14.4.2016 | 21:36
Sá svalasti
Enski gítarleikarinn Keith Richards er einn svalasti töffari rokksögunnar. Ţađ eru ekki međmćli út af fyrir sig. Ţannig lagađ. En í tilfelli Keiths er ţađ heillandi. Ţegar ég sé forsíđuviđtal viđ hann í poppblöđum ţá kaupi ég ţau. Vitandi um ađ góđan skemmtilestur er ađ rćđa. Gullmolarnir velta upp úr honum. Óviljandi ekki síđur en viljandi. Hann lćtur allt flakka. Hvort heldur sem er um félaga sína í Rolling Stones, ađra tónlistarmenn eđa sjálfan sig. Stundum reynir hann klaufalega ađ fegra sinn hlut. Jafnan leiđréttir hann ţađ síđar. Dćmi: Ţađ ratađi í heimsfréttir er hann slasađist viđ ađ klifra í tré fyrir nokkrum árum.
Til ađ byrja međ sagđist hann hafa dottiđ niđur úr trénu. Svo fór ađ hann dró ţađ ađ hluta til baka. Sagđist hafa í raun flćkst í lággróđri, runnaţyrpingu, fćlst, lent í áflogum viđ hríslurnar og slasast. Hann snöggreiddist. Barđirst um á hćl og hnakka međ ţeim afleiđingum ađ bein brákuđust. Hann skammađist sín svo mikiđ fyrir ađ hafa fariđ halloka í áflogum viđ trérunna ađ fyrstu viđbrögđ voru ađ segjast hafa dottiđ úr tré.
Eins ţegar hann missti út úr sér ađ hafa tekiđ öskuna af föđur sínum í nefiđ. Blađafulltrúar Rolling Stones kepptust í kjölfariđ viđ ađ upplýsa ađ ţar hafi veriđ um óhappaverk ađ rćđa en ekki ásetning. Kauđi missti öskuna fyrir klaufaskap ofan í síđasta kókaín-skemmtinn sem hann átti ţann daginn. Ţađ var ekki hćgt ađ greina öskuna frá kókaíninu undir ţeim kringumstćđum. Ekki var um annađ ađ rćđa en sniffa öskuna međ. Síđar upplýsti Keith ađ einungis hluti öskunnar hafi blandast kókinu. Hann hafi ţess vegna aldrei tekiđ alla öskuna af pabba sínum í nefiđ.
Til eru ótal brandarar um Keith. Einn slíkur hermir ađ einungis kakkalakkar og hann lifi af kjarnorkuárás. Er ţá vísađ til lífernis hans sem dópista og drykkjubolta. Neyslufélagar hans hafa falliđ frá hver á fćtur öđrum. En Keith er alltaf sprćkur. Miđađ viđ allt og alla ber hann aldur vel. Ađ vísu er andlitiđ rúnum rist og fingurnir orđnir hnúóđttir og snúnir eins og rođ í hundskjafti.
Í gćr hlustađi ég á síđustu sólóplötu kappans. Hún er nokkuđ góđ og skemmtileg. Ţar krákar hann sitthvort lagiđ eftir jamaísku reggí-stjörnuna Gregory Isaacs (Love Overdue) og bandaríska ţjóđlaga-blúsistann Leadbelly (Goodnight Irene). Virkilega flott. Frumsömdu lögin eru líka alveg ljómandi flott.
![]() |
Klćđist gjarnan fötum eiginkonunnar |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 21.1.2017 kl. 21:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
13.4.2016 | 11:16
Ţađ er flugmađurinn sem talar
Ţegar skroppiđ var til Amsterdam á dögunum ţá flaug ég međ flugfélaginu Wow. Ţađ geri ég alltaf ţegar ţví er viđ komiđ. Fyrstu árin voru flugfreyjur Wow uppistandarar. Ţćr reittu af sér vel heppnađa brandara viđ öll tćkifćri sem gafst. Eđlilega gekk ţađ ekki til lengdar. Ţađ er ekki hćgt ađ semja endalausa brandara um björgunarbúnađ flugvélarinnar, útgönguleiđir og svo framvegis. Ţví síđur er bođlegt ađ endurtaka sömu brandarana oft ţar sem fjöldi farţega ferđast aftur og aftur međ Wow.
Ennţá er létt yfir áhöfn Wow ţó ađ brandarar séu aflagđir. Ein athugasemd flugmannsins kitlađi hláturtaugar farţega á leiđ frá Amsterdam. Hún kom svo óvćnt í lok ţurrar upptalningarţulu. Ţiđ kannist viđ talanda flugmanns í hátalarakerfi. Röddin er lágvćr, blćbrigđalaus og mónótónísk: "Ţađ er flugmađurinn sem talar. Viđ fljúgum í 30 ţúsund feta hćđ... Innan skamms verđur bođiđ upp á söluvarning. Upplýsingar um hann er ađ finna í bćklingi í sćtisvasanum fyrir framan ykkur. Í bođi eru heitir og kaldir réttir, drykkir og úrval af sćlgćti. Mér finnst Nóa kropp best!"
![]() |
Veriđ er ađ skođa töskur mannsins |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Spaugilegt | Breytt 15.4.2016 kl. 21:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
11.4.2016 | 22:07
Fagnađarefni
Ţađ er fátt neikvćtt viđ ađ fráfarandi forsćtisráđherra Íslands, Sigmundur Davíđ Gunn-LAUG-sson, sé ađhlátursefni út um allan heim. Heimspressan - netmiđlar, dagblöđ og sjónvarpsstöđvar - keppast viđ ađ búa til, fara lengra međ og teygja brandara og skemmtiefni úr klaufaskap hans viđ ađ ljúga. Ţađ er ekkert nema kostur ađ kćta heimsbyggđina međ safaríku grínfóđri.
Í framhjáhlaupi má skjóta ţví inn ađ vandrćđagangur kauđa, stam og óđagot, sannar ađ hann er ekki siđblindur. Hann ţekkir mun á réttu og röngu. Afhjúpandi einkenni siđblindra er ađ ţeir eiga jafn auđvelt međ ađ ljúga og segja satt. Ţetta eru góđar fréttir.
Ennţá betri fréttir er ađ mikil umfjöllun um Ísland í heimspressunni vekur athygli á Íslandi og skilar auknum ferđamannastraumi. Útlendingar ţyrpast til Íslands sem aldrei fyrr međ fangiđ fullt af gjaldeyri. Okkur bráđvantar ţann gjaldeyri í stađ allra peninganna sem Íslendingar fela í skattaskjólum á Tortóla.
![]() |
Sigmundur Davíđ skotspónn spéfugla beggja vegna Atlantshafs |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Viđskipti og fjármál | Breytt 12.4.2016 kl. 08:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
10.4.2016 | 19:37
Íslensk tónlist í Amsterdam
Ţegar ég fer til útlanda ţá fagna ég ţví ađ hafa ekki áhuga á búđarápi. Ég hef engan skilning á fólki sem fer í búđir í útlöndum. Ţađ eru búđir á Íslandi. Ţar fást föt og allt annađ sem Íslendingar kaupa í útlöndum - og borga síđan 20 ţúsund kall fyrir yfirvigt viđ innritun.
Einu búđir sem ég stíg fćti inn í útlöndum eru plötubúđir. Reyndar er heimsókn í útlendar plötubúđir langt í frá sama skemmtun og fyrir daga internets. Á síđustu öld fór ég jafnan klyfjađur allt ađ 40 - 50 plötum út úr plötubúđum í útlöndum. Í dag eru plötubúđir í útlöndum óspennandi. Ţćr selja ađeins vinsćlustu plötur dagsins og plötur međ stćrstu nöfnum tónlistarsögunnar, svo sem Bítlunum, Stóns og Dylans.
Ţrátt fyrir ţessa annmarka ţá fletti ég hverri einustu plötu í plötubúđum sem verđa á mínum vegi í útlöndum. Núna síđast í Amsterdam um páskana. Ţar eru í dag ađeins tvćr plötubúđir sem selja geisladiska. Mér til undrunar er úrval íslenskrar tónlistar ţar nokkuđ gott.
Plötur ţessara flytjenda er ađ finna í plötubúđunum í Amsterdam:
Björk (15 titlar)
Sigur Rós (10 titlar)
Ólafur Arnalds (5 titlar)
Emilíana Torríni (4 tilar)
John Grant (4 titlar)
Vaccines (3 titlar)
Ásgeir Trausti (2 titlar)
Jónsi í Sigur Rós (2)
Of Monsters and Men (2 titlar)
Hilmar Örn Hilmarsson (1 titill)
Hér fyrir neđan er lag af plötu Hilmars Arnar.
Tónlist | Breytt 16.4.2016 kl. 18:46 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
9.4.2016 | 20:03
Og ţá voru eftir níu
Stöđugt bćtist viđ í hóp forsetaframbjóđenda. Líka í hóp ţeirra sem kallađ er eftir ađ fari í frambođ. Um ţessar mundir stefnir í ađ frambjóđendur verđi um eđa yfir tuttugu. Eru ţá frátaldir tveir sem hafa hćtt viđ frambođ. Fyrst var ţađ riddari drottins, Árni Björn. Síđan riddari heilbrigđs lífstíls, Ţorgrímur Ţráinsson, baráttumanns gegn sígarettum og ađ mćđur horfi ekki í augu nýfćddra barna viđ brjóstagjöf.
Fleiri eiga eftir ađ heltast úr lestinni. Ástćđan er ţríţćtt: Í fyrsta lagi vegna skorts á úthaldi. Ţađ kostar mikla elju og mikinn tíma ađ standa í frambođi af fullri alvöru.
Í öđru lagi fellir peningaskortur frambjóđendur. Ţađ ţarf lágmark 10 - 15 milljónir króna til ađ eiga möguleika á árangri. Tvöfalt hćrri upphćđ ef frambjóđandinn er ekki ţegar landsfrćgur. Ţegar nćr kjördegi líđur mun ţessi stađreynd blasa viđ frambjóđendum.
Í ţriđja lagi eru ţađ međmćlendur. Hver frambjóđandi ţarf lágmark 1500 međmćlendur. Reynslan hefur sýnt ađ nauđsynlegt er ađ skila inn nöfnum 3000 međmćlenda. Á síđustu fjórum áratugum hafa ađ minnsta kosti tvö frambođ veriđ felld úr leik vegna ófullnćgjandi međmćlalistam - ţrátt fyrir ađ hafa skilađ inn 3000 undirskriftum.
Ţađ sem platar marga er ađ einungis fólk međ kosningarétt má mćla međ frambođi. Undirskrift yngra fólks er ógild.
Annađ vandamál er ađ á flestum međmćlendalistum slćđast međ undirskriftir grínara. Af raunverulegum dćmum um slíkt má nefna undirskrift "Karlsins í tunglinu" og "Andrésar Andar". Einnig ósamrćmi í kennitölum og lögheimili. Svo og ađ einungis má mćla međ einum frambjóđanda. Ţađ verđur stóra vandamáliđ í ár.
Frambođ tuttugu sem skila inn undirskrift 3000 međmćlenda hver ţýđir ađ viđ erum ađ tala um undirskrift 60 ţúsund manna. Ţađ gengur ekki upp. Ţeir sem verđa seinir til ađ fá međmćlendur lenda í vandrćđum. Ţegar til kastanna kemur verđur fjöldi frambjóđenda nćr einum tug en tveimur. Í dag hefur ađeins Sturla Jónsson náđ 3000 međmćlendum. En ţađ er ekki öll nótt úti fyrir ađra áhugaverđa frambjóđendur. Slagurinn er rétt ađ byrja.
![]() |
Ţorgrímur hćttur viđ frambođ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.4.2016 kl. 17:43 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
8.4.2016 | 09:29
Ekkert lát á eineltinu
Alveg frá ţví ađ leit hófst ađ frambćrilegum frambjóđanda repúblikana til embćttis forseta Bandaríkja Norđur-Ameríku hefur frambođ eins kandídats sćtt stöđugum árásum. Frambjóđandinn Donald Trump er hćddur, smáđur og svívirtur úr öllum áttum. Ţađ er sama hvort hann segist vera fylgjandi frelsi kvenna til fóstureyđinga eđa ćtli ađ taka upp harđar refsingar viđ fóstureyđingum; hann fćr yfir sig sama gusuganginn. Líka ţegar hann segir tiltekinn kvenframbjóđanda vera of ljótan til ađ verđa forseti eđa ţegar hann segir konuna ekkert vera svo ljóta. Viđbrögđ eru öll á einn veg. Ţađ er fussađ, sveiađ og hneykslast.
Eineltiđ birtist einna best í vandrćđum međ kosningalag frambođsins. Í vikunni var Donald bannađ ađ nota síđast kosningalag sitt, "Jump Around" međ House of Pain. Í yfirlýsingu frá liđsmönnum House of Pain er hann uppnefndur "piece of shit" og "scumbag". Ekki er kurteisinni fyrir ađ fara hjá eineltispúkunum.
Í upphafi kosningabaráttunnar notađi Trump lagiđ "Rocking in a free world" međ Neil Young. Ţrátt fyrir langvarandi vinskap ţeirra tveggja ţá bannađi Njáll Ungi honum ađ nota lagiđ. Ţađ kom Trump illilega á óvart. Hann var búinn ađ borga plötuútgefandanum fyrir notkunarrétt á laginu.
Vegna vináttunnar kaus Trump ađ láta gott heita. Hann skipti um kosningalag. Nýja lagiđ var "It´s the end of the world" međ REM. Ţađ átti ekki ađ vera vandamál. Hljómsveitin löngu hćtt og liđsmenn hennar í litlu sem engu sambandi viđ hvern annan.
Ţar misreiknađi kappinn sig. REM-ararnir tóku höndum saman og bönnuđu Trump ađ nota lagiđ. Ţeir létu fúkyrđi um frambjóđandann fljóta međ. Ţessir rokkarar kunna sig ekki.
Ţá var ekki um annađ ađ rćđa en leita í smiđju góđs vinar og golf-félaga, Stebba Tylers, söngvara Aerosmith. Trump gerđi lagiđ "Dream On" ađ kosningalagi sínu. Stebbi bađ hann undir eins ađ hćtta ađ nota lagiđ. Hann hélt ađ Tyler vćri ađ grínast í vini sínum út af vandrćđunum međ lög Njáls Unga og REM. Hann hélt áfram ađ nota lagiđ. Steve gerđi sér lítiđ fyrir og setti lögbann á notkun lagsins.
Nú var úr vöndu ađ ráđa. Lausnin var ađ leita í útlenda tónlist. Bretar vita ekkert hvađ gengur á í kosningabaráttu í Bandaríkjunum. Ekki frekar en ađ Trump veit ekkert hvađ gengur á í kosningabaráttu í útlöndum. Nćsta kosningalag var "Skyfall" međ ensku söngkonunni Adele. Sem aukalag notađi hann annađ Adele lag, "Rolling in the deep".
Svo ótrúlega vildi til ađ Adele frétti af ţessu. Hún bannađi ţegar í stađ frekari notkun á sinni tónlist á kosningafundum auđmannsins knáa.
Hvađ var til ráđa? Jú, ţađ var ađ gera út á blökkumannarapp. Blökkumenn mćta ekki á kosningafundi Trumps. "Jump Around" međ House of Pain var kjöriđ. En ţá fór ţetta svona.
Til skamms tíma í fyrra fékk Trump leyfi góđs vinar, söngvara Twister Sisters, til ađ nota lag hans "We are not gonna take it" sem kosningalag. Sá ţekkti Trump sem jafnađarmann og anti-rasista. Kosningabarátta Trumps kom söngvaranum Snider í opna skjöldu. Kauđi var skyndilega - ađ mati Sniders - allt önnur persóna; rasísk og fordómafull herská ofbeldisbulla. Snider skilur ekki upp né niđur í leikriti Trumps. Hann bađ vin sinn, Trump, um ađ hćta ađ nota "We are not gonna take it", sem kosningalag. Ţađ er eina kosningalagiđ sem Trump hefur hćtt ađ nota í vinsemd og af skilningi viđ sjónarmiđ höfundar.
![]() |
Yfirgefa flokkinn ef Trump vinnur |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt 9.4.2016 kl. 10:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
6.4.2016 | 19:36
Misskildasti mađur heims
Áđan var hringt í mig frá Bandaríkjum Norđur-Ameríku. Í símanum var mađur sem ég hef aldrei áđur rćtt viđ í síma. Hafđi ađeins keypt af honum vörur í fyrrasumar. Samskiptin ţá fóru fram í gegnum ópersónulegan tölvupóst.
Erindiđ í dag var ađ viđkomandi sagđist vera eitt spurningamerki og verulega forvitinn vegna frétta í bandarískum fjölmiđlum um ađ allt vćri "crazy" á Íslandi. Hann spurđi hvernig íslenska heilbrigđiskerfiđ taki á persónulegum vandamálum hátt settra. Ég skildi ekki spurninguna og gat engu svarađ. Stamađi ţó út úr mér ađ ţađ vćri áreiđanlega gott ađ taka sopa af lýsi á morgnana.
Í dag hringdi einnig í mig Íslendingur búsettur í Noregi. Hann sagđi ađ Íslendingar vćru ađhlátursefni í Noregi.
Ţađ ţarf ekki ađ fara stóran rúnt um netsíđur helstu fjölmiđla heimspressunnar til ađ sjá ađ Ísland og Íslendingar séu uppspretta ótal brandara í dag. Íslenskum ráđamönnum er líkt viđ klaufana í dönsku sjónvarpsţáttunum Klovn og dauđa páfagaukinn hjá bresku Monty Python: "Hann er bara ađ hvíla sig."
Ţađ má líka líkja ástandinu viđ vaktaseríurnar og kvikmyndina Bjarnfređarson. Ţetta er allt misskilningur.
Forsćtisráđherrann, Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson, ţrćtti viđ sćnskan sjónvarpsmann um ađ tengjast skattaskjóli í útlöndum. Ađ vísu játađi hann hugsanleg tengsl viđ verkalýđsfélög sem ćttu snertiflöt viđ peninga í útlöndum. En hann ţrćtti kokhraustur fyrir ţađ sem í dag liggur fyrir: Ađ hann og eiginkona hans hafa til fjölda ára geymt hundruđ milljóna króna í útlöndum í skjóli frá íslenskum gjaldeyrislögum.
Hann ţrćtti hraustlega fyrir ađ hafa selt eiginkonunni hlut sinn í peningasjóđi ţeirra. Reykjavík Medía hefur undir höndum afrit af undirskrift hans á ţeirri leikfléttu. Svo sat hann beggja vegna borđs í samningum viđ hrćgamma föllnu bankanna. Segist ţar hafa gengiđ harkalega fram gegn heimilistekjum sínum. En enginn vissi eđa átti ađ vita ţađ. Kröfuhafar eru ţó nokkuđ sáttir međ allt ađ 97% afslátt.
Ţegar 10 ţúsund manns bođuđu mótmćlastöđu á Austurvelli fullyrti SDG međ hćđnistóni ađ ţetta fólk myndi ekki mćta. 22.427 mćttu. Munurinn bendir til ţess ađ SDG sé úr tengslum viđ ţjóđina.
Ítrekađ ađspurđur um afsögn vísađi SDG ţví út í hafsauga. Allt tal um ţađ vćri misskilningur. Ekkert slíkt kćmi til greina. Í sömu andrá sagđi hann af sér.
Í gćrmorgun skrifađi SDG Fésbókarfćrslu. Ţar tilkynnti hann ađ nćsta skref vćri ađ rjúfa ţing (og hefna sín ţannig á Sjálfstćđisflokknum sem treysti sér ekki til ađ lýsa yfir stuđningi viđ SDG). Forsetanum var misbođiđ. Hann hafnađi ţví ađ embćttiđ yrđi dregiđ inn í reiptog á milli formanna stjórnarflokkanna. Ţetta útskýrđi forsetinn á blađamannafundi. SDG brást viđ blađamannafundinum međ ţví ađ saka forsetann um lygar. SDG segist hafa upplifađ eitthvađ allt annađ á fundinum međ forsetanum. Gott ef ekki ađ ţeir hefđu bara horft á kúrekamynd saman og maulađ poppkorn.
Sigurđur Ingi Jóhannsson dýralćknir kvaddi sér hljóđs og tilkynnti ađ hann vćri orđinn forsćtisráđherra. SDG vćri búinn ađ segja af sér.
Blađafulltrúi SDG sendi í kjölfariđ út fréttatilkynningu til allra helstu fjölmiđla heims um ađ SDG vćri hvergi búinn ađ segja af sér. Hann vćri ađeins ađ stíga til hliđar. Heimspressan hendir gaman ađ ţessu um leiđ og hún játar vandrćđi viđ ađ skilja dćmiđ. Hún spyr: Hver er munurinn á ţví ađ segja af sér eđa stíga til hliđar? Ţetta er gott grín. Ţađ er hiđ besta mál ađ Íslendingar kćti heimsbyggđina. Líka ađ framsóknarmenn allra sveita landsins syngi: "Should I Stay or Should I go?"
Brýn ástćđa er til ađ taka fram og undirsstrika ađ hvorki SDG né eiginkona hans eru á leiđ út í geim í geimskutlu. Ţađ er alveg eins hćgt ađ fara "Eight Miles High" á eyđibýli norđur í landi.
![]() |
Sigmundur: Anna vildi ekki út í geim |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.4.2016 kl. 11:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (23)
5.4.2016 | 16:49
Vilji ţjóđarinnar
Frá ţví löngu fyrir síđustu alţingiskosningar hafa hávćrar raddir hrópađ eftir ţví ađ Sigurđur Ingi Jóhannsson verđi leiđtogi ţjóđarinnar. Á ţessar raddir var lengi vel aldrei hlustađ af ţeim sem fóru međ ćđstu völd. Röddunum fjölgađi og létu hćrra í sér heyra. Ađ lokum söfnuđust 22.427 manns saman niđur á Austurvelli í gćr og hrópuđu í kór eftir leiđtoga lífs síns: "Viđ viljum Sigurđ Inga Jóhannsson dýralćkni! Viđ viljum Sigurđ Inga Jóhannsson dýralćkni!" Nú hefur ţeim orđiđ ađ ósk sinni. Ráđandi öfl létu undan ţrýstingnum. Sigurđur Ingi er orđinn kóngur.
Samkvćmt skođanakönnun Stöđvar 2 og Fréttablađsins nýtur hann trausts alveg 3% ţjóđarinnar (og Fiskistofu). Ţađ skiptir máli.
![]() |
Sigurđur Ingi taki viđ af Sigmundi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.4.2016 kl. 06:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (21)
4.4.2016 | 05:26
Heimsfrćgur í útlöndum
Ţetta er allt einn stór misskilningur. Samfélagsmiđlarnir loga. Í fljótu bragđi virđist ţetta vera flest á einn veg: Menn túlka atburđi gćrdagsins sem svo ađ forsćtisráđherra ţjóđarinnar, hinn rammíslenski og ţjóđholli Sigmundur Davíđ Gunnlaugsson, hafi lagt land undir fót og flúiđ međ skottiđ á milli lappanna undan meinleysislegum spurningum forvitinna drengja. Einungis vegna ţess ađ hann var kominn í einhverskonar ógöngur; rak í vörđurnar međ taugarnar ţandar og ţurfti ferskt útiloft til ađ ná jafnvćgi á ný.
Samkvćmt mínum heimildum er ástćđan önnur. Sveitastrákinn af eyđibýli á Norđurlandi langađi skyndilega í súkkulađitertu. Ţegar mallakúturinn kallar á djöflatertu ţá ţolir ţađ enga biđ. Ţetta vita allir sem hafa ástríđu fyrir súkkulađitertu. Viđ erum ađ tala um bráđatilfelli.
Bestu fréttirnar eru ţćr ađ núna er súkkulađistrákurinn orđinn frćgasti Íslendingurinn í útlöndum. Ţađ er meira fjallađ um hann í heimspressunni í dag en Björk. Miklu meiri. Hann er á forsíđu stórblađanna í sex heimsálfum. Öllum nema Suđurskautslandinu.
http://panamapapers.sueddeutsche.de/articles/56fec0cda1bb8d3c3495adfc/
http://www.svtplay.se/video/7373606/agenda/agenda-3-apr-21-15
![]() |
Lögregla kölluđ ađ heimili Sigmundar |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 15:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (27)
3.4.2016 | 06:50
Páskar í Amsterdam
Ég fagnađi frjósemishátíđ vorsins fyrir austan haf. Hún er kennd viđ vorgyđjuna Easter. Í ţjóđsögum gyđinga er frjósemishátíđin kölluđ páskar. Ţá snćđa ţeir nýfćtt páskalamb.
Leiđ mín lá til Amsterdam í Hollandi. Sennilega er áratugur eđa svo frá síđustu dvöl minni ţar. Margt hefur breyst. Til ađ mynda eru allar geisladiskabúđir horfnar nema tvćr. Ţađ er rýrt í borg sem telur hátt í milljón íbúa (og annađ eins ţegar allt stór-Amsterdamsvćđiđ er saman taliđ). Til viđbótar tekur Amsterdam árlega viđ mörgum milljónum ferđamanna.
Önnur geisladiskabúđin er hluti af stćrri verslun, Media Markt. Henni má líkja viđ Elkó hvađ vöruúrval varđar. Hin er stór og mikil plötubúđ. Hún heitir Concerto. Ţar er gríđarmikiđ og gott úrval af geisladiskum af öllu tagi. Heill salur lagđur undir djass og klassík. Annar salur lagđur undir ţjóđlagatónlist og blús. Ţriđji salurinn lagđur undir vinylplötur. Ţannig mćtti áfram telja.
Í Concerto er einnig ađ finna fjölda tónlistarbóka og -tímarita. Ţessi búđ er gullnáma fyrir músíkdellufólk.
Ţrátt fyrir fáar geisladiskabúđir í Amsterdam ţá eru margar búđir sem selja ađeins vinylplötur. Ekkert annađ. Kannski er ţađ tímanna tákn.
Til samanburđar viđ Ísland er frambođ á páskaeggjum í Amsterdam snautlegt. Ađeins ein stćrđ. Hún jafngildir stćrđ 3 eđa svo. Svo er ađ vísu líka hćgt ađ fá pínulítil páskaegg á stćrđ viđ brjóstsykursmola.
Meira fer fyrir súkkulađikanínum. Ţćr fá betra hillupláss en eggin og eru glenntar framan í viđskiptavini matvöruverslana. Enda breytti vorgyđjan Easter á sínum tíma uppáhaldsfuglinum sínum í kanínu. Kanínan gladdi svo börn á öllum aldri međ ţví ađ gefa ţeim páskaegg.
Ferđalög | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
22.3.2016 | 20:40
Ákall og áskorun
Wim Van Hooste er belgískur ađdáandi íslenskrar rokktónlistar. Hann lćtur sér ekki nćgja ađ hlusta á íslenskt rokk í ró og nćđi út af fyrir sig. Hann veltir íslensku rokki fyrir sér. Veltir ţví fram og til baka. Mátar ţađ viđ nútímann og allskonar. Hann hélt upp á ţrítugsafmćli "Rokks í Reykjavík" međ hávađa, látum og Rokki í Reykjavík 2.0.
Nú blćs Wim Van Hooste til hátíđarhalda vegna ţrítugsafmćlis lagsins "Ammćli" međ Sykurmolunum og plötunnar "Life´s Too Good". Hann óskar eftir flutningi annarra á lögum Sykurmolanna. Ţetta er spennandi.
Tónlist | Breytt 23.3.2016 kl. 15:49 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
20.3.2016 | 21:57
Íslenska lopapeysan
Fátt er íslenskara en íslenska lopapeysan. Ullarpeysa prjónuđ af alúđ og ástríđu međ rammíslenskum höndum. Prjónuđ úr rammíslenskri ull af rammíslenskum kindum. Prjónuđ međ rammíslensku tvílitu mynstri. Ţröngt hálsmál er einkenni og lykill ađ ţví ađ hún haldi góđum hita á kroppnum í norđangarranum. Hún er stolt Íslands, skjöldur og sverđ.
Vegna góđs orđspors, vinsćlda og virđingar íslensku ullarpeysunnar er góđur hrekkur ađ smána ómerkilega útlendinga međ ţví ađ gefa ţeim ljóta og kjánalega fjöldaframleidda kínverska ullarpeysu. Ljúga í ţá ađ ţetta sé íslensk ullarpeysa. Niđurlćging ţiggjandans er trompuđ međ alltof stóru hálsmáli. Honum er sagt ađ klćđa sig í peysuna eins og pilsi: Fara fyrst međ fćtur ofan í hálsmáliđ og hífa hana síđan upp um sig. Ađalbrandarinn er sá ađ ţiggjandinn fatti ekki ađ veriđ sé ađ hafa hann ađ fífli. Ţađ er endalaust hlegiđ ađ vesalingnum.
Spaugilegt | Breytt 16.1.2017 kl. 20:18 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
19.3.2016 | 18:22
Fćreysku tónlistarverđlaunin
Í vikunni voru fćreysku tónlistarverđlaunin afhent viđ hátíđlega athöfn. Ţau kallast FMA. Eins og einhvern grunar ţá er ţađ skammstöfun. Stytting á Faroese Music Awards. Ýmsar opinberar stofnanir og einkafyrirtćki standa ađ FMA. Ekkert er til sparađ svo allt fari sem best fram. Svo sannarlega tókst ţađ.
Athöfnin tók nćstum ţrjá klukkutíma. Allt mjög glćsilegt og fagmennska fram í fingurgóma: Bođiđ var upp á fjölbreytt tónlistaratriđi á milli verđlaunaafhendinga og rćtt viđ tónlistarfólk. Tveir kynnar fóru á kostum og geisluđu af öryggi. Laumuđu lúmskum bröndurum inn á milli fróđleiksmola.
21 verđlaunagripur var afhentur. Spenna var gríđarmikil. Tugir voru tilnefndir. Ţar af var Eivör tilnefnd í fimm flokkum. Hún landađi fjórum verđlaunum:
- Flytjandi ársins 2015
- Söngkona ársins
- Plata ársins (Bridges / Slör)
- Bestu plötuumbúđir ársins
Systir Eivarar, Elínborg, hlaut verđlaun sem "Besti flytjandi á sviđi".
Eiginmađur Eivarar, Tróndur Bogason, landađi verđlaunum sem "Upptökustjóri ársins".
Vísnasöngkonan Annika Hoydal kom fast á hćla Eivarar. Hérlendis er Annika ţekktust sem söngkona Harkaliđsins. Hún á einnig farsćlan sólóferil. Verđlaun Anniku voru í riđlinum "Ţjóđlagatónlist, sveitasöngvar og blús".
- Söngvari ársins
- Plata ársins (Endurljós)
- Heiđursverđlaun
Ađ auki var Gunnar Hoydal, höfundur texta á ýjustu plötu hennar, verđlaunađur "Textahöfundur ársins".
Ađrir verđlaunahafar:
- Marius: "Besta lag ársins" (Going home) og "Karlsöngvari ársins".
- Hamferđ: "Myndband ársins" (Deyđir varđar)
- Hallur Joensen: "Lag ársins" (Liviđ er ein lítil löta) í riđlinum "Ţjóđlagatónlist, sveitasöngvar og blús"
- Sunleif Rasmusen: "Besta platan" (Territorial songs) í Opnum flokki og "Tónskáld ársins".
- Kammerkór Ţórshafnar: "Kór ársins"
- Jensína Olsen: "Söngvari ársins" í Opnum flokki.
- Loftbrú: "Viđburđur ársins"
- Punjab: "Nýliđar ársins" og "Hljómsveit ársins"
Svo skemmtilega vill til ađ flestir verđlaunahafa eru Íslendingum ađ góđu kunnir; Marius hefur margoft spilađ hérlendis. Átti ađ auki vinsćlt lag međ Svavari Knúti fyrir tveimur árum, "Ţokan". Ţađ dvaldi lengi í efstu sćtum vinsćldalista Rásar 2.
Hamferđ er ein best kynnta fćreyska ţungarokkshljómsveit á Íslandi. Túrađi um landiđ međ Skálmöld um áriđ.
Kántrýkóngurinn Hallur Joensen gladdi Íslendinga međ sveitasöngvum fyrir tveimur árum.
Sunleif er hátt skrifađur í klassísku deildinni á Norđurlöndum. Hefur hlotiđ Tónlistarverđlaun Norđurlandaráđs og tónverk hans hafa veriđ flutt hérlendis.
Loftbrú er hliđstćđ íslensku Loftbrúnni: Samstarfsverkefni opinberra stofnana og einkafyrirtćkja til ađ auđvelda innlendum listamönnum ađ koma sér á framfćri erlendis. Munurinn er sá ađ íslenska Loftbrú styđur viđ tónlistarmenn en sú fćreyska einnig viđ ađra listamenn.
Tónlist | Breytt 20.3.2016 kl. 10:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
18.3.2016 | 09:32
Hvar er best og verst fyrir stelpur ađ alast upp?
Ég hef komist í skýrslu yfir bestu og verstu lönd fyrir stelpur ađ alast upp í. Tekiđ er inn í útreikninginn allt frá líkum á ađ deyja viđ barnsburđ til möguleika á skólagöngu og allt ţar á milli. Líka landsframleiđslu á mann og hlutfall kvenna í launavinnu í samanburđi viđ karla. Og svo framvegis. Ţetta eru vandađir útreikningar.
Niđurstađan kemur ekki eins og ţruma í heiđskíru veđri.
Verstu löndin eru ţessi (ekki góđar fréttir fyrir Afríku):
1 Nígería
2 Sómalía
3 Malí
4 Miđ-Afríku lýđveldiđ
5 Jemen
6 Kongó
7 Afganistan
8 Fílabeinsströndin
9 Chad
10 Kamerún
Langbestu löndin eru ţessi (góđar fréttir fyrir Norđurlöndin):
1 Noregur
2 Svíţjóđ
3 Danmörk
4 Ísland
5 Finnland
6 Holland
7 Ástralía
8 Nýja-Sjáland
9 Sviss
10 Belgía
Mannréttindi | Breytt 15.1.2017 kl. 16:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
16.3.2016 | 20:40
Athyglisţörf fjöldamorđingja
Norđmenn hafa tekiđ ađdáunarlega vel á eftirmálum fjöldamorđa hćgri róttćklingsins Anders Breiviks. Í baráttu gegn fjölmenningu myrti hann 77 manns. Ţar af flesta í ungliđahreyfingu Verkamannaflokksins.
Alveg frá hryđjuverkadeginum hafa Norđmenn sýnt stillingu og yfirvegun. Rík áhersla hefur veriđ lögđ á ađ fjöldamorđin breyti engu um norska réttarríkiđ. Engum verklagsreglum né lögum verđi breytt. Mannúđlega lýđrćđisríkiđ standi óbreytt. Vonir glćpamannsins um annađ hafa ekki rćst.
Auđvitađ óska margir Breivik alls hins versta. Ţađ má međal annars lesa í athugasemdakerfum íslenskra netmiđla.
Ókosturinn er sá ađ Breivik er tekinn mjúkum höndum. Hann fćr ađ bađa sig í kastljósi fjölmiđla. Ţađ er viđ fjölmiđla ađ sakast. Ţeir fullnćgja athyglisţörf hans međ myndbirtingum af honum og yfirlýsingum hans. Heppilegra vćri ađ ţeir veittu honum litla sem enga athygli. Í fangelsinu fćr hann ađ lesa dagblöđ, hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp. Mikil umfjöllun um hann kitlar athyglisţörf hans og gefur honum ţau skilabođ ađ hann skipti miklu máli.
Ţađ er ekki gott.
![]() |
Breivik-máliđ: Hvađ felst í einangrun? |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
15.3.2016 | 10:09
Skelfilega ljót veggjakrot
Um daginn birti ég á ţessum vettvangi ljósmyndir af nokkrum skemmtilegum dćmum um sláandi falleg götulistaverk. Ţađ má sannreyna međ ţví ađ smella HÉR. Ţví miđur eiga ekki allir veggjakrotarar ţví láni ađ fagna ađ hafa hćfileika til ađ skapa falleg listaverk. Fćreyingar fengu ţađ stađfest í vikubyrjun. Ţá vöknuđu Ţórshafnarbúar upp viđ vondan draum. Umhverfissóđi hafđi um nóttina krotađ á veggi, glugga og bíla nöfn og slagorđ. Allt mjög illa gert.
Grunur leikur á ađ um útlending sé ađ rćđa. Hugsanlega frá Bronx í New York. Ljósi punkturinn er ađ sóđinn virđist hafa horn í síđu SS-hryđjuverkamannsins Páls Watsons. Hér eru sýnishorn af krotinu.
Einn ljóđur af mörgum viđ svona veggjakrot er ađ ţađ hefur áráttu til ađ espa bjána upp í ađ herma eftir. Ţađ henti í Fćreyjum strax um morguninn.
Löggćsla | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
13.3.2016 | 14:16
Eineltiđ fćrist í aukana
Hálfskoski-kvartţýski New York athafnamađurinn Dónald Jón Trump hefur sćtt stanslausu einelti síđustu mánuđina. Ekki síst af hálfu íslensks almennings og íslenskra fjölmiđla. Hann er hćddur og spottađur. Ađ ţví er virđist fyrir ţađ eitt ađ taka ţátt í forvali repúblikana fyrir forsetakosningar í Bandaríkjum Norđur-Ameríku.
Eineltistilburđir Íslendinga hafa eitrađ út frá sér. Bandarískir tónlistarmenn hafa snúist gegn Dónaldi Jóni. Menn sem hann áleit vera sína bestu og nánustu vini. Fleiri skemmtikraftar hafa fylgt í kjölfariđ og sagt ljót orđ um manninn.
Nú eru kjósendur reppanna hver á fćtur öđrum farnir ađ taka ţátt í eineltinu. Ţeir eru margir hverjir hćttir ađ kjósa hann. Núna síđast í Wyoming og Washington DC. Um og yfir 9 af hverjum 10 kusu ekki Trump.
Góđu fréttirnar eru ađ hann nýtur einarđs og einlćgs stuđnings nasistahópa á borđ viđ Ku Klux Klan.
Dónald Jón er breyskur eins og allt annađ fólk. Einn af hans göllum er ađ treysta ekki fagmönnum. Hann stólar á eigin getu. Ţađ kemur ekki alltaf vel út. Til ađ mynda ber hann sjálfur á sig sjálfbrúnkukrem. Yfirleitt er ţađ misheppnađ. Of mikiđ, of appelsínugult, flekkótt og ójafnt. Ţetta ţarf ađ laga. Svona gera menn ekki. Ţađ má ekki bera sjálfbrúnkukrem alveg ađ augum og hársverđi. Fagmenn kunna ađ afgreiđa ţađ međ einfaldri tćkni. Hún er kennd í förđunarskólum. Greinilega og hrópandi kann Dónald Jón ţađ ekki. Auk ţess virđist hann ekki vita af ţví ađ til eru sjálfbrúnkukrem sem framkalla eđlilegan sólbrúnkutón án appelsínugula litsins. Ég er miđur mín yfir ţví hvernig hann klúđrar ţessu. Niđurstađan gćti orđiđ sú ađ hann verđi fyrsti appelsínuguli forseti Bandaríkjanna eđa ţó öllu heldur ekki.
![]() |
Trump gersigrađur í tveimur ríkjum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Mannréttindi | Breytt 15.3.2016 kl. 09:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)
12.3.2016 | 12:53
Sláandi flott götulistaverk
Mađurinn lifir ekki á brauđi einu saman. Hann ţarf einnig ađ nćra sálina. Til ţess höfum viđ listamenn. Fólk međ sköpunargáfu. Til ađ mynda myndlistamenn. Ţar á međal götulistamenn. Ţeir sjá efniviđ í listaverk ţar sem ađrir sjá ađeins gráan hversdagsleika, hrörleg og ómerkileg hús, sprungna veggi eđa tré í órćkt.
Sjón er sögu ríkari. Hér eru nokkur dćmi. Ekkert hefur veriđ átt viđ ţessar ljósmyndir í fótósjopp. Smelliđ á myndirnar til ađ njóta listaverkanna betur.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
10.3.2016 | 21:33
Ölgerđ á dauđalista sýndi Fćreyingum fádćma hroka
Ţađ fer ekki öllum vel ađ fara međ völd. Eitt ljótasta dćmi ţess var framkoma forstjóra Ölgerđarinnar, Andra Ţórs Guđmundssonar, í garđ bestu og traustustu vina Íslendinga, Fćreyinga. Fyrir nokkrum árum sendi hann fćreyskum bjórframleiđanda, Föroya Bjór, fádćma hrokafullt bréf. Krafđist ţess međ ruddalegum hótunum ađ Föroya Bjór hćtti ađ merkja gullbjór sinn sem gullbjór. Ţetta ósvífna erindi var svo yfirgengilegt ađ ţađ ţjónađi engum tilgangi öđrum en kitla stórmennskubrjálćđi/minnimáttarkennd forstjóra fyrirtćkis á dauđalista. Hann fann ţörf til ađ sparka í minnimáttar og réđst á garđinn ţar sem hann var lćgstur.
Viđbrögđ Íslendinga viđ ógeđslegri og yfirgengilegri framkomu Ölgerđarinnar viđ fćreyska vini voru til fyrirmyndar. Ţeir skiptu snarlega innkaupum frá Gull-gutli Ölgerđarinnar yfir til bragđgóđa Föroya Bjór Gullsins. Svo rćkilega ađ síđarnefndi bjórinn flaug upp sölulista vínbúđanna. Áđur fékkst hann ađeins í örfáum vínbúđum. Salan jókst um 1200%. Nú er hann í öllum vínbúđum. Eđa svo gott sem. Enda mun betri en Ölgerđarsulliđ. Margir hćttir ađ kaupa allar ađrar vörur Ölgerđarinnar.
Ţađ fráleita í hrokafullu frekjukasti forstjóra Ölgerđarinnar var ađ Föroya Gull hefur veriđ miklu lengur á markađi en Ölgerđar-gutliđ. Ţar fyrir utan er Gull alţjóđleg lýsing á tilteknum bjórflokki. Alveg eins og pilsner eđa stout bjór. Já, eđa "diet" á öđrum vörum. Ţađ var engin innistćđa fyrir heimskulegri yfirgangskröfu Ölgerđarinnar. Hún gerđi ekki annađ en opinbera illt innrćti og hroka forstjórans.
Höfum ţetta í huga viđ helgarinnkaup á bjór og öđrum drykkjum. Ekki kaupa neitt frá Ölgerđinni. Kaupiđ ţess í stađ hágćđa Föroya Gull.
Ég tek fram ađ ég tengist ekki Föroya bjór á neinn hátt. Hinsvegar er brýnt ađ halda ţessu til haga ţegar Ölgerđin fer á markađ. Hugsanlegir vćntanlegir kaupendur ţurfa ađ vita ţetta. Fyrirtćkiđ er í vondri stöđu međ forstjóra sem kann ekki mannasiđi.
![]() |
Vissu af dauđalistanum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Viđskipti og fjármál | Breytt 11.3.2016 kl. 18:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
9.3.2016 | 09:33
Útlendir ferđamenn á Íslandi éta ekki hvađ sem er
Í ár koma hátt í tvćr milljónir erlendra ferđamanna til Íslands. Ţeir eru ekki í leit ađ alţjóđlegum skyndibitastöđum á borđ viđ McDonalds, Burger King, Subway, KFC, Dominos eđa Taco Bell. Ţessa stađi finna ţeir heima hjá sér. Ör fjölgun túrista á Íslandi skilar sér ekki í kaupum á ruslfćđi samkvćmt alţjóđlegum stöđlum. Ţvert á móti. Ţađ ţrengir ađ ţessum stöđum. Gott dćmi um ţađ er ađ Subway á Ísafirđi gaf upp öndina á dögunum. Einmitt í kjölfar túristasprengju á Vestfjörđum.
Útlendir ferđamenn á Íslandi vilja smakka eitthvađ nýtt og öđruvísi. Ţeir prófa kćstan hákarl, hangikjöt, sviđ, lifrarpylsu og ýmsa spennandi sjávarrétti. Nú er lag fyrir veitingastađi ađ bjóđa upp á íslenskan heimilismat: Kjötsúpu, plokkfisk og sveitabjúgu. Svo ađ ekki sé minnst á grillađ lambakjöt, kótelettur (án rasps!) og lambalćri međ brúnni sósu, Ora grćnum og rauđkáli. Íslenska lambakjötiđ er best í heimi (á eftir fćreyska skerpikjötinu). Viđ eigum ađ fóđra túrista á ţví. Svo vel og rćkilega ađ ţeir verđi háđir ţví. Ţađ styrkir útflutning á kjötinu.
Á spjalli mínu viđ erlenda ferđamenn hef ég uppgötvađ undrun ţeirra yfir ţví ađ Íslendingar borđi heita sósu međ flestum mat. Ţeir eiga öđru ađ venjast.
![]() |
Ferđafólki bođiđ lambakjöt |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Matur og drykkur | Breytt 10.1.2017 kl. 18:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)