Hvert skal halda 2016?

  Breska dagblađiđ Daily Mail hefur tekiđ saman lista yfir heitustu stađina til ađ heimsćkja 2016.  Heitustu í merkingunni girnilegustu,  ćtla ég.  Listinn spannar tíu stađi.  Hver um sig er kynntur međ fögrum orđum.  Sannfćrandi rök eru fćrđ fyrir veru ţeirra á listanum.   Ţađ er ekki gert upp á milli áfangastađa í uppröđun í sćti.   

  Ađ sjálfsögđu trónir Ísland á listanum.  Fyrirsögnin er Iceland´s Warm Front (Íslands heita framhliđ).  Landinu er lýst sem afar framandi undri.  Ţar megi finna stađi sem gefi ţá upplifun ađ mađur sé staddur á tunglinu.   Höfuđborgin,  Reykjavík,  sé umkringd töfrandi fossum,  jöklum,  eldfjöllum og norđurljósum.  

  Mćlt er međ ţví ađ ferđamenn tjaldi úti í íslenskri náttúru.  Ţeir skuli ţó einnig gefa sér góđan tíma til ađ rćđa viđ innfćdda.  Viđhorf Íslendinga til lífsins og tilverunnar séu "ja,  öđruvísi" (well,  different).  

  Vísađ er á tilbođsferđ til Íslands međ Easy Jet.  Flug og vikudvöl á 3ja stjörnu Bed & Breakfast kosti rösklega 77 ţúsund kall (412 pund).  Ţađ er assgoti girnilegur pakki.  Geta Wow og Icelandair ekki bođiđ betur?

  Daily Mail klikkar á ađ nefna goshverina,  álfabyggđir og Bláa lóniđ.  Alveg á sama hátt og í annars ágćtu myndbandi,  Inspired by Iceland,  vantar sárlega álfa og norđurljós.   

  Hinir stađirnir sem Daily Mail mćla međ eru:  Noregur,  Ţýskaland,  Bali,  Sri Lanka,  Ibiza,  Perú,  Verona,  Mozambik og Bequia.  Enginn jafn spennandi og Ísland.  

 


Íslensk tónlist í Alicante

  Á árum áđur var fátt skemmtilegra í utanlandsferđ en kíkja í plötubúđ.  Alltaf fundust ţar spennandi plötur.  Einhverjar sem hvergi höfđu náđ inn á vinsćldalista og fengust ekki í íslenskum plötubúđum.  Eđa ţá ađ í útlendu plötubúđunum voru íslenskar plötur sem fáir vissu um ađ vćru ţar.  Til ađ mynda rakst ég á plötuna Saga rokksins međ Ham í plötubúđ í Prag í Tékklandi í lok síđustu aldar.  

  Nú er öldin önnur.  Í dag eru sjaldgćfar plötur keyptar á netinu.  Útlenskar plötubúđir eru fátćklegar.  Ţar fást eiginlega einungis plötur sem náđ hafa toppsćtum á vinsćldalistum í bland viđ plötur stćrstu nafna poppsögunnar.  Ţađ er í ađra röndina niđurdrepandi ađ heimsćkja ţessar búđir.  Í hina röndina er forvitnilegt ađ vita hvađa íslenskar plötur fást í ţeim.

  Í Alicante fann ég tvćr plötubúđir.  Báđar stađsettar inni í raftćkjaverslun í sitthvorri verslunarmiđstöđinni.  Dálítiđ eins og ađ vera í Elko.  Báđar búđirnar voru međ sömu íslensku plöturnar:  Fjölda titla međ Björk og nokkra međ Sigur Rós.  Einnig Grey Tickles, Black Pressure međ John Grant,  svo og Circe međ Hilmari Erni Hilmarssyni, allsherjargođa Ásatrúarfélagsins,  Georgi og Kjartani Hólm og Orra Páli.  

hilmar örn

.   


Fólskuleg árás


moskítófluga

 

 

 

 

 

 

 

 

  Sólin skein samviskusamlega upp á hvern dag í Alicante.  Ţađ var hlýtt og notalegt. Ţađ var ljúft ađ sitja úti á gangstétt međ einn til tvo kalda á kantinum.  Njóta sólarinnar og hugsa til Íslands.  Sjá fyrir sér íslenska snjóskafla,  hrímađar bílrúđur og frostbarđa Íslendinga.  

  Ég sat aldrei á sjálfri gangstéttinni heldur á stól.  Síđdegis ţrengdust kostir.  Verslunum og veitingastöđum var lokađ hverjum á fćtur öđrum í tvo til ţrjá klukkutíma í senn.  Sumum klukkan eitt.  Öđrum klukkan tvö.  Ţá voru Spánverjar ađ taka sinn reglubundna síđdegislúr.  Svokallađan "síesta".  Mér varđ ađ orđi:

  Spánverjar spígspora um götur

og spjalla um allt ţađ besta

sem á dagana hefur drifiđ

og dorma svo í síesta.  

  Rannsóknir hafa sýnt ađ síđdegislúrinn sé hollur.  Í honum hleđur líkaminn batteríin svo munar um minna. Ţetta vissu íslenskir bćndur fyrr á tíđ.

  Fyrstu nóttina í Alicante varđ ég fyrir fólskulegri árás.  Ég varđ ţó ekki var viđ neitt fyrr en ađ morgni.  Ţá sá ég ađ moskítóflugur höfđu bitiđ mig.  Fyrst voru bitsárin varla sýnileg.  En ţeim fylgdi kláđi.  Á nćstu dögum urđu ţau sýnilegri:  Dökknuđu, stćkkuđu, urđu dökkrauđ og upphleypt.  Kláđinn jókst og bitsárum fjölgađi á hverri nóttu.  

 Moskítóflugan er lúmsk.  Hún felur sig.  Bíđur eftir ljósaskiptum og ţví ađ fórnarlambiđ sofni.  Ţá fer hún á stjá.  Í svefnrofanum má heyra lágvćrt suđ frá henni á flugi.  Hún notar deyfiefni til ađ fórnarlambiđ verđi einskis vart er hún sýgur úr ţví blóđ.  

  Til ađ alhćfa ekki í óhófi ţá er rétt ađ taka fram ađ karlflugan áreitir enga.  Einungis kvenflugan.

  Á heimleiđ var ég alsettur bitförum.  Húđin líktist yfirborđi pizzu.  Ţađ neyđarlega er ađ ég rek litla heildsölu og sel apótekum öfluga bitvörn í nettu úđaspreyi,  Aloe Up Insect Repellent.  Ég hafđi enga rćnu á ađ grípa hana međ mér til Spánar.  Í apótekum í Alicante fann ég "roll on" sem átti ađ gera sama gagn.  Ţađ gerđi ekkert gagn.  Nema síđur sé.  Sólvarnarkrem í ţarlendum apótekum eru sömuleiđis algjört drasl.

  Ég ráđlegg vćntanlegum Alicante-förum ađ grípa međ sér frá Íslandi góđar sólarvörur og bitvörn.  Ekkert endilega Aloe Up,  Banana Boat eđa Fruit of the Earth.  Eđa jú.    

bitvörn

         


Ćvintýri í Suđurhöfum

  Fyrir jól var veđurspá kaldranaleg.  Vetrarhörkur voru bođađar;  hörkufrost á fróni.  Viđbrögđ mín voru ţau ađ flýja suđur um höf.  Veđurspá fyrir Alicante á Spáni var notaleg,  16-20°.  Í ţann mund er ég hélt upp á flugvöll rćddi ég viđ systir mína,  búsetta á Spáni.  Hún benti mér á ađ hitatalan segi ađeins hálfa sögu.  Vegna loftraka sé kaldara en ćtla megi.  16-20° hiti í Alicante bjóđi ekki upp á stuttbuxur og hlýrabol.

  Ég skellti ţegar á mig hnausţykkri prjónahúfu,  vafđi trefli um háls,  tróđ mér í lopapeysu,  föđurland og fóđrađa leđurhanska.  Kuldaúlpa međ lođfóđrađri hettu tryggđi ađ ekki myndi slá ađ mér.

  Á flugvellinum í Alicante var ég best dúđađur af öllum.  Enginn var léttklćddur.  Enda gustur úti.  Verra var ađ enginn talađi ensku.  Hinsvegar hefur fólkiđ ţarna náđ tökum á spćnsku.  Sérlega var ađdáunarvert ađ heyra hvađ ung börn tala góđa og fumlausa spćnsku.  Ţađ kom mér ekki ađ gagni.  Ég kann ekki spćnsku.

  Vandrćđalaust fann ég strćtó sem samkvćmt korti átti leiđ ađ hlađvarpa gistiheimilis míns.  Ţegar á reyndi stoppađi hann fjarri áfangastađ.  Allir farţegar yfirgáfu vagninn möglunarlaust.  Nema ég. Bílstjórinn talađi ekki ensku fremur en ađrir.  Hann brá sér í hlutverk ágćts látbragđsleikara ţegar ég kvartađi undan ţví ađ vagninn vćri ekki kominn á áfangastađ.  Um leiđ ýtti hann lauslega viđ mér til ađ koma mér út úr vagninum.  Ţađ gekk treglega framan af.  Svo var eins og skepnan skildi.  Ljóst var ađ vagninn fćri ekki lengra.  Kannski var ţetta síđasti vagn leiđarinnar.  Klukkan nálgađist miđnćtti.

  Ég skimađi ţegar í stađ eftir stóru hóteli.  Ţar er yfirleitt hćgt ađ finna leigubíl.  Sem gekk eftir.  Leigubíllinn kostađi 700 ísl. kr.  Ég hefđi alveg eins getađ tekiđ leigubíl frá flugstöđinni.  Strćtóinn kostađi 540 ísl. kr.    

  Innritunarborđ gistiheimilis míns lokar á miđnćtti.  Ég rétt slapp inn í tćka tíđ. Fyrsta fólkiđ sem ég hitti á gistiheimilinu var ungt íslenskt par,  Ásthildur og kólumbískur Íslendingur.  Einu Íslendingarnir sem ég hitti á Alicante.  

  Meira á morgun.  


Jóla- og nýggjársheilsan

Eg ynskir tćr og tinum eini gleđilig og hugnalig jól og eitt vćlsignađ og eydnuberandiđ nýggjár,  viđ tökk fyri tađ brátt farna.


Köld kveđja frá Jóni

  Jón Ţorleifsson,  verkamađur og rithöfundur,  tók upp á ţví á gamals aldri ađ yrkja kvćđi,  skrifa sögur, leikrit og skrá í bókarformi vangaveltur um heimsmálin.

  Árni Bergmann var bókmenntarýnir dagblađs sem hét Ţjóđviljinn.  Hann ritađi ördóm eđa umsögn um eina ljóđabók Jóns.  Fyrirsögnin var "Heiftarvísur".  Um ţađ má lesa neđst til vinstri HÉR (neđst til hćgri er hćgt ađ stćkka síđuna). 

  Jón brást hinn versti viđ ţessum skrifum.  Hann skilgreindi ţau sem níđ um sig og sín ljóđ.  Ţetta sat í honum alla ćvi.  Hann margoft dró fram ţessa litlu blađaklausu,  hneykslađist á henni međ fussi og formćlingum.  Lét ţá fylgja međ upplestur á meiningarlausri vísu og spurđi:  "Hvar er heiftin í ţessu?"   

  Á unglingsárum hreifst Jón af jafnöldru sinni.  Ţeim varđ vel til vina án ţess ađ ţađ nćđi lengra.  Leiđir skildu.  Hálfri öld síđar hittust ţau á ný.  Ţau smullu ekki saman í ţađ skiptiđ.  Jón orti um endurfundinn:

 

  Ţú varst svo fögur forđum,

fjörug og skemmtileg,

ađ ţar er endurminning

sem aldrei gleymi ég.

  En nú ertu grett og gömul,

geđill međ haltan fót,

svo mér ofbýđur mest af öllu

hvađ ţú ert stirđ og ljót. 

 

Fleiri sögur af Jóni Ţorleifssyni HÉR

jón ţorleifs 2


Glútenfrí matvćli eru óţverri

 Í huga margra er samasemmerki á milli glútenfrírra matvćla og hollustu.  Ekkert er fjćr sanni.  Glútenfrí matvćli eru óhollur óţverri.  Eina ástćđan fyrir ţví ađ einhver ćtti ađ borđa glútenfrí matvćli er ţegar viđkomandi ţjáist af glútenóţoli.  Fylgikvillar ţess ađ snćđa glútenfrían mat eru margir.  Ţar á međal hćtta á krabbameini í meltingarvegi og hvítblćđi.  Margar glútenfríar vörur eru ekkert annađ en nćringarlaus sterkja án trefja og próteina.

glútinfrí


Hvar var hitt eista Hitlers?

 
  Ţegar drengir ţroskast frá ţví ađ vera börn yfir í ađ verđa karlmenn ţá gerist ýmislegt.  Ţeim fer ađ vaxa grön.  Ţađ er ekkert mál.  Drengirnir raka skeggiđ.  Eđa láta ţađ vaxa.  Eđa bćđi.  Raka hluta ţess og leyfa barta ađ vaxa eđa yfirvaraskegg.  Sanntrúađir bókstafstrúar fylgja fyrirmćlum Biblíunnar um skeggvöxt.  Annars fara ţeir til helvítis.  Ţar brenna ţeir í vítislogum til eilífđar.  Sársaukinn er hrćđilegur.  Er mér sagt.

  Um ţađ bil sem drengir verđa kynţroska ţá ganga eistu niđur í pung.  Ţađ gerđist ekki í tilfelli Hitlers.  Bestu ţuklarar 3ja ríkisins fundu aldrei nema annađ eista Hitlers.  Gátan hefur aldrei veriđ leyst.  Hvar var hitt eistađ?  Ţađ fannst aldrei ţrátt fyrir margskođađa og mikla leit. 


mbl.is Hitler var međ eitt eista
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Upptaka á verđmćtum flóttamanna og hćlisleitenda

  10. desember var lagt fram á danska ţinginu frumvarp.  Ţađ snýst um heimild til ađ skođa og skilgreina eignir flóttamanna og hćlisleitenda.  Jafnframat um ađ gera megi verđmćti ţeirra upptćk.  Rökin eru ţau ađ verđmćtin verđi metin sem greiđsla upp í kostnađ danska samfélagasins viđ ađ hýsa ţetta fólk.  Ţađ er ađ segja ţangađ til ţađ er fariđ ađ vinna fyrir sér í Danmörku og leggja skerf til samfélagsins.  Rannsóknir unnar í nágrannalöndum sýna ađ á örfáum árum eru innflytjendur farnir ađ leggja meira til samfélagsins en ţeir ţiggja.  

  En eitthvađ ţarf til ađ brúa biliđ ţangađ til.  Um ţađ snýst frumvarpiđ.  Spurning er hvađ langt á ađ ganga.  Sumir túlka ţetta sem upptöku á öllum verđmćtum.  Ađrir túlka ţađ sem upptöku á skartgripum, demöntum og ţess háttar.  Ekki upptöku á peningaseđlum,  fatnađi og bókum.  Enn ađrir velta fyrir sér upptöku á gullfyllingum í tönnum.  Sýnist ţar sitt hverjum.

   Eftirskrift ţessu óviđkomandi:  Vegna umrćđu um vímuefnameyslu íslenskra alţingismanna - sem fer jafnan úr skorđum í desember:  Í húsakynnum danska ţingsins er bar.  Ţar er stöđug traffík.  Ţingmenn standa í halarófu.  Ţeir kaupa margfaldan skammt ţegar röđ kemur ađ ţeim.  Til ađ ţurfa ekki aftur í röđina fyrr en eftir klukkutíma.  Danskir ţingmenn eru almennt "ligeglad".  Íslendingur spurđi hvort ađ ţingmenn sem sniđgangi barinn séu litnir hornauga.  Svariđ:  "Ţađ hefur ekki reynt á ţađ."

 


mbl.is Vilja leggja hald á verđmćti
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Alţingismenn eru ađ reyna ađ taka sig á

  Á síđustu árum hafa alţingismenn reynt ađ taka sig á.  Ţeir hafa reynt ađ draga úr áfengisneyslu á vinnustađ.  Ţađ ber ađ virđa.  En ţetta er erfitt.  Freistingar kalla á hverju húshorni.  Alţingi er umkringt vínveitingahúsum.  Ţađ er eđlilegt.  Ţar blómstra viđskiptin mest og best.  Ţetta er keđjuverkun.  

  Betur hefur gengiđ í baráttunni viđ sniffiđ.  Viđ bankahruniđ 2008 varđ einnig hrun á ţví.  Ţar var um keđjuverkun ađ rćđa.  Frambođ dróst saman.  Banksterarnir í stuđningsmanna- og vinahópnum hćttu ađ bjóđa hćgri vinstri.  Einnig hafđi uppstokkun í ţingliđi voriđ 2009 töluvert ađ segja.  En ţetta er snúiđ.  Venjuleg manneskja getur eiginlega ekki veriđ allsgáđ í Alţingishúsinu.  

 


mbl.is „Svona áburđur er óţolandi“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Plötugagnrýni

kalli tomm örlagagaldur

 

 

 

 

 

 

 

  - Titill:  Örlagagaldur

 - Flytjandi:  Kalli Tomm

 - Einkunn: ****

  Ţađ var saga til nćsta bćjar ţegar rokksveitin Gildran í Mosfellsbć snéri upp tánum fyrir tveimur árum. Hljómsveitin hafđi átt farsćlan feril í nćstum hálfan fjórđa áratug. Ađ auki höfđu trommuleikarinn Karl Tómasson og söngvarinn Birgir Haraldsson starfađ saman í vinsćlum hliđarverkefnum.  Til ađ mynda í hljómsveitunum 66 og Gildrumezz.

  Viđbrögđ Karls viđ nýrri stöđu voru ţau ađ hefja sólóferil.  Nokkuđ bratt.  Trommuleikari sem hafđi hvorki samiđ lög né sungiđ.  Hann henti sér út í djúpu laugina.  Snarar fram út hendinni sólóplötu međ frumsömdum lögum er hann syngur dável.  Söngröddin er lágstemmd,  látlaus og ţćgileg.   

  Athygli vekur ađ Kalli trommar sjálfur ađeins í einu lagi - svo ágćtur trommuleikari sem hann er.  Ásmundur Jóhannsson og Ólafur Hólm Einarsson sjá um trommuleik og áslátt ađ öđru leyti.  Eđalfínir í sínu hlutverki eins og allir ađrir sem ađ plötunni koma.

  Lögin bera engin merki ţess ađ vera byrjendaverk.  Ţvert á móti.  Ţau hljóma eins og samin af ţaulreyndum höfundi sem leikur sér međ formiđ og vinnur í ţví.  Framvinda ţeirra er ekki fyrirsjáanleg viđ fyrstu hlustun.  En ţau vinna hratt á viđ ítrekađa spilun.  Flott lög,  hlýleg og notaleg.  Mig grunar ađ ţau séu samin í slagtogi viđ kassagítarpikk.

  Tvö lög eru eftir Jóhann Helgason.  Eitt eftir Guđmund Jónsson (Sálin).  Ţeir tveir eru í fremstu röđ íslenskra lagahöfunda.  Ţađ segir mikiđ um ágćti plötunnar ađ lög ţeirra stinga ekki í stúf.     

  Eins og fleira sem vekur undrun viđ plötuna ţá er hún róleg og ljúf.  Á um margt samleiđ međ lítt rafmögnuđum vísnasöngvum.  Hljómsveitarferill Kalla liggur, jú, í hörđu og hávćru rokki. Textarnir skerpa á samleiđ međ vísnasöng.  Ţeir eru ađ uppistöđu til vel ort ljóđ sem geta flest hćglega stađiđ styrk á eigin fótum.  Höfundar eru Vigdís Grímsdóttir,  Bjarki Bjarnason og Kalli sjálfur.  

  Uppröđun laga er sérdeilis vel heppnuđ.  Ţegar hlustađ er á plötuna í heild ţá styđja lögin hvert annađ.  Opnunarlagiđ,  Gríman grćtur,  er ekki poppađasta lag plötunnar - ólíkt ţví sem venja er á plötum. Ţess í stađ er ţađ ofur rólegt og fallegt međ kontrabassa,  flottri röddun Jóa Helga,  kassagítar gítarsnillingsins Tryggva Hübners og settlegu orgelspili Ásgríms Angantýssonar. Lokaagiđ,  Takk fyrir ţađ,  er ekki hefđbundin "sing-a-long" ballađa heldur stemma strípuđ niđur í söng Kalla og kontrabassa Ţórđar Högnasonar.  Ţađ er virkilega töff.   

  Ţađ er ekki fyrr en í ţriđja lagi,  titillaginu,  sem leikar ćsast.  Rafgítar Guđmundar Jónssonar er ágengur.  Hann kallast á viđ ásćkiđ Hammondorgel Jóns Ólafssonar.  Gestasöngvari er Siggi "kjötsúpa".  Hann skilar sínu glćsilega.  Ţetta er sterkasta lag plötunnar.

 Fleiri góđir söngvarar leggja hönd á plóg og setja svip á plötuna.  Ţar á međal Jóhann Helgason,  Kristjana Stefánsdóttir og Einar Hólm Ólafsson.  Vert er ađ geta ţess ađ plötuumbúđir eru virkilega falleg hönnun hjá Pétri Baldvinssyni.  Ţetta er vel heppnuđ plata í alla stađi og skemmtileg.

 

Ţarf ađ endurskođa reglur MMA?

  Áflog í MMA (mixed martial arts) eru góđ skemmtun.  Ţar tuskast hraustir menn.  Sjálfviljugir.  Ţeir eru valdir saman sem jafningjar.  Eđa ţví sem nćst.  Fyrir bragđiđ getur glíman orđiđ verulega spennandi.  Ţađ getur munađ dagsforminu einu hvor nćr yfirhönd í atinu áđur en upp er stađiđ.

  Eitt er pínulítiđ truflandi viđ MMA.  Ţađ er ţessi árátta margra ađ berja keppinautinn í höfuđiđ.  Aftur og aftur.  Jafnvel yfir 140 sinnum í einum bardaga.  Ţó ađ ég hafi unniđ í Sláturhúsi Skagfirđinga á Sauđárkróki á sjöunda og áttunda áratug síđustu aldar ţá ţykir mér óţćgilegt ađ horfa á blóđugt andlit.  Ekki síst ţegar haldiđ er áfram ađ lemja í ţađ í heilar ţrjár lotur.  Ţađ er spurning hvort ađ ástćđa sé til ađ endurskođa reglur í MMA.  Einkum í ţá átt ađ draga úr höfuđhöggum. Gott skref vćri ađ leyfa keppendum ađ bera íslenska prjónahúfu til ađ verja heilasvćđiđ.

  Öll ţekkjum viđ einstaklinga sem stunduđu barsmíđar međ hnúum og hnefum í götubardögum á unglingsárum.  Eđa öllu heldur kýldu og spörkuđu á skemmtistöđum.  Á dansleikjum og hljómleikum.  Ţeir sem sóttu stífast í atiđ búa í dag viđ áberandi CTE heilabilun. 

  Einkennin eru hvimleiđ:  Árásagjörn hegđun,  stuttur kveikjuţráđur,  hvatvísi,  dómgreindarskortur,  rangar ákvarđanir,  rugl,  minnisgloppur,  kvíđi og ţunglyndi.

MMA 

  


mbl.is Heilabilun afleiđing höfuđhögga
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Íslenskir launţegar eru ofdekrađir

  "Tölur ljúga ekki," sagđi vinnufélagi minn í álverinu í Straumsvík ţegar taliđ barst ađ helför gyđinga á tímum nasista í Ţýskalandi.  Hann var nasisti og veifađi pappírum sem sýndu ađ gyđingum fćkkađi lítiđ sem ekkert á árum seinni heimsstyrjaldarinnar.  

  Ţetta var á fyrri hluta áttunda áratugarins.  Löngu fyrir daga tölvu,  internets og wikipedíu.  

  Í dag er auđvelt ađ fletta upp á netsíđum og kanna áreiđanleika ýmissa fullyrđinga.  Gleypa ţćr hráar eđa kafa dýpra í dćmiđ.  Allt eftir ţví hverju menn vilja trúa.

  Á netsíđu fjármálaráđuneytisins er upplýst ađ laun á Íslandi séu ţau hćstu í heimi.  Sem dćmi er tekiđ ađ lćknar á Íslandi séu međ hálfa ađra milljón í mánađarlaun.  Á sama tíma lepji lćknar í nágrannalöndum dauđa úr skel. Međ herkjum nái ţeir ađ nurla saman launum sem í besta falli eru ţriđjungi lćgri.  Annađ eftir ţví. Íslenskt heilbrigđiskerfi ku vera ţađ besta í heimi.  Til samanburđar er heilbrigđiskerfiđ í Albaníu ţađ versta í samanlagđri Evrópu og Asíu.  Mörgum ljósárum á undan eđa eftir ţví íslenska (eftir ţví hvort átt er viđ sjúklinga eđa fjárfesta).

  Gott ef satt er.  Ég veit ekkert um ţetta.  Hinsvegar ţekki ég marga Íslendinga sem nýveriđ hafa flutt frá Íslandi til hinna Norđurlanda.  Ţeir halda ţví fram ađ ţeir eigi í fyrsta skipti á ćvinni afgang í seđlaveskinu um mánađarmót.  Ţeir kaupi sér húsnćđi og lán lćkki viđ hverja afborgun.  Ţeir kaupa sér bíla og hafa ţađ óvćnt gott fjárhagslega.  Tölur ljúga ekki.  En einhver lýgur.

 


mbl.is Hćstu launin á Íslandi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hvađa ţjóđir ala af sér flesta spennandi tónlistarmenn?

  Bandarísk netsíđa,  Echo Nest,  hefur tekiđ saman og birt áhugaverđan lista.  Einkum áhugaverđan fyrir Íslendinga.  Líka áhugaverđan fyrir flesta ađra.  Hann byggir á yfirgripsmiklum gagnagrunni.  Ţar á međal hvađa ný og nýleg lög eru oftast spiluđ (10 ţúsund vinsćlustu lögin),  hvernig fjallađ er um ţau og flytjendur ţeirra á netinu og svo framvegis.  Ţjóđerni flytjenda er greint og íbúafjölda lands ţeirra deilt í útkomuna.  Ţannig fćst út listi yfir ţćr ţjóđir sem - miđađ viđ höfđatölu - ala af sér eftirsóttasta og mest spennandi tónlistarfólk heims.  Ţessar ţjóđir skipa efstu sćtin:

1. Ísland

2. Svíţjóđ

3. Finnland

4. Noregur

5. Bretland 

6.  Danmörk

7.  Írland

8.  Bandaríkin

9.  Ástralía

10. Holland

11. Nýja-Sjáland

12. Kanada

13. Jamaíka

14. Belgía

15. Austurríki

16.  Ţýskaland

17.  Frakkland

18.  Sviss

19.  Puerto Ríco

20.  Spánn

21.  Pólland

22.  Slóvakía

23.  Ísrael

24.  Ítalía

25.  Grikkland

spennandi tónlist

 

 

 

 

 

 

 

 

  Listanum er fylgt úr hlađi međ vangaveltum um leyndarmáliđ á bak viđ ţađ ađ Norđurlöndin fimm rađi sér í 6 efstu sćtin.  Tilgáta er sett fram um ađ ţetta hafi eitthvađ međ veđurfar ađ gera.  Ţjóđirnar haldi sig innandyra vegna kulda yfir vetrartímann.  Í ţeim ađstćđum verđi til spennandi tónlist sem heillar hlustendur.  


Agg-gagg-gagg, sagđi tófan á grjóti

sigur_ur-einarsson

  Eđlilega vakti ţađ mikla athygli á sínum tíma ţegar helstu fálkar bankahrunsins voru í ađdraganda hrunsins merktir međ fálkatákni af forseta Íslands. Ţađ var táknrćnt.  Eđlilega vekur ţađ einnig umtal og umrćđu ţegar kóngurinn á Bessastöđum bannar nú einum ţeirra ađ bera fálkatákniđ.  Heppilegra vćri ađ skikka hann til ađ vera merktur fálki.  

   


mbl.is Sviptur rétti til ađ bera orđuna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hćttulegt grćnmetisfćđi

grćnmetisdiskurgrilled-rib-eye-steak2  Sumir halda ađ grćnmetisfćđi sé hollt.  Ţeir sömu óttast ađ kjöt,  fiskur og allar ađrar dýraafurđir séu óhollar.  Ţetta er rugl.  Ţađ hefur veriđ hrakiđ rćkilega og ítrekađ međ vísindalega rannsóknum.

 Reyndar ţarf engar rannsóknir.  Ţađ dugir ađ virđa grćnmetisćtu fyrir sér.  Hún er hrukkótt,  litlaus, grá og guggin;  máttleysisleg og eins og viđ ţađ ađ falla í yfirliđ (og gerir ţađ af og til svo lítiđ ber á).

  Verra er ađ grćnmetisćtan er iđulega fjarrćn og döpur til sljórra augna.  Einnig eins og ringluđ á svip og glaseyg.  Hún er niđurlút og forđast augnsamband.

  Áströlsk rannsókn leiddi í ljós ađ grćnmetisćtur eru svartsýnar og hafa litla tiltrú á bjartri framtíđ.  Fimmtungi fleiri ţeirra glíma viđ ţunglyndi umfram kjötćtur.  Ţriđjungi fleiri upplifa áfallastreituröskun og ţjást af hrćđilegum kvíđaköstum.  Liggja skjálfandi í fósturstellingu undir sćng.  Óttasst allt hiđ versta án ţess ađ vita hvađ.    

  Kjöt inniheldur ýmis holl og nauđsynleg vítamín og steinefni sem eru fágćt og ađeins í litlu magni í einstaka grćnmeti.  Ţađ eru samt önnur hollefni í grćnmeti.  Ţađ er ástćđa til ađ hafa ţađ sem međlćti.  Bökuđ kartafla er heppileg međ grilluđu kjöti.  

  Hér eru tvćr ţekktar konur,  matgćđingar,  á sextugsaldri.  Önnur er kjötsćlkeri og dálítiđ eldri.  Hin slafrar einungis í sig tuggu og tuggu af grasi og jórtrar á rótarávöxtum.  Ţađ leynir sér ekki hvor er hvađ. 

tvćr   


Ný bók frá Helga Seljan

helgi-seljan  Fyrir fimm árum kom út bókin 1001 gamansaga eftir Helga Seljan.  Hún naut mikilla vinsćlda.  Enda sögurnar 1001 hver annarri hnyttnari.  Allar meira og minna sannar.  

  Eftir helgi kemur út ný og stórskemmtileg bók frá Helga,  Ljósbrot liđinna stunda.  Hún inniheldur gamansögur, glettna bragi,  smásögur,  kvćđi,  ćviţćtti og fleira.  

  Helgi var kennari,  skólastjóri,  svo alţingismađur,  síđar frćđslustjóri Öryrkjabandalagsins og loks framkvćmdastjóri ţess.  Jafnframt kom hann fram um áratugi međ gamansöng og sögur.  LjosbrotForsida

 


Orđaleikir Jóns Ţorleifssonar - framhald frá í gćr

 

  1988 hófust útsendingar Útvarps Rótar.  Ţetta var merkileg útvarpsstöđ.  Hún var starfrćkt til 1991.  Uppskriftin var almannaútvarp.  Allskonar félög og einstaklingar stóđu ađ stöđinni.  Dagskrá var fjölbreytt.  Međal ađstandenda og dagskrárgerđarfólks voru allt frá trúfélögum og stjórnmálahreyfingum til rokkmúsíkunnenda og allskonar.  Gott ef Öryrkjabandalagiđ og ég man ekki hverjir komu ađ borđinu.

  Rótin var fjármögnuđ međ hlutabréfum og auglýsingum.  Fólk og félagasamtök keyptu ódýr hlutabréf í stöđinni og áttu ţá greiđa leiđ ađ dagskránni.  Ţetta voru skemmtilegir tímar.  Margir sem hófu feril sinn á Útvarpi Rót hafa síđar haslađ sér völl í öđrum fjölmiđlum.  Dćmi um ţađ eru Stjáni stuđ,  Jóhannes K. Kristjánsson tćknitröll 365 miđla,  Andrés Jónsson almannatengill og vinsćll álitsgjafi,  Guđlaugur Falk ţungarokksgítarleikari,  Sveinn H. Guđmarsson (RÚV),  Kristinn Pálsson (Rás 2),  Guđrún Ögmundsdóttir síđar alţingiskona,  Ragnar "Skjálfti" veđurstofustjóri og Soffia Sigurđardóttir sem síđar rak Útvarp Suđurlands.  Mig minnir ađ Kiddi Rokk í Smekkleysu og Kiddi kanína í Hljómalind hafi einnig komiđ viđ sögu.

  Nema hvađ.  Ţegar unniđ var ađ undirbúningi Útvarps Rótar birtist Jón Ţorleifsson,  rithöfundur og verkamađur,  heima hjá mér.  Hann veifađi hlutabréfi í Útvarpi Rót.  Ţađ kom mér á óvart í ađra röndina.  Ég spurđi:  "Hvađ kemur til ađ ţú kaupir hlutabréf í útvarpi Rót?"

  Jón svarađi:  "Ţetta er samkvćmt lćknisráđi.  Ég hef veriđ heilsulítill ađ undanförnu.

  Viđ frekari eftirgrennslan svarađi hann áfram í dularfullum útúrsnúningum.  Ađ lokum upplýsti Jón ađ hann hefđi heimsótt heimilislćkni sinn,  Svein Rúnar Hauksson.  Sá hefđi bent honum á ađ kaupa sér ađgang ađ Útvarpi Rót.  Ţar gćti hann komiđ á framfćri gagnrýni á verkalýđshreyfinguna.  Sem reyndi svo aldrei á.  Jóni varđ fljótlega uppsigađ viđ Útvarp Rót.  Fyrst út af ţví ađ Samtökin 78 (samtök samkynhneigđra) komu ađ dagsrká stöđvarinnar.  Fleira í dagskránni lagđist illa í Jón.  Eins og gengur.  Ég var međ rokkmúsíkţátt á Útvarpi Rót.  Alveg burt séđ frá hlutabréfi Jóns í stöđinni ţá skreytti ég dagskrána stundum međ ţví ađ lesa upp eitt og eitt ljóđ eftir Jón í bland viđ pönkrokk.   

Útvarp Rót

Fleiri sögur af Jóni HÉR

jon ţorleifsson 1


Orđaleikir Jóns Ţorleifs

  Jón Ţorleifsson,  rithöfundur og verkamađur,  var orđhagur.  Ţegar best lét var hann talandi skáld.  Stökur hrukku upp úr honum af minnsta tilefni.  Verra var ađ undir hćl var lagt hvort ađ hann hélt ţeim til haga.  Margar gleymdust jafn óđum.

  Einn daginn birtist Jón međ sjúkraumbúđir og plástra yfir enniđ.  Mér brá viđ og spurđi tíđinda.  Jón svarađi ţví til ađ mađur međ hárbeittan hníf ađ vopni hafi lagt til sín.  Góđu fréttirnar vćru ţćr ađ atlagan hafi ekki beinst ađ öđrum líkamshlutum.  "Ég held fullri heilsu og ţađ skiptir mestu máli," útskýrđi hann.

  Viđ nánara spjall kom í ljós ađ Jón hafđi leitađ til lýtalćknis.  Hann hafđi látiđ fjarlćgja hnúđ af enninu.  Honum var stríđni af ţessum hnýfli.  Vegna hans var hann uppnefndur Jón kindarhaus.  Uppnefniđ var ósmekklegt og Jón tók ţađ nćrri sér.  Margir áttuđu sig ekki á ţví.  Jón var algengasta karlmannsnafn á Íslandi.  Menn sem umgengust marga Jóna ađgreindu ţá međ uppnefnum.

  Ţađ sem fyllti mćlinn hjá Jóni var pistill í Lesbók Morgunblađsins eftir Ólaf Ormsson,  rithöfund.  Í pistlinum rifjađi hann upp samskipti viđ samtíđamenn.  Jón var ţar nefndur ásamt öđrum í upptalningu án ţess ađ hans vćri frekar getiđ.  Ţarna var hann nefndur Jón kindarhaus.  Ég er ţess fullviss ađ Ólafi gekk ekkert illt til.  En vissulega var ţetta ónćrgćtiđ og ruddalegt.  Jón sýndi mér ţessa blađagrein og var mikiđ niđri fyrir.  Honum var ţađ mikiđ brugđiđ viđ ađ hann lét ţegar í stađ fjarlćgja hnúđinn.  Svo vildi til ađ á sama tíma spurđi barnung systurdóttir mín Jón í sakleysi ađ ţví af hverju hann vćri međ "kúlu á enninu". 

 

  Framhald á morgun.

  Fleiri sögur af Jóni má lesa međ ţví ađ smella HÉR 

jon_orleifs


Hver platar hvern?

svindl-á-svörtum-föstudegi 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

  Síđasti Freyjudagur var af verslunarmönnum kallađur Black Friday.  Á ţannig degi eru vörur verslunarinnar seldar međ auglýstum 25 - 70% afslćtti.  Ţó ađ uppátćkiđ sé kennt viđ Freyjudag ţá gildir afslátturinn í flestum verslunum yfir alla helgina.  Í dag tekur viđ Cyber Monday.  Ţá er hćgt ađ gera góđ kaup í netheimum.

  Ţegar um risaútsölu er ađ rćđa bregđur verslunin iđulega á leik.  Ţađ er ekki góđur bisness ađ borga međ vörunni.  Algengt bragđ er ađ hćkka vöruverđ í tćka tíđ.  Síđan er gefinn afsláttur.  Ţegar upp er stađiđ borgar kúnninn hefđbundiđ verđ fyrir vöruna.

  Ţeir sem ganga lengst í leiknum hćkka verđiđ svo ríflega ađ á útsölunni er varan seld á hćrra verđi en venjulega.  

  Sumir standa verslunina ađ verki.  Ţá brýst fram óánćgja.  Fólki finnst eins og ţađ hafi veriđ haft ađ fífli.  Sem er tilfelliđ.  

  Ţegar betur er ađ gáđ er ţađ kaupandinn - umfram ađra - sem hefur haft sjálfan sig ađ fífli.  Hann var ánćgđur međ kaupin til ađ byrja međ.  Honum ţótti verđiđ ţađ gott ađ hann keypti vöruna.  Ţar međ borgađi hann í raun sanngjarnt verđ.  

svartur föstudagur

 


Ť Fyrri síđa | Nćsta síđa ť

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband