9.4.2017 | 20:19
Vísnasöngvar og ţungarokk
Í vikunni var bandaríska vísnasöngkonan Joan Baez vígđ - viđ hátíđlega athöfn - inn í "Safn rokktónlistarleiđtoganna". Á ensku heitir safniđ "Hall of fame". Oftast ranglega beinţýtt í íslenskum fjölmiđlum sem "Frćgđarhöll rokksins".
Jóhanna frá Bćgisá (eins og Halldór Laxness kallađi hana) á glćsilegan feril. Framan af sjöunda áratugnum titluđ drottning vísnasöngs (Queen of folk music). Hćst skorađi hún ţó á vinsćldalistum á áttunda áratugnum.
Svo einkennilega vill til ađ hennar frćgasta lag, "Diamonds and Rust", er sívinsćlt ţungarokkslag. Ekki ţó í flutningi hennar. Ţađ er ţekktast í ţungarokksdeildinni í flutningi bresku hljómsveitarinnar Judas Priest. Líka í flutningi Thunderstone, svo og gítarleikara Deep Purple, Ritchie Blackmore. Já, og hljómleikaskrá Nazareth og ýmissa fleiri.
Hér er orginalinn međ Joan Baez sjálfri. Textinn fjallar um gamlan kćrasta hennar, Bob Dylan.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2017 | 11:11
Frjósemi í Fćreyjum
Til ađ viđhalda íslensku ţjóđinni ţurfa hverjir tveir einstaklingar ađ eignast tvö börn ađ međaltali. Vandamáliđ er ađ Íslendingar eru hćttir ađ fjölga sér ađ ţessu marki. Ţjóđin viđheldur sér ekki. Margir vita ekki einu sinni hvernig á ađ búa til börn. Halda ađ storkurinn komi međ ţau alveg upp úr ţurru.
Ţessu er ólíkt fariđ í Fćreyjum. Ţar veit fólk allt um ţetta. Til gagns og gaman eru Fćreyingar frjósamasta ţjóđ í Evrópu. Fyrir örfáum árum voru ţeir 48 ţúsund. Svo urđu ţeir 49 ţúsund. Í síđustu viku náđu ţeir yfir 50 ţúsund manna múrinn. Ţrátt fyrir ađ töluvert sé um ţađ ađ Fćreyingar í framhaldsnámi erlendis snúi ekki aftur heim.
Frjósemin í Fćreyjum er ekki bundin viđ mannfólkiđ. Algengt er ađ fćreyskar kindur séu ţrílembur eđa meir. Ţess eru meira ađ segja nýleg dćmi ađ kindur beri allt upp í sjö lömbum í einum rykk - án ţess ađ blása úr nös. Sem er gott. Fćreyskt lambakjöt er svo bragđgott. Ekkert kjöt í heimi bragđast eins vel sem skerpukjöt.
.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2017 | 09:59
Sepultura-brćđur á leiđ til Íslands
Útvarpsţátturinn Harmageddon á X977 skúbbađi all svakalega í ţessari andrá. Stefán Magnússon, Eistnaflugstjóri, upplýsti ţar ađ Cavalera-brćđurnir úr Sepultura muni spila á hátíđinni í sumar.
Brćđurnir, Max og Igor, stofnuđu ţungarokkshljómsveitina Sepultura í Brazilíu 1984. Max var söngvari, gítarleikari og söngvahöfundur en Igor trommađi af krafti. Áđur en langt um leiđ var hljómsveitin komin í fremstu víglínu ţrass-metals og harđkjarna á heimsvísu.
Eftir ađ hafa leitt Sepultura í 12 ár yfirgaf Max hljómsveitina - á hápunkti vinsćlda og frćgđar - og stofnađi annan risa, hljómsveitina Soulfly. Einnig rak hann hljómsveitina Nailbomb um tíma ásamt Igori.
Fyrir ellefu árum yfirgaf Igor Sepultura. Ţađan í frá er enginn upprunaliđsmanna í hljómsveitinni. Brćđurnir stofnuđu ţá hljómsveitina Cavalera Conspiracy sem nú er á leiđ til Íslands.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
3.4.2017 | 17:16
Bílalúgunnar á BSÍ er sárt saknađ
Allir - eđa nćstum ţví allir - sem hafa veriđ á nćturdjamminu á höfuđborgarsvćđinu kannast viđ bílalúguna á BSÍ. Ţar mynduđust langar rađir af leigubílum međ blindfulla en svanga farţega. Ţeir urđu allra manna hamingjusamastir í kjölfar kaupa á köldum sviđakjamma. Á hátíđisdögum var splćst í kalda kótelettu. Ţá var stćll á liđinu. Ţađ var ćvintýraljómi yfir bílalúgunni.
Eitt sinn ađ kvöldi var ég staddur inni í veitingasal BSÍ. Ţá bar ađ ungt par. Sennilega um 17 - 18 ára. Ţađ var auđsjáanlega ekki daglegir kúnnar. Gekk hćgt um og skođađi alla hluti hátt og lágt. Ađ lokum kom stelpan auga á stóran matseđil upp viđ loft. Hún kallađi til stráksins: "Eigum viđ ađ fá okkur hamborgara?"
Strákurinn svarađi: "Viđ skulum frekar fá okkur hamborgara í bílalúgunni hérna rétt hjá."
"Viltu frekar borđa úti í bíl?" spurđi stelpan undrandi.
"Já, borgararnir í lúgunni eru miklu betri," útskýrđi stráksi.
Stelpan benti honum á ađ ţetta vćru sömu hamborgararnir. Hann hélt nú ekki. Sagđi ađ lúgan vćri allt önnur sjoppa og á allt öđrum stađ í húsinu. Hvorugt gaf sig uns drengurinn gengur út. Sennilega til ađ sjá betur stađsetningu lúgunnar. Eftir skamma stund kemur hann aftur inn og kallar til afgreiđsludömu: "Eru nokkuđ seldir sömu hamborgarar hér og í bílalúgunni?"
Hún upplýsti: "Ţetta er sama eldhúsiđ og sömu hamborgararnir."
Strákurinn varđ afar undrandi en skömmustulegur og tautađi: "Skrýtiđ, mér hefur alltaf ţótt borgararnir í lúgunni vera miklu meira djúsí."
![]() |
Bílalúgunni á BSÍ lokađ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Spaugilegt | Breytt 4.4.2017 kl. 08:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
2.4.2017 | 11:42
Metnađarlaus aprílgöbb
Á mínum uppvaxtarárum - upp úr miđri síđustu öld - var 1. apríl viđburđparríkur dagur. Fjölmiđlar lögđu mikiđ í vönduđ og trúverđug aprílgöbb. Markmiđiđ var ađ láta trúgjarna hlaupa í bókstaflegri merkingu. Inni á heimilum lögđu ungmenni metnađ sinn í ađ láta ađra hlaupa yfir ţrjá ţröskulda.
Ađ mörgu leyti var auđveldara ađ gabba fólk í dreifbýlinu á ţessum árum. Dagblöđ bárust međ pósti mörgum dögum eftir útgáfudag. Ţá var fólk ekki lengur á varđbergi.
Í dag er ein helsta frétt í fjölmiđlum 1. apríl ađ ţađ sé kominn 1. apríl og margir verđi gabbađir. Sama dag eru net- og ljósvakamiđlar snöggir ađ segja frá aprílgöbbum annarra miđla. Almenningur er ţannig stöđugt varađur viđ allan daginn.
Út af ţessu eru fjölmiđlar hćttir ađ leggja mikiđ í aprílgöbb. Ţeir eru hćttir ađ reyna ađ fá trúgjarna til ađ hlaupa í bókstaflegri merkingu. Metnađurinn nćr ekki lengra en ađ ljúga einhverju. Tilganginum er náđ ef einhver trúir lygafrétt. Vandamáliđ er ţađ ađ í dag eru fjölmiđlar alla daga uppfullir af lygafréttum.
.
![]() |
Aprílgöbb um víđa veröld |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
31.3.2017 | 17:37
Milljón króna brauđbiti í bođi skattgreiđenda
Misjafnt hafast menn ađ og misjafn tilgangur sem ađ fyrir ţeim vakir. Sumir rćna banka og eru fínustu kallar ţotuliđsins. Ţađ fellur ekki rykkorn á glansmynd ţeirra. Ađrir endurnýja bensínţyrstan glćsijeppaflota ráđherranna. Enn ađrir koma sér ţćgilega fyrir í bílastćđi fatlađra.
Víkur ţá sögu ađ láglaunakonu sem smurđi samlokur ofan í fátćklinga í subbusjoppu. Tćki og tól stađarins meira og minna biluđ. Karlinn hennar var fenginn til ađ bregđa sér í hlutverk viđgerđarmanns. Hann skipti nokkrum sinnum út 100 kílóa grillofni og beintengdi. Í stađ ţess ađ senda eiganda reikning fyrir vinnu ţá varđ ađ samkomulagi ađ hann fengi ađ bíta í brauđsamloku.
Ţegar orđrómur um athćfiđ barst til yfirmanns subbusjoppunnar var ađeins um eitt ađ rćđa: Kćra máliđ til lögreglu. Í verkefnaleysi hennar var kćran velkomin. Glćpurinn rannsakađur í bak og fyrir. Á löngu tímabili vann fjölmenni fullar vinnuvikur viđ rannsóknina. Allt var lagt undir. Máliđ eitt ţađ alvarlegasta á ţessari öld. Ef láglauna samlokukona kćmist upp međ ađ launa međ brauđbita manni fyrir viđgerđ á tćkjabúnađi sjoppu ţá var hćtta á upplausn í samfélaginu. Hvađ nćst? Fengi nćsti viđgerđarmađur borgađ međ fullu vatnsglasi?
Ákćruvaldiđ spýtti í lófana og fór á flug. Ţetta ţoldi enga biđ. Á forgangshrađa var fariđ međ máliđ fyrir hérađsdóm. Ţar var ţađ reifađ í bak og fyrir af sprenglćrđum lögmönnum og dómurum. Allir á tímakaupi er nemur vikulaunum kvenna sem smyrja samlokur.
Eftir heilmikiđ og tímafrekt stapp í dómsölum tókst ekki ađ finna neitt saknćmt viđ ađ viđgerđarmanni vćri borgađ fyrir vel unnin störf međ brauđbita. Má jafnvel leiđa rök ađ ţví ađ um hagsýni hafi veriđ ađ rćđa og sparnađ fyrir subbusjoppuna.
Skattgreiđendur fagna niđurstöđunni. Ţarna var um brýnt forgangsverkefni ađ rćđa. Glćpinn ţurfti ađ vega og meta af lögreglu og löglćrđum. Óvissuţáttur í málinu hefđi ćrt óstöđuga.
Upphlaupiđ kostar skattgreiđendur ađeins um milljón kall (968.610 kr.). Ţeim pening er vel variđ. Milljón kall er metnađarfull upphćđ fyrir brauđbita, dýrasta samlokubita í sögu Íslands. Kannski í heiminum. Ţađ vantar fleiri svona mál.
Á Fésbók er ólund í mörgum út af málinu. Hver um annan ţveran lýsir ţví yfir ađ hann sé hćttur viđskiptum viđ subbusjoppuna. Yeah, right! Ćtla Íslendingar allt í einu ađ standa viđ ţess háttar yfirlýsingu? Ó, nei. Ţađ gerist aldrei.
![]() |
Subway: Komum gögnum til lögreglu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Löggćsla | Breytt 1.4.2017 kl. 05:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
30.3.2017 | 10:06
Ástćđulaust ađ veikjast eđa deyja af völdum svitalyktareyđis
Fólk veikist af völdum svitalyktareyđis. Fólk deyr af völdum svitalyktareyđis. Ţađ er óţarfi. Hefđbundinn svitalyktareyđir er óţverri. Hann inniheldur álklóríđ. Ţađ fer inn í svitaholurnar og gerir ţćr óvirkar í skamma stund. Svitalyktareyđir inniheldur líka lyktarefni og spíra. Lyktarefniđ getur veriđ ertandi fyrir viđkvćma handkrikahúđ. Sérstaklega ef hár eru rökuđ burt. Spírinn ţurrkar húđina.
Handakrikinn er einn af helstu hreinsunarleiđum líkamans. Út um svitaholur hans losar líkaminn sig viđ ýmis óćskileg eiturefni. Ţegar ţessi hreinsunarleiđ er gerđ óvirk brýtur líkaminn sér nýja hreinsunarleiđ. Ţađ veldur bólum á baki og áreiti á viđkvćma eitla í brjóstum. Afleiđingin getur leitt til brjóstakrabbameins.
Heppilegasta verkfćriđ til varnar svitalykt er alnáttúrulegur saltkristall. Honum er strokiđ um blautan handakrika. Bleytan leysir upp steinefnablöndu sem kemur í veg fyrir ađ lyktarbakteríur kvikni. Fólk svitnar eftir sem áđur en ţađ er lyktarlaus sviti.
Áríđandi er ađ saltkristallinn sé merktur aluminium frír. Fjöldi deo-kristala á markađnum er álmengađur.
Deo-kristalar fást út um allt. Álfríir fást í Austurbćjarapóteki, Reykjavíkurapóteki og Urđarapóteki og eflaust víđar.
![]() |
Lést af völdum svitalyktareyđis |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Heilbrigđismál | Breytt 22.4.2017 kl. 16:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
28.3.2017 | 18:28
Vond plötuumslög - og góđ
Hver músíkstíll hefur sína ímynd. Hún birtist í útliti tónlistarfólksins: Hárgreiđslu og klćđnađi. Til dćmis ađ taka eru kántrý-söngvarar iđulega međ hatt á höfđi og klćddir gallabuxum, köflóttri vinnuskyrtu og jakka međ indíánakögri. Á plötuumslögum sjást gjarnan hestar.
Í pönkdeildinni eru ţađ leđurjakkar, gaddaólar og hanakambur.
Ţungarokkshljómsveitir búa jafnan ađ einkennismerki (lógói). Stafirnir eru ţykkir međ kantađri útlínu. Oft er hönnuđurinn ekki fagmađur. Ţá hćttir honum til ađ ganga of langt; ofteikna stafina ţannig ađ ţeir verđa illlćsilegir. Ţađ er klúđur.
Ţungarokksumslög skarta vísun í norrćna gođafrćđi, víkinga, manninn međ ljáinn, grafir, eld og eldingar. Ţau eru drungaleg međ dularfullum ćvintýrablć. Stundum er ţađ óhugnađur.
Hér fyrir ofan eru sýnishorn af vel heppnuđum ţungarokksumslögum. Upplagt er ađ smella á ţau. Ţá stćkka ţau og njóta sín betur. Ţađ dugir ađ smella á eitt umslag og síđan fletta yfir á ţau hin. Ég veit ekki af hverju eldingar skila sér ekki hér á Metallica-umslaginu. Ţćr voru til stađar á fyrirmyndinni sem ég kóperađi. Hćgt er ađ sjá umslagiđ međ eldingunum međ ţví ađ smella HÉR
Út af fyrir sig er skemmtilegra ađ skođa vond ţungarokksumslög. Hér eru nokkur fyrir neđan:
Myndin á Blue Oyster Cult umslaginu er klaufalega ósannfćrandi unnin međ úđapenna (air brush). Hann gefur alltof mjúka áferđ. Nef og ađrir andlitsdrćttir eru eins og mótuđ úr bómull.
Svo er ţađ útfćrsla á "Risinn felldur". Aumingjahrollur.
Teikningin á umslagi ţýsku hljómsveitarinnar Risk er meira í stíl viđ litríkt barnaćvintýri en ţungarokk.
Dangerous Toys er eins og björt og skćrlit blómaskreyting fremur en ógnvekjandi öskrandi ţungarokk. Fínleg leturgerđin bćtir ekki úr skák.
Lógó Ezy Meat er barnalega langt frá "heavy mtal". Líkist meira blóđmörskeppum en grjóthörđum metal. Blóđdropar ná ekki ađ framkalla annađ en fliss međ titlinum "Ekki fyrir viđkvćma". Ljótt og aulalegt. Teikningin af manninum er gerđ međ of ljósu blýi. Líkast til hefur ţađ gránađ meira ţegar myndin var filmuđ, lýst á prentplötu og ţađan prentuđ á pappír. Ţađ er algengt ţegar um fölgrátt blý er ađ rćđa.
Spaugilegt | Breytt 30.3.2017 kl. 15:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
27.3.2017 | 09:18
Heldur betur Gettu betur
Einn af vinsćlustu sjónvarpsţáttum á Íslandi er "Gettu betur"; spurningaţáttur ţar sem nemendur í framhaldsskólum etja kappi saman. Ţađ er gaman. Uppskriftin er afskaplega vel heppnuđ. Skipst er á flokkum á borđ viđ hrađaspurningar, bjölluspurningar, ţríţraut og svo framvegis.
Ţekking keppenda er ótrúlega yfirgripsmikil. Ţeir eru eldsnöggir ađ hugsa, tengja og tjá sig.
Spurningar hafa iđulega skemmtanagildi auk ţess ađ vera frćđandi. Rétt svar skerpir á fróđleiknum.
Spyrill, spurningahöfundar og stigaverđir geisla af öryggi; léttir í lundu og hressir. Allt eins og best verđur á kosiđ. Nema ađ óţarft er ađ ţylja upp hverju átti eftir ađ spyrja ađ ţegar svar kemur í fyrra falli.
Spurningaflóđiđ er hvílt međ innliti í skólana sem keppa. Einnig trođa samnemendur keppenda upp međ músík. Jafnan mjög góđir söngvarar. Gallinn er sá ađ ţetta er of oft karókí: Ţreyttur útlendur slagari, útjaskađur í sjónvarpsţáttum á borđ viđ the Voice, Idol, X-factor...
Ólíkt metnađarfyllra og áhugaverđara vćri ađ bjóđa upp á tónlistaratriđi frumsamin af nemendum. Ţađ eru margir lagahöfundar í hverjum menntaskóla. Líka fjöldi ljóđskálda.
Kostur er ađ ýmist spyrill eđa spurningahöfundar endurtaka svör. Ungu keppendurnir eru eđlilega misskýrmćltir. Eiginlega oftar frekar óskýrmćltir. Enda óvanir ađ tala í hljóđnema. Stundum líka eins og ađ muldra hver viđ annan eđa svara samtímis. Netmiđillinn frábćri Nútíminn er međ skemmtilegt dćmi af ţessu vandamáli. Smelliđ HÉR
Úrslitaţáttur "Gettur betur" verđur í beinni útsendingu nćsta föstudagskvöld. Spennan magnast. Ég spái ţví ađ spurt verđi um bandaríska kvikmynd. Einnig um bandarískan leikara. Líka um bandaríska poppstjörnu. Ađ auki spái ég ţví ađ ekki verđi spurt um fćreyska tónlist.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
24.3.2017 | 10:32
Horfđi á fótinn lengjast
Ţessa dagana kryddar danskur kraftaverkapredikari tilveru Fćreyinga. Hann heitir Hans Berntsen og fer eins og stormsveipur um eyjarnar međ fyrirbćnir og kraftaverk. Fréttamađurinn Snorri Brend segir á Fésbók frá heimsókn sinni til predikarans á ţriđjudaginn. Sá greindi ţegar í stađ ađ annar fóturinn vćri nokkrum cm styttri en hinn. Ţađ kallađi á bćn og kraftaverk.
Svo bćnheitur var Hans ađ Snorri horfđi međ eigin augum á fótinn lengjast um 4 cm. Síđan hefur hann sofiđ vćrar um nćtur en í langan tíma. Áđur hafđi hann ekki hugmynd um ađ fćturnir vćru mislangir.
.
Vísindi og frćđi | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
22.3.2017 | 11:32
Hvar er dýrast ađ búa?
Í gćr opinberađi The Economist Intelligence Unit lista yfir ţađ hvar dýrast er ađ búa. Listinn er áhugaverđur. Hann er afmarkađur viđ borgir. Stađa ţeirra á listanum er útskýrđ. Samantektin nćr yfir laun, matvćlaverđ, eldneytisverđ og eitthvađ svoleiđis.
Ţetta eru dýrustu borgirnar í Vestur-Evrópu (ţćr sem viđ berum okkur helst saman viđ):
1 Zúrich í Swiss
2-3 Geneva í Swiss
2-3 París í Frakklandi
4 Kaupmannahöfn í Danmörku
5 Osló í Noregi
6-7 Helsinki í Finnlandi
6-7 Reykjavík
8 Vín í Austurríki
9 Frankfurt í Ţýskalandi
10 London í Englandi
11 Dublin á Írlandi
12 Mílan í Ítalíu
13 Hamborg í Ţýskalandi
14-15 Munich í Ţýskalandi
14-15 Róm í Ítalíu
16-18 Dusseldorf í Ţýskalandi
16-18 Barcelona á Spáni
16-18 Brussel í Belgíu
Athygli vekur ađ Berlín kemst ekki á listann. Ađrar ţýskar borgir slá höfuđborginni viđ.
Dýrtíđin í Reykjavík er útskýrđ međ lítilli innanlandsframleiđslu. Íslendingar verđi ađ flytja flestar vörur inn frá útlöndum. Ţađ kosti sitt.
Fjármál | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
21.3.2017 | 07:15
Af hverju páskaegg strax eftir jól?
Mörgum var illilega brugđiđ á dögunum ţegar fullorđinn mađur gekk í skrokk á páskaeggjum í verslun vestur á Seltjarnarnesi. Ekki vegna ofbeldisins. Ţađ er alvanalegt ađ páskaegg séu mölbrotin. Ekki síst á Seltjarnarnesi. Viđbrögđin beindust fyrst og fremst ađ ţví ađ páskaegg vćru komin í verslanir mörgum mörgum vikum fyrir frjósemishátíđina.
Fólk var hneykslađ. Jafnvel reitt. Ađallega samt undrandi. Ótal spurningar vöknuđu. Vangaveltur teygđu verulega á athugasemdaţráđum viđ Fésbókarfćrslur og blogg.
Ég kannađi máliđ. Snéri mér eldsnöggt og fumlaust ađ afgreiđsludömu í matvöruverslun. Yfirheyrđi hana frá öllum hliđum. Hún mćlti:
Ţađ er ágćt sala í páskaeggjum ţetta langt fyrir páska. Verslanir eru ađ mćta eftirspurn. Páskaegg eru vinsćl tćkifćrisgjöf. Ţau eru ekki til sölu nćstu níu til tíu mánuđi eftir páska. Mjög algengt er ađ fólk grípi međ sér páskaegg til útlanda. Ţá er veriđ ađ gleđja ţarlenda ćttingja og vini međ íslensku páskaeggi. Íslensku páskaeggin eru miklu veglegri og betri en útlend. Útlend páskaegg eru ađeins á stćrđ viđ hćnuegg. Ţau eru ekkert skreytt. Bara pökkuđ inn í mislitan álpappír.
Ţví má bćta viđ ađ víđa erlendis er súkkulađikanínum hampađ sem frjósemistákni umfram súkkulađiegg. Ţćr eru ekkert merkilegri. Ađ vísu súkkulađimeiri og fallegri fyrir augađ. Komast ţó ekki međ tćrnar ţar sem glćsileg íslensk páskaegg hafa hćlana.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 07:48 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
20.3.2017 | 09:20
Heil! Heil! Chuck Berry!
Hann var einn af frumherjum rokksins á sjötta áratugnum. Hann átti drjúgan ţátt í hönnun rokksins. Ekki síst hvađ varđar gítarleik og laglínur. Allir sungu söngva hans: Presley, Jerry Lee Lewis, Little Richard...
Bítlahljómsveitir sjöunda áratugarins voru ekki síđur uppteknar af Chuck Berry. Allar spiluđu söngva hans: Bítlarnir, Byrds, Rolling Stones, Beach Boys...
Söngvar hans áttu stađ í hipparokkinu. Einnig ţungarokki áttunda áratugarins. Líka í pönkbylgjunni og reggae-senunni. Líka hjólabrettapönki ţessarar aldar. Tónlist hans umvefur allt og fellur aldrei úr gildi.
Ekki má gleyma ađ textar hans eru dágóđir. Ţeir skerptu á unglingauppreisninni sem rokkiđ var í árdaga, svo sem titillinn "Roll over Beethoven" undirstrikar.
John Lennon komst ţannig ađ orđi: Ef rokkiđ fengi nýtt nafn ţá yrđi ţađ Chuck Berry.
![]() |
Stjörnurnar votta Berry virđingu sína |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 21.3.2017 kl. 19:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
17.3.2017 | 17:09
Ungur og efnilegur tónlistarmađur - sonur rokkstjörnu
Fátt er skemmtilegra en ađ uppgötva nýtt, efnilegt og spennandi tónlistarfólk; ungar upprennandi poppstjörnur. 2015 kom út hljómplatan "Void" međ ungum rappara. Listamannsnafn hans er Andsetinn, hressilega frumlegt nafn. Raunverulegt nafn er Arnar Jóhann Ţórđarson. Hann hefur veriđ ađ kynna ný lög á samfélagsmiđlinum Soundcloud.
2015 fór platan "Void" alveg framhjá mér. Samt reyndi ég ađ hlusta á flestar plötur ţess árs. Međal annars vegna ţess ađ fjölmiđlar óska jafnan eftir mati mínu á bestu íslensku plötum ársins. Áreiđanlega vissu ađrir álitsgjafar fjölmiđla ekki af plötunni heldur. Ţetta er dálítiđ snúiđ. Ţađ koma kannski út 500 plötur. Viđ sem erum álitsgjafar í áramótauppgjöri heyrum varla helming af ţeim.
Andsetinn á fjölmennan og harđsnúinn ađdáendahóp. Myndbönd hans hafa veriđ spiluđ hátt í 28 ţúsund sinnum á ţútúpunni. Lögin hafa veriđ spiluđ 100 ţúsund sinnum á Soundcloud.
Ţegar ég kynnti mér nánar hver ţessi drengur vćri ţá kom í ljós ađ hann á ekki langt ađ sćkja tónlistarhćfileikana. Fađir hans, Ţórđur Bogason (Doddi Boga), var áberandi í rokksenu níunda og tíunda áratugarins. Einkum ţeirri sem var međ annan fótinn í söngrćnu ţungarokki. Hann var söngvari hljómsveita á borđ viđ Foringjana, Rickshaw, Skytturnar, Ţukl, Ţrek, Rokkhljómsveit Íslands, DBD og Warning. Eflaust er ég ađ gleyma einhverjum. Hann rak jafnframt vinsćla hljóđfćraverslun, Ţrek, á Grettisgötu. Hún gekk síđar inn í Hljóđfćrahús Reykjavíkur.
Ţórđur er ennţá ađ semja og syngja tónlist. Á til ađ mynda besta jólalag síđustu ára, "Biđin eftir ađfangadegi". Ţađ hentar ekki ađ blasta ţví hér í mars. En fyrir ţá sem átta sig ekki á um hvađa lag er ađ rćđa ţá er hćgt ađ hlusta á ţađ međ ţví ađ smella HÉR
Mig rámar í slagtog Dodda međ bandarísku hljómsveitinni Kiss. Međ ađstođ "gúggls" fann ég ţessa ljósmynd af ţeim Paul Stanley.
Tónlist | Breytt 18.3.2017 kl. 13:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
16.3.2017 | 11:11
Umhugsunarverđ umrćđa
Breska götublađinu Daily Mail barst bréf á dögunum. Bréfritari var kona sem sagđi farir sínar ekki sléttar. Hún hafđi gengist undir mjađmaskipti á sjúkrahúsi (hvar annarsstađar?). Ţar deildi hún herbergi međ annarri konu. Sú fór í uppskurđ. Vandamáliđ var ađ hún talađi ekki ensku. Mađur hennar ţurfti ađ ţýđa allt fyrir hana.
Bréfritari spurđi manninn hvađ konan hafi lengi búiđ í Englandi. Svariđ var: Í 21 ár. Bréfritari fékk áfall. Lét ađ ţví liggja ađ ţetta vćri hneyksli sem ćtti ekki ađ líđa.
Blađamađurinn tekur undir: Ţegar flutt er til annars lands ćtti nýbúinn ađ lćra mál innfćddra. Ţetta hafi Bretar hinsvegar aldrei gert. Ţeir óđu á skítugum skóm yfir Indland og fjölda afrískra landa. Ţađ hvarflađi aldrei ađ ţeim ađ lćra mál innfćddra. Innfćddir urđu ađ lćra ensku til ađ eiga samskipti viđ ţá. Mörg ţúsund Bretar eru búsettir á meginlandi Evrópu. Ţar af flestir í Frakklandi og á Spáni. Enginn ţeirra hefur lćrt frönsku eđa spćnsku. Ţeir halda sig út af fyrir sig, blandast ekki innfćddum og tala einungis ensku.
Í lokaorđum svarsins er hvatt til ţess ađ Bretar endurskođi tungumálakunnáttu sína fremur en kasta steinum úr glerhúsi.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 18:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2017 | 19:18
Heimsfrćg hljómsveit spilar íslenskan slagara
Í gćr bloggađi ég um konu sem spilar á trommur. Hún er ađeins sjö ára brazilísk stelpuhnáta. Konur fá iđulega ástríđu fyrir trommuleik á ţeim aldri. Uppáhalds hljómsveit brazilísku telpunnar er bandaríska ţungarokkshljómsveitin System of a Down. Ţađ er hiđ besta má. System of a Down er flott hljómsveit. Ein vinsćlasta og ferskasta rokkhljómsveit heims.
Víkur ţá sögu ađ sígildu íslensku dćgurlagi, "Sá ég spóa". Hér er ţađ í flutningi Savanna tríós.
Ég skammast mín fyrir ađ hafa sem krakki slátrađ plötum föđur míns međ Savanna tríói. Ég notađi ţćr fyrir flugdiska (frisbie). Ţćr ţoldu ekki međferđina.
Hlerum ţessu nćst lagiđ "Hypnotize" međ System of a Down. Leggiđ viđ hlustir á mínútu 0.12.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2017 | 12:24
Kona spilar á trommu
Konur tromma. Ţćr elska ađ spila á trommur. Ekki allar, vel ađ merkja. En margar. Ein er brazilískur krakki. Ađeins sjö ára stelpuskott, Eduarda Henklein. Hún var varla byrjuđ ađ skríđa ţegar trommuástríđan braust út. Hún trommađi á allt sem hönd á festi. Foreldrarnir gáfu henni litiđ leikfangatrommusett. Hún skildi ţađ ekki viđ sig. Lúbarđi ţađ allan daginn.
Ţegar hún var fjögurra ára bćttu foreldrarnir um betur; gáfu henni alvöru trommusett. Hún hefur nánast ekki stađiđ upp af trommustólnum síđan. Ekki nema til ađ setja ţungarokksplötur á fóninn. Henni drepleiđist létt og einföld tónlist. Hún sćkir í rokklög sem eru keyrđ upp af afgerandi trommuleik ţar sem allt rommusettiđ fćr ađ njóta sín. Hún elskar taktskiptingar og "breik". Litlu fćturnar hamast af sama ákafa og hendurnar.
Uppáhalds hljómsveitir hennar eru System of a Down og Led Zeppelin. Hún kann líka vel viđ Metallica, AC-DC, Slipknot og Guns N Roses.
Ţađ er gaman ađ horfa á hana spila. Út úr andlitinu skín gleđi og svipur sem gefur til kynna ađ trommuleikurinn sé án fyrirhafnar. Hér spilar hún - sennilega 5 ára - syrpu úr smiđju Ac-Dc, Bítlanna og System of a Down.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
12.3.2017 | 10:20
Mćtir sterkur til leiks
Hvađ gerist ţegar grípandi tónlist U2 og Coldplay er blandađ saman ásamt tölvupoppi og söngrödd Herberts Guđmundssonar? Útkoman gćti hljómađ eitthvađ í humátt ađ ţví sem heyrist í myndbandinu hér fyrir neđan. Flytjandinn kallar sig Wildfire. Raunverulegt nafn er Guđmundur Herbertsson. "Up to the Stars" er hans fyrsta lag. Flott lag.
Eins og einhvern grunar eflaust er Guđmundur sonur poppstjörnunnar Hebba Guđmundssonar. Sonurinn hefur erft söngrödd föđur síns og hćfileikann til ađ semja snotur "syngjum međ" lög. Til hamingju međ sterkt byrjendaverk, Guđmundur!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
10.3.2017 | 17:49
Samviskusamur ţjófur
Fyrir fjórum áratugum ratađi í fjölmiđla krúttleg frétt af ţjófnađi í skemmtistađnum Klúbbnum í Borgartúni í Reykjavík. Svo framarlega sem ţjófnađur getur veriđ krúttlegur. Ţannig var ađ í lok dansleiks uppgötvađi karlkynsgestur á skemmtistađnum ađ seđlaveski hans var horfiđ. Sem betur fer voru ekki mikil verđmćti í ţví. Ađeins eitthvađ sem á núvirđi gćti veriđ 15 eđa 20 ţúsund kall.
Nokkrum dögum síđar fékk mađurinn seđlaverskiđ í pósti. Án penings. Ţess í stađ var handskrifađ bréf. Ţar stóđ eitthvađ á ţessa leiđ:
Ég biđst fyrirgefningar á ţví ađ hafa stoliđ af ţér veskinu. Ég var í vandrćđum: Peningalaus og ţurfti ađ taka leigubíl til Keflavíkur. Ég vona ađ ţú virđir mér til vorkunnar ađ ég skili ţér hér međ veskinu - reyndar án peningsins. En međ ţví ađ skila veskinu spara ég ţér fyrirhöfn og kostnađ viđ ađ endurnýja ökuskírteini, vegabréf, nafnskírteini og annađ í veskinu. Strćtómiđar og sundkort eru ţarna.
Ţví má bćta viđ ađ eigandi veskisins var hinn ánćgđasti međ ţessi endalok.
![]() |
Ţjófur skildi eftir skilabođ og peninga |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Löggćsla | Breytt 11.3.2017 kl. 17:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)