.    

  Hér má heyra gabbiđ á Rás 1:  http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/vidsja/20150401  

  


mbl.is Vildi ekki Friđrik Dór og fórnuđu úlfalda
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Tónlist | | Slóđ | | Athugasemdir (1)

Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband