26.11.2015 | 18:06
Forsetaframbjóđandi ofsóttur
Einn af ţeim sem sćkist eftir ţví ađ verđa frambjóđandi Republikanaflokksins til embćttis forseta Bandaríkja Norđur-Ameríku er Donald Trump. Hann sćtir einelti af hálfu tónlistarmanna, fjölmiđla og ýmissa fleiri. Ţađ er ljótt. Hann er hrakyrtur, hćddur og smáđur. Samt er ţađ ţannig ađ eineltiđ er honum til framdráttar. Vinsćldir hans aukast og haldast í hendur viđ hverja ágjöf sem hann mćtir.
Á međan Donald Trump bađar sig í sviđsljósinu eiga ađrir kandídatar ekki möguleika hjá reppum. Ekki síst ţegar hann hampar ţví ađ sćkja í uppskrift Hitlers og félaga í ţýska nasistaflokknum. Til ađ mynda bođar hann áform um ađ merkja múslima međ stjörnu á sama hátt og nasistar merktu gyđinga, samkynhneigđa og fleiri.
Ţá leggst vel í marga hugmynd hans um ađ reisa "Berlínarmúr" á landamćrum Mexikó og Bandaríkjanna. Ţannig verđi Mexíkóum gert illmögulegt ađ flćđa yfir Bandaríkin. Trum veit ţađ (sennilega) sjálfur en ekki almenningur ađ 14% fleiri flýja frá Bandaríkjunum til Mexíkó en öfugt.
Samskipti Trumps viđ vinsćla tónlistarmenn eru brösuleg. Hann hóf kosningabaráttu sína međ einkennislagi úr smiđju Njáls Unga, "Rockin´ in the Free World". Njáll brást hinn versti viđ og bannađi notkun hans á laginu. Ţađ kom Trump í opna skjöldu. Hann taldi ţá Njál vera góđa vini. Ţar fyrir utan hafđi hann borgađ umbođsskrifstofu Njáls pening fyrir lagiđ. En Njáli var ekki haggađ.
Ţá var ekki um annađ ađ rćđa en taka upp kosningalag úr smiđju REM, "It´s the end of the World As We Know It". Hljómsveitin starfar ekki lengur. En liđsmenn hennar tóku höndum saman og bönnuđu Trump ađ nota lagiđ. Ţeir létu jafnframt ljót orđ falla um Trump. Ţetta kom honum í opna skjöldu vegna ţess ađ hann var búinn ađ borga umbođsskrifstofu REM fyrir notkun á lagiđnu. Ţar fyrir utan hvarflađi ekki ađ honum ađ hljómsveit sem er hćtt fyrir löngu fćri ađ skipta sér af.
Nú voru góđ ráđ dýr. Söngvari hljómsveitarinnar Aerosmith, Stebbi Tyler, er góđvinur Trumps. Ţeir hafa stússađ margt saman. Leikiđ sér í golfi og fl. Trump gerđi lag Aerosmith "Dream On" ađ kosningalagi sínu eftir vandrćđaganginn međ lög Njáls Unga og REM.
Stebbi hryggbraut vin sinn međ ţví ađ banna honum ađ nota lagiđ. Til ađ byrja međ trúđi Trump honum ekki. Hélt áfram ađ nota lagiđ. Leikar fóru ţannig ađ Stebbi leitađi til dómstóla og fékk lögbann sett á notkun Trumps á laginu.
Stebbi hefur útskýrt ţetta ţannig ađ eitt sé ađ vera vinur frambjóđandans. Annađ ađ kvitta undir pólitík hans.
Pólitík hans er ţó ekki verri en svo ađ hún speglar viđhorf meirihluta reppa í Bandaríkjum Norđur-Ameríku. Ţađ er ekkert nema gott um ţađ ađ segja.
![]() |
Trump hćddist ađ fötluđum blađamanni |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Spaugilegt | Breytt 27.11.2015 kl. 07:12 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
25.11.2015 | 10:03
Gríđarlega spennandi tćkifćri
Í Hafnarfirđi ríkir mikil gleđi og tilhlökkun vegna yfirvofandi endanlegrar lokunar Álversins í Straumsvík. Ţarna opnast ótal möguleikar fyrir spennandi verkefni. Kiddi kanína - oft kenndur viđ Hljómalind - og félagar hans í Menningar- og listafjelagi Hafnarfjarđar eru komnir á flug.
Međal hugmynda sem fleygt hefur veriđ fram er ađ breyta svćđinu í Ylveriđ í Straumsvík, The Green Lagoon. Ţar yrđi í Edengörđum rćktađ grćnmeti af öllu tagi. Einnig frć, ávextir, baunir, hnetur og svo framvegis. Ţar á milli verđur glćsihótel međ heitum inni- og útisundlaugum, til viđbótar heimsins bestu ađstöđu til sjósunds. Nóg af ódýru niđurgreiddu rafmagni.
Í Straumsvík er góđ hafnarađstađa. Ţarna verđur heitasti áfangastađur skemmtiferđaskipa hvađanćva úr heiminum. Stađsetningin er frábćr ţarna í útjađri höfuđborgarinnar; Bláa lóniđ og flugstöđina í Sandgerđi nánast í göngufćri. Áhugaverđ og sérstćđ náttúra í hlađvarpanum. Álfar í hverjum hól og vel klćtt huldufólk sem leikur viđ hvurn sinn fingur.
![]() |
Ákaflega sérstakt ef álveriđ lokar |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Viđskipti og fjármál | Breytt 26.11.2015 kl. 10:24 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)
23.11.2015 | 20:30
Óvćnt útspil
Til fjölda ára hefur ţjóđin veriđ samhuga um nauđsyn ţess ađ fjölga lögreglumönnum. Embćttismenn - sem hafa međ málaflokkinn ađ gera - eru ţar fremstir í flokki. Víđa um land er skortur á lögregluţjónum. Verst er samt ástandiđ á höfuđborgarsvćđinu.
Ţrátt fyrir algjöra samstöđu almennings og stjórnmálamanna í málinu hefur ekkert gerst svo lengi sem elstu menn muna. Ekkert. Nema núna á dögunum: Lögmađur ađ nafni Sveinn Andri Sveinsson steig fram og stingur upp á ţví ađ lögregluţjónum landsins verđi fćkkađ um einn.
Lögreglustjóri höfuđborgarsvćđisins tekur vel í ţennan nýja flöt á lögregluflota landsins. Hann ćtlar ađ skođa uppástungu lögmannsins. Kannski er ţetta farsćlasta lausnin á manneklu lögreglunnar. Nýstárlegar og frumlegar hugmyndir hafa oft reynst vel.
![]() |
Mál Bigga löggu til skođunar |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Löggćsla | Breytt 24.11.2015 kl. 15:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (19)
22.11.2015 | 14:29
Neyđarleg mistök
Frćgt fólk vekur athygli hvar sem til ţess sést. Einkum í útlöndum. Ţađ allra frćgasta er umkringt "lífvörđum". Ţeirra hlutverk er ađ verja frćgu manneskjuna fyrir ágangi og áreiti almennings. Almenning ţyrstir í eiginhandaráritun frćgra. Á síđustu árum hefur bćst viđ ljósmynd af sér međ frćgum.
Vandamáliđ er ađ oft ber óskhyggja og ákafi almenning ofurliđi. Ţađ ţekkja allar manneskjur sem líkjast frćgu fólki.
Fyrir nokkrum árum spilađi sćnska hljómsveitin Europe á G!Festivali í Fćreyjum. Hún var ofurfrćg 1986 og nćstu ár ţar á eftir. Ţökk sé lögum á borđ viđ "Final Countdown" og "Cherrie". Svo komu fram á sjónarsviđ rokksins Guns N´ Roses og Nirvana. Europe hvarf í skuggann og féll í gleymskunnar dá.
Í Fćreyjum bar enginn kennsl á liđsmenn Europe. Ţessir áđur snoppufríđu drengir voru orđnir gráleitir miđaldra menn. Enn voru ţeir samt í leđurjakkanum og snjáđu gallabuxunum. Ţeir sem enn gátu skörtuđu síđu hári.
Á G!Festivali var einnig kvennarokksveit frá Vestmannaeyjum, VaGínas. Skömmu fyrir heimferđ komu stelpurnar auga á liđsmann Europe. Honum var óđar stillt upp í myndatökur međ ţeim og krafinn um eiginhandaráritun á alla tiltćka pappíra.
Í flugvélinni veifuđu stúlkurnar sönnunargögnum af kynnum sínum af Europe. Ég sá strax ađ áritunin var mun fćreyskri en sćnsk. Jógvan á Heygum. Mađurinn á myndunum var ađ sönnu síđhćrđur og klćddur leđurjakka og gallabuxum. Ađ öđru leyti ekkert líkur neinum í Europe.
Neyđarleg mistök af ţessu tagi eru algeng. Mörg slík hafa orđiđ ađhlátursefni á Twitter og Fésbók. Eitt vandamáliđ er ađ tvífarinn leiđréttir sjaldnast misskilninginn. Hann nýtur athyglinnar. Ţiggur jafnvel gjafir frá ţeim uppveđrađa. Allt frá pylsu og áfengis til skartgripa. Í besta falli ţarf hann ekki ađ borga fyrir veitingar á matsölustöđum né tískufatnađ í tískufatabúđum.
Ţessi dama hélt ađ hún hefđi hitt bandaríska leikarann Johnny Depp. Hún varđ svo upp međ sér ađ hún keypti handa honum pylsu međ öllu.
Hér er hinn raunverulegi Johnny Depp. Jú, jú, ţeir eru líkir. Aldursmunur ekki nema kannski 20 ár. Kauđi gengur augljóslega alla leiđ í tvífarahlutverkinu: Alveg eins gleraugu, alveg eins skegg...
Gaurinn hélt ađ hann hefđi komist í samneyti viđ bandaríska klámkónginn Hugh Hefner.
Ţrátt fyrir ađ vera sláandi líkir ţá er Hugh ţekktur fyrir myndarlegt hvítleitt nef međ breiđum og rúmgóđum nösum. Enda ţarf hann á miklu súrefni ađ halda. Rauđnefinn nasagranni bćtir upp fyrir ţađ sem greinir ţá tvífara ađ međ ţví ađ klćđast náttfatalegum sloppi.
Bandaríska sjónvarpskonan Oprah Winfrey flýgur landshorna á milli í einkaţotu. Tvífarar hennar ferđast í almennu rými í trođfullum farţegaflugvélum.
Ađ öđru leyti hefđi ţetta alveg getađ veriđ Oprah - ef hún kynni ađ ferđast aftur í tímann um 20 - 30 ár.
Bandarískur mótorhjólaknapi var sperrtur yfir ţví ađ hafa hitt leikarann Owen Wilson.
Kannski var móđa á sólgleraugunum. Samt svipar manninum til Owens. Báđir ljóshćrđir og međ sömu hárgreiđslu.
..
Spaugilegt | Breytt 23.11.2015 kl. 20:00 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2015 | 20:09
Hulunni svipt af hrćđilegu leyndarmáli
Fréttir af banksterum eru skemmtilegri en afleiđingar bankahrunsins/bankaránsins. Er ţá mikiđ sagt. Skemmtilegastar eru fréttir af réttarhöldum yfir klíkunni. Ţćr keppa viđ fréttir af vist hennar á Kvíabryggju: Átök um rauđvín međ matnum, átök um reiđnámskeiđ - međ og án vćndis og svo framvegis.
Verđbréfamiđlari hjá Glitni upplýsir vinnufélaga og nú alţjóđ um ađ Jón Ásgeir hafi veriđ og/eđa sé á djöflamerg. Ţađ ku vera betra en ađ vera á djöflasýru. Nema ţađ sé ţađ sama. Rifjast ţá upp ađ korteri fyrir bankahrun kallađi Jón Steinar Gunnlaugsson nafna sinn viđarrenglu. Um ţađ má lesa hér
Í dag er pistill í dagblađi Jóns Ársgeirs (skráđ á konu hans), Fréttablađinu. Pistilinn skrifar eiginkona Ólafs Ólafssonar, hótelgests/vistmanns á Kvíabryggju. Henni er niđri fyrir. Eina sinni, einu sinni enn. Ađ ţessu sinni sakar hún forstjóra Fangelsismálastofnunar um ađ brjóta á skjólstćđingi sínum, kallgreyinu, međ ţví ađ opinbera persónugreinanlegt einkamál hans. Ţađ gerđi hann međ ţví ađ kjafta frá vel varđveittu leyndarmáli: Ađ "mjög lítill hópur fanga hefđi ađgang ađ mörgum milljónum".
![]() |
Jón Ásgeir á djöflamergnum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Löggćsla | Breytt s.d. kl. 20:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
20.11.2015 | 11:04
Verđur ađ sjá
Wayn.com er bresk netsíđa. Nafniđ stendur fyrir Where Are You Now? Hún er vettvangur og málgagn ferđamanna og ferđalaga. Notendur eru um 20 milljónir og dreifast út um allan heim. Birtur er á síđunni listi undir fyrirsögninni "Top Things to do in Scandinavia". Í undirfyrirsögn segir ađ Svíţjóđ, Noregur og Danmörk séu ćsispennandi áfangastađur ađ sćkja heim.
Fyrst er flaggađ norđurljósum yfir Noregi. Fariđ er mörgum fögrum orđum um ţau. Wayn-verjum yfirsést ađ norđurljósin yfir Íslandi eru miklu flottari.
Nćst er vísađ á Legoland í Danmörku. Ungum sem öldnum er lofađ ađ ţar muni ţeir upplifa skemmtun ćvi sinnar. Ekkert nema gott um ţađ ađ segja.
Í 3ja sćti er Rósenborgar-kastali í Danmörku. Nefnt er ađ fleiri áhugaverđa kastala megi finna í Danmörku.
Í 4đa sćti er Bláa lóniđ. Ţađ er sagt vera besta stađ til slökunar sem völ er á. Lóniđ hafi unniđ til verđlauna og sé Íslands dýrasta djásn.
Í 5. sćti er Tívolí-garđurinn í Danmörku.
Í 6. sćti er Stokkhólmur, höfuđborg Svíţjóđar. Hún er snilld.
Ađ lokum er tiltekiđ ađ ferđalangur um Skandinavíu verđi ađ komast i hvalaskođun viđ Noreg eđa Ísland.
Í upptalninguna Wayn vantar sárlega Fćreyjar. Ég lćt hér fylgja međ tvćr myndir ţađan ţví til sönnunar:
Tónlist | Breytt 19.10.2016 kl. 20:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2015 | 20:34
Sterkar stelpur - građir strákar
Mikiđ rosalega sem ţćr eru sterkar og flottar ţessar stelpur er stigiđ hafa fram og sagt frá ofsóknum af hendi skólasystkina. Ţćr hafa veriđ úthrópađar sem druslur, sjálfsalar og allskonar öđrum niđrandi orđum í ţeim dúr. Međal annars í skólablađi menntaskólanema.
Auđvitađ eru ţađ ţeir er skrifa óhróđur um skólasystkini sín í ţannig blöđ sem eru illa innréttuđ dusilmenni. Ţeirra er skömmin. Ţađ er ekkert nema í góđu lagi ađ stelpur kyssi stráka, strákar kyssi stelpur og fólk af öllum kynjum kyssi hvert annađ og stundi kynlíf ţegar ţannig stendur á.
Sá sem kallar manneskju druslu eđa eitthvađ í ţá veru er fífl.
![]() |
Lét bólfélagana skrifa undir ţagnareiđ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Lífstíll | Breytt 19.11.2015 kl. 09:38 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (7)
18.11.2015 | 11:14
Karlinn sem reddar hlutunum
Ţúsund ţjala smiđurinn er ómissandi í hverju ţorpi; ţessi sem reddar hlutunum snöfurlega. Enginn hlutur er svo bilađur ađ reddarinn kippi honum ekki í lag á mínútunnni. Hann ţarf ekki annađ en skima í kringum sig eitt augnablik til ađ koma auga á nothćfan varahlut.
Heimafyrir bera flestir hlutir ţess merki ađ reddarinn hafi fariđ um ţá höndum. Ţegar pulla í sófasettinu ónýtist kemur eldhússtóll ađ góđum notum.
Veggklukkan fellur í gólfiđ og brotnar. Ţá er minnsta máliđ ađ teygja sig í vélritunarblađ og tússpenna. Klukkan er sem ný.
Slökkvitćkiđ í sameigninni tćmist. Vatnsflaska gerir sama gagn.
Hliđarspegillinn á fína jeppanum brotnar. Ţá er gott ađ eiga handspegil og límband.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 11:28 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2015 | 21:38
Lífstíll skiptir öllu máli
Svissneskir karlar lifa lengur en ađrir karlar. Íslendingar eru í hópi langlífustu ţjóđa. Matarćđi skiptir máli í mögulega langri ćvi. Óhollur matur, sykur og hvítt hveiti skerđa lífsgćđi og ćvilengd. Eiturlyfjaneysla og keđjureykingar líka. Einnig lífstíll ađ öđru leyti, svo sem hreyfingarleysi og flótti frá sólarljósi.
Ţetta er mismunandi á milli ţjóđa. Í Bandaríkjum Norđur-Ameríku er lífshćttulegt ađ verđa á vegi lögreglu. Samskipti viđ hana kosta hátt á annađ ţúsund manns lífiđ á ári. Góđur fjöldi til viđbótar á um sárt ađ binda eftir ađ hafa orđiđ á vegi lögreglunnar. Menn auka lífsgćđi sín og lífslíkur međ ţví ađ forđast lögregluna, hermenn og ţess háttar.
![]() |
Ţúsund látist af völdum lögreglu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Löggćsla | Breytt 17.11.2015 kl. 11:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2015 | 10:56
Sparnađarráđ: Kauptu jólamatinn núna!
Hagsýnir húsbćndur vita ađ nú er rétti tíminn til ađ kaupa mat fyrir sólrisuhátíđina miklu, jólin, hátíđ ljóss og friđar, svo og gamlárskvöld, nýársdag og nćstu daga ţar á undan og eftir. Ástćđan er sú ađ eftir nokkra daga fer verđ á mat ađ hćkka nokkuđ bratt. Hann hćkkar og hćkkar í verđi í stórum stökkum alveg fram á nćsta ár. Jafnframt minnkar úrval á sumum matvörum.
Sá sem bíđur međ ađ kaupa matinn fram undir jól tapar háum fjárupphćđum. Ţeim upphćđum er betur variđ í gott borđvín og nokkra jólabjóra.
![]() |
Matur og flug hćkkar í verđi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
14.11.2015 | 19:44
Íslensk hjarđhegđun
Íslendingar eru hópsál. Auđteymd í allar áttir. Hjarđhegđun einkennir ţjóđarsálina. Ţegar ný verslun er opnuđ ţarf ekki mikiđ til ađ smala hjörđinni í hús. Ókeypis kleinuhringur eđa 5% afsláttur á fimm stykkjum af skrúfjárni dugir. Biđröđ myndast degi fyrir opnun. Hjörđin bíđur ofan í svefnpoka eftir opnun búđarinnar. Ţeir fremstu í röđinni upplifa sig sem hetjur. Ekki ćtla ég ađ kalla ţá eitthvađ annađ.
Ţegar ekki er um opnun á nýrri verslun ađ rćđa ţá dugir til ađ mynda bílaumbođi ađ auglýsa ókeypis kaffisopa. Ţá myndast örtröđ. Ef auglýstar eru ókeypis kleinur međ ţá bruna menn frá Keflavík, Borgarnesi og Selfossi til Reykjavíkur.
Ég rakst á kunningja frá Hveragerđi sem gerđi sér ferđ í bćinn. Ástćđan var sú ađ IKEA auglýsti smakk á smákökum. Smakkiđ átti ađ hefjast klukkan 13.00. Vinurinn náđi ekki ađ mćta fyrr en 13.30. Ţá var ekki byrjađ ađ gefa smakk. Einhver biđ var í ţađ. Hvergerđingurinn var gráti nćr yfir ţessum "svikum".
Ég benti honum á ađ aksturinn til og frá Hveragerđi kostađi hann sennilega á annađ ţúsund kr. Fyrir ţann pening gćti hann keypt í nćstu matvörubúđ 100 eđa 200 smákökur í stađ ţessarar einu smáköku sem hann ćtlađi ađ smakka í IKEA.
Hann horfđi ringlađur á mig í nokkrar sek. Svo muldrađi hann um leiđ og hann settist upp í jeppann og ók á brott: "Ţćr eru náttúrulega ekki nýbakađar."
![]() |
Fyrstu mćttu í röđina í nótt |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Viđskipti og fjármál | Breytt 13.10.2016 kl. 09:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
13.11.2015 | 19:50
Kúaskítur til framleiđslu á rjómaís
Einn besti og vinsćlasti ís í heimi er skoski Mackie´s. Til ađ framleiđa ţennan ís ţarf mjólk og rjóma. Einnig vanillu, súkkulađi, hunang, mintu, jarđaber, rifsber, karamellu og sitthvađ fleira. En uppistađan er mjólk. Hún er fengin úr 400 beljum í eigu Mackie´s.
Beljur gefa af sér fleira en mjólk. Af ţeim gengur óhemju mikiđ magn af ágćtis túnáburđi. En ţađ má nýta kúadelluna sem orku. Ţađ vita stjórnendur Mackie´s. Skíturinn býr til orkuríkt gas, mugas. Ţetta gas virkjar Mackie´s til ađ knýja ísverksmiđjuna. Fyrir bragđiđ er framleiđslukostnađur Mackie´s lćgri en keppinautanna.
Englendingar hafa af gamalkunnri illgirni búiđ til hefđbundna Skotabrandara um ţetta. Ţeir ganga út á meinta nísku Skota. Skotar eru miklu útsjónasamari en Englendingar. Gott dćmi um ţađ er ađ Englendingar skjóta úr fallbyssum kastalabygginga 12 skotum klukkan 12 á hádegi til heiđurs drottningunni. Skotar skjóta af sama tilefni úr Edinborgarkastala einu skoti klukkan eitt.
Viđskipti og fjármál | Breytt 11.10.2016 kl. 17:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2015 | 10:55
Magnađar ljósmyndir
Fátt er skemmtilegra ađ skođa en magnađar ljósmyndir. Hér eru nokkur sláandi dćmi:
Ef vel er ađ gáđ má sjá 5 daga unga - eins og húfu - á höfđi 140 ára skjaldböku.
Flogiđ yfir Ísland.
New York í ţoku.
Ţarna endar Kínamúrinn.
Hótelherbergi í útlöndum.
Röntgen-mynd af 450 kílóa dömu.
Sandstormur augnabliki áđur en hann leggur undir sig Phoenix.
Menning og listir | Breytt 13.11.2015 kl. 12:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
11.11.2015 | 10:19
Hvergi sér fyrir enda á flóttamannastraumnum
Ört vaxandi straumur flóttafólks flćđir yfir alla Evrópu. Jafnvel fleiri heimsálfur ef vel er ađ gáđ. Ţessi ţróun hefur ţegar skapađ ótal vandamál af öllu tagi. Sífellt bćtast fleiri vandamál í hópinn. Bara á ţessu ári - á fyrstu níu mánuđum ţess - hafa hátt á fjórđa ţúsund Íslendingar flutt til útlanda. Flúiđ skuldabagga, vaxtaokur, húsnćđisvandrćđi, spillingu, brostnar vonir og hringlandahátt. Međal annars međ reisupassa.
Uppistađan af íslenska flóttamannastraumnum er ungt fólk. Kraftmikiđ, atorkusamt og vel menntađ. Ţađ er gríđarlegt tjón fyrir ţjóđfélagiđ ađ missa flóttafólkiđ út úr íslenska atvinnumarkađnum. Ţetta hefur ţegar skapađ illvígan skort á iđnađarmönnum. Ţetta er vinnandi fólk sem á í heilbrigđu ţjóđfélagsástandi ađ standa undir ellilífeyrisgreiđslum, rekstri hjúkrunarheimila og allskonar.
Eina ráđiđ til ađ stoppa upp í götin er ađ lokka međ einhverjum ráđum til Íslands fólk frá öđrum löndum.
![]() |
Fjöldi Íslendinga flytur úr landi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:01 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)
9.11.2015 | 19:54
Snöfurleg vinnubrögđ lögreglu til fyrirmyndar
Stórhćttulegur útlendur glćpamađur reyndi í vetrarbyrjun ađ kaupa flugmiđa hérlendis handa aldrađri móđur sinni. Viđ fyrstu atrennu reyndi hann ađ greiđa fyrir miđann međ stolnu greiđslukorti. Ţađ gekk ekki. Ţá var ţrautalending ađ borga međ reiđufé (Johnny Cash).
Lögreglan hafđi snör handtök og fćrđi glćpamanninn í járn. Ţađ lá ljóst fyrir ađ hann var allt ađ ţví rađflugmiđakaupandi međ illa fengiđ fé í höndum. Til ađ hindra frekari kaup á flugmiđum var hann umsvifalaust fćrđur í gćsluvarđhald. Hérađsdómur og hćstiréttur höfđu fullan skilning á alvarleika málsins.
Viđ leit í hýbýlum glćpamannsins kom í ljós ađ hann hafđi stoliđ skyrtubolum. Greinilegt var ađ hann hafđi undirbúiđ glćpinn. Ţađ sást á ţví ađ hann hafđi keypt herđatré. Sömuleiđis blasti viđ einbeittur brotavilji ţví ađ skyrtubolum var stoliđ frá fleiri en einni fataverslun. Ţetta er rađskyrtubolaţjófur.
Í gćsluvarđhaldi hefur glćpamađurinn ekki möguleika á ađ brjóta á fleirum. Öllu máli skiptir ađ engum stafi hćtta af honum. Ţegar og ef hann losnar úr gćsluvarđhaldi tekur viđ farbann. Ţađ má aldrei gerast ađ skyrtubolaţjófur geti montađ sig af bjórsötri á leiđ til útlanda í flugstöđ í Sandgerđi - á međan glćpaferill hans er til međferđar hjá lögreglu og dómstólum.
----------------------------------------------------
![]() |
Handtekinn er hann keypti flugmiđa handa móđur sinni |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Löggćsla | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (20)
8.11.2015 | 22:41
Jón Ţorleifs og arfur
Hér fyrir neđan má finna hlekk á fyrri bloggfćrslur mínar um Jón Ţorleifsson, rithöfund og verkamann. Ţar er tíundađ ósćtti Jóns viđ ćttingja sína. Ţađ var einhliđa af hálfu hans. Á síđustu ćviárum sniđgekk hann ćttingja sína međ öllu.
Svo gerđist ţađ ađ bróđir hans féll frá. Jón taldi ţađ ekki koma sér viđ. Ţađ olli vandrćđum varđandi dánarbúiđ. Bróđirinn var einhleypur og barnlaus. Jón var einn af hans nánustu ćttingjum og erfingjum. Jón vildi ekkert af dánarbúinu vita. Ţađ var sama hvort ađ ćttingjar eđa skiptastjóri dánarbúsins hringdu í Jón. Hann skellti tólinu á ţá um leiđ og ţeir kynntu sig.
Ţetta tafđi um margar vikur ađ hćgt vćri ađ ganga frá dánarbúinu. Ađ lokum bankađi upp hjá Jóni ungur mađur giftur frćnku Jóns. Hann var međ lausnir á vandamálinu sem Jón sćttist á. Tilbúna pappíra um ađ Jón afsalađi sér sínum hluta af arfinum. Gott ef ekki var framsali til einhvers tiltekins góđgerđarfélags.
Ţegar Jón sagđi mér frá ţessu - alvarlegur á svip - orđađi hann ţađ ţannig: "Ég gat ekki annađ en tekiđ vel í erindi ţessa unga manns. Hann virtist vera nokkurn veginn í lagi. Enda er hann ekkert skyldur mér."
------------------------------------------------------------------------------
Tekiđ skal fram ađ ég ţekki til margra ćttingja Jóns. Ţeir eru mikiđ úrvals fólk í alla stađi.
Fleiri sögur af Jóni HÉR
Bćkur | Breytt 10.11.2015 kl. 17:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2015 | 20:55
Varasamar vídeóleigur
Allir eru utan viđ sig af og til. Kannski er einhver stigsmundur á milli einstaklinga á ţví sviđi. Kannski kippir fólk sér mismikiđ upp viđ ţađ ađ vera utan viđ sig. Sumir taka varla eftir ţví ţó ađ ţeir séu meira og minna utan viđ sig alla daga. Ađrir taka ţađ mjög nćrri sér. Ţeim hćttir til ađ velta sér upp úr ţví međ áhyggjusvip.
Rannsóknir hafa leit í ljós ađ unglingar eru alveg jafn oft utan viđ sig og eldra fólk. Ţá erum viđ ekki ađ taka međ í dćmiđ alvarleg elliglöp á borđ viđ alzćmer.
Fyrir mörgum árum tilkynnti vinur minn - eldsnemma ađ morgni - lögreglu ađ bíl hans hafi veriđ stoliđ um nóttina. Hann hringdi jafnframt í mig og sagđi tíđindin. Alla nćstu hálftíma fram ađ hádegi hringdi hann í mig međ kenningar um bílstuldinn. Hann var sannfćrđur um ađ bíllinn yrđi seldur í varahluti. Nćst var hann sannfćrđur um ađ bíllinn hafi veriđ fluttur til Vestmannaeyja. Og svo framvegis.
Síđasta símtaliđ ţennan dag kom um hádegisbil. Lögreglan fann bílinn. Hann stóđ fyrir utan myndbandaleigu í göngufćri frá heimili mannsins. Gátan var ekki flóknari en ţađ ađ hann hafđi tekiđ sér ţar myndbandsspólu á leigu kvöldiđ áđur.
![]() |
Gleymdi barninu á vídeóleigu |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Spaugilegt | Breytt 7.10.2016 kl. 12:19 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
6.11.2015 | 21:03
Ljósmyndir af börnum sem urđu síđar heimsfrćg
Sumir halda ţví fram ađ ţađ sé hćgt ađ sjá af ljósmyndum af börnum hver verđi "stjarna" (frćg afreksmanneskja) á fullorđinsárum. Kannski er ţađ óskhyggja einhverra. Kannski er ţađ eitthvađ sem miđlar draga fram og benda á í tćka tíđ (fremur en löngu síđar)
Hér eru nokkur dćmi:
Björk
John Lennon
David Bowie
James Hetfield (Metalica)
Zack De La Rocha (Rage Against the Machine)
Boy George
Jim Morrison (Doors)
Kurt Cobain (Nirvana)
Nína Simone
Marilyn Manson
Janis Joplin
Patti Smith
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
5.11.2015 | 18:16
Hvađa ţjóđir hafa ţađ best?
Hvađa ţjóđir búa viđ besta heilsu? Eđa njóta mest fjárhagslegs öryggis? Eđa eru hamingjusamastar? Eđa ţurfa síst ađ óttast glćpi? Breska tímaritiđ Business Insider hefur svariđ. Ţađ ber fyrir sig rannsókn og niđurstöđu The Legatum Institute.
Niđurstađan kemur ekki á óvart. Sú ţjóđ sem toppar listann er Norđmenn. Ekki í fyrsta skipti. Niđurstađan er samhljóđa hliđstćđum rannsóknum margra annarra stofnana og fjölmiđla síđustu ár. Svo eru ţeir sprćkir í rokkinu.
Toppsćti Norđmanna er svo sjálfgefiđ ađ ţađ er ekki fréttnćmt. Eiginlega ekki heldur annađ sćtiđ. Ţađ fellur í skaut Svisslendinga. Ţjóđarinnar sem beitir ţjóđaratkvćđagreiđslum oftar en allir ađrir. Međ ţessum árangri. Ţađ er ekki tilviljun ađ svissneskir karlar lifa lengst allra í heiminum.
Í 3ja sćti eru Danir. Ţar munar nokkru um ađ ţeir eru almennt betur menntađir en ađrar ţjóđir. Svo eru ţeir "ligeglad" og hafa ţađ assgoti gott.
Í 4đa sćti eru Nýsjálendingar. Toppa allar ţjóđir utan Evrópu. Ţar býr tónlistarkonan flotta Hera.
Í 5. sćti eru Svíar. Ţeir gefa Norđmönnum lítiđ sem ekkert eftir í rokkinu. Ţađ telur.
Í sjötta sćti eru Kanadabúar. "Land of the free".
Í sjöunda sćti eru Ástralir. Ţökk sé háu menntunarstigi.
Í áttunda sćti eru Hollendingar. Ţeir búa viđ gott heilbrigđiskerfi, persónufrelsi og góđa menntun.
Í níunda sćti eru Finnar. Ţeir hafa náđ sér bćrilega á strik eftir vonda kreppu fyrir nokkrum árum.
Í 10. sćti eru Írar. Ţeir hafa ţó glímt viđ efnahagslegar ţrengingar. En eru ađ standa sig.
Ţađ er ekki ástćđa til ađ fara yfir öll sćti sem spanna hátt í tvöhundruđ. Látum nćgja ađ tiltaka Íslendinga í 12. sćti. Viđ búum viđ persónufrelsi og friđsćld.
Lífstíll | Breytt 6.11.2015 kl. 14:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
4.11.2015 | 07:51
Íslenskur miđill fćr 130 milljónir
Margur góđur mađurinn og mörg góđ konan hafa í áranna rás reddađ sér fyrir horn fjárhagslega međ ţví ađ bjóđa upp á miđilsfund. 50 eđa 100 eđa 150 manns borga glađir í bragđi 3000 kall eđa 4000 ţúsund kall eđa 5000 kall fyrir ađ fá hlýja kveđju frá draugum fortíđar.
Ţetta er góđur bisness. Ennţá betra er ađ fólk sem syrgir nýlátna ástvini gleđjist yfir kveđju frá ţeim. Ţó ekki sé nema međ ţeim orđum ađ viđkomandi fylgist međ, sé međ syrgjanda í vöku og draumi og hafi ţađ gott. Verra vćri ef einhver kvartađi undan ţví ađ hafa ţađ djöfull skítt í draugaheimi. Ţađ er ekki í bođi. Ţađ vćri vondur bisness.
Bestu fréttirnar eru ţćr ađ til er mun arđbćrari leiđ fyrir sjáendur drauga en ađ tína seđla upp úr peningaveski fátćkra syrgjenda nýlátinna ástvina. Ţađ eina sem ţarf ađ gera er ađ halda miđilsfund fyrir framan mann ađ nafni James Randi. Hann borgar miđlinum 130 milljón krónur fyrir frambćrilegan miđilsfund. Ţađ er gott tímakaup.
Ađ ţessum fróđleik uppgefnum er nćsta víst ađ miđillinn og leikkonan Anna Birta komist aftur i fréttir. Ađ ţessu sinni undir fyrirsögninni "Íslenskur miđill fćr 130 milljónir!" Ţá býđur hún Frosta Logasyni og frú út ađ borđa á Draugabarnum á Stokkseyri.
Viđskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (10)