8.4.2010 | 23:18
Ljúf rokkveisla annađ kvöld
Lengi lifir í gömlum glćđum!
Hljómsveitirnar Sororicide og Sólstafir blása til heljarinnar ţungarokksveislu á Sódómu Reykjavík föstudagskvöldiđ 9. apríl ásamt In Memoriam og Bastard. Ţetta eru tíđindi. Langafar íslenzks dauđarokks eru risnir uppúr óvígđum gröfum sínum!
Sororicide og In Memoriam snéru til baka frá dauđum til dauđarokks á seinasta ári og hafa aldrei veriđ sterkari.
Bastard er ungt band sem hefur risiđ hratt í íslensku neđanjarđarsenunni og gaf út plötu seint á seinasta ári á merki Cave Music útgáfunnar.
Vor- og sumarvertíđ Sólstafa byrjar međ ţessum hljómleikum á Sódómu. Viku síđar spilar bandiđ í London á tónleikum skipulögđum af JA JA JA Music og Metal Hammer, sem er stćrsta ţungarokkstímarit í heimi. Sólstafir voru sérvaldir af ritstjóra blađsins til ađ koma ţar fram. Í apríl og maí er förinni haldiđ til Ţýskalands til ađ spila á einni tónlistarhátíđ og einum sértónleikum. Í júní, júlí og ágúst spilar bandiđ svo víđsvegar um Evrópu á ýmsum tónlistarhátíđum á borđ viđ Hróarskeldu og Wacken Open Air.
Á Sódómu fer fyrsta band á sviđ á slaginu 22:30. Öll fjögur böndin frumflytja nýtt efni í bland viđ gamalt, sumt sem hefur ekki heyrst á sviđi í meira en 15 ár.
Afsakiđ hvađ endirinn er brattur. Svona endir er í tísku á Ţútúpunni.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
8.4.2010 | 13:36
Nýtt og flott húđflúr
Í fyrra lét ég húđflúra yfir allan hćgri framhandlegg minn landakort af Fćreyjunum. Kortiđ hefur heldur betur komiđ sér vel í ófá skipti. Einkum ţegar fariđ hefur veriđ um stađi á eyjunum sem ég hef aldrei komiđ til áđur. Í gćr bćtti ég um betur svo um munar. Yfir allan vinstri framhandlegg lét ég húđflúra merki Föroya Bjór. Nćsta víst er ađ ţađ húđflúr á eftir ađ koma sér ennţá betur en landakortiđ.
![]() |
Starfsmenn vilja meiri bjór |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (15)
7.4.2010 | 23:49
Ég er kominn heim í heiđardalinn
Ég er búinn ađ stunda á fullu Götu í Fćreyjum undanfarna daga. Hef fariđ ţangađ á hverjum degi og heilsađ upp á Fćreyinga. Svo skemmtilega vildi til ađ ég átti brýnt erindi viđ ţetta fólk. Međ í för var ljósmyndarinn knái Ingólfur Júlíusson, gítarleikari Q4U. Í dag er Ingólfur ţekktastur fyrir ljósmyndir í nýútkominni bók Evu "nornar" Hauksdóttur, Ekki lita út fyrir - sjálfshjálparbók handa sjálfri mér og öđrum ýlandi drćsum. Dúndur bók. Ég mćli međ henni fyrir ađra en teprur.
Fćreyingarnir sem ég heimsótti í Götu eru allir gamlir kunningjar og vinir mínir. Ţess vegna var gaman ađ eiga erindi viđ ţá vegna bókar sem ég hef veriđ ráđinn til ađ skrifa. Meira um bókina síđar. Hún er skemmtilegt verkefni.
Međal ţeirra sem ég heilsađi upp á var styttan af Ţrándi í Götu. Vegna ţess hvađ Ţrándur var ţver fyrir og stóđ fast á sínu er styttan af honum lárétt.
Ţessi túlkun á Ţrándi er snilld. Hverjum öđrum en Fćreyingum dytti í hug ađ heiđra frumkvöđul í menntun og baráttu gegn skattgreiđslum til Noregs og kristnitöku á ţennan hátt?
Ţađ var frekar rólegt í Götu og nágrannabyggđum á Austurey undanfarna daga. Verslanir meira og minna lokađar. Einnig veitingastađir, pöbbar og svo framvegis. Kannski hafđi ţetta eitthvađ međ frjósemishátíđina Páska ađ gera. Eđa extra langa föstudaginn, skyrdaginn og hvađ ţeir heita ţessir skrítnu dagar. Hitt veit ég ađ Fćreyingar fjölmenntu í kirkju dag eftir dag. Ekki veit ég hvađ ţeir voru ađ gera ţar. Ég hafđi öđrum hnöppum ađ hneppa en fylgjast međ ţví.
Ađ venju var rosalega gaman í Fćreyjum. Ţađ ţarf ekki ađ nefna ţađ. Ţó ég geri ţađ. Gestrisni slík ađ í heimsókn á sitthvort heimiliđ vorum viđ Ingólfur nestađir er viđ kvöddum. Verra var ađ í flugvélinni á leiđinni heim lentum viđ í einelti af hálfu flugfreyjanna. Sem annars voru frábćrar.
Ţannig var ađ viđ sátum aftast í trođfullri vél. Drykkir, samlokur og sćlgćti var boriđ í farţega. Ţađ var byrjađ ađ dekstra viđ ţá sem fremstir sátu. Síđan ţeir sem nćst fremst sátu. Og ţannig koll af kolli. Ţegar röđin var komin ađ okkur Ingólfi var bakkađ aftur fremst í vélina og fyllt á glös hjá ţeim sem fremstir sátu. Ţannig gekk ţađ um hríđ. Loks ţegar kom ađ okkur í annarri atrennu lentu flugfreyjurnar á kjaftatörn viđ ţá sem sátu í nćstu sćtaröđ fyrir framan okkur. Liđiđ er svo skemmtilega afslappađ og ljúft. Áđur en yfir lauk var samt ekki hjá ţví komist ađ eineltinu linnti. Allir voru glađir ţegar upp var stađiđ.
Viđ hliđ mér í flugvélinni sat "nćstum" 10 ára strákur (eins og hann orđađi ţađ). Hann var hjá fćreyskum föđur sínum yfir páskana og á íslenska mömmu á Akureyri. Í klifri upp í heiđloftiđ blátt var ókyrrđ. Nokkuđ hressileg. Stráksi varđ verulega hrćddur. Fullyrti ađ flugvélin myndi hrapa. Hann bar fćreyska ömmu sína fyrir ţví. Hún hafđi kvatt hann sérlega hlýlega vegna ţess ađ illa veđrađi og flugvél hrapađi í Danmörku nokkrum dögum áđur. Rifjađist ţá upp vögguvísa eftir Halldór Laxness:
Sofnađu svíniđ ţitt
svartur í augum.
Farđu í fúlan pytt
fullan af draugum.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (17)
31.3.2010 | 02:59
Gamli einbúinn - páskasaga
Gamli einbúinn á afskekkta afdalabýlinu er einn. Alltaf einn. Ţađ eru nćstum fjórir áratugir síđan hann bauđ eiginkonu sinni og börnum síđast í heimsókn. Hann hefur ekkert heyrt frá ţeim síđan. Reyndar heyrđi hann ekki í ţeim ţá. Hann var uppi á fjöllum ađ eltast viđ ísbirni allan tímann sem ţau voru í heimsókn. Hann fann engan ísbjörn og engin merki ţess ađ ísbjörn hafi veriđ uppi á fjöllum.
Bćkur | Breytt 17.4.2010 kl. 01:32 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (22)
28.3.2010 | 17:22
Aldeilis frábćr pönkhátíđ
Pönkhátíđin á Amsterdam í gćr heppnađist frábćrlega vel í alla stađi. Lagaval var ekki alveg ţađ sama og á pönkhátíđinni í fyrra og hitteđfyrra. Nokkur lög voru hvíld í ár og mörgum lögum bćtt viđ í stađinn. Sú nýbreyttni var tekin upp ađ íslensk lög fengu ađ fljóta međ. Ţau komu úr smiđju Frćbbblanna og Snillinganna. Báđar hljómsveitirnar spiluđu ásamt fjölda hljóđfćraleikara og söngvara úr Taugadeildinni, Vonbrigđum, Svart-hvítum draumi, Tappa tíkarrassi, Silfurtónum og fleiri hljómsveitum sem ég man ekki eftir í augnablikinu.
Lögin međ Frćbbblunum og Snillingunum styrktu dagskrána. Gáfu henni meira vćgi. Ţó fyrri pönkhátíđir hafi veriđ frábćrar ţá var gaman ađ heyra íslensk pönklög í bland viđ ţau útlendu.
Ólíkt fyrri pönkhátíđunum hófst ţessi ekki á helstu dćmigerđu pönklögunum. Fyrsta lagiđ var frá Television (sjá eftsta myndbandiđ. Ég biđst velvirđingar á hvađ lagiđ endar bratt. Ţađ er ţó ekki mér ađ kenna). Nćstu lög voru frá The Stranglers, Blondie (ath. hljóđiđ dettur ekki inn fyrr en 20 sek. eru liđnar af myndbandinu) og The Jam.
Ţađ kom vel út ađ byrja hljómleikana međ ţessum ekki-dćmigerđu pönklögum. The Jam voru reyndar eins pönkađir og mörg eđal pönksveitin ţó músíkstíll Djammaranna félli undir hatt mod-rokks. Stemmning pönkára áttunda áratugarins var ţannig ađ pönkiđ var ekki rígbundiđ viđ dćmigerđa pönkiđ. Nýbylgjan var samheiti yfir ţá músík sem stóđ nćst pjúra pönkinu og ţetta var meira og minna sami hópurinn.
Fimmta lagiđ á hljómleikunum var ţjóđsöngur pönksins, White Riot međ The Clash (afsakiđ vond hljómgćđi í myndbandinu. Stemmningin er bara svo góđ ađ ţetta er skemmtilegra en myndbönd međ betra hljóđi). Ţví var fylgt eftir međ Bodies frá Sex Pistols. Skrítiđ ef ég man lagaröđina svona vel. Gott ef sjöunda lagiđ var ekki frá Stiff Little Fingers. Heildarlista yfir upprunaflytjendur laganna má sjá á: www.jensgud.blog.is/blog/jensgud/entry/1035319/
Ţađ er ástćđulaust ađ tíunda frammistöđu hvers flytjanda á pönkhátíđinni. Ţeir stóđu sig allir eins og best var á kosiđ. Ég hef einstaklega gaman af ađ heyra hinn dagfarsprúđa sagnfrćđing Árna Daníel (Q4U, Snillingarnir) öskra af öllum lífs og sálar kröftum. Valli er sömuleiđis bráđskemmtilegur og kröftugur söngvari. Ţá var mikill fengur af innleggi bassaleikarans Jakobs Smára Magnússonar (Tappi tíkarrass, Das Kapital) og trommusnillingsins Birgis Baldurssonar (Svar-hvítur draumur). Ţeir voru nýir í hópi flytjanda, eins og fleiri.
Hafi allir sem fram komu á pönkhátíđinni hinar bestu ţakkir fyrir frábćra skemmtun. Ég er strax farinn ađ hlakka til pönkhátíđarinnar 2011.
Tónlist | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
27.3.2010 | 14:51
Kvikmyndarumsögn
- Ttitill: Kóngavegur
- Höfundur og leikstjóri: Valdís Óskarsdóttir
- Leikarar: Gísli Örn Garđarsson, Daniel Brühl, Ingvar E. Sigurđsson, Kristbjörg Kjeld, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Ólafur Egilssn...
- Einkunn: ** (af 5)
Fyrst er ţess ađ geta ađ ferilsskrá Valdísar Óskarsdóttur er glćsileg. Valdís er "klippari" á heimsmćlikvarđa. Kvikmynd hennar Sveitabrúđkaup er fín. Ţannig mćtti áfram telja. Kvikmyndin Kóngavegur gengur hinsvegar ekki alveg upp. Hún er ósannfćrandi. Stemmningu úr hjólahýsahverfi í suđurríkjum Bandaríkja Norđur-Ameríku er skellt hrárri niđur í útjarđar Kópavogs. Íbúarnir eru ýmist eđa allt í senn nautheimskir, snarklikkađir, tilfinningabrenglađir, fullir, dópađir og illa vankađir. Fjölskyldutengsl eru losaraleg í meira lagi og brengluđ.
Gallinn er sá ađ heilt samfélag hjólhýsapakks af ţví tagi sem í Bandaríkjunum kallast "white trash" er ósannfćrandi í íslensku umhverfi. Ţetta gengur jafn illa upp og ef eskimóasamfélagi međ snjóhúsum og sleđahundum vćri plantađ á sólarströndu á Spáni.
Ţađ má samt alveg brosa ađ sumum senum. Jafnvel skella upp úr. Ţetta er, jú, gamanmynd. Og sitthvađ ber til tíđinda. Sumt óvćnt. Ţađ er engin lognmolla. Músíkin er líka ljómandi: Lay Low, Utangarđsmenn, Ham, Ţeysarar, Björk...
Kvikmyndir | Breytt 28.3.2010 kl. 22:05 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (11)
27.3.2010 | 01:47
Rokkhátíđ ársins
Ţađ verđur brjálađ stuđ á Kaffi Amsterdam í kvöld. Um ţrjátíu manna hópur úr frumherjadeild íslensku pönksenunnar mun rifja upp helstu pönksöngva frá seinni hluta áttunda áratugarins og ţar sem nćst. Bćđi erlenda og íslenska. Međal ţeirra sem spila og syngja eru liđsmenn Frćbblanna, Q4U, Tappa tíkarrass, Svart-hvíts draums, Taugadeildarinnar, Das Kapital, Vonbrigđa o.fl.
58 lög verđa afgreidd úr smiđju eftirtalinna:
Sex Pistols
Ramones
Clash
Jam
Stranglers
Stiff Little Fingers
Blondie
Elvis Costello
Undertones
Buzzcocks
Damned
Television
Sham 69
PiL
Ruts
Specials
Saints
UK Subs
Magazine
Frćbbblarnir
Snillingarnir
Fjöriđ hefst klukkan 23.00 (27. mars) og stendur til 2.35 (28. mars). Ţetta er í ţriđja skipti á jafn mörgum árum sem gullaldarár pönksins eru rifjuđ upp á ţennan hátt. Ţađ hefur veriđ geđveikt gaman á ţessum pönkhátíđum. Allt stefnir í ađ ţessi verđi toppurinn.
Lögin á myndböndunum sem hér fylgja verđa flutt á pönkhátíđinni. Grunar mig.
Tónlist | Breytt s.d. kl. 02:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (8)
26.3.2010 | 12:50
Sprengja á bókamarkađi
Í dag kom út bókin Ekki lita út fyrir eftir Evu Hauksdóttur og Ingólf Júlíusson. Eva er ţekkt sem Eva norn. Sumir telja ađ ţá nafngift megi rekja til nornabúđar sem hún rak fram í miđja búsáhaldabyltingu. Eva var einmitt áberandi í búsáhaldabyltingunni. Ingólfur Júlíusson er ţekktastur sem gítarleikari pönksveitarinnar Q4U. Hann er líka kunnur sem ljósmyndari hinna ýmsu dagblađa og tímarita og höfundur margra heimsfrćgra músíkmyndbanda.
Bókin Ekki lita út fyrir mun koma margri settlegri manneskjunni til ađ hrökkva viđ. Jafnvel illilega. Meira segi ég ekki. Nema ađ Eva ćtlar ekki ađ fjölmenna međ mér í feministafélag Sjálfstćđisflokksins.
Hér fyrir neđan er eitt af músíkmyndböndunum hans Ingólf Júlíussonar:
Bćkur | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (24)
26.3.2010 | 01:29
Skemmtileg úttekt á landsţingi Frjálsynda flokksins
Sú ágćta, frábćra og góđa kona, fyrrum rokkstjarna, Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, birti á bloggsíđu sinni ljósmyndir og texta um landsţing Frjálslynda flokksins. Ţađ var haldiđ á Hótel Cabin um síđustu helgi. Ásthildur er hugsjónamanneskja fram í fingurgóma og blogg hennar eru gullmolar á gullmola ofan. Ljósmyndir frá Ísafirđi í hćsta gćđaflokki og hugleiđingar sem vekja til umhugsunar. Hér er ljósmyndir hennar og frásögn af landsţingi Frjálslynda flokksins um helgina:
http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/1033802/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
25.3.2010 | 21:39
Broslegar blađaauglýsingar
Ţađ er gaman ađ skođa gamlar auglýsingar. Ţćr eru samt ekkert svo gamlar ţessar. En tíđarandinn hefur breyst. Heldur betur. Ţess vegna eru ţessar auglýsingar grátbroslegar. Hér fyrir ofan er veriđ ađ auglýsa nýjan skrúftappa á tómatsósuflösku. Svo auđvelt er ađ rjúfa innsigli tappans ađ í auglýsingatextanum segir ađ jafnvel kona geti opnađ flöskuna.
Svona fer fyrir eiginkonum sem standa sig ekki í ţví ađ bjóđa upp á ferskasta kaffiđ á markađnum.
"Kokkurinn gerir allt nema baka. Konur sjá um ţađ."
Ţetta er smá orđaleikur. Matvinnsluvélin heitir "Kokkur" (Chef).
"Ţađ er notalegt ađ hafa konu í húsinu."
"Ţví harđar sem konan leggur ađ sér ţeim mun krúttlegri er hún."
Hér er veriđ ađ auglýsa örvandi vítamínpillur.
25.3.2010 | 00:57
Ónákvćm fréttamennska
Fjölmiđlar | Breytt s.d. kl. 01:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
23.3.2010 | 23:38
Magnús Geir dreymdi fyrir eldgosinu
Magnús Geir Guđmundsson Dreymdi merkilegan draum í nótt. Eina af Fésvinkonum mínum, stutthćrđa fannst mér. m.a. sátum viđ saman í bíl, hún í ökumannssćtinu og ég fyrir aftan og strauk ég háls hennar létt! Man annađ ekki eins vel. Hvađ ćtli ţetta merki? 6. mars kl. 15:25
Jens GudŢetta er augljós fyrirbođi um eldgos. 6. mars kl. 23:26
...
![]() |
Vaxandi hraunrennsli |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt 24.3.2010 kl. 11:50 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (14)
21.3.2010 | 14:22
Vel heppnađ landsţing Frjálslynda flokksins
Um hundrađ manns sóttu vel heppnađ landsţing Frjálslynda flokksins um helgina. Guđjón Arnar Kristjánsson gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í hans stađ var Sigurjón Ţórđarson, fyrrverandi alţingismađur, kjörinn formađur. Sigurjón er Hegranesgođi, formađur Ungmennasambands Skagafjarđar, sundmeistari Skagafjarđar, landsmótskóngur í sjósundi, framkvćmdastjóri Heilbrigđiseftirlits Norđurlands, líffrćđingur, nemi í stjórnsýslufrćđum og ţannig mćtti lengi áfram telja.
Ţetta eru tíđindi. Ţetta er í fyrsta skipti í heiminum sem formađur stjórnmálaflokks í heiminum er gođi og sundmeistari Skagafjarđar.
Spenna ríkti um kosningu varaformanns. Sitjandi varaformađur, Kolbrún Stefánsdóttir, gaf kost á sér til endurkjörs. Ásta Hafberg gaf einnig kost á sér. Leikar fóru ţannig ađ Ásta var kosin nýr varaformađur Frjálslyndra.
Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi alţingismađur, var kjörinn ritari.
Guđjón Arnar Kristjánsson var kjörinn formađur fjármálaráđs. Ađrir í fjármálaráđ voru kjörnir Benedikt Heiđdal, Björgvin Vídalín, Grétar Pétur Geirsson og Pétur Guđmundsson (kallađur Sela-Pétur).
Ţessi voru kosin í miđstjórn
Georg Eiđur Arnarson
Grétar Pétur Geirsson
Guđmundur Hagalínsson
Hafsteinn Ţór Hafsteinsson
Helga Ţórđardóttir
Jóhann Berg
Jóhanna Ólafsdóttir
Pétur Guđmundsson
Ragnheiđur Ólafsdóttir
Rannveig Bjarnadóttir
Valdís Steinarsdóttir
Ţorsteinn Bjarnason
Varamenn í miđstjórn eru: Rannveig Höskuldsdóttir, Magnús Reynir Guđmundsson og Björgvin Vídalín.
Afskaplega léttur og skemmtilegur andi ríkti á landsţinginu. Gaman var ađ sjá ţarna mćtt fólk sem hafđi hrökklast úr flokknum vegna ofríkis Kristins H. Gunnarssonar og ađra sem yfirgáfu flokkinn međ Jóni Magnússyni. Tíđindi bárust af fleirum úr ţessum hópum sem eru á leiđ í flokkinn á ný. Ţađ er bjartsýni og mikill baráttuhugur í fólki. Og ástćđa til. Međal annars sýndi könnun á vísir.is í vikunni ađ 30% landsmanna telja Frjálslynda flokkinn eiga bráđnauđsynlegt erindi í íslensk stjórnmál í dag. Öll helstu baráttumál flokksins njóta ađ auki stuđnings meirihluta landsmanna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.3.2010 kl. 22:47 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (18)
19.3.2010 | 11:22
Mađur giftist hćnu
Í nóvember giftist Japani nokkur viđ hátíđlega athöfn internetkonu úr Nintendo tölvuleiknum "Ást Plús". Á dögunum giftist mađur í Kóreu sćng međ mynd af konu. Mig minnir ađ Indverji hafi um svipađ leyti einnig gifst kodda međ mynd af konu. Rétt í ţessu var tćplega ţrítugur kóreanskur mađur ađ giftast hćnu. Viđ athöfnina var hćnan klćdd brúđarslöri. Mađurinn tekur hćnuna međ sér hvert sem hann fer: Á veitingahús, í kvikmyndahús, í tívolí og og svo framvegis. Hćnan situr í eigin sćti og á matsölustöđum fćr hún ađ snćđa af sínum diski og drekka úr sínu vatnsglasi.
Mađurinn heldur ţví fram ađ hćnan sé jafn ástfangin af honum og hann af henni. Hćnan hefur ekki ţrćtt fyrir ţađ.
Hćnurnar á ljósmyndinni hér fyrir ofan eru ógiftar.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
18.3.2010 | 23:23
Gríđarmikill áhugi á landsţingi
Landsţing Frjálslynda flokksins verđur haldiđ um helgina á Hótel Cabin í Reykjavík. Ţađ er spenna í loftinu. Formađur síđustu 7 ára og ţingmađur síđan 1999, Guđjón Arnar Kristjánsson, gefur ekki kost á til áframhaldandi formennsku en sćkist eftir áframhaldandi setu í miđstjórn. Sigurjón Ţórđarson, fyrrverandi alţingismađur. hefur látiđ undan gífurlegum ţrýstingi um ađ gefa kost á sér til formanns. Svo virđist sem einhugur ríki um frambođ Sigurjóns.
Ásta Hafberg gefur kost á sér til varaformanns. Grétar Mar, fyrrverandi alţingismađur, gefur einnig kost á sér til varaformanns. Ţađ er spurning hvađ sitjandi varaformađur, Kolbrún Stefánsdóttir, gerir.
Formađur fjármálaráđs, Helgi Helgason, gefur ekki kost á sér til endurkjörs.
Ţađ er mikil stemmning fyrir landsţinginu. Samkvćmt skođanakönnun á www.visir.is telja um 30% Frjálslynda flokkinn eiga brýnt erindi í íslenskri pólitík í dag. Helstu stefnumál flokksins njóta stuđnings meirihluta landsmanna. Sjá: www.xf.is.
Á annađ hundrađ manns (101) sóttu landsţing Frjálslynda flokksins á Stykkishólmi fyrir ári. Mér segir svo hugur ađ ennţá fleiri sćki landsţingiđ á Hótel Cabin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.3.2010 kl. 00:20 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)
18.3.2010 | 21:06
Áríđandi ađ leiđrétta
Í fréttum sjónvarpsins af nýjustu tíđindum frá bandarísku Frćgđarhöll rokksins (Hall of Fame) var fullyrt ađ breska hljómsveitin The Hollies hefđi veriđ nefnd í höfuđiđ á rokksöngvaranum Buddy Holly. Ţetta er ekki í fyrsta skipti sem ég heyri ţessu haldiđ fram. Á Wikipedíu er Graham Nash borinn fyrir ţessari sögu.
Hiđ rétta er ađ nafniđ Hollies var upphaflega sótt í greinar af jólatrjám. Ţessar greinar eru hengdar upp hér og ţar yfir jól á heimilum í Manchester á Englandi og víđar. Ţađ mćtti ţýđa orđiđ hollies sem hátíđarskraut. Kannski. Eđa eitthvađ í ţá áttina.
Hitt má fylgja sögunni ađ liđsmenn The Hollies kunnu vel viđ rokk Buddys Hollys. Eins og flestir ađrir sem tilheyrđu kynslóđ bítlarokkara sjöunda áratugarins. Vel má vera ađ Graham Nash hafi einhversstađar sagt í hálfkćringi og galsa ađ nafn hljómsveitarinnar vćri tilvísun í Buddy Holly. En Graham Nash er ţekktur lygari.
The Hollies voru aldrei sérlega građir rokkarar. En reyndu sitt besta samt stundum. Jamaíski reggípopparinn Jimmy Cliff hefur heldur aldrei veriđ mikill rokkari. Hann var vígđur inn í Frćgđarhöllina á sama tíma og The Hollies:
Bandaríska hljómsveitin The Stooges var einnig vígđ í Frćgđarhöllina. Sú hljómsveit rokkar:
Tónlist | Breytt s.d. kl. 21:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
18.3.2010 | 04:22
Sparnađarráđ
Núna á ţessum ţrengingartímum er áríđandi ađ hafa ráđ undir rifi hverju. Eđa svoleiđis. Beita öllum ráđum sem hugsast getur til ađ ná fram ýtrasta sparnađi. Sýna samstöđu og skiptast á sparnađarráđum. Hér er eitt sem getur sparađ heimili ţínu gífurlega háar upphćđir međ tíđ og tíma:
Ţegar ţú átt leiđ í matvöruverslun er best ađ velja háannatíma. Ţú vćflast eins og illa gerđ tuska svo lítiđ ber á í nálćgđ viđ útgöngudyrnar. Ekki líđur á löngu ţangađ til kúnni gengur hjá og hendir í leiđinni kassakvittuninni. Ţá er lag. Ţú tekur kassakvittunina upp, snarast inn í búđ og verslar allt ţađ sama og sá sem henti kvittuninni. Góssinu stingurđu í góđan margnota innkaupapoka og ţvćlist međ ţetta út á leiđ. Ţá pípar ţjófavarnarkerfiđ og starfsmađur kemur hlaupandi. Ţú sýnir honum kvittunina og biđur hann um ađ fara yfir innihald pokans. Allt stemmir eins og stafur á bók og ţú ert beđin/n afsökunar á ónćđinu.
Ţetta sparnađarráđ er ekki frá mér komiđ og ég fordćmi ţađ. Hér eru fleiri sparnađarráđ:
![]() |
Dregiđ úr vćgi verđtryggingar |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 04:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (16)
16.3.2010 | 11:54
Grallaragangur á Fésbók
Í gćr barst mér njósn af furđulegri síđu á Fésbók. Síđan ber yfirskriftina "Nei, nú hringi ég í Jens". Í "haus" hennar er ljósmynd af mér. Sú sama og hér á ţessari bloggsíđu. Í skilabođakerfi síđunnar fylgir myndin jafnframt skilabođum frá ţeim sem halda um stjórnvöl síđunnar: http://www.facebook.com/#!/pages/Nei-nu-hringi-eg-i-Jens/287639844796?ref=nf .
Síđan er mér algjörlega óviđkomandi. Engu síđur hef ég gaman af. Ekki síst vegna ţess ađ nokkrum klukkutímum eftir stofnun síđunnar voru skráđir ađdáendur hennar orđnir yfir 2300. Sjálfur er ég ekki međ nema rúmlega 1300 skráđa Fésbókarvini sem hafa safnast á meira en hálfu ári. Ţannig ađ ţetta er allt hiđ undarlegasta dćmi.
Kann einhver hér á ţađ hvernig hćgt er ađ finna út hver stofnar svona síđu?
Spaugilegt | Breytt 17.3.2010 kl. 02:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (13)
Frá ţví ađ Guđjón Arnar Kristjánsson, núverandi formađur Frjálslynda flokksins, upplýsti ađ hann ćtli ekki ađ gefa kost á sér til endurkjörs hefur veriđ gríđarlegur ţrýstingur á Sigurjón Ţórđarson, fyrrum alţingismann, ađ bjóđa sig fram til formennsku. Hann hefur nú hlýtt kallinu. Hér má sjá viđtal í Feyki í tilefni ţessa: http://www.feykir.is/archives/21001
Sigurjón er vinsćll og virtur utan sem innan Frjálslynda flokksins. Flokkinn vantađi ađeins herslumun á ađ halda sjó í síđustu alţingiskosningum, eftir ađ tveir ţingmenn höfđu yfirgefiđ hann, Kristinn H. Gunnarsson, sem gekk í Framsóknarflokkinn, og Jón Magnússon, sem fór í Sjálfstćđisflokkinn.
Frjálslyndi flokkurinn á fulltrúa í sveitastjórnum og er til alls líklegur í sveitastjórnarkosningunum í vor.
![]() |
Sigurjón í formannskjör |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:29 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (12)
12.3.2010 | 01:32
Hvenćr byrja menn ađ neyta fíkniefna?
Ég veit ekki af hverju síđustu fćrslur mínar fjalla um eiturlyf. Kannski er undirmeđvitundin ađ búa mig undir ađ verđa dópisti. Eđa ţá ađ ţetta er tilviljun. Í Morgunblađinu er frétt af breska píkupopparanum leiđinlega, Robbie Williams. Ţar er sagt ađ hann hafi byrjađ ađ neyta fíkniefna 1993. Jafnframt er upplýst ađ áđur en hann fór ađ neyta fíkniefna hafi hann veriđ í e-pillunni, spítti og sýru.
Einhverra hluta vegna rifjar ţetta upp dómsorđ í líkamsárásarmáli. Ţar sagđi frá tveimur mönnum sem hittust á götu í Vestmannaeyjum. Eftir rifrildi og hótanir fóru ţeir ađ kýla og sparka í hvorn annan. Síđan stóđ í dómnum: "Ţessu nćst fóru ţeir ađ slást".
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)