2.8.2015 | 22:23
Tvískinnungur hryđjuverkaforingja
Fyrir nokkrum dögum skrifađi ég um líflátshótanir sem dönskum stjórnmálamönnum hefur borist frá liđsmönnum bandarísku hryđjuverkasamtakanna Sea Shepherd. Ţetta má sannreyna međ ţví ađ smella á ţennan hlekk: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1887118/
Nú hefur yfirhryđjuverkaforingi SS, Páll Watson, tjáđ sig um máliđ. Hann segist sjálfur hafa fengiđ ófáar líflátshótanir. Ekki síst frá Fćreyingum. En hafi dönskum stjórnmálamönnum veriđ hótađ lífláti ţá sé ţađ borgaraleg skylda ţeirra ađ kćra slíkt umsvifalaust til lögreglunnar. Líflátshótanir megi ekki líđa.
Sjálfur hefur Páll Watson aldrei kćrt líflátshótun.
Hryđjuverkasamtökin eru fjármögnuđ af nokkrum vellauđugum poppstjörnum og kvikmyndaleikurum. Einkum bandarískum. En líka breskum, frönskum og áströlskum m.a. Ţorri heimsbyggđarinnar lćtur sig hinsvegar SS engu varđa.
Páll Watson hefur 500 ţúsund skráđa fylgjendur á Fésbók. Ţađ er lágt hlutfall af 7 milljörđum jarđarbúa. Vandrćđalegra er ađ fylgjendurnir eru fćstir virkir. Hans vinsćlustu statusar fá um 1000 "lćk" og 1500 deilingar.
Til samanburđar er bandaríski kántrýsöngvarinn Willie Nelson međ hálfa fimmtu milljón skráđa fylgjendur á ţráđ um marijuana í Colorado. Statusar hans fá 15.000 "lćk" og hátt í ţrjú ţúsund deilingar.
Löggćsla | Breytt 13.8.2015 kl. 20:52 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
1.8.2015 | 02:23
Karllćgt bloggsamfélag
Ţegar ég byrjađi ađ blogga á Moggabloggi - sennilega um 2008 - voru kvenbloggarar áberandi í efstu sćtum yfir vinsćlustu blogg. Ţetta voru Jenný Anna, Jóna Á. Gísladóttir, Áslaug Ósk, Ragnhildur Sverrisdóttir, Gurrí Haralds, Helga Guđrún Eiríksdóttir, Ásthildur Cesil, Salvör Gissurardóttir, Rannveig Höskuldsdóttir, Halla Rut, Heiđa B., Heiđa Ţórđar, Birgitta Jónsdóttir, Kolbrún Baldursdóttir, Katrín Snćhólm, Kristín Björg Ţorsteinsdóttir, Vilborg Traustadóttir, Hjóla-Hrönn, Sóley Tómasdóttir, Anna Kristjánsdóttir og margar fleiri sem ég vona ađ móđgist ekki ţó ađ ég muni ekki eftir í augnablikinu.
Nokkru síđar hurfu ţessir frábćru kvenbloggarar nánast eins og dögg fyrir sólu af Moggablogginu á sama tíma. Ţeir/ţćr fćrđu sig yfir á Fésbók eđa á ađrar bloggsíđur. Eftir sátum viđ karlpungarnir á Moggablogginu. Nú er svo komiđ ađ Moggabloggiđ er nánast einskorđađ viđ okkar einsleita karlaheim. Ţađ er miđur. Spurning vaknar um hvađ veldur kúvendingunni.
Rétt er ađ halda til haga ađ Ásthildur Cesil, Kolbrún Baldursdóttir, Salvör Gissurardóttir og Hjóla-Hrönn eiga ţađ til ađ henda inn bloggfćrslu hér endrum og eins. Ţćr fá jafnan góđar viđtökur. ţađ er alltaf fagnađarefni. Eftir stendur ađ í dag er Moggabloggiđ karlasamkunda. Öfugt viđ Fésbók, twitter og alla ţá ađra samfélagsmiđla sem skarta sjónarmiđum beggja/allra kynja í ţokkalega jöfnum hlutföllum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (24)
30.7.2015 | 10:39
Húđflúr heimska fólksins
Fyrir tveimur árum eđa svo var hugur í mörgum stjórnmálamanninum í Bandaríkjum Norđur-Ameríku. Ţeir vildu taka húđflúr föstum tökum. Banna öll húđflúr önnur en ţjóđleg og ţjóđholl. Banna í leiđinni "piercings" (ég veit ekki hvert íslenska orđiđ er yfir ţađ ţegar húđ er götuđ og hringar eđa annađ glingur ţrćtt í). Lengst var gengiđ í Arkansans. Ţar var lagt fram frumvarp til laga. Ţađ fékk góđar móttökur til ađ byrja međ en tók einhverjum breytingum. Ég veit ekki hvernig ţađ endađi.
Húđflúralögga er jafn geggjađ fyrirbćri og mannanafna- og hundanafnanefnd ríkisins. Húđflúr heimska fólksins eru ekkert nema góđ skemmtun. Ekki ađeins vegna ţess ađ ţau eru iđulega illa teiknuđ. Líka vegna ţess ađ stafsetning er sjaldan rétt. Ţessi ćtlađi ađ flagga ágćtri fullyrđingu, "Ţekking er vald". Í stađ orđsins "knowledge" er orđskrípi sem bendir til ţess ađ ţekkingu höfundarins á réttritun sé ábótavant.
Elvis Presley er í uppáhaldi hjá heimska fólkinu eins og öđrum. Munurinn er sá ađ í fyrrnefnda hópnum teikna menn sjálfir andlit rokkstjörnunnar. Taka verđur viljann fyrir verkiđ. Máliđ er ađ gera fremur en geta.
Mér vitanlega hefur engum dottiđ í hug ađ láta húđflúra andlit Presleys á sitt andlit. En heimska fólkiđ lćtur húđflúra önnur andlit á andlitiđ á sér. Ţađan er komiđ orđiđ tvíhöfđi.
Ein af ţeim gryfjum sem heimska fólkiđ fellur í - aftur og aftur - er ađ merkja sig dćgurflugu. Tískufyrirbćri sem eru öllum gleymd daginn eftir. Hver man í dag eftir Gangnam Style eđa Harlem Shake? Twitter-krossinn verđur jafn gleymdur og tröllum gefinn á morgun og Irciđ.
Flísalagningamann langar í húđflúr. Hann er allan daginn ađ leggja svartar og hvítar flísar á bađgólf, eldhúsgólf og önnur gólf. Hvernig húđflúr sér hann fyrir sér?
![]() |
Ţetta er ekki nógu mikiđ rannsakađ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Spaugilegt | Breytt 14.8.2016 kl. 12:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
28.7.2015 | 21:32
Hryđjuverkamenn hóta stjórnmálamönnum lífláti
Barátta bandarísku hryđjuverkasamtakanna Sea Shepherd í sumar gegn hvalveiđum Fćreyinga tekur á sig ýmsar myndir. Ađ sumu leyti ber baráttan merki örvćntingar - vegna árangursleysis. Hvorki gengur né rekur í "rétta" átt. Ţvert á móti. Allt gengur á afturfótunum. Spaugilegasta dćmiđ (af mörgum) var ţegar skip SS, Birgitta Bardot, rak fyrir klaufaskap 200 hvali upp í fjöru. Ţar slátruđu Fćreyingar fengnum og kunnu SS bestu ţökk fyrir.
SS-liđum gengur illa ađ átta sig á danska sambandsríkinu. Fćreyjar eru ásamt Grćnlendingum hluti af ţví. En hafa sjálfstćđa utanríkisstefnu og sjálfstćđa sjávarútvegsstefnu. Danmörk er í Evrópusambandinu. Ekki Fćreyingar og Grćnlendingar. Fćreyingar hafa aldrei veriđ í Evrópusambandinu. Grćnlendingar voru ţađ en sögđu sig úr ţví. Fyrsta og eina ţjóđ sem stigiđ hefur ţađ gćfuríka skref.
Sem ađildarríki Evrópusambandsins eru Danir á móti hvalveiđum. Ţeir geta samt ekki gengiđ gegn sjálfstćđri sjávarútvegsmálastefnu Fćreyinga og hvalveiđum ţeirra.
Fyrir nokkrum dögum skipulögđu SS-liđar mótmćlastöđu í Englandi fyrir utan danska sendiráđiđ. Mótmćlastađan snérist öll um slagorđ gegn meintum hvalveiđum Dana (sem engar eru). Kveikt var í danska fánanum viđ fagnađarlćti og Dönum formćlt sem aldrei fyrr.
Á dögunum skrifađi bandaríska leikkonan, módeliđ og Strandvarđarpían (Bay Watch) Pamela Anderson danska forsćtisráđherranum bréf. Ţar fordćmdi hún hvalveiđar Dana. Jafnframt áréttađi hún fyrri fullyrđingar um ađ hvalir séu fallegir, gáfađir og fjölskylduhollir.
Í fyrra hélt hún ţví fram ađ fjölskyldutengsl hvala séu hornsteinn hvalasamfélagsins. Ţegar einn hvalur sé drepinn ţá syrgi öll fjölskyldan: Systkini, foreldrar, afkvćmi og meira ađ segja fjarskyldir.
Ţetta er della hjá kellu. Hvalir eru heimskir, ljótir og hafa enga rćnu á neinum fjölskyldutengslum nema rétt á međan kálfar eru nýfćddir.
Hvalveiđar Fćreyinga koma danska forsćtisráđherranum ekkert viđ.
Ýmsir danskir ráđherrar hafa einnig fengiđ póst frá SS-liđum međ líku erindi. Sumir allt upp í 200 bréf. Ţar á međal hafa slćđst međ ruddalegar morđhótanir (líflátshótanir eru kannski alltaf dálítiđ ruddalegar).
Matur og drykkur | Breytt 29.7.2015 kl. 10:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
27.7.2015 | 22:06
"Fölsk" netárás á fćreyska fréttasíđu og útafkeyrsla hryđjuverkamanna
Átök á milli bandarísku hryđjuverkasamtakanna Sea Shepherd og Fćreyinga fara harđnandi. Hryđjuverkamennirnir beita öllum ráđum - flestum klaufalegum - til ađ hindra hvalveiđar Fćreyinga. Um helgina varđ fćreysk netsíđa, portal.fo, fyrir árás. Hún var skotin niđur og yfirtekin af SS-liđum er ţóttust vera á vegum hóps ađgerđarsinna í netheimum sem kalla sig Anonymous.
Ég veit fátt um ţann félagsskap. Hinsvegar spratt fram hópur Fćreyinga sem er mér fróđari um Anonymous. Hann benti á sitthvađ sem passađi ekki viđ ađ ţarna vćri Anonymous á ferđ. Ţar á međal orđfćri ólík ţví sem fólk ţekkir frá Anonymous en einkennir málflutning SS og áróđursmyndefni ţeirra. Ađ auki búa liđsmenn Anonymous yfir mun meiri tölvufćrni en ţessir skemmdarverkamenn.
Nú hafa Anonymous stađfest ađ hafa hvergi komiđ nćrri. Ţau samtök taki frekar afstöđu međ Fćreyingum en SS, án ţess ađ taka ţátt í deilum ţeirra.
Hér er myndband sem tölvuţrjótar SS póstuđu undir fölsku nafni inn á fćreyskan netmiđil.
Ţegar SS-liđar óku um fćreyskar götur í fyrra vakti athygli hvađ ţeim gekk illa ađ halda sig á vegi. Ţeir góndu eftir hvölum. Ţess vegna óku ţeir út af.
Sagan endurtekur sig í ár. Ţeir eru stađnir ađ ţví ađ keyra út af. Sem er afar óvenjulegt í Fćreyjum. Ţar keyrir enginn út af. Nema SS-aularnir.
Löggan hefur nú gefiđ SS-liđum fyrirmćli um ađ horfa á götuna en ekki skima eftir hval ţegar ţeir eru úti ađ aka.
Matur og drykkur | Breytt 28.7.2015 kl. 19:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
25.7.2015 | 07:16
Hryđjuverkamenn ađhlátursefni í Fćreyjum
Í júní komu liđsmenn hryđjuverkasamtakanna Sea Shepherd til Fćreyja. Ţeir komu á tveimur stórum skipum, Birgittu Bardot og Sam Simoni. Međferđis voru nokkrir litlir spíttbátar (uppblásnar gúmmítuđrur međ mótor). Erindiđ er ađ hindra hvalveiđar Fćreyinga í sumar. Ţađ hefur algjörlega misheppnast.
Fyrsta hvalvađa sumarsins var veidd síđla nćtur fyrir framan trýniđ á hrjótandi hryđjuverkamönnum. Ţeir áttu ađ standa nćturvakt. Í tíđindaleysi fyrri parts nćtur kallađi draumalandiđ á ţá og hafđi betur. Ekkert hafđi boriđ til tíđinda á ţeim hálfa mánuđi sem var liđinn frá komu SS til eyjanna. Kćruleysi var komiđ í mannskapinn.
Nú í vikubyrjun varđ vart annarrar hvalvöđu. Ţá tóku SS-liđar viđ sér. Mćttu á svćđiđ á Sam Simoni, hentu út spíttbáti og ćtluđu ađ bruna af stađ og fćla vöđuna. Í sömu svifum handtók lögreglan ţá tvo SS-liđa sem í tuđrunni voru. Tuđran var gerđ upptćk og fólkinu stungiđ í varđhald. Ţá greip um sig ofsahrćđsla hjá ţeim sem eftir voru á Sam Simoni. Af ótta viđ ađ skipiđ yrđi einnig gert upptćkt var í angist sett á fullt stím alla leiđ til Hjaltlandseyja. Ţar hefur skipiđ síđan veriđ í felum.
SS-liđar halda fram öđru. Ţeir segja ađ skyndilegur flótti Sam Simonar - á sama augnabliki og spíttbátur var gerđur upptćkur og SS-liđar fćrđir í járn - eigi sér augljósa og einfalda skýringu: Skipstjórinn hafi einmitt á ţessu andartaki fengiđ ţá snjöllu hugmynd ađ sćkja vistir til Hjaltlandseyja; fremur en fylgjast međ einhverju sem skipti engu máli. Eins og til ađ mynda hvaladrápi.
Hitt skipiđ, Birgitta Bardot, dólađi úti fyrir fćreyskum fjörđum. Í fyrradag urđu skipsverjar varir viđ stóra hvalvöđu. Í viđleitni til ađ kvikmynda hana og ljósmynda í návígi tókst ekki betur til en svo ađ vađan lagđi á flótta - beinustu leiđ upp í fjöru. Fćreyingar brugđust viđ skjótt, rćstu sína mótorbáta og lokuđu marsvínunum (grind) leiđ úr fjörunni. Náđist ţar ađ slátra hátt í 200 hvölum. Ţökk sé aulahćtti skipverja á Birgittu Bardot.
Í leiđinni voru fimm SS-liđar handteknir. Samtals hafa sjö SS-liđar veriđ sektađir um hálfa milljón ísl. kr. hver og margvíslegur búnađur haldlagđur.
Ţegar konan sem fyrst var handtekin var fćrđ fyrir dómara sór hún af sér öll tengsl viđ Sea Shepherd. Hún sagđist aldrei hafa heyrt á ţađ fyrirbćri minnst. Hún vćri ađeins óbreyttur ferđamađur á eigin vegum.
Klćđnađur hennar var merktur SS í bak og fyrir. Hún er formlega skráđ sem skipverji á Sam Simoni. Fjöldi ljósmynda af henni er á heimasíđu SS. Hún hélt ađ saksóknari og dómari myndu ekki fatta ţetta.
SS-liđar eru úr tengslum viđ raunveruleikann. Ţeir lifa í fantasíuheimi. Lítiđ ţarf til ađ ímyndunarafliđ fari á flug. Ţannig komu nokkrir ţeirra auga á hnísu ađ leik á haffletinum. Skyndilega hvarf hún og sást ekki meir. SS-liđarnir sturluđust. Í örvćntingu hóuđu ţeir í lögregluna og báđu um ađ dýralćknir yrđi sendur á vettvang. Hnísan vćri áreiđanlega slösuđ. Hún hafi veriđ ađ biđja um hjálp á haffletinum en örmagnast. Ţess vegna sćist ekkert til hennar lengur.
Í annađ sinn varđ á vegi SS-liđa olíubrák á sjónum. Töldu ţeir ađ um skemmdarverk vćri ađ rćđa. Óprúttnir ađilar vćru ađ menga sjóinn til ađ drepa allt lífríki í honum. Löggan mćtti á svćđiđ. Bletturinn reyndist innihalda innan viđ desílítra af olíu. Ţađ ţótti ekki vera nćgilegt magn til ađ hefja rannsókn á málinu.
Ennţá taugaveiklađri urđu SS-liđar er á vegi ţeirra varđ stór hvítur blettur á sjónum upp í fjöru. Töldu ţeir fullvíst ađ ţarna vćri um gríđarmikiđ magn af eitri ađ rćđa. Löggan kannađi máliđ. Í ljós kom ađ ţetta var mjólkurblandađ affallsvatn frá mjólkurbúi.
Margt fleira mćtti upp telja sem valdiđ hefur SS-liđum óţarfa ofsakvíđakasti. Ţađ ţarf fátt til. Ţeir höfđu meira ađ segja samband viđ lögregluna út af einni stakri bauju á hafi úti. Óttuđust ađ hún vćri stađsetningarmerki fyrir eitthvađ varhugavert sem lónađi undir henni. Kannski sprengju eđa annađ sem gćti valdiđ skipum SS tjóni. Löggan sinnti ekki ţví útkalli.
Matur og drykkur | Breytt 26.7.2015 kl. 09:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
20.7.2015 | 22:08
Hryđjuverkamenn snúnir niđur í Fćreyjum og handjárnađir
Bandarísku hryđjuverkasamtökin Sea Shepherd komu til Fćreyja međ látum 14. júní. Ćtlunin er ađ standa vakt og hindra hvalveiđar Fćreyinga fram á haust. Allt hefur gengiđ á afturfótunum hjá SS-liđum síđan. En ţeir bera sig vel á heimasíđu SS. Láta eins og dvölin í Fćreyjum sé sigurganga.
Raunveruleikinn er annar. SS-liđar eru ađhlátursefni í Fćreyjum. Aftur og aftur. Bara tvö dćmi af mörgum: SS-liđar bođuđu til blađamannafundar međ ţéttri dagskrá: Fyrirlestrum, setiđ fyrir svörum og bćklingum dreift. Í fyrra mćttu fulltrúar 15 stćrstu fjölmiđla heims á samskonar blađamannafund. Í ár mćtti ađeins ein manneskja. Ţađ var myndatökumađur frá fćreyska sjónvarpinu, Kringvarpinu. Honum var bođiđ ađ leggja spurningar fyrir fulltrúa SS. Hann afţakkađi. Sagđist ekkert hafa viđ ţá ađ tala.
Nokkru síđar varđ vart viđ litla hvalvöđu viđ Sandey. Ţetta var snemma morguns. SS-liđar voru ţar á vakt í bíl. En ţeir sváfu. Hvalirnir voru veiddir fyrir framan nefiđ á ţeim. Ţegar SS-liđar loks vöknuđu var í fjörunni ađeins ţađ sem ekki var hirt af marsvínunum (grindinni). Síđan tala Fćreyingar um Sleep Shepherd.
Í morgun varđ vart viđ ađra vöđu. Ađ ţessu sinni í Kalsoyarfirđi í norđri. SS-liđar voru vakandi ađ ţessu sinni og hugđust fćla vöđuna. Ţeir voru snarlega snúnir niđur á asnaeyrunum, handjárnađir og fjarlćgđir af vettvangi. Um er ađ rćđa Súsönnu, fertuga bandaríska konu, og ţrítugan drengstaula. Hvort um sig er sektađ um hálfa milljón ísl. króna. Ţar međ reynir í fyrsta skipti á ný fćreysk lög. Ţau kveđa á um ađ hver sá sem reynir ađ fćla hvalvöđu skuli sćta sekt ađ ţessari upphćđ. Sama sektarupphćđ liggur viđ ţví ađ koma auga á hvalvöđu og láta ekki vita af henni.
Nýju lögin eru umdeild í Fćreyjum. Sumir óttast ađ ţau muni gera SS-liđa ađ píslarvćttum, ofsóttum fórnarlömbum harkalegra laga. Forvitnilegt verđur ađ fylgjast međ framhaldinu. Vegabréf eru tekin af SS-liđunum sem voru handteknir. Sömuleiđis var hald lagt á dót ţeirra, svo sem myndavélar og bátdruslu. Aularnir eru fastir í Fćreyjum uns sektin verđur greidd.
Af hvalvöđunni er ţađ ađ frétta ađ hún samanstóđ af ungum og smávöxnum marsvínum (grind). Ţarna er töluvert dýpi. Dýrin náđu ađ kafa undir fćreysku bátana og sleppa. Ţađ hendir og kemur framkomu SS-liđa ekkert viđ. Ţeir hreykja sér engu ađ síđur af ţví ađ hafa bjargađ kvikindunum frá ţví ađ lenda á matardiskum Fćreyinga. Nćstum allt sem ţú lest á heimasíđum SS-hryđjuverkasamtakanna er lygi.
Löggćsla | Breytt 22.7.2015 kl. 21:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)
20.7.2015 | 10:27
Fésbókin sannar sig
Samfélagsmiđillinn Fésbók er öflugt eftirlitskerfi. Ekki síst hérlendis Yfir 8 af hverjum 10 Íslendingum eru skráđir notendur. Ţar af heimsćkja margir hana daglega. Jafnvel oft á dag. Ţegar mynd af stolnum bíl, tjaldvagni eđa öđru er sett inn á Fésbók og óskađ eftir ađstođ viđ leit ađ gripnum líđur ekki má löngu uns myndinni hefur veriđ dreift/deilt mörg ţúsund sinnum. Ţá er stutt í ađ hluturinn finnist, sem og ţjófurinn.
Ţetta sannreyndi ég nokkrum vikum eftir ađ ég skráđi mig fyrst inn á Fésbók. Ţađ eru nokkur ár síđan. Ţá kom ég seint heim úr vinnu og kíkti á "bókina". Sá ađ veriđ var ađ deila mynd af stolnum bíl. Ég deildi myndinni. Hálftíma síđar fékk ég póst frá fésbókarvini. Hann hafđi ákveđiđ ađ kíkja á síđuna mína. Sá myndina af bílnum; fór út á hlađ, skimađi yfir bílastćđin, kom auga á bílinn og hafđi samband viđ eigandann. Sá kom međ hrađi í leigubíl og endurheimti bílinn. Ađeins örfáum klukkutímum eftir ađ honum var stoliđ.
Ţess eru dćmi ađ menn hafi fundiđ sjálfan sig á Fésbók.
.
![]() |
Fann ţjófana međ hjálp Facebook |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Löggćsla | Breytt s.d. kl. 11:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
18.7.2015 | 19:55
Neyđarlegur happdrćttisvinningur
Á sjöunda áratugnum - og eflaust fyrr og síđar - urđu flokksbundnir í Sjálfstćđisflokknum sjálfkrafa áskrifendur ađ árlegum happdrćttismiđa flokksins. Ţar á međal foreldrar mínir. Svo bar til ađ einn miđaeigandi, Grétar á Gođdölum í Skagafirđi, fékk langlínusímtal frá Reykjavík. Erindiđ var ađ tilkynna honum ađ hann hefđi unniđ glćsibifreiđ í happdrćttinu.
Á ţessum tíma, á fyrri hluta sjöunda áratugarins, var heilmikiđ mál ađ ferđast landshluta á milli. Helsta ráđ var ađ leita uppi vörubíl á leiđ suđur. Björninn var ekki unninn ţegar komiđ var til höfuđborgarinnar. Ţá var eftir ađ finna hótel og gistingu nćstu daga. Ţađ skaust enginn eina dagstund suđur og til baka samdćgurs. Í bestu fćrđ viđ góđ skilyrđi fór dagurinn í ferđ ađra leiđ.
Fariđ til Reykjavíkur fékk Grétar á föstudegi. Sanngjarnt ţótti ađ hann tćki ţátt í bensínkostnađi viđ ferđina. Ţar viđ bćttist ađ ţađ sprakk á tveimur dekkjum á leiđinni međ tilheyrandi kostnađi. Ţetta var í tíđ gúmmíslöngunnar og dekk voru fljót ađ étast upp á grófum malarvegum. Farţeginn deildi kostnađi af hrakförunum međ vörubílstjóranum. Útgjöldin voru ekki óvćnt. Svona var ţetta fyrir hálfri öld.
Kominn til Reykjavíkur naut Grétar ađstođar leigubílstjóra viđ ađ finna rándýra gistingu nćstu örfáa daga. Hann gisti á Hótel Sögu. Ţađ var gaman. Um helgina voru dansleikir á hótelinu. Matartímar á Grillinu á Hótel Sögu voru glćsilegar veislur en dýrar.
Á mánudeginum mćtti Grétar glađur og hamingjusamur á skrifstofu Sjálfstćđisflokksins til ađ veita glćsibifreiđ móttöku. Ţá kom babb í bátinn. Happdrćttismiđinn sem hann framvísađi passađi ekki viđ vinningsnúmeriđ. Ţar skeikađi síđasta tölustaf. Viđ nánari athugun kom í ljós ađ bróđir Grétars, Borgar, átti vinningsmiđann. Borgar bjó einnig í Gođdölum.
Aldrei var fyllilega upplýst hvađ fór úrskeiđis. Kannski víxluđustu happdrćttismiđar brćđranna ţegar ţeir voru póstlagđir. Líklegra ţótti ţó ađ lélegt og frumstćtt símasamband ćtti sök ađ máli. Hringja ţurfti frá einni símstöđ til annarrar til ađ koma á símtali. Ein símadama ţurfti ađ biđja ađra um ađ ná sambandi viđ ţann sem kallađur var til. Nafniđ Borgar á Gođdölum varđ viđ ţessi skilyrđi Grétar á Gođdölum. Hugsanlega spilađi inn í ađ Grétar fékk oft langlínusímtöl en ekki Borgar.
Spenningurinn og tilhlökkun Grétars viđ ađ eignast nýjan bíl breyttist í spennufall. Bílar voru ekki á öllum heimilum, eins og í dag. Hlutfallslega voru bílar miklu dýrari og meiri lúxus. Grétar var gráti nćr. Ađ auki var hann ađ eyđa mörgum dögum í ferđalagiđ, mikilli fyrirhöfn og heilmiklum útgjöldum í platferđ suđur.
Nćsta skref var ađ á skrifstofu flokksins var hringt í Borgar. Hann var upplýstur um stöđu mála. Hann ţurfti ekki ađ framvísa happdrćttismiđanum. Númer miđans var skráđ á hann. Er leiđ á símtaliđ var Grétari rétt tóliđ. Hann sagđi síđar ţannig frá: "Ţađ var eins og nudda salti í sáriđ ţegar Borgar bađ mig um ađ grípa bílinn međ norđur fyrst ađ ég vćri á norđurleiđ hvort sem er."
Nćstu ár bjó Grétar viđ ţađ ađ horfa upp á glćsikerru Borgars í heimreiđinni á Gođdölum. Á ţeim tíma voru ađeins gamlir jeppar á öđrum sveitabćjum. Ef ţar var bíll á annađ borđ.
![]() |
Framhaldsskólakennari vann Mercedes-Benz |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Spaugilegt | Breytt 19.7.2015 kl. 17:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
17.7.2015 | 20:35
Íslendingar mjakast hćgt í humátt ađ nútímanum
Fyrsta aldarţriđjung ćvi minnar var bannađ ađ selja bjór á Íslandi. Utan Keflavíkurflugvallar, vel ađ merkja. Fólk laumađist til ađ kaupa bjór af bandarískum hermönnum á Vellinum. Ţeim ţótti ţetta vitaskuld vera furđulegt og geggjađ. Og jafnframt verulega sprenghlćgilegt. Ţeir voru allir af vilja gerđir ađ hjálpa til viđ smygl á bjór ofan af Velli. Ţađan barst hann í bílförmum áratugum saman.
Bjórbanniđ stóđ frá 1915 til 1989. Eitthvađ var um ađ veitingastađir hefđu á bođstólum svokallađ bjórlíki. Ţar var Kláravíni blandađ út í óáfengt öl. Eftirspurn var góđ. En ţetta var meiriháttar kjánalegt.
Svo mátti ekki selja áfengi á skemmtistöđum á miđvikudögum (ţann dag átti ađ renna af mönnum). Ţađ mátti ekki sýna sjónvarpsdagskrá á fimmtudögum (ţađ átti ađ vera fjölskyldukvöld) og ekki allan júní-mánuđ (ţá átti fjölskyldan ađ njóta sumarfrís). Ţađ mátti ekki selja mjólk nema í sérstökum mjólkurbúđum. Ţađ mátti ekki selja útvarpstćki nema í útvarpsverslun ríkisins. Ţađ mátti ekki selja ost nema í Osta- og smjörsölunni. Ţađ mátti ekki hafa verslanir opnar lengur en til klukkan 18.00. Nema á föstudögum. Ţá mátti hafa opiđ til klukkan 19.00 (ţađ ţurfti ađ sćkja formlega um leyfi til ţess). Á laugardögum máttu verslanir vera opnar á milli klukkan 11.00 til 14.00. Allt lokađ á sunnudögum og hátíđisdögum.
Ţađ mátti ekki halda rokkhljómleika í námunda viđ hátíđisdaga ríkiskirkjunnar. Gríntímaritiđ Spegillinn var gert upptćkt og útgefandinn sendur í gjaldţrot vegna góđlátlegs gríns um fermingarbörn. Ţađ var guđlast. Engu mátti muna ađ Spaugstofan hlyti sömu örlög fyrir orđaleik um ađ Jesú gćfi blindum sýn (í útfćrslu Spaugstofunnar gaf Jesú blindum áskrift ađ sjónvarpsstöđinni Sýn).
Ţađ mátti ekki selja föt eđa annađ utandyra í göngugötu. Sala á vöfflum bökuđum á stađnum utandyra var stöđvuđ af ţví ađ ţađ vantađi 4 cm upp á lofthćđ ţar sem deigiđ var hrćrt. Ábúđafullir embćttismenn fengu gott "kikk" út úr ţví ađ passa upp á ađ strangasta lögstaf vćri fylgt í hvívetna.
Svona mćtti lengi lengi lengi telja. Enn í dag er starfandi manna- og hundanafnanefnd sem bíđur á bak viđ skírnarfontinn og stekkur fram ţegar henni mislíkar nafn. Bann, bann, bann!
Ísland var og er ótrúlega forpokađ land. Öll skref í átt frjálsu og nútímalegu samfélagi eru stigin seint og hćgt og mćta öflugu mótlćti.
Áriđ 2015 er ţađ uppsláttarfrétt í fjölmiđlum ađ veitingastađir tengdir bensínsölu ćtli ađ selja bjór međ mat. Danskan Tuborg bjór í örfáa daga á örfáum matsölustöđum. Ţađ ađ ţetta sé frétt og til umfjöllunar á bloggsíđum sýnir hvađ Ísland á langt í land međ ađ komast inn í nútímann. Í nágrannalöndum ţykir sjálfsagt ađ kaupa bjór í úrvali á bensínstöđvum, hverfissjoppum og hvar sem er.
![]() |
Bjór á bensínstöđvum Olís |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Matur og drykkur | Breytt 14.8.2016 kl. 12:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
16.7.2015 | 17:32
Íslendingar međ allt niđrum sig
Fyrirséđur vaxandi straumur erlendra ferđamanna til Íslands afhjúpar ýmis einkenni Íslendinga. Til ađ mynda fyrirhyggjuleysi og gullgrafaraćđi. Ýmsir hafa síđustu ár bent á sáran skort á salernum viđ helstu áfangastađi ferđamanna. En ţeir sem máliđ heyrir undir góna út í loftiđ sljóum augum og ađhafast ekki neitt. Á sama tíma fjölgar erlendum ferđamönnum. Ţeim fjölgar um mörg prósent í hverjum einasta mánuđi.
Tölurnar eru stórar. Í fyrra kom ein milljón erlendra ferđamanna til Íslands. Í ár eru ţeir 200.000 fleiri. Á nćsta ári verđa ţeir um 1,5 millj.
Túrhestarnir koma hingađ međ fulla vasa fjár. Ţeir moka seđlunum í sparibauka allra sem koma nálćgt ferđaţjónustu. Hátt hlutfall af fjármagninu hefur viđkomu í ríkissjóđi. Viđ erum ađ tala um milljarđa. Enginn hefur rćnu á ađ taka af skariđ og láta eitthvađ af gróđanum renna í ađ koma til móts viđ spurn eftir salernum. Peningurinn er notađur til ađ standa straum af nýjum ráđherrabílum og tíđum utanlandsferđum embćttismanna. Ađstođarmönnum ráđherra fjölgar jafn hratt og túrhestum. Einnig nýjum nefndum, starfshópum og ráđgjafateymi um allt annađ en salernisađstöđu.
Túrhestunum er nauđugur einn kostur ađ ganga sinna erinda úti um allar koppagrundir. Hvorki kirkjugarđar né ađrir grćnir blettir sleppa undan áganginum. Hvergi er hćgt ađ víkja út af gönguleiđ án ţess ađ vađa skarn upp ađ hnjám.
Víđa má í fjarlćgđ líta snjó í fjallshlíđum. Ţegar nćr er komiđ er engan snjó ađ sjá. Ađeins klósettpappír.
Viđbrögđ Íslendinga eru ţau ein ađ yppa öxlum í forundran og saka túrhestana um sóđaskap.
Góđu fréttirnar eru ţćr ađ hraukarnir sem túrhestarnir skilja eftir sig er fyrirtaks áburđur. Eigendur skrautblómagarđa gćtu gert sér eitthvađ gott úr ţví.
![]() |
Míga og skíta glottandi viđ Gullfoss |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.7.2015 kl. 14:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
Seinni tíma rannsóknir hafa leitt í ljós ađ Verndarsamtök foreldra fóru villu vegar.
Reyndar ţarf engar rannsóknir til. Hérlendis höfum viđ langa reynslu af ţungarokkshátíđinni Eistnaflugi í Neskaupstađi. Um og yfir 2000 gestir hafa aldrei sýnt af sér annađ en góđa hegđun. Ţar er ekkert ofbeldi. Engir ţjófnađir. Engar nauđganir.
Til samanburđar höfum viđ skallapoppshátíđir á borđ viđ Ţjóđhátíđ í Eyjum um verslunarmannahelgina. Ţar er aldrei spurt um ţađ hvort ađ einhverri manneskju hafi veriđ nauđgađ eđa hvort einhver hafi veriđ laminn. Ţar er ađeins spurt um fjölda nauđgana og barsmíđa.
Stćrsta árleg ţungarokkshátíđ í Evrópu, Wacken í Ţýskalandi, telur 80 ţúsund gesti. Ţar hafa aldrei komiđ upp vandamál. Engar nauđganir. Engar barsmíđar. Enginn ţjófnađur.
Nú hefur veriđ birt í tímaritinu Self and Identidy niđurstađa rannsóknar á ţungarokkurum. Niđurstađan passar viđ allar ađrar alvöru kannanir. Hún stađfestir ađ ungir ţungarokkarar eru almennt hamingjusamari en jafnaldrar sem hlusta á ađra músík. Ţeir eru heiđarlegri og í betra andlegu jafnvćgi. Gáfađri og međ meiri félagslega fćrni. Ţungarokkarar spjara sig betur í lífinu en ţeir sem hlusta á ađra músíkstíla.
Rannsóknin nćr aftur til ársins 1980 (hálfan fjórđa áratug). Ţá voru ţungarokkarar ađ hlusta á Iron Maiden og Metallica.
Á síđasta ári voru ţungarokkarar virkustu notendur Spotify. Á síđasta ári toppađi rokkmúsík ađra músíkstíla í plötusölu í Bandaríkjunum.
Heimska fólkiđ stillir á FM957 og Léttbylgjuna.
Tónlist | Breytt 9.8.2016 kl. 16:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
14.7.2015 | 20:25
Hvađ verđur um fólk sem hlustar á ţungarokk á unglingsárum?
Frá ţví ađ rokkiđ kom fram á sjónarsviđ um miđjan sjötta áratuginn hefur ţađ veriđ skilgreint sem afkvćmi djöfulsins. Međal ţeirra sem héldu ţessu fram var bandaríski sjónvarpspredikarinn Jimmy Swaggart. Í dag má oft sjá hann fara á kostum í sjónvarpsstöđinni Omega. Sonur hans hefur komiđ til Íslands, predikađ og fordćmt homma.
Nýveriđ sá ég Jimmy Swaggart hćla sér af ţví ađ vera náfrćndi Jerry Lee Lewis, eins af frumherjum rokksins. Hann er hćttur ađ skilgreina rokk og ról sem afkvćmi djöfulsins. Hann benti hinsvegar á ađ ţungarokkiđ vćri afkvćmi djöfulsins. Ţví til sönnunar nefndi hann ađ norskar ţungarokkshljómsveitir brenni kirkjur til kaldra kola.
Um miđjan níunda áratuginn dvaldi ég - eins og stundum áđur og síđar - í Bandaríkjunum í hálfan annan mánuđ. Ţar fóru mikinn svokölluđ Verndarsamtök foreldra, PMRC. Fremstar í flokki voru eiginkonur bandarískra öldungadeildarţingmanna. Tipper Gore, eiginkona Als Gores, leiddi baráttuna. Baráttuna gegn ţungarokki. Ţađ var sagt upphefja grófasta ofbeldi, klám, guđlast og djöfladýrkun.
Konurnar drógu fram plötuumslög hljómsveitanna Twisted Sisters og WASP máli sínu til stuđnings. Ţćr náđu töluverđum árangri. Plötufyrirtćki voru skikkuđ til ađ setja ađvörunarmiđa á plötur međ hćttulegum bođskap. Ţau voru skikkuđ til ađ prenta söngtextana á plötuumbúđir (til ađ foreldrar gćtu sannreynt um hvađ söngtextarnir fjölluđu án ţess ađ ţurfa ađ hlusta á djöflarokkiđ). Jafnframt var bannađ ađ selja plötur til 16 ára og yngri.
Frćgt dćmi kom upp ţegar 15 ára strákur í Flórída var fangelsađur fyrir ađ kaupa plötu.
Lögin eru enn í gildi. Verndarsamtökin beittu ţeirri ađferđ ađ herja á auglýsendur útvarpsstöđva sem spiluđu ţungarokk. Útvarpsstöđvarnar eiginlega hćttu ađ ţora ađ spila ţungarokk. Ţá kom sćnska hljómsveitin Europe til sögunnar eins og frelsandi engill. Snoppufríđir drengir sem ómögulegt var ađ tengja djöflum, klámi og sadó-masókisma. Allar konurnar í Verndarsamtökum foreldra bráđnuđu undir léttu og sakleysislegu ţungarokki Europe. Rokkútvarpsstöđvar sem höfđu lagt til hliđar allar plötur međ Twisted Sisters og Black Sabbath fögnuđu sem aldrei fyrr né síđar ađ geta spilađ "Final Countdown" án ţess ađ auglýsendur sćttu ofsóknum og ţvingunum Verndarsamtaka foreldra.
Tónlist | Breytt 8.8.2016 kl. 18:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
14.7.2015 | 10:22
Bíll og sími eiga ekki samleiđ
Ţađ er bannađ ađ tala í "ófrjálsan" síma og stjórna bíl á sama tíma. Viđ brot á lögum ţar um liggur sekt. Sennilega fimm eđa tíu ţúsund kall. Samt fer nćstum ţví enginn eftir ţessu. Enda hafa rannsóknir í útlöndum leitt í ljós ađ ţađ er enginn munur á einbeitingu ökumanns hvort heldur sem hann talar í handfrjálsan síma eđa heldur á honum viđ eyrađ.
Ţar fyrir utan er refsilaust ađ tala í talstöđ og stjórna bíl á sama tíma. Nćsta víst er ađ ţađ truflar einbeitingu ökumanns jafn mikiđ og ţegar blađrađ er tóma vitleysu í síma.
Sömuleiđis er refsilaust ađ senda sms eđa djöflast í snjallsíma og aka bíl á sama tíma. Engu ađ síđur má ćtla ađ ţađ trufli einbeitingu viđ akstur miklu meira en kjaftćđi í síma. Ef ekki verđur tekiđ snöfurlega á ţessu og fólk láti ţegar í stađ af glannaskapnum verđur ţess ekki langt ađ bíđa ađ óhapp verđi í umferđinni.
![]() |
Sé bíl koma fljúgandi á móti mér |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Löggćsla | Breytt 7.8.2016 kl. 17:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
12.7.2015 | 21:01
Viđbjóđslegt ofbeldi
Í áranna rás hefur veriđ áhugavert ađ fylgjast međ umrćđu um bardagaíţrótt sem háđ er undir merki UFC. UFC er skammstöfun fyrir Ultimate Fighting Championship. Ţađ er fjölbragđaglíma sem lýtur ströngum reglum.
Í árdaga (á síđustu öld) voru glímurnar iđulega assgoti "brútal" og blóđugar. Ţćr eru settlegri í dag. Engu ađ síđur má sjá á Fésbók upphrópanir og yfirlýsingar um ađ ţessar glímur séu viđbjóđslegt ofbeldi.
Strákar tuskast. Ţađ er í ţeirra eđli. Ţannig er ţađ líka hjá öđrum í dýraríkinu. Ung karldýr takast á. Frá ţví ađ ég man fyrst eftir mér ţá voru áflog algeng - nánast dagleg góđ skemmtun. Fram eftir barnaskólaaldri og eitthvađ fram á unglingsár. Strákar tuskuđust. Reyndu sig. Sjaldan raunverulega í illu. Oftast í góđu ţó ađ fantabrögđ slćddust međ. Eins og gengur.
Í mörgum íţróttagreinum eru átök hörđ. Menn meiđast og slasast. Fjöldamargir enda sinn feril í boltaleikjum sem illa farnir öryrkjar og vesalingar. Allt í klessu: Liđir ónýtir, hausinn í klessu (eftir ađ hafa ítrekađ skallađ bolta), sinar slitnar, tćr maukađar og svo framvegis.
Ţađ hefur veriđ virkilega gaman ađ fylgjast međ ferli Gunnars Nelsons. Ţađ er gaman ađ vera stoltur af framgöngu hans í UFC. Hann er skemmtilega "öđruvísi". Kemur inn í hringinn undir pollrólegum reggítakti hljómsveitarinnar Hjálma. Kominn inn í hringinn sest hann á hćkjur sér og bíđur eftir ađ leikar hefjist. Ţegar flautađ er til leiks er hann hinsvegar eldsnöggur í hreyfingum. En jafnframt yfirvegađur. Reiknar andstćđinginn út í snatri. Svo lćtur hann til skarar skríđa. Hrađinn er slíkur ađ ţađ ţarf ađ skođa árásina í "slow motion" til sjá hvernig hún gengur fyrir sig.
Í gólfinu er hann á heimavelli. Og áfram rólegur og yfirvegađur. Ţegar hann stendur uppi sem sigurvegari ţá hleypur hann ekki um búriđ eins og ađrir sigurvegarar veifandi upp höndum sigurvegarans. Hann röltir rólegur um og setur hendur á mjađmir.
Ţađ er meiriháttar góđ skemmtun ađ fylgjast međ bardagakappanum Gunnari Nelson. Í bardaganum í nótt var keppinauturinn töluvert hćrri, međ lengri arma og međ góđa ferilsskrá sem snöggur rotari. Spörk langra fótleggja hans urđu ađeins fálm í átt ađ snöggri undankomu Gunnars. Gaurinn átti ekki möguleika. Gunnar lék sér ađ honum eins köttur ađ mús. Veđbankar spáđu öđru. En viđ vissum betur.
![]() |
Gunnar sigrađi á ţremur mínútum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Íţróttir | Breytt 13.7.2015 kl. 20:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (28)
11.7.2015 | 20:56
Umdeildir kleinuhringir, sleiktir og ósleiktir
1100 mann hafa "lćkađ" frétt mbl.is af vćntanlegri opnun kleinuhringjastađarins Dunkin´Donuts á Laugavegi 3. Formleg opnun verđur um mánađarmótin júlí/ágúst. Eđa ţví sem nćst verslunarmannahelginni. Flest "lćkin" eru komin frá lögregluţjónum. Ţeir eru spenntir fyrir kleinuhringjunum. Einkum ţeim sem hafa mikiđ af glassúr. Jafnframt hefur myndast mikill ţrýstingur frá lögregluţjónum á landsbyggđinni um ađ fá í sitt ţorp útibú frá DD kleinuhringjum.
Ekki fagna allir innrás DD. Tónlistarmađurinn frábćri Oddur Hrafn Björgvinsson - ţekktastur sem rokkstjarnan Krummi í Mínus - hefur stigiđ fram og lýst yfir vanţóknun á ţessu ullabjakki. Og uppskoriđ á Fésbók hátt í sex hundruđ "lćk" á ţađ. Ekkert frá lögregluţjónum. Krummi veit hvađ hann syngur. Einn besti söngvari landsins, flottur lagahöfundur og túlkandi í hljómsveitum á borđ viđ Esju og Legend.
Ţađ er alltaf gott ţegar poppstjörnur láta sig varđa samfélagsmál.
Ég veit ekki hvernig á ađ túlka viđhorf bandarísku söngkonunnar Ariana Grande til kleinuhringja. Hún hefur viđbjóđ á ţeim og merkir ţá međ slefi í búđum sem selja ţá. Sleikir ţá svo lítiđ ber á. Ţađ er ekki til eftirbreytni. Ef hún er međ hundaćđi, herpes eđa alnćmi ţá er hćtta á ađ hún smiti kleinuhringjaćtur af ţessum sjúkdómum. Ástćđa er fyrir íslenska DD stađi og viđskiptavini til ađ vera á varđbergi gagnvart sleiktum kleinuhringjum.
Ég hef ekki smekk fyrir kleinuhringjum. En ţeim mun meiri smekk fyrir Legend, Esju og Mínus. Hvort sem er harđkjarnarokki eđa Kurts Weills-legri efnistökum.
![]() |
Dunkin´Donuts fer ekki framhjá neinum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Matur og drykkur | Breytt 12.7.2015 kl. 14:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
10.7.2015 | 21:10
Nú er lag ađ grćđa á túrhestum
Útlendingar sem leggja leiđ sína til Íslands eru vanir ađ reykja kannabis. Sumir snćđa ţađ eins og hvert annađ grćnmeti međ mat. Ađrir taka ţađ í nefiđ.
Á Íslandi bregđur svo viđ ađ ţessir menn eru flokkađir í hóp međ morđingjum, nauđgurum og öđrum ofbeldishrottum. Fyrir bragđiđ ţurfa túrhestarnir fyrir komu til Íslands ađ ná sambandi viđ glćpaklíkur hérlendis. Ţćr sjá ţeim fyrir kannabisi strax viđ komu á flugvelli í Sandgerđi.
Ţessi kannabissala sogar til sín helling af erlendum gjaldeyri sem hverfur eins og dögg fyrir sólu ofan í vasa neđanjarđarglćpamanna. Ţeir fara umsvifalaust međ gjaldeyrinn úr landi til ađ kaupa allskonar eiturlyf í útlöndum. Jafnvel rítalín.
Ţessu ţarf ađ breyta. Peningnum vćri betur komiđ í íslenska hagkerfinu til ađ létta undir viđ launagreiđslur til starfsmanna heilbrigđiskerfisins. Dómsmálaráđherra eđa utanríkisráđherra eđa einhver ţarf ađ hliđra til í flugstöđinni. Leyfa Fríhöfninni eđa einhverri annarri verslun í flugstöđinni ađ koma sér upp söluborđi međ góđu úrvali af hágćđa kannabisefnum. Ţar getur góđur sölumađur reitt helling af útlendum seđlum upp úr vösum hálfrar annarrar milljón túrhesta á nćsta ári. Ef vel gengur ţá á ţarnćsta ári líka.
![]() |
Panta kannabis áđur en ţeir lenda |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Matur og drykkur | Breytt 6.8.2016 kl. 13:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
9.7.2015 | 10:39
Takiđ vel á móti írsku hellu- og grjótlagningarmönnunum
Á undanförnum árum hafa húseigendur á Norđurlöndunum veriđ svo lánsamir ađ fá heimsókn frá írskum hellu- og grjótlagningarmönnum. Ţeir bjóđast til ađ taka til í stóra og fína garđinum ţeirra. "Koma skikkan á garđinn," eins og ţeir orđa ţađ. Ţeir eru ótrúlega naskir ađ koma auga á garđ sem ţarnast lagfćringar.
Írarnir eru hörkuduglegir til vinnu. Ţeir ganga snöfurlega til verks og draga hvergi af sér. Hafa jafnvel endaskipti á garđinum ţannig ađ húseigandinn ratar ekki um hann nćstu daga.
Fyrir ţetta rukka Írarnir eitthvađ smárćđi. Ţeir finna sanngjarna tölu út frá ţví hve ríkmannlega húseigandinn býr. Stćrđ einbýlishússins, garđsins og lúxusbílanna í innkeyrslunni gefur ágćtar upplýsingar um ţađ.
Eitt af ţví skemmtilega viđ ţetta er ađ Írarnir laga garđinn eftir sínum eigin smekk. Fyrir bragđiđ fćr garđurinn írska stemmningu. Ţađ er ekkert nema dónaskapur ađ reyna ađ segja ţeim hvernig garđurinn eigi ađ vera. Enda fara ţeir ekkert eftir ţví. Ţeir vita betur.
Nú hafa írsku hellu- og grjótlagnamennirnir borist til Íslands, eins og lúsmýiđ. Íslendingar eiga ađ taka vel á móti ţessum frćndum okkar. Bjóđa ţeim upp á rótsterkt kaffi og kökubita. Leyfa ţeim ađ róta dálítiđ í garđinum og borga uppsett verđ. Írarnir hafa flestir fyrir fjölskyldu ađ sjá. Efnahagsástandiđ á Írlandi hefur ekki veriđ upp á marga fiska síđustu árin. Nýveriđ fengu ţeir á sig nýjan vatnsskatt.
Sumum bregđur dálítiđ viđ groddalega framkomu Íranna. Hún er afleiđing ţess ađ ţeir ólust upp viđ harđneskju. Á N-Írlandi tókust kristnir söfnuđir á í áratugi. Í ţeim átökum var hvergi gefiđ eftir. Kaţólikkar og mótmćlendatrúar drápu í sameiningu allt ađ 100 manns í röđum hvors annars á ári auk sprellvirkja af ýmsu tagi. Breskir hermenn og leyniskyttur drápu nokkra til viđbótar.
![]() |
Vafasamur mađur í Vogahverfi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
7.7.2015 | 20:37
Skjaldborg um kynferđisbrotamenn
Ţegar hópur kvenna stígur fram og sakar ţekktan mann um kynferđislegt áreiti, nauđgun og ţess háttar fer ćtíđ af stađ sama ferli: Fjöldinn allur stormar af stađ og kemur manninum til varnar. Allt er reynt til ađ draga úr trúverđugleika kvennanna. Hamrađ er á klisjunni: "Allir eru saklausir uns sekt er sönnuđ." Jafnfram er dustađ ryk af dćmi um falska nauđgunarkćru eđa upploginn áburđ um barnaníđ (í öllum brotaflokkum eru til dćmi um falskar kćrur. Allt frá kćrđum innbrotum til bilaţjófnađar. Ţau dćmi eru aldrei dregin fram í umfjöllun um önnur afbrot en kynferđisbrot).
Viđ ţekkjum allt um ţetta af máli Ólafs Skúlasonar biskopps. Einnig af máli predikarans Gvendar "smjörsýru" Byrgismanns og pastors. Bara svo tvö ţekkt dćmi séu nefnd. Ţrátt fyrir vitneskju um barnaníđ biskoppsins og kynferđisofbeldi gagnvart fullorđnum konum sátu embćttismenn biskupsstofu glađir og reifir undir málverki af níđingnum. Ţar á bć ţótti viđ hćfi ađ hampa delanum og heiđra svo lengi sem kostur var. Karl Sigurbjörnsson, ţá biskup, sparađi aldrei lofsöng um kynferđisglćpamanninn - hvar sem hann kom ţví viđ. Fremur en ţeir sem lofsungu barnaníđinga kaţólsku kirkjunnar hérlendis og erlendis, barnaníđinginn Karl Vigni ađventísta, kynferđisofbeldi á stúlknaheimili Auđar Eir, Bjargi, og allskonar.
Nú hefur veriđ opinberađ ađ bandaríska sjónvarpsstjarnan Bill Cosby viđurkenndi fyrir dómi 2005 ađ hafa byrlađ konu ólyfjan og nauđgađ henni. Hópur fleiri kvenna hefur sakađ hann um hiđ sama. Ţrátt fyrir ţađ eru ennţá til manneskjur sem halda áfram ađ verja Cosby međ kjafti og klóm. Ţeirra á međal er leikkonan Whoopi Goldberg. Sumir ađrir í harđlínu stuđningsmannahópi Cosbys hafa dregiđ í land - eđa látiđ af hávćrum opinberum stuđningi - eftir ađ játning hans var opinberuđ.
www.stigamot.is
www.aflidak.is
www.solstafir.is
www.blattafram.is
![]() |
Felur ekki lengur sannleikann |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Löggćsla | Breytt 8.7.2015 kl. 21:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (21)
4.7.2015 | 21:13
Drullusokkurinn Mike Tyson
Á Fésbók hafa ýmsir brugđist til varnar óţverranum Mike Tyson. Ţar segja menn eitthvađ á ţessa leiđ: Jú, jú. Honum varđ á ađ nauđga konu. Ţađ var ekki til fyrirmyndar né eftirbreytni. En hann tók út sína refsingu í fangelsi. Hann er ţess vegna í dag saklaus eins og kornabarn. Ţađ má ekki nudda honum endalaust upp úr ţessum bernskubrekum. Allir eiga sína fortíđ. Allir eiga skiliđ annađ tćkifćri.
Ţeir sem hvítţvo Tyson međ ţessum rökum eru í fyrsta lagi ađ gera lítiđ úr ofbeldi á borđ viđ nauđganir. Nauđgun er ekkert sem gerandi "lendir í". Nauđgari nauđgar vegna ţess ađ hann nýtur ţess ađ brjóta ađra manneskju undir sig. Hann fćr "kikkiđ" út úr ţví ađ niđurlćgja og beita valdi.
Ţetta hefur einkennt feril Tysons í samskiptum viđ konur og karla. Hann hefur margoft orđiđ uppvís af ţví ađ lemja og misţyrma konum. Hann er ofbeldismađur; sadisti og vondur mađur. Hann á ekkert skiliđ annađ en fyrirlitningu og fordćmingu. Hann hefur aldrei sýnt iđrun vegna nauđgunar, heimilisofbeldis eđa annars ofbeldis. Ţvert á móti. Hann er forhertur drullusokkur. Íslenskir áhangendur hans og varnarmenn skilgreina sig umsvifalaust í flokk međ ţeim sem umbera og afsaka nauđganir, heimilisofbeldi og annađ ofbeldi gegn konum og körlum.
Viđbrögđ óţokkans er hann var ađ tapa ati viđ Holyfield voru lýsandi fyrir drullusokkinn. Hann beit bita af eyra Holyfields. Jú, jú. Tyson var góđur boxari. En sem persóna er hann dusilmenni. Ţennan mann á ekki ađ upphefja sem nauđgara er hefur tekiđ út sína refsingu í fangelsi. Ţennan mann á ađ fordćma sem nauđgara, forhertan konulemjara og vondan mann. Í leiđinni á ađ fordćma ţá sem bera í bćtifláka fyrir ódáminn. Ţeir eru litlu betri.
Kvennaathvarfiđ, Stígamót, Afliđ, Sólstafir og önnur álíka samtök hafa ekki undan ađ taka á móti fórnarlömbum heimilisofbeldis og nauđgana. Ofbeldismennirnir hafa um ţessar mundir ekki undan viđ ađ afsaka og verja Mike Tyson. Ađal "trixiđ" er ađ reyna ađ láta umrćđuna snúast um ţađ eitt ađ ofbeldismađurinn hafi afplánađ fangelsisdóm. Fyrir bragđiđ eigi ađ ríkja ţöggun um allt ofbeldi hans og hrottaskap. En ţar er af nógu ađ taka. Nauđgunin og fangelsisvistin eru ađeins dropi í hafiđ í ferilsskrá ţessa óţokka. Nánast aukaatriđi - í stóru myndinni - ţó ađ ekki sé gert lítiđ úr ţeim glćp.
http://www.petitions24.com/vid_motmaelum_syningu_mike_tyson
.
Löggćsla | Breytt 5.7.2015 kl. 20:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)