3.4.2020 | 23:56
Ósvífin sölubrella
"Hvenćr drepur mađur mann og hvenćr drepur mađur ekki mann?" spyr Jón Hreggviđsson í Íslandsklukkunni. Eđlileg spurning sem margir hafa spurt sig. Og ađra. Ennţá brýnni er spurningin: Hvenćr er dýrari vara ódýrasta varan?
Í Fréttablađinu í dag er heilsíđu auglýsing í rauđbleikum lit. Ţar segir í flennistórum texta: "LĆGSTA VERĐIĐ Í ÖLLUM LANDSHLUTUM".
Í litlum og illlćsilegum neđanmálstexta má međ lagni stauta sig framúr fullyrđingunni: "Orkan býđur lítrann á lćgsta verđinu í öllum landshlutum - án allra skilyrđa."
Auđséđ er á uppsetningu ađ auglýsingin er ekki hönnuđ af fagmanni. Líka vegna ţess ađ fagmađur veit ađ bannađ er ađ auglýsa međ hćsta stigs lýsingarorđi. Líka vegna ţess ađ ekki má ljúga í auglýsingum.
Ég átti erindi um höfuđborgarsvćđiđ. Ók framhjá nokkrum bensínstöđvum Orkunnar (Skeljungs). Ţar kostađi bensínlítrinn kr. 216,80,- Nema á Reykjavíkurvegi. Ţar kostađi hann kr. 188.8,-. Sú stöđ var merkt í bak og fyrir textanum: "Ódýrasta eldneytisverđ á landinu".
Ég var nokkuđ sáttur viđ ţađ. Ţangađ til ég ók framhjá Costco. Ţar kostađi bensínlítrinn kr. 180.9,-
28.3.2020 | 00:01
Falskt öryggi
Einnota hanskar eru í tísku um ţessar mundir. Hvítir ţykja flottastir. Bláir og grćnir njóta einnig vinsćlda. Annars fer ţetta ađ mestu eftir litnum á fötunum sem fólk klćđist hverju sinni.
Einnota hanskar eru ekki ađeins skemmtilegur klćđnađur. Ţeir geta líka spornađ gegn útbreiđslu kórónaveirunnar. Eđa hvađ? Jú, ef rétt er ađ fariđ. Verra er ađ ţeir geta einnig gefiđ falskt öryggi.
Veiran smitast ekki bara viđ snertingu. Hún svífur um loftin blá; ferđast allt í kringum smitađ fólk. Veik manneskja ţarf ekki einu sinni ađ hósta hraustlega til ađ smita ađra. Henni nćgir ađ anda án rykgrímu.
Einnota hanski venur fólk ekki af ţví ađ snerta andlitiđ á sér. Í hanska flađrar fólk upp hurđahúna sem löđra í veirum; stigahandriđ, innkaupakerrur, slćr inn PIN-númer og svo framvegis. Ţegar hanskaklćtt fólkiđ snertir síđan á sér andlitiđ ţá er ţađ engu betur sett en berhentir.
Yfirleitt liggja hanskarnir ţétt um höndina. Viđ ţađ verđur húđin ţvöl. Ţađ er kjörlendi fyrir veiruna. Mikilvćgt er ađ hendur séu vel ţurrar ţegar ţeim er stungiđ í hanska.
Töluverđ kúnst er ađ fara úr einnota hanska. Margir fara ţannig úr ţeim ađ ţeir gćtu eins sleikt hurđahún.
Tíđur handţvottur er heppilegri en hanskar. Hann skilur heldur ekki eftir sig sama sóđaskap og hanskinn. Víđa fyrir utan matvöruverslanir má sjá einnota hanska fjúkandi út um öll bílastćđi.
Sumir klippa framan af fingrum hanskans; breyta honum í grifflur. Ţađ er töff en veitir falskt öryggi gegn kórónaveirunni.
Heilbrigđismál | Breytt 5.4.2020 kl. 08:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
22.3.2020 | 00:05
Ljúf plata
Undanfarna daga hefur platan Songbird rúllađ í spilaranum hjá mér. Á henni syngur Helga Fanney. Fađir hennar, Tómas Malmberg, spilar snyrtilega undir ýmist á píanó eđa kassagítar. Hann er jafnframt höfundur gullfallegs lokalags plötunnar, Ţú lífs míns ljós. Textinn er eftir Ruth Reginalds Moore. Hin 9 lögin eru kunnar og sívinsćlar ballöđur. Allar nema ein engilsaxneskar. Lagavaliđ hefur kosti og galla. Kostirnir eru međal annars ţeir ađ lögin eru góđ. Hlustandinn ţekkir lögin strax viđ fyrstu spilun og kann vćntanlega vel viđ ţau flest.
Gallinn er sá helstur ađ ţau hafa veriđ sungin af mörgum bestu poppsöngvurum heims. Söngvarinn er í ţeirri stöđu ađ vera borinn saman viđ ţá. Ţađ er ekki auđvelt hlutskipti. Helga Fanney sleppur nokkuđ vel út úr samanburđinum. Međal annars vegna ţess ađ söngur hennar er einlćgur, tilgerđarlaus og blćbrigđaríkur. Söngröddin er hljómfögur og raddbeiting ágćt.
Flutningurinn er skemmtilega hrár, hljóđritađur í einni töku. Gaman hefđi veriđ ađ heyra íslenska texta sem til eru viđ sum lögin. Til ađ mynda Imagine eftir John Lennon (Ađ hugsa sér kallast ţýđing Ţórarins Eldjárn), Arms of an angel eftir Söru Mclachian (Umvafin englum í ţýđingu Valgeirs Skagfjörđ) og Hallelujah eftir Leonard Cohen (íslenskur texti eftir Jóhönnu F. Karlsdóttur, líka eftir Ragnar Geir Brynjólfsson og eftir Val Gunnarsson, svo og Stefán Gíslason).
Af öđrum lögum er vert ađ nefna Make you feel my love eftir Bob Dylan og When I think of angels eftir KK.
Helga Fanney er ađeins 14 ára í sumum lögunum en hljómar ekki eins og barn. Hún er eitthvađ eldri í öđrum lögum. Ég giska á 16 - 17 ára. Aldursmunurinn heyrist ekki.
Songbird er notaleg plata.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2020 | 00:04
Kvikmyndarumsögn
- Titill: Klovn the Final
- Höfundar og helstu leikarar: Frank Hwam og Casper Cristensen
- Einkunn: ***1/2
Dönsku sjónvarpsţćttirnir Klovn eru snilld. Húmorinn er grófur, ferskur, ófyrirséđur og bráđfyndinn. 2010 kom á markađ kvikmyndin Klown. Hún var sprengja. Í henni var gengiđ lengra í groddadagangi og húmorinn tekinn fram á ystu nöf. Vinsćldum hennar var fylgt eftir međ myndinni Klown Forever 2015. Henni háđi ađ vćntingar áhorfandans voru miklar. Jafnframt var hann orđinn brynjađur fyrir senum sem annars hefđu gengiđ fram af honum. Engu ađ síđur slagađi hún upp í fyrri myndina á öllum sviđum.
Nú er veriđ ađ sýna ţriđju myndina, Klovn the Final. Hún er sögđ vera lokamyndin í ţríleiknum. Ţađ er skynsamleg niđurstađa. Hún stendur fyrri myndunum örlítiđ ađ baki. Samt er hún bráđskemmtileg. Salurinn hló oft og mikiđ. Líka ég. Hún hefur sérstakt gildi fyrir Íslendinga. Söguţráđurinn snýst um ferđlag kumpánanna til Íslands. Ef ekki vćri vegna kórona-vírusins vćri myndin góđ auglýsing fyrir Íslands. Ţađ getur svo sem skilađ sér síđar.
Einhverra hluta vegna hefur myndin veriđ illa auglýst hérlendis. Kannski gerir ţađ ekki til vegna samkomubannsins. Ţá er bara ađ ná henni í sjónvarpi eđa einhverjum netveitum.
Vegna međfylgjandi sýnishorna skal tekiđ fram ađ í íslenskum kvikmyndahúsum er myndin textuđ á íslensku.
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
8.3.2020 | 00:12
Bestu trommuleikarar sögunnar
Kanadíska tímaritiđ Drumeo hefur tekiđ saman áhugaverđan lista yfir bestu trommuleikara allra tíma. Ţeim er rađađ í sćti. Eflaust geta veriđ skiptar skođanir um sćtaröđina. En tćplega um ţá sem eru á listanum.
Svona listi er ekki heilagur sannleikur. Til ađ mynda einblínir hann á engilsaxneska trommuleikara. Ţetta er fyrst og fremst skemmtilegur samkvćmisleikur. Í leiđinni vekur hann athygli á trommuleikurum sem áhugasamir eiga mögulega eftir ađ kynna sér. Ţessir rađast í efstu sćtin:
1 Buddy Rich
Hann er ţekktur fyrir kraft, orku, ótrúlegan hrađa, fullkomna tćkni og ýmsar brellur. Auk ţess ađ vera hljómsveitarstjóri eigin hljómsveitar ţá spilađi hann međ bandarískum samlöndum sínum, svo sem Louis Armstrong, Ellu Fitzgerald, Charlie Parker, Frank Sinatra, Count Basie, Harry James og mörgum fleiri.
2 Neil Peart
Kanadískur trommari prog-hljómsveitarinnar Rush. Trommusóló hans voru jafnan hápunktur á hljómleikum tríósins.
3 John Bonham
Enskur trommuleikari Led Zeppelin. Besti rokktrommuleikarinn. Hann var ţó undir miklum áhrifum frá djasstrommuleikurum á borđ viđ Buddy Rich, Max Roach og Elvin Jones. Ađalsmerki hans var tilfinningahiti, "grúv" og hrađur bassatrommusláttur međ einu fótstigi.
4 Vinnie Colaiuta
Bandarískt kameljón. Hóf feril međ Frank Zappa. Hefur síđan spilađ međ svo ólíkum tónlistarmönnum sem Noruh Jones, Megadeath, Sting, Steely Dan, Bill Evans, Ray Charles, Chick Corea, Joni Mitchelle og mörgum fleiri.
5 Tony Williams
Bandaríkjamađur sem vakti 17 ára gamall athygli í hljómsveit Miles Davis. Hann spilađi af tilraunagleđi og var einn af frumkvöđlum í ađ brćđa saman tónlistarstíla. Auk ţess ađ halda úti eigin tríói ţá spilađi hann međ Sonny Rollins, Herbie Hancock, Ron Carter, Stanley Clarke, Chet Baker, Winton Marsalis og Eric Dolphy.
6 Steve Gadd
Bandarískur djassisti. Hefur spilađ međ Chick Corea, Jaco Pastorius, Steely Dan, Steve Khan, Paul Simon, Paul McCartney, Frank Sinatra og Weather Report.
7 Ringo Starr
Breskur Bítill. Hann spilađi ólíkt ţví sem áđur ţekktist. Hann hlóđ einstaklega vel undir tónlistina og gerđi hana ţannig ađ sterku vörumerki.
8 Billy Cobham
Fćddur í Panama en flutti á barnsaldri til Bandaríkjanna. Á stóran ţátt í mótun nútíma trommuleiks. Var frumkvöđull í ađ nota af árásargjörnum krafti tvćr bassatrommur og spila brćđing (fusion).
9 Max Roach
Bandarískur djassisti. Spilađi međal annars međ Dizzy Gillespie. Miles Davis, Sonny Rollins, Duke Ellington, Chet Baker, Clifford Brown og Charlie Parker.
10 Stewart Copeland
Fćddur í Bandaríkjunum en fjölskyldan flutti til Miđ-Austurlanda ţegar hann var ađeins nokkurra mánađa. 12 ára hóf hann trommunám í Englandi. Hann er ţekktur fyrir reggískotinn trommuleik međ breska tríóinu The Police.
Af ofantöldum trommurum eru á lífi ađeins Vinnie Colaiuta, Steve Gadd, Ringo Starr, Billy Cobham og Stewart Copeland.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:41 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (26)
3.3.2020 | 22:25
Fjölmiđlar ljúga gróflega
Íslenskir fjölmiđlar hafa hamrađ á ţví dögum og vikum saman ađ coronaveiran - Covid 19 - sé komin til allra Norđurlandanna. Framan af var reyndar hengt viđ fréttina ađ Ísland vćri undanskiliđ. Svo kom veiran til Íslands.
Stóra lygin í ţessum fréttaflutningi er ađ veiran hefur ekki borist til Fćreyja (í ţessum skrifuđu orđum). Hafa Fćreyingar ţó hvergi dregiđ af sér ađ spígspora um Tenerife og Ítalíu.
Ólíklegt er ađ Fćreyingar sleppi viđ veiruna til frambúđar. Samt. Fćreyingar eru heilsubesta ţjóđ í Evrópu (og kannski í heiminum?). Líka hamingjusamasta ţjóđ Evrópu (og kannski heims?). Atvinnuţátttaka Fćreyinga er sú mesta í Evrópu. Bćđi međal karla og kvenna. 85,4 Fćreyinga, 15 ára og eldri, vinna sér til gagns og gamans. Ađ auki eru Fćreyingar frjósamasta ţjóđ Evrópu. Ţannig mćtti áfram telja.
Annađ en ţó ţessu skylt. Samkvćmt óstađfestum fréttum greindist mađur í N-Kóreu međ veiruna. Hann var skotinn međ ţađ sama.
Heilbrigđismál | Breytt 4.3.2020 kl. 01:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
27.2.2020 | 23:45
Ţannig má laga skemmd lungu
Sígarettur eru ekki eins hollar og margir halda. Ađ reykja ţćr veldur ertingu og álagi á lungun. Einkum ef mikiđ og oft er reykt; ţá skađast lungun. Strompar fá ţrálátan hósta, lungnateppu og jafnvel krabbamein, svo fátt eitt sé nefnt.
Háskóli í Maryland í Bandaríkjum Norđur-Ameríku hefur rannsakađ dćmiđ og skođađ hvađ sé til ráđa. Niđurstađan kemur á óvart. Ávöxturinn tómatur getur gert kraftaverk. Ađeins ţarf ađ snćđa tvo tómata á dag til ađ ţeir hefji viđamikla viđgerđ á skemmdum lungum.
Tómatsósa skilar minni árangri. Skiptir ţar engu máli hvort hún er framleidd úr tómötum eđa eplamauki. Hinsvegar geta fersk epli hjálpađ.
Vísindi og frćđi | Breytt 29.2.2020 kl. 17:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
21.2.2020 | 06:14
Ţegar Harrison hrekkti Phil Collins
Ýmsir tónlistarmenn líta á Phil Collins sem fígúru. Eđa hafa ađ öđru leyti lítiđ álit á persónunni. Til ađ mynda Liam Callagher. Bítlarnir Paul McCartney, Ringo Starr og George Harrison líka.
1970 fékk sá síđastnefndi Phil til ađ spila á bongótrommur í laginu "Art of dying" fyrir plötuna flottu "All things must pass". Hann var ţá í hljómsveitinni Flaming Youth. Ţetta var nokkru fyrir daga Brand X og Genesis.
Ţegar platan kom út var bongótrommuleikur Phils fjarri góđu gamni. Ţađ var áfall fyrir unga manninn sem dýrkađi Bítlana og hafđi stúderađ trommuleik Ringos út í hörgul. Hann kunni ekki viđ ađ leita skýringar fyrr en mörgum árum síđar. Ţá var hann orđinn frćgur og kominn međ sjálfstraust til ţess.
George brá á leik. Hann var alltaf stríđinn og hrekkjóttur. Hann fékk Ray Cooder til ađ koma í hljóđver og spila afar illa og klaufalega á bongótrommur undir lagiđ. Svo skemmtilega vildi til ađ í lok upphaflegu hljóđritunarinnar á laginu heyrist George kalla: "Phil, viđ hljóđritum ţetta aftur og nú án bongótrommuleiks."
Ţessa upptöku međ lélega bongóleiknum spilađi George fyrir Phil. Honum var verulega brugđiđ; miđur sín yfir ţví hvađ bongótrommuleikur "hans" var ömurlegur. Einnig viđ ađ heyra George í raun reka hann.
Phil sá sem George ávarpađi í upptökunni var ekki Collins heldur upptökustjórinn, Phil Spector. Mörgum árum síđar sagđi George kauđa frá hrekknum. Ţungu fargi var af honum létt.
Tónlist | Breytt 23.2.2020 kl. 11:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
15.2.2020 | 08:43
Heilsuátak Stónsara
Óregluiđnađurinn hefur átt um sárt ađ binda síđustu árin. Ţetta byrjađi međ ţví ađ gítarleikari The Rolling Stones, Keith Richards, hćtti á gamals aldri ađ nota eiturlyf. Áđur var hann stórtćkur neytandi ţeirra í hálfa öld. Hann hélt sig ekki viđ eitthvert eitt eiturlyfiđ heldur hellti ţeim öllum í sig sem hann komst yfir.
Keith gafst upp á dópinu vegna ţess ađ honum ţótti eiturlyfin sem eru í bođi í dag vera léleg. Útţynnt drasl.
Ţessu nćst fékk whisky-iđnađurinn kjaftshögg er hann hćtti ađ ţamba daglegan skammt. Hann hćtti ađ drekka áfengi, ađ eigin sögn. Hefur síđan ađeins drukkiđ hvítvín og bjór. Nú er ţađ sígarettuiđnađurinn sem fćr höggiđ. Í október hćtti hann ađ reykja búđarsígarettur. Segist vera hćttur ađ nenna ţví. Ekki hefur komiđ fram hvort eđa hvađ hann reykir í stađinn.
Í fréttum er haldiđ fram ađ hann hafi reykt 19 pakka á dag. Ţađ stenst ekki skođun. Mestu strompar ná ekki ađ reykja nema 4 eđa 5 pakka á dag. Hver sem rétt tala er ţá finnur sígarettuiđnađurinn fyrir heilsuátaki Keiths. Hann segir ađ mun auđveldara hafa veriđ ađ leggja heróínneyslu á hilluna en retturnar.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 14:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
8.2.2020 | 23:23
Illa fariđ međ góđan dreng
Ég rekst stundum á mann. Viđ erum málkunnugir. Köllum hann Palla. Hann býr í lítill blokk. Í sama stigagangi býr vinur hans. Köllum hann Kalla. Ţeir eru hálfsjötugir einstćđingar. Fyrir bragđiđ sćkja ţeir í félagsskap hvors annars. Fá sér stundum bjór saman; tefla, skreppa í bingó og svo framvegis.
Í hvert sinn sem ég rekst á Palla hefst samtaliđ á ţessum orđum: "Ég er alveg ađ gefast upp á Kalla." Í kjölfar kemur skýring á ţví. Í gćr var hún svona:
"Hann bauđ mér út ađ borđa. Ţegar viđ héldum af stađ bađ hann mig um ađ aka ađ Bćjarins bestu. Ţađ var allt í lagi. Mér ţykir pylsur góđar. Hann pantađi tvćr pylsur međ öllu og gos. Ég hélt ađ önnur vćri handa mér og hann myndi spyrja hvernig gos ég vildi. En, nei, pylsurnar voru handa honum. Ég pantađi pylsu og gos. Ţegar kom ađ ţví ađ borga sqagđi hann: "Heyrđu, ég gleymdi ađ taka veskiđ međ mér. Ţú grćjar ţetta." Ekki í fyrsta skipti sem hann leikur ţennan leik. Ţegar viđ vorum búnir međ pylsurnar sagđist hann verđa ađ fá eitthvađ sćtt á eftir. Viđ keyrđum ađ konditorí-bakaríi. Ég keypti handa okkur tertusneiđar og heitt súkkulađi. Hann kvartađi undan tertunni. Skóf utan af henni allt besta gumsiđ og borđađi ţađ. Skildi sjálfa tertukökuna eftir. Lét mig síđan kaupa ađra og öđruvísi tertusneiđ."
Fyrir mánuđi rakst ég á Palla. Ţá sagđi hann:
"Ég er alveg ađ gefast upp á Kalla. Um daginn stakk hann upp á ţví ađ viđ myndum halda upp á jólin međ stćl. Gefa hvor öđrum lúxus-jólagjafir. Samt eitthvađ gagnlegt sem viđ myndum hvort sem er kaupa sjálfir fyrr eđa síđar. Ég var tregur til. Enda auralítill. Honum tókst ađ tala mig til međ ţeim rökum ađ hann vćri búinn ađ kaupa góđa jólagjöf handa mér sem ég ćtti eftir ađ nota oft. Er ég samţykkti ţetta sagđist hann vera búinn ađ velja sér jólagjöf frá mér. Ţađ vćri tiltekinn snjallsími. Mér ţótti heldur mikiđ í lagt. Um leiđ fékk ég ţá flugu í hausinn ađ hann vćri búinn ađ kaupa samskonar síma handa mér. Ég hafđi stundum talađ um ađ fá mér snjallsíma. Flestir eru međ svoleiđis í dag. Á ađfangadag tók ég upp pakkann frá honum. Í honum voru tíu ţvottapokar úr Rúmfatalagernum sem kosta 99 kr. stykkiđ"
Spaugilegt | Breytt 9.2.2020 kl. 20:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
4.2.2020 | 02:54
Ódýrt flug til Kína
Ţađ er margt um ađ vera í Kína ţessa dagana. Nú er lag ađ skella sér ţangađ - áđur en landiđ verđur of vestrćnt. Reyndar er gott fyrir íbúa landsins ađ ţađ verđi vestrćnt. Hinsvegar er ekkert gaman fyrir vestrćna ferđamenn í Kína ađ rölta á milli McDonalds og Burger King. Ţađ geta ţeir gert heima hjá sér. Nema á Íslandi. Íslendingar taka ţorramat framyfir.
Seint á síđustu öld hélt breska hljómsveitin Wham! hljómleika í Kína. Skömmu síđar fylgdu Stuđmenn í kjölfariđ - undir dulnefninu Strax. Ţetta voru fyrstu kynni Kínverja af vestrćnni poppmúsík.
Til gamans má geta ađ nokkru áđur komst kínverskur barnakór yfir lag eftir Gísla Helgason. Barnakórinn fór međ lagiđ inn á Topp 10 kínverska vinsćldalistann. Svo illa vildi til ađ á ţeim tímapunkti höfđu Kínverjar ekki gengiđ til liđs viđ alţjóđleg höfundarréttarsamtök. Annars vćri Gísli auđmađur. Ađeins munađi örfáum árum.
Í dag tröllríđur vestrćn dćgurmúsík Kína. Rapp, teknó, píkupopp, alt-rokk og bara nefndu ţađ.
Svo skemmtilega vill til ađ um ţessar mundir er verđ á flugi til og frá Kína í lágmarki. Hćgt er ađ skjótast ţangađ í menningarreisu fyrir ađeins 88 ţúsund kall (flug fram og til baka) og gćđa sér á djúpsteiktum rottum.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 09:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
27.1.2020 | 00:37
Hvađa Bítlar voru nánastir?
Svariđ viđ spurningunni er ekki augljóst í fljótu bragđi. Bítlarnir voru allir afar nánir lengst af. Ţeir voru bestu vinir hvers annars. Hnífur gekk ekki á milli ţeirra. Ţeir heldu hópinn í frítímum; héngu saman öllum tímum. Á hljómleikaferđum - eftir ađ ţeir slógu í gegn - fengu ţeir sitthvert hótelherbergiđ en söfnuđust alltaf saman í eitthvert eitt herbergiđ. Ţar var mikiđ grínast og mikiđ hlegiđ.
1957 hélt ţáverandi hljómsveit Johns Lennons, The Quarrymen, hljómleika í Liverpool. Hann var 16 ára. Paul McCartney var nýorđinn 15 ára. Hann heilsađi upp á John og spilađi fyrir hann nokkur lög. John hreifst af og bauđ honum í hljómsveitina.
Ţeir smullu saman; urđu samloka. Hófu ţegar ađ semja saman lög og texta. Ţeir vörđu öllum tímum saman. Ýmist viđ ađ semja eđa til ađ hlusta á plötur. Ţeir voru mestu ađdáendur og fyrirmynd hvors annars. Áreiđanlega taldi Paul ţá vera nánasta. Sennilega John líka.
Áđur en Paul gekk í The Quarrymen var besti vinur hans George Harrison. Hann var ári yngri og í sama skóla. Paul suđađi í John um ađ fá George í hljómsveitina. Lengi vel án árangurs. George fékk ţó ađ djamma af og til međ. Ţeir John kynntust, urđu miklir mátar og hann var fullráđinn í hljómsveitina voriđ 1958.
Innkoma Pauls og George kallađi á mannabreytingar. 1962 gekk Ringo Starr í hljómsveitina. Ţá hét hún The Beatles.
Ringo yfirgaf vinsćlustu ţáverandi hljómsveit Liverpool er hann gekk til liđs viđ Bítlana. Ţetta var áđur en ţeir urđu ţekktir og vinsćlir. Ringó elskađi ađ umgangast ţá og ţeir elskuđu glađvćrđ hans, húmor og trommuleik.
Af Bítlunum áttu John og Paul mest saman ađ sćlda. Ţeir sömdu og sungu söngvana, útsettu tónlistina og réđu ferđinni. Paul er stjórnsamur, ofvirkur og óţolinmóđur. Ţađ pirrađi George og Ringo er á leiđ og stjórnsemi Pauls óx. Hann vildi semja gítarsóló George og átti til ađ spila sjálfur á trommurnar. 1968 gekk Ringo á fund Johns og tilkynnti uppsögn. Hann upplifđi sig utanveltu. Ţađ tók John tvćr vikur ađ dekstra hann aftur í bandiđ.
Vinátta getur birst í örfínum smáatriđum. Á myndum standa Bítlarnir jafnan ţétt saman. Iđulega snertast ţeir međ höndunum. Ţeir eru svo miklir og nánir vinir ađ ţeir gefa hver öđrum ekki persónulegt rými. Persónulega rýmiđ nćr ađeins yfir hljómsveitina í heild. Algengast er ađ John og George séu hliđ viđ hliđ. Svo sem undantekningar ţar á. En viđ bćtist ađ ţegar Bítlarnir ferđuđust ţá sátu John og George alltaf saman, hvort sem var í flugvél, lest eđa bíl. Er Bítlarnir gistu í 2ja manna hótelherbergjum ţá deildu John og George alltaf saman herbergi. Eftir ađ Bítlarnir hćttu voru John og George í mestum samskiptum. Međal annars spilađi George á plötu Lennons Imagine. Hann lýsti yfir löngun til ađ ţeir John myndu stofna nýja hljómsveit og svo framvegis.
Tónlist | Breytt 10.10.2020 kl. 12:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2020 | 22:52
Dauđateygjur sekkjapípunnar
Hljóđfćriđ sekkjapípa á sér langa og flókna sögu. Hún nćr aftur um aldir. Í dag er hún einskonar ţjóđarhljóđfćri Skota. Skotar eru um hálf sjötta milljón. Ađeins sex ţúsund ţeirra kann ađ spila á sekkjapípu. Ţeim fćkkar hratt. Svo hratt ađ reiknađ hefur veriđ út ađ eftir örfáa áratugi heyri sekkjapípan sögunni til. Til ađ viđhalda ţekkingu á sekkjapípuspili ţurfi 350 ţúsund manns ađ kunna á hljóđfćriđ og kenna komandi kynslóđum á ţađ.
Skotar geta tekiđ Grćnlendinga sér til fyrirmyndar. Fyrir nokkrum áratugum kunni ađeins einn Grćnlendingur grćnlenska trommudansinn. Hann var sendur ţvers og kruss um Grćnland til ađ endurvekja trommudansinn. Međ einstaklega góđum árangri. Áhugi grćnlenskra barna var til stađar. Í dag blómstrar grćnlenski trommudansinn.
Tónlist | Breytt 23.1.2020 kl. 22:27 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
17.1.2020 | 22:50
EazyJet um Ísland og Íslendinga
Á dögunum fór ég á flandur međ ensku flugfélagi, EazyJet. Skrapp til Edinborgar í Skotlandi. Skömmu síđar aftur til Íslands.
Í sćtisvasa fyrir framan mig í flugvélinni fann ég bćkling prentađan í lit á pappír. Yfirskrift hans er EazyJet Traveller. Ţar má finna fróđleik um ţjónustu flugfélagsins. Líka auglýsingu um gott verđ á skóm í tiltekinni verslun.
Skemmtilegasta lesefniđ er tveggja blađsíđna viđtal viđ íslenskan uppistandara. Ara Eldjárn. Af framsetningu ţess má ráđa ađ Ari sé vinsćll og virtur uppistandari í Bretlandi. Reyndar veit ég ađ svo er.
Í viđtalinu dregur hann upp spaugilega - en góđlátlega - mynd af Íslendingum. Hárfín og bráđfyndin kímnigáfan hittir glćsilega í mark. Stöngin inn međ látum!
Gaman var ađ sjá hundruđ flugfarţega frá öllum heimshornum lesa um Ara - og vita ađ mörgum sinnum fleiri eigi eftir ađ gera ţađ.
Í sama bćklingi er grein sem ber (á ensku) yfirskriftina "3 topp húđflúrstofur í Reykjavík". Ţar eru taldar upp nokkrar stofur og lýsing á ţeim. Ţessar stofur eru:
1. Black kross
2. Apollo ink
3. Reykjavik ink
Blađamađur EasyJet hlýtur ađ hafa reynslu af ţessum stofum. Einnig fleiri reykvískum stofum fyrst ađ hann getur rađađ upp í toppsćti.
Íslenskir húđflúrarar eru ţeir bestu í heimi. Ég skrifa af reynslu til margra ára. Minn frábćri húđflúrari er Svanur Guđrúnarson í Lifandi List tattoo studio. Hann er ekki á listanum yfir bestu reykvísku stofur vegna ţess ađ stofan hans er í Hafnarfirđi.
Ferđalög | Breytt 19.1.2020 kl. 11:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
12.1.2020 | 00:27
Breskar sígarettur
Í nýlegri dvöl minni í Skotlandi vakti athygli ađ allt ţarlent reykingafólk virtist reykja sömu sígarettutegund. Og ţađ tegund sem ég kannađist ekki viđ. Eđlislćg forvitni var vakin. Ég gerđist svo djarfur ađ spyrja reykingamann út í máliđ. Ţá var ég upplýstur um ađ í Bretlandi séu allir sígarettupakkar alveg eins. Ţađ eru lög. Furđulög. Rökin eru ţau ađ ef ađ fólk veit ekki hvort ađ ţađ er ađ reykja Camel eđa Salem ţá hćttir ţađ ađ reykja og maular gulrćtur í stađinn.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
8.1.2020 | 00:46
Frásögn bresks blađs af íslenskum jólum
Hátíđ ljóss og friđar, jólunum, varđi ég í Skotlandi. Í góđu yfirlćti. Í Bretlandseyjum er gefiđ út götublađ ađ nafni Daily Mirror. Ţađ er frekar lélegt blađ. En prentađ á ágćtan pappír. Ţannig lagađ.
Á ađfangadegi birti ţađ grein undir fyrirsögninni "Jólasveinasnakk" (Santa´s snack). Ţar segir:
"Jólin á Íslandi spanna 26 daga. Ţar af telja 13 jólasveinar, svo og tröll sem ofan koma úr fjöllunum og gefa gjafir. Í ţakklćtisskini fćra börnin ţeim laufabrauđ. Ţađ smakkast eins og stökkar vöfflur."
Lífstíll | Breytt 18.1.2020 kl. 19:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
3.1.2020 | 00:39
Ósvífin börn gerđu hróp ađ gömlum manni
Ég fagnađi jólunum í Edinborg í Skotlandi. Tók hvorki međ mér tölvu né síma. Var bara í algjörri hvíld. Ţannig hleđur mađur batteríin. Verra var ađ illa uppalin börn gerđu hróp ađ mér međ uppnefnum. Og ţađ í tvígang. Í bćđi skiptin var um ađ rćđa á ađ giska fimm ára stelpur. Í fyrra tilfellinu var ég á gangi í tívolí-garđi. Skimađi ţar eftir indverskum mat. Ţá vatt sér ađ mér frekjuleg stelpa sem togađi í ermina á mér og sagđi á ensku:
"Jólasveinn, komdu í heimsókn til okkar!"
Ţađ lá viđ ađ ég gćfi barninu "fuck you" merki. En stillti mig. Veifađi bara í stađinn.
Nćst var ég staddur á matsölustađ. Fékk mér djúpsteiktan ţorsk. Á nćsta borđi sat karl ásamt börnum. Hann var međ bendingar á eitt barniđ og hló dátt. Ég vissi ekki hvađ ţađ átti ađ ţýđa. Svo yfirgaf hópurinn stađinn. Ţá snéri sér ađ mér stelpa sem hrópađi upp í opiđ geđ á mér hátt og snjallt á ensku: "Hóhóhó! Gleđileg jól, jólasveinn!"
Lífstíll | Breytt 4.1.2020 kl. 20:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
22.12.2019 | 14:27
Gleđilegar vetrarsólstöđur, jól og áramót!
Kannski fć ég kökusneiđ;
komin eru jólin!
Nú er allt á niđurleiđ
nema blessuđ sólin.
Heims um ból höldumn viđ jól;
heiđingjar, kristnir og Tjallar.
Uppi á stól stendur í kjól
stuttklipptur prestur og trallar.
Tónlist | Breytt 31.12.2019 kl. 23:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
15.12.2019 | 23:07
Sýnishorn úr bráđfyndinni bók
Bókin heitir "Hann hefur engu gleymt ... nema textunum!" Gamansögur úr íslenska tónlistarheiminum. Guđjón Ingi Eiríksson safnađi sögunum saman úr ýmsum áttum og skráđi. Ţćr eru eins fjölbreyttar og ţćr eru margar. Í formála segir međal annars: "Fariđ er yfir holt og hćđir og beygjur teknar - sumar ansi krappar - međ óteljandi hliđarsporum yfir drullupytti og ađrar vegleysur."
Hér eru dćmi:
Eftir ađ hljómsveitin Upplyfting hafđi veriđ ađ spila á dansleik í Miđgarđi fór Kristján Björn Snorrason, harmóníkuleikari hennar, út baka til og sá ţar ungan sveitapilt, sem greinilega hafđi skemmt sér fullvel ţá um nóttina, liggja á grúfu úti undir vegg.
"Hvern andskotann ertu ađ gera ţarna?" spurđi Kristján Björn.
Eitthvađ lífsmark var greinilega međ pilti sem svarađi ţvoglumćltur:
"Ég er ađ rannsaka íslenskan jarđveg."
*
Skúli Ágústsson, bóndi í Auđholti og Birtingaholti, en lengst af verslunarstjóri hjá Sláturfélagi Suđurlands í Reykjavík, var góđur bassi og söng lengi međ Karlakór Reykjavíkur.
Á efri árum Skúla fékk hann eitt sinn bođ á árshátíđ kórsins. Hann var ţá hćttur í kórnum og svarađi bođinu međ eftirfarandi vísu:
Ég held ég láti hófiđ bíđa,
mér hentar ekki ţvílíkt rall.
Hćttur ađ drekka, dansa og ríđa.
Hvern djöfulinn á ég ađ gera á ball?
*
Magnús Ţór Sigmundsson söng:
"Eru álfar kannski menn?"
Eitthvađ var um ađ ţetta tćki breytingum og yrđi:
"Eru álfar danskir menn?"
*
Óskar Pétursson var gestur á hljómleikum Ţuríđar Sigurđardóttur og fór ađ vanda á kostum. Ţau spjölluđu og grínuđust heilmikiđ á milli laga og međal annars kom Jesú Kristur til tals. Ţá sagđi Óskar:
"Ég skil ekkert í mönnum ađ kalla ţađ kraftaverk ţegar hann breytti vatni í vín, hérna á sínum tíma. Heima í Skagafirđi kallast ţetta nú bara ađ brugga landa!"
Tónlist | Breytt 16.12.2019 kl. 16:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
6.12.2019 | 07:37
Elífđarunglingar
Flestir fagna ţví ađ eldast; ađ vaxa upp úr galgopalegu útliti ungrar manneskju. Öđlast ţess í stađ útlit virđulegs eldri borgara.
Gríđarlega gaman er ađ fylgjast međ jafnöldrum eldast og ţroskast. Fyrir mig - fćddan um miđjan sjötta áratuginn - hefur veriđ góđ skemmtun ađ fylgjast međ guttunum í The Rolling Stones komast til manns. Ţeir voru vart af unglingsaldri er ţeir fylgdu í fótspor Bítlanna viđ ađ leggja undir sig heiminn. Ég var 8 ára eđa svo.
Rollingarnir ţóttu ljótir, klćmnir og ruddalegir. Bítlarnir voru krútt. Paul ţeirra sćtastur. George heillandi dulrćnn. Ringo fyndiđ ofurkrútt. Lennon bráđgáfađur og leiftrandi fyndinn.
Núna, 55 árum eftir ađ Bítlarnir og The Rolling Stones rúlluđu upp vinsćldalistum heims, er forvitnilegt ađ skođa hvernig strákarnir hafa elst.
The Rolling Stones og Bítlarnir fylgdust ađ í gríđarlega mikilli eiturlyfjaneyslu og áfengisdrykkju. Liđsmenn The Rolling Stones náđu ásjónu virđulegra eldri manna á undan Bítlunum. Samt eru ţeir yngri en Bítlarnir. Ţar af er Ronnie Wood (sjá mynd efst til vinstri) 5 árum yngri en elstu Bítlar og 7 árum yngri en Harrison.
Myndin hér fyrir neđan af Harrison er gölluđ. Hún er 18 ára gömul (hann dó 2001).
Ringo og Paul er ótrúlega unglegir. Myndin af Lennon er keyrđ í gegnum forrit sem uppfćrir hana til samrćmis viđ aldur (hann var myrtur 1980).
Tónlist | Breytt 7.12.2019 kl. 18:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)