Afi tískufrumkvöđull

  Undir lok sexunnar (sjöunda áratugarins) datt afa í hug gott sparnađarráđ.  Í stađ ţess ađ fara til hárskera á Sauđárkróki - međ tilheyrandi kostnađi - gćti ég klippt hann.  Ég var um ţađ bil 12 - 13 ára.  Uppskriftin var sú ađ renna greiđu um hársvörđ hans og klippa hárin sem stóđu upp úr greiđunni.  

  Til ađ gera ţetta skemmtilegra ţá brá ég á leik.  Ég fylgdi uppskriftinni ađ undanskildu ţví ađ ég lét afa safna skotti neđst í hnakkanum.  Afi vissi aldrei af ţessu.  Lyftigeta handa hans náđi ekki til hnakkans.  

  Klippingin vakti undrun og kátínu hvert sem afi fór.  Foreldrar mínir stóđu í ţeirri trú ađ afa ţćtti ţetta flott.  Sennilega laug ég ţví í ţau.  Einhverra hluta vegna nefndi enginn ţetta viđ afa.  Mér er minnisstćtt er mágkona pabba tók mömmu afsíđis og spurđi hvađa uppátćki ţetta vćri hjá afa ađ vera međ skott.  Ţćr voru sammála um ađ ţetta vćri furđulegt uppátćki hjá tengdapabba ţeirra en svo sem ekkert furđulegra en margt annađ í hans fari.  

  Svo skemmtilega vildi til ađ um og uppúr 1980 komst svona skott í tísku.  Bćđi hérlendis og erlendis.  Afi var fyrstur.  Hann var frumkvöđullinn.

skott í hnakka askott í hnakka bskott í hnakka  


Af hverju talar fólk um sig í ţriđju persónu?

  Ég var ađ horfa á sjónvarpsţátt međ bandarískum réttarsálfrćđingi, Dr. Phil.  Hann talar ítrekađ um sig í ţriđju persónu.  Ţetta er ósjálfráđ ađferđ til ađ upphefja sig.  Skrýtiđ ađ sálfrćđingur átti sig ekki á ţessu.  Hann hefur ţó upplýst hvađ liggur ađ baki.  Pabbi hans var sjálfhverfur alkahólisti.  Phil ţráđi viđurkenningu frá honum.  Ţó ekki vćri nema smá hrós.  Ţađ kom aldrei.  Honum gekk vel í skóla.  En pabbinn lét ţađ sig engu skipta.  Phil fékk aldrei neitt jákvćtt frá honum.

  Kunningi minn átti erfiđa ćsku.  Ólst upp viđ ofbeldi.  Hann talar oftast um sig í ţriđju persónu.  Og alltaf ţegar hann hćlir sér af einhverju.  Hann segir:  "Bjössi eldađi frábćran rétt í gćr a la Björn"  og "Bjössi veit nú margt um ţetta!

  Annan ţekki ég sem bćtir nafni sínu alltaf viđ ţegar hann vitnar í samtöl sín.  Hann lćtur viđmćlandann hefja setningar á ávarpinu "Ólafur minn..." eđa:  "Ég get sagt ţér,  Ólafur minn..."

     


Söluhćstu lög og plötur í dag

  Sölutölur yfir vinsćl lög og plötur eru í dag dálítiđ flókiđ og margslungiđ dćmi.  Plötur í föstu formi (vinyl,  geisladisk,  kassettur...) hafa fariđ halloka fyrir streymisveitum á netinu.  Höfundaréttarskráning heldur utan um ţetta flókna dćmi.

  Ţetta eru söluhćstu tónlistarmenn fyrri helmings - fyrstu 6 mánuđi - ţessa árs:  

1.  Bítlarnir seldu um 1,1 milljón eintök af sinni afurđ.

2.  The Queen koma nćst međ 780 ţúsund eintök.  

3.  Imagine Dragons 600 ţúsund eintök.

4.  Fleetwood Mac 565 ţúsund eintök. 

5.  Metallica 550 ţúsund eintök.

  Óendanlegar yfirburđa vinsćldir Bítlanna eru ekki óvćntar.  Samt.  Bítlarnir sendu frá sér plötur ađeins um sex ára skeiđ á sjöunda áratugnum (6-unni).  Síđan er liđin meira en hálf öld. 


Undarlegur leigjandi

  Nonni kunningi minn er á áttrćđisaldri.  Hann leigir út 3 herbergi í íbúđ sinni.  Sjálfur er hann í ţví 4đa. 

  Eitt sinn vantađi hann leigjanda.  Í auglýsingu í Fréttablađinu óskađi fertugur Ţjóđverji eftir herbergi.  Nonni lćrđi ţýsku á unglingsárum.  Honum ţótti spennandi ađ rifja hana upp.

  Honum til vonbrigđa vildi sá ţýski lítiđ međ ţýsku hafa.  Sagđist ţess í stađ ţurfa ađ ćfa sig í ensku.  Í Ţýskalandi biđi hans starf sem túlkur. 

  Fljótlega varđ Nonni var viđ rýrnun í ísskáp sínum og brauđskúffu.  Hann leit framhjá ţví.  Ţetta var ekki fjárhagstjón sem skipti máli.  Verra ţótti honum ţegar lćkkađi í áfengisflöskum hans og leifarnar voru međ vatnsbragđi.  Fremur en gera veđur út af ţessu ţá tók hann til bragđs ađ geyma áfengiđ úti í bíl.  

  Einn daginn var uppáhaldsjakki Nonna horfinn.  Ţá gerđi hann nokkuđ sem hann annars gerđi aldrei.  Hann notađi aukalykil til ađ kíkja inn í herbergi Ţjóđverjans.  Ţar var jakkinn á stólbaki.  Hann lét jakkann vera.  

  Seint um kvöldiđ skilađi leigjandinn sér í hús.  Nonni spurđi hvort hann hefđi séđ jakkann.  Jú,  Ţjóđverjinn kvađst hafa fengiđ hann lánađan.  Sagđist hafa ţurft á áríđandi fund og ekki átt nógu fínan jakka sjálfur.  Svo snarađist hann inn í herbergi og kom aftur fram í jakkanum.  Saman dáđust ţeir Nonni ađ fegurđ jakkans.  Skyndilega sagđist kauđi ţurfa ađ skjótast út.  Hann var enn í jakkanum og skilađi sér ekki fyrr en um miđja nótt.  

  Nćsta dag var leigjandinn enn í jakkanum.  Nonni bađ hann um ađ skila flíkinni.  Ţađ var auđsótt. 

  Upp frá ţessu tók Ţjóđverjinn ađ ganga í fleiri fötum af Nonna.  Ţegar hann gerđi athugasemd viđ ţetta ţá útskýrđi kauđi ađ sínar skyrtur vćru óhreinar,  einu almennilegu buxurnar hefđu rifnađ og svo framvegis.  Nonni ţurfti ávalt ađ biđja hann um ađ skila fötunum.  Annars gerđi hann ţađ ekki.

   Svo gerđist ţađ ađ Nonni brá sér á skemmtistađ.  Ţar hitti hann konu.  Er vangadansi og dansleik lauk fylgdi hún honum heim.  Hann keypti nokkra bjóra í nesti.  Ţar sem ţau sátu í stofunni, keluđu og sötruđu veigarnar vaknađi leigjandinn viđ tal ţeirra.  Hann kom fram og ţáđi bjór.  Síđan rakti hann fyrir konunni dapurlega ćvi sína.  Foreldrar hans voru myrtir af nasistum.  Hann ólst upp viđ illan kost á munađarleysingjahćli.  Minningarnar voru svo sárar ađ hann brast í grát.  Loks henti hann sér hágrátandi í fađm konunnar.  Hún reyndi hvađ hún gat ađ róa hann og hugga.  

  Nonni brá sér á salerni.  Er hann snéri til baka voru konan og leigjandinn horfin.  Hann bankađi á dyr leiguherbergisins og kallađi.  Ţjóđverjinn kallađi til baka ađ ţau vćru farin ađ sofa.  Bauđ svo góđa nótt.

  Ţađ fauk í Nonna.  Hann rak leigjandann daginn eftir.  Konan bauđ honum ađ flytja til sín til bráđabirgđa.  Lauk ţar međ samneyti karlanna.

  Ári síđar hittust ţeir á gangi.  Ţjóđverjinn leiddi frćnku hans.  Hún upplýsti ađ ţau vćru trúlofuđ.  Nonni hringdi í foreldra hennar.  Sagđi ţeim frá kynnum sínum af manninnum.  Fékk hann ţá ađ vita ađ tengdasonurinn vćri ekki ţýskur heldur Íslendingur í húđ og hár.  En ekki hafđi fariđ framhjá ţeim ađ hann vćri ósannsögull. 

 


Keypti í ógáti 28 bíla

  Eldri Ţjóđverji hugđist uppfćra heimilisbílinn;  skipta gamla bensínsvolgraranum út fyrir lipran rafmagnsbíl.  Hann hélt sig innanhúss vegna Covid-19.  Nógur tími var aflögu til ađ kynna sér hver vćru heppilegustu kaup.  Ţegar hann var kominn međ niđurstöđu vatt hann sér í ađ panta bílinn á netinu.  

  Tölvukunnátta er ekki sterkasta hliđ karlsins.  Allt gekk ţó vel til ađ byrja međ.  En ţegar kom ađ ţví ađ smella á "kaupa" gerđist ekkert.  Í taugaveiklun margsmellti hann.  Ađ lokum tókst ţetta.  Eiginlega of vel.  Hann fékk stađfestingu á ađ hann vćri búinn ađ kaupa bíl.  Ekki ađeins einn bíl heldur 28.  1,4 milljónir evra (220 milljónir ísl. kr.) voru straujađar af kortinu hans.  

  Eđlilega hafđi kauđi ekkert ađ gera viđ 28 bíla.  Bílaumbođiđ sýndi ţví skilning og féllst á ađ endurgreiđa honum verđ 27 bíla.  Tók hann ţá gleđi sína á ný og stađan á korti hans hrökk í betra hrof.  

tesla 


Svínađ á Lullu frćnku

  Mín góđa og skemmtilega frćnka úr Skagafirđinum,  Lulla, var ekki alveg eins og fólk er flest.  Oft var erfitt ađ átta sig á ţví hvernig hún hugsađi.  Viđbrögđ hennar viđ mörgu voru óvćnt.  Samt jafnan tekin af yfirvegun og rólegheitum.  Henni gat ţó mislíkađ eitt og annađ og lá ţá ekki á skođun sinni.

  Hún flutti ung til Reykjavíkur.  Ţar dvaldi hún af og til á geđdeild Borgarspítala og á Kleppi í bland viđ verndađa vinnustađi.  Henni var alla tíđ afar hlýtt til Skagafjarđar og Skagfirđinga.

  Aksturslag hennar var sérstćtt.  Sem betur fer fór hún hćgt yfir.  1. og 2. gír voru látnir duga.  Ađrir bílstjórar áttu erfitt međ ađ aka í takt viđ hana.  

  Á áttunda áratugnum var mágur minn farţegi hjá henni.  Ţá tróđst annar bíll glannalega fram úr henni.  Lulla var ósátt og sagđi:  "Ţessi er hćttulegur í umferđinni.  Hann svínar á manni."

  Mágur minn benti henni á ađ bílnúmeriđ vćri K.  Ţetta vćri skagfirskur ökuníđingur.  Lulla svarađi sallaróleg:  "Já, sástu hvađ hann tók fimlega framúr?  Skagfirđingar eru liprir bílstjórar!"

Fleiri sögur af Lullu frćnku:  HÉR

 


Svíi var svo fullur ađ lögreglan hélt ađ hann vćri Dani

 Sćnskur saksóknari hefur ákćrt 29 ára Svía.  Sakarefniđ er ölvunarakstur, flótti frá árekstri og brot á vopnalögum.  Viđ yfirheyrslu kvađst hann hafa drukkiđ romm, koníak,  brennivín og vatn.  Síđan hafi hann fariđ í göngutúr og mokađ smávegis snjó fyrir utan hús föđur síns.  Ađ ţví loknu vaknađi hann sér til undrunar upp af vćrum blund í fangaklefa.       

  Lögreglan kom auga á manninn flýja á hrađferđ af vettvangi eftir ađ hafa klesst á tvo kyrrstćđa bíla.  Hrađferđin endađi í snjóskafli.  Ţar sat bíllinn fastur. 

  Ţegar lögreglan opnađi bíldyrnar gus upp megn áfengislykt.  Á bílgólfinu blasti viđ vodkaflaska.  Jafnframt reyndist mađurinn vera vopnađur ólöglegum hníf. 

  Svo sauđdrukkinn var hann ađ lögreglan var lengst af sannfćrđ um ađ hann vćri Dani.

  Honum er gert ađ borga sveitarfélaginu Trollhattan 21 ţúsund kall fyrir ađ hafa ekiđ niđur staur.  Ađ auki ţarf hann ađ borga hálfa milljón fyrir bílana sem hann ók utan í.  Einhverja sekt fćr hann fyrir ölvun undir stýri.    

 

 


Vinsćlustu músíkhóparnir

  Á Facebook held ég úti fjölda músíkhópa;  hátt á ţriđja tug.  Flestir voru stofnađir um svipađ leyti.  Ţess vegna hefur veriđ áhugavert ađ fylgjast međ ţeim vaxa og ţróast mishratt.  Ţessir hópar einskorđast ekki viđ Ísland.  Ţađ er dálítiđ spennandi.  Ţeir sem skrá sig í hópana koma úr öllum heimshornum. 

  Margt sem póstađ er í hópana er áhugavert og kynnir mann fyrir ýmsum tónlistarmönnum.  Faldir fjársjóđir kynntir til leiks.  Stundum fylgja međ fjörlegar og fróđlegar umrćđur í athugasemdakerfinu.  Ég hef kynnst hellingi af skemmtilegri músík í ţessum hópum.  Einnig eignast vini;  tónlistarfólk frá flestum nágrannalöndum.  Sumir eru lítt ţekktir er ţeir stimpluđu sig inn en eru í dag stór nöfn.   

  Af listanum yfir fjölmennustu hópana mína mćtti ćtla ađ ég sé fyrst og fremst kántrý-bolti.  Svo er ekki.  Samt kann ég vel viđ margt kántrý.  Sérstaklega frá fyrri hluta síđustu aldar. Líka americana og roots kántrý, svo ekki sé minnst á cow-pönk.

  Einn hópurinn minn var kominn međ nćstum ţví 60 ţúsund félaga.  Ţá stálu vondir menn honum.  Ţeir virtust vera á Filippseyjum.  Ţeir hökkuđu sig inn í hópinn og yfirtóku hann.  Síđan breyttu ţeir nafni hans og eru eflaust ađ herja á liđsmenn hópsins međ gyllibođum um peningalán og eitthvađ svoleiđis.

  Ţetta eru vinsćlustu hóparnir.  Fyrir aftan er félagafjöldinn.

1.  The best country and western songs ever 19.904

2.  The best international country and western music 1559

3.  Country & western music 1069

4.  Alternative rock jukebox 941

5.  Fćreyskir tónar - Faroese music 832

6.  Blues, jazz 701

7.  Country music, folk, blues 632

8.  Best of Icelandic rock music, jazz, reggae, country   584

9.  Classic rock 544

10. The Byrds family 461

  Félagafjöldinn segir ekki alla söguna.  Í sumun fámennari hópum er ekki síđra líf og fjör.  Í fjölmennustu hópum vill brenna viđ ađ innlegg séu kaffćrđ helst til fljótt af nýrri póstum.

 

 


Smásaga um mann

  Bjössi gengur léttfćttur niđur Skólavörđustíg.  Á miđri götunni mćtir hann manni.  Ţeir heilsast ekki.  Ţeir ţekkjast ekki.  Engir ađrir eru á ferli.  Ekki ţarna.  Samt er klukkan 5 ađ morgni.  

  Bjössi heldur áfram för.  Kominn niđur í Austurstrćti rekst hann á vinnufélaga.  Áreksturinn er svo harkalega ađ ţeir falla í götuna og kútveltast ţar í góđa stund.  Eftir ađ hafa rúllađ fram og til baka bera ţeir kennsl á hvorn annan.  Ţeir brölta á fćtur, fađmast og knúsast.

  Í ţann mund sem ástandiđ er ađ verđa erótískt spyr Bjössi:  "Hvađ er ađ frétta?"   Vinnufélaginn lćtur ekki koma ađ tómum kofa hjá sér.  Hann romsar óđamála: "Húsasmiđjan er međ afslátt á blómum.  Allt upp í 50%.  Verkfćralagerinn er međ opiđ til klukkan 5 á sunnudögum.  Í útlöndum var mađur tekinn af lífi af ţví ađ allir voru orđnir leiđir á honum.  Íslendingar ţurfa ađ skapa 60 ţúsund ný störf nćstu 30 árin.  Ţjóđverjar eru farnir ađ kaupa hús í Fćreyjum.  Einn keypti 3 hús á einu bretti.  Bítillinn og barnagćlan Paul McCartney bregst hinn versti viđ ef einhver kallar Heather stjúpdóttur hans.  Ţá skipar hann höstuglega ađ hún sé kölluđ dóttir hans.  Hún sé jafn mikil dóttir hans og ţćr sem hann hefur eignast í hjónabandi.  Hann ćttleiddi hana er hann tók saman viđ mömmu hennar,  Lindu.  Atvinnuleysi á Íslandi fer lćkkandi.  Skiptar skođanir eru á vindorkurafmagni.  Hafrannsóknarstofa leggur til minni ţorskafla.  Minni ţorskafli var upphaf kvótakerfisins á níunda ártugnum.  Sćlgćtisgerđin Nói Síríus er ósátt viđ ađ yfirvöld mismuni samkeppnisstöđu erlendra og innlendra framleiđenda međ ofurtollum á hráefni.   EZ túpressan er ţarfaţing á öllum heimilum.  Hún fullnýtir allt innihald túpu,  hvort sem er kaviar,  tannkrem, olíulitir eđa annađ. Fyrirhugađ er slitlag á Dettifossveg.  Tónlistarmađurinn Benni Hemm Hemm er frá Hólum í Hjaltadal.  John Lennon var ekki ćttrćkinn.  Enda ekki alinn upp af foreldrum sínum heldur kuldalegri frćnku.  Frćnkunni gaf hann höll.  Líka systrum sínum tveimur.  Í höllinni bjuggu systurnar ásamt fjárhaldsmanni og fleirum.  Ţegar John Lennon var myrtur gerđi ekkjan,  Yoko Ono,   sér lítiđ fyrir og sparkađi systrunum og liđinu í kringum ţćr út úr húsinu.  Bensínsölu í Verslun Haraldar Júl hefur veriđ hćtt á Sauđárkróki.  Nasdaq vísitalan lćkkađi um hálft prósent í gćr."  

  Ţegar hér er komiđ sögu bugast Bjössi undir tíđindunum.  Hann brestur í grát međ miklum hljóđum.  Vinnufélaginn fattar strax ađ stađan er sorgleg.  Hann brestur einnig í grát og grćtur miklu hćrra en Bjössi.  Fćr ađ auki blóđnasir.  Ţeir ganga svo í sitthvora áttina án ţess ađ kveđjast.  Hávćr grátur ţeirra bergmálar um nćstu götur og vekur útlendinga í nálćgum hótelum.     

grátkall              


Dćmalausir fordómar

  Ég veit ekki hvort ég fari rétt međ orđ Andreu Jónsdóttur;  hún sagđi eitthvađ á ţá leiđ ađ fordómar vćru í lagi en ekki miklir fordómar.  Allir hafa fordóma.  Ég hef fordóma gegn skallapoppi,  harmónikkumúsík,  kórsöng og ýmsu öđru músíktengdu.  Ég hugsa til ţess međ hryllingi ađ fara á elliheimili eftir 3 ár og sitja ţar undir sömu músík og vistmenn ţess í dag.  Ekkert Slayer.  Ekkert Dead Kennedys.  Ekkert Pantera.  Ekki einu sinni Skálmöld né Sólstafir. 

  Á elliheimilinu get ég vćntanlega flúiđ inn á mitt herbergi og blastađ í heyrnartólum Sepultura,  Mínusi og I Adapt.  Máliđ er ađ hćg líkamsstarfsemi aldrađra harmónerar ekki viđ hart og hratt rokk.      

  Verri eru fordómar gegn hörundslit, menningarmun, hárlit og appelsínugulum sjálfbrúnkulit.  

  Alltaf er gott ađ viđ sljóir hvítir eldri karlar fái olnbogaörskot og séu vaktir upp af vćrukćrum svefni.  Ritskođun á rasisma er hiđ besta mál.  Sérstaklega ţegar hún beinist gegn styttum.  Ţćr eru út í hött.  Kannski.  Nú hefur gríni Fawlty Towers veriđ úthýst af netveitum ásamst Gone with the Wind (Á hvervandi hveli). 

 


Auglýsingar í íslenskum eđa erlendum miđlum?

  Einhverjir hafa eflaust tekiđ eftir ţví ađ íslenska samfélagiđ höktir um ţessar mundir.  Sjaldan hafa jafn mörg fyrirtćki átt í erfiđleikum.  Atvinnuleysi er óásćttanlegt.  Áfram mćtti telja.  Ţess vegna velti ég fyrir mér eftirfarandi:

  Helsta tekjulind stćrstu samfélagsmiđlanna er auglýsingasala.  Svo ég taki Facebook sem dćmi ţá er tiltölulega ódýrt ađ auglýsa ţar.  Einn auglýsingapakki kostar kannski 5000 kall.  Útlagđur kostnađur miđilsins er enginn.  Auglýsendur grćja ţetta allt sjálfir.

  Ýmsir gallar eru viđ auglýsingar á Facebook.  Ţađ er kúnst ađ nýta miđilinn ţannig ađ snertiverđ sé hagstćtt. 

  Ástćđa er til ađ gagnrýna samfélagsmiđlana sem auglýsingavettvang.  Ţeir borga enga skatta eđa gjöld af auglýsingatekjum sínum.  Ekki einu sinni virđisaukaskatt.  Ţess vegna er einkennilegt ađ sjá Alţýđusamband Íslands,  ASÍ,  auglýsa í ţeim.

  Ég hvet íslenska auglýsendur til ađ sniđganga samfélagsmiđlana.  Auglýsa einungis í íslenskum fjölmiđlum. Ekki endilega til frambúđar.  Ađeins og fyrst og fremst núna ţangađ til hjól atvinnulífsins ná ađ snúast lipurlega.  Á svona tímum ţurfum viđ Íslendingar ađ snúa bökum saman og gera allt sem í okkar valdi stendur til ađ yfirstíga yfirstandandi ţrengingar.  Ferđast innanlands og til Fćreyja,  Gefa erlendum póstverslunum frí um stund;  beina viđskiptum til íslenskra fyrirtćkja og blasta íslenskri tónlist sem aldrei fyrr.    

  


Var John Lennon góđur gítarleikari?

  Gróf skilgreining á rhythma-gítarleik er sú ađ hann haldi utan um takt og hljómagang í dćgurmúsík.  Slái takt međ trommaranum og "strömmi" samtímis hljómaganginn á međan sólógítarleikarinn leikur lausum hala.  Eđa einhver annar í sólóhlutverki.  Gott dćmi er Addi Sigurbjörns í Glugganum međ Flowers.

  Ţrátt fyrir mikilvćgi rhythma-gítarleikara stendur hann jafnan í skugga ţeirra sem spila sóló.  Sólógítarleikari fćr ađ trođa sér framarlega á sviđiđ á međan hann afgreiđir sólóiđ.  Jafnvel trođast fram fyrir söngvarann (ég hef lent í ţessu).

  John Lennon var rhythma-gítarleikari Bítlanna. Hann var aldrei í skugga vegna ţess ađ hann samdi flest lög Bítlanna,  söng mörg ţeirra og var í huga margra - ţar á međal annarra Bítla - forsprakki hljómsveitarinnar.  Ţar ađ auki einn besti söngvari og textahöfundur rokksögunnar.  Margt fleira gott mćtti segja um hann annađ en ađ hann lamdi fyrri eiginkonu sína,  einnig bassaleikara sína,  Paul og Stu Sutcliffe,  trommuleikarann sinn í Querrymen og marga fleiri.

  Flottur sólógítarleikari Bítlanna var George Harrison.  Paul McCartney var einnig góđur gítarleikari.  Í upphafi ferils Bítlanna kom til ágreinings um hvor ćtti ađ afgreiđa sólógítarinn.  Ţađ var ţegar Stu helltist úr lestinni.  Leikar fóru ţannig ađ Paul varđ ađ sćtta sig viđ ađ George vćri betri sólógítaleikari.  

  John Lennon fór ekki trođnar slóđir í gítarleik fremur en öđru.  Í einu af fyrstu Bítlalögum,  All My Loving,  stelur hann senu međ óvćntu og nýstárlegu gítarspili.  Ţar hamrar hann hratt í gegnum lagiđ - eins og í kapphlaupi - í stađ ţess ađ fylgja trommutaktinum. 

  Blessunarlega voru Bítlarnir - allir - lausir viđ sólórembing.  Bassaleikarinn Paul trommađi í stöku lagi.  Ekki til ađ gera betur en Ringo.  Bara halda takti.  John og Paul tóku mörg gítarsóló á síđustu plötum Bítlanna.  Ţar á međal spilađi John sólógítar lagsins Get Back á lokakonserti Bítlanna á Abbey Road.  Síđar sagđist hann hafa fariđ í hlutverkaleik,  eins og ţeir Paul gerđu svo oft.  Í ţessu tilfelli ţóttist hann vera George.  Spilađi sólógítarleik eins og George hefđi gert. 

  John var meiriháttar flottur kssagítarplokkari. Fór samt einkennilega sparlega međ ţađ.  Hann var meira í rokkinu.

.

  John var eldfljótur ađ lćra á hvađa hljóđfćri sem var.  Hann var dúndurgóđur munnhörpuleikari.  Alls spilađi hann á fast ađ tuttugu hljóđfćri.  Vegna óţolinmćđi og athyglisbrests nennti hann aldrei ađ ćfa hljóđfćraleik.  Hann glamrađi oft á hljómborđ - bćđi međ Bítlum og ennfremur á sólóferli - en vissi aldrei hvađ hljómarnir hétu sem hann spilađi. 

  John var uppátćkjasamur frá fyrstu tíđ.  Hann var knúinn áfram af takmarkalausri sköpunargleđi. Til ađ mynda notađi hann endurkast sem inngang í I Feel Fine.  1964 hafđi svoleiđis ekki heyrst áđur.  Sömuleiđis samdi hann gítar-riffiđ sem gengur í gegnum lagiđ.

  Mestu varđađi ađ gítarleikur Johns skipti iđulega sköpum fyrir stemmningu lagsins. 

   Hér má heyra hvađ gítarleikur Johns vó ţungt í flutningi Bítlanna.  Á mínútu 2:58 hleypur áheyrandi upp ađ honum.  Hann fipast og sleppir úr nokkrum töktum.  Viđ ţađ fellur krafturinn og botninn úr flutningnum.

            


Svívirđilegur áróđur gegn Íslandi

  Á Norđurlöndunum er gríđarmikill áhugi fyrir ţví ađ sćkja Ísland heim.  Ástćđurnar eru margar.  Ţar á međal ađ íslenska krónan er lágt skráđ.  Einnig ađ Íslendingar hafa stađiđ sig sérlega vel í baráttunni gegn kórónaveiruna.  Ţar ađ auki ţykir íslensk tónlist ćvintýraleg og flott,  sem og íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsţćttir.

  Ekki eru allir sáttir viđ ţetta.  Norska dagblađiđ VG hvetur fólk til ađ heimsćkja EKKI Ísland.  Bent er á ađ Ísland ţyki svalt og íbúarnir ennţá svalari.  Vandamáliđ sé yfirţyrmandi ferđamannafjöldi:  Sex ferđmenn á móti hverjum einum Íslendingi og ţađ sé eins og allir ćtli í Bláa lóniđ á sama tíma og ţú.

  VG segir ađ til sé vćnni valkostur.  Ţar séu reyndar hvorki jöklar né eldfjöll.  Hinsvegar öđlast fólk ţar sálarró og friđ í afskekktum óspilltum sjávarţorpum og fordómaleysi. 

  Stađurinn sé óuppgötvađur eyjaklasi sem svo heppilega vill til ađ er landfrćđilega nćr Noregi en Ísland.  Hann heiti Fćreyjar.  

Fćreysk eggjatýnsla 

 

 

  

 

 


Smásaga um mann

  Hann er kallađur Građi brúnn.  Ţađ er kaldhćđni.  Hann hefur aldrei veriđ viđ kvenmann kenndur.  Ţví síđur karlmann.  Ástćđan umfram annađ er rosaleg feimni.  Ef kona ávarpar hann ţá fer hann í baklás.  Hikstar,  stamar og eldrođnar.  Hann forđar sér á hlaupum úr ţannig ađstćđum. Gárungar segja hann eiga sigurmöguleika í 100 metra spretthlaupi.  Svo hratt hleypur hann. 

  Nýveriđ varđ breyting á.  Kallinn keypti sér tölvu.  Ţó ađ hann kunni lítiđ í ensku gat hann skráđ sig á útlendar stefnumótasíđur.  Međ ađstođ translate.google gat hann ávarpađ útlenskar konur.  Feimnin ţvćlist ekki fyrir honum fyrir framan tölvuskjá.  Ađ vísu setur hann upp kolsvört sólgleraugu til ađ finna öryggi.    

  Svo skemmtilega vildi til ađ finnsk kona sýndi honum óvćntan áhug.  Hún var sérlega spennt fyrir ţví ađ Građi brúnn safnar servíettum,  merktum pennum og tannstönglum notuđum af frćgum Íslendingum.

  Finnska fraukan lýsti fljótlega yfir löngun til ađ heimsćkja okkar mann.   Framan af varđist hann fimlega.  Bar fyrir sig dauđsfalli móđur.  Ţvínćst dauđsfalli föđur.  Svo annara helstu ćttingja.  Vörnin brast ţegar hann var farinn ađ telja upp dauđsfall fjarskyldra ćttingja og vini ţeirra.  Dauđsföllin slöguđu upp í fórnarlömb Víetnam-stríđsins.

  Einn daginn tilkynnti sú finnska ađ hún vćri á leiđ til Íslands.  Búin ađ kaupa flugmiđa og hann ćtti ađ sćkja hana upp á flugstöđ.  Hann fékk áfall.  Fyrst leiđ yfir hann.  Svo fékk hann kvíđakast.  Ţví nćst át hann kornflex-pakka í taugaveiklunarkasti.  Sporđrenndi ekki ađeins kornflexinu heldur einnig sjálfum pappakassanum.  Honum datt í hug ađ skrökva ţví ađ hann vćri dáinn.  Hefđi veriđ myrtur af ofbeldismanni.  Ađrir eru ekki ađ drepa fólk. 

  Ađ lokum komst Građi brúnn ađ ţeirri niđurstöđu ađ nú vćri ađ duga eđa drepast.  Helst ađ duga.  Hann keyrđi á réttum tíma til flugstöđvarinnar.  Hann ţekkti finnsku dömuna ţegar í stađ.  Enda eina konan á svćđinu búin ađ raka af sér allt háriđ nema fjólubláa fléttu fyrir ofan annađ eyrađ. 

  Strax viđ fyrstu kynni í raunheimum blossađi feimnin upp.  Komin út í bíl sýndi hann dömunni međ leikrćnum tilţrifum ađ hann vćri ađ hlusta á útvarpiđ.  Hann stillti ţađ hátt.  Ţulurinn á Rás 2 malađi:  "Klukkan er 5 mínútur gengin í sex.  Nóg framundan til klukkan sex.  Metsölubókahöfundur er ađ koma sér fyrir hérna.  Um hálf sex leytiđ mćtir vinsćlasta hljómsveit landsins og frumflytur nýtt lag... Klukkan sex taka fréttir viđ..."

  Ţegar hér var komiđ sögu sló sú finnska hann af alefli í andlitiđ.  Hann varđ hissa og spurđi:  "Ertu ađ lemja mig í andlitiđ?"  Blóđnasirnar svöruđu spurningunni. 

  Kella hafđi ekki sagt sitt síđasta orđ.  Hún gargađi á kauđa:  "Hvernig vogar ţú ţér ađ spila fyrir framan mig klámútvarp?  Sex, sex, sex í annarri hverri setningu.  Heldur ađ ég fatti ekki neitt, klámhundur!" 

blóđnasir

     


Kallinn sem reddar

  Er eitthvađ bilađ?  Ţarf ađ breyta einhverju?  Ţarf ađ bćta eitthvađ?  Ţarf ađ laga eitthvađ?  Ţá getur komiđ sér vel ađ vita af kallinum sem reddar ÖLLU.  Sjón er sögu ríkari:

kallinn reddar akallinn reddar bkallinn reddarkallinn var ekki lngi ađ tengja ofninnkallinn reddar öllu   


Áhrifarík plata

 - Titill:  Sameinađar sálir

 - Flytjandi:  Guđmundur R. Gíslason

 - Einkunn: ****

  Mér telst til ađ ţetta sé ţriđja sólóplata Guđmundar Rafnkels Gíslasonar.  Hann er einnig ţekktur fyrir ađ hafa veriđ söngvari hljómsveitarinnar Sú Ellen í Norđfirđi. Söngstíll hans er snyrtilegur, mildur og notalegur.  Engin öskur eđa lćti.  Sama má segja um lög hans, sem og Guđmundar Jónssonar og Jóns Ólafssonar.  Ţau eru snotur, söngrćn og hafa eiginleika til ađ lifa lengi (verđa sígild).

  Textar Guđmundar vega ţungt.  Ţeir vekja til umhugsunar.  Eru blúsađir.  Ţeir fjalla margir hverjir um sársaukafullar ađstćđur:  Eiturlyfjafíkn, dauđsföll, alzheimer og ađra erfiđa lífsreynslu.  Margt er ţađ haganlega ort.  Innihalda gullkorn á borđ viđ:

"Ég veit ţú rćđur ekki yfir ţér;

ţú meinar ekki hvert orđ.

 Menn geta drepiđ

ţótt ţeir fremji ekki morđ!"

  Sérkennilegt er ađ á milli laga bregđur fyrir talbútum.  Fyrst hélt ég ađ ţeir myndu eldast illa.  Svo er ţó ekki.  Ţvert á móti.  Ţeir dýpka heildarsvip plötunnar og gera mikiđ fyrir stemmninguna ţegar á reynir.

  Útsetningar eru látlausar og smekklegar.  Músíkin er fjölbreytt nett nýbylgjukennt popp-rokk.   Mestu skiptir ađ platan er öll hin áheyrilegasta.   

Guđm r


Vinsćlustu lögin

  Á Fasbók hef ég til nokkurra ára haldiđ úti grúppu sem heitir "Fćreyskir tónar - Faroese music".  Ţangađ inn pósta ég fćreyskri tónlist (myndböndum) - eins og titillinn bendir sterklega til.  Fylgjendur  síđunnar eru 831 og "lćkarar" 824.  Flestir Íslendingar.  Líka nokkrir útlendingar. 

  Forvitnilegt og áhugavert er ađ fylgjast međ ţví hvađa lög eru oftast spiluđ.  Ég veit ađ sama fólkiđ spilar iđulega aftur lög sem heilla.  

  Ţetta eru vinsćlustu lögin.  Innan sviga er hvađ ţau hafa oft veriđ spiluđ á síđunni:

1.  "Dreymurin" međ Alex heitnum Bćrendsen (449 sinnum).  Hann kom fram á hljómleikum í Laugardalshöll í byrjun ţessarar aldar.  Dóttir hans,  Kristína Bćrendsen, söng nokkrum sinnum hérlendis á hljómleikum.  Tók međal annars ţátt í söngvakeppni sjónvarpsins, júrivisjon.  Hún býr núna á Íslandi.

2.  "Hon syndrast" međ dómdagshljómsveitinni Hamferđ (doom metal) (326 sinnum).  Hamferđ hefur túrađ međ Skálmöld bćđi hérlendis og erlendis.

3.  "Tú er min spegil" međ Jórunni (219 sinnum).  Sjaldgćft er ađ sjá í fćreysku 2 n í röđ. 

 

4.  "Brotin" međ Eivöru (215 sinnum)

5.  "Langt burt frá öđrum löndum" međ Eivöru (209 sinnum)

6.  "Fćreyingur á Íslandi" međ Árna Tryggvasyni (184 sinnum).  Ţađ er ađeins ađ finna á Fasbók (ekki youtube):  https://www.facebook.com/plotuskapurinn.glymskrattinn/videos/140518442709494/

7.  "Aldan" međ Anniku Hoydal (175 sinnum)

8.  "Dansađu vindur" međ Eivöru (172 sinnum)

 

9-10.  "Ólavur Riddararós" međ Harkaliđinu (168 sinnum)

 

9-10.  "Vilt tú at Jesus skal koma tćr nćr" međ Manskór úr Rituvík (168 sinnum).  Lagiđ er ekki til á youtube.  Bara á Fasbók.  https://www.facebook.com/sjomansmissionin/videos/213463456262854/


Óţćgilega ţröngar skorđur

  Mér áskotnađist "Cashout Ticket" frá Gullnámunni.  Gullnáman er spilavíti rekiđ af góđmennsku af Happdrćtti Háskóla Íslands (HHÍ).  Upphćđ miđans er kr. 25,-.  Ţađ er metnađarlítil upphćđ.  Ţess vegna datt mér í hug ađ hressa upp á upphćđina,  Bćta nokkrum núllum viđ.  Ég gerđi ţađ oft - međ góđum árangri - á dögum ávísana. 

  Ţá kom reiđarslag.  Ég kíkti á bakhliđ miđans.  Ţar stendur skýrum stöfum:  Miđar eru ógildir ef ţeir eru falsađir eđa ţeim hefur veriđ veriđ breytt. 

  Hver er munur á breyttum miđa og fölsuđum?  

gjaldeyrir


Vigdís

  Nei,  ekki Vigdís Hauks.  Nú snýst allt um Vigdísi Finnbogadóttur út af afmćli hennar.  Ég ţekki hana ekki neitt.  Samt hef ég skrautskrifađ á ótal skjöl fyrir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur.  Ađrir starfsmenn stofnunarinnar hafa séđ um samskiptin viđ mig.  Sem er hiđ besta mál. Ég á ekkert vantalađ viđ Vigdísi.  Áreiđanlega er hún ţó viđrćđugóđ.

  Dorrit Moussaieff segir Vigdísi vera besta forseta Íslands.  Dáldiđ vandrćđalegt fyrir Ólaf Ragnar.  

  1983 var ég beđinn um ađ skrifa bók um íslenska rokkmúsík.  Sem ég gerđi.  Bókin,  Poppbókin, hefur fylgt mér eins og skuggi og virđist - ţví miđur - ekki falla í gleymskunnar dá.  Árlega hringja í mig ungir námsmenn sem eru ađ skrifa ritgerđ um íslenska rokkmúsík.  Sömuleiđis hitti ég stöđugt rokkáhugafólk sem segist hafa veriđ ađ lesa hana núna nćstum fjórum áratugum eftir útkomu hennar.

  Ég frétti af tveimur mönnum sem toguđust á um hana í Góđa hirđinum.  Ţađ urđu ekki slagsmál en nćsti bćr ţar viđ.  

  Víkur ţá sögu ađ útgáfuári Poppbókarinnar.  Skyndileg birtist Vigdís Finnbogadóttir á skrifstofu Bókaútgáfu Ćskunnar. Erindiđ var ađ kaupa bókina. 

  Ţarna var Vigdís rösklega fimmtug.  Hún hafđi eitthvađ sungiđ međ hjómsveitum.  Ţví kom áhugi hennar á Poppbókin ekki á óvart.  Jú,  reyndar kom ţađ starfsmönnum Ćskunnar á óvart.  Ţeir höfđu ekki vanist ţví ađ vera međ forseta Íslands inni á sínu gólfi.

  Á ţessum árum var forsetaembćttiđ hágöfugt og sveipađ dýrđarljóma.

  Nćst gerđist ţađ ađ ég átti leiđ í Pósthús á Eiđistorgi.   Ţetta var áđur en númerakerfi var tekiđ upp.  Viđskiptavinir tróđust.  Ađallega ég.  Ruddist međ frekju framfyrir ađra.  Var í tímahraki.  Ég komst fram fyrir virđulega konu.  Einhver orđskipti átti ég viđ afgreiđsludömuna.  Í kjölfar segir virđulega konan viđ mig:  "Afskaplega er gaman ađ heyra skagfirsku."  Ég sá ţá ađ ţetta var Vigdís.   Ég flutti úr Skagafirđi til Reykjavíkur 16 ára.  Ég hélt ađ nćstum ţremur áratugum síđar vćri ég búinn ađ tapa niđur allri norđlensku.  En Vigdís er tungumálaséní umfram flesta ađra. 

Heyra má Vigdísi syngja međ ţví ađ smella á HÉR 

vigdís og bill

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndin er ekki af Bill Clinton og Monicu Lewinsky.  Jú,  reyndar af Bill. 

 


Furđuleg sölubrella

  Á föstudaginn bauđ 10-11 landsmönnum í kaffi- og kakóveislu.  Ţađ gerđi fyrirtćkiđ međ 2ja dálka x 40 cm auglýsingu í grćnum lit í Fréttablađinu (einkennislit fyrirtćkisins).  Hvađ međ ţađ?  Vel bođiđ.  Nema hvađ.  Svo einkennilega vill til ađ fyrirtćkiđ 10-11 er ekki til.  Ţetta var vinsćl matvöruverslun.  Hún vann sér til frćgđar ađ vera dýrasta búđ landsins.  Svo breyttist hún í Kvikk og Krambúđina.  Ţá lćkkađi verđiđ um 25% međ einu pennastriki.  Svo einfalt og auđvelt var ţađ.  

  Ţetta var hrekkur.  Langt frá 1. apríl.  Kaffiţyrstur kunningi minn ók til Mosfellsbćjar og Voga á Vatnsleysuströnd.  Honum fannst hann vera hafđur ađ fífli.  Hvergi var ókeypis kaffi ađ finna.  Reyndar ţurfti ţetta ekki til ađ hann vćri eins og hafđur ađ fífli.  Hann er fífl. 

  Annađ:  Rory and The Hurricanes voru stóra nafniđ í Liverpool á undan Bítlunum.  Miklu munađi ađ Bítlarnir sömdu sín eigin lög.  Góđ lög.   Bestu lög rokksögunnar.  Ađ auki tefldu Bítlarnir fram tveumur bestu rokksöngvurum dćgurlagaheims.  Ringo var trommari Hurrycanes.  Já, og síđar Bítlanna.  Ţar veđjađi hann á réttan hest.  Mestu skipti ađ honum ţótti Bítlarnir vera miklu fyndnari og skemmtilegri en liđsmnenn Hurrycanes.  Ađ vera í Bítlunumn var eins og ađ vera í skemmtiţćtti Monty Python.  Fyndnustu brandarar í heimi á fćribandi.     

 


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband