28.4.2014 | 21:26
Páskar í Vesturheimi - II

Ferđalög | Breytt 29.4.2014 kl. 22:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2014 | 02:03
Páskar í Vesturheimi


Ferđalög | Breytt s.d. kl. 02:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (5)
24.4.2014 | 16:17
Fćreyska kántrý-veislan
Fćreyska kántrý-veislan nćr hámarki í kvöld. Hún hófst mánudaginn 21. apríl í Café Rosenberg. Síđan hefur hún borist út um víđan völl. Má ţar nefna Gamla Gaukinn og tónlistarhátíđina HEIMA í Hafnarfirđi. Lokahnykkurinn er í Gúttó (Góđtemplarahúsinu) í Hafnarfirđi í kvöld. Dagskráin hefst klukkan 20.00. Fyrir fríđum og fjölmennum hópi fćreyskra kántrý-listamanna fara söngvararnir Hallur Joensen, Evi og Kristina, ásamt gítarleikaranum Bedda.
Hallur er vel kynntur innan og utan kántrý-senunnar á heimsmarkađi. Hann hefur sungiđ inn á plötur međ stórstjörnum á borđ viđ Kris Kristofferson, Bellamy Brothers, Charley Pryde, Vince Gill, Bobby Bare o.fl. Í Fćreyjum er Hallur jafnan titlađur Kántrý-kóngurinn. Ţar hefur hann notiđ ýmiss heiđurs, m.a. var hann verđlaunađur sem "besti karlsöngvarinn 2013" á Fćreysku tónlistarverđlaununum. Eftir Hall liggja fjórar hljómplötur međ frumsömdu efni. Hver annarri betri.
Evi kom bratt inn á markađinn međ sinni einu plötu, Wishing Well, 2011. Lög hennar hafa skorađ hátt á kántrý-vinsćldalistum ţvers og kruss um Evrópu. Ţar á međal náđ toppsćtinu á Írlandi, í Hollandi og Svíţjóđ. Hún hefur veriđ nefnd til allskonar tónlistarverđlauna og landađi verđlaunum sem "Besti alţjóđlegi kántrý-listamađurinn 2013" í Írsku tónlistarverđlaununum. Bara svo fátt eitt sé nefnt.
Kristina Skoubo Bćrendsen er dóttir gođsagnar í fćreysku kántrýi, Alex Bćrendsen. Eftir hann hafa komiđ út á plötum hátt í hundrađ öflugir kántrý-söngvar. Allt frá kántrý-jólasöngvum til kántrý-gospel. Alex hitađi upp í Laugardalshöllinni fyrir Krist Kristofferson fyrr á ţessari öld.
Kristina sendi frá sér plötu 2012 međ frumsömdu efni á fćreysku. Plötunni hefur veriđ vel tekiđ; hróđur Kristinar borist víđa um heim og skilađ henni í hljómleikaferđir til annarra landa. Ţar á međal til Ţýskalands og nú til Íslands.
Íslendingar láta sitt ekki eftir liggja í fćreysku kántrý-veislunni. Nýjasta íslenska kántrý-söngkonan, Yohanna, mćtir á svćđiđ og tekur lagiđ. Hún á fortíđ í fćreyskri tónlist. Söng m.a. inn á fćreyska plötu međ fćreysku barnastjörnunni Brandi Enni.
Fćreysku kántrý-hetjunum og Yohönnu til stuđnings er hljómsveitin Götustrákarnir. Hana skipa m.a. Beggi Morthens (Egó, GCD), Tómas M. Tómasson (Stuđmenn, Ţursaflokkurinn), Eisteinn Eisteinsson og Ingimar Óskarsson. Sérlegur heiđursgestur er Magnús Kjartansson.
Tónlist | Breytt 25.4.2014 kl. 00:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2014 | 15:23
Enn er lag


Tónlist | Breytt 24.4.2014 kl. 23:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
14.4.2014 | 22:29
Bókin "Gata, Austurey, Fćreyjar, Eivör og fćreysk tónlist"
Nýveriđ kom á markađ bók. Hún heitir "Gata, Austurey, Fćreyjar, Eivör og fćreysk tónlist". Svo einkennilega vill til ađ hún hefur hvarvetna fengiđ lofsamlega dóma og umsagnir. Ţađ er gaman. Verulega gaman. Eđlilega hefur líka veriđ bent á örfáa hnökra. Fyrst og fremst tćknilega. Engin stórslys. Stćrsti gallinn er ađ 3 orđ duttu aftan af einum kafla. Ţađ kemur ekki ađ sök. Ţau skipta ekki máli. Engu ađ síđur skrítiđ vegna ţess ađ orđin voru međ í endanlegu umbroti sem sent var til prentsmiđjunnar.
Almennt virđist sem fólk finni sitthvađ áhugavert og skemmtilegt í bókinni. Fćreysk-íslenska orđabókin í bókinni vekur alltaf kátínu. Einhverjir hafa prófađ međ lystugum árangri mataruppskriftir Eivarar. Ađrir skemmta sér konunglega viđ ađ skođa allar myndirnar. Enn öđrum ţykir gaman ađ lesa fróđleik um Fćreyjar. Margt kemur mörgum á óvart. Áhugasamir um tónlist Eivarar fá endalausar vangaveltur og upplýsingar um hana.
Bókin er ekki bundin viđ neinn aldurshóp. Ég hef orđiđ var viđ unglinga sem lesa hana sér til gamans og alveg upp í fólk á nírćđisaldri. Á Fésbók hef ég rekist á nokkur skemmtileg "komment" um bókina og vísanir í hana.
Ţessa mynd rakst ég á. Hún er á Fésbókarsíđu Fćreyings, Eiler Fagraklett. Ég ţekki hann ekki en kannast viđ bókina á myndinni. Textinn viđ myndina er: The Icelandic invasion of all things Faroese continues...
Á Fésbókarsíđu fćreysku tónlistarkonunnar og fatahönnuđarins Laila av Reyni er ţessa mynd ađ finna undir textanum "Kul bók":
Ţetta "kommentađi" Margrét Traustadóttir á Fésbók:
Átti rólega morgunstund eftir útivist og las bókina Eivor sem mér áskotnađist í jólagjöf og nú var röđin komin ađ henni og hún var kláruđ. Hef alltaf dáđst ađ ţessari söngkonu. Takk Jens Gud góđ lesning og gaman hvernig ţú tvinnađir međfram inn Fćreyskum fróđleik
Ţetta "kommentađi" Ásdís Kristjánsdóttir á Fésbók:
Get mćlt međ bókinni Eyvör,Gata,Austurey,Fćreyjar. Stórskemmtileg bók, fróđleg og međ flottum myndum. Er nú byrjuđ á Ég man ţig eftir Yrsu og hún lofar góđu ég hef aldrei veriđ mikill lestrarhestur en ţađ er ađ breytast
Hér er ítarleg umsögn Bubba um bókina: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1356456/ (copy/paste)
http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1356456/
Ţannig var bókin afgreidd í hérađsfréttablađi norđ-vesturlands: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1338804/
Og í vikublađinu Reykjavík: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1337565/
Bara svo fátt eitt sé tínt til. Mér skilst ađ bókin sé ódýrust í verslun Smekkleysu á Laugarvegi 35.
Bćkur | Breytt 18.4.2014 kl. 15:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
13.4.2014 | 23:57
HEIMA - Stórkostleg tónlistarveisla í Hafnarfirđi
23. apríl verđur bođiđ upp á glćsilega tónlistarveislu í Hafnarfirđi. Menningar- og listafélag Hafnafjarđar blćs til fjörsins. Fyrirmyndin er sótt til Götu í Fćreyjum. Ţarlendir segjast hafa sótt hugmyndina til Íslands. Ţá vćntanlega til Menningarnćtur. Uppskriftin er sú ađ bođiđ er upp á fjölda hljómleika í heimahúsum.
Samtals er bođiđ upp á 13 tónlistaratriđi í 13 heimahúsum í miđbć Hafnarfjarđar, svo og Fjörukránni og Gaflaraleikhúsinu. Öll hvert öđru meira spennandi. Flest tónlistaratriđin spanna 40 mínútur. Flest eru ţau flutt á ađ minnsta kosti tveimur stöđum um kvöldiđ. Vel skipulagđir tónleikagestir geta náđ hljómleikum margra flytjenda um kvöldiđ.
Fjöriđ hefst klukkan 20.00.
Eftirtaldir stíga á stokk:
- Hallur Joensen & félagar
- Steindór Andersen & Hilmar Örn Hilmarsson
- Bjartmar Guđlaugsson
- Vök (sigurhljómsveit Músíktilrauna í fyrra)
- Fjallabrćđur
- Snorri Helgason & Silla
- Jónas Sigurđsson
- Elíza Newman og Anna Magga
- Mono Town
- Hot Eskimos
- DossBaraDjamm (Steinn Ármann, Davíđ Ţór Jónsson o.fl.)
- Kátir piltar
- Ylja
Hallur Joensen er heiđursgestur tónlistarhátíđarinnar Heima. Hann er stćrsta nafn í fćreyskri kántrý-músík. Hann er vel kynntur í kántrý-senunni víđa um heim. Hann hefur međal annars sungiđ inn á plötu međ Kris Kristofferson, Charley Pride, Bellamy Brothers og Katarínu Bćrendsen. Bara svo fá af mörgum nöfnum séu nefnd. Eitthvađ af ţessu fólki fylgir Halli til Íslands.
Eftir ađ stofuhljómleikum í heimahúsum lýkur, um klukkan 23.00, tređur Hallur upp í Gaflaraleikhúsinu. Ţar verđur sömuleiđis "opinn hljóđnemi" og eitthvađ fleira sprell. Um svipađ leyti hefst í Fjörukránni dansleikur međ hafnfirsku stuđboltunum í Kátum piltum.
Miđasala á Heima hefst í dag (mánudaginn 14. apríl) á Súfistanum í Hafnarfirđi. Miđinn inn á öll herlegheitin kostar ađeins 4500 kall. Vegna ţess ađ heimahús rúma í besta falli ađeins örfáa tugi gesta eru fáir miđar í bođi. Fyrstir koma fyrstir fá.
Fleiri miđar eru í bođi inn á einungis dansleik Kátra pilta í Fjörukránni og dagskrá Halls Joensen í Gaflaraleikhúsinu á 2500 kall.
Nánar á: www.mlh.is
Tónlist | Breytt 14.4.2014 kl. 02:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2014 | 00:31
Lulla frćnka og jólaöl
Ţegar ég var í Myndlista- og handíđaskólanum á áttunda áratugnum var stranglega bannađ ađ selja bjór á Íslandi (nema á Keflavíkurvelli). Ţingheimur taldi bjór vera stórhćttulegan drykk sem myndi tortíma mannkyninu. Ég hafđi efasemdir og bruggađi dökkan bjór. Líka vegna ţess ađ námslánin dugđu ekki til ađ ég gćti styrkt ríkiskassann međ myndarlegum fjárframlögum í gegnum vínbúđir ÁTVR. Ţrautalending var ađ brugga bjór.
Svo bar viđ eitt sunnudagskvöld ađ ég tappađi bjórnum á flöskur. Allt var á kafi í snjó (úti, vel ađ merkja) og ófćrđ. Ţá birtist Lulla frćnka skyndilega í útidyrunum hjá mér. Hún var alveg ónćm fyrir muni á fćrđ og ófćrđ. Ţađ vissi enginn til ţess ađ hún hefđi einhvertíma lent í vandrćđum á Skodanum sínum vegna ófćrđar. Ţó hlýtur ţađ ađ hafa gerst. Ég hef áđur sagt frá ţví ţegar öll umferđ lá niđri í Reykjavík vegna brjálađs veđurs. Allt lamađist. Fólk komst hvorki til vinnu né í skóla. Öryrkjabíllinn fór hvergi. En Lulla brunađi á sínum bíl frá Skúlagötu til Hvíta bandsins efst á Skólavörđustíg. Og aftur til baka um kvöldiđ. Eins og ekkert vćri.
Jćja, nema ţađ ađ komin inn á gólf hjá mér rak Lulla augu í bjórinn. Ţađ hýrnađi heldur betur yfir kellu. Hún klappađi saman höndum og hrópađi í fögnuđi: "Ţetta lýst mér á! Húrra! Ég hef ekki fengiđ jólaöl frá ţví ađ ég var krakki. Nú ber vel í veiđi. Ég verđ ađ fá glas af jólaöli hjá ykkur."
Ég vildi ekki upplýsa Lullu um ađ ţetta vćri bjór. Lögreglan hafđi alltaf töluverđ afskipti af Lullu og aldrei ađ vita hvađ hún segđi laganna vörđum í ógáti. Ţađ var, jú, ólöglegt ađ brugga áfengan bjór. Ég brá á ţađ ráđ ađ segja Lullu ađ öliđ vćri ókćlt og ekki tilbúiđ til drykkjar. En Lulla var viđţolslaus af löngun og sagđi ađ ţađ gerđi ekkert til. Jólaöl vćri ţađ besta sem hún fengi hvort sem ţađ vćri kćlt eđa ókćlt.
Ég hellti í hálft glas. Lulla skellti ţví í sig í einum teyg og ískrađi af ánćgju: "Helltu almennilega í glasiđ, drengur! Ţú átt nóg af ţessu. Ţetta er sćlgćti." Lulla var ekki vön ađ vera frek. Nú lá rosalega vel á henni. Ég hlýddi. En hafđi nettar áhyggjur af ţessu. Lulla hafđi aldrei bragđađ áfengi. Hún hafđi óbeit á ţví.
Lulla drakk frekar hratt úr fulla glasinu og vildi meira. Hún fékk aftur í glasiđ. Drakk heldur hćgar úr ţví. Ađ ţví loknu sagđi hún: "Ég er kominn međ svima." Hún var orđin ţvoglumćlt. Ég notađi tćkifćriđ og sagđi: "Ţađ borgar sig ekki ađ drekka meira af ölinu. Ţađ er ekki alveg tilbúiđ til drykkjar."
Lulla féllst á ţađ. Sagđist ćtla ađ koma sér heim. "Ţetta er ekkert óţćgilegur svimi," útskýrđi hún. "En ég ćtla samt heim og leggja mig."
Eftir ađ hafa kvatt heimilisfólkiđ og ţakkađ fyrir sig fór Lulla fram í forstofu og tróđ sér í stígvél. Ţađ gekk brösulega. Lulla vaggađi óstöđug yfir stígvélunum og slagađi utan í vegg. "Ţetta er furđulegt," tautađi hún. "Ţađ er eins og fćturnir hitti ekki í stígvélin. Ég vona ađ ég sé ekki ađ fá matareitrun."
Áhyggjur mínar jukust. Ţađ hvarflađi ađ mér ađ hvetja Lullu til ađ taka leigubíl. Jafnharđan vissi ég ađ enga leigubíla var ađ fá í ţessari ófćrđ. Ađ lokum komst Lulla í bćđi stígvélin eftir heilmikiđ puđ. Hún slagađi út í bílinn sinn. Ég fylgdist međ út um glugga. Lulla kveikti sér í sígarettu um leiđ og hún settist inn í bílinn. Hún setti bílinn ekki í gang nćstu 40 mínútur. Keđjureykti bara inni í bílnum. Loks rćsti hún bílinn og brunađi af stađ í gegnum snjóskaflana.
Ţegar ég áćtlađi ađ Lulla vćri komin heim til sín hringdi ég í hana. Mér til óblandinnar gleđi svarađi hún í heimasímann. Heimförin hafđi gengiđ vel. Ég spurđi hvernig sviminn vćri. Lulla svarađi: "Hann er notalegur. Ég ćtla ađ leggjast en ekki sofna strax."
---------------------------------------
Fleiri sögur af Lullu frćnku: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1371568/
---------------------------------------
Hans klaufi
--------------------------------------
Fyrir ţremur áratugum eđa svo stýrđi Bryndís Schram ofur vinsćlum barnatíma Sjónvarpsins. Fjölmiđlakannanir mćldu mjög gott áhorf. Ţađ einkennilega var ađ uppistađan af áhorfendum voru miđaldra og eldri karlmenn.
Líkt ţessu er hlustendakönnun á vinsćlum barnatíma í fćreyska útvarpinu.

Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2014 | 22:10
Fellir dćgurlag morđingjann?
Ţađ hefur ekki fariđ hátt í íslenskum fjölmiđlum ađ illrćmt dćgurlag spilar hlutverk í réttarhöldunum yfir s-afríska hlauparanum og morđingjanum Óskari Pistorius. Hlauparinn er sakađur um ađ hafa viljandi myrt kćrustu sína í frekju- og afbrýđiskasti. Hans vörn felst í ţví ađ ţvert á móti hafi hann ćtlađ ađ vernda kćrustuna fyrir hćttulegum innbrotsţjófi. Hann hafi fellt hinn meinta innbrotsţjóf međ ţví ađ skjóta hann fjórum sinnum. Síđar kom í ljós ađ ekki var um innbrotsţjóf ađ rćđa heldur hafđi hlauparinn skotiđ og myrt kćrustuna. Haldiđ ađ hún vćri innbrotsţjófurinn.
Í réttarhöldum yfir morđingjanum er dregin upp mynd af honum sem sjálfselskum, stjórnsömum, frekum, afbrýđisömum, ógnandi og byssudýrkandi skapofsamanni. Sem dćmi um persónuleika hans og ógnandi framkomu er vísađ í ökuferđ kćrustuparsins í kjölfar heiftarlegs rifrildis. Ţar á Óskar ađ hafa "blastađ" á fullu illrćmdu dćgurlagi međ hótandi texta, Bitch, Don´t Kill My Vibe. Í honum er viđmćlandinn, kona, ítrekađ ávörpuđ međ orđinu tík (bitch). Í textanum er henni hótađ dauđa. Ţar segir međal annars: "Ég veit ađ ţú verđur ađ deyja á sársaukafullan hátt" (I Know You Had to Die in a Pitiful pain).
Međ ţví ađ spila ţetta fyrir kćrustuna í uppnámi er hlauparinn sakađur um ađ hafa notađ texta lagsins sem hótun. Hótun sem morđinginn stóđ viđ. Og hann hefur vondan músíksmekk.
.
--------------------------------------
Allt annađ: Minnir ţetta ekki einhvernvegin á hefđbundiđ viđtal viđ SDG?

![]() |
Öskrađi hún ţegar ţú skaust hana? |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 12.4.2014 kl. 17:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
10.4.2014 | 22:19
Sjálfsmyndir afhjúpa geđheilsu
Sjálfsmyndir, svokallađar sjálfur eđa "selfies", eru tískufyrirbćri. Í fyrra var ţetta "orđ ársins" í Bretlandi. Algengasta orđiđ á samfélagsmiđlum í netheimum. Og kannski víđar. Eđlilega eru sálfrćđingar og geđlćknar farnir ađ gefa fyrirbćrinu gaum. Niđurstađa skođunar og greiningar á fyrirbćrinu er ţessi: Ţađ er eđlilegt og ekkert athugavert viđ ađ fólk taki sjálfsmynd og deili á fésbók og instigram. Vandamáliđ er ađ ţegar fólk verđur upptekiđ af sjálfsmyndum ţá sé andleg heilsa í ólagi. Ţađ er sterkt samband ţarna á milli. Ţeim mun fleiri sjálfsmyndir ţví verri er andlega heilsan. Sjálfhverf hugsun, sjálfsdýrkun og ţráhyggja.
Frćgasta fjölmiđlafígúra sem er uppteknust af sjálfsmyndum er kanadíski klikkhausinn Justin Bieber.
Ţegar slegiđ er inn í "gúggl" orđin "selfies and mental illness" skilar leitin 50 milljón síđum. Reyndar er ţetta svo augljóst ađ engin ţörf er á ađ bera máliđ undir sálfrćđinga og geđlćkna. Ekki frekar en ađ hómópata-bulliđ eđa smáskammtalćkningar standast auđvitađ engar alvöru vísindalegar rannsóknir. Né heldur höfuđbeina- og spjaldhryggsrugliđ og ţađ allt. Svo ekki sé nú minnst á óţolsprófiđ sem nú er í tísku.
Fólk elskar ađ láta plata sig og plokka af sér aura fyrir allskonar dellu. Sumir ganga svo langt ađ kjósa Framsóknarflokkinn.
----------------------------------------------------------
Í Póllandi er fagmennska í gerđ músíkmyndbanda á sama stigi. Hér er gott dćmi um myndband ofurvinsćls lags. Lagiđ er spilađ sem "playback"; söngur og hljóđfćraleikur "mćmuđ". Gítarleikarinn í myndbandinu kann greinilega ekkert á gítar. Sömu sögu er ađ segja um bassaleikarann. Hann kann ekkert á bassa. Hefur ţađ fram yfir gítarleikarann ađ vera í buxum. Bćđi snúa hljóđfćrinu í vitlausa átt. Bassaleikarinn er "splćstur" inn í myndbandiđ eftir á. Pólskir sjónvarpsáhorfendur eru gagnrýnislausir og halda ađ ţetta sé "live" í hljóđveri.
![]() |
Tók sjálfsmynd eftir árásina |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Vísindi og frćđi | Breytt 11.4.2014 kl. 21:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
9.4.2014 | 22:05
Málađ hár og bakađar baunir besti mćlikvarđi

Ég hitti ágćtan mann í gćr, pylsusala á miđjum aldri. Konan hans vinnur í banka. Er bankastjóri eđa eitthvađ svoleiđis. Ţau voru búin ađ selja flugvélina sína og stóra Hummer-jeppann. Núna eiga ţau bara minni jeppana. Ţau standa í skilum međ gullkortiđ sitt en berjast um á hćl og hnakka viđ ađ halda einbýlishúsinu og tveimur öđrum íbúđum sem ţau leigja út svart. Ţau urđu ađ skera húshjálpina niđur viđ nögl. Núna kemur hún ađeins á virkum dögum.
Kallinn sagđi: "Ég hlakka til ţess dags ţegar konan fćr kaupauka, bónusgreiđslu sem nemur fernum árslaunum. Ţá get ég hćtt ađ mála á mér háriđ og neglurnar sjálfur. Ţá get ég fariđ á réttinga- og sprautuverkstćđi og látiđ ađra mála á mér háriđ og neglurnar. Viđ sem viljum fá strípur í háriđ úti í bć og lakkađar neglur, líka táneglur, ţurfum ađ stofna ţrýstihóp. Jafnvel tvo. Einn fyrir strípur og annan fyrir neglur. Ţađ verđur ađ ríkisvćđa skuldir tekjuhćstu einstaklinga svo viđ geti um frjálst og litađ höfuđ strokiđ."
Ţetta er í hnotskurn lýsing á ţví hvar skóinn kreppir sárast. Einnig sá kompás sem mćlir nákvćmast kreppu í efnahagslífi. Kreppu er ekki lokiđ fyrr en menn hćtta ađ mála á sér háriđ sjálfir og gjaldeyrishöftum hefur veriđ aflétt. Forstjóri Ikea í Garđabć varđi gríđarlega verđhćkkun á baunasúpu fyrirtćkisins međ fullyrđingu um ađ kreppan sé ađ baki. Hiđ rétta er ađ kreppunni er lokiđ í Ikea en ekki utan Ikea. Ástćđan fyrir kreppulokum í Ikea er sú ađ lögfrćđingar eru ađ mestu hćttir ađ skipta um verđmiđa á húsgögnum ţar á bć.
Nćst besti mćlikvarđi á kreppu og góđćri felst í ţví ađ telja byggingakrana. Í kreppu sjást fáir kranar. Í ţenslu snarfjölgar ţeim. Ţegar ţeir eru orđnir fleiri en tölu verđur komiđ á er stutt í hrun.
Í Bretlandi eru bakađar baunir nákvćmasti mćlikvarđinn. Ţegar ţrengist um efnahag Breta eykst sala á bökuđum baunum svo um munar. Í dýpstu kreppu nemur sala á Heinz bökuđum baunum 4 milljörđum fleiri kr. en í góđćri. Í góđćri gráta eigendur Heinz sáran. Eins dauđi er annars vínarbrauđ.
Engu ađ síđur borđa Bretar af miklum móđ bakađar baunir alla morgna, jafnt í góđćri sem í efnahagsţrengingum. Ţađ sem gerist í kreppu er ađ bakađar baunir sćkja inn í ađra málsverđi. Ţá er ţeim smurt ofan á brauđ í hádegi og verđa uppistađa í kvöldverđarkássu.

![]() |
Fyrir fólk sem litar sjálft á sér háriđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Kjaramál | Breytt 12.4.2014 kl. 22:03 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
8.4.2014 | 22:31
Klaufalega uppstoppuđ dýr
Ađ stoppa upp dýr er list. Ađ mörgu ţarf ađ hyggja. Til ađ mynda ţarf listamađurinn ađ ţekkja vel til dýrsins. Ţekkja svipbrigđi ţess, augnsvip, munn og tennur og hreyfingar og stellingar dýrsins. Til viđbótar felst listin í ţví ađ koma ţessu öllu til skila. Ţegar vel tekst til er uppstoppađ dýr nánast alveg eins og lifandi dýr. Áhorfandinn upplifir uppstokkađa dýriđ eiginlega eins og raunverulegt dýr.
Í fámennum ţjóđfélögum, eins og ţví íslenska, komast fúskarar í faginu ekki langt. Í fjölmennum ţjóđfélögum, ađallega í útlöndum, eru kröfurnar ekki allsstađar miklar. Fúskarar komast upp međ ađ skila af sér verulega gölluđu verki. Hér er ţekkir fúskarinn ekki tanngarđ rándýrsins. Rándýr eru međ vígtennur en ekki sléttan tanngarđ.
Ţessi hundur er óţćgilega tileygur. Munnsvipurinn er algjört klúđur. Búkurinn er alltof smár í samanburđi viđ höfuđ og háls. Höfuđiđ virđist vera bólgiđ og hálsinn í yfirstćrđ.
Munnsvipur hreindýrsins er gallađur. Hugsanlega hefur eitthvađ dottiđ af snoppunni. Nefiđ og hakan benda til ţess.
Fćtur hlébarđans eru einskonar staurfćtur. Ţćr eru beinar og ađ ţví er virđist liđamótalausar. Ţćr eru líka útskeifar. Lćri vantar á afturfćtur. Búkurinn er allur úr lagi. Og höfuđiđ einnig.
Kálfurinn er eiginlega líkari hundi en kálfi. Eyrun lafa og eru síđ eins og á hundi. Kálfar liggja heldur ekki međ fćtur beina eins og hundar. Kálfar beygja hné og setja fćtur undir sig
Refir sitja ekki međ upprétt bak. Nefiđ er of flatt. Munnur skrítinn og augnsvipur ótrúverđugur.
Spaugilegt | Breytt 9.4.2014 kl. 19:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
8.4.2014 | 02:23
Ný og öflug ađferđ til ađ endurheimta ćskuljóma andlitsins
Í aldanna rás hefur flestum ţótt í ađra röndina gott ađ eldast. Hvert einast ár fćrir okkur haug af meiri ţekkingu á mörgum sviđum. Ţađ er endalaust hćgt ađ lćra eitthvađ nýtt í landafrćđi. Víđa um heim er elsta kynslóđin í mestu metum. Öldungar eru ţeir sem kunna og vita. Viska ţeirra er í hávegum. Viska er sambland af gáfum og hćfileikanum til ađ kunna ađ nota ţćr. Öldungar gefa unga fávísa fólkinu ráđ, vel ţegna gullmola.
Á sjötta áratug síđustu aldar varđ til á vesturlöndum unglingamenning. Áđur skiptist fólk í börn og fullorđna. Unglingamenningin varđ til í gegnum bandarískar kvikmyndir međ Marlon Brando og síđar fleirum og enn frekar í gegnum rokkiđ (Presley, Chuck Berry, Jerry Lee Lewis, Little Richard).
Hratt og bítandi ţróađist unglingamenning yfir í ćskudýrkun. Orđiđ ćskudýrkun er villandi. Ţađ vísar til barnsaldurs en á frekar viđ um ađ eldra fólk sćki í ađ halda í unglingslegt útlit. Ellilífeyrisţegar vilja líta út eins og miđaldra. Miđaldra vilja líta út eins eins og ađeins yngri.
Á síđustu 20 - 30 árum hefur orđiđ til stór iđnađur í kringum ţađ ađ hćgja á eđa snúa viđ öldrunareinkennum í andliti eldra fólks. Svokallađar fegrunarađgerđir eđa yngingarađgerđir tröllríđa skemmtiiđnađinum í Bandaríkjunum og teygir anga sína víđa. Stóra vandamáliđ er ađ margir sem hella sér út í svoleiđis dćmi kunna sér ekki hóf. Ríku kvikmynda- og poppstjörnurnar eru umkringdar já-fólki sem klappar fyrir hverri "fegrunarađgerđ" og bendir aldrei á ađ ađgerđin geri viđkomandi ekkert nema kjánalega/n.
Frćgasta "fegrunar" klúđriđ er Mikjáll Jackson. Hann var huggulegur blökkudrengur sem lét breyta sér međ "lýtalćkningum" í afskrćmda hvíta konu sem átti ađ líkjast ítalskri leikkonu, Sófíu Lóren.
Mikjáll Jackson lét nánast endurhanna andlit sitt. Breitt nefiđ var fjarlćgt og annađ örmjótt sett í stađinn. Umhverfis augun var húđflúruđ svört lína og augnpokar fjarlćgđir til ađ augun yrđu stór. Varir voru litađar rauđar (ekki međ annarri ađferđ en daglegri varalitun). Toppurinn var ţegar hann mćtti á lýtalćknistofuna međ ljósmynda af leikaranum Kirk Douglas og bađ um ađ fá sett á sig samskonar Pétursspor (hökuskarđ).
Mikjáll lét framkvćma svo margar breytingar á andliti sínu ađ andlitsbein morknuđu. Hann ţurfti á stöđugum viđgerđum ađ halda. Til ađ mynda voru brjósk og bein í nefinu orđin óvirk. Hćtt ađ ná tengingu viđ önnur brjósk og bein.
Annađ frćgt dćmi er svokölluđ Kattakona. Hún var um tíma gift lýtalćkni. Ţau fóru hamförum í breyta andliti hennar í humátt ađ andliti kattar.
Leikkonan Daryl Hanna ţótti falleg. Hún var gift tónlistarmanninum Jackson Brown. Hann lamdi hana. Óţokki. Eftir skilnađ ţeirra fór hún í andlitsstrekkingu og eitthvađ svoleiđis. Er nánast óţekkjanleg síđan.
Víkur ţá sögu ađ splunkunýrri yngingarađferđ. Hingađ til hefur svokallađ botox leikiđ stóra hlutverkiđ í baráttu viđ Elli kerlingu. Botoxi er sprautađ inn í húđina. Ţađ lamar andlitsvöđva og viđkomandi verđur eins og sviplaust vélmenni. Nú er komin á markađ önnur og miklu betri ađferđ. Hún kallast Frotox. Andlitiđ er snöggfryst í 20 mínútur. Viđ ţađ strekkist á húđinni og allar hrukkur hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ólíkt Botox ţarf ekki ađ sprauta međ nál neinu í húđina. Frystingin er svo öflug ađ andlitiđ er hrukkulaust í 4 mánuđi. Ađgerđin gengur eldsnöggt fyrir sig. Viđskiptavinurinn finnur ađeins ţćgilegan ţrýsting á andlitiđ. Ekkert sárt eđa óţćgilegt.
Ég veit ekki hvort ađ ţetta sé í bođi hérlendis. Í Bretlandi og í Bandaríkjunum kostar svona frysting ađeins um 75 ţúsund kall.
Ég veit reyndar ekki af hverju einhver vill losna viđ virđulegan svip eldra fólks og líta ţess í stađ út eins og einhver unglingsgalgopi. En Frotox er byltingarkennd nýjung í bođi fyrir skrítiđ fólk međ ćskudýrkun.



Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 11:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
6.4.2014 | 22:36
Tómt rugl í umferđarmerkingum
Auđskildar umferđamerkingar eru vandfundnar. Einkum er rugliđ áberandi ţegar menn frumsemja umferđarmerkingar. Fáir ţurfa nauđsynlegar á skýrum lögum og reglum ađ halda en ţeir sem sjá um umferđarmerkingum. Skýringin kann ađ vera sú ađ í ţeim bransa eru menn iđulega fullir í vinnunni, dómgreindarlausir og éta hamborgara. Í verstu tilfellum fikta ţeir viđ eiturlyf.
Í enskumćlandi löndum eru nánast allir ólćsir sem vinna viđ vegamerkingar. Fyrir bragđiđ er ekki ţverfótađ fyrir rangri stafsetningu á orđi eins og SCHOOL (skóli).
Svo ekki sé minnst á klúđrin međ orđiđ STOP:
Ţegar svo ólíklega vill til ađ orđiđ STOP sé rétt stafsett ţá er nćsta víst ađ BUS í BUS STOP sé vitlaust.
Ţađ vćri ađeins til ađ ćra óstöđugan ađ hlađa hér inn ljósmyndum af vegamerkingum međ orđinu CLEAR eđa öđrum sem eru stafsett á allan ómögulegan máta.
Svo eru ţađ hin skiltin. Hvernig á ađ skilja ţetta. Önnur örin vísar til hćgri. Í texta er áréttađ ađ halda til hćgri. Hin örin vísar til vinstri. Vegurinn virđist jafnframt sveigja til hćgri.
Textann má skilja á tvo vegu: "Dragiđ úr hrađa - Börn á ferđ" eđa "Hćgfara börn". Sennilega er átt viđ fyrrnefndu túlkunina. Til ađ allrar sanngirni sé gćtt ţá hef ég séđ svona skilti og get vottađ ađ átt hefur veriđ viđ táknmyndina af barninu. Bakspiki hefur veriđ bćtt viđ. Sennilega á sjálfu skiltinu (ţađ er auđvelt ef mađur á svart kontakt-plast) frekar en í fótósjoppi. Bakspikinu er ţá ćtlađ ađ lađa fram túlkun á ađ skiltiđ vari viđ hćgfara börnum. Enda býđur textinn upp á ţađ.
.
![]() |
Lögleysa í umferđarmerkingum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
5.4.2014 | 23:13
Klúđur
Ţađ er ekki öllum gefiđ ađ komast klakklaust í gegnum einföldustu líkamsrćktartćki.
Spaugilegt | Breytt 6.4.2014 kl. 02:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
4.4.2014 | 22:57
Lulla frćnka fann upp nýja ađferđ
Síđustu árin bjó Lulla frćnka á Skúlagötu. Hún var tíđur gestur á heimili vinafólks á Leifsgötu. Ţađ er ekki löng akstursleiđ ţar á milli. Eitt sinn hringdi Lulla í mig. Hún var dálítiđ drjúg yfir ţví ađ vera búin ađ finna upp ađferđ til ađ keyra ţessa leiđ án ţess ađ ţurfa ađ stoppa á leiđinni: "Ég keyri bara mjög hćgt alla leiđ," sagđi hún. "Stoppa aldrei. Keyri á jöfnum hrađa. Ţannig kemst ég alla leiđ án ţess ađ stoppa."
Ég spurđi: "En ţegar kemur ađ ljósunum á Hverfisgötu? Ţú verđur ađ stoppa ţar ef ađ ţađ er rautt ljós."
Lulla hélt nú ekki: "Nei, ég keyri löturhćgt yfir á rauđu ljósi. Ef ađ bílar eru fyrir og stopp ţá beygi ég framhjá ţeim og held áfram. Bílarnir sem keyra upp og niđur Hverfisgötuna stoppa ţegar ţeir sjá ađ ég held mínu striki yfir götuna. "
--------------------------------
Fleiri sögur af Lullu frćnku: http://jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1369024/
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
4.4.2014 | 01:03
Óhollur matur sem er hollur
Fátt tekur meiri breytingum í áranna rás en kenningar um hollustu og óhollustu hinna ýmsu matvćla og drykkjar. Margt sem var hollt í gćr er óhollt í dag. Annađ sem var óhollt í gćr er hollt í dag. Inn í umrćđuna blandast kenningar á borđ viđ ţađ ađ litlu máli skipti hvernig hádegisverđur er samsettur. Ennţá minna máli skipti hvernig morgunmatur er samsettur. Öllu skipti hvađ sé í kvöldmatinn. Líkaminn vinni léttilega úr öllu sem neytt er fyrir klukkan 15.00 á daginn. Ţađ ţurfi hinsvegar ađ gćta ađ ţví sem látiđ er inn fyrir varir um kvöldiđ.
Af matvćlum sem áđur voru talin óholl en eru í dag holl má nefna: Egg, beikon, kartöflur, súrdeigsbrauđ, mjólkur-jógúrt, heitt kakó og kaffi.
Tökum dćmi: Egg innihalda mikiđ af kólesteróli. Fyrir ţađ hafa ţau veriđ hćdd og smánuđ. Kölluđ lífshćttulegar kólesteról-sprengjur sem beri ábyrgđ á fjölda hjartasjúkdóma.
Í dag liggur fyrir ađ kólesteról skiptist í vont kólesteról og gott kólesteról. Eggiđ inniheldur góđa kólesteróliđ. Ţađ styrkir hjartađ og margt fleira. Stútfullt af vítamínum, steinefnum og allskonar. Öflug vísbending um hollust eggs er ađ ţađ getur breyst í unga. Heilbrigđan unga međ gott hjarta.
Ţađ má líka nota spćlt egg fyrir húfu.
Lengi hefur ţví veriđ haldiđ á lofti ađ matvćli tapi öllum vítamínum, steinefnum og nćringarefnum viđ hitun í örbylgjuofni. Hvert fara ţessi efni? Nú er búiđ ađ komast ađ ţví. Ţau safnast saman í neđra vinstra horniđ í ofninum. Ţađ eina sem ţarf ađ gera er ađ grípa međ lúkunni utan um ósýnilega hrúguna og strá nćringarefnunum yfir matinn.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 21:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
2.4.2014 | 21:46
Hrátt sjávarfang er lífshćttulegt
Á uppvaxtarárum mínum á sjötta og sjöunda áratug síđustu aldar var fiskmeti ánćgjulega oft á borđum. Allra handa fiskur og silungur. Ýsa og ţorskur voru oftast í matinn. Stundum var ţorskurinn saltađur vel og lengi, vikum saman. Ţađ var ekkert nćtursaltađ. Ţetta var alvöru saltfiskur. Ýsan var stundum látin hanga. Sigin ýsa er meiriháttar sćlgćti. Af og til var lúđa, rauđspretta eđa rauđmagi.
Allur var fiskurinn sođinn í langan tíma. Látinn malla í korter eđa 20 mínútur. Eđa steiktur í drjúga stund.
Síđari tíma kenningar ganga út á ađ best sé ađ snöggsjóđa eđa snöggsteikja fisk. Ţćr má til sanns vegar fćra. Ţannig er fiskurinn ţéttari, bragđmeiri og hollari. Gallinn viđ ţetta er ađ hringormurinn stendur af sér svona stuttan hita. Ađ vísu dasast hann og verđur töluvert ringlađur. En ţađ er ekki lystugt ađ borđa iđandi orm. Hann getur lifađ um tíma í maganum. Síđan borar hann sig í gegnum allskonar líffćri. Ţađ er ekki ţćgilegt ţegar um kannski 3ja - 4ra cm langt kvikindi er ađ rćđa.
Á allra síđustu árum hefur fćrst í vöxt ađ fólk snćđi hrátt sjávarfang. Japanski ţjóđarrétturinn suchi er í ört vaxandi hávegum hafđur. Tískufyrirbćri. Bćđi sem veisluréttur og partýsnakk. Svo eru ţađ hráar ostrur, laxatartar, hörpuskel og sashimi.
Vandamáliđ međ hrátt sjávarfang er ađ ţađ er löđrandi í spriklandi ormum, flóm, lús og allskonar óţverra. Sumum finnst "töff" ađ snćđa ţannig mat. Vandamáliđ er ađ ţetta veldur magakveisum, matareitrun og bráđaofnćmi. Sá sem eitt sinn fćr bráđaofnćmi viđ ađ snćđa hrátt sjávarfang verđur ađ sniđganga sjávarrétti ţađ sem eftir er ćvinnar. Um líf og dauđa er ađ tefla.
Ostrur eru iđulega á glćsilegustu veisluborđum. Ţćr eru ofan á ísklakahrúgu og snćddar hráar. Kokkur sagđi mér ađ ţađ sé ólystugt ađ sjá vatniđ eftir ađ veisluhöldum lýkur, ostrurnar uppétnar og ísklakarnir bráđnađir. Ađeins vatn eftir. Yfirborđ ţess er allt á hreyfingu, krökkt af lús.
Ef ađ ég man rétt eru einhversstađar í Gamla testamentinu fyrirmćli um ađ einungis skuli borđa sjávardýr međ hreistur og ugga. Eđa eins og Bítillinn Ringo Starr orđađi ţađ í Atlavík: "Ekkert sem skríđur."
Í splunku-Nýja testamentinu fjölfaldar Jesús nokkra fiska og mettar fjöldann. Ágreiningur er um hvort ađ fiskurinn var hrár, marinerađur, sođinn eđa steiktur. Mađur sem hefur rannsakađ ţetta útilokar ađ fiskurinn hafi veriđ djúpsteiktur.



Ormalausir hoppa hátt
og hendast yfir slána.
Fyrr var oft í koti kátt
og klofađ yfir rána.
.
![]() |
Hringormur veldur bráđaofnćmi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Matur og drykkur | Breytt 3.4.2014 kl. 21:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
1.4.2014 | 22:56
Einföld ókeypis leiđ til bćta heilsuna svo um munar
Hvađ er ađ hrjá ţig? Streita? Lungnasjúkdómar? Bronkitis? Lungnaţemba? Ég man ekki hvađ ţađ heitir ţegar fólk er andstutt. Ţegar ţađ nćr ekki ţví sem kallast djúpöndun. Kannski andnauđ? Ţađ er til einföld, auđveld og ókeypis ađferđ til ađ ráđa léttilega niđurlögum allra ţessara vandamála.
Ţađ eina sem ţarf ađ gera er ađ syngja. Syngja oft á dag og mikiđ. Rćfilslegt humm og raul hjálpar. Einkum til ađ losa um spennu/streitu. En ađ ţenja sig og syngja kröftuglega gerir gćfumun. Hóflegur söngur hjálpar hóflega. Gróflegur söngur hjálpar gróflega. Honum fylgir öflug súrefnisinntaka. Ţegar best tekst til tćmast lungun og fyllast aftur af súrefni sem nćrir frumur líkamans. Frumur sem fá góđan skammt af súrefni eiga auđveldar međ ađ verjast krabbameini. Bara svo ađ eitt dćmi af mörgum sé nefnt. Eftir góđan söngsprett andar söngvarinn dýpra í töluverđan tíma. Lungun herđast og nýta súrefniđ betur.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2014 | 22:26
Skemmtilegar öđruvísi brúđkaupsmyndir
Brúđkaupsmyndir eru í föstum skorđum. Ţćr eru yfirleitt teknar af atvinnuljósmyndara. Fagmennska og hefđ ráđa för. Brúđhjónin stilla sér upp hliđ viđ hliđ - eđa ađ konan situr en mađurinn stendur hjá - og eru í sínum fínasta skrúđa. Karlar í jakkafötum og skartar blómi í hnappagati á kraganum. Konur í brúđarkjóli og oft međ slör. Ţau brosa breitt.
Vegna ţess hve hefđin er rótgróin og ráđandi ţá stinga undantekningarnar skemmtilega í stúf. Ţarna er greinilega um utanhússuppstillingu ađ rćđa. Af regnhlífinni ađ ráđa hefur byrjađ ađ rigna. Gretta mannsins og hvernig hann eins og stendur í kút styđja ţá kenningu. Konan nćr hinsvegar ađ brosa sínu breiđasta. En hann heldur pönk-kúlinu.
Ţađ er ekkert pönk í hefđbundnu brúđkaupi og hefđbundinni brúđkaupsmynd. Ţessi pönkari stígur hálft skref. Hann hefur ekki tímt ađ fórna hanakambinum heldur flaggar honum međ ýktum gulum og grćnum lit. Hann er međ lokk í neđrivör, hundaól um hálsinn og ţar fyrir utan hengilás í grófri keđju. Ţó ađ daman lađist ađ pönkaranum ţá heldur hún sig viđ borgaralegu hefđina í klćđaburđi og brosi.
Ţarna er allt samkvćmt hefđinni. Nema ţessi Vandetta-gríma sem karlinn ber ásamt sleggju. Ég held ađ Vandettu-gríman standi fyrir uppreisn og einhverskonar anarkisma. Ţađ er engin uppreisn og enginn anarkismi í hefđbundnu brúđkaupi og hefđbundinni brúđkaupsmynd.
Ţađ er ekki gott ađ ráđa í ţetta. Kallinn hampar tveimur rifflum. Konan hylur andlitiđ algjörlega međ slćđu. Ég reyndi ađ grafast fyrir um uppruna myndarinnar. Án árangurs. Enda međ ótrúlega takmarkađa tölvukunnáttu. Mig grunar ađ myndin sé frá Miđ-Austurlöndum - eđa ţar í grennd. Ţar um slóđir er hefđ ađ skjóta úr rifflum upp í loftiđ í brúđkaupsveislum. Bandarískir hermenn á ţessum slóđum eru ekki upplýstir um ţessa hefđ. Fyrir bragđiđ slátra ţeir heilu brúđkaupsveislunum á einu bretti: Brúđhjónum og gestum ţeirra. Í bókhaldi Bandaríkjahers og í fréttatilkynningum er uppátćkiđ skráđ sem vel heppnuđ árás á skćruliđa. Eftir ítrekađar slátranir á brúđhjónum og gestum ţeirra fá bandarískir hermenn orđu, Purple Haze, fyrir djarflega slátrun á skćruliđum.
Algengt er ađ aukabrúđkaupsmynd sýni brúđhjón skera í sameiningu sneiđ af brúđkaupstertu. Oftast undir breiđu brosi. Ţarna setur konan aftur á móti upp hryllingssvip og karlinn er krítískur á svip.
Algengt er ađ brúđkaupsmynd sýni brúđhjón kyssast. Ég átta mig ekki á hvađ er í gangi međ konuna lengst til hćgri. Hún heldur á opinni öskju í vinstri hendi og tređur međ hćgri hendi einhverju niđur á milli brjósta nýgiftu konunnar.
Sérkennilegustu brúđkaupsmyndir sem ég hef séđ eru af parinu sem hafđi ekki efni á ađ kaupa sér föt. Brúđkaupsveislan var svo dýr. Ţau létu bara vađa klćđalaus.
Spaugilegt | Breytt 1.4.2014 kl. 00:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
30.3.2014 | 20:59
Boltaleikir eru hćttulegir
Um daginn var sýnt í sjónvarpi frá blönduđum bardagaíţróttum. Íslendingur, Gunnar Nelson, tuskađist viđ útlending. Viđureignin stóđ í örfáar mínútur. Á ţeim stutta tíma bankađi Gunnar olnboga í andlit útlendingsins. Einhverjir töldu sig sjá örla fyrir blóđi á andliti útlendingsins. Mörgum var illa brugđiđ. Ţótti ofbeldiđ yfirgengilegt og ekki til fyrirmyndar. Sumir gengu svo langt ađ vilja banna sjónvarpsútsendingar af bardagaíţróttum af ţessu tagi. Ađrir töldu nóg ađ útsendingin vćri stranglega bönnuđ börnum og unglingum. Einungis rígfullorđiđ fólk hefđi ţroska til ađ virđa fyrir sér ofbeldiđ.
Út af fyrir sig er gott ađ fólk sé gagnrýniđ á ofbeldi. Ofbeldi er ekki til eftirbreytni fyrir leikmenn, fremur en áhćttuatriđi í kvikmyndum.
Einu íţróttir sem ég fylgist međ eru bardagaíţróttir, bćđi box og blandađar. Vissulega eru átök á milli keppenda. En ţađ eru strangar leikreglur. Til ađ mynda má ekki sparka í pung eđa pota í augu. Keppendur virđa ţađ. Líka áhorfendur.
Ţví er ólíkt fariđ međ boltaleiki. Ađ vísu fylgist ég ekkert međ ţeim. Hinsvegar kemst ég ekki hjá ţví ađ verđa var viđ gríđarlegt ofbeldi í boltaleikjum og í kringum ţá. Ţađ er ekki ţverfótađ fyrir myndum og myndbrotum af blóđugum boltaleikmönnum og áhangendum, öskrandi ţjálfurum, slagsmálum, punghöggum og svo framvegis. Ósjaldan enda boltaleikir í allsherjar óeirđum, brotnum stólum og öđrum bareflum. Boltaleikir eru hćttulegir. Ţeir eru hćttuleg ofbeldisíţrótt. Ekki ađeins fyrir óharđnađa áhorfendur sem ţurfa ađ horfa upp á ofbeldiđ heldur enn fremur fyrir leikmenn. Ef ţeim er ekki sparkađ út og suđur á leikvellinum, lamdir í svađiđ og ţađ allt ţá eru ţeir myrtir ef ţeir standa ekki undir vćntingum. Ţannig er fariđ ađ afgreiđa ţá í Lýbíu og fleiri löndum. Í N-Kóreu eru ţeir hýddir. Er mér sagt. Reyndar ţrćtti s-kóreskur hermađur sem ég hitti í Noregi fyrir ţađ. En hann er ekkert endilega áreiđanleg heimild.

Íţróttir | Breytt 31.3.2014 kl. 00:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)